Heimskringla - 18.09.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.09.1946, Blaðsíða 1
We recommend fot your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winmpeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ¦+ iimta* We recommend tor your orpproval our "BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ...¦¦-,.. --- ¦¦ ¦¦ ¦ ¦¦ LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. SEPT. 1946 NÚMER 51. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Flugferðir til Islands Fregn hefir borist frá Thule Ship Agency, Inc, í New York, að Iceland Airways Ltd., búist við að geta hafið flugferðir frá New York til Reykjavíkur. Búist er við, að hin fyrsta af flugferðunum verði um þann 20. september, þótt það sé ekki al- veg ákveðið. Félag þetta skýrir frá því, að fargjald verði $300,00, eða ef til vill eitthvað hærra. Allir f ar- miðar sem keyptir eru hér, koma undir innlendan tekjuskatt, 15%. Ef nauðsynlegt þykir, seg- ir félagið, mun hægt að borga farið í íslenzkum krónum, og verður iað koma því í kring á Is- landi. Eins og allir vita, segir félagið, er farþegarúm með skipum ná- lega ófáanlegt, þar sem að með- altali aðeins eitt skip fer á milli á mánuði, og þar sem það eru vöruflutningaskip, er aðeins rúm fyrir 6—8 farþega í hverri ferð. Sökum þess ráðleggur félagið, að fólk það, er heim þarf að komast til íslands, ferðist með flugskip- unum. Kveðst félagið auglýsa þetta, til þess að geta ákveðið fyrir- iram hversu mörgum væntanleg- um farþegum þyrfti að sjá fyrir farrými, og eru. því hlutaðeig- endur beðnir að láta félagið vita sem fyrst fyrirætlanir sínar. Utanáskrift þess er: Thule Ship Agency Inc, 11 Broadway, New York 4, New York. Canada Sparisjóðsbréf, — (Savings Bonds) fyrir almenning í Can- ada verða til kaups 15. október næstkomandi, er það samkvæmt kröfum fjöldans, eftir því sem stjórnendum Canada bankans í Ottawa segist frá. Var frá þessu skýrt á fundi Ontario Chapter of the Canadian Industrial Editors Association". Á fundinum var skýrt frá, að bankarannsókn sýndi það, að 82 pr. cent alls þess fólks, er "War Bonds" hefði keypt óskaði eftir að ,kaupa sparisjóðsbréf á frið- artímum. Upphæð bréfanna verður: $50, $500 og $1,000. Áhrif Canada viðurkend á akury rkj uf ramleiðslu- málafundi Á ráðstefnu sameinuðu þjóð- anna um akuryrkjuframleiðslu og fæðubirgðamál, var lokið rétt fyrir síðustu helgi, og kom þar greinilega fram hve mikinn þátt Canada hefir átt í þeirri fram- leiðslu. Sérfræðingar í skóggræðslu og fiskiframleiðslu, verzlunar- og viðskiftamálum, þjóðmegunar- fræði, og yfir ihöfuð á öllum framfarasviðum nútímans, mættu þar sem canadisk full- trúanefnd. Verður hún einnig fyrir hönd Canada meðal þeirra nefnda, er áætlað er 'að haldi ráðstefnu í Washington 1. nóv. næstkom- 'andi, og er enginn vafi talinn á því ,að nefnd Canada verði þar mikils um megnug. Á fundi þeim, er nýlega er af- staðinn, þótti einna mest koma til ræðu Hon. J. G. Gardiner, akuryrkjumála-ráðherra. Gerði hann þá tillögu, að riefndin í heild semdi áætlanir og ráðleggingar um hvernig bæta mætti úr vöru og fæðubirgða- skorti heimsins, og legði þær fram fyrir framkvæmdanefnd F.A.O.-stjórnarinnar, svo flýtt yrði fyrir að þær kæmust í fram- kvæmd. Sem eitt af þeim löndum heimsins, er framleiðir stærsta hluta þess vistaforða, er nú held ur hinum nauðlíðandi þjóðum við, þá er líklegt að Canada verði notuð fyrir forðabúr allskonar korntegunda, er allsherjar fæðu- birgða-nefndin sæi um að útbýtt væri réttilega á slíkum neyðar- tímum sem þessum. Stórkostlegt f lugslys Eitthvert mesta og hörmuleg- asta flugslys er komið hefir fyrir í Canada, vildi til síðastl. sunnu- dag, er R.C.A.F. Dakota-flugvél barst á í Estevan, Sask., og þeir menn, 21 að tölu er um borð voru, létu