Heimskringla - 09.07.1947, Síða 6

Heimskringla - 09.07.1947, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚLÍ 1947 mmm / Jones sat á sér. Hann vissi ekkert hvað hann og þessi gremjufulli, gamli herramaður voru mikið skyldir. En Collins sagið honum tfrá því. “Bróðursonur yðar hefir auðsæilega verið blektur, yðar náð,” sagði hann. Svo sneri hann sér til Jones: “Eg varaði yður við að selja eign- ina. Hamingjan veit að eg þekki Mtið þetta svæði og ennþá minna kolanámur. En eg er ætíð á móti jarðasölu, og einkum til hrekkjalima eins og Mulihausen er. Eg bað yður að ráðfæra yður við eimhvem sérfræðing. En ekki datt mér í hug, að þarna fyndist kolanáma. Eg hélt að það væri kanske í ráði að leggja þarna járnbraut, og þetta var síðasta fasteignin, sem ekki var veð- sett. Eg varaði yður við að selja hana.” “Æ, Arthur,” sagði gamla konan. “Síðasta jörðin þín. Og hörmulegt er til þess að hugsa, að hún skyldi fara svona. Aldrei hefði mig dreymt um að eg mundi segja þetta við son minn.” Svo beindi hún máli sínu til Collins “En eg kom ekki hingað til að kvarta; eg kom til að spyrja, hvað eigum við að gera til að fá réttlæti á þessu máli? Þetta er rán. Þessi hræðilegi maður með þetta þýzka nafn hefir féflett Ar- thur. Það er alveg augljóst. Hvað er hægt að gera?” “Hreint alls ekki neitt,” svaraði Collins. “Ekki neitt?” “Yður er óhætt að trúa mér, náðuga frú, er eg segi, að hér er ekkert hægt að gera. Salan var gerð á algerlega löglegan hátt, MuJhausen hefir ekkert annað gert en að bjóða í jörðina, og boði hans var tekið — er ekki svo —” spurði hann Jones. Jones varð að kinka kolli því til samþykkis. “Og þessvegna erum við bjargarlausir.” “En ef við gætum nú sannað, að hann hafi vitað að þarna vom kol, og sagði svo ekkert um kolin, þá geturn við neytt hann til að skila okk- ur aftur eigninni,’ sagði gamia konan, sem var svo óheppin að vera móðir Rochesters. Collins brosti næstum. “Náðuga frú, það veitir okkur engan mál- stað. Við skulum setja svo, að Canadiska Kyrra- hafsbrautar félagið hafi fundið á eign sinni kolanámu, og eg noti mér þá vitneskju til að kaupa af yður hlutabréf yðar í féiaginu, við skulum segja á átta hundmð dali hlutinn, setj- um svo, að hlutirnir stígi um þrjú hundmð hver, gætuð þér þá neytt mig til að skila yður aftur hlutabréfunum? Öldungis ekki. Eg hefi grætt féð á löglegan hátt af því að eg fór skynsamlega að ráði mínu.” “Það er einmitt það,” sagði fuglahræðan. “Hefði Arthur haft snefil af skynsemi, þá hefði alt verið öðmvsíi en það er nú.” Hún teygði höfuðið upp úr fjaðratreflinum og dró það 9vo til baka. Jones stóð þarna orð- laus, fjúkandi reiður og sneri bakinu að glugg- anum. Aldrei hefði hann haldið að sér mundi gremjast svona mjög heimskulegt athæfi ann- ars manns. En samt stóð hann þarna og fanst hann vera takmarkalaus bjáni. Hann sá strax hvernig þeir höfðu féflett Rochester og þótt það mælti móti allri skyn- semi, skammaðist hann sín fyrir það, en það hafði ochester sennilega aldrei gert. Föður- bróðir hans, hertoginn af Melford, þannig hét hinn skaplbráði, gamli maður, móðir hans,- greifafrúin frá Rochester og systir hans, hin háveJbrona Venetia Birdbrook, stóðu nú öll á fætur til að komast í burtu frá þessum leiðinda fundi, og heimskingjanum, sem átti sök á öllu þessu. Maður getur bara hugsað sér hvernig hon- um var innan brjósts. Maður í stöðu Rochesters getur verið næstum því hvað, sem hann vill á meðan hann er ríkur, en bæti hann synd fátækt- arinnar ofan á aðrar syndir sínar, er hann glat- aður með öllu. Og Rochester hafði