Heimskringla - 23.04.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.04.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. AFRIL 1947 OSKHW Ef Dáana hefði orðið eftir til að njósna, mér hafði heyrst eg heyra ein'hvem hávaða meðal runnanna, er eg flúði út úr trjágarðinum, en eg hafði huggað mig við að þetta væri skrjáf- ið í laufunum, og það var það sjálfsagt, og nú gat eg huggað mig við þá tilhugsun, að eg hefði sloppið bæði frá vinum og óvinum. Það er löng leið frá Ghansey í Surrey til Lull í Dorsetshire, og einhverstaðar varð eg að skifta um lestir. Klukkan var 4 þegar eg fór frá Chansey, og var orðin meira en níu þegar járnbrautarþjónn í Lull yísaði mér leið heim til húss Miss Smith. Granley var í hans augum að minsta kosti, þýðingarmikill staður þar um slóðir; þvií að hann talaði um Miss Smith með mikilli virðingu . Eg komst á hálfum tíma frá þorpinu út að húsi Miss Smith, en hún væri ekki heima, sagði maðurinn. Hann sagði að það gerði mér ekkert til. Hann hélt víst að eg væri vinnukona, sem hefði einkennilegan smekk hvað klæðnaðinn snerti. Eg varð dauf í dálkinn við þessar fréttir. Mér hafði fundist það vafasamt hvort rétt væri fyrir mig að heimsækja hana svona seint, og var viss um að réttara væri að koma þangað næsta dag. Eg þakkaði manninum fyrir upplýsing- arnar og hélt leiðar minnar, án þess að svala forvitni hans hvað mig snerti. Skamt frá stöð- inni fann eg lítið gistiihús. Er eg hafði keypt mér fargjaldið hafði eg eftir fjögur pund og fáeina shillinga er eg batt í vasaklútinn minn. Eg tók frá þessari upphæð það, sem næturgreiðinn á gistihúsinu mundi kosta, og vísuðu þeir mér til herbergis með dræmingi. Rúmið var hart viðkomu og óróleiki hugs- ana minna truflaði svefn minn, svo að mér fanst nóttin óendanlega löng. Eg fór því snemma á fætur og að afloknum óbnotnum morgunverði, lagði eg af stað til Granley. Úr því að Miss Smith var að heirnan kvöld- ið áður, var eg viss um að hún hefði komið heim snemma. Hún var ekki kona, sem mundi vera seint úti á kvöldin, og hún fór sjálfsagt snemma á fætur. Hún mundi furða sig á að sjá mig í svona einkennilegum búningi. Granley var miklu fallegri staður en eg hafði hugsað mér eftir lýsingu Miss Smith af heimili sínu, en eg mundi eftir að hún hafði sagst vera auðug. Fyrir fáum mánuðum síðan áður en eg hafði séð eins mikið af heiminum og eg nú hafði séð, mundi mér hafa fundist heimili Miss Smith frábærlega mikilfenglegt, en nú gekk eg tiltölu- lega rólega upp að framdyrunum og hringdx dyrabjöllunni. Stúlka með kappa og hvíta svuntu kom til dyranna, hún starði forviða á þessa einkenni- legu döipu sem stóð úti, og á svip hennar mátti sjá vanlþóknun. “Er Miss Smith heima?” spurði eg eins merkilega eins og eg gat, en það var ekki auð- velt, því að eg vissi hvernig eg var í útliti. “Nei, Miss Smith er ekki heima,” sagði stúlkan valdsmannslega. “Og eg skal segja yður, stúlka mín, að það væri heppilegra fyrir yður að koma að bakdyrunum.” Eg auðmýktist mikið við þessa áminningu, en vildi samt ekki hverfa frá að svo búnu. “Eg er vinkona hennar,” sagði eg. “Mér þykir slæmt að hxín er ekki heima; — en” “Hún er á ferðalagi,” svaraði stúlkan. “Ó!” sagði eg skelfd. “Hvað lengi verður hún að heiman?” “Það getur vel verið að hún komi heim á morgun; en svo getur Mka vel verið að hún komi ekki þeim fyr en cftir viku, hún kvað ekkert á um það, hvenær hún kæmi heim.” “Er hún ennþá ií Loncíon — hjá Mrs. Leath- erby-Smith?” spurði eg og vonaði með þessu að sanna stúlkunni, að eg þekti til fjölskyldunnar. En ekki gat eg hugsað mér að hún