Heimskringla - 24.07.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.07.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. JÚLÍ 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA vera óhultust þegar þeir voru staddir á þessuim villandi kross- götum. I sambandi við þetta mál þýði eg part úr greint, sem birtist í tímaritinu “Life” 20. maí 1946. Hann hljóðar á þessa leið: “Sorgarsaga frjálstrúar stefn- unnar. Frjálslynda hreyfingin í Bandaríkjunum er í þeirri hættu stödd að hún er líkleg til þess að fremja sjálfsmorð. Ástæðan fyr- ir þessu er innbyrðis sundrung út af því hvaða stefnu Banda- ríkjaþjóðin eigi að fylgja í sam- bandi við heimsfyrirkomulagið eftir stríðið. Hversu alvarlegar afleiðingar þessi árekstur getur haft sézt bezt á því sem á bak við tjöldin hefir gerst nýlega í stefnu utanríkismálanna. Löngu áður en stríðinu var lokið hafði hermálastjórn Bandaríkjanna sannfærst um það að herstöðvar á fjarlægum stöðum í Atlants- háfinu værti lífsnauðsynlegar á meðan öllu er háttað eins og nú á sér stað í sambandi við hin nýju vopn eyðileggingarinnar, að minsta kosti þangað til hin fyrirhugaða nýja heimsstjórn væri orðin þess megnug að tryggja varanlegan frið. Hvort þessi skoðun var rétt eða röng kemur þessu máli ekkert við. Allra þessaía fjarlægu her- stöðva var ísland sú ákjósanleg- asta. Þess vegna var það að í október mánuði 1945 buðum vér (Bandaríkin) stjórn íslands að leigja herstöðvasvæði á íslandi í 99 ár með þeim skilningi á báðar hliðar að þær skyldu afhentar Þjóðabandalaginu þegar vér á- litum að það væri orðið nógu öflugt og nógu trútt til þess að tryggja frið. Islendingar eru stolt þjóð og sjálfstæð. í lauslegu Samtali, sem átti sér stað eftir að vér gerð um þetta tilboð gerði Banda- ríkjafulltrúinn, Louis G. Drey- fus yngri, margar árangurslaus- ar tilraunr itil þess að sannfæra Ólaf Thors forsætisráðherra Is- lands um það að leigusamningar þessir hindruðu að engu leyti sjálfstæði eða fullveldi íslands. Þess ber þó að gæta að hér var beitt fullkominni lipurð og stjórnvizku. Sem tákn og sönnun vináttu vorrar við Island hétum vér því að fylgja íslendingum að málum þegar þeir sæktu um inngöngu í Þjóðabandalagið, og í marz-mán- uði síðast liðnum virtist ekkert því verulega til fyrirstöðu að samningar tækjust við Island. En þá skeði það seint í marz að verzlunarmála ráðherrann Henry A. Wallace álpaðist inn á sjónarsviðið í þessum litla en þýðingarmikla alþjóðaleik. Hann átti viðtal við blaðamenn og for- dæmdi það harðlega að Banda- ríkin skyldu hafa her á íslandi og lýsti því yfir eindregið að Rússar hlytu óhjákvæmilega að skoða það sem vígbúnað gegn sér ef herstöðvar yrðu stofnaðar á íslandi. Hann gætti þess alls ekki að hér var einungis um að ræða herstöðvar til tryggingar Bandaríkjunum. Sem einn ráð- herrann í Trumans stjórninni var auðvitað álitið að Wallace talaði hér samkvæmt upplýsing- um frá sjálfri stjórninni, og Wallace lýsti því yfir að Rúss- land hlyti að skoða herstöðvar á íslandi sem undirhúning árásar- stríðs á móti sér. Þegar svona var komið lýsti Thors forsætisráðherra Islands því tafarlaust yfir, að samkvæmt ummælum Wallace neituðu Is- lendingar því með öllu að ganga að þeim samningum, sem hér var um að ræða. Tilraunir voru gerðar til þess að sannfæra Islendinga, sem nú voru orðnir kvíðafullir um það að rödd Wallace væri ekki rödd Bandaríkjaþjóðarinnar. Jafn- framt var til þess reynt að koma málinu aftur í vænlegra horf, en þær tilraunir voru með öllu eyði- lagðar með hinni einkennilegu ræðu, sem Claud Pepper frá Florida flutti