Heimskringla - 23.07.1947, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 23. JÚLl 1947
HEIMSKRIKGLA
5. SIÐA
að segja, að þjóðlega hreyíingin
okkar 1814 hefði verið óhugs-
andi án Snorra.”
Drengilega er þetta mælt í
garð vor íslendinga, og ummæl-
in að því skapi eftirtektarverð-
ari, þar sem þau koma frá gjör-
hugulum og víðkunnum fræði-
manni, sem eigi verður ásakað-
ur um skrum eða skjall.
En fyrst Norðmenn telja sig,
og það með réttu, í slíkri skuld
við Snorra Sturluson, hvað þá
um menningarlega skuld vor ís-
lendinga sjálfra við hinn forna
sagnaþul og málsnilling? Það er
oss holt að rifja upp fyrir oss í
samibandi við þá minningarhá-
tíð, sem honum hefir nú verið
haldin til heiðurs, á hinu fræga
menntasetri, sem jafnan verður
tengt við nafn hans. En skuld
vora við Snorra Sturluson túlk-
aði Jón Magnússon fagurlega og
eftirminnilega í kvæði siínu um
hann, og sómir vel að ljúka
greinarkorni þessu með því
prýðilega ^cvæði:
“Aldir sjö með báli og brandi
brutu hvergi í virkið skarð.
Heldur æ þinn haukskyggn andi
hæstan vörð um Reykholts garð.
Eyðist gu'll og silfursjóðir,
sökkva lönd í rogakaf.
Helja gleypir heilar þjóðir.
Hver er sá, sem lifir af.
Það er sá, sem sálarauðinn .
setur hærra en valdsins bráð.
Andann vinnur aldrei dauðinn,
engin hefnd né lokaráð.
Þtínir bautasteinar standa
steyptir djúpt í Norðurlönd,
aðsúgsféndum ögra, granda,
orka feigð á níðingShönd.
Upp úr gleymdum hetjuhaugum
hófstu mikinn sagnaifeng.
Þér varð skyggni á andans
augum
Undirspil frá hjartans streng.
Heilagt guðspjall göfgi og snilli
gafstu, Snorri, vorri þjóð.
Um þig streymir alda milli
Islands dýra hjartablóð.”
Richard Beck
“Inni lá hann hjá mér í nótt
fíflið að tarna”.
Björn Gunnlaugsson yfir-
kennari var, sem alkunnugt er
uiiklum gáfum gæddur. Þá er
'hann var orðinn stúdent ferðað-
ist hann einförum, úr Húavatns-
sýslu norður á Akureyri til ,áð
fá þar tilsögn í landmiæilingum
hjá mælingameisturum þeim
dönskum, er þar voru að mæla
landið. Á leið sinni um Yxnadal
bar hann laugardagskvöld eitt
að bæ þeim er Gloppa heitir og
lók þar gistingu að Kristjáni
bónda, er þar bjó, og fór að
uuorgni leið sína ofan Yxnadal
og fann að máli fáa menn. Á
sunnudaginn var messað á
Bakka. Köm þá Kristján frá
Gloppu til kirkju. Hjöduðu
bændur sín á milli um ferð
Bjarnár og hvar hann mundi
Verið hafa um nóttina, viku sér
að Kristjáni og spurðu: “Var
Bjiörn hjá þér Kristján minn í
uótt?” — “Já”, svaraði Kristján,
“Inni lá hann hjá mér í nótt,
ííflið að tarna. (Úr Isafold)
★ ★ * *
Latur eiginmaður: Eg sé að
þeir eru að byrja nýtt verkfall.
Konan: Já — ef þú værir
Uieira en hálfur maður, ætt-
irðu nú að geta fengið atvinnu —
og gert svo verkfall með þeim.
TIL MEÐLIMA ÞJÓÐ-
RÆKNISFÉLAGSINS
OG ANNARA GÓÐRA
ISLENDINGA
Lundar, Man.,
13. júnií, 1947
Það hefir dregist lengur en
skyldi, að skýra frá helztu á-
formum og gerðum Þjóðræknis-
félagsins. Stafar sá dráttur af
annríki mínu vegna demants há-
tíðarinnar á Lundar og svo vildi
eg heldur ekki skrifa fyr en frá
einlhverju verulega markverðu
væri að segja. Nú get eg það.
Á síðasta þjóðræknisþingi
var stjórnarnefndinni falið, að
ráða útbreiðslu og fræðslustjóra
til að ferðast um og dvelja um
stund hjá deildunum í því augna-
miði fyrst og fremst, að aðstoða
þær við að enduriífga félags
starfsemi þeirra, og í öðru lagi
að koma skipulagi á kenslumál-
in hjá hinum ýmsu deildum.
