Heimskringla - 11.09.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.09.1946, Blaðsíða 6
«. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. SEPT. 1946 Munaðar- leysinginn “Ó,” sagði hertogafrúin eins og henni létti fyrir brjósti. “Það er eins gott og getur verið. Eg var svo hrædd um að þér segðuð demanta. Perlur eiga svo vel við írska smárann. Og nú, kæru vinur mínar, verð eg að kveðja ykkur.” Er hún mæiti þannig, snerti hún bjöllu- hnapp. “Gleymið því nú ekki, Mrs. Ballar að bún- ingurinn á að vera einfaldur. Verið þið sælar, verið þið sælar.” Hún hneigði sig svolítð fyrir Mrs. Ballar, en tók í hina mjúku hendi Sheilu. “Geymið í hjarta yðar æskuna,” sagði hún og hin fögru og höfðinglegu augu hennar fyltust tárum. Þegar Sheila nokkru síðar var komin í hendurnar á Maddömu Percy, sem átti eina fín- ustu nýtízku kvenbúninga verzlunina í London, fann hún til óskiljanlegrar hrygðar blandaðri leyndri gleði yfir því, að hún fengi gegn ósk sinni svona fín föt. Maddama Percy vissi upp á hár hvernig fyrirmælum hertogafrúarinnar skyldi framfylgt, og hún tók ekki eingöngu að sér hirðbúninginn, sem var gerður úr skínandi hvítu silki, heldur einnig fjölda annara búninga, sem áttu við mörg tækifæri samkvæmislífsins. “Eg get aldrei, aldrei slitið öllum þessum fötum,” sagði Sheila. Maddama Percy hló. “Þér þurfið bráðlega á mörgum fleiri að halda,” sagði hún með hæg- látlegu brosi. Þannig liðu dagarnir fram að fæðingardegi Sheilu, og 1. maí kom bráðlega. 9. Kapítuli Þótt maður hafi ekki sjálfur verið kyntur við hirðina, þá getur maður fræðst um það með því að lesa af því lýsingar. Þessi athöfn, hvað Sheillu snerti, var að tvennu leyti frábrugðin venjunni. 1 fyrsta lagi var búningur hennar miklu einfaldari en venja var til. Höfuð bún- ingur hennar var eftir reglum fyrirmælanna, og hafði hertogafrúin séð um það. 1 öðru lagi voru perlur Sheilu, sem vöktu eftirtekt, en allra helzt var það samt bamsleg fegurð hennar. — Þessi hátíðlega athöfn fór fram eftir venju Þegar Sheila kom í búningi sínum fram fyrir hertogafrúna tók hún strax af henni brjóstnál- iraa með svörtu perlunni. “Hún er mjög falleg barnið mitt,” sagði hún, “en hún á ekki við þetta tækifæri.” Her- togafrúin hringdi síðan á herbergisþernu og bauð henni að leggja brjóstnálina í gripaskrín- ið. “Nú eruð þér algerlega fullkomin Sheila, þér megið ekki bera neinn annan lit en hinn létta roða vanga yðar. Þér eruð hvítklæddar, ung og saklaus og líkist helzt brúður.” “Æ, ekki vil eg vera brúður, eg ætLa aldrei að giftast,” svaraði Sheila og roðnaði við. “Bíðið bara þangað til sá útvaldi maður kemur,” svaraði hertogafrúin, “en þarna held eg að vagninn okkar sé kominn.” Þær óku hratt gegn um St. James trjágarð - inn, þar sem fjöldi fólks var samankominn að venju, og þegar vagn þeirra stansaði, sem snöggvast til að komast inn í lest annara vagna, þyrptust menn að og störðu á Sheilu. Her- togafrúin veitti því eftirtekt og gaf ökumanni fyrirskipanir, sneri hann þá inn í hliðargötu og komst inn á brautina, sem konungurinn fer eftir inn í hallargarðinn. Aðeins fáum var leyft <að nota þetta hlið og var hertogafrúin ein þeirra, því að hún var vinkona drotningarinnar. Þær spöruðu sér langan tíma með þessu og Sheila slapp við að á hana væri glápt af múgnum. “Vitið þér hvað,” sagði hertogafrúin, “eg kenni næstum í brjpsti/úm fólkið, sem hefir svo gaman af að stara á prúðbúnar stúlkur skreytt- ar perlum og demöntum, og það glápti svo á andlit yðar kæra barn, en samt sem áður notaði eg mér leyfi drotningarinnar að fara í gegnum hliðið, sem hún notar.” Eftir að