Heimskringla - 23.04.1947, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.04.1947, Blaðsíða 1
vVe recommend tor /our approral our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 I__________Frank Hannibal, Mgr | LXI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 23. APRIL 1947 NÚMER 30. HEIMSKRINGLA ÓSKAR AÐ FÖGRUM 0G FORNUM ISLENZKUM SIÐ GLEÐILEGS SUMARS! 21 árs Elizabeth prinsessa Bretlands varð 21 árs s. 1. mánudag (21. apríl). Hún er nú stödd í Capetown í Suður-Afríku. En á afmælisdaginn flutti hún ræðu, sem útvarpað var innan Breatveldis. Kvað hún starf sitt til daganna enda verða helg- að velferð þjóða brezka ríkisins. Hún sagði að þó hún væri um 6,000 miílur frá landinu, sem hún væri fædd í, fyndist sér, að hún vera heima hjá sér. Svo hefði það Verið hvar sem hún hefði ferðast um hina fögru Suður-Afríku og Rhodesia. Heillaóskum og gjöfum rigndi til hennar á afmælinu. FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Danakonungur dáinn Kristján X Danakonungur lézt síðast liðinn sunnudag. Hann var ?6 ára og hafði verið við stjórn í 35 ár. Hann tók við völdum 12. maí 1912, að föður sínum Friðriki VIII látnum. I stríðinu sem hófst 1914 hepn- aðist honum að halda landi sínu lilutlausu. 1 siíðasta stríði hófu Þjóðverj- ar innrás í Danmörku 9. apríl 1940. Kaus hann þá uppgjöf til að bjarga landinu frá eyðilegg- ’ugu. Innrásarliðið lét hann í Iriði þar til 1943, að því þóttu Danir ósamvinnuþíðir og lokuðu þeir þá konunginn inni í Sorgen- Irí-kastalanum. Kristján var tilkomumikill stjórnari; hann var 6 fet og 7 Þumlunga á hæð og tignarl'egur a svip og virtur og elskaður af Þegnum sínum. Þegar fréttin ^arst út um að konunginum hefði þyngt, söfnuðust um 5,000 ^anns saman fyrir utan kon- Ungshöllina. Er lát hans var til- ^ynt, hrutu mörgum tár af aug- um. Islendingar munu lengi minn- ast viðhorfs Kristjáns konungs í sJalfstæðismáli þeirra með þakk- látum huga. Leifar Kristjáns verða í Hró- aldsdómkirkju lagðar. Við konungsstjórn hefir Frið- rik sonur hins látna konungs tekið. Er hann 48 ára, hinn tígu- ^egaisti á velli og aðeins einum Þumlungi lægri en faðir hans. Uann er mjög sbnghneigður sagður, hefir ferðast mikið og 'nn eini Danakonunga, er num- *ð hefir í sjóliðinu. Hinir hafa allir verið í lahdhernum. Hann er útskrifaður bæði úr skóla flot ans og frá Kaupmannahafnar há- skóla. Koná hans, Ingrid drotning, er einkadóttir sænska krónprinsins og er sögð flestra eða allra drotn- inga fegurst í heimi. Þau eiga þrjár dætur. Nýi konungurinn er sagður njóta mikilla vinsælda hjá þjóð sinni nú þegar. íslenzk kona erfir $240,000 Margrét Laxdal Sijðast liðna viku barst ís- lenzkri konu í Winnipeg, sem Miss Margrét Laxdal heitir frétt um það, að hún væri erfingi að $240,000, sem maður að nafni Thomas B. Campbell hefði áskil- ið henni í erfðaskrá sinni, en hann dó 30. júní 1946 í Minne- apolis. Miss Laxdal var um tvítugt, er hún kom til Winnipeg frá Norður-Dakota og byrjaði að vinna á hóteli, er Korsíkumaður hafði reist, er Frank Marriaggi hét og bar gistiihúsið nafn hans. Síðan varð eigandi Marriaggi hótelsins Campbell sá, er nú er látinn og hafði Miss Laxdal unn- ið mjög lengi hjá honum og starf hennar sjáanlega verið mikils metið. En hótelið hefir Campbell nú fyrir löngu selt og hefir síðari árin stundað umboðssölu. Miss Laxdal vann um skeið hjá T. Eaton félaginu, en mun hafa verið hætt störfum; hún er 68 ára að aldri, kom ung til Graðar-bygðar í N. Dak., og naut þar barnaskólafræðslu. Afnám verðlags-eftirlits Því miðar nú óðum áfram, og kom einhver hin stórkostlegaista skriða á því. sviði þessa síðustu daga. Hon. J. A. Mackinnon, verzlunar og viðskiftamála-ráð- herra gaf út heilan lista varnað- ar, er verður ekki undir verðlags eftirliti eftir 21. þ. m. Er þar meðtalið mikið af ýmsri fæðutegunda framleiðslu, svo og margir aðrir hlutir svo sem: leður, postulín og leirvör- ur, og allar tegundir togleðurs- framleiðslu nema teygj ubönd (elastic^ sem klædd eru að utan með bómull. Alls voru í skýrslu þessari talin upp 136 vöru-teg- undir, er verðlags-áfnámið nær til. Einnig vóru í yfirlýsingu þess- ari taldur upp þær Vöru-tegund- ir, sem halda áfram að vera háð- ar eftirlitninu svo sem: 1. Vissar fæðutegundir, sök- um samninga Canada við ríkja- samband Breta, UNRRA, vegna bindandi loforða við alþjóðlega bráðábirgða vistaráðið. 