Heimskringla - 05.11.1947, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.11.1947, Blaðsíða 1
We recommend for your approTOl our II BUTTER-NUT í LOAF" CANAÐA BREAD CO. LTÐ. \ Winnipeg Phone 37 144 1; Frank Hannibal, Mgr. ;> ittila. We recommend tor \ your approTol our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ii LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIDVIKIJDAGINN. 5. NÓV. 1947 NÚMER 6. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Þingsetning 5. desember Canadiska stjórnin ákvað Seint í síðastl. viku, að kvatt yrði sanian til þings næst í Ott- awa 5. des. næstkomandi, er það tveimur mánuðum á undan aætlun, en því er þingsetning- unni svo flýtt, að svo mörg verk- efni liggja fyrir, er afgreiða 'þarf, og þola enga bið. Mac- Kenzie King, forsætisráðherra, gerði þetta heyrum kunnugt á 'blaðamannafundi, rétt áður en hann lagði á stað til Evrópu, °g tilkynti jafnframt, að 6 að- stoðarmenn hefðu verið skipaðir ráðherrum stjórnarinnar til hjálpar. Ralph Maybank (L. Winnipeg South Centre) var til- nefndur aðstoðarmaður (parlia- nientary assistant), Hon. Paul Martin, heilbrigðismálaráðherra ^r. King lýsi einnig yfir: 1. að Jandstjórnin hefir sent Ný- tundnalands stjórnarráðuneyt- lnu skjal um allar samnings- gerðir viðvíkjandi upptöku Ný- íundnalands í ríkjasambandið. *• Að hann vonaðist til að geía víðvarpað ræðu frá London, 18. n°v., þegar samningar Canada um hinar nýjuverzlunar og við- skifta áætlanir hinna 17 landa er gert heyrum kunnugt. • Að aðalverkefnin, er lögð verða fram fyrir þingið, verða viðskifta-samningarnir, og fram- lenging viðlagavalds- (emerg- ency powers) stjórnarinnar. 4- Að Rt. Hon. Louis St. Laurent utanríkismála-ráðherra, muni gegna forsætisráðherra-störfum lv-tr. Kings í fjarveru hans en nann býst við að verða kominn aftur til Canada fáeinum dögum aður en þingið byrjar, 5. des., 5- Að Mr. King býst við því, að fundur verði haldinn í London ***• »g Mrs. S. A. Sigvaldason Eins og mörgum er minnis- staett og sem getið var á sínum una í Heimskringlu, fórst skip- *ö "Nascopie", sem um mörg ár hefur verið í förum til Eskimóa- kvggðanna í Canada, við Baffin Land á s. 1. sumri. Nokkru eftir að fréttin var 'blrt fréttum við að nýgift ís- ienzk hjón hefðu verið með sklpinu. Voru það Sigurður AI- vin Sigvaldason og Svava Páls- son bæði fra Arborg. Lögðu þau af stað eftir giftinguna með nefndu skipi norður til Cape Smith, en Sigurður hafði verið raðinn þangað til þriggja ára starfs. Þegar norður til Baffin Land kom silgdi skipið upp á sker. Partþegar fórust engir, en vöru oirgðirnir sem skipið var hlað- lð af töpuðust, þar á meðal far- angur ungu hjónanna. Komu bau fljúgandi til Winnipeg, en gerðu sig út á nýjan leik. Mynd sem hér birtist af þeim, hefir "Icelandic Canadian" góð- fúslega lánað, er í síðasta blaði flutti frétt af þessu íslerizka 'brúðkaupsferðarævintýri. með öllum stjórnarformönnum brezka stórveldisins, þar sem þeir verða þar allir staddir við hina konunglegu giftingu. Attlee stjórnin tapar 1 sveitakostningum sem fóru fram s. 1. laugardag á Englandi, beið verkamannaflokkurinn mikinn ósigur. Kosið var í 388 bæjum eða þorpum á Englandi og í Wales. Fóru leikar þannig, að íhalds- menn náðu 621 nýjum sætum, en verkamenn tópuðu 652. Eru úrslitin í skýrsluformi þessi: Flokkar Sœkjendur Kosnir Fallnir Ihaldsfl......... 