Heimskringla - 30.04.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.04.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. APRIL 1947 “Þér verðið að syngja fyrir mig í annað skifti. Það er að segja ef þér viljið taka stöðuna, sem eg býð yður. Bústýran sýnir yður herbergi þau, sem eg hefi valið handa ritaranum manum; eg vona að þau falli yður í geð. Launin eru 80 pund um árið, borguð hvem ársfjórðung fyrir- fram. Þér eigið að skrifa og lesa fyrir mig nokkra tíma fyrri hluta d'agsins. Einnig mundi eg vera yður þakklátur, ef þér vilduð syngja fyrir mig við og við á kvöldin. Allan annan tíma dagsins eigið þér sjálfar. Viljið þér taka þessu boði og það strax?” “Já, hvort eg vildi taka boði hans. Þetta var svo óvænt. Hann spurði mig engra spurn- inga, bað ekki um nein meðmæli. Eg hefði átt að vera í sjöunda himni, en var samt hálf móð- laus og kvíðandi. En það mundi eigi aftra mér frá að taka þessu ágæta tilboði, sem mér bauðst. Áttatáu pund um árið. Með því að lifa sparlega, mundi það ekki vera örðugt fyrir mig að senda Sir George sextíu pund í árslokin og svo áfram þangað til eg hefði goldið honum til fulls alt það, sem “tiilraun” hans hafði kostað hann. Eg sagði því, að eg tæki boði hans, og kæmi daginn eftir eða ef hann óskaði þetta sama kvöld. Mr. Raynor vildi helzt að eg kæmi þá um kvöldið, svo eg hét því. Eg sat ennþá stundarkom og heyrði um skyldur mínar í framtíðinni. Mr. Raynor sagð- ist hafa dvalið lengst æfinnar í Indlandi, en flutt til Dorsetshire vegna þess, að læknirinn sinn hefði ráðlagt sér sjávarloft og algert næði. Við skiftustum á fáeinum orðum og fór eg síðan leiðar minnar, eftir .að hafa lofað að koma aftur um kvöldið. Leiðin til baka fanst mér ekki eins löng né 'hitinn eins mikill og þegar eg fór til Arrich Hall. Eg gekk einnig hraðar og var full af von- um og framtíðar áætlunum. Ekki var eg neitt hamingjusamari en kvöldið, sem eg flýði frá Southwood, en nú hafði eg ákveðið markmið fyrir augum. Nú mundi ekki verða langt að bíða þangað til eg gæti borgað skuldina, sem lá svona þungt á mér. Eg hafði tæplega gengið tvö spor framhjá stígnum, sem lá heim að Graniby, er eg varð að hafa mig út af veginum frá vagni, sem kom á mikilli ferð. 1 honum sat kona, er leit hvast á mig. Það var Miss Smith. Eg hrópaði upp af undrun og hið sama gerði hún. Hún þekti mig og það, sem meira var, nefndi mig með nafni, mínu gamla nafni, Oonsuelo Brand. “Hvað eruð þér að gera hér?” spurði hún þegar vagninn hafði staðnæmst og eg kom að honum. “Fenguð þér bréfið mitt?” spurði eg. “Eg hefi ekki nú í hálfan mánuð fengið bréf frá nokkurri lifandi sál. Eg gaf fyrirskipun um, að ekkert bréf skyldi sendast eftir mér. Eg hefi sem sé verið að skemta mér, góða mín. Eg hefi nú í fyrsta skiftið á æfi minni verið erlendis. Satt að segja fór eg til Weisbaden til að hitta þennan augnalækni, sem allir leita til. Eg var hálf hrædd um sjónina, en hann hló bara og sagði, að eg þyrfti sterkari gleraugu. Eg haíði gleymt, að eg er að verða gömul. 1 gleði minni. yfir því að ekkert var að mér, ákvað eg að ferðast aftur til útlanda — einkennilegt að mér skyldi ekki detta það í hug fyr en þetta. Eg vildi bara að þér hefðuð verið með mér. Eruð þér og hún Lady Sophonisba, eða hvað hún nú heitir, í heimsókn hérna í nágrenninu, eða eruð þér lausar og liðugar, og getið komið heim til há- degisverðar með mér?” “Eg er ekki lengur hjá Lady Sophíu,” svar- aði eg og roðnaði. Eg á heima sem stendur í húsi eins fiskimannsins hérna; eg er ráðin sem ritari til Mr. Raynors, sem býr í Arrich Hall; en