væri ennþá í bænum, því að Miss Smith virtist vera kona, sem vissi hvað hún vildi, og hún hafði sagt mér, að hún yrði ekki í London nema stutta stund. Þó gat það verið--- “Hún er ekki í London”, sagði stúlkan. “Eg get ekki sagt yður hvar hún er, fremur en eg veit, hvenær hún kemur heim.” Eg þurfti ekki að spyrja um fleira. Eg tautaði eitthvað í kveðjuskini og hafði mig af stað. Hurðin að hinu virðulega heimili Miss Smith, lokaðist og aumingja flækingurinn í Ijóta, rauðbrúna kjólnum vissi ekkert hvað til bragðs skyldi taka. Eg reikaði lengi um án þess að vita hvað eg var að fara. Eg óttaðist að fara til London og leita til atvinnuskrifstofanna þar, en það hafði eg ætlað mér að gera þegar eg yrði rekin út úr æfintýralandinu. Ekki hafði spámannsgáfan búið í mér í þá daga; því mig hafði aldrei órað fyrir, að eg mundi á svona óvæntan og barkara- legan hátt vakna af hamingju draumunum. Eg hafði hugsað mér það svona, ef í hið versta færi: Lady Sophiía kynni að verða leið á mér og gefa mér bendingu um, að nú væri mál komið fyrir mig að hafa mig af stað. Ef hún gæfi mér siíka bendingu, mundi eg þakka henni fyrir allar þær gleðistundir, sem hún hafði veitt mér og hvextfa svo með fúsu geði inn í gleymsk- una. En nú fanst mér að gleymskan mundi eigi verða mér til bjargar. Allir sem sæu mig mundu þekkja hina hröpuðu stjörnu. Lady Sophlía mundi brátt frétta til mín og sækja mig; þess- vegna þorði eg ekki að fara til Lnodon. En hvað átti eg til bragðs að taka? t 22. Kapítuli “Það getur vel verið að hún komi á morg-, un; en svo getur vel verið að hún komi ekki fyr en eftir viku.” Eg hugsaði um þessi orð, sem þjónustu stúlka Miss Smitih hafði sagt við mig, og gáfu þau mér nokkra von, því að mér kom nú til hugar, að eg gæti dvalið í nágrenninu, þangað til hún kæmi heim. Ef eg fyndi ódýrt húsnæði, gat eg dvalið þarna um hríð. Lull var föst við sjónin; rétt hjá var fiskiþorp og í einhverjum kofanum gæti eg sjálfsagt fengið húsnæði. Eg ætlaði að skrifa Miss Smith, og vonaði að bréfinu yrði framvísað fiá Granly. Egætlaði Mka að skrifa Önnu, sem áreiðanlega mundi ekki segja frá dvalarstað mínum, og spyrja hana, hvort hún vissi hvar Miss Smith dveldi nú. Þessi hugsún veitti mér verkefni og dreifði huganum frá þessu atriði, sem hann hafði snúist um síðustu hklukkutiímana. Eg flýtti mér til þorpsins og keypti mér í búð einni fáeinar nauð- synjar, því ekkert hafði eg meðferðis, þegar eg lagði af stað að heiman. Eg keypti mér Mtinn, dökkan hatt og efni i dökkleitan kjól og hlakk- aði til að geta tekið til að sauma hann. Hlaðin þessum kaupskap, sem var í ódýrri ferðatösku er eg einnig hafði keypt, gekk eg til fiskiþorpsins. Mörg húsanna auglýstu herbergi til leigu, og barði eg að dyrum að fallegu, litlu húsi hxeð svolitlum grasbletti fyirr framan og blóma beðum. Eg hafði búist við að húsmóðirin þar væri hreinleg og dygðarík, en hún var auk þess svo móðurleg og vingjarnleg, að eg hafði eigi búist við að mæta sMku. Hann horfði vingjarnlega á hið raunalega og þreytulega andlit mitt, en henni leist auð- sæilega ekki á ljóta kjólinn minn, og verðið sem hún bað um fyrir herbergið var hærra en eg hafði búist við. “Eg er hrædd um að eg verði að Mtast um eftir einhverju öðru,” sagði eg og vonaði að hún mundi slá svolítið af leigunni. “Mér þykir það slæmt,” sagði hún eins og hálf hikandi, “en við getum fengið þá leigu, sem við biðjum um, því að hingað leita sumar- gestir, einkum í ágúst.” Eg var enginn boðgestur, það var auðsæi- legt, en mig langaði svo til að vera hjá þessari konu og kveið svo fyrir að leita