Heimskringla - 07.08.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.08.1946, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. ÁGÚST 1946 FIMTUGUR FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON prófastur á Húsavík Hinn 17. þ. m. verður Friðrik A. Friðriíksson prófestur í Húsa- vík fimtugur. Þar er svo merkur maður á ferð, að skyldugt er við þennan áfanga ævi hans að kynna hann með nokkrum orðum, og flytja honum þakkir fyrir störf hans í almennings þágu. Reyndar hefir hann kynt sig sjálfur fyrir landslýð með einni eða tveimur athyglisverðum út varpsræðum, fáeinum snjöllum greinum í tímaritum og nokkr- um eftirsóttum söngvum, sem borist hafa með söngflokkum um landið. En — eins og eðlilegt er — vita þó varla aðrir en þeir, sem hafa veirð í návist hans og notið samfylgdar hans, hvílíkur ágætismaður hann er, fjölgáfað' ur og mikilhæfur. íslendingar eiga annríkt í sól- mánuðinum júní, en svo annríkt á þó enginn, að ekki borgi sig fyrir hann að gefa gaum að frétt- um af úrvalsmanni. Friðrik A. Friðriksson prófast- ur er fæddur í Lágholti í Reykja- vík (hús, sem stendur enn í vest- urbænum), 17. júní 1896. Faðir hans, Friðrik Ólafsson borgfirzk- ur, lengi áraskipsformaður, síðar næturvörður og bankahússvörð- ur í Reýkjavík, dáinn 1932. - Móðir: Ketilríður Friðgeirsdótt- ir, norðlen2ík, ennþá á lífi, stór- brotin kona og manndómsmikil Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík til 7 ára ald- urs, en var síðan í 10 ár með móður sinni og þrem systkinum á Snæfellsnesi, lengst af í Ólafs- vík. Las hjá séra Guðmundi Ein- arssyni í Ólafsvík (nú að Mosfelli í Grímsnesi) undir gagnfræða- próf við Mentaskólann í Reykja- vík. Tók þar próf vorið 1913. Lauk stúdentsprófi 1916. Varð kandidat'í guðfræði 1921. Gerð- ist þá prestur íslenzku nýguð- fræðisafnaðanna í Vatnabygð, Saskatchewan, Canada, og þjón- aði þeim til vorsins 1930. Átti hlutdeild að stofnun hins Sam- einaða kirkjufélags Islendinga í Norður-Ameríku árið 1923. Fékk sex mánaða orlof vetur- inn 1928—>1929 til náms við Meadville-guðfræðiskólann, sem þá var orðinn deild í Chicago-há- skóla. Var prestur frjálslynda safnaðarins í Blaine, Washing- tin, U.S.A., 1930—1933. Hefir verið prestur í Húsavík síðan Frú Gertrud er kona mikilhæf og 1933 og prófastur Suður-Þing- manni sínum samvirk í söng- eyjarprófastsdæmis síðan 1936. |Störfum og félagsmálum. Hún er Séra Friðrik A. Friðriksson er organisti í Húsavíkurkirkju. — trúmaður en frjálslyndur, laus^Foringi kvenskáta í Húsavík. við alla helgislepju og víðsýnn. j Góður íslendingur, þótt hún sé MARKVERÐIR ATBURÐIR (Úr Time Magazine, 8. júlí 1946) Lauslega þýtt af Árna S. Mýrdal Allar kirkjulegar athafnir fram- kvæmir hann með virðuleik og smekkvísi. Hann er ræðumaður ágætur: orðfimur, hugkvæmur og list- fengur. Hann er svo vinsæll, sem erlend að ættum. Þau eiga 4 mannvænleg börn. 1 æsku mun séra Friðrik hafa kynst þrekraunum fátæktar. — Hann mun á vegum móður sinn- ( ar hafa alist upp við mikla vinnu-1 prestur, að mér er næst að halda, semi og strangan trúleik í öllu ð lengra í þá átt gæti enginn prestur komist í Húsavík. En hann er líka miklu meira en prestur, eða réttara sagt: við- fangesefni hans eru bæði mörg og mikil utan kirkjunnar. Hann tekur mikinn og góðan þátt í félags- og menningarlífi Húsavíkur sem borgari kaup- túnsins. Hann hefir veitt for- stöðu bindindisstarfsemi og kom ið á skátafélagsskap meðal pilta Er skólastjóri iðnskóla, og kennir jafnan meira og minna í barna- skólanum. Hefir stofnað Rot- ary-féldg. Er söngstjóri karla- kórsins “Þrymur”. í söngstjóra- starfið hefir hann lagt mikla vinnu og frábæra. Þann söng- flokk vantar aldrei ljóð eða lag stundu lengur. ^prfti á ljóði eða ljóðaþýðingu að halda, yrkir söngstjórinn. Skorti lag við ljóð, yrkir hann lagið. Vantaði bæði ljóð