Heimskringla - 03.09.1947, Page 3
WINlNIPEG, 3. SEPT. 1947
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
se’m ýms stórmenni veraldar-!
xnnar hafa nota 5 sér til aö kom-
ast áfram, svo sem þeir Napo- j
leon og Hitler. Haft er eftir ein-
hverjum speking, að ættjarðar'
ástin sé síðasta skjól skálksins.
En eg held, að spekingurinn hafi
átt við þjóðrækni en ekki ætt-‘
jarðarást.
Þó óllíklegt sé að nokkur ís-
lendingur klifri frægðarstigann
jafnhátt og Hitler eða Napóeon,
er það fcersýnilegt hvernig ís-
lenzk þjóðrækni hefir landann
hlátt upp úr meðalmenskunni. ;
Eins og við vitum eru íslenzku
vikublöðin í Winnipeg uppi-
staða og ivaf “alpha” og “ómega”
íslenzkrar þjóðrækni í Vestur-
heimi. Og með Iþeirri sæmd sem
ritstjórar fclaðanna hlutu, fyrir
ári síðan, af heimaþjóðinni, var
iþjóðrækni okkar loks viður-
kend og gerð officíales. Og kom
brátt í ljós að hér var stigið
spor til framfara. Til dæmis seg-
ist Kaldfcak svo frá, að straum-
hvörf hafi gerst í heimi íslenzkr-
ar listar, að ný stefna sé hafin,
sem byggi út öllum skuggum.
Þiá var hitt nauðsynlegt, að fclöð-
in hefðu íslenzku þjóðina að
bakhjarli, svo lesendur blað-
anna hefðu ekkert að segja
móti íþeim boðskap sem eigend-
ur þeirra (og ritstjóranna) flytja
Og var víst mál til komið, að
ritstjórarnir gætu með góðri
samvizku stungið undir stól
ýmsu sem þeim berst til prent-
unar, frá ritfærum mönnum en
hættulega hugsandi. Og er slík-
um gúttum fjandans mátulegt
þó þeir komist ekki að, í official
þjóðrækni, sem er Lögberg og
Heimskringla. Enda eiga þeir
ekkert erindi inn í skuggalausa
list.
Það er með þessi vikublöð okk-
ar eins og alt annað sem við
venjumst við. Engin veit hvað
átt 'hefir, fyr en mist hefir. —
Sannið til, að þegar þau eru und-
ir lok liðin, segjum eftir þúsund
ár, munuð þið sem þá lifið,
syrgja þau og sakna. Og mun
slíkt Ragnarökkur boða enda
frægðar og sóma allra Amerúku-
manna, sem af íslenzkum ætt-
um eru komnir. Þangað til, þarf
enginn þeirra að óttast, að frægð
hans og áfreksverk falli í gleym-
sku; og mælist hann á meðallagi
vel gefinn, í samanburði við
menn af öðrum þjóðflokkum, er
eins víst að hann verði frægur í
þjóðrækninni (sem er Lögberg
og Heimskringla). Um nöfn, ætt-
ir og atgerfi þeirra Vestur-ls-
lendinga sem skilja við á undan
blöðunum, er ekki að ugga. Þeir
munu lifa þótt þeir deyi, og
verða glæsilegri undir grænni
torfu, en þá hafði nokkru sinni
órað fyrir. Ku það nú kosta
nokkra skildinga síðan blöðin og
innihald þeirra varð official og
er ekkert að því að finna, meðan
alt hól, um þá sem lifa, er prent-
að gratis. Til dæmis verður hver
sem stenst skólapróf þjóðkunn-
ur, sé hann af íslenzkum ættum.
Og stingur það á stöf við þúsund-
ir nemenda af öðrum þjóðflokk-
um, sem ekki vekja meiri at-
hygli á umheiminum en blóm á
eyðimörk eða perla á hafsbotni.
