Heimskringla - 15.10.1947, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.10.1947, Blaðsíða 1
 We recommend fet your opproval our II BUTTER-NU1 LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. \ Winaipeg Phone 37 144 , Frank Hannibal, Mgr. ;! itigte. i f^#^^^^#-#^^»^»^^^»#^^#-#s»#^^»^^#^^»^ We recommend fox your opproTal our II BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 15. OKT. 1947 NÚMER3. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Fjármálaleg afstaða Eins og kunnugt er, er Hon., D. C. Abbott, fjármálaráðherra, ný kominn heim til Ottawa úr íerðalagi um Evrópu. Hélt hann ræðu á fjölmennu blaðamanna- bingi seint í síðastl. viku. Kom þar margt til greina, en einkum lagði hann mikla áherslu á, að Canada gæti ekki veitt nein frekari erlend lán. Kvaðst hann þess fullviss, að eftir framleiðslumögulegleikum °g skilyrðum Canada, færi sá styrkur, og sú þátttaka, sem landið gæti veitt Evrópu-lönd- unum, samkvæmt uppástungum og fyrirætlunum Marshalls rac- isritara Bandaríkjanna. Spáði Mr. Abbott því, að $1,250,000,000 lánið, er Canada lét Bretlandi í té, myndi endast eitt ár, eða jafnvel 14 mánuði, og sagði hann að Bretar, sem skildu íjárhagslega láns-afstöðu Can- ada, hefðu ékki farið fram á fleiri lán. Sagði hann að Bret- land myndi leitast við á allan hátt að auka vöru-útflutning sinn til Canada, sérstaklega SÆKIR UM ENDUR- KOSNINGU 1 «'¦• HHSP aH i^l Jack St. John í bæjarkosningunum sem fara fram f Winnipeg 22. oktáber, sækir Jack St, John, lyfjafræð- ingur um endurkosningu. Hann nefir nú verið í bæjarráðinu í 4 ár og vakið þar athygli allra, er nieð málum bæjarstjórnar fylgj- ast sakir framsækni og tilrauna í ao koma á verulegum umbótum. 1 honum býr hugur ungs glæsi- legs gáfu- og framfaramanns, er nu þegar hefir ekki einungis lát- lJ5 talsvert til sín taka í sínum Prtvat atvinnurekstri, heldur einnig á sviði opinberra mála. 1 aUri framkomu hans í bæjarráð- ]nu lýsa þessir eiginleikar hans ser vel. Hann hefir á ýmsar leiðir bent og verið glöggur á grundvallargildi hins nýja fyr- lr eldri og yngri. Á stefnuskrá sina í þetta sinn setur hann efst a blað að koma upp leikvöllum sern víðast fyrir börn, sem er ein sú mesta þörf á í hverjum bae og foreldrum í þessum bæ er meira virði og börnunum en nokkuð annað. Þá minnist hann a gagngerða rannsókn á um- erðamálunum, sem er annað stort velferðarmál og í þriðja lagi á að efla iðnað í bænum og framfarir á öllum sviðum. Það sja fáir betur en þetta hvað hér Þarf að gera og mun meira að segja vandfundinn maður í sæti hans í bæjarráðinu. Kjósendur annarar deildar ættu að gefa þessu rækilega gætur áður en þeir ganga til at- kvæðaborðsins og velja sér bæj- arráðsfulltrúa 22. október. vefnaðarvörur, og bætti hann því við, að Bretum væri það ljóst, að þeir þurftu að lækka vöru verðlag sitt. iMr. Abbott útskýrði glögglega hættu þá sem yfir vofði með verðgildi canadiska dollarsins, og hina fjármálalegu afstöðu landsins; Kvað hann enga til- raun hafa verið gerða til að fara fram á lántöku frá Bandaríkj- unum. Eigi lét fjármálaráðherrann neitt uppi hverjar hagfræðis- fyrirætlanir eða stefnur stjórn- arinnar væru, kvaðst hann ætla að leggja allar sínar skýrslur fram fyrir stjórnaráðuneytið í næstu viku. Um uppástungu og áætlanir Marshalls ríkisritara, sagði Mr. Abbott, að sér gæti ekki fundist að neinar af hans fyrirætlunum myndu ná tilætl- uðum árangri, eða verða neinum löndum í hag, þangað til ein- hver milll liður, eða hjálparleið yrði fundin til þess að hagnýta framleiðslu-mögulegleika ann- ara landa, á vesturhveli jarðar; Kvað hann hagnýtingu fram- leiðsluskilyrða, öllum, og öllu, til nytsemdar og blessunar, hvar í heimi sem væri. Canada sagði hann í fylking- arbrjósti, hvað það snerti að styrkja Evrópulöndin til þess að koma undir sig fótum aftur, en $2,000,000,000 