Heimskringla - 23.07.1947, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.07.1947, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. JÚLÍ 1947 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA fætt. Um það má nefna hin hiúf- andi og spámannlegu orð Matt- híaisar Jochum9sonar: “Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þÚ9und ár dagur, ei meir.” —Alþbl. 6. júlí * * ★ Nítján milj. manna undir vopnum Han9on Baldwin, sem er her- málaritsitjóri New York Times, hefir nýlega gizkað á, að 19 millj. manna séu enn undir vopnum í heiminum. Byggir hann þetta á upplýsingum frá íréttariturum blaðsiras vtíða u-m heim. Rússneski herinn er enn fjöl- menraastur, en hann mun nú teljia um 3.8 millj. manna. 1 brezka herraum eru um 1.2 milj. manna og í bandaríska hern- um um 700 þús. manna. Kín- verjar hafa mjög fjölmerana heri. Einna hlutíaiislega fjölmennast- ir munu herir Tyrkja og Júgó- slava vera. 1 spánska hemum eru 500 þús manna. Her Bandaríkjanna hefir langsamlega mestan vélaútbún- að. Hann hefir 37 þús. vélar, en rússraeski herinn ekki raema 25,000. BandaríSki fiotinn er 3.8 mil'lj. smál., brezki flotinnn 1.5 millj. srraál., og rússraeski flotinn 0.4 millj. smál. Baldwin telur að samanlögð hernaðgrútgjöld þjóðanna séu nú 10 miljörðum dollara meiri en þau voru seinásta árið fyrir stríðið (1938) —Tíminn * * * Stjórnarskiftin í Ungverjalandi 1 lok síðastl. viku urðu stjórn- arskifti í Uragverjalandi, sem fóru fram með nokkuð sérkenni- legum hætti. Þykja þau benda til, að kommúnistar ættli að vera búnir að koma sér þannig fyrir í landinu, þegar Rússar fara það- an, að þeir bafi öll völdin í sinni hendi og þurfi ekki að sleppa þeim aftur. Upphaf þessa stjórnarskifta- máls eru raunveruega þau, að haustið 1945 fóru fram kosning- ar í Ungverjalandi og leyfðu Rússar, að þær mættu fara fram með vestrænum hætti, enda reiknuðu kommúnistar með miklu fylgi þar. Úrslitin urðui hinsvegar þau, að smábænda-J fiokkurinn fékk meirihluta at-| kvæða og þingsæta. Kommún- istar og jafnaðarmenn feragu tæp 20% atkvæðamagnsins hvorir, en aðrir flokkar minna. Eftir kosningarnar var einn af foringjum smábændaflokks- ins, Tildy, kosinn forseti ríkis- ins, en annar foringi hans Nagy, varð forsætisráðherra. Myndaði, hann siíðan samsteypustjórn með, kommúnistum og jafnaðarmönn-j um, en mjög raáin samvinna er milli þessara fiokka. Komm- únistar fengu lögreglumálin og dómsmálin, eins og annars stað- ar í þeim löndum, sem eru her- setin af Rússum. Fyrst; í stað virti'st stjórnar- samstarfið ganga prýðilega, en þegar tímar liðu, fór lögreglan að gerast athafnasöm undir for- ustu kommúnista. Uppvíst varð um hverja uppreisnartilraunina á fætur annari og alltaf voru ein- í hverjir af þingmönnum eða leið-j togum Smábændaflokksins — neyddir til að víkja þessum mönnum úr flokknum og hafa m. a. ndkkrir tugir af þdng- mönnum hans verið sviftir þirag- mensku af þessum ástæðum. Þessar “uppljóstranir” lögregl- unnar hafa borið þann áraragur, að liðsmenn smábæradaflókks- iras sem sitja í fangelsum, skifta nú orðið mörgum hundruðum. Nokkru eftir áramótin í vetur ljóstraði svo lögreglan upp stæcstu samsæristilrauninni sem uppvíst hafði orðið um fram að þeim tíma. Einn aðalmaður| hennar var enginn