Þessi samanburður verður þó
enn tilfinnanlegri þegar til
iniimitimiaiiiiiHiimnuHimn
i
INSURANCE AT . . .
REDUCED RATES
•
Fire and Automobile
•
STRONG INDEPENDENT
COMPANIES
•
McFadyen
Company Limited
362 Main St. Winnipeg
Dial 93 444
Auumaoi
námsverðlauna kemur. Þvá hljóti
landinn það hnoss, kastar þjóð-
ræknin á hann svo sterku ljósi,
að endurskin þess lýsir alt Is-
land upp. Þarf þó námsmaður-
inn ekki að bera áslenzkt nafn,
né kunna orð í islenzku, verði
ætt hans rakin til einhvers Is-
lendings. Sama gildir um þá
landa, sem komast hér í embætti.
Hinn þúsundasti embættis-
bræðra sinna, verður eins mikill
og merkur, og hundraðasti sauð-
urinn, sem týndist og fanst forð-
um daga, og vekur öllum Islend-
ingum jafn hjartnæma gleði,
eins og sauðkindin eigandanum,
eftir að hún fanst.
Þá er það eftirtektavert, að
um undanfarin ár, virðist is-
lenzkt þjóðerni eina skilyrðið til
að menn séu færir um, að fást
við stjórnmál, en svo bezt þó, að
þjóðræknin (sem er Lö^berg og
Heimskringla) leggi blessun
sína yfir kandidatinn. Annars
er sama hvaða pólitískum flokki
hann tilheyrir, og eins þó hann
hafi aldrei kynt sér stjórnmál,
né viti hvað er að gerast i þjóð-
félagi sínu og annara. Og búi
hann ekki yfir hættulegum hug-
renningum, er það heilög skylda
allra landa, að vinna að kosningu
hans. Því komist hann á þing
verður hann sjálfum sér og þjóð-
rækninni til sóma, áslenzku þjóð-
inni til upphefðar, og landi þessu
og lýð til blessunar.
Sízt megum við gleyma
stærsta kappinu sem okkur
hlotnast frá hláfu þjóðrækninn-
ar (sem er Lögberg og Heims-
kringla). Eins og alþjóð er
kunnugt, erum við öll skáld og
rithöfundar. En nú er litið púð-
ur í, að yrkja og rita, án þess að
koma þvá á prent. En um það
sér þjóðræknin (sem er Lögberg
og Heimskringla), þ. e. a. s., séu
handritin laus við hættulegar
hugleiðingar. Og er aðdáanlegt,
hvað blessaðir ritstjórarnir
prenta mikið af þvi sem þeim er
sent, og hafa þeir þó ógrynni til
endurprentunar, úr islenzkum
blöðum og Nemó. Og við sem
“fáum rúm” verðum skáld og
ritihöfundar fyrir vikið!
Vitaskuld tignar official þjóð-
rækni (sem er Lögberg og
Heimskringla) mest þá höfunda,
sem rita á annarlegum tungum;
því þá slær frægðarljóma höf-
undanna um heim allan, og aug-
lýsir Island. Og það er ákaflega,
fjarskalega, voðalega áxiíðandi,
að auglýsa Island. Því þegar Is-
land er auglýst, verða allir Is-
lendingar frægir. En af því þjóð-
in er svo fámenn, fær hver landi
meiri frægð í hlut. Reyndar eru
allar umsagnir útlendinga, séu
þær lofsamlegar, um Island og
þjóð þess, afar markverðar. En
komi nokkur upp með það, að
landar séu eins miklir gallagrip-
ir og menn af öðrum þjóðflokk-
um, er þjóðrækninni (sem er Lög
berg og Heimskringla) að mæta.
Býst hún til orustu móti óvinin-
um, með Hjálmar dómara og
Árna lögmann á broddi fylking-
ar, séu þeir fáanlegir.