2. Baðmull, ull, hálfsilki og nylon vefnaðarvörur, sökum heimilisþarfa. 3. Byggingarefni, þar með tal- ið viður, naglar, lagningapípur og þessháttar, sökum þess, hversu þörfin er mikil og sár fyrir að koma upp eins miklu af nýjum húsum og mögulegt er. 4. Járn og stál, þar sem svo mikill skortur er á því, og hin mesta hætta á því, að afnám verðlags á þeim vörupi, valda margvíslegum ruglingi í sam- bandi við járn og stál, sem hin mesta þörf er á í margskonar vörur til útflutnings. 5. Vopn, skotfæri og verkfæri til hernaðar eða stríðsbúnaðar —- af hernaðarlegum ástæðum. “Ilt öl, og illa drukkið” Frá PalestínU — 1 síðastliðinni viku var Dov Gruner, fyrrumj hermaður í brezka hemum, líf-1 látinn (hengdur) og þrír aðrir uppreisnarfélags-menn í Acre- fangelsinu, en á meðan á því stóð, vóru 100,000 brezkir her- meni/ á verði gegn uppreisnar- árásum, sem fyllilega var búist við. Aftöku þessa uppreisnar- manns, Dov Gruner, hefir verið frestað oft á síðastliðnum mán- uðum, og stundum jafnvel litið svo út, að brezk hervöld neydd- ust til að láta hann lausan. Leyni-uppreisnarsamtökin — Irgun Zvai Leumi, sem Gruner og hinir aðrir er líflátnir voru tilheyrðu, hafði þrásinnis varað VEITIÐ ATHYGLI Ákveðið hefir verið að sýna 2 stutta ísl. sjónleiki í kirkjusal Sambandssafnaðar í Winnipeg, miðvikudags og fimtudagskveld, 14. og 15. maí næstkomandi. Er nafn annars leiksins “Dag- setur”, og er hann frumsaminn á íslenzku. Er hann alvarlegs efnis. Hinn leikurinn er gleðileikur, þýddur, “1 borgarafötum”. Ættu báðir þessir stuttu leikir að verða sæmileg kveldskemtun. Sjónleikir þessir verða sýndir að tilhlutun Leikfélags Sam- bandssafnaðar í Winnipeg. Félaginu hefir fatast um fram- kvæmdir á sýningu ísl. sjón- leikja nú um nokkur undanfarin ár, mun það að sjálfsögðu hafa verið af óbeinum völdum og á- hrifum stríðsins. En marga sæmilega úr garði gerða leiki, hefir þó félagið sýnt á liðnum árum, þrátt -fyrir ó- heppilegan húsakost, ófullnægj- andi leiksviðs-aðbúnað, og marga aðra trúlega og ótrúlega örðug- leika. Getur íslenzkur almenningur, er mörgum sinnum hefir notið uppbyggilegra gleðistunda á leikmótum félagsins, ekki betur sýnt að hann meti tilraunir þess fólks, er lagt hefir á sig ótak- markað erfiði, óþægindi og kostnað endurgjaldslaust, svo áratugum skiftir, — en með því að sækja leiki þ#ssa af allri alúð. Eigi þarf að taka það fram, að vandað mun eins mikið til þess- ara sjónleika, eins og framast eru föng á. Verður nánara frá þessu sagt síðar. R. St. Breta við, að félagið myndi fyr- ir .alvöru hefja endalausan ófrið á hendur þeim, ef Gruner yrði tekinn af lífi. Skeyti barst tal- þráða og skeyta-stöðinni v Jer- úsalem, er hafði það eftir leyni- félags-útvarpinu, að 10 háttsettir brezkir herforingjar yrðu hengd- ir á götum úti í þeim hluta Pal- estínu, sem Gyðingar búa, í stað hvers eins af þeirra meðlimum, (píslarvottum) er Bretar myrtu. Lt. Gen. Sir Alan Cunning- ham, aðal-yfirmaður Breta í Palestínu, gaf skipanir um að allar hersveitir Breta í Palest- fnu yrðu settar á varðstöðvar, daginn sem aftaka Gruners fór fram, og algert umferðabann í þeim hluta, er Gyðingar byggja. Tveimur klukkustundum eftir bannið, birtust auglýsinga- spjöld í öllum götum, er