Heimskringla - 15.10.1947, Page 6

Heimskringla - 15.10.1947, Page 6
t>. SlÐA REIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. OKT. 1947 TVÍFAISIW “Vera með yður til leikslokanna. Veita yður alla þá hjálp, sem auðið er að veita. Mig langar svo mjög til að sjá leikslokin, því að þau get eg hreint ekki hugsað mér.” “f>að vildi eg helst ekki,” svaraði Jones. “Þá kæmust þér kanske að því hvað þau heita í raun og veru, þetta fólk, sem eg sagði yður frá, og þar sem kona á í hlut, finst mér ekki að eg ætti að birta nafn hennar, jafnvel ekki yður. Nei, eg býst við að eg geti slegið botninum í sög- una sjálfur. En vilduð þér lofa mér að liggja á einhverjum bekknum hérna, væri eg yður mjög þakklátur fyrir það. Eg get svo farið leiðar minnar snemma á morgun.” Kellerman var ekki þrályndur. “Eg skal láta yður fá miklu betra rúm en bekk til að sofa í,” sagði hann. “Hér er autt svefnherbergi og best er að þér farið ekki héðan á morgun. Veitið þeim tíma til að kólna, svo getið þér farið af stað næsta kvöld. Þér getið treyst þjónum mínum. Þeir halda að þér séuð vinur minn, sem hefir komið frá bænum til að heimsækja mig. Eg skal ráðstafa því öllu saman.” 28. Kap. — Ferðalag Kl. fimm*næsta kvöld fór Jones frá sumar- heimili Kellermans,. klæddur í frakkagarm af honum — eða réttara sagt hafði verið skilinn eftir af einum vina hans. Á höfðinu hafði hann húfu úr dökku klæði. Hreinskilnislega sagt, var hann andstyggilegur í útliti, en það sem mest var um vert, hann leit alt öðruvísi út en hann hafði áður gert, búinn grárri ullartreyju og með panama hatt. Kellerman hafði einnig skapað nýja æfi- braut og starf sem hæfði þessum búningi. “Þér eruð Mr. Isaacson”, sagði hann. “Hérna er nafn- spjald, sem Isaacson skildi eftir hjá mér. Eg skal skrifa yður tvö bréf til að styrkja nafnið. Þér seljið úr, Pebblemardh er næsti bær, aðeins fimm mílur í norður. Þar er járnbrautarstöð, en bezt er fyrir yður að sneiða hjá henni. Þar fást einnig bílar til leigu. Þar gætuð þér kanske leigt yður bíl til London. Taki þeir yður, þá æpið eins og Júði, sem er kominn í mikla geð- æsingu, leggið fram skjöl yðar, og ef í harð- bakkan slær, þá leitið til mín og komið hingað til baka. Mér þætti reglulega gaman að því stefnumóti. Sveitalögreglúþjónn, flóttamaður úr geðveikrahæli, Mr. Isaacson í mikilli geðs- hræringu og eg sjálfur.” Hann settist við að rita þessi falsbréf sín. Þau voru til Isaacson frá móðurbróður hans, Júlíusi Goldberg og hitt var frá félaga hans, Marcusi Cohen. Á meðan hann ritaði talaði hann um dularbúninga og gerði þá staðhæfingu, að eini og sanni dularbúningurinn væri gervi svarts umferðasöngvara. “Lítið þér á, öll svört andlit eru hér um bil eins”, sagði hann. “Aðal einkennið er svarti liturinn, en eg hefi ekki efnin, sem til þess þarf að gera úr yður svertingja, né buxur með rétt- um lit og því um líkt, að eg nefni nú ekki ban- jóið, svo eg hugsa að eina ráðið sé, að þér verðið Mr. Isaacson. Og þér getið þakkað guði Heb- reanna fyrir, að eg gerði ekki úr yður fatasala. Úr eru þó virðuleg vara. Hérna eru bréfin. Þau eru stutt, en sennileg. Hafið þér næga pen- inga?” “Já, meira en nóg,” svaraði Jones, “og eg veit hreint ekki hvernig eg á að fara að því, að þakka yður fyrir alt, sem þér hafið gert fyrir mig. Eg mundi áreiðanlega hafa verið handtek- inn i fötunum, sem eg var í. Jæja, við sjáustum kanske aftur.” Þeir skildust við hliðið. Flótta- maðurinn lagði út á hvíta, rykuga þjóðveginn og gekk í áttina til Pebblemarch, en Kellerman stóð og horfði á eftir honum þangað til að hann