Heimskringla - 18.09.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.09.1946, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. SEPT. 1946 Munaðar- leysinginn “Já, þér er óhætt að dáðst að þeim, ungfrú Sheila,” sagði Kruger gamli. “I>egar demants- námurnar í Kimberley voru fyrst opnaðar, voru þessir demantar valdir úr handa móður þinni. í»etta erú þeir beztu steinar, sem nokkru sinni hafa fundist. Nú væru þeir ókaupandi fyrir hvaða fé, sem í boði væri. Þeir hafa heyrt móð- ur þinni til og nú eru þeir þín eign. En bíddu nú við. Eg skal sýna þér fleiri.” Hann lyfti öskjunni með gimsteinunum og undir henni var önnur full af rúbínum, sumir þeirra voru rauðir sem blóð, og skinu með rós- rauðum bjarma; undir þessari skúffu var sú þriðja með ópölum, löng röð af þessum töfra- fögru eðalsteirium, og svo kom fjórða askjan með smarögðum. “Þessa smaragða fékk móðir yðar þegar þú fæddist, ungfrú Sheila,” sagði lögmaðurinn. “Hún hafði lengi óskað sér að eiga þá, því að hún sagði, að slíka steina ætti írsk kona að bera. Og nú átt þú þetta alt saman. En gættu þeirra vel kæna barn. Hlutverki mínu er nú lokið. Það er samkvæmt fyrirmælum föður þíns að eg afhendi þér dýrgripina, og það er von mín að þú njótir þeirra og verðir hamingjusöm; það var bæn hans, von hans, og trú. Æ, aldrei finst hans jafningi. Og nú, barnið gott, verð eg að fara. Farðu nú heim með hana Ballar, og komdu svo aftur, því að margt verðum við að ræða, því að strax verð eg að fara heim til Afríku.” 10. Kapítuli. Er Sheila var nú svona hamingjusöm án þess, eins og hún sagði, að hafa eina einustu áhyggju eða sorg í þessum heimi, þá var alt öðru máli að gegna hvað Margrétu Ballar snerti. Satt er það, að maðurinn hennar ásakaði hana aldrei fyrir það, sem hún hafði gert, hvorki með orðum né athöfnum minti hann hana á þau atriði, sem höfðu varpað skuggum yfir líf þeirra. En ástúð sú og hin sífelda blíða, sem maður hennar hafði auðsýnt henni, virtist, að svo miklu leyti, sem hún gat séð, vera horfin úr huga hans. Pétur var vingjarnlegur við hana, sýndi henni alla þá nærgætni, sem hugsast gat, en hann þrýsti aldrei framar hendi hennar eða horfði inn í augu hennar með ástúðarinnileika þeim, sem hún hafði áður séð. Hin óhamingjusama kona áleit nú að alt þetta tilheyrði nú Sheilu. Auk þess tók Margrét eftir því, að hann treysti henni ekki framar. Það var hann sem borgaði bækurnar sem viku- lega voru sendar frá bókabúðunum. Hann sá líka um að borga reikningana frá fatabúðunum, bæði fyrir Sheilu og Margrétu, og hann galt auðvitað sjálfur leiguna af húsinu. Hann ákvað hvað Sheila skyldi gera og hvert Margrét skyldi fylgjast með henni. Margrét var ekkert nema fylgdarkona Sheilu og það hlutverk hefði hún unnið með gleði hefði alt *verið eins og áður. En nú hvíldi þetta á henni eins og byrði. Hugs- unarlaust framkvæmdi hún hlutverk þau, sem henni vori* fengin, og jafnvel ástúðleg orð og atlot Sheilu hafði nú lítil áhr^ á skap hennar, sem áður hafði verið svo gott og ástúðlegt. Því var svo varið, að auk þess að hafa mist ást manns síns, sem hafði verið sólskin tilveru hennar, saknaði hún Ralphs ósegjanlega mikið. Það gerði ekkert til að hann var eins og hann var. Hann var sonur hennar, eina barnið henn- ar, og hann var, að heiman — langt, langt í burtu. Oft og mörgum sinnum þegar hún kom heirri úr fínu samkvæmunum rétt undir morg- uninn lagði hún höfuðið á koddann í fína húsinu sínu, sem var leigt sakir Sheilu, og grét sárara en hún hafði nokkurur sinni grátið á æfi sinni. Loks kom bréf frá Ralph. Það var kulda- legt og illúðlegt án nokkurs þakklætisvottar fyrir það sem móður hans hafði gert fyrir hann. * “Það er í raun og veru satt”, skrifaði hann, “að eg