Heimskringla - 17.07.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.07.1946, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WIN'NIPEG, 17. JÚLI 1946 Kirkjuþing Hins Sameinaða Kirkjufélags 27.—30. JÚNI 1946 Framh. Annar fundur kirkjuþingsins var settur kl. 2 á föstudaginn, 28. júní. Fundargerð síðasta fundar var lesin og samþykt, samkvæmt tillögu Sveins Thorvaldsonar og Mrs. J. F. Kristjánsson. Sumum þingmönnum fanst tímabreytingin vera óþægileg. og B. E. Johnson gerði tillögu um að þingið fylgi fljóta tíman- um, “Daylight Saving Time”. — Miss Elin Hall studdi og tillagan var samþykt, og ákveðið var að ráðstafa öllum fundarhöldum eftir þeim tíma. Þá las formaður fjármála- nefndar álit þeirrar nefndar, sem var í f jórum liðum. Elin Hall lagði til að nefndar- álitið verði tekið fyrir lið fyrir lið. Mrs. B. E. Johnson studdi og samþykt. Þá var álitið lesið upp, og var hver liður samþyktur án breyt- inga. 1. liður samkv. tillögu B. E. Johnson og Sig. Johnson. 2. liður samkv. tillögu Mrs. B. E. Johnson og Mrs. J. F. Kristj- ánsson. 3. liður samkv. tillögu B. E. Johnson og Miss Elinar Hall. 4. liður samkv. tillögu B. E. Johnson og Sigríðar Jakobson. Álitið var á þessa leið: Fj ármálanef ndarálitið Nefndin leggur til eftirfylgj- andi: 1. Að fleiri útvarpsmessum verði ráðstafað í framtíðinni en verið hefir, svo framarlega að nokkrir möguleikar séu að fá því framgengt, og að þingið leggi þetta mál í hendur stjómar- nefndar kirkjufélagsins til frek- ari framkvæmda. 2. Að ungmenna námskeiðið, sem hefir verið haldið á Barna- heimilinu á Hnausum og sem hefir gefist svo vel að undan- förnu, njóti hins vanalega styrks eins og hingað til hefir verið. 3. Að kirkjufélagið haldi á- fram að veita styrk á næsta árj til guðfræðináms efnilegum ís- lenzkum námsmanni með því augnamiði að hann gerist starfs- maður kirkjufélagsins í framtíð- inni. 4. Að söfnuðir og kirkjufélag sjái til að varasjóður til verndar kirkjum og söfnuðum sé sem fyrst myndaður og að söfnuð- umir haldi því máli vakandi með ósk um að menn minnist safn- aða sinna og kirkjufélags í erfða- skrám sínum. —Á kirkjuþingi að Lundar, Man., 28. júní 1946. S. Thorvaldson J. O. Björnsson Einar S. Eyford H. V. Thorsteinsson P. S. Pálsson B. E. Johnson lagði til að nefndarálitið verði samþykt í heild sinni, og Miss Elin Hall studdi. Tillagan var samþykt. Páll S. Pálsson gjaldkeri kirkjufélagsins, las upp Fjár- hagsskýrslu kirkjufélagsins, — Námssjóðsskýrslu Emil Guð- mundssonar, Fjárhagsskýrslu Brautarinnar, ásamt nafnalista þeirra, sem styrkt hafa útgáfu ritsins, og Skýrslu yfir sölu Brautarinnar. En þar sem að reikningarnir höfðu ekki enn verið yfirskoðaðir, bað Páll Páls- son þingið að leggja skýrsluna fyrir til seinni athugunar á þing- inu. — Einn yfirskoðunarmann- anna vantaði, og gerði því Sig. Oddleifsson tillögu og Elin Hall studdi, um að forseti útnefni annan í hans stað. Samþykt. — Forseti útnefndi þá sem yfir- skoðunarmann, Ágúst Eyjólfson. Þá lá kirkjumálanefndarálitið fyrir, og las formaður þeirrar nefndar álitið. Séra H. E. Johnson gerði til- lögu um að taka álitið fyrir lið fyrir lið. Sig Johnson studdi. — Samþykt. 1. liður samþyktur samkv. til- lögu B. E. Johnson og Einars Johnson. 2. liður samþyktur samkv. til- lögu Sv. Thorvaldson og Sig. Oddleifson. 