á þingfundi í öld- ungadeildinni, þar sem hann bergmálaði það, sem Wallace hafði sagt. í aprílmánuði síðastliðnum var haldin ráðstefna í verzlunarráðs- höllinni til þess ræða það mál, hvernig vernda mætti friðinn. Þessa ráðstefnu sátu leiðandi menn frjálslyndu stefnunnar eins og t. d. Harley Kilgore úr öldungaráðinu og Helen Gahag- an Douglas úr fulltrúadeildinni. Þar var s'amþykt yfirlýsing þess efnis að stefna Bandaríkjanna viðvíkjandi herstöðvum í útlönd- um væri árásarstefna og fjand- samleg gegn Rússum og þess var afrdáttarlaust krafist að allur her Bandaríkjanna væri kallað- ur heim frá íslandi. Svo að segja samstundis og þetta gerðist lýsti Thors forsæt- isráðherra íslands því yfir í Reykjavík að stjórnin á Islandi væri alls ekki lengur að hugsa um boð Bandaríkjanna viðvíkj- andi herstöðvaleigu á Islandi á friðartímum. Það er mögulegt að íslending- ar sjái sig um hönd, en ef þeir halda fast við stefnu sína og sá tími kemur að Bandaríkin þurfi á herstöðvum að halda í Atlants- hafinu, þá er ekki líklegt að Wallace, Pepper og félagar þeirra verið sérlega upp með sér yfir því, sem þeir hafa gert.” Þetta er kaflinn úr greininni, sem beinlínis snertir Island. — Hann er íslendingum alvarlegt umhugsunarefni. Sig. Júl. Jóhannesson HELZTU FRÉTTIR DÁN ARFREGN Þann 4. júlí s. 1. lézt að Wyn- yard, Sask., bóndinn Bjarni F. Bjarnason, eftir langvarandi tieilsuleysi. Bjarni sál. var fædd- ur 20. júlí 1881 að Akra, N. D. Árið 1885 fluttist hann með foreldrum sínum í nýbygðina við Milton, N. D. Árið 1905 flutti hann til Saskatchewan og nam land 5 mílur austur af þar sem nú er Wynyard-bær, var hann því einn af frumbyggjurum ís- lenzku Vatnabygðarinnar, sem svo var kölluð á frumbýlings- árum. Árið 1907 gekk hann að eiga Miss Helgu Stefánson, sem nú lifir mann sinn. Bjuggu þau hjón á landareign sinni, þar til fyrir tólf árum, að þau brugðu búi og fluttu til Wynyard bæjar, er heilsa Bjarna tók að bila. Þau hjónin eignuðust tvö börn: Guð- rúnu, Mrs. K. S. Axdal, að Wyn- yard, Sask., og Friðrik, einnig giftur, í Elfros, Sask. Systkini Bjarna á lífi eru, Hjörtur, í Daw- son Creek, B. C., Árni, í Winni- peg, Man., Sigurður, í Wynyard: Sask., og Ella í Chicago, 111. Bjarni sál. var einstakt prúð- menni í framkomu, frjálslyndur Eramsóknarmaður í pólitík og trúmálum, bóknheigður, og vitn- aði oft í íslenzku skáldin er hann ræddi við mann, hann var einn af meðlimum Quill Lake safnað- ar frá byrjun og lét sér ant um hann, hljómlist unni Bjarni og spilaði á fíólín. Þegar þú heimsóttir Bjarna og Helgu létu þau stundina verða þér ánægjulega, og tæki Bjarni Eiðluna varð hann aftur ungur og ern eins lengi og heilsan leyfði. Jarðarförin fór fram frá kirkju Quill Lake safnaðar, sunnudag- inn 7. júlí að viðstöddu miklu fjölmenni. Rev. Jolly, prestur ensku kirkjunanr í Wynyard, jarðsöng. Bjarni sál. var lagður til hinstu hvíldar í hinn fagra grafreit safnaðarins. Ástvinirnir sem eftir lifa þakka æfistarfið og blessa minn- inguna. H. Messuboð að Langruth Næsta sunnudag, 28. júlí verð- ur messað í Langruth, kl. 2 e. h., og fer ferming barna og unglinga þá einnig fram. Séra H. S. Sig- mar flytur messuna og fermir. Frh. frá 1. bls. Um tekjuskatta Mr. Ilsley, fjármálaráðherra, gaf nýjar ástæður, er ekki hafa birst almenningi fyr, viðvíkjandi drætti á niðurfærslu skatta þangað til 1. janúar, 1947, í neðri deild þingsins síðastliðin fimtu- dag. Þessar nýju ástæður voru þess efnis, að nýtt fyrirkomulag á skatta-álagningu hefði komið til greina, er gerði það ómögulegt, að skatta-minkunin gæti farið fram