annar en Kovaos ritari smábændaflokks- ’ iras og einn áhrifamesti leiðtogi hans. Samsærið, sem honum var gefið að sök, var að hafa hafið undirbúning að því, að komm únistar og jafnaðarmenn yrðu látnir fara úr stjórninni strax og rússneki herinn færi úr land- inu. Fyrir þessar sakir var hann feragelsaður, ásamt mörgum tug- um samflokksmanna sinna. Haradtökur þessar vöktu mikla ólgu meðal þjóðarinnar, sem hef- ir farið vaxandi vegna þess, að mál Kovacs og félaga hans hefir ekki fengizt tekið fyrir, en samt er þeim haldið í fangelsi. Bæði Tildy og Nagy hafa reynt að fá málið tekið fyrir, en árang- urslaust. Fyrir nokkrum dögum síðan fór Nagy til Sviss og ætlaði að dvetj a þar um skeið sér til hress- iragar. Rétt eftir að hann fór úr landi, gerði lögreglan nýjustu uppgötvun sína. Hún var sú, að Nagy væri einn samsærismanna, því að Kovacs hefði látið hann vita af ráðabruggi sírau, en hann hefði ekki gert stjórninni að- vart. Þegar hér var komið, mun Nagy ekki hafa þótt fýsilegt að hverfa heim aftur og sendi því Tildy lausnarbeiðni sína og kvaðst ekki koma aftur til Ung- verjalands fyrst um sinn. Einn af leiðtogum smábændaflokks- ins, sem var hermáiaráðherra i stjórn Nagy, hefir nú myndað nýja stjórn. Haran hefir verið talinn hliðhollur konunúnistum. Fyrsta verk hans, sem forsætis- ráðherra var að lýsa yfir því, að nýja stjórnin teldi það aðalverk- efni sitt að koma á “sönnu lýð- ræði” í landinu. Vita flestir nú orðið hvað það táknar á aust- ræna vísu. Kammúnistar og jafnaðar- menn hafa nú lýst yfir því, að þeir munu krefjast nýrra kosn- inga í haust. Munu þeir búast við, að smábændaflokkurinn verði þá orðinn svo lamaður, að þeim muni sigurinn auðunninn. Samkvæmt friðarsamraingun- um við Ungverja eiga Rússar að fara með mestallan her sinn það- an í vor, en mega þó halda nokkrum her þar, eftir meðan þeir hafa setulið í Austurríki. Verður því enn ekki sagt hve- nær Ungverjar losna við Rúss- neka herinn til fullnustu. —Tíminn ★ * * Skerst bandalag sameinuðu þjóðanna í leikin á Unverjalandi Vandenberg, formaður í utan- ríkismálanefnd ölduragadeildar- innar í Washington, sagði í gær, að stjórnarskiftin á Ungverja landi hefðu verið gerð með ofb- eldi og byltingu. Löglegri stjórn, sem byggðist á frjálsum kosn- iragum, hefði verið steypt, ein- ræðisstjórn sett í staðinn og Ungverja'land verið gert að rúss- nésku leppríki. Taldi hann hug- sanlegt, að bandalag hinna sam- einuðu þjóða yrði að skerast i leikinn. Fregnir frá London í gær- kveldi benda ótvírætt til þess, að ógnaröld sé nú hafin á Ung- verjalandi. “Hreinsun” er boðuð í smábændaflokknum og brott- rekstur allra þeirra, sem and- vígir eru hinni grímuklæddu kommúnistastjóm. — Forseti þingsins í Budapest, Bela Varga er flúinn úr landi og kominn til Austurríkis, þar sem hann hefur leitað hælis á hernámssvæði Bandaríkjamanna. Nýja stjórnin í Budapest hefiur kallað sendi- herra sína í London, París og Bern heim til skrafs og ráða- gerða. Blöð í Bandaríkj unutn fara hörðum orðum um viðburðina í Ungverjalandi. — “New York Tirraes” segir í forustugrein: “Hin kommúnistíska bylting í Ungverjalandi er nú fullkomn- uð að öðru leyti en því, að kosn- iragaskrípaleikur á að staðfesta hana í september. Ungverjaland hefur nú sezt