vera kynt fyrir drotningunni laut Sheila niður og kysti á hendi hennar. En eitt- hvað kom henni til að líta upp hinum fögru dökku augum sínum, sem voru svo full af samúð og lotningu að drotningin gat ekki að sér gert <að brosa, við henni. Þetta varaði aðeins fáeinar mínútur. Her- togafrúin hafði kent Sheilu allar reglur við- víkjandi þessu, svo alt gekk eins og í sögu. Þær héldu svo heim til hertogafrúarinnar, þar sem mikið gestaboð var haldið, og Sheila var kynt fjölda fólks, sem hún hafði aldrei áður séð. “Hún brosti við mér,” sagði Sheila og minningin um þetta bros virtist gleðja hana mikið og fylla hið hamingjusama hjarta hennar með slíkum fögnuði, að hún gleymdi öllu, sem á undan var gengið og biðinni að röðin kæmi að hertogafrúnni að kynna hana. Sama kvöldið hélt hertogafrúin dansleik til heiðurs Sheilu Danvers og kendi henni hvernig hún ætti að koma fram. “Þér eigið að vera í sama búningnum og í dag, en slóðann á hon- um verður að taka burtu og herhöfðuð verðið þér að vera, perlurnar verðið þér að hafa, en ekki brjóstnálina, munið eftir að þér eruð brúður, þetta er innganga yðar í félgaslífið.” Sheila tók hendihertogafrúarinnar og kysti hana. “Fyrirgefið mér,” sagði hún, “en mér þykii svo vænt um yður — og vitið þér hvað — af því að eg var með yður var eg alls ekkert hrædd.” “En vegna þess að þér voruð ekkert hrædd- ar þá voruð þér svo fallegar,” svaraði hertoga- frúin. “Guð blessi yður, yndislega unga stúlk- an mín.” Hertogafrúin stóð augraablik hugsandi eftir að Sheila var farin. Hún hafði sent hana heim 1 sínum eigin bíl. Hún hnyklaði brýrnar. “Eg er ástfangin í þessu barni,” sagði hún við sjálfa sig. “Eg múndi gefa alt sem eg á til að eiga slíka dóttur, sem væri eins hreinskilin og hispurslaus og hún er. Mér lízt eigi eingöngu á fegurð hennar, heldur framkomu hennar og svip. Það er eins og hún geti lesið hugsanir manns og sé full af samúð með manni. Jæja, guð má vita hvaða forlög bíða hennar; en eg skal lofa því að hafa hönd í bagga með henni ef hún fellir hug til einhvers, sem hennar er ekki verður. Eg ber mestu virðingu fyrir Ballar, en konuna hans lízt mér miðlungi vel á.” Kvöld þessa sama dags kom Sheila ásamt fósturmóður sinni á dansleik hertogafrúarinnar. Hún var hrífandi fögur í einfalda, hvíta kjóln- um sínum. Eins og venja er stóð hertogafrúin efst á marmara tröppunum og veitti gestum sínum viðtöku er þeir komu. Hún heilsaði Mrs. Ballar með handabandi; hún brosti við Sheillu og kynti hana rosknum herraftianni, mjög hégómlega búnum, er stóð þar nálægt. “Delcarie lávarður,” sagði hún, “mig lang- ar til að kynna yður góðri vinkonu mínni, ung- frú Sheilu Danvers. Eg er hrædd um að hún þekki ekki marga hérna. Viljið þér taka hana að yður og sýna henni hið markverðasta hérna? Yður langar til að dansa, er ekki svo, Sheila?” Delcarie lávarður var hégómlega búinn, en samt var hann hinn höfðinglegasti. Sheila leit varla á hann. “Mig langar gjarnan til að dansa fyrsta dansinn við hann pabba minn,” sagði hún. “Mér er ókunnugt um hvað venjan býður — en mig langar heldur ekkert til að vera nein hefð- armær — en samt þykir mér fjarska gaman að dansa.” . “Gott er það,” svaraði lávarðurinn. Hann laut yfir haraa og hlustaði á þessi bamalegu orð hennar brosandi, eins og hann hefði gaman af því. “Við skulum fara inn í litla salinn þarna og þér veitið mér þá ánægju að dansa við mig dansinn, sem nú stendur yfir?” Sheila rendi augunum að þeim stað, sem Pétur hafði verið, en hvorki hann né Margrét sáust þar. Svo lagði hún hendina á handlegg lávarðarins og þau fóru inn í danssalinn og fóru að