hefi fengið stöðu hjá Vandermores, en ekki hugsa eg að eg verð þar lengi. Hann var mjög kurteis eftir 'að hann hafði lesið bréf stjúpföður míns, og veitti mér vinnu undir umsjón eins fulltrúans síns; en eg get ekki felt mig við staðinn né fólkið. Eigi ag segja sannleikann, mamma, þá finst mér það hart að vera dæmdur þannig, í útlegð, og hefðir þú sagt mér sannleik- ann um Sheilu, á meðan tími var til, þá hefði eg farið alt öðruvísi að. En eins og nú er komið þá veit eg ekki hvað eg á að gera. Eg bið hamingj- una að hjálpa mér.” Margrét tók á móti þessu bré^j daginn, sem Sheila var kynt fyrir drotningunni, og Margrét las bréfið og braut það saman án þess að segja orð, þótt Sheila horfði á hana með fallegu, gráu augunum sínum. Sheila vissi vel að Margrét hafði fengið bréf frá Ralph; hún þekti rithönd hans og einnig sá hýn á póstmerkinu að bréfið var frá Melbourne. Henni var ekki auðvelt að skilja í þessu; en af því að svo margt kom fyrir hana sjálfa á þessum tímum veittist henni létt að gleyma Ralph og þeim leyndardómi, sem hjúpaði hann. Sama daginn, sem Pétur fór með Sheilu til að finna Mri. Kruger, og rétt eftir að þau voru farin að heiman, fékk Margrét annað bréf frá syni sínum. Henni þótti vænt um að geta lesið það ein í ró og næði. Gekk hún því inn í hið fagra herbergi, sem henni var ætlað, reif upp bréfið og tók að lesa hina ólæsilegu skrift son- ar síns. En það sem hún las fylti hana slíkri skelf- ingu að hún stirðnaði upp. Ralph Dale ritaði móður sinni eins og hann var vonur án þess að hugsa um aðra en sjálfan sig. Bréfið var^á þessa leið: Elsku góða, bezta mamma mín! Þú hefir altaf verið svo góð og ástúðleg yið mig, elsku mamma, svo eg er nú líka viss um að þú munir hjálpa mér úr þeim ógöng- um, sem eg er nú kominn í. Eg get ekki ásak- að þig um neitt nema það, að þú lézt mig ekki vita um auð Sheilu. Hefði eg vitað það, hefði eg verið alt öðruvísi gagnvart henni en eg var, og eg hefði áreiðanlega getað náð í hana, það er eg viss um. Ef þú gætir komið því svo fyrir, mamma, að eg gæti fengið að koma heim, gæti hinn óhamingjusami sonur þinn ennþá orðið hamingjusamur. Ekki get eg sagt þér hvernig þú ættir að fara að þessu; en það getur þú sjálfsagt sjálf sagt þér. Og þá mun eg leita hamingjunnar, svo framarlega sem eg heiti Ralph Dale. En nú sný eg mér að efninu. Eg er ennþá hjá þessum sömu náungum og þræla þar fyrir þrjú pund um vikuna. Þú veizt að eg hefi verið vanur að lifa vel og get því ekki komist af með þetta. En lengi getur þetta ekki stað- ið. Um borð í gufuskipinu, sem eg fluttist á hingað, hitti eg ágætis náunga; við skemtum okkur við að leika billiards, auðvitað spiluð- um við ekki neitt fjárhættuspil. Hann heitir Fred Austen, og eg sagði honum frá Sheilu og öllum hennar peningum, og álítur hann að hann geti hjálpað mér til að ná í hana. En til allrar óhamingju skulda eg honum á fjórða hundrað punda, og eins og þú veizt mamma, þá verður maður að borga skuldir, sem dreng- skapur manns byggist á. Austen er ágætis drengur, og hann rukkar mig ekki; en eg skulda honum og einum tveimur öðrum, sem hann hefir komið mér í kunningskap við, hér um bil þúsund pund, og verður það bráðlega að gjaldast. Og því er það, mamma mín góð, engin önnur leið, en að þú eða Sheila sendið mér þessa peninga, því ef húsbændur mínir kom- ast að þessu þá sparka þeir mér úr þjónustu sinni á auga lifandi bili, og þá getur þú kvatt drenginn þinn fyrir fult og alt. En segðu ekki orð um þetta við hinn and- styggilega stjúpa minn — en hvað eg hata Það kvikindi — en sjáðu til þess að koma þessu eins fimlega fyrir og síðast. Ef Sheila er eins auðug og þú segir að hún sé, þá getur hún líklega lánað þér þúsund pund, eða nokkra