á bekk með Pól- landi, Rúmeniíu, Búlgaríu og Júgóslavíu, bæði sem einræðds- ríki og rússneskt leppríki. Að þessu hefur rússneska stjómin stefnt síðan í striðs lok; og setu- lið Rússa í landinu hefur stjórn- að þeim öflum, sem til þess hafa verið notuð. Fyrir þremur mánuðum lét yfirmaður rússneska setuliðsins Sviridov, taka ritara smábænda- flokksiras, Bela Kovacz, fastan og einangra hann; og síðan hafa ýmsar “afhjúuanir” hans á “samsæri gegn ungverska lýð- ræðirau’ verið notaðar til þess að rægja alla andstœðinga kommúnista út úr embættum. Nú hefur þessi samsærisrógur gert þeim unnt að losa sig við Fersno Nagy, forsætisráðherra, ! sem tilheyrði smábændaflokkn- J um. Landflótta, í Sviss, hefur hann failizt á að segja af sér, að I því er virðist til að bjarga fimm ára syni sínum, sem haldið var | í gislingu heima á UngVerja- j landi. Við forsæti stjórnarinnar hefur tékið Layos Dinneyes, að vilja hinna rússnesku heryfir- valda. Lögreglan er að taka f asta alla forustumenn smábænda- flokksins, sem ekki vilja beygja sig. Stjórnin heldur þó áfram að 1 dulbúa sig og kalla sig stjórn ! smábændaflökksins; en í raun og sannleika er hún kommúnistík.” —Alþbl. 3. júraí DÝRTÍÐIN OG MISRÉTT- IÐ Á RÚSSLANDI Eftir W. N. Ewer Hér birtist önnur grein W. N. Ewer’s um kynni hans af Moskvu, höfuðborg Sóvét-Rúss- lands, og kjörum verkamanna þar. ★ Ekki er þörf á langri dvöl í Moskvu til þe9s að skilja, hvers vegna sovét-stjórnin krefst svo ötullega stríðsskaðarbóta frá framleiðslu þýzku verksmiðj- anna, sem raun ber vitni um. Moskva er nefnilega höfuðiborg þjóðar, sem stynur undir fargi fjárhagslegrar kreppu. Matvæli eru af skornum skammti og þau kosta æði mikið. Verð á rúg- brauði hefur t. d. þrefaldast á raokkrum síðustu mánuðum. Skortur er einnig á búsáhöldum og verðið mjög hátt. Afleiðingar styrjaldarinnar og veðurharðindi á liðnum vetri þjá Rússland eins og Stóra-Bnet- land, og við allar aðstæður mundi ástandið vera slæmt, en þurrkar suður í landinu í fyrra sumar gerðu það ennþá verra. Mjög er erfiðleikum bundið að komast yfir opinberar skýrsl- ur um huragursneyðina í Úkrain en útlendiragar, sem þar hafa ferðazt, segja þaðan átakanleg- ar sögur. Þó er Úknaina auðug- asta landbúnaðarsvæði Rúss- lands, þegar allt er með felldu. Verði uppskera þessa árs góð (um það getur eraginn sagt með vissu nú) mun ástandið að sjálf- sögðu batraa, en til uppskerunn- ar eru ennþá 2 eða 3 mánuðir, og matarskorturinn eykur raunir fátæklinganna og áhyggjur stjórnarinar. Þrátt fyrir það getur maður borðað og drukkið eins og hann æskir i veitingahúsunum, t. d. Grand Hotel, hafi hann aðeins nógu margar kringlóttar í vas- araum, en máltíðin kostar jafn mikið og faglærður verkamað- ur hefur í laun á viku. Moskva er borg hinna sérkennilegu and- stæðna. Skortur neyzluvaranraa er auðvitað sumpart af sökum' stríðsins, en einnig vegna þess,| hve breytiragin úr stríðsfram- leiðslu til framleiðslu friðar- tíma er með miklum seinagangi. Af eigin raun get eg ekki rraet- ið eyðileggiragu stráðsins eða hraða endurreisnarinnar, og sundurleitar skoðanir eru um hvorttvegja. Allir eru á einu máli um það, að Rússar hafi lagt hart að sér við uppbyggingar- starfið, en árangurinn hingað til fer ekki að sama skapi, og