dansa. Þegar dansinn var á enda, vildi lávarður- inn leiða Sheilu að eirahverju sætanna, sem þar voru í kring og var svo vel fyrir komið, að að- dáun vakti, en þessi hugulsemi hans spratt mest af því að hann var við aldur og langaði til að hvíla sig. En skyndilega stansaði Sheila og sagði með miklum ákafa: “Eg þekki manninn, sem stendur þarna yfir frá. Eg þekki hann mjög vel. Viljið þér gera svo vel Delcarie lávarður að fylgja mér til hans. Mig langar til að tala við hann.” Delcarie lávarður gat ekki gert að sér að brosa af ákafa hennar og einlægni; þegar hann spurði hana við hvem hún ætti, og hún benti honum á háan mann og herðabreiðan eitthvað hálf þrítugan að aldri, sagði hann: “Já, eg þekki hann líka. Hann er riddara- liðsforingi og heitir-O’Doyle frá O’Doyle höll- inni.” “Já, það veit eg vel,” sagði Sheila áköf og náði tæplega andanum fyrir áhuga; “eg get vel þekt hann af henni systur hans, sem var bezta vinkona mín í skólanum. Æ, Delcarie, verið svo vænn að kynna mig fyrir honum.” Lávarðurinn hló með sjálfum sér, en var þó hálf gramur, því að hann hafði ætlað sér að sitja hjá Miss Danvers þangað til næsti dansinn byrjaði, og hann svaraði með semingi, en þó vingjarnlega: / “Eg ætla <að fylgja yður til sætis, ungfrú og sæki eg O’Doyle og kem með hann til yðar. En munið að þér eruð undir mínu eftirliti þangað til einhver annar tekur yður frá mér.” “Já, já, víst er svo,” svaraði hún og augu hennar tindruðu af ákafa. Hún var næstum utanvið sig af gleði. Delcarnie fann O’Doyle eftir nokkra leit þar, sem hann stóð við inngangsdyrnar í hópi ungra manna. Hann hvíslaði að O’Doyle fáein- um orðum, sem ungi maðurinn hlustaði á með óánægju svip. “Ennþá einhver ung stúlka! Eg hefi svo margar á dansseðlinum mínum að aukadans- arnir eru uppteknir.” “Komdu og sjáðu hana,” sagði lávarðurinn. “Hún er yndislegur unglingur og auk þess þykir hertogafrúnni mjög vænt um hana. Hún var kynt við hirðina í dag og þetta er í fyrsta skiftið, sem hún kemur á dansleik. Ef þér hafið engan dans' afgangs verðið þér að segja henni það; en þér getið samt sem áður sýnt henni hæ- versku.” “Auðvitað, Delcarie, auðvitað,” svaraði O’Doyle og fór strax með lávarðinum til þess staðar, sem hann hafði komið Sheilu fyrir. O’Doyle var fallegur, karlmannlegur og tigulegur maður og mátti sjá á honum ættarmót hinnar göfugu ættar, sem hann var kominn af. Hár hans var snöggklipt og hrokkið og augun írsk, þótt blá væru. Svipur hans var framúr- skarandi aðlaðandi, þótt eigi yrði efast um að skapferlið var írskt. Hann bar sig vel eins og vera bar fyrir riddaraliðsforingja og hann gekk mjög hæversklega við hlið hins roskna aðals- manns. Þegar Sheila sá hann þaut hún upp úr sæti sínu og hljóp til hans og sagði, áður en lávarð- urinn gat kynt þau, “þér eruð Sjamus! Eg þekti yður þar sem þér stóðuð hinu megin í salnum. Eg þekti yður strax. Þekkið þér mig ekki?” “Hvað sé eg!” hrópaði ungi maðurinn, “er þetta í raun og veru Sheila Danvers?” “Já, það er eg, og eg er bezta vinkona Dormu. Okkur þótti svo sárt að þurfa að skilja, og þér vitið víst hverju Dorma hefir lofað þegar alt þetta uppistand er hjá liðið.” Hún leit afsak- andi á lávarðinn. “Pétur frændi hefir heitið mér því, að eg skuli fá að fara til Irlands, og heimsækja Dormu, og hún hefir sagt mér að þá ætlið þér að kenna mér að róa, ríða út, keyra og annað það, sem stúlkurnar í sveitinni skemta sér við.” “Þetta er einkennilegur unglingur,” hugs- aði lávarðurinn með sér; en hann mundi eftir skyldum sínum og settist niður og hlustaði á samræðurnar. Eftir fyrstu furðuna, þótti Sjamus gaman af að