Heimskringla - 09.07.1947, Page 4

Heimskringla - 09.07.1947, Page 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚLI 1947 ^OOOSOOSOOCCOCOOOOOOOOOOSOSOOOOOOOOOCOOOOOOOCCCCOCOy Ifetmslmngla (8tofn*e 1S86) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 ^ooooooooooeooooooooeoBoeoocoeooooooecccccoBooccooo Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 9. JÚLÍ 1947 Konan og kirkjumál Ræða flutt á samkomu Kvennasambandsins á kirkjuþinginu 28. júní 1947, af Matthildi Frederickson Heiðraði forseti, erindrekar Kvennasambandsins og gestir: Það hefir verið sérstaklega ánægjulegt að vera staddur hér í Winni- peg þessa dagana. Hér éru æskustöðvarnar og vin er að finna svo að segja við hverjar dyr. Htr hefir verið tækifærl að hlusta á kirkjuþings gjörðir og þær ágætu ræður sem þar hafa farið fram. 1 gær og í dag hefir það ekkert dregið úr ánægjunni að sitja þing Kvennasambandsins. Það hefir ^verið sannarleg sálarhressing að heyra um það þarflega starf sem þið kvenfélagskonur hafið ynnt af hendi, hvert félag í sinni bygð. Eg óska ykkur til lukku og hamingju með áframhald þess ágæta SUr Með leyfi forseta langar mig til að taka til ihugunar með ykkur hér i kveld málefnið “Konan og kirkjumál”. Ætla eg ekki að reyna að útskýra kirkjúsögu aldanna, eða lýsa, lið fyrir lið, jafnréttis baráttunni, heldur aðeins að grenslast lítillega, hér og þar aftur í söguna og reyna að gera lauslega grein fyrir áhrifum konunnar á framgang kristinnar kirkju eins og það mál kemur okkur sérstaklega við. Eftir sögn guðspj allanna þá er það sögulega sannað að konur ekki síður en menn, féllu undir áhrif og aðhyltust kenningar Krists, og voru oft með í þeim hópum sem fylgdu honum stað úr stað til að hlusta á orð hans. Á meðal þeirra kona eru nefndar rneð nafni, Marja Magdalena, Martha, María móðir Markúsar, Jóhanna og Marta Jakobs. Þar sem lýst er dauða Krists á krossinum er sagt svo frá (Lúk. 23-49): “En allir þeir er honum voru kunnugir og konur þær er honum höfðu fylgt úr Galileu stóðu langt frá og sáu þetta.” Þrátt fyrir það að Kristur hefði verið forsmáður af yfirvöldunum og krossfestur með ræningjum, voguðu þessar konur sér “í aftureld- ingu fyrsta dags vikunnar” að koma til grafarinnar með ilmjurtir og smyrsl. Lítið er konanna getið, eftir þetta, í helgisögunni. Eftir því sem árin liðu óx sá kvenna hópur sem heillaðist af kenningum Krists eins og þær voru nú túlkaðar af postulunum, og lágu þessar konur ekki á liði sínu með að útbreiða gleðiboðskap- inn; kveneðlið hefir ekki breyst svo mjög mikið á 1900 árum. Ekki er hægt að sanna þetta sögulega, en sanngjarnt er að halda að konur hafi látið í ljósi trúarsannfæringar sínar, meira en vel sæmdi siðvenjum þess tíma. Menn Austurlanda vöfðu konur sínar slæðum og ætluðust ekki til að þær sýndu sig á mannamót- um. Getur því hafa verið fleiri en ein ástæða fyrir því stranga boði postullans Páls, þar sem hann ákvarðar (1 Korentubréf 14- 32-34): “Konur skulu þegja á safnaðarsamkomum, því ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. “Ef þær vilja fræðast um eitthvað þá skulu þær spyrja eigin- menn sína heima, því það er ósæmilegt fyrir konur að tala á safn- aðar samkomu.” Þetta boð postulans setti þá fjötra á frelsi kvenna í kristin- dóms baráttunni, sem drógu stórlega úr krafti áhrifa þeirra, alveg fram á 20. öld. Þrátt fyrir þessar hamlanir hafa konur haldið áfram starfi að útbreiðslu kristninnar. 