Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 13

Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 13
WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1946 HEIMSKRINGLA 13. SÍÐA ið, og vorum við víðs vegar alt frá Breiðafirði að sunnan, en komumst lengst austur og út af Horni. Bklki mörgum dögum fyrir Jónsmessu vorjim við út og aust- ur af Homi. Norðankaldi var, og fremur dimt yfir, ekki laust við þokuslæðing. Síðari hluta nætur þóttust menn verða þess varir, að hafís myndi vera í nánd við okkur, og von bráðar birti svo til, að samfeld ísbreiða sást skamt frá. Voru þá sett upp öll segl og kom stinningskaldi svo hagstæður, að okkur skilaði fljótlega frá ísnum, og þegar kom suður með fjörðunum, gerði rokstonm á norðan og var þá ferðinni haldið suður fyrir Önd- verðarnes, en er þar kom, var logn út af Snæfellsjökli og lent- um við í því, svo skipið barst til og frá undan straumij stundum svo nærri landi, að settur var út skipsbáturinn, til að draga það frá landi, ef með þyrfti. Tvö önnur skip lentu einnig í þessari Dritvíkursælu, en þau lágu nokkuð utar en við. Þarna vor- um við frá því snemma dags til kvölds í stillilogni, og þótti litlu betra, en þó stormur og stórsjór hefði verið. Við sáum storminn aillangt frá, en náðum ökki ti! hans, eða hann til okkar, en heimhugur var kominn í marga, svo að mér þótti sumir fara’all- ljótum orðum um lognið. Seint um kvöldið fengum við loks vind í seglin, og voru þá hin tvö skip- in, er þarna höfðu legið, komin langt á undan áleiðis til Reykja- vikur. Annað var horfið sjónum, en hitt sást aðeins í fjarska. — Vindur jókst mjög seinnihluta naötur svo að talka varð niður stærsta “klýfirinn” og taka rif í önnur segl, en þó lá skútan meira og minna inn á þiljur. Á *)iiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii]iiiniiNNiniiiimiiiiiniiimiiiiiiuiiiniiiiiii[]iiiiiiiiiiiiniiiiiiiinioiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiic]iiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiot’£ VÉR ÓSKUM ÍSLENDINGUM ALLRA HEILLA j MEÐ ÞJÓÐMINNINGARDAGINN UJeston’s Bread & Cake (Canada) hraunköntum fórum við framhjá því Skipanna, sem nær okkur var á undan, en hitt sáum við í fjarska. Innarlega á Sviðinu fórum við einnig fram hjá því, og um það leyti skipaði Hannes að taka rif úr seglum og slá und- ir sitærsta “klýfir” og kvaðst nú ætla að reyna “hvað kollan þytldi” og “kollugreyið” hreins- aði sig fagurlega af öllu saman, en eg hefi ekki um mína daga kynpt meiri siglingu. Um sama leyti tók skipstjórinn eftir þvi, að steinbítur hafði verið settur til þerris, efst upp í “vanti” á stórmastrinu, og spurði eftir hver hann ætti, taldi Kristján fé- lagi minn sig eiga hann. Skipaði Hannes honum þá að fara og taka hann niður, því “eg vil ekki”, eins og hann orðaði það, “flagga með neinu helv. drasli þegar eg kem inn á höfn”. Kristján Mýddi óðara, fór upp þó skútan “gutl- aði á lögginni” og veglínur væru mjög lítilfjörlegar, og settist í eina þeirra og fór að éta stein- bítinn. Þá hló Hannes, en þótti þó víst nóg um óvarkárni Kristjáns. Meðan djarfast var siglt, stóð Hannes sjálfur við stýrið, og er mér minnistætt, hve virðulegur og afburða karlmannlegur mér virtist hann vera í sjóklæðum sínum, og eg var viss um, að þessi sigling átti vel við sfcap hains. Hann hafði á hraðbergi glens og gamanyrði, en misti aldrei sjónar á stjórninni. -Tíminn. LIMITED 666-676 Elgin Ave. Phone 23 881 | B <>:iic2iiiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiC2iiiiiimi!ic3iiiiiiiiiiiK3iiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiic2iiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiC2iiiiiiiiiiiicaiiiiiiiiiiiic3iiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiic<« Heillaóskir til íslenzku þjóðarinnar og Islendinga vestan hafs í tilefni af þjóðminningardeginum frá FÉLAGINU SEM BÝR TIL KINGFISHER NETIN Óháðir framleiðendur fiskinetja, sem notuð eru um allan heim. — Yfir 290 ára gamalt félag. Joseph Gundry & Co BRÉF TIL HKR. LIMITED BRIDPORT, ENGLAND f Umboðsmaður í Winnipeg: GUNDRY PYMORE LIMITED 60 Victoria St. Sími 98 211 Winnipeg, Man. ' . Frh. frá 9. bls. um, að skifta um verustað. Grun- ar mig að