Heimskringla - 07.08.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.08.1946, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. ÁGÚST 1946 Munaðar- leysinginn Er Pétur sagði þetta mintist hann á för Margrétar til London daginn, sem Kruger fór heimleiðis. Fór hún til að reyna að ná bréfinu aftur? Það lá eitthvað á bak við þetta, en hvað var það, það gat hann alls ekki skilið. Hann vissi bara þetta eitt, að hann var óánægður yfir þessu, og svo hitt, að þetta var í fyrsta skifti, sem hann varð að leyna hugsunum símnn um konuna sem hann hafði elskað svo innilega og heitt. Margrétu létti mjög fyrir brjósti er mað- ur hennar sagði ekkert annað en þetta. Hún tók bréf Krugers upp úr vasanum, opnaði það og bauð Pétri að lesa það, en henni til mestu undr- unar og gremju hafnaði hann boðinu. “Nei, Margrét,” sagði hann, “ekkert getur verið í þessu bréfi, sem mig varðar um. Kruger hefir fengið boðsbréf þitt og er nú að þakka þér fyrir. Er því máli þannig lokið. En eg ætla að biðja þig, kona góð, að gera slíkt aldrei aftur. Eg ræði svo ekki um það meira.” “Þú ert reiður við mig,” sagði hún og tárin fyltu ljósbláu augun hennar.” “Eg hefi orðið fyrir vonbrigðum, góða mín. eg hélt að við værum sem einn maður, og að þú mundir ekki gera neitt svo að þú létir mig ekki vita um það.” “Eg skal heldur aldrei gera það framar, því skal eg heita þér.” “Jæja, Margrét mín, við skulum þá ekki tala um þetta frekar,” sagði hann, “og svo væri réttast fyrir þig að brenna þetta bréf. Eg sá hvernig augun ætluðu út úr höfðinu á Ralph er hann sá bréfið. Hvað hefir Kruger saman við Ralph að sælda?” “Ekkert, alls ekkert, góði minn.” Hún kysti hann blíðlega, og gat hann séð af öllu atferli hennar, að hún sá eftir að hafa farið svona á bak við hann. En hann gat ekki gleymt því að hún hafði farið til gistihússins til að ná aftur bréfinu, og hann hugsaði um þetta í marga daga. Sheila skemti sér ágætlega og naut frelsis- ins. Hún fann upp á allskonar glettum og fékk Pétur til að taka þátt í þeim með sér. Ást og hjónaband. Hvað gat slíkt átt skylt við þetta barn, sem bjó enn yfir kviklyndi æskunnar. Pétri þyngdi í skapi með hverjum deginum, sem leið og færði hann nær þeirri stund, sem hann hlaut samkvæmt loforði sínu við Karl Kruger, að sýna fósturdóttur sinni heiminn eins og hann var í raun og veru. Hann gerði það mjög nauðugur, því að tilgangurinn með þessu var honum mótfallinn. En hvað sem því leið, hvarf tíminn og stundin nálgaðist alt of fljótt, og fyrstu dagana í apríl kom langt bréf frá Kruger þar sem hann minti Pétur á loforðið. “Munið eftir að hann verður að vera góðúr maður. Það eru einu skilyrðin. Góður og sann- ur maður. Gleymið því ekki, gamli vinur, og hirðið aldrei um hvort maðurinn, sem barnið fellir ástarhug til á veraldarauð eða ekki, því að það er ekki hið eina og nauðsynlega. Við óskum eftir að þessi sameiginlega fósturdóttur okkar, hljóti þá æðstu hamingju, sem finst í þessum heimi, og er dýrmætari en perlur og gull, sanna og fölskvalausa ást.” Viiku síðar, strax eftir að hinn röSki mála- færslumaður hafði náð æðsta marki metnaðar síns og hlotið þann heiður að verða hæðstarétt- arlögmaður, var hurðinni hrundið upp að her- bergi Margrétar, og Ralph æddi inn, náfölur með skelfinguna málaða í hverjum drætti and- litsins. “Mamma”, sagði hann, “þú verður að hjálpa mér, þú mátt til að hjálpa mér strax!” Þótt Margrét elskaði manninn sinn, var sú ást aðeins skuggi af þeirri ofurást, sem hún bar til þessa rauðhærða sonar síns. “Það má engan tíma missa, ef mér á að verða