tala við Sheilu, og ekki leið á löngu að þau voru komin í djúpar samræður um “Eyjuna grænu”. Delcarnie sat og hallaði sér aftur á bak í stólnum og um varir hans lék glaðlegt kald- hæðnisbros. Það leit út fyrir að hinn ungi Doyle hefði heilmikið af ólofuðum dönsum, eða svo lét hann að minsta kosti. Dansseðill Sheilu var, eins og vonlegt var, næstum auður. Ekki leið á löngu þangað til samræðurnar urðu eins og á milli gamalla kunningja. Sheila var alveg himin lifandi af gleði. “En hvað þér eruð líkur Dormu,” sagði hún. “Þér eruð bara hærri en hún.” “Og hvað þér dansið vel,” sagði hann. O’Doyle var næstum því ávalt hjá Sheilu um kvöldið. Hún kynti hann fyrir fósturfor- eldrum sínum með þessum orðum: “Þetta er Sjamus, bróðir Dormu O’Doyle, æ, er það ekki alveg himneskt að við skyldum finnast hérna?” Um kvöldið kynti hertogafrúin Sheilu fyr- ir mörgum mönnum, sem hún varð að dansa við; það voru alt laglegir menn, í góðum stöð- um og af góðum ættum, og hertogafrúin hvísl- aði að Pétri, eg ábyrgist hvern einasta þeirra, eg vildi ekki fyrir nokkurn mun kynna litlu stúlkuna okkar manni, sem er illa innrættur. En Sheila dansaði ekki við aðra nema þegar hún gat ekki dansað við Sjamus O’Doyle. Hann kom því svo fyrir að hún yrði sessu- nautur hans við borðið, og dansaði við hana alla aukadansana, í stuttu máli, honum fanst að hann kæmi fram við Sheilu eins og bróðir beztu vinkonu hennar ætti að gerá, þótt hertogafrúnni fyndist að hann væri í framkomu sinni líkari elskhuga. Hið sama fanst Pétri Ballar. “Það lítur út fyrir, að við ætlum strax að missa Sheilu okk- iar, ”sagði hann við konu sína. “En hvað hún er falleg. Hin látlausa, barnslega og einlægnislega framkoma hennar hrífur alla; O’Doyle höfuðs- maður er hrifinn af henni. Eg verð víst að rann- saka hverskonar maður það er.” Þegar morgnaði lauk dansleiknum. Ballars hjónin buðu O’Doyle að borða miðdegisverð hjá sér næsta dag og hlakkaði hann til þess. Honum var það ekki alveg ljóst hvert hann væri ást- fanginn í þessari yndislegu stúlku eða ekki; en hann var viss um, að aldrei á æfi sinni hefði hann fyrirhitt svona saklausa, hreinskilna og yndislega stúlku og Sheilu. Eitthvað fjórtán dögum síðar kom Ballar inn í stofuna þar sem Sheila sat önnum kafin að skrifa bréf. Það var ekki laust við að hæsta- réttarlögmaðurinn væri ekki þreyttur, því að þau hjónin urðu iað taka þátt í smakvæmislífinu vegna Sheilu. Sheila var uppi nætur sem daga; hertogafrúin hafði kynt hana flestu fína fólkinu og á daginn tók hún þátt í útreiðum, snæddi morgunverð hér og þar, miðdegisveizlur voru daglegt brauð og svo dansleikir á kvöldin. Alt þetta gat ruglað höfuðið á ungri stúlku, og Sheila játaði að hún skemti sér ágætlega. Oft bar það við að hún hitti O’Doyle í einhverj- um mannfagnaðinum, en stundum, henni til mestu undrunar, sá hún hann ekki dögum sam- an. En þennan dag höfðu þau mælt sér mót að ríða út saman í trjágarðinum. Hún ætlaði að flýta sér að ljúka bréfinu, hlaupa svo upp á loft og láta frönsku herbergisþernuna, því að vesal- ings Nanny var ekki hæf lengur.