það sé gert til þess eins, að halda leiguverði hærra, en há verð á flestu hér virðist í algleymingi: T. d. á betri stöðum öllum, 1 glas af mjólk 20^ og ein sneið af brauði (toast) annað eins. Um hvað gera skuli við þessu, er dagiega rifist á þinginu. Útlitið er, að einhverjar skorður verði við þessu reistar. En það álíta sumir varhugavert, segja vöruna hafa verið eins dýra og nú áður en verðlagsákvæðin voru afnum- in, því hún hefði ekki fengist nema á “svörtum markaði”. Af- nám laganna hafi því í raun réttri ekki mikið hækkað verð vöru. Síðan við komurn til New York, höfum við verið boðin í hverja miðdagsverðarveizluna af annari; fyrst af Ólafi Björnssyni, s. 1. föstudag, síðan daginn á eftir af Östlund’s-hjónunum og fleiri slík boð eru á ferðinni. Má með sanni segja, að gestrisnin sitji á guðastóli hjá New York Isl. — Ólafur Bjömsson er starfs- maður á sendiherrastofunni í Washington, en lítur eftir starfi á aðalræðismannsskrifstofunni í New York um skeið eða meðan Hölgi Briem aðalræðismaður og kona hans eru í heimsókn á Is - landi. Östlunds-hjónin ætla heim til Islands með sama flugfari og við. Ennfremur ungfrú Sigríður Ármanns, sem nokkur ár hefir verið hér við nám í listdansi og kennir nú orðið jafnframt; frú Mþría Ólafsson og fjöldi annara. Farþegamir, sem alls verða yfir fjömtíu, munu allir vera Islend- ingar. Á lestinni frá Winnipeg kynt- ist eg canadiskum flugmanni frá flugskólanum á Gimli. 1 Winni- peg var þá nýafstaðin flugsýning og var hann einn þeirra, er þátt tóku í henni. Ekki sagði hann það canadiskum flugmönnum að kenna, að Bandaríkjamenn báru þar mikið af, “stálu sýningunni” eins og hér er sagt. Canadamenn hefðu ekki mátt reyna sig eins og þá fýsti vegna slysfara í flugi um það leyti. Bandaríkin stælu öllu svo með þetta gerði minst til. Á lestinni sagði maður mér, að flugskólinn á Gimli hefði verið seldur Bandaríkjunum, sem ætluðu að senda þangað 5000 manns í stað fimm hundr- uð, sem þar hafa verið. Gera Bandarífcin mifcið að því, að kaupa flugvelli í Canada, sem annars staðar og skoðar Oanada sér stórhag í því frá efnalegri hlið einni skoðað. Bréf þetta skal nú ekki orð- lengja. En ef ferðir eru að heim- an tíðar vestur, skal eg reyna, að hripa Hkr. línur eins oft og eg get. Með beztu kveðju til góð- kunningjanna og starfsmanna Heimsfcringlu. S. E. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kceliskápa önnumst allan umbúnað á smá- sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Eric Erickson Herb Jamieson Sími 92 604 159 Portage Ave. E. Central Dairies Limited Kaupa mjölk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður r 8 Vér árnum öllum íslendingum fjær og nær, austan hafs og vestan, farsæld- ar og gleði á þessum þjóðminningar- degi, og um alla óorðna framtíð. Lakeside Trading ^Company; GIMLI — MANITOBA i Th. Thordarson Jón Thordarson HUGHEILAR HAMING JUÓSKIR 1 TILEFNI AF 57. ÞJóÐMINNINGARDEGI ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI Bjornsson's Book Storc 702 SARGENT AVENUE WINNIPEG, MAN. CANADA Sparið Vegna Sigursins — og Friðarins A Ð OPNA sparisjóðsreikning í þessum banka, hvetur hvern mann til að gera sér að reglu, að leggja nokkuð fyrir, sem að góðu haldi kemur bæði til heimilis þarfa og hvers annars, er að höndum ber. Því meira sem þér sparið, því meira hafið þér handa á milli til að kaupa War Savings Certificates og verðbréf, og það fyrir sigri. Nú er stríðið er afstaðið, þykir þér vænt um, að hafa sparað fé þitt og lært þau hyggindi sem í hag koma. Opnið reikning í dag hjá oss. The Dominion Bank ESTABLISHED 1871 R. K. Beairsto — Assistant General Manager. Winnipeg, Man. Branches in Winnipeg include: Notre Dame & Sherbrook Sts. — Geo. Watson, Manager North End — B. E. Elmore, Manager SELKIRK, MAN. — R. A. Glendinning, Manager ★ Innilegustu árnaðaróskir til íslenzku þjóðarinnar, einnig til allra íslendinga hvar sem þeir dvelja — og til fslendingadagsins á þessari fimtugustu ogsjöundu hátíð, sem haldin er að Gimli, Manitoba, fimta ágúst, 1946. KEYST0NE FISHERIES L I M I T E D 404 Scott Block :: Sími 95 227 WINNIPEG — CANADA G. F. JÓNASSON, forstjóri

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.