ekki einung- is sóað fé sínu, hann hafði varpað á glæ heilli kolanámu. Það var því ekki nema eðlilegt að föður- bróðir hans virti hatin ekki viðlits er hann gekk út með konurnar á nndan sér. “Þetta var leiðinlegt,” sagði Collins er þeir voru orðnir einir eftir á skrifstofunni. Það voru vægustu orðin, sem hann gat sagt, og hann sagði þau. 12. Kap. — Unga frúin í Victoríu vagninum Þegar Jones komst út frá Collins lagði hann leið sána vestur á bóginn. Hann hafði næstum gleymt þeirri ákvörð- un sinni, að fleygja frá sér spilunum og forða sér í burtu---- Hann hafði ákveðið það hálfgert þegar Col- lins fór að minnast á konuna hans. En fréttin um kolanámuna yfirgnæfði nú alt annað. Ihug- un þess miáls hleypti huga hans í bál, viðskifta* eðli hans blossaði upp. Miljón punda náma, seld fyrir fimm þúsund pund! Honum sveið þetta eins sárt og hann hefði sjálfur orðið fyrir þessum skell af hálfu Mul- hausen. Umferðin stansaði og hann hrökk upp af þessum hugleiðingum og óttinn greip hann. Hann varð eins og augnablik alveg utan við sig, svo að hann varð hvonki Rochester eða Jones, en bara einihverskonar milliliður milli þeirra beggja. Eitt augnablik gat hann ekki sagt hver þeirra hann var. Honum' fanst hann vera hvor- ugur þeirra. Það var það hræðilegasta. Hann hafði ofreynt heila sinn í þessu undarlega hlut- verki og lei'kið Rochester of nákvæmlega. Þessi tilfinning var bara augnablik og svo leið hún frá eins fljótt og hún hafði komið. Hann litaðist um eftir drykkjukrá, gekk inn og hresti sig á brennivínsstaupi. Hanu spurði eftir livar Coutts bankinn væri, gekk inn og stansaði á þröskuldinum. Honum datt sem sé lí hug, að hann yrði að skrifa nafn Rochesters á ávísunina. Hann hafði stælt nafnið svo oft, að honum fanst að sér mundi auðvelt að falsa það þolan- lega, en hann hafði sjálfur byrjað starfsemi sína sem banlkaþjónn, og hann vissi því hiversu glöggir bankamenn eru á rithönd manna. Hönd hans, þ. e. a. s. Rochesters hlaut að vera vel þekt á banka þessum. Það dugði því ekki að eiga siíkt á hættu — og svo datt honum alt í einu eitt í hug. Var það skynsamlegt að leggja peningana sína inn á stað, sem allir þektu. Coliins og öll þessi hræðiJega fjöJskylda, vissi um að Coutts var bankinn hans. Það gat verið nauðsynlegt fyrir hann að eiga féð sitt á þeim banka, sem hann einn vissi um. Hann kom að þjóðbankan- um á Strand götunni. Þetta var tryggiiegt nafn og hann áíkvað að ganga inn. Hann sendi nafnspjaldið sitt inn tii banka- stjórans, og var 9trax boðið inn til hanS. Banka- stjórinn var stæðilegur maður með vangaskegg og sköllóttur. Hann var ábyggiiegur í útliti og gamaldags. Hann tók á móti greifanum af Ro- chester með þeirri viðhöfn, er sæmdi stöðu þeirra beggja. Jones hafði hugsað sig vel um hvorn bank- ann hann ætti að skifta við. Hann hugsaði sem svo, að ef hann ætti við Coutts og gæti stælt hönd Roohester svo vel færi í fyrsta skiftið, þá yrði hann altaf að halda áfram stælingunni, og þá yrði honum að takast alt af jafn vel. Sérhver rithönd, þótt breytileg sé, hefir sín sérstöku per- sónulegu einkenni, jafn giöggir og bankamenn eru að sjá slík atriði. Hann ták því það dirfskufulla ráð að skrifa nafn Rochester með sinni eigin hönd. Það var ekki sennilegt, að þeir í þessum banka hefðu séð rithönd Rochesters, og þótt þeir hefðu séð hana var það enginn glæpur að láta sér fara fram í þeirri list að skrifa. Hann ritaði Roohester á ávísunina, ritaði 9vo nafn sitt í bók til að þeir hefðu sýnishorn af undirskrift hans, og fór svo leiðar sinnar. 