Nefndin gerði sér strax grein
fyrir 'því, að vandi myndi að
velja þann mann eða konu er
heppilegust myndi til þessa mik-
ilsverða og erfiða starfs, en þetta
tókst þó öllum vonum framar, að
þessu sinni.
Stjórnarnefndin hefir ráðið
Mrs. Hólmfníði Danielsson fyrir
þrjá mánuði til starfsins. Mun
engum dyljast hugur um að
heppilegri fulltrúa hefði Þjóð-
ræknisfélagið ekki getað kosið
sér. Allir, sem þekkja frú Dan-
ielsson þekkja áhuga hennar og
dugnað. Hún hefir líka til brunns
að bera þá hæfileika og þá ment-
un er frekast verður ákosið. Hún
er þess utan svo víðsýn og svo
vel okkar málum kunnug og öll-
um ástæðum, að á betra verður
ekki kosið. Má búast við góðum
árangri af starfi hennar vilji
deildirnar og fólkið í bygðarlög-
unum styðja hana í starfinu. —
Engin manneskja, hversu dugleg
og hæf sem hún kann annars að
vera, megnar að gera alt, án að-
stoðar og velvilja heimafóliksins.
Hér er tækifæri að hefjast handa
og Þjóðræknisfélagið, eins og
þess er skylda, ríður nú á vaðið.
Er það ósk og beiðni Þjóðræknis-
félagsins til almennings, að
styrkja frú Danielsson í starfinu
á allan hátt. Framhaldið fer
eftir undirtektum fólksins og á-
rangri. Styrki það starfið vel á
allan hátt má búast við áfram-
haldi og góðum árangri. Eru það
tilmæli stjórnarnefndarninar, að
deildirnar skrifi ritara Þjóð-
ræknisfélagsins, sem fyrst um
væntanlega þátttöku þeirra og
leiti sér frekari upplýsingar um
fyrirkomulagið og tilhögun eins
og við í sérnefndinni höfum
hugsað okkur hana. í nefndinni
eru forseti félagsins, séra V. J.
Eylands, J. J. Bíldfell og ritar-
inn, séra H. E. Johnson.
Annað mál sem hafist hefir
verið framkvæmda á er að fá
prentaðar og útbúnar hljómplöt-
ur til íslenzkunáms eins og þeg-
ar eru notaðar víða hérlendis við
kenslu annara tungumál. Vinn-
ur próf. Stefán Einarsson í Balti-
more nú að þessu og er búist við
að því verki verði lokið bráðlega.
Gætu menn þá keypt þessar
hljómplötur og hljómvélar. Verð
ur auðvitað nánar skýrt frá þvi
þegar þessi tæki koma á mark-
aðinn.
-Annað mál, sem margir hafa
nú hinn mesta áihuga fyrir er að
félag vort bjóði einhverjum
Til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumllunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn og 50^ á eins dálks þumlung fyrir samskota
lista; þetta er að vísu ekki mikill tekjuauki, en þetta
getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
THE VIKING PRESS LTD.
THE COLUMBIA PRESS LTD.
merkum Islendingi að heiman
til fyrirlestrahalds hér vestra.
Þykir mörgum sem nú sé mjög
á okkur tekið halla um heimböð-
in þar sem frændumir heima
bjóða nú á hverju ári svo að
segja einhverjum úr okkar hópi
heim. Ef af slíku verður er mjög
áitíðandi að valið takist vel og
væri æskilegt að deildirnar
tækju málið til umræðu og létu í
ljósi sinn vilja.
Þriðja stórmálinu var enn á
ný hreyft á þinginu: húsbygg-
ingarmálinu. Þykir mörgum
full þörf á því að íslenzkt sam-
komuhús verði reist í Winnipeg. j
Málið hefir verið talsvert rætt
svona manna á milli og á síðasta
þingi var nefnd sett í málið til
frekari athugunar. Er sú nefnd
skipuð duglegum áhugamönn-
um úr Winnipeg. Kæmist þetta
til íramkvæmda mætti búast við,
að félagslíf milli íslendinga
glæddist stórum í Winnipeg. Sú
hefir og raunin á orðið meðal
fólks af öðrum þjóðum er eiga
slák samkomuhús. Úkranar eiga
mörg slík, sömuleiðis Irar frá
Ulster, “Orange Halls”; Norð-
menn, Svíar og Danir eiga þau
mörg 1 ýmsum borgum, en ís-
lendingar ekkert, nema þar sem
söfnuðirnir sumstaðar hafa sam-
komusali til almennra afnota og
svo Templarahúsið í Winnipeg,
sem er óhentugt og of lítið fyrir
stærri samkomur.