3. liður samþyktur samkv. til- lögu Sv. Thorvaldson og P. S. Pálsson. Stuttad umræður urðu um nauðsynina á að prestum veitist tækifæri til að ferðast á milli safnaða sinna, og þjóna þeim á eins fullkominn hátt og unt er. 4. liður — Miss Elin Hall lagði til að þessum lið sé vísað aftur til nefndarinnar til nánari at- hugunar og breytingar. B. E. Johnson studdi, og till. var sam- þykt. Skrifari bar upp mál sem hon- um fanst þingið ætti að ganga frá sem fyrst og lagði því til að þingið samþykki að senda kveðju og heillaóskaskeyti til Dr. F. M. Eliot, forseta Unitara félagsins í Boston og Dr. Sigurgeirs Sig- urðssonar, biskups yfir íslandi, sem allir Islendingar fögnuðu er hann heimsótti okkur fyrir tveimur árum, og gerði kirkjufé- lagi okkar þann heiður að messa í Sambandskirkjunni í Winni- peg. Sveinn Thorvaldson studdi tillöguna, og tillagan var sam- þykt með miklu lófaklappi. Einnig var komu próf. Ás- mundar Guðmundssonar fyrir ári síðan minst, og þess, að fyrir milligöngu hans hefði guðfræði- nemi Emil Guðmundsson frá Lundar föngið inngöngu í guð- fræðideild háskólans á íslandi. Séra H. E. Johnson las upp bréf frá Emil Guðmundssyni, sem var heillaóskabréf til þings- ins og kirkjufélagsins. Sveinn Thorvaldson lagði til og B. E. Johnson studdi, að skrifara sé falið að svara bréfinu og þakka Emil fyrir kveðju hans. Tillag- an var samþykt. Þá varð fundarhlé, er konur Lundar safnaðarins komu með boð til allra þingmanna að ganga niður í fundarsal kirkjunnar til MANITOBA BIRDS FRANKLIN'S GULL — Prairie Pigeon — Larus franklini Distinctions. Has dark mantle and a small amount of white on the wings. Wrists and most of the primaries being slate grey. The bill and feet vary, with age and season, from black to maroon. The rosy suffusion of the underparts is evanescent and not always present in specimens, as it quickly fades to white after death and exposure to light. The juvenile can best be distinguished by the wing pattern in which the primaries are solid black in the bird of the yeaT. Field' Marks. The blackness of the wings without prominent white wrists makes the best fieid marks for all plumages. The black or deep maroon legs and the dull red bill also assist in recognition. Nesting. Nest of dead rushes and debris in wet marshes adjoin- ing prairie lakes and sloughs. Distribution. The interior, from Manitoba to Alberta. ÍSee next week’s space for habits and Economic Status) This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD166 i.!1! kaffidrykkkju. — Þingfulltrúar og gestir þáðu boðið þakksam- lega og gengu niður í samkomu- salinn, þar sem var kaffi og margt góðgæti með, sem þeir nutu til fulls, með góðri lyst og mikilli ánægju. Að kaffidrykkjunni lokinni, var fundur settur aftur kl. 5, og í þá lá fræðslumálanefndarálitið fyrir, sem var í 4 liðum. Séra H. E. Johnson lagði til að álitið verði tekið fyrir lið fyrir lið. Sigríður Jakobson studdi, og var till. samþykt. 1. liður. — Um þennan lið urðu miklar umræður. Litu sumir á kostnaðinn á að gefa út slíkan [ bækling og þann, sem minst var í álitinu, en aðrir skoðuðu hug- myndina sem eitt af nauðsynja- málum kirkjufélagsins, til út- breiðslu kenninga og skoðana ! vorra. Rætt var um stærð bækl- ;ingsins og einnig um hugmynd- Jina um að birta innihald hans í Brautinni og sérprenta það seinna. Sú skoðun kom einnig fram að tilgangur bæklingsins [ætti ekki að vera sá að ráðast á aðra, eða að særa eða að meiða, vegna skoðanamunar. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Sv. Thorvaldson, B. E. Johnson, séra H. E. Johnson, séra Philip M Pétursson, Páll S. Pálsson, Sigurður Johnson, og e. t. v. fl. Að lokum gerði Sv. Throvaldson till. um að liðnum sé vísað aftur til nefndarinnar til að breyta honum á þann hátt, sem komið hafði fram í umræðunum. Páll S. Pálsson studdi. Till. var sam- þykt. 2. liður samþyktur samkv. til- lögu Sv. Thorvaldsonar og B. E. Johnson. 