margt af þvá Sem gera á, er langt á eftir áætlun. Að minrasta ko9ti var of miklum hraða lofað, til þess að sanngjarnt gæti talizt í garð verkamanna. Moskva hefur ekki orðið fyrir miklurn skemmdum, — ekkert svipað því og London, og iðnað- arborgirnar í Ural eru óskemmd ar, en borgimar í vesturhluta laradsins Smolensk og Minsk, sem við fórum um í báðum leið- um, eru í rÚ9tum á sama hátt og Varsjá, Berlín og borgir í Rhúr- héruðunum. Sá, sem ekki hefur séð þær, getur á engan hátt gert sér eyðileggiraguraa í hugarlund. Hægt er að ferðast með járn- braut hundrað kílómetra yfir vígiveilina í Vestur-Rússlandi án þess að sjá eitt einasta þorp eða einn einasta bæ, sem ekki ber ó- fagrar minjar styrjaldarinnar. Hvert sem litið var, vom menn önnum kafnir við uppbygging- arastarfið, byggingu húsa úr viði, en þúsundir fjölskyldna búa í vistarverum herjanraa neð- anjarðar, sem Þjóðverjar eða rauði herinn hafði látið igera. Hið Sama er sagt víða að sunnan úr landinu. Útkoman verður því sú, að allt er af skornum skammlti í Mosikva, miklu verra en Erag- lendingar hafa nokkum tiíma átt við að búa, jafnvel þegar verst leit út hjá þeim, — ófull- nægjandi birgðir af lélegum vörum, sem séldar eru háu verði. Spurniragin um verðlagið er mjög erfið. Eftir að eg kom heim hefur fólk oft spurt mig: Hve mikið er gengi rúblunnar? Að mínu viti er ein leið örugg til að reikna verðlag hennar, — hin marxistíska aðferð til að réikna út verðgildi vinnunnar. Hversu mikið fær maður eða kona fyrir einnar stundar vinnu- Ófaglærður verkamaður fær 275 rúblur greiddar á mánuði og faglærður verkamaður um það bil 1000 rúblur á mánuði. Taki maður nýju fimm ára á- ætlunina og skipti áætluðum lauraagreiðslum á áætlaðan fjölda verkamanna, koma út venjulega meðallaun nálægt 600 rúblur á rnánuði. Að vísu er húsaleigan lág en húsnæðið er langt undir meðal húsnæði á Englandi. Vissulega eru þar félagsleg gjöld. Vilssu- lega eru möguleikar á að kaupa ákveðinn skammt nauðsynja- vara við tiltölulega lágu verði með innkaupaheimild frá hlut- aðeigandi veiksmiðjuráði. En jafnvel þó að þetta allt sé tekið með í reikninginn held eg að 50 aura (sex pence) verð sé ekki laragt frá hinu rétta, miðað við framlagða vinnu. Einnig má segja þetta á annan hátt. Rússn- eskur verkamaður fær eina rúblu fyrir jafn mikla vinnu og saims konar og en9kur verkamað- ur fær sex pence fyrir. Mun þetta vera nokkum veginn rétt. Tökum nú verðlagið til athug- unar og gerum ráð fyrir að ein rúbla sé 50 aurar. Rúgbrauð er aðalmaturinn, og brauð, sem vegur 1. kg. kostar 3 rúblur. Næringargildi þess er minraa en ensks brauðs, en samt sem áður skal gert ráð fyrir að brauð, 1 kg. að þyngd, kosti kr. 1.50. Ekki er þetta vel gott verð, en eins og eg hef bent á, stafar það af skorti. í haust verður það ef til vill komið niður í eina rúblu. Hins vegar er hægt að fá hveitibrauð miklu fínna en nokkur fær í Englandi. En það kostar bara 6 kr. ($1.) stýkkið. Það er með öðrum orðum aðeins fyrir hina ríku. Súkkulaði færst í gr. þungum plötum, pakkað í silfurpappír og aðrar skraut- legar umbúðir, og kostar ekkert annað en 30 krónur. Guð má vita, hver kaupir það, en til sölu er það eigi að síður. - Eg tek þá aftur neyzluvörum- ar til athugunar og nefni verð á nokkrum