af gimsteinunum hennar — ef þú nærð ekki í perlurnar. Þú um það hvemig þú kemur þessu í kring, því auðvitað kemur þýP þessu einhvernveginn í kring og mundu eftir að eg vonast eftir, og helzt með næstu póstferð að fá þessi 1000 pund. Þinn elskandi sonur, Ralph Dale Mrs. Bállar las bréf þetta aftur og aftur og sat svo og huldi andlitið í höndum sér niður- sokkin í hugsianir sínar. Hér sat hún þakin auð- æfum og munaði, þar sem drengurinn hennar, eina bamið hennar, stóð á barmi glötunarinnar. Hann hafði því miður erft munaðar og eyðslu- semi föður síns, ekki gat hann gert að því. Svo sat hún og hugsaði þangað til vangar hennar voru blóðrjóðir, og hin ljósbláu augu hennar urðu dökk og ljós á mis. Þrátt fyrir auðæfi, sem hún bjó við, átti hún ekki grænan eyri, sem hún gat sent sínum auma syni. Þessari vesalings móður fanst til- veran dökk og örðug og hún byrgði andlitið í höndum sér og grét sáran. Skyndilega heyrði hún létt fótatak í ganginum, og svo glaðlegan hlátur og ung stúlka kom til hennar inn í her- bergið — unga stúlkan, sem Ralph hafði nefnt í bréfinu. Sheila var glöð og í hrifningu, en þegar hún sá Mrs. Ballar lagði hún strax frá sér gimsteina skrínið, gekk til hennar og kraup niður við hlið hennar. “Margrét frænka!” hrópaði hún, “þú hefir verið að gráta. Hvað gengur að? Hefir Sjamus komið? Æ yfir hverju grætur þú svona?” “Sheila, þú hugsar bara um sjálfa þig,” sagði Margrét, og í fyrsta skiftið hugsaði hún með beiskju og hörku til ungu stúlkunnar. “Ef þú vilt vita yfir hverju eg er að gráta, þá er það út af honum syni mínum, en þú mátt ekki segja honum frænda þínum frá því.” “Ef þú vilt það ekki, þá skal eg ekki gera það,” sagði Sheila, “en, æ, Margrét frænka, hvers vegna hvílir þessi leyndardómur yfir Ralph? Mér hefir aldrei þótt neitt vænt um hann, frænka; en hann er nú alt um það sonur þinn, og ef þú ert sorgmædd yfir því, að hann er í burtu, því getur hann þá ekki komið heim til þín?” “Ef eg er sorgmædd yfir burtuveru hans! Þú talar eins og barn, sem þú líka ert. Er hann kanske ekki eina barnið mitt?” Sheila hugsaði sig um augnablik. Skyldi Sjamus falla við Ralph. Mundi fólkinu, sem hún umgekst falla við hinn ruddalega, unga mann? Engu að síður var hann sonur hennar Möggu frænku, og Magga frænka var sorg- mædd. Hún lagði handlegginn í kring um háls frænku sinnar og Vanga sinn að vanga hennar. “Fyrst þér líður svona illa út af Ralph, get eg þá ekki talað við Pétur frænda og beðið hann um að láta Ralph koma heim?” “Það skalt þú ekki dirfast að gera,” sagði Margrét og augu hennar leiftruðu. “Þú mátt ekki náfna hann á nafn. Þú komst og sást mig grátandi, og eg gat ekki annað en trúað þér fyrir hversvegna eg er svona sorgmædd. — Gleymdu honum ekki, Sheila. Þið voruð altat eins og systkini; en umfram alt þá nefndu hann aldrei á nafn við hann frænda þinn.” Sheila hafði steingleymt hinu stóra giífi- steinaskríni vegna tára fóstru sinnar. Hún hafði líka gleymt Mr. Kruger. “Eg skal aldrei nefna Ralþh, frænka mín, fyrst þú vilt ekki að eg geri það,” sagði hún; “en eg kenni svo í brjósti um þig, og eg man fyrir löngu síðan var hann góður drengur við mig og gaf mér hvitan héra og þessvegna kenni eg svo í brjósti um hann, ef honum líður illa. En nú verð eg víst að flýta mér og hafa fata- skifti, því að hertogafrúin hefir boðið mér að borða hjá sér hádegisverð í dag, eftir það eigum við að fara og hlusta á music og svo heim til að drekka te. Hún sagði að eg yrði að búa mig vandlega vegna þess að þarna yrði margt fólk, og þessvegna ætla eg að biðja Fanohette að setja upp hárið mitt. Æ, hvað eg vildi óska að hann O’Doyle yrði þar. Vertu sæl, elsku frænka mín. Reyndu nú að hressa þig upp. Eg kem áreiðanlega