allir lífið. Við rannsókn á flugvélar-flak- inu kom það í ljós, að sézt hafði yfir að losa lás frá hæðarstýri vélarinnar áður en flugferðin hófst. Aðalstöðvar flughersins í Ot- tawa skýrðu frá því síðastliðinn mánudag, að þar sem svo hefði viljað til að öll áhöfn fiugvélar- innar hefði farist, væri mjög hæpið að nokkur skýring fengist nokkurntíma á þessari sorglegu yfirsjón. Fullkomin rannsókn á ferð þessarar flugvélar er þegar haf- in. Flugvélin með hinni tuttugu og eins manns áhöfn, er öll til- heyrði R.C.A.F., sást nálgast flugvöllinn eðlilega, reiðubúin til lendingar. Af einhverjum á- stæðum ákvað flugstjórinn að lenda ekki við fyrstu atlögu, en jók hraða vélarinnar að nýju, til þess að fara aðra hringferð. Meðan því fór fram, misti hann auðsýnilega alla stjórn á vélinni. Byrnes og Molotov Talið er af mörgum, er náin kynni hafa haft af friðarráð- stefnunni, að ríkisritari James F. Byrnes og utanríkismálaráð- herra V. M. Molotov, séu litlir vinir. Báðir eru þeir, eins og kunn- ugt er leiðtogar — Byrnes leið- togi Vesturveldanna, og Molotov fyrir Sovét-stórveldið, og kunn- ugt er það, að oft hefir þeim lent grimmilega saman opinberlega. Er sagt, að á þessum 7 vikna tíma, er friðarráðstefnan í París hefir staðið yfir, hafi þeir aldrei talað saman prívatlega, og með því reynt að jafna sakir sín á milli. Skoðanir Byrnes og alt viðhorf viðvíkjandi Rússum, varð jafn- vel ennþá óákveðnara við áhrif þau, er ræða Henry A. Wallace, viðskiftamálaritara, er hann hélt í New York, hafði. Bandaríkin Bandaríkjunum álásað fyrinað vilja auka ríki sitt og vald, og Canada sömuleiðis. Ata Bel Skaya, rússneskur gagnrýnari mintist á heimsókn Field Mar- shall Viscount Montgomery til Canada, og rannsóknarferð Bandaríkja - sjóliðsforingjanna til Norðurheimskautsins, í út- varpserindi frá Moskva nýlega; kvað hann þessa nýjustu við- burði sýna, að Bandaríkjunum, d^a vissum flokkum þar, léki K alniaí öndin Volduga víðlenda strönd! Ó, hvað er yndislegt hjá þér, enginn vill hreyfa sig frá þér. Dúnmjúk og hlý er þín hönd. Fögur, með fjallkrýndar brár. Fossarnir freyða af brúnum, fjölgresið iðar á túnum. Skarpleg, með skógargrænt hár. Geðprúð, og góðleg á svip. Aldrei þú blótar í byljum, blíðmál í fossum og giljum. Veðrið ei skaðar þín skip. Skógarnir, skjólfötin þín, fáhna með laufgrónum loppum, lauma fram kafloðnum snoppum, að huga um heimkynni sín. Fötin þín fágæt og rör, glitra af lækjum og lindum, ljóma af sólgyltum tindum. Hvergi.sjást fárviðra för. Fjöllin þín fjarlægðar blá, útverðir öræfa heima, ónumda fjársjóði geyma. Snjóhettur höfðunum á. Hafið skín hádegis bjart, deplað af ósum og eyjum, alþakið brunandi fleyjum, klæddum í skín'andi skart. Næg er í búrinu björg. Aldini hanga á hríslum, hoppandi laxar í kvíslum. Aðdráttar aðferðin mörg. Moldin er máttug og frjó, framleiðir alt fyrir alla, enginn er dæmdur að falla úr hungri, því hún býður nóg. * * * Þó ýmsir líði skort og næstum nauð við nægta borðið, þig ber ekki að saka. Þú skamtar vel, og býður öllum brauð og búsæld, því að nógu er af að taka. — En sumir þurfa ógnin öll að borða, og að sér viða þúsund ára forða. Jónas Pálsson hugur á að auka- vald sitt í \ norðrinu, og koma þar upp ame-' rískum varnarstöðvum. Sagði hann að Bandaríkin' myndu ætla sér að ná undir sig stöðvum á íslandi og Grænlandi, á Grænlandi aðallega til veður- fræðilegra athugana, en hvað Is- land snerti, væri mest um vert, að þar mætti koma upp stöðvum, er skjóta mætti frá sprengjum langar leiðir. Ata Bel Skaya sagði einnig, að heimsókn Mongomery til Can- ada, og einnig það, að í Norður- heimskautsferð Bandaríkjanna hefðu canadiskir land- og sjó- hers-liðsforingjar tekið þátt, og benti alt þetta á að bæði löndin fýsti iað auka veldi sitt með varn- arstöðvum