eg get vel komið með yður núna ef þér viljið.” Á leiðinni heim til Granby sagði eg henni, án þess að segja henni alla sögu mína, að eg hefði komið til Lull í þeim tiilgangi að finna þar vin er gæti hjálpað mér. “Þar gerðuð þér rétt, góða mín. Eg hæli mér af því að vera kona, sem stendur við loforð sín,” sagði hún er vagnhurðin var opnuð af hinni sömu virðulegu og stórlátu stúlku, sem eg hafði talað við áður er eg kom þar. Það var rétt skoplegt að sjá framan í hana er hún sá hversu alúðleg Miss Smith var við mig. Hún varð bókstaflega hrædd um sinn hag. “Getið þér ekki losnað við þennan Mr. Raynor og komið til mín i staðinn?” spurði Mi'ss Smith er hún hafði heyrt allt, sem eg hafði að segja henni. “Eg er hrædd um að það dugi ekki,” sagði eg. “Hann hefir miín vegna hafnað öðrum um- sækjendum, og ef eg sviki hann nú mundi það valda honum heilmikilla óþæginda, aumingja gamla manninum, þótt enginn skriflegur samn- ingur hafi verið gerður, og alt sé svona í lausu lofti, finst mér eg samt vera bundin við loforð mitt.” “Eg býst við að þér hafið rétt fyrir yður,” sagði Miss Smith og andvarpaði. “En það er gremjulegt, að eg skyldi boma heim augnabliki of seint. Eg sagði yður í London, að mér litist vel á yður, og það endurtek eg nú. Það mundi gleðja mig mikið, gæti eg haft yður stöðugt hjá mér. Eg var að því komin að biðja yður um að koma hingað með mér, daginn sem við dvöldum hjá henni mágkonu minni, er Lady Sophonisba kom siglandi inn og hrifsaði yður frá mér. Og nú er það þessi Mr. Raynor, eða hvað hann nú heitir, sem býr í þessu gamla draugabæli, Ar- rioh Hall. Eg vona að þér séuð ekki hjátrúar- full, góða mín, því annars munuð þér eiga þar aumu æfina.” “Nei, ekki er eg það,” sagði eg. “Auk þess dugar ekki fyrir mig að hreykja mér hátt. Eg má þakka miínum sæla að hafa fengið svona góða atvinnu; en auðvitað hefði eg miklu held- ur viljað vera hjá yður.” , “En eg mundi ekki hafa getað.borgað yður áttatíu pund um árið, barnið gott. Mér virðist maðurinn fleygja burtu peningunum sínum; en mér þykir auðvitað vænt um að þér fáið þá.” Eg sagðist vera glöð yfir því, þótt eg segði henni ekki hversvegna eg væri það. “Kömið hingað til mán á hverjum degi, ef þér getið það þegar þér eruð búnar að koma yður fyrir á Arrich Hall,” sagði Miss Smith þegar eg bjóst að leggja af stað. Eg get ekki vel farið þangað, þar sem eg þekki ekki þennan gamla herra. Verið sælar og munið, að liíki yður ekki þarna, getið þér ætíð fengið vinnu hjá mér.” Mrs. Rye var hrygg yfir að missa, mig, en óskaði mér- til hamingju með vinnuna og hjálp- aði mér til að ganga frá dótinu miínu, sem ekki var svo mikið, að eg þyrfti vagn, en hin vin- gjarnlega kona vildi ekki láta mig bera það. Hann Tómas hennar mundi sjá um að koma því til Arrich Hall. Honum væri bara ánægja að gera MiSs Bums þennan greiða. Eg tárfeldi þegar eg kvaddi þessa vingjarn- legu konu, og að kvödlverði loknum lagði eg af stað, því að eg vildi ekki koma til Arrich Hall fyr en Mr. Raynor hafði snætt miðdegisverð sinn. Eg átti að borða morgun og hádegisverð í herbergjum mínum en miðdegisverð ásamt Mr. Raynor, og til þess langaði mig ekkert þetta fyrsta kvöld. Sami þjónninn, sem eg hafði séð um morg- uninn opnaði fyrir mér hurðina, er eg kom þangað um kvöldið. Mr. Raynor hafði vonað að geta boðið mig velkomna, sagði hann, en gigtin hafði neytt hann til að fara snemma í rúmið. Bústýran fylgdi mér til herbergja minna. Eg hafði ekki séð þau um morguninn, þótt Mr. Raynor hefði mikið um það talað, að láta mig sjá þau. Hann þurfti miín ekki með