fram og aftur. Eg var svo raunamædd að tárin tóku að streyma úr augum mínum og hrundu ótt og títt. Eg stamaði fram einhverjum kveðjuorðum og sneri í burtu til að hylja sorg mína; en hin góða kona hljóp á eftir mér. “Grátið ekki svona, auminginn litli,” sagði hún. “Þér skuluð víst fá að vera hérna!” Eg held að hún hafi gripið í ljóta rauða kjólinn minn og svo dró hún mig inn í húsið; en eg sá alt eins og í þoku vegna táranna, og svo hélt hún mér í fanginu og eg hvíldi höfuðið við öxl hennar. “Þér skuluð bara borga það, sem yður sýn-. ist og hafið efni á að borga,” sagði konan og þerraði af mér tárin með hreinu handklæði, sem hékk á bak við reykháfinn, svo klappaði hún mér og flýtti sér svo í burtu til að rtá mér í mjólkurglas og sneið af jólaköku. “Þér enið svo vingjarnlegar og góðar við mig,” sagði eg grátandi. “Eg er svo einmana og óhamingjusöm. Eg strauk að heiman og — og eg get aldrei snúið til baka.” “Vesalings barnið! Eg vona að þér hafið ekki strokið til að giftast einhverjum unglingn- um, og að hann hafi svo svikið yður þegar til kom? Slíkt kemur stundum fyrir.” “Nei, þvert á móti, eg strauk frá ungum manni,” sagði eg. Eg drakk nú mjólkina og át kökuna og það varð svo að samningum, að eg skyldi fá svefn- herbergi og stofu hjá konunni og borga henni sex shillings um vikuna. Eg gat ekki sagt henni hversu lengi eg yrði þarna, kanske viku og ef til vill lengur. En eg sagði henni að eg vildi gjarnan fá mér vinnu. Mrs. Rye, en svo hét húsmóðirin, sagði að stundum væri auglýst eftir vinnu í blaðinu, sem væri gefið út í þorpinu. Maðurinn hennar gaf það út, og auk þess væri einn vina þeirra kaup- andi að einu Lundúnablaðinu, og lánaði hann þeim það, og þar gæti eg séð hvort eg fyndi nokkuð, sem væri við mitt hæfi. En á meðan eg væri þar skyldi hún sjá um mig, og það skyldi ekki Mða á löngu þangað til eg yrði glöð og ánægð á ný. Eg skrifaði nú Miss Smith, að eg væri farin frá Lady Sophiíu de Gretton og ætti hvergi að- setursstað. Ef hún myndi eftir sínu vingjarn- lega tilboði að vera vinur minn og hjálpa mér til að finna atvinnu, mundi eg vera henni mjög þakklát. Eg sagði henni hvar eg væri til heim- ilis, og Mrs. Rye sagði að allir þektu Tómas hennar, sem væri bezti fiskimaðurinn í þorpinu. Við Önnu var eg opinskárri. Eg sagði henni ekki alla sögu mína, en aðeins, að eg væri farin frá Lady Sophíu af því að eg óttaðist, að þessir nýju vinir mlínir væru ekki hreinskilnir við mig. Eg bað Önnu að segja engum hvar eg væri niður komin. Mér liði fremur illa, en vonaði að mér liði betur ef eg gæti fengið einhverja atvinnu. Ef hún vissi nokkuð um hvar Miss Smith væri niður komin, þætti mér vænt um, ef hún léti mig vita um það. Eg bað hana að láta mig vita ef hún hefði heyrt nokkuð um Lady Sophíu eða Sir George Seaforth. # Bréfin voru send og eg sat og beið eftir svari í húsi Mrs. Rye. Eg varði tímanum að sauma og snlíða svarta kjólinn og hjálpaði Mrs. Rye mér góðfúslega yfir mestu örðugleikana og marga leiðinda stund. Þegar kjóllinn var tilbúinn og eg hafði farið í hann í staðinn fyrir ljóta, rauða kjólinn, horfði Mrs. Rye á mig svo undrandi, að eg varð alveg upp með mér. “Eg sá strax að þér voruð falleg, góða mín,” sagði hún, “en nú get eg Mka séð að þér eruð heldri stúlka.” Þremur dögum síðar fékk eg bréf frá Önnu. Bréfið var skrifað til Miss Constance Burns, eins og eg hafði beðið hana um og var á þessa leið: Kæra Connie: Mér þykir leiðinlegt að keyra að þú hefir orðið fyrir óþægindum, en þú ert altaf svo heppin og þessvegna vorkenni eg þér ekki eins mikið og eg annars mundi