— hjálpa sér til að komast í reiðfötin. “Mig langar til að þú komir með mér, Sheila,” sagði Ballar. Á andlit hennar kom mikill vonbrigða svipur. “En elsku pabbi, Sjamus kemur hingað til að sækja mig til að ríða út með sér. Hann kem- ur hingað eftir tíu mínútur.” “Þá verður þú að biðja hann að hafa þig afsakaða, barnið mitt. Nú liggur þýðingarmeira mál fyrir dyrum. Skrifaðu honum línu, þjónn- inn getur fengið honum bréfið, og komdu svo strax með mér. Settu upp einhvern fallegasta hattinn þinn, en samt ekki alt of skrautlegan. Hvíti* kjóllinn, sem þú ert í, er snotur, svo að þú þarft ekki að búa þig neitt betur. Settu á þig hattinn, glófana og taktu sólhlífina og komdu svo strax og flýttu þér.” Tárin komu fram í augu Sheilu, en hún þekti Pótur Ballar of vel til þess að koma með nokkrar mótbárur, er gætu snúið huga hans þegar hann talaði í þessum tón. Hann hafði lokaðan lítinn rafmagnsvagn, hjálpaði henni inn í hann og settist svo við hlið hennar. “Hvert erum við að fara, Pétur frændi?” “Það færð þú að vita innan stundar, barnið gott.” Lögmaðurinn hafði gefið ökumanni fyrir- skipanir sínar, og eftir stundarfjórðung, því að þau þurftu að fara hægt vegna hinnar miklu umferðar, staðnæmdust þau fyrir utan stórt hótel í Strand-götunni. Þetta var eitt af skrautlegustu gistihöll- um London. Sheila fylgdi fóstra sínum eftir og furðaði sig alt af meira og meira á ferðalaginu. Hún gat ekki skilið hvað þau væiy að fara. Þau fór með lyftunni upp á aðra hæð. Þjónninn, sem fylgdi þeim gekk á undan þeim eftir löng- um gangi. Veggirnir voru klæddir með hvítum marmara, á gólfinu var þykk ábreiða. Hann stansaði við hurð eina, barði að dyrum og gekk inn. “Biallar hæstaréttarlögmaður og ungfrú Sheila Danvers,” sagði hann. Ballar tók hendi Sheilu þegar þau gengu inn, og stóðu þau nú gagnvart manni, sem hafði vprið hár og grannur, en var nú lotinn orðinn af byrði áranna; andlit hans var hrukkótt og hárið snjóhvítt, en hvössu dökku augun hans voru með fullu fjöri og skeggið hans hvítt og í bylgj- um niður á brjóstið. “Kæra Sheila,” sagði Ballar, “þetta er hinn heiðraði vinur minn, Mr. Karl Kruger, sem eg hefi nú þá ánægju að kynna þig fyrir. Hann var einnig kær vinur föður þíns og móður, og eg óska þess, kæra barn, að þú sýnir þessum góða manni þakklæti þitt, fyrir hina dyggu þjón- ustu í þína þágu. Hann er nú kominn alla þessa löngu leið frá Bloemfontein, eingöngu til að sjá þig. Hugsaðu um það, Sheila! Jæja, hvern ig getur þú sýnt honum þakklæti þitt? Eg get fullvissað þig um að góðsemi hans og trúmenska við þig á ekki sinn líka.” “Má eg ekki kyssa yður, Mr. Kruger og sýna yður þannig þakklæti mitt?” sagði Sheila, og áður en maðurinn, sem var alveg forviða, gat svarað hljóp hún til hans, vafði handleggj- unum um háls hans og þrýsti rauðu vörunum á hinn hrukkótta vanga hans. “Þakka, þakka þér fyrir, yndislega barn,” sagði Karl Kruger. “Drottinn verndi þig og blessi, litla stúlkan mín. Þú skammast þín ekki fyrir gamlan mann eins og mig.” “Því ætti eg að skammast mín fyrir yður?” sagði Sheila. “Mér þykir svo fjarska vænt um að sjá yður.” “Þú hefir gengið rakleitt inn í hjarta mitt,” sagði gamli maðurinn. “En hvað þú ert lík henni móður þinni, sem því miður fór frá okkur svoraa fljótt. Jæja, fáðu þér nú sæti, ungfrú Sheila. Mr. Ballar hefir sagt mér að innganga þín í félagslífið í þessari borg hafi farið alveg eins og eg bjóst við; að þú sért þar eins og fiskur í vatni og í og með alstaðar. Það eru ekki ein- göngu óskir mínar, sem þú lætur þar rætast, heldur föður þíns sáluga. Hann var hinn bezti maður og göfugasti, sem lifað hefir á þessari jörð. Eg er nú orðirin gamall maður, ungfru Sheila, kanske ekki eins gamall og útlitið bend- ir til, en eg gat enga ró fundið fyr, en eg hafði fært þér þessa dýrgripi, sem tilheyra þér með réttu, kæra barn.” Er gamli maðurinn mælti þannig, gekk hann að járnskáp, sem var múraður inn i vegginn, og tók út úr honum leðurskrín mikið. ♦ Hann opnaði það og komu þá í ljós fjöldi dem- anta af hreinustu tegund, sem glitruðu og ljóm- uðu á móti þeim.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.