fyr en næsta morgun klukkan tíu. Eg stóð ein í hinni stóru forstofu á meðan eg beið eftir bústýrunni. Ljós logaði á forn- legum hengilampa, en ekki virtist ljósið lýsa mikið upp hið stóra herbergi, gerði aðeins skuggana svartari í öllum hornunum. Nú hugsaði eg fyrst um allar þær bending- ar, sem Mrs. Rye og Miss Smith höfðu gefið mér um óorðið, sem fór af húsi þessu. Það var sagt að þar væri reimt, og eg vissi að það hafði staðið autt í mörg ár. Eg fór að furða mig á því hvað mundi valda því, og hrollur fór um mig. 23. Kapítuli. Eg var svo niðursokkin í hugsanir mínar, að eg hrökk í kuðung, er einhver tók til máls fast hjá mér. Eg sneri mér við og hrópaði upp, Dg sá fullorðna konu standa þar fast hjá mér. Hún var á morgunskóm, svo að skóhljóð hennar heyrðist ekki. “Gott kvöld, ungfrú,” sagði hún. Eg er Mrs. Walsh, bústýra Mr. Raynors; og skal nú vísa yður til herbergja yðar.” Hún starði á mig með litlum, forvitnisleg- um augum. Ekki féll mér andlit hennar; hún virtist bæði slæg og óhreinlynd, og var eg viss um að við yrðum engir vinir. Eg svaraði henni og reyndi að vera eins kurteis og eg gat, og fylgast svo með henni eftir göngunum, sem eg hafði farið eftir um morg- uninn, framhjá hurðinni að hinu óvistlega bóka- herbergi þar sem eg hafði talað við Mr. Raynor, og síðan upp stiga. Á annari hæð tók Mrs. Walsh kerti, sem stóð þar á borði ásamt mörgum öðrum, og kveikti á því. Við gengum síðan eftir mjóum gangi, sem var lítt upplýstur af kertinu okkar og daufri glætu, sem kom neðan frá. Er við vorum komnar hálfa leið eftir göng- unum, stansaði bústýran. Hérna er dagstofan yðar, ungfrú,” sagði , hún með auðsæilegum metnaði. Það var fallegt og stórt herbergi, og var auðséð að tilraun hafði verið gerð til að gera það vistlegt. “Það er mjög vinsamlegt af Mr. Raynör að láta mig fá svona fallegt herbergi,” sagði eg. “Það lítur út fyrir að hann sé heilsuveill. Háfið þér verið lengi hjá honum?” “Nei alls ekki, ungfrú,” svaraði Mrs. Walsh ■með undrunar svip. “Eg hafði aldrei séð hann fyrir vteimur dögum síðan. Eg hefi litið eftir þessu húsi. Eg hefi búið hér síðan Sir Marma- duke York fékk einhverja óbeit á húsinu og flutti burt. Allir þjónarnir voru látnir fara nema eg og sonur minn, sem nú er farinn til Ameniku, bjuggum hér eftir. Mr. Raynlor kom svo hingað ásamt öðrum manni og var leiddur gegn um öll herbergin. Þeim var lýst fyrir honum, því að hann sér ekki. Hann virtist ákveða að setjast hér að strax; því eigi mörgum tímum síðar fékk eg boð um, að hann flytti inn næstu viku, og vildi fá mig fyrir ráðskonu, ef eg gæti eldað mat. “Eg hafði búist við fleiri þjónum hans frá bænum, en svo virðist, sem Mr. Raynor ætli ekki að láta þá koma hingað fyr en búið er að laga húsið betur en nú er. Eg býst við að hann haldi að þeir verði óánægðir hér þegar þeir sjá, hvernig alt er, þótt mér virðist nú að það, sem var nógu gott fyrir mig í öll þessi ár, sé fullgött handa þeiim. Og Mr. Jennings, herbergislþjónn Mr. Raynors hefir ekki kvartað um neitt. Ef allir verða eins og hann, þá ætti okkur öllum að líða vel.” Á meðan hún talaði, hagræddi hún hvlíta kappanum og strauk hrukkurnar úr svarta kjólnum sínum, eins og hún væri hreykin af út- liti sínu. Þegar mér fanst hún svona fnáhrind- andi í svarta kjólnum, þá hugsaði eg með mér, að hún hefði ekki verið geðsleg í búning gæslu- konunnar. Eg furðaði mig einnig á að Mr. Raynor skyldi velja hana í svona ábyrgðarmikla stöðu, og sett hana yfir gömlu þjónana sína, sem auð- sæilega biðu í bænum þangað til þeir kæmu til Arrioh Hall. Eg hugsaði