Heimskringla - 19.03.1947, Blaðsíða 6
G. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. MARZ 1947
ðSKUBlU
Gamli maðurinn stóð um stund og íhugaði
þessar fréttir, svo fékk hann Moss heilmikið af
peningum, og bað hann að auglýsa eftir öku-
/nanninum, sem hafði flutt manninn og borðið.
“Hérna er nafnspjaldið mitt,” sagði hann, “og
þér getið sent mér orð, ef þér komist að þessu.
En þér verðið að sjá um þetta alt saman. Mig
langar til að ná í skrifborðið; en eg hefi engan
tíma til þess að rekast í þessu sjálfur; og ekki
vil eg láta nafns míns getið í sambandi við
þetta. Það er altaf bezt fyrir viðskiftamenn að
forðast það. Ef þér náið í borðið fyrir mig, vil
eg gjalda alt að hundrað og fimtíu pundum fyr-
ir það, og yður skal eg borga þrjátíu fyrir yðar
ómak.”
“Moss hét að gera alt, sem hann gæti í
þessum efnum. Gamli maðurinn ætlaðknú að
fara leiðar sinnar og hafði gleymt mér og
shillingnum, sem hann lofaði mér. Eg minti
hann á þetta, og virtist hann alt annað en á-
nægður yfir því, en hann fékk mér peningana
og steig svo inn í vagn og ók í burtu. Þetta er
nú öll sagan, Connie, en eg hélt að þig langaði
til að vita um þetta. Eins og þú sérð, þá þý(hr
ekkert að senda neinn til okkar eftir skrifborð-
inu.”
“Nei, það er rétt,” sagði eg, “eg þakka þér
kærlega fyrir, Jimmy, að hugsa svona um mig
og rnínar þarfir/ Þú ert góður drengur, og ein-
hvemtíma get eg kanske gert eitthvað fyrir
þig”
“Ef þú eignast einhverntíma heimili sjálf,
má eg þá koma og heimsækja þig?” spurði hann.
“Já, það er áreiðanlegt. Eg vildi gjama að
þú værir hjá mér altaf, því við höfum verið svo
góðir vinir, er ekki svo, Jímmy? Heldur þú að
mamma þín vildi láta þig fá bréfin ef eg skrifaði
þér af og til?”
“Nei, hún mundi tæta þau í sundur eða
brenna þeim. En ef eg þyrfti einhverntíma að
segja þér eitthvað, gæti eg kanske náð í frímerki
og pappírsblað og sent þér línu, þó eg skrifi illa.
Þú verður bara að segja mér hvar þú átt heima,
og eg segi það svo bara með sjálfum mér þangað
til eg man það.”
Eg sagði honum heimilisfang mitt, gaf hon-
um fargjald með strætisvagninum, svo að hann
kæmist heim, og ók svo sjálf til Park Lane.
Hugur minn var allur á ringulreið. Mér
þótti sárt að missa skrifborðið, en þótt mér
þætti það slæmt var undrun mín samt meiri
yfir öllu þessu uppþoti, sem varð út af sölu
þess. “Eg er unga stúlkan, sem Lady Dunbai
talaði um á dansleiknum,” sagði eg næstum
upphátt. “Þetta hlýtur svo að vera. Það væri
alveg ómöguleg tilviljun, ef það væri einhver
önnur. Og það var Mr. Wynnstay, sem var að
tala við hana. Mig furðar ekkert, að eg þekti
ekki málróm hans, því að hann talaði svo lágt
og hvíslaði, eins og hann væri alls eigi viss um,
að enginn heyrði til þeirra. En mér fanst eg
þekkja málróminn. En eg skil samt ekkert í
hvað þetta alt saman þýðir.”
