Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 1
<Ve recommend lor your approval our "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend tor your opproval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ------------------ - LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 31. JÚLl 1946 NÚMER 44. r cAinum r 3ólending,um J4eilla 5. < \t á Qimli AÐSTOÐAR-MEYJAR FJALLKONUNNAR FJALLKONAN Á ÍSLENDINGADEGINUM Forseti Islendingadagsins Syngur á Gimli 5. ágúst REYKJAYÍKURFLUG- VÖLLURINN AFHENTUR ÍSLENZKUM STJÓRN- ARYÖLDUM t gær var Reykjavíkurflug- völlurinn afhentur íslendingum með hátíðlegri athöfn, er var út- varpað. Hér fer á eftir ræða sú, er Gerald Shepherd, brezki sendiherrann flutti við afhend- inguna og ræða Ólafs Thors for- sætis- og utanríkisráðherra, er hann flutti við móttökuna. Ræða Sir Gerald Shepherd Okkur Bretum var eins inni- lega ógeðfelt og ykkur íslend- ingum, að við vorum því miður neyddir til þess 10. maí 1940 að setja her á land á Islandi án þess að ráðgast um það fyrirfram við íslenzku ríkisstjórnina. Eitt af okkar fyrstu verkum eftir komu okkar hingað var eins og kunnugt er, að leggja hald á graslendingarvöll ykkar og gera úr honum þann flugvöll, sem nú blasir við okkur. 'Vera okkar hér reyndist vera einn af þeim þáttum, sem veru- lega þýðingu höfðu á gang styrj- aldarinnar, og notkun þessa flug- vallar stuðlaði mjög að sigri bandamanna í styrjöldinni um yfirráðin á Atlantshafinu. Þegar brezki hershöfðinginn á íslandi lagði upprunalega hald á Reykjavíkurflugvöllinn, gaf hann þáverandi forsætisráðherra Islands munnlegt loforð og end- urtók það loforð síðar, um að flugvöllurinn ásamt öllum ó- hreyfanlegum mannvirkjum á honum í eigu Bretlands skyldi tvímælalaust verða full eign ís- lendinga að stríðinu loknu. Þetta loforð var staðfest milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórn- ar Hans Hátignar 12. okt. 1944. 1 dag er hið upprunalega lof- orð uppfylt og það er mér mikill heiður að afhenda yður, herra forsætisráðherra, þennan lykil sem tákn þess, að brezka þjóðin færir íslenzka lýðveldinu að gjöf flugvöllinn með þeim mann- virkjum, sem á honum eru og gerð hafa verið af brezkum mönnum í Reykjavík. Við afhendingu þessarar gjaf- ar vil eg láta í ljós þá einlægu von, að völlurinn megi verða ís- lenzku þjóðinni til eins mikils gagns á friðartímum og hann varð bandamönnum á styrjald- artímum og að notkun hans megi verða til þess að efla vináttu á milli þjóðanna og viðskifti og á þann hátt stuðla að heimsfriði og velsæld og einkum að afram- haldandi velmegun Islands. Svarræða Ólafs Thórs forsætisráðherra Islendingar vita að engmn á líf sitt, menningu og frelsi frem- ur undir því, að orð séu efnd og að lög og réttur en ekki hnefa- réttur ráði ríkjum í heimi fram- tíðarinnar, en einmitt minsta og varnarlausasta ríki veraldarinn- ar. Fyrir því er það sannmæli, að enda þótt íslendingar hyggi gott til að eignast þennan mikla flug- völí; þýkir þeim þó annað betra, þ. e., að einmitt vegna þess að Islendingar léðu Bandamönnum land sitt til hernaðarafnota var aúðið að velja þessum flugvelli stað er að haldi kom! Með því á. Island e. t. v. einhvern þátt í því, að sá gekk með sigur af hólmi í átökunum um heimsyfirráðin sem telur það eitt samboðið FRÚ PEARLJOHNSON heiðri sínum og fornum og nýj- um leikreglum að efna að leiks- lokum tafar- og skilmálalaust þau heit er gefin voru smáþjóð meðan alt lék á reiðiskjálfi og alt var í óvissu um örlög siðmenn- ingarinnar. Þegar þér nú, herra sendi- herra, afhendið íslendingum hið mikla mannvirki, Flugvöll Reykjavíkur, til fullrar eignar, er með því efnt svo fljótt sem föng hafa staðið til gamalt loforð stjórnar Bretlands. Bið eg yður að móttaka