1 ritum frá þeirri tíð (Religious Encyclio- pedia) er sagt að konur hafi hjálpað pwstulunum með því að hýsa þá í húsum sínum þegar þeir voru ofsóttir og gefið þeim fæði og klæði. 1 Postulagjörningabók (21-10) er sagt frá ferðum Páls postula og fylgismanná hans. Þar sem “þeir komu til Sesaren og gengu inn í hús Filippusar trúboða, sem var einn af þeim sjö, og dvaldi hjá honum. Hann átti 4 dætur — ógiftar — sem spáðu.” Á þeim tímum var spádómsgáfan haldin í miklum heiðri, og gefin gaum- ur, hvar sem hún kom í ljós. Annað boð Páls postula (1 Tim. 2-12): “Konan á að la^ra í kyr- þey og allri undirgefni, og ekki leyfi eg konu að kenna eða taka sér vald yfir manninn, heldur á hún að vera kyrlát.” Ekki er hægt að vita hvert það var vegna þessara orða, eða af öðrum ástæðum að konum var ekki leyft að flytja trúboð á fyrstu ; árum kristninnar. Á seinni parti annarar aldar, leyfðist þeim að i boða gleðiboðskapinn öðrum konum sem bjuggu útaf fyrir sig í1 herbergjum þar sem karlmönnum var ekki leyft um að ganga. Einnig fengu þær að hjálpa við skimir og altaris sakramentis 1 athafnir. í nzifni hinnar kristnu trúar hlúðu þær að veikum fá- tæklingum og munaðarleysingjum, veittu hressingu föngum og undir vissum kringumstæðum var konum leyft að veita þeim deyjandi síðasta sakramentið á því tímabili. Mátti þá með sanni segja að “hvert kristið heimili var hjálparhæli”. Konur þoldu of- sóknir og létu iífið sem páslaxvottar, fyrir trú sína. í næstu 200 árin fóru áhrif konunnar í kristna heiminum stöðugt vaxandi. Sumir sagnahöfundar halda því fram að þá eins og á dögum postulanna hafi áhrif konunnar í kirkjumálum verið orðin sterk- ari en klerkavaldi fanst viðeigandi, svo á seinni árum 4. aldarinnar var konum ekki lengur leyft að kenna en engar hamlanir lagðar á líknarstarfsemi þeirra. Á fimtu öld var byrjað að byggja klaustrin utan um trú- hneigðar konur sem nú gátu, innan fjögra veggja, útausið trúar- æsingu sálar sinnar í bænahaldi, sálmasöng og föstum. En áhrií þeirra fluttust ekki langt út fyrir steinveggina. Seinna þegar frægu Bræðra reglurnar, Benedictine, Francis-' can og Dominioan, bygðu nunnu klaustur, helguðu þær konur líf sitt mannúðarstarfi meðal veikra og bágstaddra og létu mikið gott af sér leiða. Aldirnar liðu. Kristin kirkja breiddi vængi slína út yfir öll lönd og varð að ríku og máttugu veraldar valdi, konan kom lítið til greina á krossferðunum, styrjöldum eða endurvakninga hreyfingum. — Sagnfræðingar þeirra tíma hafa leitt, að mestu, hjá sér, að nefna verk þeirra. Konan hefir þó sjálfsagt tekið sinn þátt í þeirri mannfélagsbar- áttu — þær hafa glaðst með hetj- unum sem heim komu — biðið fyrir sálum þeirra föllnu — buiidið sár þjáðra — og þurkað tár syrgjanda. Alt þetta eftir Krists boði og