Á þessari brennandi, logandi
sjóðbullandi þjóðrækni (sem er
Lögberg og Heimskringla og nú
öfficiales) hefir Laxness fengið
að kenna. Bækur hans eru komn-
ar út á ýmsum erlendum þýðing-
um, og nú fyrir tæpu ári síðan
var Sjálfstætt fólk, þýtt á en9ku
og valið fyrir “Book of the
Month”. En slíkt happ þykir
ganga næst Nóbelsverðlaunum
og er hið mesta búslílag. Um
þetta minnist eg ekki að hafa
séð svo mikið sem fréttagrein i
Lögbergi eða Heimskringlu. —
Ástæðan mun vera sú, að Lax-
ness ku hafa svívirt alla íslend-
inga með þvá að skapa hyskið i
Sumarhúsum m. fl. Knut Ham-
sun fór líkt að. En Norðmenn
virðast kaldir fyrir þvi og vera
heldur upp með sér af sögum
Knúts. Þá er Grapes of Wrath,
látt glæsilegri saga en Sjálfstætt
fólk. Þótti þó Roosevelt og konu
hans mikið koma til sögunnar og
höfundar hennar, Steinbecks. —
En þetta sýnir aðeins, að Is-
lendingar standa framar í þjóð-
rækninni en Norðmenn og
Bandaríkjaþjóðin. — Lifi ís-
lenzk þjóðrækni! Þó enginn sé
kominn til að segja um hversu
Mk hún er lund landnemans. Eg
efast um, að þessi official þjóð-
rækni (sem er Lögberg og
Heimskringla) eigi nokkuð skylt
við ættjarðarást, þetta einkamál
hjartans, sem hvorki verður lýst
né eflt með blaðagreinum, og
því síður vakið með oflofi um
land manns og þjóð. Hún er alt
annað en tæki eða tól það, sem
mér finst þessi official þjóð-
rækni vera. Vitaskuld má segja,
að þjóðerni einstaklingsins sé
happ eða óhapp. En það er
hvorki til að stæra sig af því,
né ásaka sig fyrir það. Islenzkt
þjóðerni hefir reynst mörgum
óskasteinn. Fyrir einu slíku til-
felli, hefi eg eigin reynslu.
Árið 1930 fluttum við i hérað
sem Islendingar höfðu aldrei fyr
búið í. Bæjarráð þar og sveitar-
ÍFramh. á 7. bls.
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI
Kaþólskir prestar frá Islandi
á fundi Píusar XII
Síðari hluta júllí-mánaðar
gengu þeir Jóhannes Gunnars-
son, Hólabiskup, og séra Hákon
Loftsson á fund Píusar páfa í
Vatikaninu í Rómaborg.
Tifefni utanfarar þeirra var,
að þann 21. júlí siðastl. var mik-
il hátáð haldin i Vatikaninu
vegna þess, að þá átti að taka í
dýrlingatölu franska prestinn G.
Montfort, en hann er stofnandi
þeirrar reglu, sem káþólksu
prestarnir hér á landi eru í.
Voru þeir Jóhannes biskup og
séra Hákon fulltrúar íslands við
athögnina.
Haldin var guðsþjónusta í
Péturskirkjunni, og messaði
Píus páfi XII. Guðsþjónustan
var mjög hátíðleg og kirkjan
þéttskipuð fólki. Mjög fjölmennt
var i Rómaborg vegna hátíðar-
innar, þar sem prestar frá ýms-
um löndum Evrópu svo og frá
Bandaríkjunum sóttu hana, auk
ferðamanna.
í Róm skoðuðu íslenzku full-
trúamir kirkjur borgarinnar og
helztu fornminjar.
Einnig fóru þeir Jóhannes
Gunnarsson Hólabiskup og séra
Hákon Loftsson, á heimsókn til
páfa. Við það tækifæri blessaði
hann þá og söfnuð þeirra hér á
Islandi.
