Heimskringla - 24.07.1946, Blaðsíða 8

Heimskringla - 24.07.1946, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JÚLI 1946 FJÆR OG NÆR MESSUR t ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messa í Árnes og Riverton Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árnesi n. k. sunnu- dag kl. 2 e. h., og sama sunnu- dag verður messað í Sambands- kirkjunni í Riverton kl. 8 e. h. E. J. Melan * ♦ * Messa að Lundar Messað verður að Lundar, Man., sunnudaginn þann 28. júlí, kl. 2 e. h. Ræðuefni: Júdas var líka einn af lærisveinunum. H. E. Johnson * ★ ★ Kirkjuvígsla í Piney Fjölsótt og vegleg kirkjuvíg- sluathöfn fór fram s. 1. sunnu- dag, 21. júlí í Piney, Mlan., er kirkjan þar, sem var bygð af öll- um kirkjuflokkum í Piney, í sam- einingu var vígð. Þátt tóku í athöfninni séra Philip M. Péturs- son frá Winnipeg og séra Skúli J. Sigurgeirsson frá Gimli. — Gunnar Erlendsson frá Winnipeg aðstoðaði á orgelið og Miss Ler- ona Johnson söng einsöng. — Prestarnir fluttu báðir ræður, og báru kveðju til bygðarinnar og safnaðanna, hver frá sínu kirkju- félagi, og séra Philip Pétursson las upp kveðju og hamingjuóska bréf frá Dr. John Cormie, sení er yfirmaður Manitoba-deildar Home Mission stofnunar, United Church of Canada. Kirkjan, sem er vegleg og fög- ur bygging, með háum silfurmál- uðum turni, í suðurhluta Piney- bæjar, var þétt skipuð. Þangað var kominn fjöldi manns úr bygðinni, og sumir úr fjörutíu mílna fjarlægð. Kirkjudeildir sem áttu þátt í að reisa þetta hús, hina fyrstu og einu kirkju í Pin- ey, voru Sambandssöfnuðurinn (Unitara og frjálstrúarmanna), Lúterski söfnuðurinn, Unitéd Church of Canada, Church of England og nokkrir sem óháðir eru. Að vígsluathöfninni lokinni fór fram veizla í samkomuhúsi Piney, og voru allir boðnir. Þar voru hinar rausnarlegustu veit- ingar, og alt fór fram á hinn á- kjósanlegasta hátt. Konur bæj- arins eiga þakkir skilið fyrir alla fyrirhöfnina, og nefndin og bygð- arbúar í heild sinni fyrir fram- takssemi og réttsýni í því að geta unnið saman og reist kirkju á frjálsum og óháðum grundvelli, til þjónustu allra manna, hverjar sem trúarskoðanir þeirra kunna að vera. 1 kirkjunefndlnni eru: Krist- inn Norman, Skapti Eyford, Miss Margaret Freeman, Dutch Hay, Bert Porath, Syd Reeves og Leslie Churchill. ★ ★ ★ Ásmundur Freeman og Sig- urður sonur hans frá Gypsum- ville, MJan., voru hér á ferð í vik- unni sem leið í verzlunarerind- um. Mr. Freeman, er um langt skeið stjórnaði fiskiútgerð og verksmiðjurekstri við Siglunes, hefir nú komið upp loðdýrabúi miklu við Gypsumville, auk ann- ars stórkostlegs atvinnureksturs. Hann hefir alla tíð verði atorku- og dugnaðarmaður hinn mesti. a * X Mr. Ágúst Sædal, málari hér í borg, lagði upp í ferðalag s. 1 mánudag. Var ferðinni heitið til Wynyard, Sask., þar sem hann dvaldi fyr um nokkuría ára skeið, og svo vestur á strönd, til Vancouver og fleiri staða. Mr. Sædal bjóst við að verða að heiman um tveggja vikna tíma. Mr Ragnar H. Ragnar, píanó- kennari frá Gardar, N. D., kom hingað til Winnipeg snöggva ferð á laúgardagskveldið var, á- samt frú sinni. Voru þau að heilsa upp á