Eg ákvað að segja Lady Sophíu frá þessu
öllu saman, er Jimmy hafði sagt mér, og gat vel
verið, að hún með sínum næma skilningi, gæti
skilið þetta mál, sem var svo flókið að mínu
áliti. Eg haifði ekið af stað kl. 12, en hún var
orðin tvö þe^ar eg kom heim. Lady Sophía
hafði beðið eftir mér með matinn, og sagðist
vera örmagna af hungri, en þegar eg tók að
segja henni sögu miína, fékk hún svo mikinn
áhuga fyrir henni, að hún gleymdi matnum. En
eg varð samt fyrir miklum vonbrigðum, því að
hún gat ekkert skilið í þessu.
Aðalatriðið virtist vera þetta: Eg hafði í
fórum mánum skjöl, sem sönnuðu hver eg var,
eða hver fjölskylda föður míns var, því ef
dæma mátti eftir East fjölskyldunni var móður
ætt mín ekkert til að stæra sig af. Ef eg hafði
meðferðis gömul ættarskjöl, þá gat það verið
ómaksins vert að verja nokkru fé til að rann-
saka það mál, til að ganga úr skugga um hvort
eg gæti gert kröfu til einhverra eigna, sem
Dunbar fjölskyldan eða einhverjir aðrir ætluðu
að ræna mig.
Lady Sophía hafði oft lesið um stík atriði.
Oft var auglýst í blöðunum eftir týndum per-
sónum, sem höfðu erft fé, og hver vissi nema að
mín biði dátítil fjárupphæð einhverstaðar
geymd og grafin?
En þar sem eg hafði engin skilríki þessu við-
víkjandi, gat Lady Sophía eigi séð neitt gagn i
því að fara að tala við málafærslumann þessu
viðvíkjandi.
“En ekkert þessu viðvíkjandi vakti fyrir
yður þegar þér buðuð mér heim til yðar?”
spurði eg.-
Hún roðnaði dálítið.
“Nei, ekkert því lákt,” svaraði hún með
hægð.
Næsta dag sagði Lady Sophiía alla söguna
málafærslumanni sínum, sem var gamall og
virðulegur maður, sem hafði stjórnað fjármál-
um manns hennar og svo hennar eftir að hún
varð ekkja. Ekki var eg viðstödd er hún sagði
honum sögu mína, en hún fullyrti, að hún hefði
engu gleymt, og sagt hana eins greinilega og
hún hafði heyrt hana.
Mr. Wallace brosti drembilega og sagðist
hafa heyrt Mr. Wynnstay nefndan, og hefði
fylstu ástæðu til að ætla, að hann væri gagn-
vandaður maður. Hann var sannfærður um, að
ekkert væri hægt að gera í þessum efnum, og
réði Lady Sophíu að hreyfa ekki við þessu, því
annars mundi hún sjá eftir því síðar.
Mr. Wynnstay var slíkur sómamaður, að
hann mundi láta Miss Brand vita samstundis og
hann kæmist að þvá, að hún ætti arfsvon ein-
hverstaðar, ef hann hefði nokkuð með málið að
sýsla, og hann mundi verða manna síðastur til
að láta nokkum hafa sig til þess að féfletta unga
og fátæka stúlku peningum, sem bæri henn:
með réttu. Mr. Wallace fanst annað eins alveg
óhugsanlegt.
“Eg býst líka við að lausn þessarar gátu, sé
mjög einföld og óbrotin, ef við bara skildum
samhengið,” sagði Lady Sophiía þegar hún kom
heim frá að tala við lögmanninn. “Ef yður
langar endileag til að gerast hetja í skáldsögu,
væri langbest að það væri ástarsaga. Það borg-
ar sig miklu betur þegar fram í sækir.”
Þetta lökaði munni mánum, því þegar hún
mintist á ástamál, þagnaði eg alt af af ótta við
það, að hún nefndi nafn, sem eg gat ekki í því
sambandi borið fram. Eg reyndi því að taka
missi skritfborðsins mnís með jafnaðargeði, og
gleymdi næstum öllú, sem komið hafði fyrir í
sambandi við það vegna undirbúningsins að
fara til Henley.