Séra Hákon kom hingað til
lands í gær úr ferð þessari, en
Hólalbiskup fór til Hollands og
mun ekki koma til Islands fyrr
en á byrjun næsta mánaðar.
—Vísir 5. ág.
★ ★ *
Thór Thórs fulltrúi Islands
hjá Sameinuðu þjóðunum
Forseti íslands skipaði í gær,
2. ágúst, Thór Thórs, sendiherra
til að vera fulltrúa íslands hjá
hinum sameinuðu þjóðum, með
aðsetri i Washington.
—Þjóðv. 3. ágúst
* * *
Ólafur, ríkisarfi Noregs,
sæmdi þá Vilhjálm Þór og Ólaf
Thors stórkrossi Ólafsorðunnar,
en Brynjólf Jóhannesson leik-
ara ridadrakrossi fyrsta stigs,
áður en hann fór héðan, eftir því
sem nosk blöð skýra frá.
—Alþb. 30. júlá
* * *
Biskup Islands berst norskur
kirkjudýrgripur að gjöf
Biskupi Islands, herra Sigur-
geiri Sigurðssyni, hefur borizt
vegleg gjöf frá dómkirkjunni i
Niðarósi, er það Jóhannesar-
stytta, og er afsteypa af einum
mesta kirkjulega dýrgirp Norð-
manna, sem geymdur er i Nið-
aróssdómkirkju. Er þetta brjós-
mynd frá 14 öld, en ekki er vit-
að um, hver hefur gert hana.
Eins og áður segir, er þetta
, einkagjöf til biskupsins frá Nið-
arósskirkju, og færði Sigurd
Fjæri, dómprófastur biskupi
myndina, er hann dvaldi hér um
daginn. Biskupinn hefur ákveð-
ið að myndin skuli standa i bisk-
upssetrinu í komandi framtíð.
—Alþb. 1. ágúst
★ ★ *
Rússlandsbók Paul Wintertons
á íslenzku
Nýkomið er á bókamarkaðinn
athyglisvert kver, sem heitir
“Myrkvun i Moskva” og er eftir
hinn þekkta brezka blaðamann,
Paul Winterton. Hersteinn Páls-
son ritstjóri hefur þýtt kverið,
en útgefandi er Bóka útgáfan
Ösp.
Höfundurinn, Paul Winterton
var á ófriðarárunum fréttaritari
Lundúnarblaðsins — “News
Ghronicle” i Moskvu, en þótti
þröngt um sig þar vegna ritskoð-
unarinnar, sem meinaði honum
að senda út úr landinu aðrar
fréttir eða frásagnir en þær, sem
féllu í kram sovétstjórnarinnar.
Skrifaði hann þvá þetta kver er
hann kom heim til London eftir
stríðið, og hefur það þegar verið
þýtt á mörg tungumál, hvar-
vetna vakið hina mestu eftir-
tekt og fengið ágæta dóma
þeirra, sem bezt þekkja til aust-
ur á Rússlandi.
* * *
Líf Leifs drukknar við
Svíþjóðarströnd
Þann 12. þ. m. drukknaði Líf,
dóttir Jóns tónskálds Leifs, við
baðstað á vesturströnd Svíþjóð-
ar.
Að undanförnu hafði Líf heit-
in lagt stund á að nema fiðluleik
hjá prófessor Barker á Stokk-
hólmi. Fór hún með honum og
fleiri nemendum hans á skemmti
dvöl til sjávarþorps á vestur-
strönd Sváþjóðar. Þann 12. þ. m.
fór hún árla dags að synda eins
og vandi hennar var, en þegar
félögum hennar tók að lengja
eftir henni, og farið var að svip-
ast um á ströndinni, var hún horf
in. Var þá þegar í stað hafin
skipulögð leit með vélbátum og
flugvélum, seinna tóku og tog-
arar þátt í henni, en ekki fannst
lík hennar fyrr en rúm vika var
liðin frá hvarfi hennar.