og lag, vegna tækfæris, og tækifæri eru oft gripin í þeim hópi, — þá semur hann hvort tveggja í skyndi. Dæmi um ljóð og lag eftir séra Friðrik, sem farið hafa að heim- an og karlakórar sungið, eru: “Hver gengur þar og byrði ber?” “Gulur, fagur fiskur í sjó”. “t frónskra firða sveit”. “Fákar”. Ljóð, sem hann hefir samið, eða snúið til íslenzkra viðhorfa, til þess að syngja við erlend lög, eru t. d. “Vakna Dísa.” “Heið- arbýlið.” “Hallast að brjósti blárra hlíða.” Þá hefir Kirkjukór Húsavíkur sungið eftir hann nokkra sálma og sálmalög. Hann lætur lítið yfir sér sem skáldi og hefir ekki lært að leika á hljóðfæri né kynt sér tónfræði. Ljóð og lög semur hann yfirleitt. eins og hann kemst að orði: “til heimilisþarfa”. En reynslan er sú, að eftirspurnin frá öðrum heimilum er mikil eftir þessum iðnaði hans, enda hafa dómbær- ir menn sagt, að sjálf listagáfan sé að verki með honum og sam- hæfi ljóð og lag á óvenjulega töfrandi hátt, hvað sem “lær- dómi” og “fræðum” líður. Að því er eg bezt veit, hefir séra Friðrik orðið fyrstur manna til þess að flytja hingað til lands og taka upp í söng í allstórum stíl úrvalslög frá Vesturheimi. Geta þau orðið nýr og góður þáttur í söngmenningu landsins, ef þau útbreiðast meðal landsmanna. Geri eg ráð fyrir að svo verði. Séra Friðrik A. Friðriksson giftist árið 1925 danskri konu. Gertrud Nielsen cand phil. For- eldrar hennar eru: Holger Niel- sen skjalavörður og kona hans Dagmar Nielsen, — um eitt skeið formaður Kvenfélagasambands Kaupmannahafnar. MANITOBA BIRDS COMMON LOON (Continued) Most írequenters of our waterways and lakes are familiar with the long, loud laugh of the Loon. The Loon has many other strange wild notes; among them one beginning íðw, rising high, and then dropping suddenly. It is often noisy at night or just before a storm and birds frequently call to and answer one another across the water. Owing to the constant encroachments of settlement, and the consequent disturbance of its nesting places, the Loon has been growing scarcer of late years. The Loons are strictly protected at all times by the terms of the Migratory Birds Convention Act. Under the terms of this treaty, only where their depradations are proved to be serious can permits be issued for their destruction. Economic Status. Aithough the Loon is a large bird the capacity of its gullet limits the fish it takes to comparatively small sizes. This fact, taken in connection with the small number of birds on the smaller lakes and the immense numbers of fish in the larger bodies of water, makes its depredations economically unimport- ant. The species, therefore, should not be destroyed. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD169 starfi, en jafnframt virðingu fyr-; ir andlegri ment og háum hug- sjónum. Hann gekk — eins og áður er frá sagt — venjulegan skólaveg þeirra, sem læra til prests. Stytti sér að vísu leið með heimalestri fyrsta áfangann. En úr prestaskólanum fer hann strax til Vesturheims og starfar þar í hópi hinna frjáls- lyndu kennimanna, heldur áfram námi og kynnist ýmsum helztu enskumælandi leiðtogum frjáls- lyndrar kirkju vestan hafs, há- mentuðum mönnum og víðsýn- um. Förin vestur um haf hefir orð- ið honum mikil námsför, — á því er enginn efi. Sú för dró ekki úr áhuga hans fyrir landi sínu og þjóð. Hatjn hefir miklar mætur á Viestur-ís- lendingum og telur að kynnin við þá hafi glætt skilning sinn og traust á íslenzku þjóðerni. Heim kom hann víðsýnn prest- ur og bjartsýnn maður á íslenzkt þjóðerni og íslenzka menningu. Hann hafði ekki vaxið frá upp- eldisáhrifum móður sinnar, — heldur vaxið af þeim og fyrir þau undir góðum skilyrðum. Áhrifatengslin eru auðfundin i þessari fallegu vísu, sem hann hefir ort: Skynjun helg og hugsjón góð, heim og líf sem fegrar, viðlag sé í unaðsóð ' iðju