1 Áður en hann fór til Collins hafði hann skift fimm punda seðii Rochesters og hafði því smá- peninga í vasanum. Hann hafði þau næstum öll ennþá, nema fargjaldið og brennivínsglasið sem hafði kostað hann fáein penny. Hann mundi nú eftir að hann skuldaði fyrir matinn í klúbbum, og ákvað að borga nú fyrir hann og snæða síðan á einhverju matsöiuhúsinu. Hann ætlaði sér aldrei framar að éta í þessu uppskrúfaða hreiðri þröngsýninnar. Með þessa ákvörðun í huga, stóð hann og beið tækifæris til að komast yfir götuna hjá Southampton stræti, er hann heyrði einhvern segja rétt hjá eyra sínu: “Halló Rochy.” Jones leit við og sá hjá sér standa ungling eitthvað um tvítugt. Ljómandi laglegan og glað- legan dreng, glæsimannlegan, prúðbúinn með hraustlegt og hreinskilnislegt yfirbragð. “Halló,” svaraði Jones. “Hvað varð af þér hérna um kvöldið?” spurði þessi glaðlegi unglingur, og leiddi Jones með sér niður eftir götunni. “Hvaða kvöld?” “Hvaða kvöld! Kvöldið, sem þú fleygðir okkur út úr klúbbnum. Ertu sofandi Rochest- er? Hvað gengur að þér?” “Nú man eg það,” svaraði Jones. Þeir Jeiddust nú ekki lengur, en gengu saman upp eftir Southampton stræti. ókunni maðurinn sá um að halda samræðunum vak- andi, og virtist vera allvel fallinn til þess starfa. Hann talaði um menn og viðburði, sem á- heyrandi hans vissi ekkert um, og hesta og kvenfólk. Hann beindi leið þeirra inn í Bond stræti og Jones fór í búðir með honum og hjálp- aði honum til að velja tylft marglitra sokka. Er þeir komu út aftur, stakk pilturinn upp á því, að þeir fengju sér hádegisverð einhverstaðar. Jones svaraði því engu. Hann stóð og horfði á vagn, opinn vagn, sem fór hægt vegna hinnar miklu umferðar. Það var skrautlegt farartæki, reyndar var aðeins einum hesti beitt fyrir hann, en til upp- bótar voru tveir þjónar í vagninum, og voru einkennisbúnir. í vagninm sat ein sú fegursta kona, sem Jones hafði nokkurtiíma séð, dökkhærð með djúp og dreymandi dökkgrá augu, og andlitið — æ, hvaða penni getur lýst sJíku andliti, svo fuilu af iífsfjöri, birtu og yndisleika. Hún Jeit framan í Jones og virtist honum svipur hennar bera vott um glettni og ásökun, og sjá! Hún kinkaði kolli til merkis um, að hann skyldi koma til sín. og sagði um leið við ökumanninn: “Stansið vagninn.” Jones tók ofan hattinn og gekk í áttina til hennar. “Eg ætlaði bara að segja þér,”« sagði þessi hefðarsnót og laut áfram — “að þú hefir hagað þór skammarlega. Venetia hefir sagt mér frá því öllu saman. Mér má svo sem standa á sama, en þú ættir samt að láta það vera.” Síðan sagði hún við ökumanninn: “Haldið áfram”. “Hamingjan góða!” sagði Jones og horfði á eftir vagninum, er fJutti failegu frúna í burtu svo að hann sá nú ekkert af henni nema sól- hlífina. Hann gekk til baka til ókunna, unga mannsins. “Jæja,” spurði drengurinn, “bivað hafði konan þín gott að segja?” . “Konan mín!” sagði Jones. “Fyrverandi konan þín þá, þótt þið séuð ekki skiiin ennþá, eða hvað?” “Nei.” Jones sagði þetta eins og utan við sig Hann vissi tæplega hvað hann sagði. Þessi fríðleikssnót var þá konan hans — kona Roohesters! “Komdu,” sagði unglingurinn. Hann hafði kallað á vagn. Jones steig inn í vagninn. Kona Rocehsters! Hann íhugaði mótsetn- inguna miili hennar og Lady Plinlimon, og heimska Roohester varð takmarkalaus og ó- fyrirgefanleg. Vagninn stansaði í götu náJægt Piccadilly, þeir stigu út úr honum og ókunni maðurinn gekk á undan Jones inn í óbrotið hús. Á dyr- unum stóð aðeins nafn “Carr”. Þeir gengu eftir göngum og niður fáein þrep og komu inn í stóran sal, með mörgum spilaborðum. Einkennilegt