tegundum, sem eg skrifaði niður. Skæri kosta 6 krónur, alum- inium, skaftpottar af ákveðinni gerð frá 10 upp í 50 krónur eft- ir stærð, alföt á karlmann, ó- vönduð að því er virðist, 1000 krónur, og svo gæti maður hald- ið, að verðlag þetta sé ákveðið með tilliti til launanna. Líf venkamannsins er erfitt, og ástæður þess eru skiljanleg- ar. Allt ætti að fara smámsam- an batnandi, er verksmiðjurnar auka framleiðslu á ný. En til eru þeir menn sem geta látið eftir sér að kaupa eina plötu af súkk- ulaði fyrir 30 krónur, og það finnst mér átakanlegt. Þetta er staðreynd, og hún alveg óskiljanleg, að í áætlunar- búskap sovétstjórnarinnar skuli huigvit manna og afl véla notað á neyðartímum til framieiðslu á súkkulaði, sem selt er fyrir 30 króraur stykjcið. Áætlunarbúskapurinn hefur sömuleiðis mælt svo fyrir, að stærsta bifreiðaverksmiðjan í Moskva skuli framleiða “Zis” bifreiðar, sem kosta út úr verk- smiðjunni 23,000 kr. og mun verða allt að 60,000 krónur rraeð sköttum og öðrum kostnaði. Fyr- ir hverja og hvers vegna eru slíkir bílar framleiddir í sósíal- isfísku þjóðfelagi? Þessi spurning hlýttur ' að koma í huga hvers manns, sem geragur um götur Moskvaborg- ar, og ekki sársaukalaust. Krepputímamir munu efalaust taka enda, en fyrir hvern starfa þeir forustumenn er stjórna á- ætlunarbúskapnum nú? Starfa þeir fyrir alþýðuna eða fyrir mennina, sem aka í “lúxus” bif- reiðunum, og þá, sem kaupa súkkulaði fyrir 30 krónur stykk- ið? Þe9sar spurningar sækja stöðugt að mér, og eg á bágt með að þola það svar, sem staðreynd- irnar virðast gefa. —Alþbl 12. júní Frú Violette N. Anderson frá Chicago, sem hafði embættis- próf í lögfræði, var eina negra- konan, sem fekk leyfi til að flytja mál fyrir hæstarrétti Bandaríkjanna. Hún fékk rétt til inngöragu í lögfræðingafélag- ið þar árið 1926. Í H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 JSHfe 21 331 BRÉF Arborg, júlí 1947 Herra ritstjóri Heimskringlu, Gamli kunningi: Vilt þú vera svo góður að byrta í blaði þínu, nokkur þakk- ar orð til Dr. K. J. Austmans. Eg er nýkomin heim undan upp- skurði sem hann gjörði á öðru auga mínu. Eg var sama sem blind, sá aðeins mismun dags og nætur. Vil eg kalla það krafta- verk, sem hann framkvæmdi þar sem eg er raíutíu ára og sex mánaða gömul. Nú sé eg til að ganga um húsið og get lesið stórt letur. Það er vonandi að hann eigi eftir að hjálpa mörgum sjónlausum enn. Það þarf enginn að hræðast stórmensku frá hans hálfu. Mað- urinn er sérstakt ljúfmenni. Vil eg óska honum alls hins besta í bráð og lengd, svo vil eg þakka öllum gömlu kunningjunum sem komu til mín á sjúkrahúsið og styttu tíman, sérstaklega vil eg þakka Mrs. Harvey Benson þar sem eg var til húsa, undan og eftir uppskurðin. Með kærri kveðju til þín, Dr. Austman enda eg þessar línur. Með virðingu Dýrunn S. Arnason Heimskringla á Islandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvf gleymd er goldin skuld As orders for new telephone service are received, they are placed on a waiting Iret aad 6Ued in rotation. Vour telephone service will be instaHed on that basis. In that way, fair distribution is made of tbe equipment and material as it æaches us from the manufacturer. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.