Okkur Lady Sophíu og mér var boðið að
dvelja þrjá daga um borð í skemtiskipi. Það
átti kvœntur bróðir Weylands höfuðsmanns,
Forth lávarður. Lady Dunbar og Diana voru
einnig boðnar þangað; og Sir Greorge Seaforth
hafði sagt mér, að hann hefði þegið boðið að
koma þangað vegna þess, að við ætluðum að
koma.
Æfin um borð á “Svölunni” var mér eins
og opinberun. Lady Sophiía hafði gefið mér
marga nýja búninga, og hlaut eg svo mikið hrós
og smjaður, að það var furða að eg varð ekki
rugluð. Það hefði eg kanske líka orðið, hefði
Sir George ekki verið þar.
15. Kapítuli.
Ekki svo að skilja að Sir George gerði ekki
sitt til að skemma mig með eftirlæti; en þegar
hann var nálægur hirti eg títið um hvað aðrir
sögðu eða gerðu. Og aldrei vöktu orð hans né
tillit hégómadýrð mína.
Mér lá við að trúa því þegar piltarnir sögðu
mér, að eg væri eina stúlkan, sem þeir hirtip
um að ræða við; og þegar þeir vanræktu hinar
stúlkumar til að tala við mig, fanst mér það
ekki nema sjálfsagt, að þeir yrðu það einungis
vegna þess, að þeim þætti gaman af að ræða við
mig. En þegar Sir George gat náð mér frá hin-
um, og dró mig með sér inn í einhvern krókinn
á þilfarinu, óttaðist eg ætíð, að hann væri bara
að gera þetta til að gera hina stúlkuna, hana
Díönu Dúnbar afbrýðisama, eða honum þætti
gaman af að ræða við stúlku, sem var jafn nafn-
toguð og eg var í samkvæmislífinu.
Og þegar eg hafði svo sannfært sjálfa mig
um, að eg væri að gera honum ljótar getsakir,
datt mér í hug, að hann væri að ræða við mig
vegna þess að hann vorkendi mér, og áliti að
mér fyndist eg vera einmana. Hin fátrhrósyrði,
sem hann mælti til mín við og við, voru mælt
af vana hins kurteisa manns, sem mælir þannig
við hvaða snotra stúlku, sem hann umgengst.
Þegar við skildustum var eg ætíð óham-
ingjusöm á eftir, þrátt fyrir það hversu glöð,
sem eg var á meðan við töluðum samna; eg sá
sem sé ætíð eftir því hvað eg hefði verið heim-
skuleg og dauf, í samræðum við hann.
Eg hugsaði með öfund til hinna fyndnu og
fjörugu samræða Miss Dunbar; hversu langt
um meira hrífandi hún var en eg; hversu ó-
miögulegt það væri, að Sir George mundi velja
annað eins villublóm og Consuelo Brand fram-
yfir hið glirtandi skrautblóm, hana Díönu Dun-
bar. 1 félagsskap við aðra menn var eg frjálsleg
og sjálfri mér lík, og gat rætt við þá án minstu
þvingunar. Þegar mig langaði til að tala, tal-
aði eg; og ef ekki, fanst mér að hinir þjónustu
bundnu kavalerar mínir mættu taka þögn minni
m'eð þakklæti. Það virtist kaldhæðni forlag-
anna, að eg skyldi verða heimsk og hikandi í
návist eina mannsins sem eg hirti nokkuð um.
En þrátt fyrir þetta var eg hamingjusöm.
Mér var það nóg að fá að vera nálægt honum og
dvelja í hugsun hans augnablik, þótt honum
væri að öðru leyti sama um mig. Eftir stutta
stund mundum við kveðjast, og eg mundi svo
hverfa úr heimi hans; en um það langaði mig
ekkert til að hugsa, eg vildi nota mér líðandi
stund og lifa í augnablikunum.
Síðari hiuta fyrsta dagsins, sem við vorum
um borð á “Svölunni” sagði eg af hendingu, að
mér þættu vatnsliljur fallegar. Jafnskjótt veitti
eg því eftirtekt að Sir George, sem hafði hlotið
Diönu Dunbar fyrir sessunaut við boðið, leit á
mig. Díana hefir kanske veitt þessu eftirtekt,
því að hún hóf ákafar samræður við hann.