1 þessu sambandi má þess geta
að Þjóðræknisfélagið á nú skuld-
laust húseignina á Home stræti,
sem áður var notuð sem skóla-
hús meðan Jóns Bjarnasonar
skóli var enn við liíði. Fyrir
framsýni nökkurra manna í
Winnipeg var þetta hús keypt
og hefir nú verið borgað að
fullu. Ekki er mér kunnugt um
alla þá er fyrir þessu gengust, en
um einn veit eg þó er miklar
þakkir verðskuldar í þVí sam-
bandi, Ólaf Pétursson. Hefir
hann verið umsjónarmaður
byggingarinnar í fjölda mörg ár
og honum er það að mjög miklu
leyti að þakka, að eignin er nú
skuldlaus með öllu.
Sumum hefir dottið ií hug
hvert ekki mætti nú breyta þess-
ari fjölbýlis húseign í samkomu-
hús að einhverju leiti. Sjálifsagt
að fara hér gætilega í sakirnar
iþví sem stendur skilar bygginig-
in allgóðum arði, en til félags-
þarfa verður hún ekki notuð
nema að mjög litlu leiti sem
stendur.
Það sem vakir fyrir mönnum
er að koma sér upp húsi, sem
gæti haft tvo samkomusali, ann-
an lítinn fyrir fundi, hinn stærri
fyrir samkomur. Auk þess her-
bergi fyrir bókasafn er væri
jafnframt lestrarsalur. Þá her-
bergi til að geyma, til sýnis’ þá
muni, sem félaginu hefir gefist
og vonandi gefst, nokkurskonar
þjóðmenja og nýlendu safn. Jú,
óneitanlega væri skemtilegt og
gagnlegt að eiga þvílíkt félags
heimkynni og verðugur minnis-
varði gæti það orðið um ís-
lenzku hermennina, sem féllu í
stbíðinu. Hefur sú uppástunga
komið fram hjá sumum. Væri
það vel tilfalið því nú eru víða
reist sllík hús í bygðum og bæj-
um þessa lands, til minningar
um fallna hermenn.
Sízt má maður greyma náms-
meyjunni efnilegu Agnesi Sig-
urðson. Hún lýkur nú niámi
næsta vetur. Engum er til henn-
ar þekkir, blandast hugur um að
þar er listakona að námi er mun
verða ókkur öllum Islendingum
til sóma. Þjóðræknisfélagið hef-
ur veitt 200 dollara í Agnesar-
sjóðinn. Er nú ekki nema herzlu
munurinn að sjá ungfrúnni
borgið. Er hugmynd hennar að
byrja listaferil sinn í New York
en víkja þar næst til íslands.
Yrði hún glæsilegur fulltrúi vor
á ættlandinu. Síðar myndi hún
túlka list siína fyrir þúsundum,
sem hugsuðu hlýlega til ætt-
lands vors og þjóðar meðan hún
seyðir töfratóna úr slaghörp-
unni. Eg veit þið neitið ykkur
ekki sjálfum um þá ánægju að
styrkja hana til náms.
1 umboði Þjóðrækisfélagsins
Virðingarfylst,
H. E. Johnson (ritari)
FJÆR OG NÆR
Júlíus Anderson, Jakobína
kona hans og dóttir þeirra frá
Ghicago, hafa dvalið hér nyrðra
rúma viku, að heimsækja skyld-
fólk og kunningja. Mrs. Ander-
son er dóttir Váglundar Vigfús-
sonar á Gimli. Mr. Anderson fór
einnig norður til Flin Flon að
heimsækja þar skyldmenni sín.
Andersons hjónin lögðu af stað
suður í byrjun þessarar viku.
* * *
Gifting
Laugardaginn, 19. þ. m. voru
þau, Garnet Austin Wooley frá
Hólland, Man., og Lillian Anna
Johnson frá Baldur, Man, gefin
saman í hjónaband, af séra Rún-
ólfiMarteinssyni, að 800 Lipton
St. Heimili þeirra verður í Flin
Flon í Manitoba.
* * *
Eftirfylgjandi nemendur Mr.
O. Thorsteinssonar á Gimli,!
Man., tóku próf við Toronlto
Conservatory of Music:
Grade 1 Piano, First Class
Honors: Laura Stefánson, Lor-
raine Péturson. i j ______
Grade 2 Piano, First Class | ^ . , , - * x
TT „ _. | Fynr nokkru var eg a terð
Honors: Donna Mae Einarson,1 ■'. .. . ... T j, f ,
„ TT , með lestinm til London. 1 einu
horninu sat ungur maður sof-
andi og við hlið hans gamall
maður. Eftir dálitla stund snéri
TT _ gamli maðurinn sér að okkur
Grade 4 Piano, Honors: Con- 5\ . .*___,____
xt__c " hinum og sagði um leið og hann
HALDIÐ H0FÐINU SV0LU
"BRAID" STRÁHATTAR
Með því að nota þessa hatta getur yður liðið þægilega,
jafnvel þegar hitinn er mestur, og altaf litið vel út. Miklu
úr að velja bæði hvað tízku og liti snertir. Gisnir eða þétt
ofnir, eftir þvi sem hver vill hafa. Mismunandi borðar
eftir smekk manna, bæði að li-t og lögun. Stærðir 6%
til 7%. Hver
$1.95, $2.25 og $2.50
—Karlmanna hatta deildin, Hargrave Shops for Men, Aðalgólfi.