bjargað,” hélt ungi maðurinn áfram. “Eg skulda 1500 pund. Tapaði þeim í veðreiðum, spilum og í ýmislegu öðru og þarf að borga þetta eins fljótt og auðið er. Eg veit að hún elsku mamma mín hjálpar mér. Þú hefir hjálp- að mér áður — þú getur — þú munt hjálpa mér aftur, og peningana þarf eg að fá innan viku tíma.” “Æ Ralph, Ralph ” sagði Margrét og fór að gráta. “Já, svona er þetta altaf,” sagði hann hranalega. “Alt af þarf kvenfólkið að skæla ef eitthvað ber út af. Þessa peninga getur þú út- vegað mér mamma mín, og þú munt líka gera það, eða hvað?” “Eg hefi aldrei á allri æfi minni átt slíka upphæð, elsku drengurinn minn,” sagði vesal- ings konan grátandi, alveg utan við sig af sorg og skelfingu. “Ralph, elsku drengurinn minn, hvemig hefir þú sett þig í svona hræðilega skuld?” “Að sumu leyti með veðreiðum, sumu leyti í spilum og að sumu leyti í billiard spili,” svar- aði ungi maðurinn hirðuleysislega. “En hvern- ig, sem þetta gerðist, verður að fá peningana, og þú nærð í þá fyrir mig, eða hvað, elsku mamma mín?” “Eg get það ekki. Eg get það ekki,” svaraði hún hikandi, og hneig niður á stól og fór að há- gráta. “Æ, Ralph, þú hefir kramið hjarta mitt. Eg hefði aldrei, aldrei trúað því að sonur minn breytti nokkurn tíma eins og þú hefir breytt.” “Vertu ekki að þessari vitleysu,” sagði ungi mauðrinn. “Þú veizt ekkert um heiminn, í því felast vandræðin, mamma. Hver einasti ungur maður spilar og skemtir sér svolítið.” “En fimtán hundruð pund,” endurtók Mrs. Ballar í skelfingar rómi. “Hvernig ætti að ná í slíka fjárupphæð? Hvernig hugsar þú að eg, sem er tiltölulega fátæk kona, geti náð í slíka upphæð?” “Heyrðu nú mamma,” sagði hann, settist við hlið hennar og tók hendi hennar, “þú færð sjálfsagt þessa upphæð hjá pabba.” “Heyrðu Ralph. Þú ættir að muna eftir, að hann er ekki faðir þinn.” “Það veit eg því miður alt of vel. Og eg hata hina tigulegu og settlegu tilburði hans. Nei, þá kýs eg fremur almennilegan mann, sem þekkir heiminn, og er ekki slíkur skinhelgur uppskafningur og hann er.” “Skammastu þín, Ralph. Þú hefir engan rétt til að tala svona um hann stjúpa þinn,” sagði móðir hans. “Hann hefir goldið allan kostnaðinn við skólagöngu þína, og það er hann, sem hefir sent þig til Cambridge. Eg vil ekki heyra nein lastmæli um manninn minn. Hann á ekki sinn líka í öllum heiminum.” “Það er gott, mamma. Láttu hann þá sanna það, með því að gefa mér 1500 pund.” * “Þú getur alveg eins vel beðið um tunglið, Ralph. Hann stjúpi þinn hvorki getur né vill gjalda þessar óheiðarlegu skuldir þínar.” Ralph fór að ganga fram og aftur um her- bergið. Rauða hárið hans var alt úfið, og litlu, ljósbláu augun hans voru full af ótta og hug- leysi. Eftir dálitla þögn, sagði hann lágt: “Jæja, ef þú vilt ekki gera þetta, þá viltu ekki gera það, og ef þú getur það ekki, þá get- urðu það ekki, en það get eg sagt þér, að fái eg ekki peningana, þá hefi eg engin önnur ráð en steypa mér í Thems-fljótið í kvöld, því ekki læt eg draga mig í fangölsi — það veist þú vel!” Þessi orð gerðu móður hans hálf ærða af ótta. Hún settist upp í legubekknum og fór að hugsa. Hún leit á soninn, sem hún elskaði svo heitt og fann til þess, að í þennan svipinn, var hann reglulega fyrirlitlegur. Ekki gat samt komið til mála, að hún léti hann drekkja sér, eða að hann yrði dreginn fyrir lög og dóm og varpað í fangelsi. Að stundarkorni liðnu reisti hún upp höfuðið, og sagði með veikri röddu og náföl í framan: “Getur þú beðið eftir peningunum þangað til á morgun?” “Já, auðvitað get eg það,” svaraði hann og starði á hana