3. liður samþyktur samkv. till. Sv. Thorvaldsonar og B. E. John- son. 4. liður. — B. E. Johnson gerði tillögu um að fella þennan lið úr, þar sem að þær upplýsingar sem hann leitaði væru þegar fengnar, eftir útskýringu Sveins Thorvaldsonar, um kostnað á nýju sálmabókinni, og annað í sambandi við hana. Sagði hann að hver bók kostaði um $3—4. Séra H. E. Johnson studdi. — Samþykt. Þar sem 1. liðnum hafði verið vísað aftur til nefndarninar, varð samþykt álitsins í heild sinni að bíða þar til að nefndin kæmi með þann lið aftur. Forseti auglýsti að Mrs. Marja Björnsson, sem er fræðslumála- stjóri kirkjufélagsins, kæmi fram á fyrirlestrinum í kvöld með myndir sem notaðar eru til sunnudagaskólakenslu í kirkjum vestur á strönd. — Þangað sem Mrs. Björnsson hafði ferðast í fyrra, og séð ýmislegt í sam- bandi við sunnudagaskólakenslu, sem gæti orðið okkur að góðum notum í sunnudagaskólum vor- um. Ágúst Eyjólfson gerði tillögu um, að þingfulltrúar og gestir komi saman í kirkjunni aftur, kl. 7.30, hálf tíma fyrir fyrirlest- urinn, til að sjá þessar myndir og gefa Mrs. Björnsson tækifæri til að útskýra þær og aðferðina sem notuð er í sambandi við þær. — Sv. Thorvaldson studdi Samþykt. Þá las Mrs. B. E. Johnson skýrslu yfir starf Wpg. deildar, Unitarian Service Committee of Canada, sem var mjög fróðleg. U. S. C. C. var stofnað í haust sem leið, og var þá deild stofn- uð í Winnipeg söfnuðinum, sem starfað hefir síðan. Dr. Lotta Hitschmanova, sem er Tékkósló- vaki, er formaður U. S. C. C. og hefir skrifstofu í Ottawa. Win- nipeg-deildin hefir tekið á móti og sent út 30,000 pund af fötum og öðrum vörum. Meira en 200 börn hafa verið tekin til fósturs á þann hátt sem U. S. C. C. hefir ráðstafað, (3 mánaða spítalaveru á Frakklandi eða Tékkóslóvakíu) inntektir hafa verið $10,221. — Meðal smábæja, þá hefir Gimli- bær gert lang bezt þeirra allra í AT YOUR SERVICE In 1886 — 60 years ago — the Dominion Experimental Farms were founded. Starting with five farms the System has since been extended to 34 farms and stations and 210 illustration stations. This system, the largest and most comprehensive of its kind in any country, is maintained, with the other Services of the Dominion Department of Agriculture, for the promo- tion of agriculture and the national economy of Canada. As a result of the work carried out in the past by all the Services of the Department in co-operation with the provinces and agricultural colleges, a much greater measure of stability has been given to farming in thc Dominion. Now that the war has ended, all the Services of the Dominion Depart- ment of Agriculture — Experimental Farms, Science, Production and Marketing — visualize a broader and fuller program of usefulness to the people of Canada. The facilities of these Services are varied and extensive. Everybody in Canada is invited to take advantage of them freely. The Department is always ready to assist in any way in the advancement of the basic industry of Canada — Agriculture. \ Dominion Department of Agriculture Ottawa, Canada Hon. James G. Gardiner, Dr. G. S. Barton Minister Deputy Minister þessari starfsemi, þ. e. a, sjá um börn, eða að borga með þeim á sjúkrahæli, því alls hefir Gimli- bær, kirkjurnar þar og félög, séð um 13 börn, sem er töluvert betra en nokkur smábær á líkri stærð hefir nokkurstaðar annar- staðar gert í Manitoba, Saskat- i chewan eða Alberta. Að skýrslunni lokinni, var Mrs. Johnson þakkað með lófa- klappi. Þá var fundi frestað til kl. 7.30. ÞRIÐJI FUNDUR Komið var saman kl. 7.30, en vegna þess að ekki voru allir enn mættir, var ekki byrjað fyr en rúmlega kl., 8 og þá var fyrirlest- ur kvöldsins fyrst fluttur. For- setinn gerði ræðumanninn kunn- ugan söfnuðinum, en þar sem hann hafði alist upp á Lundar var hann þegar vel kunnugur flestum. Ræðumaðurinn, Einar Árnason, hafði verið í hernum frá byrjun stríðsins, og á Eng- landi og Evrópu tæp sex ár. — Hann var orðinn Lieut. Col. er hann kom heim aftur, og síðustu áramót var hann sæmdur Order of the British Empire, nafnbót fyrir vel unnið og framúrskar- andi starf í þágu hersins. Þing- heimur fagnaði honum með lófa- klappi. Hann flutti ræðu, sem fróðleg var og athyglisverð um Hermenn og trúmálin. Æskilegt væri að efni þeirrar ræðu birtist á prenti. Að fyrirlestrinum