En einum tíma slíðar hafði hann samt ekki
gleymt þessu, sem eg hafði sagt, þvá er við sát-
um uppi á þilfarinu í rökkrinu, spurði hann
mig hvort eg vildi heldur láta senda mér vatns-
liljurnar eða sækja þær sjálf.
Eg ságðist helst vilja sækja þær sjálf.
“Eruð þér fúsar til að leggja af stað
snemma, og haldið þér að Lady Sophía mundi
leyfa yður að fara með mér?”
Eg sagðist vera viss um, að Lady Sophía
veitti okkur leyfi til þess.
“Hvað segið þér þá um að við förum
snemma á morgun. Eg skal fá bát handa Okkur,
og við verðum svo komin heim til morgunverð-
ar með sæg af blómum.”
Eg gat næstum ekki sofið um nóttina vegna
þess að eg var hrædd um, að eg vaknaði ekki
nógu sWemma, og færi svo á mis við þessa ynd-
islegu ferð. Einnig hugsaði eg um hvort Sir
George mundi hlakka til fararinnar, eða að
hann svæfi fram eftir og hefði gleymt mér og
vatnsliljunum.
Eg hélt ekki að neinn væri svona snemma
á fótum, en þegar eg kom út, sá eg Díönu Dun-
bar standa þar klædda hvítum kjól, og var hún-
að gefa tömdu svönunum brauðmola. Eg kom í
ótíma, því að hún stóð þar og talaði við Sir
George, er beið þar með títinn canadiskan
barkarbát.
“Mér finst það mjög eigingjarnt að róa út
aleinn á svona yndislegum morgni,” sagði hún
og lézt vera ólundarfull, en eins og hún vissi
vel fór henni yndislega. “Þér vitið að eg fer
ætiíð á fætur í sólarupprás, þegar eg er úti á
fljótinu. Verið þér nú góður, George, eins og
þér eruð vanir að vera, og takið mig með yður.”
En nú varð eg að btrtast á sjónaröviðinu.
Eg roðnaði hennar vegna, og hefði gefið hvað,
sem vera skyldi til að vera eigi vitni að ósigri
hennar. Er hún heyrði að einhver kom, sneri
hún sér við, og er hún sá að það var eg í ljós-
bláum léreftskjól, varð andlit hennar sótsvart
af reiði.
“Æ, mér finst að þér hefðuð átt að segja
mér, að þér ætluðuð ekki einn út, George,”
sagði hún gremjulega.
“Eg hefði gert það, ef þér hefðuð gefið
mér tíma til þess,” svaraði hann. “Auðvitað
veit eg, að þér meinið þetta ekki og hafið enga
löngun til að yfirgefa svaninn yðar, jafnvel þótt
Miss Brand------”
“Miss Brand vildi gjarnan leyfa Miss Dun-
bar að koma í sinn stað,” sagði eg eins glaðlega
og eg gat til að ljúka við þessar óskemtilegu
samræður. “Eg er hrædd um að, eg hafi bent
Sir George á vatnsliljurnar, svo að honum var
nauðugur kostur að-----”
“Nei, ætlið þið að fara að tína vatnsliljur,”
sagði hún kuldalega. “Hann réri með mig þang-
að í fyrra.”
• Orð hennar komu mér til að roðna, og Sir
George hnyklaði brýmar.
“Eg býst við að eg hafi gert það fyrst þér
segið svo,” sagði hann, “og eg skal gera það aft-
ur í sumar ef þér óskið þess, en ekki í þetta
sinnið, þar sem Miss Brand hefir lofast til að
koma með mér. Nú hugsa eg að bezt sé fyrir
okkur að komast af stað, annars verðum við of
sein til morgunverðar.”