hvarf fyrir bugðu á veginum. Kellerman hafði á einhvern leyndardóms- fullan hátt gert þetta að leikhúss atriði. Þessi fjárans Kellerman, sem lifði og hrærðist í kvik- myndum og leikhúsum, hafði einhvemveginn skotið þeirri flugu inn í höfuð Jones, að hann væri þátttakandi í leikriti og væri á leiksviði, og fanst að á hverju augnabliki mundi limgirð- ingamar opnast og út um opið mundi streyma heill her af ofsóknarmönnum til skemtunar á- horfendunum. En runnarnir gerðu ekkert þvílíkt, og eng- inn elti hann nema fuglakvakið og söngur læ- virkjanna er svifu yfir hinum sólböðuðu engj- um. Ekkert á betur skilið að lifa í minni manns, en gömul ensk þjóðbraut á svona sólskinsdegi um hásumar. Hvergi finst þægilegri förunaut- ur. Peblbamarch er bær með eitthvað 4000 fbú- um. Þar er litunarverkstæði. Fyr á tímum var þar eina áin, sem almennileg urriðaveiði var í, en afleiðingin var sú eins og altaf er í Englandi að finnist einhverstaðar á með góðri urriðaveiði í, þá er ætíð sett upp litunarverksmiðja á bökk- um hennar. Nú hefir Pebblemarch aðeins lit- unarverksmiðjuna eftir. Aðalstrætið liggur frá suðri í norður, og er Jones gekk eftir því gat hann vel hugsað sér, að hann væri í Sandbourne eða Northbourne, svo líkir eru þessir þrír bæir. Er hann var kom- inn hálfa leið upp strætið kom hann að bíla- hlöðunni. Hann gekk þangað inn. Þar var engin bif- reið sjáanleg, né neitt, sem gat hreyfst nema feitur maður í legghMfum og á milliskyrtunni. “Get eg fengið bíl hérna?” spurði Jones. “Þeir eru allir í láni nema Ford bíll einn,” sagði feiti maðurinn. “En hvert ætlið þér?” “Til London eins fljótt og auðið er. Hvað margar mílur eru þangað?” “Við teljum það sextíu og þrjár mílur.” “Og hvað kostar leigan?” “Einn shilling á míluna fyrir að keyra yður inn í bæinn og sex pence fyrir hverja mílu heim.” “Og hvað verður það mikið?” Eigandinn lagði þetta saman í huganum. “Fjögur pund, fjórtán og tíu.” Eg tek vagninn og borga yður strax,” sagði Jones. “Get eg fengið bílinn undir eins?” Eigandinn gekk að hurð og opnaði hana. “Ertu þarna Jim?” æpti hann. “Hér er maður frá London, sem vill fá Fordið. Komdu því út og gerðu það ferðafært.” Hann sneri sér til Jones. “Bíllinn verður hérna innan tíu mínútna,” sagði hann. “Gott er það. Hérna eru peningarnir,” sagði Jones. Hann tók fram pokann, borgaði fimm gullpeninga og fékk afganginn af þeim endurgreiddan auk viðurkenningar fyrir borg- uninni. Síðan kom Jim, lítill, skakkur náungi, klæddur frakka, sem hafði séð betri daga. Ford- inu var ekið út. Það var rannsakað og gasoMan mæld. “Eruð þér ekki í neinni yfirhöfn?” spurði maðurinn. “Það verður svalt eftir sólsetrið.” “Nei, eg kom yfirhafnarlaus. Þa<f var svo heitt, en eg get vel komist af án hennar.” “Bezt að hafa yfirhöfn”, sagði eigandinn. “Þér getið fengið eina lánaða hjá mér. Jim færir mér hana aftur.” Hann hvarf og kom aftur með þykka kápu á handleggnum. “Þetta er mjög vingjamlega gert af yður,” sagði Jones. “Þakka yður fyrir. “Eg ætla að fara í hana strax. Getið þér lánað mer gleraugu til að hMfa augunum?” “Eg hugsa að gömul gleraugu liggi inni í skrifstofunni. Bíðið augnablik,” sagði eigand- inn. Hann kom aftur með gleraugun. Jones þakkaði honum, lét á sig gleraugun og steig inn í vagninn. “Góða ferð,” sagði eigandinn. Og svo sigu þeir af stað. Þeir keyrðu sömu leiðina og Jones var kominn ,og þeir fóru framhjá spítala Hoovers. Hliðið var opið og vörður skimaði upp og niður strætið. Hann horfði á vagninn en þekti ekki Jones. Lengra héldu þeir, fram hjá traustlega bygðum húsum, virðulegum