Heimskringla - 19.03.1947, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.03.1947, Blaðsíða 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. MARZ 1947 ERINDI flutt yfir íslenzka útvarpið, 26. janúar 1947 eftir Hjálmar Gíslason Góðir Islendingar: Eg ávarpa yður í kvöld sem gestur, og að vissu leyti útlend- ingur, þar sem eg hefi nú dvalið í sjáilfkjörinni útlegð frá föður- landi mínu um fjörutíu og þriggja ára skeið og hefi unnið mér þegnrétt og tekið á mig þegnskyldur annars ríkis. En enginn getur flúið sjálfan sig, hversu langt sem hann fer, og hvað, sem þegnskapnum h'ður. Þessvegna hefi eg verið og verð íslendingur til æviloka. Þó það sé almennt litið svo á, að ísland sé kalt land, íslenzk veðrátta ó- hlíð, og náttúran naumgjöful, þá hygg eg að fá lönd muni ná jafn- föstum tökum á bömum sánum og Island. Þeir, sem burtu hafa fluttst til að leita gæfunnar í ó- kunnum löndum finna það því betur, sem dvölin er lengri, að þeir “eiga nú hvergi heima”. Þeir harma í skógunum hrjóst- urlönd sín og hlusta sem gestir á náttgalakliðinn”. Eg býst við að sumir muni telja þetta barna- skap eða vanþroska. Má vera að þeir hafi rétt fyrir sér, en þetta er nú svo, þrátt fyrir allt. Og það er engin tilviljun, að kvæðið, sem þessar ljóðlínur eru teknar úr hefir öðlast dýpri hljóm- grunn í brjóstum Vestur-ls- lendinga en flest önnur ljóð, og mætti því með nokkrum sanni nefnast þjóðsögur okkar eða út- lagaljóð. Þeir, sem buðu mér orðið hér í kvöld, munu hafa æt- last til að eg minntist jólanna að einhverju leyti. Eg er alinn upp á fátæku íslenzku sveita- heimili, og sumar af fyrstu æsku- minningum mlínum er einmitt um jólagleði, jólasöng, jólalest- ur, jólakrásir og jólaljós, og þá sérstöku umhyggju, sem borin var fyrir því að dreifa ljósunum svo um hin fátæklegu heim- kynni á aðfangadagskvöldið, að hvergi bæri skugga á. En það hefir svo margt breyttst á þeim sextíu til sextíu og fimm árum, sem síðan eru liðin, og það hefir svo margt fagurt verið sagt og skrifað um jólin, að eg treysti mér ekki til að bæta neinu þar við. En jólagleði barnanna er vafalaust jafn einlæg og innileg í dag eins og hún var þá. Sjálfur hefi eg hlakkað til jólanna á hverju ári, og vona að eg verði ekki svo gamall að eg hætti því. 1 stað þess að tala meira um jól- in, ætla eg því að minnast þeirra fyrstu kynna, sem eg hafði af rituðu máli, þegar eg var orðinn svo stautfær, að eg vogaði að Kristján Pálsson skáld Glaður, skýr og skarpur, skáld og ræðumaður. Gróinn sálar-garpur, greiddi svörin hraður. Viti þjóð og virði, verkin hans og snilli. Góða hlaut hann gæfu, guðs og manna hylli. Nú konu og börn sín kveður, þið komið á hans fund, þar finnast eflaust allir, á æðstu friðar-stund, í skærum dagsins skrúða, við skin frá morgunsól, þá loksins fáum læra, hvað liíf og dauði fól. Upp í æðra veldi, andi þinn er svifinn, þar sem aldrei aftur, ógna dauðans klifin. Uppheims ljósin lýsa leiðir göfugs manns, hjá guði um alla eilífð, öðlast sigurkrans. Trausti G. ísfeld Another wonderful opportunity to win BIG CASH PRI2ES, achieveoutstanding recognition and become famousas a Cham- Gion Grower of Malting Barley. It’s your chanceto help Canada lad the world in growing malting barley. Every farmer in the recognized malting barley areas of Canada can enter and compete for these Cash Prizes and Seed Awards. Start planning nowto plant maltlng barley this year. Secure seed early and be ready to enterthe SECOND ANNUAL SPONSORED BY THE BREWING AND MALTING INDUSTRIES OF CANADA % For Farmers of Canadas Barley-Growing Areas WESTERN CANADA DIVISION Open to all farmers In the malting barley areas of Manitoba, Saskatchewan, Alberta and the Peace River block in British Columbia. TOTAL CASH PRIZES - $18,750.00 PIus 120 awards of 10-Bus. Reg’d Seed (sensational new Montcalm Barley) FIRST PRIZE - $1,000.00 Second Prize - $500.00 