í Norðurhafslöndun- um. Pólland Morgan Phillips, ritari verka- mannaflokksins, er nýlega heim- sótti Warsaw, skýrir frá því að 8% af allri íbúatölu Póllands, og 20% af öllum æskulýð þjóðar- innar hafi tæringu. Aðrir sjúk- dómar, segir hann að séu álíka tíðir, eða á eins háu stigi. Börn þau, er þarfnast aukinn- <ar fæðu og næringarefna eru 3,500,000 — og 3,000,000 þyrftu meiri læknishjálp. \ Ibúatala Póllands er 17% lægri nú en fyrir stríð, og tæki- færi til iðnaðarframleiðslu véla og verkfæra tilbúningur er 50% lægra. Mr. Phillips skýrir frá, að kommúnista flokkurinn í Pól- Italíu málin, og yrði látin vita það fyrirfram, >að nefndin hefði þá þegar, hrundið með atkvæða- magni nokkrum umbóta-umleit- unum Júgóslava, er fóru í sömu átt og tillögur Albaníu. Frakkland, Grikkland og Bandaríkin greiddu atkvæði með Bretum á móti tillögunni. Fulltrúi í'rá Ástralíu sagði ný- lega á friðarráðstefnunni, að ör- yggisráð sameinuðu þjóðanna (United Nations Security Coun- cil) hefði notað ólöglega svo- kallað "veto power", og ætti ekki að leyfast að hafa á hendi stjórn Trieste. Col. W. R. Hodgson, er svo féllu orð, hélt því fram, að ríkja- ráð, með fulltrúum frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Sovét- Rússlandi, Frakklandi og þrem- ur öðrum þjóðlöndum, ætti að hafa yfirráð og stjórn Trieste. Frá Asíuþjóðum Pandit Jawaharlal Nehru, for- maður hinnar nýju bráðabirgðar stjórnar á Indlandi, bauð nýlega Rússum, og þjóðum annara Asíu- landa, 31 að tölu, að sækja ráð- stefnu, er byrja mundi 15. febr. 1947, og f jalla um þjóðasamband Asíulanda, þjóðmegunarfræði, framfarir og tilraunir til varan- legs friðar milli hinna mörgu, ólíku þjóðflokka. tslendingafélagið í New York FRÉTTABRÉF FRÁ ÍSLANDI landi geri miklar tilraunir til iað spilla fyrir og veikja frjálslynda, lýðræðissinnaða flokkinn, og þar að auki séu í Póllandi um 50,000 manns, er tilheyri andstöðu- og u ppvöðsluf lokkum. Frá f riðarráðstefnunni í París Seint gengur og illa að ráða fram úr vandamálum þjóðanna þar. Er allerfitt að vita frá hverju helzt á að skýra — svo lítið geng- ur með hverjum deginum og vik- unni þar eins og flestir vita, sem með því að reyna að fylgjast. Einn fulltrúinn gekk út af ráð- stefnunni nýlega, og var það -ekki hinn rússneski Molotov, sem skelti hurðum að þessu sinni, heldur A. V. Alexander, Bretlands First Lord of the Ad- miralty. Gekk hann út frá hermála- nefnd friðarráðstefnunnar, eftir tveggja klukkustunda þrætu- stapp við slavnesku ríkin að Al- baníu væru boðnar umræður um | ítalíu-málin. "Eg gefst alveg upp ! við að stjórna þessari nefnd eftir I neinum lögum almennrar skyn- I semi", er haft eftir honum, áður en gengið var til atkvæða. Með 15 atkvæðum gegn 4, og i einum ekki viðstöddum, var á- j kveðið að bjóða Albaníu að láta ! skoðanir sínar í ljósi, án tíma- i takmörkumar, eða neinna hindr- ana. Mr. Alqxander liafði þrætt um það, að Albanía ætti aðeins að , hafa hálftíma til umræðu um Rvík. 2. sept. 1946 Sumarið á Islandi er nú á enda. Næturnar eru orðnar dimmar. Það er farið að kólna og haust- rigningarnar eru framundan. Eftirmæli sumarsins 1946 verða misjöfn. Sumarið hefir verið á- gætt, segir bóndinn. Veðurátt- an hefir verið góð og nýting heyja með bezta móti. En sjó- maðurinn mun ekki hugsa jafn hlýlega til sumarsins. Síldin hef- ir brugðist annað árið í röð, og þar með afsannað kenninguna, sem flestir trúðu á, að góð síld- arár kæmu altaf á milli síldar- leysisáranna. Síldarframleiðslan er ekki nema Vs af því magni, sem áætlað var að yrði framleitt Um síðustu mánaðarmót var bú- ið að framleiða um 17,000 tonn af síldarlýsi og svipað magn af síldarnrjöli, og á sama tíma var búið að salta um 140,000 tunn- ur. Um 40 skip eru hætt Síldar- veiðum. Meginið af síldarlýsinu