herbergi. Fyrir stafni herbergisins var stór matreiðsluvél. Við hana stóð matreiðsiumaður og steikti kjöt og nýru og annað þessháttar dót. Gamaldags myndir af íþróttamönnum prýddu veggina, en þvert yfir herbergið, fyrir framan eldavélina, stóð langt borð með einkennilega fomum disk- um og bollum, þunglamaiegt og þykt leirtau. Inn af þessu herbergi var borðsalurinn, og var alt þetta matsöluhús heimlegt og viðkunnan- legt eins og gamalt heimiM, þegar Jífið var hæg- látara en nú, og enginn þurfti annað eins skraut né viðhöfn til að láta sér líða vel. Þetta var Carrs kJúbburinn. Ókunni maðurinn gekk að gestabókinni, og ritaði þar nafn sitt og gests síns. Jones leit yfir öxl hans og las nafnið Pat- rick Spence, Sir Patrick Spence, því að Jones heyrði einn þjónanna nefna hann svo. Hann pantaði svo matinn. Kjöt og öl úr tunnum, sem reitt var fram í þykkum tinkrukkum. Spence sá um samræðurnar. Munnurinn á honum stansaði aidrei. “Jæja, ekki skal eg hnýsast í þínar sakir,” sagði hann, “og ekki situr það á mér að gefa þér ráð. En ef eg færi til þess, þá mundi eg segja: reyndu að sættast við konuna þín. Þú hefir farið skammariega að ráði þínu gagnvart henni, Rochester. Þú verður að kannast við það. Hún systir þín og eg töluðum um það hérna um kvöldið hjá Vernons. Okkur kom saman um að þú værir ágætis náungi, en of óstöðugur og hrekkjóttur. Þú hefðir átt að heyra hvernig mér tókst upp. En alvarlega sagt, það er nú komið mál til að þú farir að stillast og hið sama má segja um mig. Það er ekki hægt að láta ung Ihöfuð á gamlar herðar, en höfuð okkar eru ekki eins ung og þau áður voru. Og eg ætla bara að segja þér að ef þú mannar þig ekki upp, þá strýkur hún frá þér. Mér er þetta bJáföst al- vara. Maður talar ekki venjuiega um annað eins og þetta. En við h-öfum aldrei haft nein leyndarmál hvor fyrir öðrum, og ætíð þorað að segja sannieikann hvor í annars garð. Og nú skal eg segja þér eitt, að þú getur tekið það eins og það er talað. Maniloff er að elta hana, þú þekkir hanrt, aðstoðarmaðurinn í rússnesku sendiherrasveitinni, alt af með vindling dingl- andi á milli varanna. Skírnamafn hans er Boris. Á ekki grænan túskilding, eg er viss um það vegna þess að eg hefi komist eftir þessu sjálfur, hann ætlaði að kaupa af mér einn veðreiðar- hestinn minn og flytja hann til Rússlands. Ætlaði hann að borga mér sem niðurborgun 700 pund og afgangininn á sex mánuðum. Lewis sagði mér sögu hans. Upp fyrir haus í skuldum, skilinn við konuna, og iifir í raun og veru á fjárhættuspiii. Hann er slavneskur letingi, og ef maður segði við hann, að húsið hans væri að brenna, mundi hann svara: “nichéro” — það gerir ekkert til, það er í eJdsábyrgð. Ef hann ætti þá hús til að vátryg^ja, en það á hann ekki. En stúlkunum Jfet á hann. Hann er einn af þeim. En guð hjálpi þeirri konu, sem giftist ihonum. Hann mundi fara með hana og alt, sem hún ætti til Monte CarJo, og þegar hann hefði marið sundur hjarta hennar, eyðilagt hamingju hennar og eytt hverjum skilding, sem hún ætti, mundi hann yfirgefa hama og fá sig settan við einhverja rússnesku sendiherra sveit annar- staðar, t. d. í Japan. Eg þekki hann. Láttu hana ekki gera það Roohy.” “En hvað get eg gert?” spurði Jones vand- ræðalega. í raun og veru mátti honum standa á sama um hvort kvenmaður, sem hann hafði aðeins einu sinni séð, stryki með Rússa eða ekki, og væri féflett í Monte Carlo, en tiJfinningar vorar fara ætíð eftir þessu: “í raun og veru”; og hon- um fanst að það væri miklu meira en í meða- lagi andstyggilegt ef fallega konan, sem hann sá í