T. EATON C°
UM4TED
SMÆLKI
Guðrún Stevens, Frances Krul-
itski.
Grade 3 Piano, Honors: Alda
Narfason.
stance Benediktson, Ólaf Narfa-
son, Grace Sigurðson.
Grade 7 Piano, First^Class
Honors: Sylvia Hólm.
Grade 8 Piano, Honors: Mar-
garet Jones.
Grade 4 Violin, First Class
Honors: Roland Jones.
benti á unga manninn: “Þetta
er sonur minn. Hann sefur alltaf
þegar hann ferðast, j.afnvel þó
hann hafi peninga; t. d. veit eg
að hann hefir mörg hundruð
pund í veskinu sínu í dag. Nú
ætla eg að gera honum grikk.
Eg tek veskið hans og þegar
w hann vaknar megið þið ekki
BRAUTIN segja honum hver hafi tekið
Ársrit Sameinaða Kirkjufé- veskið Að því búnu tók gamli
agsmS’ er til sölu hjá. -maðurinn veskið upp úr vasa
Bjorn Guðmundsson Holtsgata unga mannsins og fór út. Við
’ 6^,^aV1 ’ ce^an(* næstu stöð vaknaði ungi maður-
Bokaverzlun Árna Bjarnarsonar, inn Qg ætlag. út> en um leið og
Akureyri, Iceland
Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns-
sonar, Akureyri, Iceland
Björnssons Book Store, 702 Sar-
gent Ave., Winnipeg.
Viking Press Ltd., 853 Sargent
Ave., Winnipeg, Man.
K. W. Kernested, Gimli, Man.
Gestur Pálsson, Hecla, Man.
F. Snidal, Steep Rock, Man.
Guðjón Friðriksson, Selkirk,
Man.
Björn Björnsson, Lundar, Man.
Mrs. Guðrún Johnson, Árnes,
Man.
B. Magnússon, Piney, Man.
Séra E. J. Melan, Riverton, Man.
Man.
Mrs. B. Mathews, Oak Point,
Man.
Ingimundur Ólafsson, Reykja-
vík, Man.
G. J. Oleson, Glenboro, Man.
J. O. Björnson, Wynyard, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
Thor Ásgeirsson, Mozart, Sask.
E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave.,
Vancouver, B. C.
G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak.,
U.S.A.
Thordarson, Blaine, Wash.
Ch. Indriðason, Mountain, N. D
J. J. Middal, Seattle, Wash.
G. B. Jóhannson, Geysir, Man.
Tímóteus Böðvarsson, Árborg,
Man.
w * *
Sigurður S. Anderson, 800
Lipton St., hefir tekið að sér inn-
köllun fyrir Hkr. í Winnipeg.
Áskrifendur eru beðnir að minn-
ast þessa og frá þeirra hálfu gera
honum starfið sem greiðast. —
Símanúmer hans er 28 168.
* * *
Framvegis verður Heims-
kringla fáanleg í lausasölu, hjá
hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla
vörðustíg 2, Reykjavík, Island.
hann stóð upp uppgötvaði hann
að veskið var horfið. Samferða-
menn hans fóru að hlæja og
sögðu honum loks að faðir hans
hefði tekið það. “Faðir minn,”
hrópaði hann, “hann dó fyrir 10
árum.”
* * ★
Kennarinn: “Franlk, hvað er
mannæta?”
Frank: “Eg veit það ekki.”
Kennarinn: “Jæja. Ef þú ætir
föður þinn og móður, hvað vær-
irðu þá?”
Frank: “Munaðarleysingi.”
* * *
Söfnun í hið fræga Roosevelt
frímerkjasafn, sem að Mkindum
mun verða selt, hóf Sara Delano
Roosevelt, móðir Franklin D.
Roosevelts heitins forseta. Siíð-
an var safnið stöðugt aukið alla
ævi forsetans. ,
Heimskringla er til sölu hjá
hr. bóksala Árna Bjarnarsyni,
Akureyri, Island.
Kaupendur Heimskringlu og
Lögbergs á Islandi
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið
ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt
að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda
eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
Holtsgata 9, Reykjavík
VERZLUNARSKÓLANAM
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
The Viking Press Limited
Banning og Sargent
WINNIPEG :: MANITOBA