“Já, blessuð komist þið af stað. Eg skal
ekki tefja ykkur,” svaraði Diana. “En kæra
Consuelo, þegar tekið er tillit til þess að þér
eruð nýkomnar ofan úr sveit, er það aðdáanlegt
hversu fljótt þér hafið áttað yður á atriðunum.
Það er vel af sér vikið af viðvaning sem er ekki
nema mánaðar gamall eða svo.”
“Við hvað eigið þér?” spurði eg um leið og
eg steig upp í barkarbátinn.
Hefðu blúndurnar á millipilsniu mínu ekki
fests í stiganum á skipinu, hefði eg ekki heyrt
svar hennar, því að Sir George var í mesta flýti
að komast af stað.
“Eg á við þetta að bátsferðir fyrir stúlku
og pilt rétt um sólaruppkomu, er ekkert við-
vaningslegt. Verið ekki svona gremjulegur á
svipinn, George. Eg segi þetta bara til þess að
leiðbeina Consuelo. Eg hugsa, að eg sé ekkert
eldri en hún; en þetta er annað árið mitt í fé-
lagslífinu, og eg hefi ekki búið alla æfi í Devon-
shire eða Peckham eða nokkrum öðrum stað úti
í sveitunum. Eg ætla bara að benda henni á
það í bróðerni, að bezt sé fyrir hana að fara
gætilgea, vilji hún ekki fá á sig óorð. Það er
nóg talað um hana eins og er.”
“Þetta er bara þvættingur, og það vitið
þér sjálfar, Diana,” sagði Sir George og leit
hana með svip, sem eg hefði ekki viljað að hefði
litið á mig með. “Það liggur víst illa á yður í
morgun og langar til að troða illsakir við aðra.”
“Þér eruð bæði ósvífinn og auvirðilegur,
góðurinn minn,” sagði hún ofsareið.
Sir George svaraði þessu engu, en réri burt,
en eg gat eigi að mér gert að segja:
“En þó sögðust þér hafa tínt vatnsliljur
með honum í fyrra.”
“Það var alt annað. Eg hélt að þér vissuð
að við Sir George vorum gamlir kunningjar.”
Hún sneri við mér baki og beindi nú allri
athygli sinni að svönunum. Ekkert vissi eg um
hvor okkar sigraði í þessari sennu. En hitt vissi
eg að þetta snerti mig mj ög óþægilega, og virtist
sem ferð þessi, sem eg hafði hlakkað svo til,
mundi verða alt annað en skemtileg.
“Var það í raun og veru rangt fyrir mig að
fara þetta?” spurði eg dauf í dálkinn.
“Nei, alls ekki,” svaraði Sir George. “Hald-
ið þér að eg hefði stungið upp á þessu, eða Lady
Sophía hefði leyft það, ef það væri rangt? Diana
var í illu skapi og hún lét það bitna á okkur.
Verið ekkert að hugsa um hana, verið glaðar og
brosið. Það var fjarska vingjarnlegt af yður
að koma þetta með mér, og eg hefi verið and-
vaka í alla nótt, svo mjög hlakkaði eg til að
fara þessa ferð með yður einni eftir ánni. Eg
ætla ekki að leyfa Díönu Dunbar að skemma
fyri mér þessa ánægjustund.”
“Æ, ef hann segði nú þetta í alvöru, en ekki
til að hugga mig,” hugsaði eg. .
Vatnsliljurnar voru eins og ábreiða í lítilli
tjörn, sem var á landareign vinar Sir Georgs,
og hafði þessi vinur hans veitt honum leyfi að
róa þangað og tína liljur, ef hann vildi. Við
komustum þangað á tuttugu mínútum, en Sir
George varð að bera bátinn spölkorn yfir engið
til að komast að tjörninni, og svo rérum við á
meðal hinna dökku vatnslilju blaða.
Við lásum hinar stóru, hvítu liljur, sem
skinu á meðal hinna dökkgrænu blaða, og enn
einu sinni, er við lutum niður til að ná í sama
'blómið, mættust hendur okkar.