Líf heitin var 17 ára að aldri
Kennarar hennar í hljómlist
töldu hana mjög efnilegan nem-
anda og líklega til afreka í þeirri
grein.
Lík hennar verður flutt hing-
að með Brúarfossi í byrjun
næsta mánaðar, og mun móðir
hennar og snót, systir hinnar
látnu stúlku, koma með sama
skipi til þess að fylgja henni til
grafar. —Alþbl. 30. júlí
★ ★ *
Fréttir úr Hornafirði
Hjalti Jónsson, hreppstjóri í
Hólum í Hornafirði var nýlega
staddur hér í bænum og hafði
fréttamaður Tímans tal af hon-
nm og spurði hann tíðinda að
austan.
— Hvemig komst þú að aust-
an?
— Eg kom fljúgandi. Flugvél-
in er nú helzta sahagöngutæki
okkar Austur-Skaftfellinga til
höfuðborgarinnar. Esja og önn-
ur skip Skipaútgerðar ríkisins
eiga að vísu að hafa þar við-
komu, en þau komast ekki irm á
Hornafjörð nema gott sé í sjó.
Flugferðirnar eru einu sinni í
viku.
— Hvernig hefir tíðarfarið
verið þar eystra það sem af er
sumri?
— Það má kallast sæmilegt,
en þó hefir verið fremur þurr-
viðrasamt fyrir grasvöxt, og er
spretta nú tæplega meiri en í
meðallagi. En nú hefir rignt
nokkuð síðustu daga, og er það
til bóta.
— Er mikið um byggingar-
framkvæmdir á Homafirði og í
nærsveitum í sumar?
— Nei, til þess skortir bygg-
ingarefni. Sement er að vísu fá-
anlegt, en tirnbur algerlega ófá-
anlegt. Heftir það allar bygging-
arframkvæmdir. T. d. var ákveð-
ið að hefja byggingu heimavist-
arskóla í sveit minni í vor, en nú
hefir orðið að hætta við þá ráða-
gerð vegna vöntunar á móta-
timbri. Er það mjög bagalegt.
Mér sýnist hins vegar ekki vera
tilfinnanlegur skortur á þeirri
vöm hér í höfuðstaðnum, því að
heil húsahverfi eru hér í smíð-
um um alla borg.
— Hvar á hinn nýi heimavist-
arskóli ykkar að standa?
— Honum mun verða valinn
staður skamt frá brúnni á Laxá
í Nesjum.
— Voru ekki fénaðarhöld á-
gæt hjá ykkur í vor?
— Jú, við erum lausir við all-
ar fjárpestir ennþá. Má það telj-
ast mikil hepni, því að við höfð-
um tvo karakúlhrúta fyrir
nokkmm árum, sem báðir munu
hafa drepist úr pestum þeim, er
það fé flutti til landsins, en smit-
uðu þó ekki annað fé. Nú er bráð
nauðsyn á að verja með öflugri
girðingu að austan það svæði,
sem þarna er ósýkt á suðaustur-
horni landsins, því að garnaveik-
in, er komin suður í Breiðdal og
ef til vill á Bemfjarðarströnd.
En Vatnajökull gerir það að
verkum, að aðstaða er mjög góð,
ef tekst að girða ömgglega að
austan.
— Hvað geturðu sagt mér af
kartöfluræktinni hjá ykkur?
— Hún er altaf mikil, en gæti
þó verið meiri. Það er einkum
tvent, sem er henni fjötur um
fót, vöntun á stómm og ömgg-
um geymslum og skortur á næg-
um tilbúnum áburði. Það er til-
gangslaust að auka kartöflu-
ræktina að mun þarna fyr en
stórar og góðar geymslur eru
fengnar, svo að geyma megi upp-
skemna alt árið og flytja hana á
markað eftir þörfum og hentug-
leikum. En annars er kartöflu-
uppskeran í Hornafirði nokkuð
óviss, og með notkun heppilegra
véla, sem hefir aukist þar
mjög á seinni ámm, má gera
kartöfluræktina bæði arðbærari
og ódýrari, og þá ætti aldrei að
þurfa að koma til þess, að við
þyrftum að flytja inn kartöflur.