og færa réttum brezkum stjórnarvöldum þakkir íslenzku þjóðarinnar fyrir þetta sem og allar aðgerðir Breta í garð Islendinga frá ófriðarbyrj- un og fram á þennan dag. íslendingar vona, að flugvöll- ur þessi verði aldrei framar not- TroII Á tröllaslóð. Bjart er inni í bjargsins iðrum brennur aringlóð. Eftir glæpa og grimmdar verkin gleggstu og helstu vegsummerkin er blóð. Seitt ér og seitt. Þrá að hafa mök við mennska megnar ekki neitt. Hyggðust þau að siðum semja . sig, voru álög þeirra að fremja illt eitt. Einmana æ. 1 byggðina þau flýttu ferð ef fámennt var á bæ. Trylltu þann, sem einn var inni. Óttuðust mest að sólin rynni úr sæ. Ljósfælin öll. Hnípin standa á Islands auðnum uppidöguð tröll. Héldu seint á helveg langan, hafði daprast næturgangan um fjöll. Gleymt, en ei geymt. Ómark flest sem æskuna hafði öldum saman dreymt. Því allt sem bjó á bak við fjöllin bjargþursar og hamratröllin — er gleymt. Davíð Björnsson B. E. Johnson Ragnar Stefánsson Steindór Jakobson aður í þágu hernaðar. Þeir vona að hann verði stökkpallur hins afskekkta Norður-Atlanzhafs- búa þangað sem hann fær sótt sinni fornu menningu nýja nær- ingu og leitað nýrra úrræða í efnahagsbaráttunni. Eg vildi mega vænta þess, að sá hinn gullni lykill er þér, herra sendiherra, nú hafið afhent mér, megi þannig reynast lykill að aukinni viðkynningu Islendinga við eina hina ágætustu þjóð — hina voldugu brezku þjóð. —Þjóðv. 15. júní. ELSE BREMS ÓPERU- SÖNGKONA KVEÐUR ISLAND Else Brems óperusöngkona fer með “Dr. Alexandrine” áleiðis til Kaupmannahafnar í kvöld. Frú- in hefir þótt góður gestur hér á landi og fjölda margir hafa haft yndi af söng hennar og Stefáns Islandi. Það er óhætt að fullyrða að einu vonbrigðin, sem menn verða fyrir í sambandi við óperu- söngkonuna eru þau, að hún skuli fara þetta fljótt aftur, þvi fjölda margir, sem hafa hug á að njóta listar hennar hafa ekki fengið tækifæri til þess. Heilluð af landinu 1 gærmorgun hitti eg frú Elsu Brems sem snöggvast að Hótel Borg og spurði hana hvernig hún kynni við sig hér á landi. — Landið hefir heillað mig og móttökurnar, sem eg hefi fengið hér hafa verið svo innilegar, að eg á ekki orð til að lýsa því. Ef þér skrifið eitthvað í blaðið vildi eg biðja yður að þakka öllum þeim fjölda mörgu íslendingum, æm sýnt hafa mér vinsemd, gest- Guðmundur Jónsson risni og fyrir ógleymanlegar stundir, sem eg hefi átt hér á landi. Berið þeim öllum beztu kveðju mína með ósk um heilla- ríka framtíð. Ætlar að koma aftur Óperusöngkonan harmaði það mjög að hún skuli ekki geta staðið lengur við hér á landi, en það var ákveðið áður en hún fór að heiman. — Þegar eg kem heim, ætla eg í sumarfrí með drengnum mínum, en síðan fer eg til Lon- don, þar sem eg hef gert samn- ing um að syngja. Eftir það hverf eg aftur til starfa minna við leikhúsið. En til Islands vona eg að geta komið aftur að sumri og fái þá tækifæri til að dvelja hér lengur og sjá meira af þessu yndislega landi. Óperusöngvararnir Else Brems og Stefán Islandi Óperusöngvararnir Else Brems og Stefán Islandi hafa undanfar- ið haldið hljómleika saman hér í Gamla Bíó við fádæma aðsókn og hrifningu. Hafa þau skifst á að syngja einsöngva, en jafn- framt sungið saman tvísöng úr frægum óperum. Um söng Stefáns þarf ekki að fjölyrða. Þjóðin þekkir hann og dáir sem sinn mesta söngvara og vinsældir á hann hér meiri en flestir aðrir listamenn innlendir og erlendir. Enda er það orða sannast, að Stefán mun vera einn af mjög fáum Norðurlanda söngvurum, sem tekist hefir til fullnustu að tíleinka sér hinn ítalska söngskóla, en sá skóli Frh. á 7. bls. Ræðumenn á Islendingadeginum á Gimli 5. ágúst Séra H. E. Johnson Paul Bardal

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.