grafreit, kapellu, svo fór bíllinn upp hæð, eins og Fordbílamir fara þær upp og þeir voru farnir frá Safid- bourne við sjóinn. Þeir fóru fram hjá görðum og bústöðum, blómlegum engjum og smáskógum. Jones sá lítið af fegurðinni d kringum sig. Hann hafði nóg annað að hugsa um. Ef Hoover eða lögreglan spyrðust fyrir á leiguibílastöðinni, hvað mundi þá koma fyrir? Mundu þeir síma einhverju þorpinu og láta taka hann fastan’ Hvernig fara hin ensku lög með geðveika menn, sem struku? Var hægt að taka þá fasta eins og glæpamenn? Áreiðanlega ekki — og samt sem aður gat hann ekki verið öruggur um neitt hvað þau snerti. Jim, hinn þöguli ökumaður gat ekki sagt honum neitt um þetta. Þegar rökkva tók komu þeir að stórum bæ. Þar stansaði Jim til að kveikja á lömpun- um. Lögregluiþjónn stansaði af hendingu og horfði á þá, en gekk svo leiðar sinnar, og Jim setti vélina á stað aftur. Þeir lögðu nú inn á svæði sem var þakið í runnum og angaði af blóma ilmi. Eldflugur glitruðu í grasinu og stjörnumar tóku að koma í ljós á loftinu. Ó- hindraðir fóru þeir í gegn um tvo bæi og svo komu þeir í útjaðar London og mætti þeim haf ljósadýrðar stórborgarinnar. Þeir þutu gegn um endalausar götur og stræti, framhjá trjá- görðum og húsaröðum, símastaurum og strætis- vagna Mnum. Jim sneri- sér í sætinu. “Hérna er Kent vegurinn,” sagði hann, “við erum næstum hálfnaðir. Hvar ætluðuð þér að stansa?” “Stansið hérna,” svaraði Jones. Hann stökk niður og borgaði Jim. “Ætlið þér að fara heim í nótt?” spurði hann ökumann og rétti honum kápuna og gler- augun. “Nei,” svaraði Jim. “Héma verð eg í nótt. Ekki borgar sig að sprengja vagninn.” “Jæja, góða nótt,” sagði Jones. Hann sá vagninn snúa við og hverfa og létti fyrir brjósti meira en honum hafði nokkru sinni áður gert. Hann hafði bara tvo shillings í vasanum og gat ekki búist við öðru en að ganga um götumar alla nóttina, eða liggja á einhverjum bekknum niðri á bökkunum. Hann hafði oft séð flæking- ana dvelja þar á nóttum og vorkent þeim. En nú gerði hann það ekki. Þeir voru frjálsir menn og konur. Logn var á og nóttin hlý — miklu þægi- legra úti en inni, en samt var eigi mjög þægilegt að dvelja á hinum gamla Kent vegi. Vegur þessi liggur niður til Kent, og var endur fyrir löngu nógu fallegur, en það var hann ekki nú og óþriflegur var hann fram úr hófi. Þarna seldi David Copperfield treyjuna sína, og gömlu búðirnar meðfram veginum em svo hörlegar, að hver þeirna sem var, hefði vel getað verið sú búð, sem hann gekk inn í. Nú var vegurinn krökur fólki og þeim mun nær, sem Jones kom ánni, þess þéttari var þröngin. 1 matsöluhúsi einu gat hann slökt hungur sitt fyrir einn shilling. Hann át þar pylsu, kar- töflur og drakk bjór með og gerði það hans innri mann ánægðari með tilveruna, og er hann hafði keypt vindlinga pakka, lagði hann leið sína niður að fljótinu. Nú hafði hann nákvæmlega tíu pence í vas- anum, og er hann gekk þannig, datt honum í hug hversu oft hann hefði verið í fjáilþröng í London. Hinn örlaga þmngna dag í Savoy gistihúsinu, hafði hann haft tíu pund í vasan- um, næsta dag hafði hann bara eitt penny, þótt hann væri búinn eins og lávarður. Penndið minkaði um helming við það að kaupa blað, en jókst svo um fimm pund við gjöf Rochesters. Fimm pundin urðu svo á fáeinum míinútum að átta þúsund pundum, var það Boles að þakka, og vegna Mulhausens urðu þau að miljón og átta pundum. Simms og Cavendish höfðu svift hann hverjum eyri. Smithers hafði veitt hon- um fimm pund, nú hafði hann baria tíu pence — og á morgun kl. 9 mundi hann hafa átta þúsund! En vel er