1737 1269 468 Verkam.fl..... 2622 831 1791 Liberal fl..... 459 140 319 Kommúnistar 194 enginn 194 Óháðir............ 1708 1082 626 Þetta er fyrsti kosninga ósigur Attlee-flokksins síðan hann tók við völdum 1945. Hér er að vísu um sveitar kosningu að ræða og Attlee- stjórnin þarf ekki að láta kosn- ingar fara fram fyr en 1950 fyr- ir þessu. En hún kannast fúslega við að þetta beri með sér að flokkur hennar sé að tapa fylgi. Þetta minnir á kosningarnar nýlega í Frakklandi og víðar í Evrópu (Danmörku, Noregi og Sviss). Hægri flokkarnir hafa átt ákveðnum sigri að fagna. Hvernig má það ské? Lake Success, N. Y. — Ef Bandaríkjunum er verulega al- vara með að koma síðustu fyrir- ætlunum sínum hvað Palestínu- málunum viðvíkur í fram- kvæmd, þá virðast einhverjir þeir vera í Washington, sem lítið þekkja hvernig öllu hagar til í þeim löndum (The Middle East). Það er víst engum fylli- lega ljóst enn þá, hvaða ástæður liggja til grundvallar fyrir til- boði Ameríkumanna, en eins og það kemur fyrir sjónir við fyrstu athugun, virðist það vera fjarri öllum sanni og veruleika. En hin nýja tilhögunar-ráðagerð ameríkumanna, er lögð var fram fyrir sérstaka aukanefnd í Palestínu-málunum rétt fyrir síðustu helgi, nefnd Sameinuðu þjóðanna, er þannig: — Ef alls herjarráð Sameinuðu þjóðanna afræður með atkvæða- greiðslu skiftingu, eða ski€tingar tilhögun Landsins Helga, þá ættu hin sérstöku ríki Gyðinga og Araba að vera stofnsett fyrir 1. júlí, næstkomandi. Hersveitir Breta séu þá líka allir á brott úr landinu fyrir þann tíma. Þriggja manna nefnd, er æðstu menn hlutlausra, (neut- ral) landa, skipi, skulu sjá að öllu leyti um skiftingu landsins og burtflutning brezka hersins. En Bandaríkjamenn virðast gleyma því algerlega, hvernig Arabar muni snúast við þessu. Fyrirætlun þessi er grundvöll- uð á sjálfsögðu samlþykki og samvinnu Araba, en slíkt er ó- hugsandi, meðan ríki Zionista er nokkurstaðar í hillingum. Herchel Johnson talaði um að Sameinuðu þjóðirnar ábyrgð- ust landamærin, um leið og hann bar þessar tlihögunar-ráða- gerðir fram. En hvernig geta Sameinuðu þjóðirnar, er eigi hafa stærri eða sterkari lögreglu sveit á að skipa en sínum alger- lega óvopnuðu lagaibótavörðum hér, tekist á hendur ábyrgð á að verja landamæri nokkurs lands? Þar sem Rússland hefir leitt hjá sér og fyrirlitið, (boycotted) fjárhaldsráðið, (The Trustee- ship Council) væri slíkt starf árangurslaust án samvinnu og hjálpar hinna fimm stórvelda (The Big Five). Rússland, er sagt að hafi verið samþykt Bandaríkjunum um aðal-atriðin í nefndum ráðgerðum, en vitað er, að þeir hafa hugsað sér fyrir- ætlanir um burtflutning brezka hersins, sem jafnvel er torveld- ara að skilja en hina nýju hug- mynd Ameríkumanna. Rússar virðast líklegir til að krefjast þess, að Bretar fari burt með allan sinn her frá Palestínu fyrir 1. janúar, næstkomandi. Bretar neita að gefa nokkuð út á, hver vilji þeirra og skoðun er í þessum málum, en