að hann væri of mikið góðmenni til að reka hana úr vistinni, og að það væri kan'ske gott að hafa hana á heimilirfU vegna þess, að hún þekti alla í umhverfinu. “Sjáðu stóna, nýja skápinn, sem Mr. Ray- nor hefir látið smíða í svefnherberginu yðar, ungfrú,” sagði Mrs. Walsh og opnaði upp^ gátt hurð, sem hafði staðið í hálfa gátt. Dauft ljós logaði í hinu herberginu, og sá eg að það var upplýst með gasi. Öll húsgögnin voru gömul nema þessi nýi skápur, og þótt eg væri Mr. Raynor þakklát fyrri hugulsemi hans við ritarann sinn, fanst mér mótsetningin milli þessa heljarstóra skáps og litlu töskunnar minnar svo mikil, að eg gat ekki annað en brosað. “Hann er fóðraður að innan með sedrus við til að mölur komist ekki í fötin,” og Mrs. Walish opnaði skápinn, sem var með hillum öðru meg- in, en krókum hinu megin til að hengja kjóla á. “Þetta kom snemma í morgun ásamt öðru dóti frá bænum. — Hjólastól handa Mr. Raynor og öðru því um líku. Hann virðist vera vin- gjarnlegur maður, og eg hugsa að yður muni Mða vel hérna.” “Hún setti mig eftir því í sama klassa og hún var sjálf, og framkoma hennar og hún sjálf hafði óþægileg áhrif á mig. Ekki svo mjög vegna þess að það særði hégómadýrð miína, Jheldur vegna þess að fótatak hennar heyrðist ekki og forvitnin skein út úr henni, og setti þetta í mig hroll. Eg svaraði engu og er hún hafði eins og fálmað eftir einhverri ástæðu tii að vera lengur, en fann enga, bauð hún mér góða nótt. “Mig minnir að þér segðust hafa snætt kvöldverð,” sagði hún með hendina á hurðar- snerlinum. “Eg býst því við að þér þurfið ekk- ert fyr en morgunmatinn, og hann skuluð þér fá klukkan hálf níu. Þar sem enginn er til þjónustu nema eg, þá afsakið þér kanske að það verður ekkert heitt vatn handa yður til að baða yður úr, en ef þér endilega viljið-” “Nei, hreint ekki,” svaraði eg, “en mér fellur betur kalt vatn.” “Þakka yður fyrir. Eg vona að þér sofið vært.” Hún opnaði hurðina en sneri sér við í dyr- unum: “Eg vona, að þér séuð ekki hræddar?” Það var auðsæilega eitthvað, sem hana langaði til að segja, þótt hún vissi ekki vel hvernig hún ætti að byrja. “Nei, eg er alls óhrædd,” svaraði eg. “Já, gott er það að þér eruð það ekki,” sagði hún. “Enda hefðuð þér verið það, hefðuð þér ekki tekið þessa stöðu hérna. Ef þér hafið dvalið um hríð í þessu nágrenni hafið þér sjálf- sagt heyrt allar sögurnar? “Þær eru margar, því að Arrich Hall er gamalt hús og ipargt hefir þar gerst. í einu henberginu heyrist barið á vegginn um mið- nætti. Margir heyrðu þetta og furðuðu sig á því, svo að Sir Marmaduke lét rífa niður vegg- inn, og þá fanst beinagrind af manni stórvöxn- um mjög, búin fötum, sem þeir notuðu á dögum Eiísabetar drotningar. Enginn vissi hvaðan eða hversvegna hann var þarna, en þótt þeir jörð- uðu beinin, hætti bankið samt ekki. Fólk hefir heyrt það alt fram að árinu, sem síðast leið. “En það var samt ekki þetta, sem hrakti Sir Marmaduke á burtu og olli því, að húsið stóð autt öll þessi ár. Það gerði atvik, sem skeði ekki fyrir mörgum árum síðan, og sem kom óorði á þennan stað. Föðurbróður Sir Marma- duke, sem bjó hér fyrir fimtán eða tuttugu ár- um siðan, drap yngra bróður sinn í áflogum út af stúlku, sem þeir voru báðir ástfangnir í. — Þetta vildi til um nótt, og morgunnin eftir fundu þeir morðingjann alveg óðann, þar sem hann var að reyna að þurka upp blóðblettina með gluggatjaldi, sem hann hafði slitið niður. Honum batnaði aldrei og dó brjálaður nokkrum mánuðum síðar. En hverja föstudagsnótt, það var á föstudagsnótt sem morðið var framið, heyrði fólkið í