hversdagslegrar. Sú kenning, sem þessi vísa flytur, er úr gleðiboðskap hins raunmentaða kennimanns. Annríku menn! Unaðsóður sólmánaðariðjunnar er fagur og dýrðlegt viðlag hans, ef menn yrkja það eins og vera ber. Við Húsvíkingar vorum hepn- ir, að séra Friðrik A. Friðriksson skyldi beina för sinni til okkar, þegar hann fór heimleiðis að vestan. Hann heilsaði okkur, hverjum og einum, svo glaðlega, þegar hann kom, að við áttuðum okkur varla á því strax, að þetta væri prestur, heldur félagi, góður og skemtilegur. Nú er hann búinn að vera hér í 13 ér, bæði ágætur kennimaðu’" og æskilegur félagi. Megi það ekki á okkur sjá, er það ekki hon- um að kenna, heldur okkur. Hann hefir viljað vera — og verið — fulltrúi fyrir það, “sem heim og líf fegrar.” Eg leyfi mér fyrir hönd Húsa- víkur að þakka honum störf hans. Óska honum allrar ham- ingju með framtíðina, — og lýsi gleði minni yfir því, að hann skuli ekki vera nema fimtugur. —Húsavík, 12. júní 1946. Karl Kristjánsson —Tíminn, 2. júlí. 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð- inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. Saga Islendinga í Vesturheimi þriðja bindi, er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Verð: $5.00. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. Hvað er það sem gerir fyrir- takskennara fyrirtak? Vikuna sem leið, var einni hinna óend- anlegu uppeldisspurninga að nokkru leyti svarað: Afbragðs- kennari fær nemendur sína til að rétta úr sér vitsmunalega. Houston Peterson, oddviti fyr- ir Cooper Union Forum í Man- hattan og fyrrum prófessor í heimspeki við Rutger-háskólann, lætur skoðun sína í ljós í úr- valsritgerðasafni, sem nefnist “Great Teachers, Portrayed by Those Who Studied Under Them’ — (Rutgers University Press, $3.50). Ritgerðirnar, tuttugu og tvær að tölu, fjalla um ýms atriði þessu málefni viðvíkjandi. Þærj byrja með hliðarmynd af Anne Masfield Sullivan eftir einka- námsmey hennar, Helen Keller, j og endar með áliti James Russell j Lowells á Ralph Waldo Emer- son. Emerson, Anne Sullivan og hinir góðu og miklu kennarar þar á rnilli, voru allir ráðandi yfir þeirri getu, að koma nem- endum sínum til að rétta — teygja úr sér vitsmunalega. Ná- lægt þeim fremstu stóð James Mill; sonur hans og lærisveinn, John Sturt Mill, segir frá, hvern- ig hann byrjaði að læra grísku þegar hann var þriggja vetra gamall og latínu fimm árum síð- ar. J. S. gerir þessa athugasemd: “Nemandi, sem ekkert nokkurn- tíma er heimtað af er hann auð- veldlega ekki getur leyst af hendi, leggur sig aldrei í fram- króka með að gera eins mikið og honum er framast mögulegt.” Helen Keller, blind og heyrn- arlaus,^varð að teygja úr sér eins mikið og nokkur, til þess aðeins að geta byrjað að lifa. Þegar hún var sjö vetra gömul, rúmum fimm árum eftir að sjúkdómur svifti hana sjón og heyrn, fann hún að þessi nýji vinur þrýsti brúðu í hendur hennar. Um þetta atriði ritar Helen: “Þegar eg var búin að leika mér skamma stund með brúðuna, stafar Miss Sullivan orðið “d-o-1-1” í hendi mína. Þessi fingraleikur vakti undir eins áhuga minn. . . Eg vissi ekki, fyr en að nokkrum vikum liðnum, að eg var að stafa orð eða jafnvel að orð væri til.” Anne Sullivan hafði auðsæi- lega óendanlega þolnimæði góðs kennara til að bera og umburðar- lyndi — rósemi, er þoldi þrá- faldlegar mistektir, og guðmóð, er gagntók nemandann. Wood- row Wilson, er hefir verið lýst sem Princeton’s “Matniee-idol”, er var prófessor í stjórnfræði, átti einúngis guðmóði yfir að ráða. Þótt Wilson sé talinn “mik- ill kennari”, farast samt fyrver- andi námsmanni þannig orð: — Gáfur hans tendruðu upp áhuga nemendanna, en hyggjuyit hans bældi þá niður — vakti óbeit. Af því að honum voru öll svörin ljós, kældi hann flesta áheyrend- ur sína. En afbragðsgóðir kennarar, líkt og Sókratískar