ættingja og vini,. Ragnar er önnum kafinn við kenslu þar syðra, og urðu þau hjón að fara heim aftur á sunnu- dagskveld. * ★ * Þeir frændur, Chris Oddstad og Herman Jóhnson frá Sacra- mento, Cal, eru hér á ferð í heim- sókn til ættingja og vina. Er Christian bróðir Johns Oddstad, 867 Ingersoll St., hér í borg, kennara við Principal Sparling skólann, og hafa þeir dvalið hjá þeim hjónum. Búast þeir félag- ar við að dvelja fram í enda þessa mánaðar, og halda þá vestur til Bellingham, og síðan heim til Sacramento. ♦ ♦ ★ Dánarfregn Á sunnudaginn var, 21. þ. m. andaðist Hinrik Johnson hér i nágrenni Winnipegborgar. Hann var Vestfirðingur að ætt og upp- alinn þar, en fluttist til Manitoba árið 1886 og hefir verið hér altaf síðan, eða full 60 ár, lengst af í grend við Ebor, Man., þar sem hann rak stóran búskap um langt skeið. Var dugnaði hans og vinnuþreki löngum viðbrugðið og það því fremur sem hann var maður einhentur frá því hann var á ungum aldri. Síðustu árin var hann þrotinn að heilsu og kröftum, enda háaldraður mað- ur, fæddur 26. apríl 1955, og skorti því ekki nema lítið eitt til ^ að vera níutíu og eins árs þegar hann dó. Ekkja Hinriks er frú Oddný Ásgeirsdóttir frá Lundum í Borgarfirði og voru þau hjón gift í 58 ár. Hún er nú til heim- íslendingadagurinn í Gimli Park Manudaginn 5. Ágúst 1946 Forseti dagsins, STEINDÓR JACOBSSON Fjallkona, FRÚ PEARL JOHNSON i í I ♦ Hirðmeyjar: ^ MISS CAROL DAVIDSON og MISS LOIS BLONDAL SKEMTISKRÁ BYRJAR kl. 2 eftir hádegi—IÞRÓTTIR BYRJA kl. 12 á hádegi SKEMTISKRÁ 1. O Canada 2. Ó, Guð vors lands 3. Forseti dagsins, Steindór Jakobsson, setur hátíðina 4. Karlakór fslendinga í Winnipeg 5. Ávarp Fjallkonunnar, frú Pearl Johnson 6. Karlakórinn 7. Ávarp gesta 8. Einsöngur, Guðmundur Jónsson 9. Minni fslands, ræða, séra H. E. Johnson 10. Minni íslands, kvæði, Davíð Björnsson 11. Einsöngur, Guðmundur Jónsson 12. Minni Canada, ræða, Paul Bardal 13. Minni Canada, kvæði, Bergthór E. Johnson 14. Einsöngur, Guðmundur Jónsson 15. Karlakórinn 16. God Save The King. Kl. 4 — Skrúðganga, Fjallkonan legguf blómsveig á landnema minnisvarðann. Kl. 6 — Almennur söngur, undir stjórn Paul Bardal. Kl. 9 — Dans í Gimli Pavilion. — Aðgangur að dansinum 35 cent. O. Thorsteinson Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í garðinn 35 cent fyrir fullorðna,10 cent fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhorn og hljóðaukar verða við allra hæfi. Sérstakur pallur fyrir Gullafmælisbörnin og gamla fólkið á Betel. Karlakórinn syngur undri stjórn Mr. Sigurbjörns Sigurðsson. — Sólóisti Karlakórsin.s verður P. G. Magnús. — Mrs. E. A. ísfeld aðstoðar Guðmund Jónsson, en Gunn- ar Erlendsson Karlakórinn. Islenzkar hljómplötur verða spilaðar að morgninum og milli þátta. Fyrsta “Train” fer frá Winnipeg kl. 9.30 D.T. og kemur til Gimli 11.28 f.h. Síðasta “Train” fer frá Gimli kl. 8.00 D.T. ilis að 784 Bannatyne Ave., hér í borginni. Börn þeirra hjóna eru tíu, öll fullorðið fólk, vel gefin og hafa öll reynst prýði-j lega hvert í sinrií stöðu. — Jarð- arförin fer fram í dag (miðviku- dag) kl. 2, frá útfararstofu Bar- dals. Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni að prests- heimilinu í Selkirk, þann 22. júlí: Dr. Joseph Foch Roland De- cosse, Winnipeg, Man., og Mar- garet Helga Helgason, söngkona, sama staðar. Við giftinguna að- stoðugu Dr. Sveinbjörn Stefán Björnson frá Winnipeg og Miss Helga Norma Sigurðsson, River- ton, Man. Heimili nýgiftu hjón- anna verður í Winnipeg. ★ ★ ★ Dr. Kristján J. Austmann, sem undanfarin fimm ár og meir hefir gegnt sérfræðisstörfum í augna og eyrna læknisdeildum Canada-hersins, og Dept. of Vet- erans’ Affairs, við Deer Lodge spítalann, hefir nú fengið algera lausn, og gefur sig framvegis eingöngu að eigin störfum. ★ ★ * Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: Mr. og Mrs. Guðni Þorsteinsson, Gimli Man. $10.00 Miss R. J. Johnson, Minnewakan, Man. ______$10.00 Kvenfélagið “Fjallkonan”, Win- nipegosis, Man., tvö ullarteppi Mrs. H. E. Johnson, Lundar, Man. -----------$5.00 Gefið í Blómasjóð af Einars- sons fjölskyldu, Minerva, Man., í minningu um ástkæran eigin- mann, Sigurð Einarsson, látinn , 29. maí 1935, og elskaðan son ' og bróður, Vilhjálm Stefán Ein- 1 arsson, er druknaði 16. maí 1945, j $50.00. Meðtekið með kæru þakklæti. Sigurrós Vidal —123 Home St., Winnipeg ★ * ★ Þann 20. júlí gaf séra Sigurður I Ólafsson saman í hjónaband að j heimili Mr. og Mrs. George Fitch, Selkirk, Man., Dagbjart Daniel Halldórson, Sandy Hook, | Man., og Alice Mary McRae, I sama staðar. Við giftjnguna að- stoðuðu Mr. og Mrs. Peter Jen- sen, Stony Mountain, Man. Gift- ingin fór fram á heimili bróður brúðarinnar, að fjölskyldunni viðstaddri. Heimili nýgiftu hjón- anna verður í Sandy Hook, Man. ★ ★ * Þann 8. júlí andaðist að heim- ili sínu, Sóleyjarlandi, í grend við Gimli, Man., Mrs. Anna Jó- hannsson, kona Sigurjóns bónda þar, góð kona og merk. Útför^ hennar fór fram frá heimilinu og lútersku kirkjunni á Gimli, þann 12. júlí, að margmenni við-1 stöddu. Mrs. Jóhannsson verður minst nánar síðar. * ★ tr Árborg, 17. júlí 1946 Herra ritstjóri! _ Efni línanna er, að biðja þig að gera svo vel, að birta eftirfar- andi umgetningu í “Heims- kringlu”. Systir Rarls Steinssonar, Val- gerður að nafni, búsett í Reykja- vík á Islandi, óskar eftir að vita um áriitun til hans sem fyrst. — Áðurnefndur Karl var um síðast- liðin aldamót, bókhaldari hjá Otto kaupm. Tuliníusi að Höfn í Hornafirði. Þar kyntist undir- ritaður honum. Nokkru eftir 1902, fór hann vestur um haf. — Er greiði gerður, ef hann sendi á- ritun sína til mín sem fyrst, eða ef einhver væri sem vissi um hann. B. J. Hornfjörð —Árborg, Manitoba. « * ★ Gefið í “Save the Children Fund” Lúterska kvenfélagið, Langruth, Man. ________$25.00 ‘Old Time Social Club”, ’ i Langruth, Man__________$10.00 Meðtekið með innilegu þakk- læti. Hólmfríður Danielson Látið kassa í Kæliskápinn - WvíxoLa M GOOD ANYTIME a'fin; The SWAN MFG. Co. Manuíacturers oi SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED ORDER YOUR FUEL NOW Definite Shortage Imminent McLeod River Lump S14.10 ton Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons oí Satisfaction" COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kœliskápa