3rd Prize - $300 4th Prize - $200 Above Are Interprovincial Prizes ADDITIONAL CASH AWARDS s 12 Provincial Prizes 120 Regional Prizes AND 120 10-Bus. Seed Awards Eastern Canadian Division - $6,250.00 Total Prizes CANADA NEEDS M0RE IMPR0VED BARLEY By encouraging thegrowing of improved qualityseed and malting barley the brewing and malting industries of Canada through this contest are contributing to the meeting of Canada’s domestic needs and assuring successful re-entry of the Dominion in world barley markets. Because Malting Barley is used in a wide range of products for home, farm, industry—in foods, drugs and general articles—it is playing an ever-increasing part in the in- dustrial and economic life of Canada. ■ 1946 COMPETITORS PLEASE NOTE:—. ;| Full list of 1946 National Barley Contest winners will be I published following theawarding of Inter-provincial prizes at Manitoba Winter Fair, Brandon, Manitoba, Mar. 31st. NATIONAl BARLEY CONTEST COMMITTEE GET FULL DETAILS^ENTRY FORMS jfiom youfij AGRICULTURAL REPRESENTATIVE ^ ELEVAT0R 0PERAT0R leita til bóka fylgdar laust. Þrjár bækur eru mér minnis- stæðastar frá þeim árum: Bibl- a'an, og þó sérstaklega Nýja test- imentið, Njála og kvæði eftir Jón Thoroddsen. Þau kunni eg utanbókar. Hinar tvær held eg hafi haft mest áhrif á mig og ráðið því að eg varð einhvers- konar sambland af heiðingja og kristnum manni. Með þetta andlega veganesti, ásamt kver- inu og nokkurri tilsögn í skrift og reikningi, náði eg svo því takmarki að komast í kristinna manna tölu á tilsettum tíma. Eins og margir íslenzkir aliþýðu- merm, valdi eg það úr þessum fræðum, sem mér sjálfum geðj- aðist best að. Mildi og mannkær- leikur Nýja testamentisins drógu huga minn til sín, en eg braut ekki heilann um hvort kraftaverkasögurnar væru sann- ar eða ekki, og útskúfunarkenn- ingunni trúði eg aldrei. Þegai' eg svo sáðar komst á kynni við menn og ritverk, sem lögðu mikla alúð við að sanna mér það, að Kristur hefði aldrei til verið, fannst mér það ekki skifta miklu máli. Eg trúi því að meg- inkjarni kenninga hans haldi velli og eigi eftir að frelsa heim- inn. Þrátt fyrir þó sú kaldhæðni í rás viðburðanna, að þær þjóð- ir, sem kenna sig við hans nafn hafi nú um skeið verið mikil- virkastar í mannvígum og ýms- um öðrum ódáðaverkum og sið- leysi, og þó ekki sé hægt að segja að vænlega horfi um framtíð mannskepnunnar á jörðu hér, þar sem talið er að hún ráði nú yfir óhappaviti sliíku, að vel mætti endast til að sprengja sundur jörðina þar, sem nú stöndum vér, þá er enn eigi örvænt að upp kunni að rísa einhver Þorgeir Ljósvetninga- góði, jafnvel úr hópi þeirra manna sem kallaðir eru heið- ingjar og verði til að stilla ó- happaverkin og bj arga friðinum. Eða einhver Hallur af 9íðu, sem er nógu mikið stórmenni til að bjóða að láta son sinn, liggja ó- bættan svo að menn megi vera sáttir, og mættu þá verða þau söguiok að óvinir tækjust í hendur og sættust heilum sátt- um eins og þeir Kári og Flosi. 1 æsku heyrði eg gamalt fólk segja, að Fálkinn reki alltaf upp hljóð, veini eða gráti, þegar hann kemur að hjarta rjúpunn- ar, því þá finni hann að rjúpan var systir hans. Þessi saga virð- ist benda til þess að einhvem hafi órað fyrir því, að sá þáttur vitsins, sem kenndur hefir verið við hjartað, geti náð haldi á sannindum, sem það vit, sem kennt er við höfuðið, nær ekki til. Aðrir segja að þarna sé alls ekki um vit að ræða, heldur til- finningu eða eðlisávísun, sem vitið þurfi að hafa tumhald á. En hvernig sem menn kunna á það að líta, sýnist mér, að sá vísdómur hjartans, sem Nýja testamentið flytur, sé vitrara vit en það, sem ríkti í heiðnum dómi, þar sem blóðhefndin var talin undirstaða manndómsins: “Mun eg enn sýna það, að eg em lítilmenni”, sagði Hallur af 9íðu, er hann bauð að gera son sinn ógildan. Hann vissi hvemig á það var- litið í heiðnum sið. Þar sem eg hefi