tortryggnislega. “Jæja, drengur minn. Eg skal reyna að gera alt, sem eg get fyrir þig, þótt guð viti, að þegar eg hefi gert það, verð eg aldrei framar söm manneskja og áður. Hittu mig á morgun fyrir framan aðal dyrnar á Sánkti Páls dóm- kirkjunni kl. eitt, og vonast eg þá til að eg geti afhent þér peningana. En farðu nú og farðu strax. Stjúpi þinn má ekki vita að þú sért hérna. Hann heldur að þú sért ennþá í Cambridge.” “Það gerir ekkert til hvað hann heldur! Ert þú viss um það mamma, alveg viss um, að þú sért ekki að gabba mig?” “Já, um það er eg alveg viss, en hjarta mitt er dautt.” Ralph leit hvössum augum á móður sína og sagði svo illúðlega um leið og hann tók hattinn sinn: “Þú hefðir þó getað gefið mér tesopa.” “Nei, þú verður að hraða þér héðan, Ralph. Hann stjúpi þinn kemur oft heim til að drekka te. Mundu nú eftir að koma á þennan stað, sem eg tiltók og á ákveðnum tíma. Vertu við dyrnar á dómkirkjunni, sem snúa út að Ludgate.” “Gott er það, mamma. Eg skal vera þar, um það máttu vera viss. En áttu engan skilding til að gefa mér, annars verð eg að liggja úti í nótt.” “Æ, vesalings, ógæfusami drengurinn mi*n,” svaraði Mrs. Ballar. “Þú skalt fá alt, sem eg hefi heima, svo að þú getir lifað þangað til á morgun, svo vona eg að þú lofir mér því hátíðlega, að komast aldrei framar í svona skuldir.” “Já, því skal eg lofa þér við æru mína og trú. Eg skal vera þér góður sonur, eins góður sonur og hægt er að hugsa sér að til sé á þessari jörð, og það alla æfi mína. Ra'lph lokaði hurðinni á eftir sér og móðir hans sat eftir í þungum þönkum. Hún var full af skelfingu og vissi að maðurinn sinn mundi koma heim eftir hálfan tíma. Það sem hún hafði hugsað sér að gera varð hún að gera strax og hann kom heim. Vesalings konunni hafði skyndilega flogið ráð í hug. Aldrei á æfi sinni hafði hana langað til að fremja neina synd; en nú neyddist hún til þess. Henni höfðu dottið í hug hinar dýrmætu perlur, sem Kruger hafði fært Sheilu frá Bloemfontein, en maðurinn hennar hafði aldrei nefnt þessar perlur við . Sheilu, og nú, gat hún ekki tekið perlurnar og lánað út á þær peninga til að frelsa son sinn frá fangelsi? Henni var ekki kunnugt um hvern- ig hún ætti að fara að þessu. En þrátt fyrir það varð að gera þetta, og það tafarlaust. Er Pétur hafði sýnt konu sinni perlurnar, læsti hann þær niður í skúffu í skrifborðiiiu sínu. Hún varð að ná í þær strax í kvöld. Er hún sat og hugsaði um þetta, kom Pétur Ballar, hár og tigulegur inn í stofuna. Hann var í ágætu skapi, því að hið mikils- verða mál, sem hann hafði ;unnið hafði verið mjög arðberandi fyrir hann. Hann gekk til konu sinnar og kysti hana ástúðlega. “Þú ert svo föl og þreytuleg, Magga mín,” sagði hann. Hún stamaði einhverja afsökun hversvegna hún væri í svona ástandi, og flýtti sér svo að bæta við, vegna þess að hún fann, að ef hún talaði ekki nú, mundi hún aldrei þora að nefna þetta á nafn: “Pétur, mig langar til að þú látir mig fá perlurnar, sem þú geymir fyrir hana Sheilu, eg hefi hugs^gð mér að fara með þær til Patridge & Martin, gimsteinasalanna og láta laga þær eins og við á. Þær eru fallegar, en barnið getur ekki haft þær eins og þær eru. Eg hafði hugsað mér, að gera þetta á morgun. Auk þess hugsa eg, að réttast væri fyrir mig að finna einhvern um- boðsmann til að útvega íbúð handa okkur. Nú er 5. apríl og ef við bíðum með þetta mikið lengur, þá verðum við ekki tilbúin 1. maí.” “Það var gott að þú mintist á þetta, Magga,” sagði Pétur, seih var alveg grunlaus. “Það er áreiðanlegt að konur þekkja betur hvað ung