önnumst ailan umbúnað á smá- sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Eric Erickson Herb Jamieson Sími 92 604 159 Portage Ave. E. MlhNlSl BETEL í erfðaskrám yðar íslendingadagurinn í Seattle Eins og mörg undanfarandi ár munu íslendingar í Seattle halda I íslendingadags hátíð að “Silver 1 Lake”, sunnudaginn 4. ágúst. — i Nefndin er nú í óða önnum að i undirbúa hátíðishaldið og mun ! reyna af fremsta megni að láta hana verða sem ákjósanlegasta. Við erum nú sérstaklega hepnir i að hafa í okkar hóp ágætis söng- menn. Tani Björnson og Dr. Ed- ward Pálmason eru orðnir nafn- frægir solo söngvarar sem unun er að hlusta á. Iþróttir af ýmsu tagi fara fram og verðlaunum útbýtt í glerhörð- um peningum til þeirra sem röskastir reynast. Aðsókn að íslendingadags há- tíðunum okkar hér í Seattle hef- ir ávalt verið framúrskarandi 1 góð, landar hafa sótt samkomuna úr öllum áttum og jafnvel úr öðrum ríkjum, og ávalt skemt sél mæta vel og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Nú er friður fenginn og fram- j tíðin að verða bjartari, því þá , ekki að koma saman og endur- nýja gamlan kunningsskap og hafa glaða stund hver með öðr- um. I Islendinga hátíðis haldið hér í Vesturheimi má ekki leggjast Talsimi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 2—5 e. h. nema laugardögum Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Vigfús Baldvinsson & Son, Sími 37 486 eigendur Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður I Það er hér! NÝ UPPGÖTVUN » GOLDEN « Stomach Tablets Hræddur að borða, sumar fæðu tegundir, er valda uppþembu, öhægindum, brjóstsviða, súr- um maga, andfýlu, uppþembu, ofát. ofdrykkja. Ekki að þjást að raunalausu. FAIÐ SKJ6TA HJALP MEÐ ★ Snöggri breyting ★ Bragð góðu "Golden" Stomach Tablets 360 pillur $5.00, 120 pillur $2.00 55 pillur $1.00. Reynslu skamtur lOc f HVERRI LYFJABÚÐ MEÐÁLADEILDIN niður, það ætti hin unga ís- lenzka kynslóð að muna, þó að við hinir eldri hverfum af sjón- arsviðinu. Veitið athygli auglýsingu vorrí um Islendingadags hátíð- ina í Seattle, á öðrum stað í blaðinu. J. J. Middal Messur í Nýja íslandi 28. júlí — Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. 4. ágúst — Hnausa, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. Geysir, messa kl. 8.30 e. h. B. A. Bj arnason Islendingadagurinn í Seattle, Wash. HALDINN AÐ SILVER LAKE Sunnudaginn 4. ágúst 1946, kl. 2 e.h. SKEMTISKRÁ, kl. 2 e. h. % Forseti: H. E. Magnússon — Söngstjóri: Tani Björnson The Star Spangled Banner Ó guð vors lands-------------- Fjöldinn syngur Ávarp forseta-----------------H. E. Magnusson Einsöngur-----------------------Tani Bjömson Upplestur, kvæði ......... Sigurður Stefánsson Raeba--...----------------------Merkur gestur Einsöngur------------------Dr. Edward Pálmason Eldgamla Isafold My Country! Tis of Thee ----- Fjöldinn syngur íþróttir og verðlaun. Dans frá kl. 6 til 9 e.h. Frítt kaffi allan daginn. ★ FORSTÖÐUNEFND: Jón Magnússon J. J. Middal Hermann Thordarson Halldór Sigurðsson Skafti Johnson J. B. Valfell Fred J. Fredrickson A

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.