nú minnst þess- ara tveggja bóka, sem mér hafa orðið hugstæðastar frá æsku, dettur mér í hug að hafa yfir vísu, sem orkt var um þær fyrir vestan haf. Vísan er á þessa leið: Varir lengi í lofti hæst lygi, er sést á prenti. Þar hefir gengið Njála næst Nýja testamenti. Höfundur vísunnar er nú lát- inn fyrir skömmu. Hann var vel greindur maður og margfróður á alþýðuvísu, og prýðilega hag- orður eins og vísan sýnir. Eg undrast því að hann skuli yrkja silík öfugmæli. Þessar bækur lifa og em lof- aðar vegna þess þær geyma sí- gild lífssannindi og list. En hin góða greind vísuhöfundarins hefir látið afvegaleiðast af ný- móðins fræðimennsku. Á upp- vaxtarárum mínum var mikill bókaskortur og neðanmálssögur vom bornar bæja á milli og þóttu hið mesta hnossgæti, bæði mér og öðmm, Nú er þetta breytt eins og fleira, til bóta. Vaxandi vellíðan er ekki síst á- berandi í auknum bókakosti og heyri eg það á sumum, að þeim þykir nóg um. Þó sumar af þess- um bókum séu vafalaust aðflutt neðanmálsvara, þá hefi eg séð hér slíkan fjölda íslenzkra bóka, sem mér sýnast girnilegar til lesturs, að eg veit að dvöl mín hér endist ekki til að kynnast nema fáu einu af því, sem nú er á boðstólum, og eg hefi eigi áður séð. Eg hefi nú átt þess köst að handleika hinar vönduðu útgáfur Íslendingasagna og fleiri fornrita, sem mér voru áður kunnar í útgáfu 9igurðar Kristjánsson^r, og kemur þar líklega fram vanþroski siíkur, sem eg hefi áður getið. Eg ann þessum bókum í þeim búningi, er eg fyrst kynntist þeim, á lík- an hátt og eg hefi aldrei getað velt mér í grasi með sama inni- ieik eða fundið hinn eftirþráða ilm úr jörð nema á ættjörð minni. Það má vel vera, að hinir löngu formálar hafi mikinn fróð- leik að geyma. Eg hefi ekki haft skap til að lesa mikið af þeim. Þeir hafa iík áhríf á mig og ill- gresi, sem vaxið hefir yfir götu, er liggur heim að vinarhúsum og eg tel 9igurð Kristjánsson ennþá mestan velgerðarmann ís- lenzkrar alþýðu á þessu sviði. Eg hefi einnig séð viðhafniarút- gáfu þá, sem nú er hafin, og mur. hún aðallega ætluð til skrauts og vingjafa, og er ekki nemo gott eitt um það að segja, og eins um það lofsverða áform að hnekkja þeirri fræðafirru, að sögurnar séu ritaðar á dauðu máli. En eftir að eg hefi lesið eftirmálana, sýnist mér aðal- markmiðið muni vera að færa sönnur á þá kenningu, að sög- urnar hafi ekki neitt sannsögu- legt gildi. Eg er enginn fræðimaður og ekki dómbær á þeim vettvangi, og veit vel að sumir hafa gert of mikið úr sannsögugildinu. En eg held að ekki þurfi nema al- menna alþýðugreind til að,sjá,| að hér er seinni villan stórumi I verri hinni fyrri, og má þar um segja: Öllu trúa er ekki gott, engu, hálfu verra”. Það er hægt að efast um og rengja alla hluti. En mér finnst, þegar farið er að setja þessar Til Hrilnixtgar Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden’s Fine Cut eða reyktu Ogden’s Cut Plug í pípu þinni FINE CUT bækur á bekk með öðrum verzl- unarvarningi í þókarformi og iyfta undir þær með skrumaug- lýsingum og annari prangtækni, sem slíkum söluvamingi er nauðsynlegur til útbreiðslu, þá sé virðingu þeirra misboðið, og eins þegar hinum fornu höfund- um eru eignuð sömu vinnubrögð og sami tilgangur með verkum sínum, já, þá er nú ekki minn karl með, eins og sagt er á 9uð- urnesjum. Má á það benda, að nöfn hinna fornu höfunda eru flest ókunn, en verk hinna geng- ur mest til þess að vinna sér nafnið og það annað, er því fylg- ir. Mér finnst oft þegar eg er að lesa það, sem nú er ritað um list- ir og fræðimennsku, að þar gæti um of einhverskonar ofur- mennskukenndar, þar sem skrif- ararnir hafi uppgötvað að þeir séu þungamiðjan, sem allt hljóti að snúast um, ef vel á að fara. Mér skilst að listamenn þessir ætli að byggja okkur nýjan heim, eftir að þeir hafa undir- okað náttúruna með list sinni og komist út fyrir veruleikann. Já, eg segi nú bara fyrir