heim til miðdegisverðar.” Sheila þaut út úr herberginu án þess að muna eftir gimsteina skríninu, sem hún hafði lagt á borðið. Mrs. Ballar var aftur í klóm örvæntingar- innar. Nokkru síðar heyrði hún Sheilu fara syngjandi niður tröppumar, og strax á eftir heyrðu hún vagninn aka með hana af stað. Hún var alveg að verða brjáluð. Hjarta hennar barð- ist eins og það ætlaði að sprengja brjóstið. Hugs- unin um hina hættulegu aðstæður sonar hennar og mismuninn á kjörum hans og Sheilu gerði hana næstum æðisgengna. Hún var á þessu augnabliki alein í húsinu ásamt þjónustu fólk- inu. Það mundu líða margir klukkutímar þang- að til maður hennar kæmi heim, svo að hún hafði nægan tíma til að skrifa vesalingnum honum syni sínum. Hún átti enga peninga til að senda honum. Maðurinn hennar borgaði alla reikningana. Og þessa fáu skrautgripi,.sem hún átti eftir þorði hún ekki að láta af hendi, því hún vissi að þá mundi Pétur veita því eftirtekt. Hún gekk fram og aftur í herberginu og neri saman hönd- unum af örvæntingu^ ^egar hún kom auga á gamaldags útlítandi leðurskrín, sem lá á borð- inu. Hún hafði aldrei séð þetta fyrri. Hvað skyldi vera í því? Haldin einkennilegri geðs- hræringu sem hún gat ekki gert sér grein fyrir, læsti hún að sér herberginu, dró svo stól að borðinu, opnaði skrínið með litla lyklinum, sem stóð í skrá þess og sá, sér til mestu furðu, hið fagra, nýja gimsteina safn hennar Sheilu. Hvað var þetta? Hvernig höfðu þeir komist hingað? Sheila hafði verið öll í uppnámi, en hún hafði ekki nefnt þetta á nafn. • Mrs. Ballar dró andann þungt er hún horfði á gimsteinana. Skrínið var gamalt og innrétting þess gamaldags; en hvað steinarnir voru stórir, hvað þeir ljómuðu, hin dásamlega töfrafögru litbrigði þeirra létu hana standa á öndinni. Hún lyfti þeim með gætni frá beð! þeirra, gerðum úr rauðu flosi, og sá, að þarna var heil samstæða, höfuðdjásn, dásamlega fagurt hálsmen og tvö armbönd. Hún ætlaði að leggja dýrgripina á sinn stað, þeir voru sjálfsagt sendir S’heilu frá ein- hverjum gimsteina sala, svo að hún gæit valið úr þeim. Nei, umgerð þeirra var of fprn til þess og skrínið sjálft var gamalt. Hún hrópaði upp yfir sig af undrun þegar hún sá glitrandi rúbínana, undir þeim .lágu ópalarnir, þessir fögru\Steinar, sem einkun eiga að vera bornir af þeim, sem fæddir eru í október. Því næst komu smaragðarnir, sama skraut, sama stærð, gagnsæir eins og grænt band og settir í gamal- dags umgerð, og undir öllum demöntunum fann hún kapselmynd í ramma alsettum demöntum. Myndin gat vel verið af Sheilu sjálfri; en hún var af móður hennar. Þama voru sömu gráu, brosandi augun, sömu spékoppamir, munnur inn í*lögun sem bogi ástaguðsins; en hárið var ekki gulljarpt eins og á Sheilu, heldur svart eins og dimmasta nótt. Undir mynd þessari lá bréfmiði gulnaður af elli. Á hann var ritaður listi yfir alla dem- antana og gimsteinana í skríninu, án efa hafði faðir Sheilu ritað þetta. Konan, sem á þessari stund var viti sínu fjær, vissi tæplega hvað hún var að gera. Hún lét alla gimsteinana niður einn eftir annah eins og þeir höfðu verið, síðast lét hún myndina á sinn stað. Þegar hún kom að demöntunum náði freistingin tökum á henni. Sheilu dugði sjálfsagt eitt armband, og hitt mundi frelsa drenginn hennar! Hún kunni lítt að meta dýrmæta steina; en aldrei hafði hún séð fegurri demanta en þessa. Hún-tók þá upp og lagði þá aftur niður. Átti hún að velja höfuð- djásnið, sem var alt of þungt og óþægilegt fyrir ungling, eða átti hún að taka annað armband- ið?” Hún las bréf Ralphs á ný. Það réði úrslit- unum. Hvernig sem alt færi skyldi hann ekki faria í hundana. Væri ekki hægt að leyna hvarfi armbandsins, þá gat hún alt af sagt Sheilu, að hún