sitja að- eins og bíða átekta þar til, — ef það nokkurn tíma verður, að Allsherjarráðið samþykki skift- inguna með % atkvæða. Friður í Palestínu virðist því enn í óra fjarlægð. Næg atvinna í Canada Hon. Humphrey Mitchell, — verkamála-ráðherra, sagði ný- lega í hinni mánaðarlegu skýrslu sinni á atvinnu og mannafla sviðinu, að nógsamlega mikil at- vinna væri fyrir hendi á flest- um sviðum í Canada þrátt fyrir það, að haustönnum væri nú mikið lokið, en þá dofnar vana- lega yfir atvinnulífi, og eftir- spurn eftir verkamönnum . til uppskeruvinnu, sýndu skýrsl- urnar samt, að 16. október var rúm fyrir 102,000 hjá "National Employment Service", en 92,000 manns, er lagt hafði inn beiðni um atvinnu. Tala atvinnulausra umsækj- enda var 45,000 lægri en fyrir ári síðan, þótt hún hafi hækkað um 8,000 frá því er síðasta taln- ingin fór fram, en það var 11. september, síðastliðinn. Talið er að færsla tímafólks, verkamanna, er unnið hafa við uppskeruvinnu, og kvenna, er unnið hafa í fæðuframleiðslu- verksmiðjum aðeins um haust- annatímann, valdi þessari hækk- un. Sléttufylkin höfðu, sam- kvæmt skýrslu þessari, 17,000 stöður, en aðeins 14,000 atvinnu lauss fólks. Vel hafði gengið að fá hlaupafólk þegar uppskeru- vinnu-þarfirnar kölluðu að. Þung í vögum Joliet, 111. — 17 manns þurfti til þess að færa Mrs. Elizabeth Ebner, 70 ára gamla, sem vegur full 700 pund, frá heimili henn- ar og á sjúkrahús. Mrs. Ebner sem hefir legið rúmföst í 20 ár, varð fyrir mj aðmarmeiðzlum. Albert Einstein, vísindamað- urinn alkunni, heldur því fram að Bandaríkin ættu að hafna kjarnorku-sprengjunni með öllu og ganga í bandalag með öðrum þeim þjóðum, sem sömu skoðun- ar eru, með því að mynda tak- markað alheims-stjórnarráðu- neyti, annaðhvert að meðtöldu Rússlandi, eða án þess. Einstein ásakaði Sovét-Sam- bandið, í grein sinni, að miklu leyti fyrir hinar miklu alþjóða- deilur og óhug, sem ríki hvar- vetna. Þrátt fyrir þótt hann teldi það mjög hættulegt, ráðlagði hann að bjóða Rú>slandí hlutdeild í þessari stjórn, er valdboðs-skil- yrði hefði til þess að mynda al- heims-öryggi, og ef Rússar væru nauðugir og ófúsir til að vera með, þá að ganga til verks án þeirra. Og hvað Bandaríkin snerti, sagði Einstein, að með því að viðhalda kjarnorku-sprengjunni færu þau, (Bandaríkin )að vissu leyti eftir eins lágum mæli- kvarða (standard) nú, eins og óvinirnir hefðu farið eftir í síð- asta stríði. Þar fyrir væru þau eiginlega að byrja að stefna í áttina til annars stríðs, án þess þó að nauðsyn bæri til, að þessu sinni. Á fundi í Edmonton í síðast- Hðinni viku, er Alberta Liberal Association stóð fyrir sagði Hon. Paul Martin, heilbrigðismála- ráðherra að aðeins með félags- legri öryggis-löggjöf, eins og fjölskyldustyrknum, gamal- mennastyrkslögunum í Canada, og atvinnuleysis-tryggingu, — væri mögulegt að skifta auðlegð og afrakstri landsins svo á milli allra nauðstaddra svo að afnotin yrðu sem jöfnust og réttlátust. Harper Prowse, leiðtogi Liber- ala í Alberta, kvað flokknum bera skyldu til að vinna að und- irbúningi fylkiskosninga, ættu þær að verða snemma á árinu 1948. Truman forseti hefir skipað viðlaganefnd er