með blessun kirkjunnar. Joan of Arc var ein af kvenhetjum þessara tíma, en hún var brend á báli, ásökuð um galdra. Þegar siðabóta hreyfingin ruddi sér til rúms, snemma á 16. öld, brutust mörg lönd undan valdi páfans, klaustur voru víða eyðiiögð, kirkjur og dýrðlinga myndastyttur muldar í rústir. — Þrátt fyiiir þessar breytingar heyrist mjög lítið um áhrif kon- unnar á trúmál innan protest- anta kirkjunnar í næstu 200 árin. En á þvtí tímabili þrifust systrareglur kaþólsku kirkjunn- ar og breiddust út um allan heim. Flest voru klaustrin reist í ítalíu og Frakkiandi, en mörg voru bygð í Þýzkalarrdi, Eng- landi, Ameríku og Indlandi og víðar. Til dæmis, eftir skýrsl- um frá árinu 1800, hafði systra- reglan “The Most Saered Heart of Jesus” ráð yfir 380 nunnu- klaustrum, sem hýstu 2500 með- ; limi. Höfðu þessarx nunnur með I höndum trúarbragðalega kenslu ungra stúlkna, hjúkrun aldraðra og veikra, umsjón um velferð kyenfanga og margt fleira. Var þessi regla bara ein af óteljandi mörgum þvíiíkum systrareglum. Það þarf ekki að vera neinn efi í huga okkar um að konan j hefir átt mikinn þátt í útbreiðslu kaþólskra trúarbragða, þó hún aldrei fengi að halda embættis- . stöðu í sjálfri kirkjunni. Þó ekki fari sögur af því að | kona hafi fylt páfa sætið, borið i kandinála hatt eða biskups hempu, þá er það ekki eins dæmi | að kona háfi haldið í höndum sér æðsta úrskurðarvaldi í mál- i um kirkjunnar, t. d. María Tud- j or og Elizabeth drotning, hvor [ fyrir sig, tók að erfðum frá Ját- j varði VIII æðsta vald yfir kirkju ! Englands. Urðu áhrif þessara i drotninga á kristindóms hug- myndum sára lítil. Þær fyltust trúarofsa þess tímabils og bak við gerðir þeirra lá stjórnmála barátta frekar en hreinn trúar- sannfœringa kraftur. Afleiðing- ar gerða þeirra leiddu af sér mikla eymd og blóðbað sakleys- ingja. Kristnin, eins og þið öll vitið, var lögtekin á Islandi árið 1000. Segir sagan að farsæld og friður hafi legið yfir landinu í næstum hundrað ár. Skólar voru stofn- settir, bækur samdar. Tímabil þetta er kallað “Gullöld íslenzkr- ar menningar” og miðstöð þess- arar menningar var kirkjan. Lítið er íslenzkum konum get- ið á þessu tímabili, ef þær hafa nokkuð lagt til trúarlífsins, þá hafa það verið óbein áhrif þeirra Þá eins og nú íslenzkar mæður sjálfsagt hlúað að andlegum þröska sona sinna með kærleik og fórnfýsi og sent þá úr garði með fullnægjandi veganesti til drengskaps og dáða. Eins og menn á öllum öldum hafa þeir sumir getað sagt með Matthíasi Jochumssyni: “Engin kendi mér eins og þú hið eilífa, stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar mynd- ir.” Siðaskiftunum á Islandi fylgdi óiói og óvissa, eins og oft á sér stað þar sem breytingum fylgir ekki fullur skilningur á málinu. Barnatrúin var fólkinu kær, en nýja trúin var lögboðin í land- inu. Séra Halldór Joíhnson segir í einni ræðu um þetta efni að “Islendingar hafa altaf leitað ráða hjá Skynseminni um trú sína.” Það hafa nú íslenzku kon- urnar efalaust gert og þannig brátt náð jafnrvægi á trúarskoð- unum sínum, studdar eins og þær voru nú á allar síður af