hefði tekið það og hvers vegna, og Sheila mundi fyrirgefa henni. Hún tók því annað armbandið og lagði það í litlar öskjur, sem stóðu á skrifborðinu hennar, lokaði hinu ferlega gimsteina skríni og bar það upp í herbergi Sheilu, lykilinn lagði hún í lítinn silfurkassa, sem stóð á borðinu, síðan klæddi hún sig í gömul og fátækleg föt, fór í gamla og dökka kápu, hljóp niður stigann og inn í setu- stofuna sína og stakk armbandinu í vasa sinn. Þjónustufólk er venjulega tortryggið og veit alt um fyrirtæki húsbænda sinna. Fan- chette hafði líka séð húsmóður sína bera skrínið inn í herbergi Sheilu. Og þegar frúin var að fara út kom britinn til hennar og sagði að morg- unverðurinn væri tilbúinn. Morgunverður! — Þegar svona stóð á fyrir henni? Hún skipaði svo fyrir að hann skyldi geymast heitur og bíða í hálfan tíma, síðan fór hún út. 1 þetta skiftið var hún svo skynsöm að hún fór ekki til hinna stóru og fínu gimsteinabúða eins og Patridge og Martin í Bond stræti, en hélt til Sloan strætis. Hún vissi um búð í þeirri götu, sem verzl- aði með allskyns gamla muni. Hún gekk þar inn og dró skyndilega upp armbandið og sýndi það lotnum, gömlum manni, sem þar var. Hann hafði króknef og hornspanga gleraugu. Hann starði fyrst á hana og síðan á armbandið, sem glitraði og tindraði. • /“Hvað viljið þér að eg geri við þetta, frú?” spurði hann. “Eg ætla að selja það, eg ætla að selja það undir eins — fyrir það, seiri eg get fengið fyrir það, en eg verð að fá þúsund pund að minsta kosti.” Maðurinn, sem var Gyðingur og hét Mor- decai, var ekki lengi að átta sig á því að dem- antarnir, sem konan sýndi honum, voru mörg- um sinnum þess virði. Þarna, gafst honum tæki- færi tíl að græða stórfé, og framkoma hans varð á svipstundu, skríðandi auðmjúk og þægileg. “Væri eg í yðar sporum, frú mín, mundi eg láta búa til eftirstælingu af steinunum, og setja þá inn í umgerðina í stað demantanna. Demant- ar þessir eru ósviknir steinar; en nú eru harðir tímar. Eg get séð að steinar þessir koma frá Suður-Afríku. Eg get, náðuga frú, sett eftir- stælingu þeirra inn í armbandið, Sem er svo lík að það þekkist ekki ,og þegar því er lokið skal eg gefa yður þúsund pund fyrir demant- aná.” “Nei, eg verð að fá peningana strax í dag,” svaraði Mrs. Ballar, “undir eins, mér ríður mjög á að fá þá með mér.” Gyðingurinn horfði á hana rannsóknaraug- um. Andlit hans, sem hafði verið eitt bros, varð nú skuggalegt og rannsakandi. “Fyrst yður liggur svona óskaplega á pen- ingunum get eg ekki goldið yður nema níu hundruð pund fyrir steinana,” sagði hann. — “Eftirstælingin kostar hundrað pund, séu þser góðar, frú, þá eru þær dýrar.” Mrs. Ballar hugsaði sig um augnablik. Nú mátti engan tíma missa. Hún þurfti, hún mátti til að fá peningana. Drengurinri hennrir þurfti þeirra með. “Gott! Gott!” sagði hún. “Hvenær geta fölsku steinarnir verið komnir í armbandið?” “Það getur alt verið tilbúið á morgun, frú mín góð. Ef þér viljið vera svo góðar og segja mér hvar þér eigið heima, þá skal eg senda yður armbandið á morgun, og enginn lifandi maður getur séð mismuninn,” sagði Gyðingurinn. “Nei, eg get hvorki sagt yður heimilisfang mitt né nafn,” sagði Mrs. Ballar. “Enginn í fjölskyldu minni má vita, að eg sel þesSa steina. Eg kem hingað á morgun á sama tíma og nú og sæki armbandið.” “Fyrst svo er get eg ekki borgað yður meira en átta hundruð pund, frú.” “En hversvegna?” “Frú,” svaraði gamli Gyðingurinn, “þér komið hér og viljið selja mér dýrmætgn skraut- grip, og viljið hvorki gefa mér nafn yðar né heimilisfang. Eg skal borga yður 800 pund, annars kaupi eg það ekki, hvernig get eg vitað nema þér hafið stolið þessum demöntum.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.