vert að geta þess, að hann skoðaði sig ekki sem eiganda þessara átta þúsunda fyr en hann hefði þau í vasanum. Sár reynsla hafði kent honum að treysta engu nema þvd, sem var áþreifanlegt. Hann komst niður >að fljótinu, og á stóru brúnni, sem lá yfir það, stansaði hann. Hann studdi handleggjunum á grindur brúar- innar og horfði niður í ána. Tunglið var komið upp og stráði geislum siínum yfir fljótið. Ljósin frá fjölda báta og flatbotna bytta, lýstu eins og glóandi gull í myrkrinu, en útMnur turna og busta þinghúss- ins í fjarska, mörkuðu skuggamynd á sjón- deildarhringinn. Þetta var næturmynd eftir huga og hjarta Whistlers, og í fyrsta sinnið á æfi sinni fann Jones töframátt þessa hálfhulda og dásamlega bæjar með miljónir gulra augna, er störðu gegn um náttmyrkrið. Hann gekk áfram og niður á strandgötuna. Hann gekk inn í krá og fékk sér bjórkönnu, drakk úr henni og stytti sér stundir á meðan við að horfa á fólkið, sem sat þar inni. Eigur hans voru nú ekki nema átta pence og gekk hann áfram framhjá Savoy gistihúsinu. Hann staðnæmdist og starði á hinar miklu dyr hinnar risavöxnu gistilhallar, sem öll var veislu- búin og uppljómuð. Um miðnætti var hann kominn niður á fljótsbakkann þar sem hann fann sér sæti á bekk, er eigi var of þröngsetinn. Þar tók hann mann tali er næstur honum sat og var alveg eins einmanalegur og vinum horfinn og hann sjálfur. Þetta var opinskár maður, sem hjálp- aði honum til að láta tímann Mða við samræð- urnar. t 29. Kap. — Auði bærinn Er maður þessi hafði kurteislega spurt eftir eldspýtum sagði hann: “Hlý nótt, en nú er veðrabreyting í lofti, ef eg fer eigi mjög viltur vegar. Eg hefi næstum því mist alt á minni tiLbreytingasömu æfi, en eitt hefi eg aldrei mist, veðurspána. London er full af fólki þegar litið er á árstíðina, er það ekkisvo?” “Já,” svaraði Jones. “Það er víst og satt.” Þeir ræddu saman og veðurspámaðurinn hvarf frá einu umræðuefninu að öðru. Hann ræddi um stjórnmál og félagshagfræði og loks um sjálfan sig. Hann hafði verið málafærslu- maður. Misti stöðuna, sjáið þér til fyrir sakir, sem hundrað manna gera sig seka í nú á tímum. Hvergi ií heimi finst réttlæti nema kanske í réttarsalnum. Eg er ekki einn þeirra, sem álíta að lögin séu heimska, nei, það er heilmikið af heilbrigðri skynsemi í ensku lögunum. Eg tala þar ekki um hið löggilta lögmannafélag, sem svifti mig stöðunni vegna misgánings, sem hvaða maður sem var gat hafa gert. Eg tala um gömlu ensku lögin eins og þau eru framkvæmd gangur minn að vera það, og hvað þá spumingu af dómstólum hans hátignar. Lærið þau og yður mun furða á hversu dásamlega þau eru heiibrigðisleg, skynsamleg og réttlát. Eg tala ekki vel um dómara og lögmenn — eg er hrein- skilinn. Hlutverk lögmannanna er að gera svart hvítt og hvítt svart, að rugla vitnin og að um- snúa sannleikanum, og mgla alt réttlæti — eg er bara að tala um lögin.” “Þekkið þér nokkuð lögin, sem snerta brjál- aða menn?” spurði Jones. “Nokkuð.” “Eg átti vin, sem menn hugðu brjálaðan. Tveir læknar komu honum inn í vitfirringa- hæli. Hann var alheilbrigður.” “Hvað meinið þér með “komu hinum í”?” “Þeir gáfu honum svefnlyf og fóm svo með hann í bíl.” “Var nokkuð fé með í spilinu?” “Hann átti eina miljón sterlings punda.” “Var nokkrum hagur í því að ryðja honum úr vegi?” “Já, það er íhugunarvert. Fjölskyldan vildi fá umráð yfir fénu, eða hvað?” “Það er ekki gott að segja, en eitt er víst, að það yrði óviðjafnanlegt tækifæri fyrir dug- legan málafærslumann að sækja þetta mál, það ^r að segja, ef ákærandinn væri ekki ailt of brjálaður