rannsaka á deilur milli "Railway Express Agency" og nokkurs hluta þeirra manna, er fyrir það vinna í New York og New Jersey. Mr. Truman sagði, er hann gaf út skipunina um að mynda þessa nefnd, að ágreiningur þessi væri líklegur til þess að valda hindr- unum í verzlun og viðskiftum milliríkjanna við þessi tvö sér- stöku ríki, og gæti það gengið svo langt, að mikill hluti lands- ins yrði sviftur flutnings- og faratækjum, ef ekki væri að því gert í tíma. Frá Rómaborg, — Prins Junio Valero Borghese, er var sæmdur æðsta heiðri (Military Award), er Italía getur veitt, fyrir "Human Torpedo" árás hans á brezk herskip í síðasta stráði, hefir nú verið .dreginn fyrir sakamálarétt, og ákærður um leynimök og samvinnu við Þjóðverja. Einnig er honum fundið til' saka, að hann hafi valdið aftur- haldi og kúgun flokkastjórnar- innar á Italíu, og annað fleira er, nálgast landráð. Frá Vienna — Herleynilög- reglumenn sögðu fyrir skömmu; að þeir væru búnir að handtaka Martin Bormann, yngra, (Jr.)J 17 ára gamlan, en ekki hefðu; þeir getað haft neitt upp úr hon- j um, á þeim þremur dögum sem^ yfirheyrslan yfir honum hefði farið fram, er gæti bent á hvar föður hans væri að finna, enj hann er, eins og kunnugt er, sá j flóttamaður undan réttvísi, Bandamanna, (Allies) er þeir kosta mest kapps um að finna, og draga fyrir lög og dóm. Þessi yngri Bormann kveðst ekki hafa séð föður sinn, (The Deputy Fuehrer) síðan fyrir lok stríðsins. Þeir sérfræðingar á Bretlandi er gert hafa drauga og aftur- göngu-rannsóknir að æfistarfi sínu, eru vongóðir um að gifting brezku Krónprinsessunnar og' Lt. Philpis Mountbatten muni vekja upp, og leiða fram á menskra manna sjónarsvið hall- Séra Valdimar J. Eylands, kona hans Þórunn Lilja og þrjú börn þeirra. (Myndin er tekin við Öxarárfoss af Magnúsi Jónssyni próf.). arfylgju þá, er nenfd hefir verið "The Black Lady of Windsor Castle", og hafa margir trúað því, að vofa sú væri Elizabeth drotning — The Good Queen' Bess — sem dó 1603. Vofa þessi birtist fyrst árið 1897, og sást líða áfram í þokukendri móðu eftir varnarvirkja-múrum Win- dsor-hallarinnar, samkvæmt munnmælasögnum, árið 1926, þegar Alice prinsessa, "Count- ess of Athlone" átti að hafa séð vofuna. Þeir sem fróðastir eru í munnmælasögum Windsor- hallarinnar segja, að aftur- ganga þessi birtist helst, er skifting verða á þjónustufólki hallarinnar, svo ef Elizabeth prinsessa og maður hennar flytja inn í þau húsakynni í höll- inni, sem búið er að undirbúa handa þeim, þá verða meiri breytingar hvað þjónustufólk snertir, en verið hefir svo mörg- um kynslóðum skiftir. Og segja "hinir vitru", að ef nokkuð geti framkallað vofu þessa, þá ætti það að vera þessi stórkostlega breyting á öllu í kastalanum. D. J. West rannsóknafræðing- ur fyrir "Psyohical Research"- félagið, sem grefst eftir öllum undarlegum fyrirbrygðum hjá brezku þjóðinni, segist vera reiðibúinn að ferðast til Wind- sor-hallarinnar með klukkutíma fyrirvara með hin fullkomnustu draugarannsóknar-tæki, sem völ er á. Washington — Hin lögskipaða forsætisnefnd, er hafa á umsjón og ábyrgð á borgaralegum rétt- indum, hefir lagt til, og mælt með því, að