lánið, sem veitt hefði verið, væri ekki hægt að endurtaka, slíkt yrði þjóðefna- ástandinu um megn. Kvað Mr. Abbott Marshalls fyrir ætlanirnar mikilsvarð- andi fyrir Canada, hvað hagnýt- ingu framleiðsluskilyrða lands- ins snerti, örðugleika Canada myndu innifelast í því, að fá borgað í skiftimynt, sem hægt væri að nota. Að endingu sagði Mr. Abbott, | að ef Canada, samkvæmt Marsh- alls-fyrirætlunarstefnunni — kæmist í þá afstöðu að verða skoðað sem forðabúr, myndu Evrópulöndin ekki aðeins þarfn- J ast allskonar matvælabirgðir: héðan, heldur og líka biðja um1 málmefni, unninn trjávið, al- uminum, og ef til vill prentpapp- ir. Vinnu-valdboðsstjórn Brezka stjórnin hefir tekið til þeirra ráða, að lögleiða aftur valdboðs-eftirlit yfir milljónum verkalýðs, eins og gert var á dögum stríðsins, með það fyrir augum að gera tilraunir til að auka sem mest nauðsynlega iðn- aðarframleiðslu til útflutnings. Geysilega miklar og margbrotn- ar áætlanir hafa verið samdar, og er lengd vinnutímans, sem stjórnin fyrirskipaði engu minni en á stráðstímunum. — Verkafólki svo hundruðum þús- unda skiftir, var fyrirskipað að vinna yfirtíma og næturvinnu, eða á hvaða tíma sólarhrings sem er, á það að vera tilraun til þess að létta hina geysi þungu raforkubyrði þjóðarinnar um einn þriðja eða meira. Fúsleiki til samvinnu Utanríkjamála-skrifstofan íj London, lýsti því yfir nýlega,: að Rússland hefði fallist á, að tilj fundar yrði stofnað með utan-, ríkismála-ráðherrum hinna I fjögurra stórvelda í London, 25.! nóvember, næstkomandi, til þess að gera tilraunir að komast nið-( ur á friðarsamninga Þýzkalandi: til handa. Bréf til kjósenda í annari kjördeild Kæru vinir: Kjörtímabil mitt í skólaráðinu er nú á enda, og eg er að leita til yðar í 4. sinn, með endurkosningu, eftir að hafa sitið í skólaráðnu s. 1. fimm ár. Eg vona að eg megi aftur eiga von á hinum sama ágæta stuðningi sem þér hafið áður veitt mér. Á þessum fimm árum sem eg hefi verið í skólaráðinu hefi eg veitt öllum þeim málum lið sem mér hafa fundist vera börnum þessarar borgar mest í hag. Meðal þeirra mætti telja fyrst og fremst "Kindergartens", fyrir börn sem eru innan sex ára að aldri og sem hafa gert svo mikla lukku. 1 öðru lagi mætti telja nýju skólana (einn á Dominion St. og Sargent Ave.), sem nú er verið að byggja og hina væntanlegu skóla, barnaskóla og iðnaðarskólann sem skólaráðið er að leita til fólksins um peningaleyfi til að byggja. Iðnaðarskólinn í sjálfu sér verður hið mesta framfaraspor í fræðslumálum þessarar borgar, og þessa fylkis, og vildi eg mæla sem sterk- ast með því að allir greiði atkvæði með peningaveitingunni fyrir þann skóla. í þriðja lagi, þó að margt annað sé einnig hægt að telja upp, vildi eg nefna rannsóknina sem nú er verið að gera á skólunum, kenslustarfseminni, stjórn og rekstri skólanna, námsgreinum og, í raun og veru, öllu sem kemur fræðslumálum Winnipeg við. Sjö sérfræðingar í fræðslumál- um komu frá Chicago til að koma þessari rannsókn af stað, undir leiðsögn Dr. William C. Reavis yfirmanns í fræðslu- máladeild Ohicago háskólans. Þessi rannsókn var hafin vegna tillögu sem eg gerði í því sambandi á skólaráðsfundi fyrir þremur árum, að komast að því hvort að skólahaldið í Winni- peg væri að ná sinum fulla tilgangi. Það er vegna þess að eg held að eg geti enn verið mentamálum Winnipeg borgar að góðu liði, að eg leita nú enn einu sinni atkvæða kjósenda í annari kjördeild, og bið alla að greiða atkvæði með mér og flokksmanni mínum, — í skólaráðið, Gordon R. Fines. Greiðið einnig jákvætt atkvæði með peningaveitngunum til skóla- bygginganna, barnaskólanna og iðnaðarskólans. Eg þakka traustið og tiltrúa sem mér hefir verið sýnd er eg var kosinn í skólaráðið í síðustu þrjú skiftin, og vona að eg megi enn verða aðnjótandi hinnar sömu tiltrúar og trausts. Með vinsemd