fyr. Kvað Mr. Ilsley 3 á- stæður til þess. • Þá fyrstu, að í október, 1945, hefði stjórnin með löggjöf fyrir árið 1946 fært niður tekjuskatt um 16%, og miklar niðurfærlsur á öðrum sköttum. Önnur ástæðan var sú, að hefði niðurfærslan á inntektasköttum verið ákveðin 1. júlí þetta ár, þá hefði $300,000,000 hallinn orðið miklu meiri. Hin þriðja var, að árið 1943 var tekjuskattakerfinu breytt þannig, að borga jafnóðum; þannig borguðu gjaldendur skatt sinn á yfirstandandi ári, í stað þess að borga skatt fyrir undan- gengin ár. Þar að auki, sagði hann, að á yfirstandandi ári hefði stjórnin gert tekjuskattakerfið miklu ein- faldara; fjölgað undantekning- um; komið á fjölskyldu-styrks- kerfi, og undanþágum á fram- færslu-eyri. Ef þúsundir vinnu- veitenda, er draga verða af laun- um vinnuþiggjenda, yrðu að gera það á miðju ári, myndi fylgja því hinn mesti ruglingur og ólag. Fyrir þá ástæðu, hefði verið álitið sérstaklega óhaganlegt, að innleiða hið nýja kerfi á miðju ári. Mr. Ilsley bar einnig fram sönnunargögn, er sýndu, að eft- ir hans fyrirkomulagi væri skatta-álagning í Canada að með- altali 35%, borið saman við Bandaríkin, er leggja á skatta er nema 38%. Penicillin Sala þessa undralyfs var ný- lega samþykt í neðri deild þings- ins í Ottawa, og fari hún aðeins fram eftir læknafyrirskipunum, og samkvæmt fyrirmælum um fæðu- og lyfjabirgðir. Samkvæmt þessu leiðast regl-; ur þessar í lög í þessu landi á umsjón með sölu penicillin, semj riú þegar eru gengnar í gildi ann- arstaðar í brezka veldinu og í [ Bandaríkjunum, þar sem meðal þetta er aðeins selt eftir lækna- ávsunum. | Brooke Claxton, ráðgjafi opin- berra heilbrigðismála sagði, að mikill hluti læknaráðs, fulltrú- ar fylkjanna, og einnig heilbrigð- isdeild sambandsins teldu þessa ráðstöfun heppilegasta fyrst um sinn að minsta kosti. Mr. Claxton skýrði svo frá, | að penicillin væri ekki skað- vænt í sjálfu sér, en það væru líkindi til að það yrði ranglega notað, og gæti því orðið sjúkling- um skaðlegt,-ef það væri ekki undir umsjón lækna. Það væri með afbrigðum sterkt lyft, og fólk virtist hafa þá hugmynd, að ef það keypti það, þá myndi lækningin vís við flestum mismunandi sjúkdóm- um, sérstaklega kynferðis-sjúk- dómum. Væri penicillin notað í mátu- legum skömtum, og á réttan hátt, læknar það minni háttar kyn- ferðissjúkdóma, en sé það notað rangt, þá læknar það ekki sjúk- dóminn, og ekki aðeins það, heldur getur röng notkun þess verið stórhættuleg. Mr. M. J. Coldwell gerði fyrir- spurn um, hverskonar umsjón stjórnin hefði yfir framleiðslu og útbýtingu lyfsins spurði hvaða ráð stjórnin hefði til að koma í veg fyrir að almenning- ur yrði* ekki svikinn með of háu verði á penicillin. Rán Síðastliðinn föstudag brutust' ræningjar inn í vöruflutnings-1 lestavagna í Montreal, og stálu j varningi, er metið var til verðs j hér um bil $150,000. Eigi varð vart við ránið fyr en komið var til St. Hyacinthe, um 30 mílur austur af Montreal. Getið er til, að þetta sé hið stórkostlegasta rán á járnbraut- arlest, er gerst hefir í allri sögu C. N. R. félagsins. Bæði fylkis- og bæjarlögreglan hafa hafið leit eftir bófunum. ÚR ÖLLUM ÁTTLIM John Bracken, leiðtogi íhalds- flokksins kom með miklar að- finslur viðvíkjandi uppástungu sambandsstjórnarinnar um skattasamninga. Hann hélt fram, að ef að stjórnin hefði aðhylst Rowell- Sirois samningana,. hefði það kostað hana aðeins $40,000000, þar sem það myndi nú kosta hana $138,000,000. Auk þess myndi fé það, er eytt er til al- mennra mannúðarstarfa, einnig það sem lagt er í innieignir kosta stjórnina $450,000,000. Einnig myndu $200,000,000 lenda á fylkjunum. Til samans mundi þetta kosta landið $800,000.000. Hann áfeldi stjórnina harðlega, fyrir að hafna því, að gefa fylkjunum eftir vissa skatta, svo sem gas- olíu og skemtanaskatta. ★ * * Á útnfeningarfundi liberala. er haldinn var í Portage La Prairie 18. þ. m., var J. S. Wood, bóndi frá Oakville, útnefndur fyrir frambjóðanda við auka- kosningu í Portage sambands- kjördæminu. Hann var fyrrum forseti sam- einaða bændafélagsins, United Farmers of Manitoba. Þessi aukakosning er nauðsynleg vegna fráfalls Harry Leaders, þingmanns í því kjördæmi. — Aðalræðumaður fundarins var Walter Tucker, þingmaður Ros- thern sambands-kjördæmisins í Saskatchewan. Auk hans talaði Ron Turner, fylkisþingmaður flughersins. — Talaði hann fyrir hönd heim- kominna hermanna. Qatonia Húsa-iarfi Ágætis húsa-farfi sem óhætt er að reiða sig á. Það hefir verið margprófað í rannsóknar-stofum vorum og er úrskurðað að vera endingargott, drjúgt og áferðar-fagurt. Ivory-white, old-ivory, Eatonia-cream, black, chocolate, shutter-green. Einnig utanhúss og innan hvítt mál. Potturinn aðeins $1.25 Farfa-deildin, sjötta gólfi, við Donald. T. EATON C° LIMITED Wedding Invitations and announcements Hjúskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins og nokkurstaðar er hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd. Það borgar sig að líta þar inn og sjá hvað er á boðstólum. * k * Neðanmálssögur blaðanna, aðrar bækur, blöð og tímarit gefin út hér vestan hafs, eru keypt góðu verði hjá: Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg FJÆR OG NÆR Eftirfylgjandi nemendur Mr. O. Thorsteinssonar á Gimli tóku próf við Toronto Conservatory of Music. Mr. Frank S. Wels- man var prófdómari. Grade 4 Violin — First Class Honors: Ragnhildur Arason. Grade 3 Violin — First Class Honor: Roland Jones. Grade 7 Piano: Pass: Margaret Jones, Elin Arnason; Grade 5 Piano — Honors: Syl- via Holm, Lucille Jones Gr'ade 3 Piano — Honors: Grace Sigurðson, Joyoe Thor- steinson, Sheila Benediktson, Ólöf Narfason, Cpnstance Bene- diktson, Eleanor Westman. Grade 1 Piano — First Class Honors: Guðrún Stevens, Donna Einarson. ★ ★ ♦ 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið ÍSLENDINGADAGURINN í BLAINE 28. júlí 1946 - Peace Arch ParkH Forseti dagsins -------------- Andrew Danielson Framkvæmdarnefnd: Andrew Danielson, Stefán Ey- mundson, A. E. Kristjánsson, Bjarni Kolbeins, Jacob Westford. Söngnefnd: H. S. Helgason, L. H. Thorlakson, E. K. Breidford. Söngstjóri.__._ ------------------H. S. Helgason Accompanist -----------Mrs. Reah Bedell Freeman SKEMTISKRÁ 1. Ó, guð vors lands Söngflokkur og áheyrendur 2. Ávarp forseta Andrew Danielson 3. Einsöngur---------------------Mrs. O. Laxdal 4. Kvæði._ --------- Ármann Björnsson 5. Einsöngur------------------- E. K. Breidford 6. Söngflokkur 7. Einsöngur Walter Johnson 8. Ræða: Minni Islands -- Séra Valdimar Eylands 9. Einsöngur____________________ Ninna Stevens 10. Kvæði ______ Séra Albert E. Kristjánsson 11. Tvísöngur ______E. K. Breidford, Walter Johnson 12. Söngflokkur. 13. Gestir__________________________Erick Sigmar 14. Almennur söngur__________H. S. Helgason leiðir Skemtiskráin hefst stundvíslega kl. 1.30 e. h. Gjallarhorn, undir stjórn Mr. L. G. Sigurdsonar, frá Vancouver, flytur skemtiskrána til áheyrenda. Veitingar verða á boðstólum frá kl. 10 f.h. COUNTER SALES BOOKS The Viking 853 Sargent Ave. Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. Limited Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.