vagninum, stryki með einhverjum Rússa. Eins og vér munum, þá höfðu orð Collins um konuna hans komið honum næstum því ti, að hætta leiknum og Játa fætur forða sér, því að hann hafði orðið hræddur. Er hann sá hana hafði þetta alt breyst. — Rómantíkin hafði snert Viktor Jones með töfra- sprota siínum. “Eg ætla bara að segja þér, að þú hefir hagað þér skammarlega.” Þessi orð voru sannarJega nóg til að breyta hverjum draumi og hverri aðstöðu í skrípamynd. En áhrif þeirra á Jones voru töframögnuð. Hann gat ennþá heyrt málróminn. Gremjulegan en þó glaðleg- an. Það var silfurskær og seiðmagnaður mál- rómur. Hvað ætlar þú að gera? Ætlar þú að sætt- ast við hana?” spurði Spence. “Og hálfdrepa Niohevo gamla. KvenfóJkinu fellur það vel í geð að við Júberjum einhvern þeirra vegna; þær láta eins og þær hafi andstygð á því, en þeim fellur það samt vel. Gerðu það eða fáðu þér riffil og skjóttu hana. Það er betra fyrir hana að vera skotin, en að búa saman við annað eins kvikindi.” Hann kveikti sér í vindli og gekk inn í spilasalinn. Spence leit á úrið sitt og sagðist þurfa að hibta mann. Þeir kvöddust svo úti á götunni og Jones gekk heim til Carlton hallar- innar. Ekki vantaði hann íhugunarefnin. Öll sendibréfin í skrifstofunni mintu hann á, að hann hefði gleymt mjög þýðingarmikln atriði, að fá sér stúlku til að rita fyrir sig. Hann gat ritað undir bréfin með góðri stæJingu af rit- hönd Roohesters, en að stæla höndina á heih1 bréfi var honum ofvaxið. Svo datt honum ráð í hug. Þxí þá ekki að svara öllum þessum bréf- um með símskeytum, sem hann gat sent sjálfur? Hann fann eyðubJöðin, og svaraði svo bréf- unum á bezta hátt. Það var skrítið starf. “Því miður ómögulegt að komá”, var svar hans við öllum heimboðum. Childersby var nafn undir einu bréfinu, og fletti hann nafninu upp í “skránni” og fann að þetta var lávarður einn. Hann fór svo með skeytin á símstöðina og sendi þau og sneri heim aftur. Hann kveikti svo í vindli og opnaði hina ágætu skrá er gaf honuni svo margar upplýsingar. Þar fann hann æfisög- ur manna samanþjappaðar í fáeinum Jínum, æfintýra og raunasögur. Grafskriftir yfir menn, sem ennþá voru ofan jarðar. “Eg ætlaði bara að segja þér að þú hefir hagað þér skammarlega.” Ennþá hljómuðu þessi orð í eyrum hans og komu honum til að fletta upp nafni Plinlimons ennþá einu sinni- MuJhausen! Hann bafði næstum mist bókina: MuJhausen! Collins, skrifstofan hans, þessi hrœðilegi fundur ættingjanna, stóð honum enn- þá fyrir hugskotssjónum. Það var þrjóturinn, sem narrað hafði kolanámuna út úr Rochester og hann var faðir konunnar, sem hafði hrætt mörg þúsund pund út úr Rochester. Lýsingin í skránni varð að höggormabæli. Hann fleygði bókinni á borðið og æddi fram og aftur um her- bergið. Konan í opna vagninum, ástand hans sjálfs — alt gleymdist vegna hins andstyggilega sam- særis, sem hann sá eins og í þoku. Þessi óþjóðarlýður hafði komið Roohester í sjálfheldu. Faðirinn hafði borgað honum fimm þúsund pund fyrir eign, sem var miljón punda virði. Dótturinni hafði hann goldið átta þúsund pund. Þetta var falleg verzlun! Jones stóð í fáein augnablik í sama skapi og hundur sem eltir jarðsvín. Svo fór hann að hugsa skýr- ara. Eitt þóttist hann viss um, Boles, Plinlim°u og Mulhausen voru allir þorparar og í félagi, °S fanst honum áreiðanlegt eða mjög sanwsýnilegt, að fé það, sem hrætt hefði verið út úr Rochester, hafi farið alt, eða meiri hluti þess til Mul* hausens. Var MuJhausen kóngulóin í vefnum og hin- ir aðeins meðhjálparar hans?

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.