og virðingu, Yðar einlægur, Bandaríkin og Frakkland hafa nú þegar látið í ljósi samþykki sitt til þessarar fundarstofnun- ar, og gert sig ánægð með þá dagsetningu, er Bretar stungu upp á. Krefst þingsetningar Harvey, N. B. — John Brack- en, íhaldsflokksleiðtogi, krafð- ist þess síðastliðna viku, að Mac- Kenzie King forsætisráðherra, stefndi þinginu saman tafar- laust til sérstaks aukafundar. Mr. Bracken hóf þriggja daga ræðuhalda^ferðalag í sambandi við York-Sudbury Sambands- aukakosningar 20 október. Kvað hann hina brýnustu nauðsyn á að hefjast handa nú þegar, til þess að ráða fram úr hinni ægilegu verðhækkun á öll- um láfsnauðsynjum, hinum háu SÆKIR UM ENDUR- KOSNINGU Uppreisnir í rénum Svo virðist af síðustu fréttum frá New Delhi á Indlandi, eins og lögum og reglu hafi verið hægt að koma við upp á síðkast- ið, eftir stöðugar uppreisnir og blóðbað í fulla 2 mánuði milli India-landshlutans og Pakistan svæðisins, en í þeim bardögum hefur yfir 300,000 manns látið lífið. Yfirráða menn og leiðtogar þessara tveggja sjálfstjórnar- nýlendna, eru sér þess mjög vel meðvitandi, hversu þessi grimmi legu dráp karlmanna, kven- fólks og barna hafa gert um- heiminn agndofa. Virðist nú, samkvæmt því sem, hægt er að gera sér gleggsta grein fyrir, eins og ógnir þessar séu í rén- un, að minsta kosti um tíma. | Forustumenn hafa vonir um, að þeim takist að leiða -þennan ófrið til lykta, milli Hindúa og Sikhas frá Pakistan, og Moslems ,frá Indía, með því að færa þá flokka í sem mesta fjarlægð — hvorn frá öðrum, er ekki sýnast geta saman búið. Indverska stjórnin býst við að þessum flokkafærslum verði lokið um 15 nóvember næstkomandi, en þó eru litlar vonir um að svo verði. En það virðast vera þrotaráðin til að sefa þessar ógnir og hermdarverk. SÆKIR í SKóLARÁÐIÐ Séra Philip M. Pétursson LANGT LEITT Victor Anderson Victor Anderson býður sig á ný fram í annari deild, sem bæj- arraðsmaður. Hann er búinn að starfa lengi í bæjarráðinu og mun nú kosning vís, sem fyr. sköttum, og hinni sávaxandi við- skiftahættu. Nauðsynlegt væri einnig að snúa sér að því tafarlaust, að taka fyrir til úrlausnar tilboð stjórnarinnar (Union) áhrær- andi Nýfundnaland. Kvað Mr. Bracken flokk sinn krefjast lækkunar á inntektasköttum, og breytinga á undaníþágum í $1,200 fyrir einhleypa menn, og $2,000 fyrir gifta menn. Kvaðst hann krefjast stór- kostlegrar niðurfærslu, og í mörgum tilfellum algers afnáms hinna huldu skatta! Verkfalls-samningum seinkar Þær fregnir hafa borist frá Moncton, N. B., að einhver von1 sé um að hægt verði að komast' bráðlega að samningum um verkf all sláturshúsa-verkalýðs- ins við "Swift Canadian" félag- ið, en enginn bilibugur virtist á "Burns" félaginu og "Canadian Packers". Eru þessar fréttir| hafðar eftir forstjóra U.P.W.A. Adam Borsk, aðstaðar fram- kvæmdastjóri Sambandssins — (Union) er austur í Moncton til þess að halda ræðu á fundi, er verkfallsmenn halda þar á heima stöðvum "Swift Canad- ian". Kvað hann fulltrúa og er- indreka "Swifts" vera að semja við U. P. W. A. (United Packing house Workers of America) en Canada Packers og Burns and Co. hefðu engar tilraunir gert til þess að halda áfram samn- ingsgerðum um kauphækkunar kröfur Sambandsins. Mr. Borsk áfeldi áðurnefnd félög fyrir að hafa slakað á, eða horfið frá leiðum þeim til samn- inga um verkfalliið, er Sam- bandið hefði stungið upp á og haldið fram og kvað engar sættir geta tekist í núverandi deilum, nema með gerðardómi. Maður nokkur vék að því við Hkr. nýlega, að honum þætti pólitísk stefna Löbergs hálf kyndug orðin. Honum sýndist blaðið vera lítið annað og meira. en "húrrakrakki" fyrir kom- múnista og stefnu Rússa. Heimskringla fullyrðir ekk- ert um þetta, en merkin eru þess mörg, að blaðið sé samt að verða langt leitt í þessu efni. Ahrif þess hafa að vísu trauðla verið svo víðtæk