stúlka á að skreyta sig með, en karlmaður mundi gera. En þú verður að fá viðurkenningu hjá gimsteinasölunum fyrir því að þeir hafi tekið við perlunum. Gleymdu því ekki, Mar- grét mín.” “Nei, þú mátt vera óhræddur um það,” svaraði hún titrandi af gleði yfir þessari óvæntu hepni. Þau áttu svo langt samtal um hið fyrir- hugaða hús, sem þau þurftu að leigja, svo að Sheila gæti kynst félagslífi heldra fólksins. Roði færðist í vanga hennar og augun urðu fjörleg, og þessvegna gleymdi maður hennar hinu slæma útliti hennar, sem hann hafði veitt eftírtekt fyrst þegar samræður þeirra hófust. Seinna um kvöldið fékk hann henni öskjurnar með perlunum; en hann lagði til, henni til mestu skelfingar að hann færi með henni til gim- steinasalanna, og hlustaði á hverjar tillögur þeirra væru hvað breytinguna snerti. “Eg get ekki farið eins snemma til bæjarins og þú,” svaraði hún, “og ef þú treystir mér ekki fyrir perlunum er bezt að þú sjáir um þetta sjálfur.” “Ó, góða bezta,” svaraði hann, “auðvitað trúi.eg þér fyrir þeim. Þú verður bara að muna eftir að þær eru eign Sheilu, og að þær eru feykilega dýrar.” Næsta morgun fór Pétur til skrifstofu sinn- ar með neðanjarðar lestinni, en Mrs. Ballar hafði bílinn til að fara með perlurnar til Bond strætis og láta gimsteina salana þar breyta um- gerð þeirra eftir nýjustu tízku. Mr. Martin kom ásamt einum helzta sér- fræðing sínum til að meta perlurnar, og voru þeir báðir á sama máli um fegurð þeirra og dýr- mæti. Einkum var það svört perla, sem var í miðri brjóstnálinni, sem þeim fanst sérstaklega fögur, gallalaus og óviðjafnanlega dýrmæt. “Hvað viljið þér að við gerum við þessar perlur, frú?” spurði gimsteinasalinn. “Mig langar til að lána út á þær 1500 pund og ætla að kaupa ýmislega skrautgripi hjá yður þegar eg borga skuldina.” “Við eigum ekkert við slíka verzlun,” svar- aði Mr. Martin, þurlega. “Eg vonaðist eftir að þið munduð gera mér þennan greiða,” eg þarf að nota þetta fé í þarfir ungu stúlkunnar, sem á perlurnar, og eg veit að þær eru langt um meira virði en 1500 punda.” “Þær eru mörg þúsund punda virði, frú mín góð. Við skulum kaupa þær ef þér viljið. En við lánum aldrei peninga út á skrautgripi. Við skulum borga yður 5000 pund fyrir perl- urnar eins og þær eru.” Mrs. Ballar snar svimaði er hún heyrði þetta. Hún gat vanla trúað sínum eigin eyrum. Eftir stundar bið sagði hún: “Ef eg tek tilboði yðar viljið þér þá lofa mér að þér hafið ekki perlurnar til sýnis í glugg- anum yðar.” “Við getum ekki gefið yður neitt þvílíkt lof- orð, frú. Við munum fremur ráðleggja yður að leita til einhvers, sem lánar fé út á skrautmuni. Einn þeirra heitir Goldstein. Hann lánar yður vafalaust féð. Hann er nokkurn veginn áreið- anlegur maður.” “Þakka yður fyrir. Eg neyðist víst til þess, því eg verð að fá peningana, eg verð að fá þá. Mr. Martin gekk samvizkusamlega frá pérl- unum í öskjunum, sem um þær voru, fékk henni þær og hneigði sig kuldalega. Hann sagði henni svo hvar Mr. Goldstein ætti heima: Hún fór svo upp í bílinn, en mundi samt eftir því, að ökumaðurinn mátti ekki vita neitt um hvert hún færi; hún lét hann bíða í hliðar- götu og fór svo leiðar sinnar. Henni veittist auðvelt að finna búð Gold- steins. Það var látlaust hús og hringdi hún dyrabjöllunni með skjálfandi hendi. Hún sagði til nafns síns, sem hún mátti til að gera, auk þess að Mr. Martin hefði vísað sér til þeirra, síðan var henni vísað inn í herbergi, sem að vísu var búið dýrum húsgögnum, en mjög o- smekklega. Hún varð að bíða fimtán mínútur áður en Mr. Goldstein kom