bjargföstum bókstafskenningum Lúters. Heimilið var svið kon- unnar, og þaðan streymdu áhrif hennar, eftir þeim andlegu kröft- um sem hún hefir af að miðla. Frásaga Hallgríms hreppstjóra Hallgrímssonar skrifuð um SVeitaiíf á íslandi um miðja nítjándu öld, í kafla sem hann kallar “Andlegt líf” segir svo frá: “Það var á heimilum sára fátt af bókum, þó mun á flestum hafa verið til eitthvað af guðs- orða bókum, því á hverju heim- ili voru lesnir húslestrar frá vet- urnóttum til sumarmála”. Lestr- ana las ýmist húsfreyjan eða húsbóndi og oftast úr Vídallíns postillu. Ásamt þessum lestri voru sálmar sungnir, og á föst- unni Passíusálmarnir, spjald- anna milli. Segir höfundur að öllu þessu hafi fylgt helgiblær. “Eg sá ’ sungið á Grallaranum bæði í j kirkju og heimahúsum. — Mörg jþessi gömlu lög voru falleg og j yfir þeim hvíldi alvöru, auð- mýktar og helgi blær — og þeim áhrifum gleymi eg aldrei.” “Kirkjuræknin mun hafa ver- ið meiri og almennari en nú. Flest fullorðið fólk fór til altaris tvisvar á ári — við messugerðir sátu karlmenn innarlega í kirkj- unni, inn í kór — eftir mann- virðingu — en konur sátu út við dyr.” Jafnrétti kvenna og karla átti enn langt í land. “Barnafræðsla, sem á mörg- um heimilum var í höndum hús- móðurinnar, var ekki önnur telj- andi en bókalestur, ofurlítil skrift og að læra langa kverið, mikil áherzla var álögð á það, mörgum tornæmum börnum var kent kverið utanbókar — var þá slept ritningargreinunum og að- eins kendur stóri stállinn. Alrdei heyrði eg talað um að fyrirlestrar væru fluttir hér í sveit og Mtið mun hafa verið um andlega fræðslu utan heimilisins nema ef vera skyldi í kirkjunni. Af þessu fanst mér mega skilj- ast að kristileg uppfræðsla muni hafa verið að mestu leyti verk- efni konunnar. Þó hún aldrei fengi í kór að sitja. Séra Benjamim Kristjánsson skrifar um kristilega uppfræðslu bama í heimahúsum og segir: “Sælt er hvert barn sem lærir að biðja við móður kné í öruggu trausti til föður lifsins. Sá lykill sem barninu er þannig fenginn að náð Drottins er dýrmætari en alt annað sem því hlotnast — það er lykillinn að sjálfum helgi- dóminum, — að tilgangi Mfsins — að fullkomnun Mfsins og feg- urð.” ★ Ef vikið er sögu hingað til Canada og lesin eru skrif úr ís- lenzkri kirkjusögu fyrstu áranna hér, þá má lengi leita áður en finnast nokkur nöfn kvenna. í III. hefti Sögu V.-lslendinga er frú Lára nefnd í sambandi við verk^hennar við hlið mann síns, séra Jóns Bjarnasonar og seinna sem kennari í skólum sem stofn- aðir voru 1877—78—79. Önnur nöfn verður maður var við, svo sem Rannveig Briem, Torf- hildur Hólm. Frá Winnipeg eru nefndar Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Skaftadóttir og Andrea Fisher, sú síðasta kölluð fulltrúi og djákni. Hefir þá eftir allar þessar aldir, konum verið gefið málfrelsi og atkvæðisréttur í því nýja kirkjufélagi, þrátt fyrir ummæli Páls postula. 