—Tíminn.
H HAGBORG FUEL CO. H
★
Dial 21 oqi (C.F.L. No. 11) 21 331
VIÐ KVIÐSLITI
Til linunar, bóta og styrktar
■eynið nýju umbúðirnar, teyju-
lausar. Stál og sprotalausar. —
Skrifið: Smith Manfg. Company,
Oept, 160, Preston, Ont.
Dómarinn: “Hvers vegna skut-
uð þér manninn yðar með boga?”
Konan: “Af því að eg vildi
ekki vekja börnin.”
* ★ ★
Það versta við mannkynssög-
una er, að í hvert skifti sem hún
endurtekur sig, hækkar verðlag-
ið.
Hann (í símann): “Halló, Jóna,
má eg heimsækja þig í kvöld?”
Hún: “Já, Jón”.
Hann: “En þetta er alls ekki
Jón.”
Hún: “Þetta er heldur ekki
Jóna, en komdu samt.”
Wedding Invitations
and announcements
H j úskap ar-b oðsbréf
og tilkynningar,
eins vönduð og vel úr garði
gerð eins og nokkurstaðar er
hægt að fá, getur fólk fengið
prentuð hjá Viking Press Ltd.
Það borgar sig að líta þar inn og
sjá hvað er á boðstólum.
* ★ *
FALLEG MUSIC
Fimm einsöngslög eftir Sigurð
Þórðarson, stjórnanda “Karla-
kór Reykjavíkur”.
Hér er um lög að ræða sem allir
söngelskir menn og konur ættu
að eignast, jafnst enskumælandi
fólk sem íslenzkt, því texti hvers
lags er bæði á ensku og íslenzku.
Lögin eru hvert öðru fegurra og
samin við erindi, sem allir kunna
og unna.
Lögin eru þessi:
1. Sjá dagar koma ár og aldir
líða, úr hátíðaljóðum Dav-
íðs Stefánssonar.
2. Mamma, eftir Stefán frá
Hvítadal.
3. Vögguvísa, eftir Valdimar
V. Snævar.
4. Sáu þið hana systur mína,
eftir Jónas Hallgrímsson.
5. Harmaljóð, eftir Stefán frá
Hvítadal.
Framsíða þessa söngheftis er
með afbrigðum frumleg og fög-
ur. Heftið kostar aðeins $1.50
og sendist póstfrítt út um land.
Björnssons Book Store
702 Sargent Ave., Winnipeg
FOOD IS URGENTLY
NEEDED IN BRITAIN
Ihe British people are struggling through a very
critical period in their economy under circumstances
which have reduced their rations, both of food and
clothing, to a point considerably lower than at any time
during the war. This grim report of life in Britain in
the Summer of 1947 is one of many heard and read about
in the past few weeks.
During a six-weeks’ stay, a Canadian who was living
on standard rations in Britain, reported that he receivea
only a small ration of meat once a week. COMPARE
THIS RATION TO OURS . . . QUITE A DIFFERENCE
ISN”T IT?
The Rotary Club of Winnipe'g is campaigning for
Food Parcels for Britain. This food, so desperately
needed, has been selected for its vitamin content to help
balance Britain’s diet. We cannot emphasize too greatly
the urgency of these food parcels. GIVE YOUR
DOLLARS TO THIS WORTHY CAUSE. Let’s do our
share to help Britain, who did more than her share, to
save our Canadian way of living. Send your contribu-
tions to the office of the Rotary Club of Winnipeg, 154
Royal Alexandra Hotel, Winnipeg, Manitoba.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
BPX—1