mig, að þó eg sé ekki alilskostar ánægð- ur með þá Ameráku, sem eg hefi fundið, þá kýs eg þó heldur að fara þangað aftur en að leita landnáms í hinum nýja listheimi ekki sást fyrir þá sök að listin sjálf er ekki hærra sett en að hana á að leggja á pólitiska vog- arskál, og að lista- eða fegurðar- smekkur manna á að mælast á mælisnúru vissrar þjóðhag- fræði. Áður en eg skil við þetta mál, dettur mér í hug að varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki sé nú meiri þörf að hvetja alþýðu manna til gleggri athug- unar og meiri þegnskapar. við þjóðlegar erfðir og verðmæti. heldur en að reyna að hræða þá í skjóli stórra nafna, hvort sem innlend eru eða útlend, til að játa því, sem þeir ekki skilja. Það mun hafa verið um tutt- ugu árum eftir að eg fór vestur, að þangað barst bók, sem mér og mörgum öðrum ólærðum mönn- um hefir orðið minnisstæð. Var Það hvorttveggja, að mál og stíll var aðlaðandi og efnið nýstár- legt. Bókina kánnast allir við, þó hljótt hafi verið um höfundinn hinn sáðari ár. Hún heitir Nýall eftir dr. Helga Péturss. Þó eg hafi aldrei séð höfundinn þekkti eg nafn hans áður en eg las þessa bók, og hefi aldrei látið ólesna neina bók eða ritgerð, sem nafn hans hefir verið tengt vic5. Ekki dettur mér í hug að leggja neinn dóm á efni þessarra bóka eða þær kenningar, sem þar eru fluttar, en maðurinn virðist nú vera svona af guði gerður, að hann hefir ómótstæði- lega löngun til að fást við hinar óráðnu gátur, eða það, sem kalla mætti að hlaða upp í skörð þekk- ingarinnar, og er þessi viðleitni ýmist nefnd heimspeki, trú eða vísindi. Lífið sjálft, upphaf þess, viðhald og endurnýjun, er enn talin að vera óráðin eða hálfráð- in gáta, hvað þá er ’ til fram- haldsMfsins kemur eða annars iífs, eins og það er nefnt. En meðan svo er ástatt, þvá skyld- um vér þá ganga fram hjá sMk- um höfundi, sem dr. Helgi Pét- urss er. Er hann ekki fyrsti mað- ur, sem flytur okkur fraumhugs- aða íslenzka heimspeki, sem ekki er fjarstæðari almennu viti heldur en margt það, er vit- undina hefir órað fyrir og síðar hafa orðið vísindi, og hefir auk þess það höfuðeinkenni sann- leikans, að mál hans er auðskil- ið hverju barni. Eina bók befi eg lesið síðan eg kom heim, sem þó á óbeinan hátt sé, snertir það, sem eg sagði um fslendingasögumar. Það er Völuspá fornritanna og ýmis- konar athuganir eftir E. Kjer- úlf.Heldur hann því fram, að fornritin muni hafa verið rituð með rúnum áður en tekið var að nota latínuletur og hafi síðan verið afskrifuð, en ekki geymst á minnum manna, eins og flestir hafa ætlað. Auk þess fer hann aðrar leiðir í rannsóknum sínum og skýringum heldur en eg veit til að aðrir hafi farið. Eg hefi hvergi séð þessarar bókar getið, en mér sýnist hún að ýmsu leyti stórfróðleg og athyglisverð, en það er fyrir lærðu mennina að dæma um -hana. Að lokum vil eg svo þakka öll- um, sem eg hefi kynnst sáðan eg kom heim. Allir hafa sýnt mér góðvild og gestrisni. Eg hefi ekki sérstakt umboð til að flytja kveðjur nema frá goodtemplara- reglunni. Eg hefi verið félagi í henni nærfellt fimmtíu ár og mér var falið að flytja innileg- ar kveðjur og árnaðaróskir til starfsbræðra og systra hér heima. Og eg veit að mér er ó- hætt að færa Islandi og Islend- ingum kveðjur frá öllum Vestur- Islendingum. “Eg bið að heilsa heim”, eða “eg bið að heilsa gamla landinu”, sagði næsturo hver maður, þegar fór að kvis- a'st um ferð mína heim. Að sáð- ustu vil eg bera fram þá ósk miína og von varðandi framtíð ís- ienzku þjóðarinnar, að þó hún sé minnst þeirra þjóða, seno halda uppi sjálfstæðri þjóðmenn- ingu og tungu, þá megi hún bera gæfu til þess að leggja stórþjóð- arskerf til þess að mannkynn- inu takist að nema þessa jörÖ og byggja hana i samræmi við kærleiksríkt mannvit og vilja þess, sem sólinia hefir skapað. Góða nótt og gleðilegt nýtt ái’-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.