háfa gert. Mér finst skynsamlegast að þú bíðir heimkomu Miss Smith. Hún og húsmóðir mlín eru engir perluvinir sem stendur, og því veit eg ekkert um hvar Miss Smith dvelur. En hún á eign í Yorkshire, sem hún selur á leigu og minnir mig, að hún sé að leigjia þá eign á ný. Hún hefir kanske farið til að sjá um eign þessa. Hún kemur sjálfsagt bráðlega heim, því að hún hatar að vera lengi að heiman frá köttum sínum og hundum og einkum apanum. Ef þú kemur ár þinni vel fyrir borð, getur þú kanske fengið þér atvinnu við að vera eins- konar barnfóstra fyrir apann. Skrifaðu mér umfram alla muni hvernig þér gengur. Þín einlæg, Anna. Ekki orð um Lady Sophíu eða aðra, sem eg spurði um. Og svona kuldalegt og þurt bréf. Eg skildi það ekki. “Lítið á, ungfrú, hvað eg hefi fundið handa yður,” sagði Mrs. Rye, fimta daginn, sem eg var hjá henni. Hún færði mér morgun matinn, og er hún hafði lagt bakkann niður tók hún blaðið, sem hún hafði haft undir handleggnum. “Hérna er ágætis auglýsing,” sagði hún. “Verk handa yður hérna fast hjá.” Hún stóð sigri hrósandi við hlið mína á meðan eg las eftirfarandi auglýsingu í blaðinu: “Starf til boða — Ung og vel uppalin stúlka getur ^trax fengið stöðu, sem ritari hjá öldruðum blindum manni. Tveggja tíma vinna á dag. Tveggja mánaða frá á ári, ef óskað er. Frítt húsnæði, fæði og hátt kaup. Lysthafendur snúi sér helst persónulega til íbúandans á Ar- rich Hall, Swanage Road, Lull.” “Þetta hlýtur að vera hérna fast hjá þorp- inu,” sagði eg. “Nei, ungfrú, ekki fast hjá; það er hér um bil klukkufíma ganga héðan. Næsta hús er Granby, heimili Miss Smith. Arrioh Hall hefir staðið autt árum saman. Fólk segir að þar sé dnaugagangur, en það er auðvitað tóm vitleysa, og ekki trúi eg sMku. En húsið er mjög afskekt, ekki verður því neitað. En það gerir ekkert til fyrir blindan, gamlan mann. Hann hlýtur að vera fluttur þangað nýlega, því eg hefi ekki heyrt að húsið væri leigt.” “Þetta virðist aðlaðandi fyrir mig,” svaraði eg. “En það verða sjálfsagt margir umsækjend- ur um þvíMka stöðu, svo að þýðingarlaust er fyrir mig að sækja um hana.” “Auglýsingin er alveg ný,” sagði Mrs. Rye, “og ef þér farið þangað út, verðið þér sennilega hin fyrsta, sem sækir um starfið. Þhð getur hjálpað yður dáMtið. “Já, eg ætla strax að fara þangað,” sagði eg “þótt eg hafi litla von um erindislokin.” “Það er sorglegt að gamli maðurinn skuli ekki geta séð yður,” sagði Mrs. Rye, “en hann getur þó heyrt málróm yðar, því að hann hefir góða heyrn.” Skömmu síðar var eg á leiðinni til Arridh Hall, hins einmanalega húss, sem fólk sagði að reimt væri í. Eg var í nýja svarta kjólnum mín- um, og með nýja, litla hattinn, og fann til þess, að eg var sómasamlega til fara, og var að leita mér að atvinnu. Eg gekk framhjá Branby og leit löngunar- augum heim að húsinu, er gægðist fram milli trjánna. Eg gat séð að gluggatjöldin voru dreg- in fyrir til hálfs, og efaði ekki að Miss Smith var ekki heima. Þegar eg kom fram hjá Granby fanst mér vegurinn langur. Leiðin var öll upp á móti og sólskinið var heitt. Umhverfið var einmana- legt. Eign Miss Smifh og Arrich Hall lágu saman, og ekkert hxis var á milli. Á milli land- areignanna var forn og mosavaxin steingirðing, og virtist vera í niðurmíðslu. Ekki sást húsið frá veginum. “Það var rétt eins og höllin hennar Þymirósu”, hugsaði eg. Vanrækslan, sem var áberandi í útliti þess, stafaði auðvitað af óorðinu, sem á því var, en nú þegar farið var að búa í því, mundi alt breytast til batnaðar. Jafnvel þótt nýi leigjandinn væri blindur, mundi hann sjálfsagt krefjast sóma- samlegrar