Mig langaði ekkert til að líta upp, en gat
samt ekki við því gert, því það var eins og augu
mín væru dregin af ómótstæðilegu segulmagni,
að mæta augum hans. Og þar las eg það, sem
eg hafði aldrei lesið fyr í augum nokkurs manns
eða konu.
“Consuelo”, sagði hann, og hendi hans lok-
aðist um fingur mlína, svo að við héldum bæði
um blómið. Hendi hans var svo sterk, að það
var eins og hún hefði einnig náð taki á sál minni.
“Eg verð að játa nokkuð fyrir yður,” sagði
hann lágt, —og svo þarf eg að spyrja yður að
einni spurningu, sem eg óska að sé svarað að-
eins á einn veg, og það svar þrái eg frekar en
nokkuð annað í þessum heimi.”
“Halló, þið þarna! Eg vona að þið hafið
ekki tekið allar liljurnar,” sagði Weyland höf-
uðsmaður fast hjá okkur.
Við litum upp og hendur okkar skildust í
snatri. Á bakka litlu tjamarinnar stóð hinn
ungi herforingi, klæddur hvítum sumarklæð-
um, og við hlið hans stóð Diana Dunbar.
“Ekki höfum við tekið þær allar, en eins
margar og við þurfum, og ætlum nú að halda
heim,” sagði Sir George með breyttum rómi.
“Það ætlum við líka að gera, því við vorum
send til að iíta eftir ykkur,” sagði Díana.
Sir George beit á vörina.
“Það er alt of mikil fyrirhöfn,” sagði hann
þurlega. “En mér þætti gaman að vita hver var
svo hugulsamur um okkar velferð, að hann
gerði ykkur slíkt ómak?”
“Ó, mér var ljúft að gera þetta,” svaraði
Díana án þess að svara spurningu hans. “Og
Jerry er svoddan gæðablóð. Gerið svo vel og
bíðið nú svotítið, svo við getum fengið okkur
fáeinar vatnsliljur, þér virðist gleyma því að
fleirum getur þótt gaman af þeim en Miss Brand
einni.”
Við biðum. Eg held helzt að við höfum
haldið áfram að tína liljumar, en eg veit það
ekki með neinni vissu. 1 hjarta mínu hljómuðu
tónar, nýir tónar og lokuðu þeir úti öll önnur
orð og athafnir, sem gerðust í umhverfinu.
Fyrst þótti mér hörmulegt, að Díana hefði
komið okkur svona í opna skjöldu; hún hataði
mig þrátt fyrir það, að hún nefndi mig í hverju
orði, “sína kæru Consuela”. Hefði eg verið hjá-
trúarfull, mundi mér hafa fundist þetta illur
fyrirboði. En eg var of hamingjusöm til að hjá-
trú festi rætur í huga miínum, og þegar eg hugs-
aði um þetta nánar, þótti mér næstum vænt um,
að Sir George komst ekki lengra með það, sem
hann ætlaði að segja.
Eg hafði heyrt nóg til að vera í sjöunda
himni, og eg var næstum full viss um, að þetta,
sem hann þráði meira en nokkuð annað á jarð-
ríki, var ást mín. Eg var viss um þetta, því eg
hasfði lesið það í augum hans.
Eg reyndi að tala og líta út eins og vandi
minn var, en mér virtist sem Sir George reyndi
ekkert að leyna því, sem í huga hans bjó. Eitt-
hvað í framkomu hans sagði mér, að hann áliti
sig kominn svo langt, að honum væri sama, þótt
allir sæju það, og að hann væri einráðinn í að
halda sér við.efnið.
Díana og Weyland höfuðsmaður hóldu sig í
nánd við okkur, og töluðu án afláts. Viissi eg
það eins og ósjálfrátt, að það var tilgangur
hennar að hindra okkur, Sir George, að tala
neitt frekar saman, nokkuð það, sem allir mættu
ekki heyra. Hún hafði sem sé verið þess vís, að
Sir George hefði farið þessa ferð með mér í
bátnum í vissum tilgangi og hafði hún strax
ásett sér að hindra samtal okkar.