til að það gæti komið til mála. En hvað sem því líður þá er svefnmeðalið alveg ófyrirgefanlegt — alt málið er all skuggalegt.” “En setjum svo að hann stryki,” sagði Jones. “Gætu þeir þá tekið hann aftur með valdi?” “Örðugt er að svara þeirri spurningu. Ef hann væri band-óður, þá væri það hægðarleik- ur, en ef hann er nógu skynsamur til að látast vena með fullu viti, þá væri það örðugt. Það yrði að handtaka hann, sjáið þér til. Enginn getur stöðvað mann á götunni og sagt: “Þér emð vitskertur, komið með mér!” bara af því að hann getur sýnt vottorð um brjálsemi hans, íþvii >að hann gæti þá svarað: “Þér hafið rangt fyrir yður, eg er ekki sá maður sem þér leitið að.” Þá yrði að fara til lögreglunnar og þá vandast málið. Hin gömlu og góðu lög Eng- lands em mjög nákvæm hvað snertir frelsi ein- staklingsins, og veita hverjum manni fullan rétt til að verja sig. Ef þessi geðveiki kunningi yðar er ekki altof sjúkur á sinninu, og ef hann leitaði inn í hús einhvers vinar síns, og sá vinur styrkti hann, þá yrði þetta flókið mál.” “Og ef hann flýði inn á sitt eigið heimili?” “Þá yrði málið ennlþá flóknara. Það er að segja ef hann truflaði ekki friðinn, fari t. d. ekki að skjóta út um gluggana á húsinu eða eitthvað þessháttar. Lög Englands eru mjög ströng þegar um það er að ræða að ryðjast með ofbeldi inn í heimili manna. Fyrst yrði sækj- andinn að fara til yfirvalds og vinna eið að því að íákærði væri háskalega brjálaður. Þá gætu þeir öðlast rétt til iað brjótast inn í heimili hans, en á þeim hvúldi að sanna framburð sinn. Nú er miklu auðveldara að eiga við fátæka geðveikis- sjúklinga. Sá sem þefir fengið vottorð um brjálsemi fátæks manns, getur bara gengið inn í hús hans og farið burt með bann með sér. Því eins og þér sjáið, ef sjúklingurinn á ekki neitt, þá telja allir það auðvitað, að enginn fari rang- lega að setja hann á geðveikrahæli. En fjand- inn losnar ef peningar komast í spilið, einkum sé brjálaði hlutaðeigandinn bara einkennilegur, en gengur ekki um með kórónu úr strái á höfðinu.” “Eg skil það,” sagði Jones. Hann bauð honum vindling og stuttu síðar hafði þessi fyrverandi lögmaður sig af stað — en lét skjólstæðing sinn fyrst borga sér fjögur pence fyrir upplýsingarnar. Það sem eftir var næturinnar var góð eftir- Mking martraðar. Jones reyndi ýmsa bekki, og gekk um til að fá tilbreytingu. Þegar dagaði stóð hann á London brúnni og sá nýjan og dýrðlegan dag renna upp yfir heiminn. En hann hugsaði eigi um fegurð sólarupp- komunnar. Hann hugsaði um átta þúsund pundin, sem hann mundi hafa með höndum kl. 9 þá um daginn. Oft hafði hann lesið um unað iþann, sem af því stafar að lifa einskonar útilegu tífi og frelsið, sem fylgir ábyrgðarleysi um- renningsins, en siík útilega í London hreif hann alls ekkert. Tvisvar höfðu lögregluþjónar rekið hann af stað, og nábúi hans, er hann öðlaðist að veðurspámanninum förnum, var þannig, að Jones gat hvorki við hann unað né treyst honum. Hann heyrði Stóra Ben slá sex slög. Ennlþá voru þnír tímar eftir og ákvað hann iað ganga svo að þeir liðu fljótara. Hann ætlaði laka að auka matarlystina með því. Hann gekk því eftir götunum og íhugaði mál sitt. Þegar hann hafði fengið peningana sína í bankanum, ætlaði hann að éta í matsölu- húsi. Matsöluhúsi Romanos — flesk og egg og nýbakað brauð með kaffi, svo datt honum í hug að Romanos væri kanske ekki opnað svo snemma, eða að þeir seldu kanske ekki nema miðdagsmat og hádegisverð. Ef svo væri ætlaði hann að fara inn í gistihús við Charing Cross.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.