gaddflugur, suðuðu í kringum vitsmuni nem- endanna, sögðu þeim hvernig þeir áttu að hugsa, en aldrei hvað þeir áttu að hugsa um. — Fáeinir hinna beztu: • Frederick Jackson Turner, frægur sagnameistari og fræð- ari.l) Honum er þannig lýst af Carl Becker: “Sjálfur fyrirlest- urinn, ef fyrirlestur er rétta orð- 1) Tók fullnaðarpróf við Wis- consin-háskólann 1884 og varð þar málsnildarkennari í 14 ár og prófessor í Vesturheimssögu. — Hann kendi og sögu við Harvard bar til 1924, var því næst gerður beiðursforseti. Meðal ritverka 'ians eru: Rise of the New Wes? 1906) og Frontier in American History (1920). Til Hrilningar r" DGDEN’S Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden’s Fine Cut eða reyklu Ogden’s Cut Plug í pípu þinni ið, virtist aldrei að vera undir- búinn. Hann var látlaus, inni- leg viðræða, alt af alvarlegur án þess nokkurn tíma að vera hátíð- legur; fyndni var skotið inn í á víð og dreif til fjörgunar, er var þó ávalt langt fyrir ofan það spaug, er menn viðhafa, er gera sér spaug að æfistarfi. Nei, fyr- irlestur er ekki rétta orðið . . . mygluþrunginn blær háskólalegs óskeikulleika kastaði hvergi skugga á herbergið, engin útþýð- ing laga og guðspjalls samkvæmt Turner, en . . . nýstárlegum hug- myndum var hirðuleysislega kastað fram, með fleiri spurn- ingum ósvarað en leyst var úr.. ” Charles Edward Garman var veikburða nítjándu aldar rök- fræðingur, er kendi við Am- hersLháskólann. Gorman kendi ebki reglur rökfræðinnar, heldur gagnlega hagnýting rökréttra að- ferða. Honum var innanhandar, að láta ósannann framburð virð- ast sannfærandi; hann beitti þessari list í viðlögum, einu eður öðru til skýringar. Aðferð þessi var frábærlega hvetjandi; þú varðst aldrei viss, hvort þú áttir að samþykkja það sem sagt var eða ekki; þú varðst knúður til að hugsa. Francis Barton Gumere, pró- fessor í ensku við Haverford-há- skólann. Christopher Morley minnist hans þannig: “Hvað lær- dómsstríðið snerti, þá vorum við mótfallnir allri hermensku — samvizkusamir mótmælendur. Hann gerði sér það að venju, að láta sem við vissum miklu meira en þekking okkar náði; því var það, að hann, með stakri kurteisi og alvörugefni, leitaði álits okk- ar á einu eða öðru málefni, er við vissum næstum því engin deili á; og við vissum, að það var hans frábærlega góða viðmót einung- is, er hvatti hann til þessa vana. Að bregðast honum í einhverju skyldustarfi, var álitin and- styggilegasta hegðun gagnvart slíkum manni — stakasta ókur- teisi.” Mark Hopkins, heimspekingur og forseti Williams háskólanst “Guðmóður hans helzt í sextíu ár án nokkrar rénunar. Hann var þá áttatíu og fimm ára gam- all, en löngun hans til að leysa úr þeim skoðunarmálum að nýju, er hann hafði rökrætt við sex kynslóðir námsmanna, hélst enn óskert. . . . “Það var aðeins einn dagur í fyrra, sem eg var frá verki,’ mælti hann, ‘og þá sendu nemendurnir nefnd til þess að biðja mig að hætta ekki á að fara að heiman, þar sem óveðrið gerði göturnar nálega ó- gengar.” Ralph Waldo Emerson, rit- gerðahöfundur, heimspekingur og skáld. Lowell minnist hans á þessa leið: “Það er einskonar undirsog í hinni viðfeldnu rödd. sem ber huga vorn frá fótfestu sinni niður í dýpri sjó með straumfalli, sem vér getum ékki og viljum ekki standa á móti- Vér höfum hugboð um, að bak við hvert orð sé kraftur göfugrar persónu, þungi mikils hugsana- forða og tilveru. Vér förum fremur til að hlýða á Emerson en til að heyra, hvað hann hefir að segja. . . . Ef spurðir, hvað er • eftir? hvað bárum vér heim? . • • í stað þess að svara gætum ver spurt, hvað kemur maður heim með eftir að hafa hlýtt á Beet- hovens symfoníu?” BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld X COUNTER SALES BOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma tdkið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.