loknum, þakkaði forseti ræðumanninum, með nokkrum vel völdum orð- um, og reis þingheimur úr sæt- um sínum með lófaklappi í þakk- lætisskyni við hann. Þá sýndi Mrs. Björnsson myndir sínar og kensluaðferðirn- ar í sambandi við þær, og var góður rómur gerður að þeim. Þær eru þannig úr garði gerð- ar að hægt er að nota þær í sam- bandi við margar mismunandi sögur, eins og baktjald á leik- sviði, þar sem að persónurnar koma fram í “tableau” formi, og mjög auðvelt sýnist vera, að út- búa þesskonar myndir til notk- unar í sunnudagaskólum. For- seti þakkaði Mrs. Björnsson mjög vel fyrir að hafa frætt þingið um þessa fræðsluaðferð. Mrs. Renesse fór nokkrum orðum um námskeiðið á Hnaus- um, og bar fram áskorun frá Árborg söfnuði, um að sérstók áherzla verði lögð á það við alla söfnuði, að sem flest ungmenni sæki námskeiðið 11.—18. ágúst. Þá var fundi frestað til kl. 2 á laugradaginn, samkv. till. séra H. E. Johnson og J. O. Björnsson. Samþykt. Framh. UNDUR VERALDAR heitir bók, sem gefin var út á Islandi árið 1945. Hún er ein af merkilegustu bókum ársins, og ræðir um hina undursamlegustu hluti vísinda nútímans. Bókin er mjög skemtileg og fjörlega rituð og inniheldur ótæmandi fróðleik um himin, jörð og haf, og allt, sem lifandi hrærist. Bókin ræðir um sjötíu og fimm til áttatíu mismunandi efni, eftir jafnmarga frægustu menn ver- aldarinnar. Yrði of langt mál, að nefna nöfn þeirra allra hér. Bók þessi er þýdd af nokkrum ágætustu mönnum og konum þjóðar vorrar, og má með sanni segja, að þeim hafi tekist þýð- ingin svo vel, að vart verði á betur kosið. Efni bókarinnar er svo fjölþætt og margbrotið, að enginn, sem ánægju hefir af fróð- leik og fylgjast vill með tíman- um, getur þreytzt á að lesa hana. Til fróðleiks skal eg setja hér niður nöfn þeirra, sem þýddu einstaka kafla bókarinnar. Ágúst H. Bjarnason, Björg- úlfur Einarsson, Björn Franzson, Bogi Ólafsson, Gísli Ásmunds- son, Guðmundur Kjartansson, Hákon Bjarnason, Guðmundur Thoroddsen, Jón Magnússon, Kristín ólafsdóttir, Óskar Bjarnason, Pálmi Hannesson, Sigurður Þórðarson, Símon Jóh. Ágústsson, Steindór Steindórs- son, Theresa Guðmundsson, Trausti Einarsson. Þessi nöfn eru flestum Islend- ingum að ágæti kunn meðal ís- lenzkra bókmenta og mæla með sér sjálf. Til fróðleiks þeim, sem eiga vilja bókina, leyfi eg mér að taka hér upp nokkra punkta úr “Hlutdeild vor í sigrum vísind- anna”, eftir Harlow Shapley, þýtt af Gísla Ásmundsson. — Þetta er upphaf bókarinnar. “Það er furða, að eg skuli vera maður til þess. Klukkustundum saman þramma eg með Henry Theoreau um skógarmýrarnar í Walden' POnt til að rannsaka fæðuval mýrahauksins og út- breiðslu rhus-runnans og gullin vandarins í gömlum vanhirtum rjóðrum. Það skal þol til að hafa við honum, er hann strokar yfir mýrafláka og heimspeki, gegn- um skógar þykkni, ljóðagerð og náttúrusögu. Það krefst andlegs og líkamlegs röskleiks að fylgj- ast til fulls með í daglegum mæl- ingum hans og hugarflugi.------ Og ekki er eg fyrr kominn úr þessari ferð en lagt er upp í aðra ennþá æfintýralegri, í þetta sinn suður fyrir sól og austur fyrir mána. Eg kom inn í vinnustofu Nikulasar Kópernikusar í dóm- kirkjunni í Frauenburg og hjálpa honum við reikninga hans á hugsanlegum gangi plánet- anna.------Eg sé hann vinna af nákvæmni og elju að hinni miklu bók og heyri hann tauta áhyggju fullan um ónákvæmni í staðar- ákvörðun Satúrnusar á himni. —- — Eg starfa í rannsóknarstof- um heimsins. Eg tek á mig þreytandi næturvökur uppi á fjöllum og úti á hafi, gerí hættu- legar tilraunir og fer í erfiða leiðangra til heimskauta land- anna og inn í hitabeltisskóga, — allt án þess að hreyfa mig úr djúpa hægindastólnum við arin- inn.--------- Fjölmörg vísindastörf af þessu VERZLUNARSKOLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnugtu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.