1 únitarakirkju félagsskapnum sem stofnaður var 1891 af Birni heitnum Pétursson, var konum frá þvá fyrsta veitt jáfnrétti við menn. Ekki er að sjá af skýrsl- um að konur hafi verið kosnar í fyrstu safnaðarnefndina, en snemma á árum tóku þær að sér að halda uppi kirkjusöng, sunnudagaskóla og kivenfélagi til styrktar söfnuðinum. Einmitt á þessu tímabili voru að verða miklar breytingar á hugsunarhætti konunnar gagn- vart stöðu sinni í mannfélaginu. — Sjóndeildarhringurinn hafði færst út fyrir heimatúnið, og vaknað hafði í meðvitund kvenna löngun til að taka þátt í málum umheimsins. . Kven- frelsishreyfing þessara ára hlaut að hafa haft mikil áhrif á fram- komu þeirra í kirkjumálum. Næsta ár, á júlí, eru liðin 100 ár síðan fyrsti kvenfrelsisfundur var haldinn í Bandaríkjunum. Helztu kröfur þessa fundar voru: 1. Rétt til sömu mentunar tæki- færa sem karlmenn; 2. Rétt til að tala á fundum; 3. Kosninga- réttur; 4. Rétt til að boða trú. Á Islandi voru fyrstu kven- réttindafundir haldnir um það leyti sem ísl. söfnuðirnir voru stofnsettir hér vestra. Það var nokkrum árum seinna að sú fræga skrúðganga kvenna fór fram í Lundúnaborg undir forstöðu Mrs. Pankhurst. Voru þar á meðal fáeinir karlmenn. Þeir báru fána með orðunum: “Málefni kvenna er málefni karlmannsins”. En á þeim degi var í huga 10,000 kvenna sá fasti ásetningur að “Málefni karlmanna skulu verða málefni kvenna.” Nú eru allar þessar kröfur upþfyltar og konur hafa sömu borgaraleg réttindi sem maður- inn. Hefir þetta að nokkru bteytt stöðu konunnar gagnivart kirkj- unni? Það er nærri óhuganslegt, að þetta Kvennasambands þing vkkar hefði getað farið fram í sama anda á nokkru öðru tíma- bili sögunnar, því það var ekki fyr en á öðrum fjórðung 20. ald- ar að konur hafa komist á það þroskastig að þær hefðu treyst sér til þeirra stórverka sem þið nú hafið á ykkar dagskrá. Mikið liggur bak við ykkur en meira liggur framundan. Kvenfélögin eru stoðir kirkj- unnar, þau hafa styrkt félags- skapinn upp á allar lundir. Konur hafa bakað, saurnað og soðið án afláts, ár eftir ár, að borga kirkjuskuldir og prests- laun. Þið hafið komið börnum ykkar á suninudagaskólann og oft farið sjálfar með til að hjálpa við kensluna; þið hafið keypt orgelin, og séð um að messuat- höfnin gerist hátíðleg með söng. Þið hafið unnið að útbreiðslu frjálslyndra trúarbragða með ræðum og ritum, góðgerðasemi og Mknarstarf ykkar verður um- fangsmeira með ári hverju. En þrátt fyrir alla þessa framför, hvernig stendur þá á þvá að færra og færra fólk sækir mess- ur. Ekki veit eg hvert þessi stað- hæfing á svo við ykkar kirkjur hér í Winnipeg, en það er nútíma ástand í flest öllum protestanta kirkjum. 1 Swíþjóð var nýlegá tekið manntal við messugerðir og þar af ályktað að 1/20 af þjóðinni sæktu messur. Hér í Canada er talan lægri. Af þeim hóp sem sækja messur eru konur í stór- um medrihluta. Kirkjufélagsskapurinn sem þið styðjið er stofnaður með því eina markmiði að kynna sér kenningar Krists og annara göf- ugra manna, í þeirri vissu að sá skilningur fullkomni sálareigin- legleika mannsins í leit hans eft- ir sannleik og réttlæti í tilver- unni. Séra Eyjólfur Melan kemst svo að orði í einni ræðu sirani: “Það hefir ætíð verið hug- sjón kirkjunnar að ala upp full- komna menn, andlega heilbrigða og góða