umgengni, og garður og trjágarður mundu verða lagfærðir. Eg gekk í gegn um brotna grind eftir stíg, sem var vaxinn háu grasi. Eg hafði sjálfsagt gengið einar fíu mínútur eftir stiígnum þegar eg kom að bugðu og andspænis mér sá eg gam- alt hús úr tígulsteini frá dögum EMsalbetar drotningar. Eg hringdi dyrabjöllunni með hálfum huga og hrökk við er eg heyrði hve hátt hún klingdi inni í húsinu. Mér fanst eg vera altof auvirðileg persóna til að gera svona mikinn hávaða. Hurðin var opnuð næstum í sama vetfangi af öldruðum þjóni, sem leit út eins og virðu- legur herbergisþjónn, en ekki eins og venju- legur þjónn, sem verður að opna hurðina ,í hvert skifti og hringt er. Hann bauð mér inn í stóra forstofu, sem var illa umgengin með fáum og Ijótum húsgögnum. “Eg kem samkvæmt auglýsingu í “Lull’s fréttum”,” sagði eg hálf hikandi. “Gott er það, ungfrú,” svaraði þjónninn. “Vill ungfrúin ekki fá s^r sœti og bíða svoiítið. Við eruim nýflutt inn og ekkert er komið í lag. HÚ9bóndinn er rétt að tala við unga stúlku, en eg hugsa að hann geti bráðlega v^itt yður við- tal.’s Eg varð döpxfr við að heyra að önnur væri komin á undan mér, en óx samt kjarkiír, er þjónninn fylgdi hinni ungfrúnni út; hún var fullorðin með þunnar varir, sem gáfu til kynrta, að hún væri skrækróma og hefði skerandi rödd. Eg fylgdist með þjóninum yfir forstofuna inn í þröngan gang. Hann barði þar að dyrum. “Afsakið að eg rís ekki á fætur, Miss Burns,” hvíslaði undarleg rödd, sem bar vott um að eitthvað var að gómnum eða munnurinn væri fullur af smásteinum. Eg er svoddan aum- ingi til heilsunnar, að eg get varla staðið á fót- unum, auk þess, sem eg er sviftur einni h'elztu blessun mannlegs Mfs, sjóninni. Viljið þér sitj- ast á stólinn hérna hjá mér?” Eg settist í stólinn, sem auðsæilega hafði verið sæti stúlkunnar, sem var ný farin. Hús- ráðandinn í Arriöh Hall sat með bakið að glugg- anum, er vaf byrgður dökkum gluggatjöldum, en eg sneri andlitinu að honum. Eg bjóst við að blindni hans væri þeirrar tegundar, sem þolir enga birtu, því að herbergið var ekki einu sinni hálf dimt heldur hafði maðprinn stórt skygni, sem byrjaði upp við hársrætur og var svo stórt. að það varpaði skugga á alt andlitið, svo að nef- broddurinn einn sást og fyrir neðan hann þykt og sítt, hæruskotið skegg sem féll ofan á brjóst- ið. Hann hélt í annari hendinni á göngustaf með gullhnúð og var klæddur innikápu með mkilu útfiúri, sem hlaut að vera frá Indlandi. Annar fóturinn var hulin umbúðum og hváldi á háfættum skemli. Auk allra annara meina, virt- ist maðurnin þjást af gigt í fótunum. Eg tók á ný að segja frá erindinu. Eg hafði tæplega tekið til máls er hann hrökk við og laut áfram eins og hann væri að hlusta með atihygli. “Ó hvíiík rödd!” hrópaði hann, “þetta er það sem eg hefi lengi þráð. Miss Burns, viljið þér gera svo vel og taka einhverja bókina þama á borðinu, sem hlýtur að vera rétt hjá yður, og lesa upphátt eins og hálfa blaðsíðu fyrir mig?” Eg gerði eins og hann bað og greip bók af hendingu og fór að lesa. Bókin var eftir Mere- ditih, “Díana frá Vegamótum”. Eftir fáeinar miínútur bað hann mig vin- gjarnlega að hætta lestrinum. “Þetta dugar,” sagði hann. “Þér gátuð ekki valið neitt örðugra en bók eftir Mieredith, Sem oplnberar sína leyndu meiningu aðeins fyrir fá- einum útvöldum. Þér eruð ein hinna fáu. Þér syngið víst líka? Þér hafið fallegan málróm. Hafið þér æft rödd yðar?” “Móðir miín hefir geft mig,” svaraði eg áköf. “Hún 9Öng betur en nokkur önnur kona, sem eg hefi heyrt.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.