inn. Er hann sá perlurnar smjattaði hann af ánægju; en í stað jíess að leggja nokkurn dóm á þær fleygði hann þeim fyrirlitlega frá sér. “1500 pund fyrir þetta, frú. Þér vitið víst ekki hvað þér eruð að segja.” “Jú, eg veit það mjög vel,” svaraði hún, “og auðvitað mun eg borga yður rentur.” “Já, það er svo sem auðvitað,” svaraði okurkarlinn og hló háðslega. “Nú skal eg segja yður eitt, sumar þessara perla eru góðar, eink- um sú svarta og eg skal gangast inn á að lána yður fimtán hundruð pund fyrir þær í einar tvær vikur; en þér veriðið að borga mér 2000 pund í staðinn.” “Hvað — hvað eigið þér við,” hrópaði Mar- grét alv.eg forviða. “Það sem eg segi,” svaraði maðurinn. “Eg skal líka kaupa þær af yður. Þetta er mjög -fallegt djásn, já, mjög fallegt — og eg skal borga yður 2000 pund fyrir það.” “Nei, nei,” hrópaði Margrét Ballar. “Þér bjóðið mér 2000, en hitt verzlunarhúsið bauð mér 5000 pund. Eg vil alls ekki selja perlurnar, eg vil bara fá lánaða peninga í nokkrar vikur.” “Gott og vel,” svaraði okurkarlinn, “eg lána yður þá 1500 pund, og þér borgið mér 2000 pund þegar þér fáið aftur perlurnar.” “En 500 pund er afskapleg renta í svona stuttan tíma!” sagði Mrs. Ballar örvæntingar- full. “Um það er ekkert að segja, frú mín, þér getið tekið tilboði mínu eða látið það eiga sig- En eg lána yður ekki peningana fyrir lægri þóknun en þetta.” Frú Ballar hafði engin önnur úrræði en að taka þessu tilboði blóðsugunnar, og stuttu síðar fór hún út úr þessu andstyggilega húsi, með pakka skitinna seðla í hendinni en perlurnar lágu eftir hjá Goldstein okurkarlinum. Konu vesálingurinn var svo óstyrk að hún gat varla dregist yfir að vagninum, og gat ekki hjá því farið að ökumaðurinn tæki ekki eftir hinu aumingjalega útliti hennar. Hún hafði þurft að líða margt inni hjá Goldstein áður en hún fékk peningana. Hún varð að segja honum nafn sitt og heimilisfang, og sömuleiðis nafn og stöðu manns síns. Goldstein hótaði að senda mann út til Sólheima og fara til skrifstofu hæstaréttarlögmannsins til að ganga úr skugga um hvort hún væri að segja sér satt. Konu aumingjanum fanst eins og hún hefði veirð myrt þarna inni; en samt neyddist hún til að taka þessu öllu með auðmýkt. Lóksins hafði hún samt fengið peningana, og úrrseði hennar var nú þetta að skrifa á laun til Mr- Krúger og biðja hann að senda sér 3000 pund til að hægt væri að koma Sheilu sómasamlega a framfæri í heimi ríka fólksins. 5. Kapítuli. Þegar Mrs. Ballar hitti son sinn hafði hon- um tekist að fága útlit sitt dálítið betur eri kvöldið áður. Æðið úr augum hans var horfið að mestu. Hún lét hann sitjast inn í bílinn og laumaði svo peningunum í hendi hans. Andlit hans varð eins og sólskin af gleði og undrun. “Æ, þú ert blómknappur, mamma mín!” hrópaði hann. “En hvernig gastu náð í pening- ana?” Mrs. Ballar varð hvít eins og kalkaðuv veggur. “Spurðu mig aldrei um það, Ralph. Þetta verður að vera leyndarmál, sem við tvö ein vit- um um.” “Veit stjúpi minn um þetta?” “Nei, Ralph og þú mátt aldrei nefna þetta við hann; ef þú gerir það verður það minn bani. Mér finst að eg sé hálf dauð núna. Eg hefði aldrei, aldrei trúað að eg gæti nokkru sinni gert það, sem eg hefi nú gert í dag; en eg gerði það * fyrir þínar sakir, drengurinn minn, með þeirri vissu von, að þú munir í framtíðinni bæta ráð þitt og lifa heiðarlegu lífi.” “Því lofa eg þér móðir mín. Eg hét þér þvl í gær, og það loforð endurtek eg í dag.” “Kemur þú heim seinni partinn dag? Ungi maðurinn fölnaði við þessa spurningu-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.