sambandsþing-lögin og ríkislögin séu vandalega yfir- farin og endurbætt, og 4 greinar þegnréttinda að fullu trygðar: Réttindi til persónulegrar verndar og öryggis. Borgararétt- indi, og hlunnindi þau, er þeim fylkja. Réttur til samvizku og skoðana frelsis, og jafnaðarrétt- indi á öllum sviðum mannlífs- ins. Sá tími getur komið, og það ef til vill í nálægri framtíð, að liægt verður að senda veður- stofunum pantanir um gott veð- ur, eins og pantanir ýmsra nauð- synja eru sendar í vörubúðir. F. W. Reichelderfer, sagði í útvarpsræðu frá Chicago, að líklegt væri að í framtíðinni gæti veðurathugunar-stofnanir- nar bundið enda á of mikla þurka, og breytt svo loftslaginu, að öll ríkin yrðu eins og Cali- fornía, og komið í veg fyrir fellibylji. Kvað hann þann dag geta komið, að veður stofurnar yrðu þjóðleg umboðsfélög, er mynd- uðu og framkölluðu regn og snjó, eftir því sem hver óskaði VELKOMINN HEIM 1 seinasta tbl. Faxa var viðtal við sóknarprestinn, séra Eirík Brynjólfsson, sem þá var á för- um vestur um haf til ársdvalar (í skiptum við prest Fyrsta lúth- erska safnaðarins í Winnipeg. Eru þetta fyrstu prestaskiptin á milli íslendinga vestan hafs og austan og ætlað til þess að auka kynnin og treysta vináttu og frændsemisböndin. Væri ósk- andi að þessi viðleitni yrði upp- haf að meiri samskiptum á milli Islendinga í Vesturheimi og heimaþ j óðarinnar. Sr. Valdimar er nú hingað kominn fyrir nokkru og dvelur á Útskálum ásamt konu sinni og 3 stálpuðum börnum þeirra hjóna. Elsta dóttir þeirra dvel- ur við nám í háskóla í Manitoba- fylki í Kanada. Væntanlega lýkur hún prófi þaðan nú á næsta vori, (Bachlor of Science) sem lætur nærri að vera það sama og heimspekipróf við Há- skóla Islands. Sr. Valdimar er Húnvetning- ur að ætt og uppruna, og er þeim, sem línur þessar ritar, kunnugt um menntaþrá hans í æsku og harða baráttu fyrir því, að mega ganga menntaveginn. Barnafræðslu naut hann í gegn- um stopula farkennslu eins og títt var í þá daga, enda var börn- um alþýðustéttanna á þessum árum ætlað annað hlutskipti en að sitja yfir bókum og lærdómi. Eftir ferminguna átti sr. Valdimar þá ósk heitasta að fá að ganga í lýðskóla sem þá var starfandi á Hvammstanga. Var hann svo lánsamur, að eiga skilningsgóðan föður, sem lang- Frh. á 2. bls. eftir, og með þyrfti fyrir allan j arðargróður. Það bezta, sem þessi vísinda- maður sagði að hægt væri að jgera nú sem stæði, væri að framleiða rigningu og snjókomu yfir takmörkuðum svæðum und- ir sérstökum skilyrðum. Frá Hague. — Þingráðstefna hinna fjögurra aðal sambands- stofnana Evrópu til þess að ræða væntanlega samvinnu, er ákveð- in í Hague á næsta vori, sam- kvæmt yfirlýsingu P. A. Kerst- ens, formanns hollenzku undir- búningsnefndarinnar. Stofnan- irnar eru: "United Europe Committee", með aðalstöðvar í London. "Independant League for European Co-operation" — aðalstöðvar í Brussels. "Union of Federalists and Union of European Parliaments" með að- alstöðvar í Geneva. Mr. Kersten sagði að Winston Churchill, Paul Van Zeeland frá Belgíu og Edovard Herriot frá FrakklandL myndu stjórna ráðstefnunni á víxl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.