húsinu hræðilegt skrjáf, eins og*einihver væri að nudda og nudda gólfið og þetta gekk alla nóttina. “Loks fanst Sir Marmaduke, að hann heyra þetta Mka, og nokkrir gestir, sem hann hafði boðið hingað, og þá vildi hann ekki vera hér lengur. Mr. Raynor er sá fyrsti, sem hefir vogað isér að leigja hér, og hefir húsið þó staðið autt í átta ár. Ekki get eg sagt að eg hafi orðið vör við neitt sjálf, en mér fanst að þér ættuð að fá að vita um þetta, ungfrú, ef þér heyrið einhvern hiávaða í nótt — sem eg vona að ekki verði — þá skuluð þér vita, að það eru hvorki þjófar né ræningjar heldur draugar. Mér fanst sjálfsagt að láta yður vita þetta og er viss um að eg hefi ekki gert yður neitt hrædda.” “Nei, alls ekki,” svaraði eg. En þegar hún hafði lokað hurðinni á eftir sér var eg komin á fremsta hlunn með að hlaupa á eftir hepni og biðja hana að koma til baka. Eg stóðst samt þá freistingu. En eg stóð um stund með hendina á lyklinum, óviss um hvort eg ætti að læsa hurðinni eða ekki. j Hefði eg ekki heyrt hina ógeðslegu sögu bústýrunnar, hefði eg vafalaust læst að mér. Eg hafði ekki þorað að spyrja hvort herbergin mín hefðu verið vettvangur sá, er morðið gerð- ist á. Eg hafði aldrei trúað því um sjálfa mig, að eg væri heigull, og ekki trúði eg að draugar væru til, en eg halfði heldur aldrei komist í sMka raun og þessa, sem eg nú reyndi, og langaði mig ekkert til að loka sjálfa mig inni og firra mig þannig allri hjálp ef með þyrfti. Hefði Mrs. Walsh sagt sögur sínar í fullri dagsbirtu hefðu þær sennilega engin áhrif á mig haft, en hitt var alt annað að vera skilin ein eftir í herbergjum, þar sem morð hafði verið framið. Eg læsti því ekki hurðinni, sem var að ganginum úr dagstofu minni; eg læsti ekki heldur svefnherbergis dyrunum að dagstofunni. Ef eg heyrði einhvern hávaða, mundi eg deyja úr hræðslu, þyrfti eg að fálma í myrkrinu eftir lyklum og slám til gð komast út í göngin til að kalla á hjálp. Mér leist ekki á Mrs. Walsh en samt var mér hugfróun í því að hún hafði sagst búa á sömu álmu hússins og eg. Eg fór ekki strax að sofa heldur fór að raða þessum fáu hlutum, sem eg hafði meðferðis. Því næst fann eg nokkrar bækur frammi í setu- stofunni, og þótt eg hefði litla löngun til að lesa, þá var þó skárra en að hugsa, og eg las langt fram á nótt. Eg hálf skammast mlín að segja frá því, en eg lét gasljósið loga alla nóttina. Að síðustu fóll eg í óværan svefn og í hvert skifti og eg vakn- aði, þótti mér vænt um að bjart var í henberg- inu. Loksins fór að birta og eg hafði ekki heyrt minsta hávaða alla nóttina. Eg fór á fætur klukkan átta og hafði afarmikinn höfuðverk, en þegar eg hafði baðað mig leið mér miklu betur og sama tilfinningin aftraði mér að kvarta fyrir Mrs. Walsh, er hún spurði mig, þegar hún færði mér morgunverðinn, hvernig mér liði. Mér var ennþá óljúfara að ræða um myrk- fælni mína við Mr. Raynor, er eg fór inn til hans k-lukkan tíu. Pósturinn var þá nýkominn, og hafði hann flutt fáein þýðingariítil bréf, sem eg varð að lesa hátt fyrir gamla manninn, og þar var bréf til miín frá Miss Smith. “Eg hefi spurst fyrir um Mr. Raynor,” byrjaði hún formálalaust. “Enginn hefir heyrt hans getið, en hann hlýtur að hafa haft með- mæli, því annars mundu eigi umboðsmenn Sir Marmadukes hafa leigt honum húsið, jafnvel fyrir hina lágu leigu, sem eigendurnir krefjast fyrir það. Svo mikið vita menn samt, að mað- urinn virðist hafa verið í óskaplegum flýti að ná í hús í þessu nágrenni, og alt varð að komast í kring á tveimur dögum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.