að þetta saki mikið. En á þessum tímum þeg- ar áróður Rússa gengur svo langt, að blöð þeirra líkja Tru- man Bandaríkjaforseta við Hitl- er og segja áform hans að bjarga bágstöddum lýð Evrópu frá hungurdauða, fólginn í því að hneppa þessar þjóðir í efnaleg- an og pólitískan þrældóm, þá fer deilan milli kommúnisma og lýðræðis að verða svo glögg, að þar geti ekki neitt verið um að villast. Heimskringla hefir í nokkur ár greint á við Lögberg um póli- tískar leiðir á ýmsan hátt, en einkum í þessum efnum. Við það er í sjálfu sér ekkert að athuga, því ekki er hægt að segja, að hér leyfist ekki flest. En Heims- kringlu leist strax, og löngu áð- ur en deilan harðnaði milli lýð- ræðis- og kommúnistastefnanna. illa á aðfarirnar og sá hvað í vændum var. Á meðan ekki var lengra komið hélt Lögberg á- fram að birta greinar sem í ætt sóru sig við kommúnista áróður- inn nú á Bretland og Bandatíík- in, eða alt, sem við köllum vest- rænt lýðræði, og leit víst Lög- berg oft svo á, að þetta bæri vott um frelsisást sína, þó með því væri í raun réttri verið áð , leggja undirstöðuna að vandræð- | um þeim, sem heimurinn horfist l nú í augu við. Heimskringla vildi hjá þessu sneiða. En hvað áróðurs höfundamir hötuðu hana þá, en lofuðu Lögberg fyr- ir frelsisástina og í hjarta sánu kanski einnig fyrir skammsýn- ina! Þetta hefir gengið nokkur ár og frelsistáknum ©g fjöðrun- um hefir ávalt fjölgað í hatti Lögbergs við hverja áróðurs- Vér viljum beina athygli ís- lenzkra kjósenda að bréfi séra Philips M. Péturssonar í þessu blaði, en hann sækir í bæjar- kosningunum, sem fara fram 22. okt. um endurkosningu í skóla- ráð bæjarins. Hann hefir verið skólaráðsmaður síðan 1942 og hefir komið þar þannig fram, að starf hans þar ber hæfileikum hans gott vitni. Hann hefir unnið að svo veigamiklum um- bótum í kenslumálunum, að þar hafa fáir betur eða nokkur jafn- vel eins vel gert. Þann anda um- byggju fyrir bættum skólum, sem nú er ríkjandi og bættri að- stöðu æskunnar með stofnun Kindergarten og fleira, er og óhætt að fullyrða, að sé áhrifum séra Philips manna mest að þakka. Hann hefir með ýmsum hætti skapað nýtt viðhorf í skóla málum vorum. Séra Philip hefir forustu mála með höndum í tveimur af okkar stærri íslenzku félögum, Þjóð- ræknisfélaginu og annarar ís- lenzku kirkjunnar hér vestra. — Ber þetta vott um það traust, sem til hans er borið og hæfi- leika hans, af Islendingum, sem þekkja hann bezt. Á meðal er- iendra, nýtur hann sama álits, trausts og virðingar. Það er mikilsvert fyrir þjóð- flokk vorn að eiga slíkan full- trúa í mikilsvarðandi stöðum hér, eins og í mentamálum þessa bæjar. Það er sómi vor og rétti- lega tilgangur vor með íslenzk- um samtökum hér, að veita vor- um beztu mönnum að málum, er tækifæri gefast til þess. greinina sem það hefir birt. í síðasta tölublaði heldur það þessu áfram og þar er kvæði birt, sem telur Heímskringlu það til stórsyndar, að hafa ekki flutt meira en hún hefir gert, af þessum rússneska ilmgróðri, sem menn eru nú farnir að kannast svo vel við, eftir ræðu Vishinsky hér vestra, á þeim stað í blaðinu sem hjartastað þess má kalla og meint er sem ofan í gjöf til Hkr. fyrir að hampa ekki slíku. Heimskringlu þykir támi til þess kominn að draga athygli að þessu, ef rógburðinum á að halda áfram um hana fyrir að hafa ekki sagt já og amen við áróðrinum. Henni þykir það og í sannleika viðurlitamikið, á þeim tímum sem nú eru, hvað Lög- berg gengur þarna langt og er meira að segja kampakátt yfir frelsisstefnu sinni og því, að hafa ekki enn séð mismun kommún- isma og einræðisins sem honum fylgir og lýðræðisstefna þeirra þjóða, er vestrænt frelsi setja efst áblaðhjásér. Heimskringla er sér þess einnig fullvel meðvit- andi, að það er ekki henni einni, sem þetta þykir athyglisvert.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.