mennn í hugsun og breytni. Prestarnir eru þeir einu meðal okkar sem eru mentaðir í krist- inni trú, sem háifa lagt alla alúð á að kynna sér andleg mál, með því takmarki fyrir augum að geta orðið öðrum til leiðbeininga. — Kirkjan er þeirra verkstofa — þangað verðum við að sækja þá heim. Annað áhugamál er það hvað fátt ungt fólk sækir messur. — Margar spurningar koma fram í hugann í því sambandi: geta unglingar fullnægt trúarkröfum sínum utan kirkjunnar? Geta þeir fullkomnað persónuleik sinn án göfgandi afls trúarinnar eða vita þeir ekki hvað raauðsyn- legan lærdóm kirkjan hefir að bjóða? Ef við gætum svarað væri ekki eins erfitt að ráða fram úr mál- inu. í angist megum við spyrja: Hvar eða hvernig hefir kirkjan brugðist ungdóminum? Hefir ekki kirkjan fyllilega fylgst með þeim stórfeldu breytingum hins veraldlega heims? Er ekki framþróun í hugsjón- um kirkjunnar í fullu samræmi við andlegar þarfir nútímans? Þetta er mikilsvarðandi máJ sem krefst alvarlegrar íhugunar Þar sem andleg hei'lbrigði unglinga er öllum hugðnæmt mál, þá hefir konunni aldrei á öllum öldunum gefist betra tæki færi en nú, að vinna að þessu máli til gagns og bóta, til fram- gangs kristinna hugsjóna. Annar flokkur sem heldur sig frá messugerðum, í stórhópum eru karlmenn. Á öllum fundum sem fjalla um stjórn ríkisins eru karlmenn i miklum meirihluta, en til kirkju koma fleiri klonur en menn. Það voru þó karlmenn sem bygðu upp kirkjulegan fé- lagsskap og héldu þar öllum völdum alveg frá því fyrsta og eru máttarstólpar safnaðanna enn í dag. Þeir eru greiðugir á að leggja fram fé, og góð ráð, en sækja ekki messur nema hélzt á hátlíðum. Hvaða kröfu gera karlmenn til kirkjulegs félagsskapar? Eg leyfi mér að lesa upp nokkrar setningar úr Barnalær- dómskveri unitara, þar sem skrifað er uni verksvið kirkj- unnar. “Kirkjan gerir andlega vel- ferð manna að sínu aðal mark- miði. Hún á að rækta og vernda alt hið göfuga og góða í manns- sálinni: að lyfta hugum manna upp í æðri og fegurri heima; að efla bróðurkærleikann; að kenna mönnum að elska guð og kapp- kosta að Mkjast honum; að láta menn sjá dýrð hans og fegurð í allri tilhögun náttúrunnar, en einkum þó í fullkomnunar mögu- leika mannlegrar sálar. Er það .nokkur félagsskapur okkar á meðal sem hefir háleit- ari tilgang en þetta, eða starfar með meiri alúð að hærra tak- marki! Er það nokkur annar fé- lagsskapur sem annast eins um andlegan þroska einstakMngsins! Sálarfræðingar nútímans hafa reiknað það út að hver mann- eskja, að jafnaði, hefir áhrif á 14 aðrar sálir. Ef svo er ætti hver kona að geta haft áhrif á einn mann til þess að hann væri viljugur að fylgja henni til messu, og taka fullan þátt í guðs- þjónustunni, í einn klukkutíma, einu sinni á viku. Það gæti auk- ið að stórum mun útbreiðslu kristinraar kenningar í heimin- um. Já, konan hefir á öllum tíma- bilum barist við að veita fram- gang andlegum hugsjónum. Það eru öll Mkindi til að hún vinni bug á vandamálum nútímans og að áhrif hennar í kirkjumálum verði til blessunar í allri fram- tíð.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.