á var letrað: “Mannslíf fyrir manns- láf! Auga fyrir auga! Tönn fyrir tönn“, og enn fleiri hótanir frá uppreisnarfélögum Gyðinga um ægilegustu ‘ hermdarverk, í hefndarskyni fyrir líflát þessara manna. Má tæplega á milli sjá, hvern- ig öllum þessum ógnum lýkur. Forsætisráðh'erra Kína 1 síðastliðii»ni viku varð Gen., Chiang Chun forsætisráðherra lýðveldisins í Kína. Gen. Chun hafði unnið í tveimur mikils- varðandi nefndum, er leituðust af aleíli við að enda borgarastyrj öldina í Kína, og koma á frið- Heiðruðu íslendingar: Hér sjáið þið mynd af einum þeim mikilvirkasta og fjölhæf- asta smið af íslenzkum ættstoð- um borinn sem lifað hefur hér í fylkinu Manitoba, hr. Jón Rögn- valdsson Skagfirðing, hann er fæddur 13. máí 1870 að Hólkoti á Reykjaströnd. Sonur Rögn- valdar Jónssonar smiðs, þá bónda þar, og konu hans Sigur- laugar Guðmundsd., ættaðri úr Hegranesi í sömu sýslu. Fluttist með foreldrum sínum til þesSa lands sumarið 1876. Þau settust að í Nýja Islandi og nefndu bú- jörð sína Mæri, og þar ólst Jón upp unglings ár sín. Snemma kom það í ljós að pilturinn Jón var dverghagur að náttúrufari, því strax ungur að aldri lagði hann gjörfar höndur á ýmsar smiíðar, bæði tré og járn, og þá atvinnu hefur hann gert að lífs- tíðar starfi. Ef öll þau smíðastörf sem þessi mikli snillingur hefur unn- ið væru sýnd í hreyfimynd, myndum við þjóðbræður hans, og systur, undrast það, hvað stóru og þörfu æfistarfi tvær höndur geta orkað þegar vit og vilji fylgja þeim að verkum. Það má með sanni segja. að Jón Rögnvaldsson hefur smíðað flest það sem bændur og búalýð- ur hefir þarfnast, bæði utan húsa og innan, alt frá gufuskipi til skónálar, fyrir þá listhæfni hans hefi eg talið hann framar- lega í flokk þeirra fjölhæfustu smiða sem eg hefi þekt. * 1 fréttablaði frá Toronto, sem nýlega birti mynd af Jóni, er þess getið, að síðan 1931 hafi hann smíðað 750 rokka, til frek- ari skýringar vil eg geta þess, að flestir af þessum rokkum hafa verið smíðaðir fyrir T. Eatons verzlunina. Samt hefur þetta rokka smíð naumast getað talist annað en svo lítið aukavik eða ofanálag á 10 — 12, kl.stunda vinnu, að öðrum smíðastörfum. Jón er glöggskygn á fleira en það, sem lotið hefur að smíðum hans og atvinnuvegi, hann ber prýðis gott skyn á stjórnmál og fylgist vel með gangi tímans á þVí sviði. 1 þeim málum hallast hann að jafnaðar stefnu. Jón var búsettur um 40 ár í bænum Winnipegosis, hér í fylkinu Manitoba. Hann var aðal smiðúr þess bæjar fyrir mörg ár,og veitti mörgum mönnum at- vinnu. Hann var giftur. Kona hans var af enskum ættum, ágæt eiginkona og húsmóðir, nú dáin. Þau eignuðust 9 börn, 8 af þeim lifa, 5. synir og 3 dætur, flest gift, öll hraust og mannvænleg. 5 af þeim lifa í bænum Acton, Ontario, og þar á Jón nú heima. Og að síðustu, þegar hamar og steðji, hefill og sög hafa lagst í þagnargildi í smiðjunni hans Jóns Rögnvaldssonar, þá verða það verkin hans, sem lofa meist- ara sinn. Gamall nágranni, F. Hjálmarsson samlegu lýðstjórnar fyrirkomu- lagi. • Chun tekur við af T. V. Soong er mjög var á móti kommún- isma, og lét af stjórn 1. marz síð- astliðinn, og var hann borinr. þungum sökum vegna þess að stefna hans í þjóðmálum þótti hættuleg hagsmunum landsins. Chiang Chun hefir verið fylk- isstjóri Szechwan-fylkisinis, og er mikill vinur Generalissimo Chiang Kai-Shek, síðan þeir voru saman á japönskum her- foringja skóla; hefir verið sagt, að staðið hafi til að hann tæki við ráðherra stöðunni fyrir 14 mánuðum síðan. Brýnasta nauðsyn Washington — George C. Marshall, ríkisritari, sagði efri málstofunni í þinginu það síð- astliðinn mánudag, að hin brýn- asta þörf væri á, að styrktarmál Grikklands og Tyrklands næðu framgöngu. I þvú væri velferð þessara þjóða innifalin. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.