verður flutt út til Bretlands og Soviet ríkjanna, en Bretar og Hollend- ingar fá mest af síldarmjölinu. Búið var að selja 10,000 tonn af síldarmjöli til Bandaríkjanna, en vegna síldarbrestins verður varla hægt að afskipa meiru en 1;500 — 2,000 tonnum. Saltsíld- in hefir verið seld til Sovét- ríkjanna^g Svíþjóðar og dálítið magn til Bandaríkjanna. Síldarleysið er ekki eina áfall- ið, sem íslenzka útgerðin hefir orðið fyrir í sumar. Isfiskmark- aðurinn í Bretlandi, sem var undirstaða undir velmegun og hagsæld síðustu ára, hefur farið mjög versnandi. Fyrir nokkrum vikum ákvað brezka stjórnin að setja á verðlagsákvæði, sem eru sama og algjört bann við lönd- um á hausuðum fiski í Bretlandi. Þar eð íslenzku togararnir hafa á stríðsárunum eingöngu landað hausuðum fiski, en brezku tog- ararnir selja sinn fisk með haus, virðast þessi nýju ákvæði bein- ast fyrst og fremst gegn íslenzk- um hagsmunum. 1 viðbót við verðlækkunina á brezka mark- aðinum, hafa Bretar ákveðið að innleiða á ný 10% verðtoll á fisk frá löndum utan samveldis- ins. Þessar ráðstafanir hafa það í f ör með sér, að íslenzkir útgerð- armenn hafa hætt við í bili að senda togara sína með isfisk til Bretlands. Flestir togararnir fiska því núna í salt, en mark- aðurinn fyrir saltfisk er nú tal- inn góður. Búist er við að togar- arnir fari að sigla til Bretlands á ný síðar í haust, þegar minna berst að af fiski og verðið þar af leiðandi væntanlega hækkar. Dagana 25. ágúst — 9. sept. standa yfir í Reykjavík samn- ingar milli Dana og Islendinga í sambandi við uppsögn sam- bandslaganna. Af hálfu Dana taka þátt 17 manns, þar af 4 fær- eyingar, sem leggja áherzlu á að fá að halda fiskveiðiréttindum sínum við ísland. 1 íslenzka hluta samninganefndarinnar eru: Jak- ob Möller, Gunnar Thoroddsen, Eynsteinn Jónsson, Stefán Jó- hann Stefánsson og Kristinn Andrésson. Sérfræðingar nefnd- arinnar eru prófessor Olafur Lárusson og Hans Andersen, sem hefir undanfarin ár dvalið í Bandaríkjunum og Canada við nám í þjóðarétti. • Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar er væntanlegur til Bandaríkjanna um mánaðarmótin september — oktober. Kórinn mun halda 60 hljómleika í Bandaríkjunum og Winnipeg. Einsöngvarar kórsins verða Stefán íslandi og Guð- mundur Jónsson. Fyrstu hljóm- leikarnir verða 7. október í New- ton, N.J., 8. okt. í Lyric Theatre Baltimore og 9. okt. í Consti- tution Hall, Washington. Síðustu hljómleikar verða í New York -14. og 15. des., en engin ástæða er fyrir íslendinga að bíða eftir þeim, því góðar samgöngur eru við Newton, Baltimore og Wash- ington. ^. Valdimar Björnson frá Minn- eapolis varð fertugur hinn 28. ágúst s. 1. Hann hefir í tæp 4. ár starfað á vegum amerísku hers- ins og sendiráðsins á Islandi, þótt staða hans sé Commander í flotanum. Valdimar hefir aflað sér alveg sérstakra vinsælda, eins og kom glöggt í ljós á af- mælisdaginn þegar um 300 manns heimsóttu hann í Camp Knox í Reykjavík. Valdimar býst við að fara úr herþjónust- unni í oktober og fara til Banda- ríkjanna. • Á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Osló í frjálsum í- þróttum í ágústlok varð Gunnar Huseby evrópumeistari í kúlu- varpi. Kastaði hann kúiunni miklu lengra en Rússinn og Sví- inn sem voru honum næstir. Finnbjörn Þorvaldsson sprett- hlaupari stóð sig einnig mjög vel á mótinu, en fékk samt engin verðlaun. Ameríski sendiherrann í Reykjavík, Louis G. Dreyfus hef- ir verið útnefndur sendiherra í Stokkhólmi. Ekki er búið að til- kynna, hver verður eftirmaður hans í Reykjavík. • Reykjavík heldur áfram að þenjast út. Um 600 hús eru nú í smíðum, en samt eru húsnæðis- vandræðin gífurleg. Mest er bygt undir Öskjuhlíð fyrir norðan Hafnarfjarðarveginn og á Melunum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.