Heimskringla - 21.01.1948, Page 3
WINNI'PEG, 21. JANÚAR 1948
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
septemlber 1919 á 69. aldursári.'
Hún var jarðsett í grafreitnumj
í Víðidalstungu að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Þama inn undir heiðinni hvíla
bein hennar í skjóli öræfanjia.
En inni« í litlu kirkjunni hljóma
enn raddir gamla orgelsins, út
yfir leiðið hennar og út í ómæl-
ið. í þeim tónum vakir andi
hennar yfir sveit og héraði, —
túlkandi þau kjörorð er mótuð-
ust af persónuleika hennar.
Trúin á guð, trúin á listina,
trúin á lífið.
IV. kafli
Aldaarfur
í köflunum hér að framan hefi,
eg leitazt við að bregða upp smá- j
myndum úr húnvetnsku menn-
ingarlífi, en þó sérstaklega hefi
eg getið brautryðjendastarfs úr
húnvetnsku tónlistarlífi frá 19.1
öld. í>að eru næg efni til þess að
rita um samskonar menningar-
starf víða um land. Lísthneigð,
fórnfýsi, óeigingimi og óendan-
lega örðugar aðstæður. En það
allt yrði langt mál og þrauta-
saga. En þrátt fyrir allt hefir
sótt fram. Arfur fyrri alda hefir (
verið ávaxtaður. Eins og kunn-
ugt er kostuðu reykvískir borg-1
arar 1837 Pétur Guðjöhnsen til
tónlistarnáms ,í Danmörku. Það
Var stærsta skrefið á 19 öldinniJ
Með heimkomu hans 1840 fór
að anda yfir land og þjóð hinni
suðrænu hlýju, er fólst í þýzku
og skandinavisku þjóðlögunum,1
og víst er það að þau áhrif áttu
HVERNIG RÚSSAR
HNUPLUÐU
RÁÐANEYTI MÍNU
Eftir Ference Naegy
Fyrverandi forsætisráðherra
Ungverja
(Þýtt úr Reader’s Digest af r. n.)
Framh.
Ekki leið á löngu þar til kom- j
múnistar hófu árásir á Smá- J
bændaflokkinn. Hvert skifti sem^
þingmaður úr okkar flokki hélt(
ræðu, var hann brennimerktur'
“Afturhaldsmaður” af komm-
únistum, og því fylgdu venju-!
lega nýjar kröfur frá Rússum. j
Annhvort vorum við orðnir á
eftir með stríðs'skaðábætur eða
eignir Þjóðverja voru ekki af-^
hentar eins fljótt og þeir ósk-(
uðu. Þessar kröfuf komu í
fyrstu frá Voroshilow marsk-
álki, en í marz 1946 fór hann(
til Moskva sér til hvíldar, að
sagt var og General V. P. Sviri-
dov var settur í hans stað. Þetta
var þægilegt fyrirkomulag, því
í hvert skifti sem við eða full-
trúar Breta eða Bandaníkja-
manna í A. C. C. hreyfðum mót-
mælum var okkur sagt, að þauj
skyldu send Voroshilow, en það
tók vikur eða mánuði að fá svar
frá honum.
Vissasti vegurinn til að vara
stimplaður “afturhaldsmaður”
af kommúnistum var það, ef á
það var minst opinberlega að
kröfur Rússa um vissan hluta
framleiðslunnar, — sem enn var
sinn þátt í listasmekk og hugs-(
analífi þjóðarinnar, ekki aðeins
til aldarloka, heldur og á mörg-
um sviðum allt til þessa tíma.
Annar stórviðburður á sviði ís-J
lenzkra tónlistarmála gerðist 90
árum síðar. Þá ráðast aftur
nokkurir reykvískir borgarar í
að stofna tónlistarskóla, 1930,'
I
og fá til hans hámenntaða kenn-
ara frá ýmsum Evrópulöndum.
Saga hans er ekki löng enn þá og
hlaðin erfiðleikum annarsvegar,
en ódrepandi áhuga stöfnend-
anna hinsvegar. Útkoman sýnir,i
að eftir 15 ára starf er hann orð-
■inn einn af fjölsóttustu skólum
landsins og aðal þröskuldurinn
fyrir framgangi hans er húsnæð-
isskorturinn. Tónlistarhöllin er
draumur framtíðarinnar. Við
hana eru tengdar vonir hinna
uiörgu tónlistarunnenda í land-
inu. Hún yrði heimili hinna
mörgu listgreina tónlistarinnar
fyrst og fremst og þar ætti Tón-
listarskólinn fast athvarf, með
sinni margþættu kennslu í með-
ferð hinna ýmsu hljóðfæra. Auk
þess kennslu í tónlistarsögu,1
formfræði allt frá byggingu lag-
línunnar og í gegnum hljóm-^
fræðina, með hinum þungu og
dularfullu lögmálum “kontra-j
punktsins”. Þar ættu athvarf til
æfingar stærri og smærri hljóm-
sveitir, og ennfremur kórarnir.
Þar yrði stór konsertsalur. Með,
aðstoð útvarpsins ættu allir
landsmenn að geta fylgzt með^
og orðið aðnjótandi árangursins
af tónlistarþróun komandi tíma. j
Útvarpshlustendur um land allt
hljóta að hafa fundið hve virk-J
an og áberandi þátt Tónlistar-
skólinn hefir fyllt í dagskrá út-j
varpsins. Fyrst og fremst meði
tónleikum kennaranna og enn-
fremur frægra útlendra tónlist-J
armanna, er Tónlistarfélagið
hefir beitt sér fyrir að fá hingað
til lands. Ef allir verða samtaka,
iöggjafarþing og þjóðin, kemst
tónlistarhöllin upp og takmark-j
inu verður náð. Listasmekkur-J
inn þroskast og gérfimenningin j
smáhverfur. Hugsjónin er arfur
frá horfnum kynslóðum.
Jólablað Vísis
Sigurður S. Anderson, 800
Lipton St., hefir tekið að sér inn-
Löllun fyrir Hkr. í Winnipeg.
Áskrifendur eru beðnir að minn-
ast þessa og frá þeirra hálfu gera j
honum starfið sem greiðast. —
Símanúmer hans er 28 168.
langt undir meðallagi------væri:
að einhverju leyti valdandi verð,
bólgunni og öllum vandræðum’
sem henni fylgðu.
Þjóðverjar áttu mikið fé í
ungverskum fyrirtækjum fyrir
stríðið, og á stríðs árunum juk-
ust þær mikið. Bæði fluttu þeir
inn verktæki frá öðrum löndum
og slógu eign sinni á ungversk
fyrirtæki sem þeir þörfnuðust til
stríðsframleiðslu. Allt þetta
kölluðu Rússar þýzkar eignir,
það sem stolið hafði verið frá
Ungverjum eins og hitt. Ef Þjóð- j
verjar höfðu t. d. átt 20% í ein-(
hverju fyriræki tóku Rússar það
bezta af vélum og vörum og
sögðu “Þetta er okkar 20%, —J
þetta sendum við til Rússlands”,
sem meinti að loka yrði verk-
smiðjunni um lengri tíma. —
“En”, bættu þeir við, “Ef þið
takið okkur í helmingafélag,
skal alt vera eins og það er.
nema við skipum rússneskan^
forstjóra.” Ef ekki var um
þýzkar eignir að ræða, gætu
Rússar hótað að gjöra verk-
smiðjuna uppæka í stríðsskaða-
ibótum, eða neitað þeim um hrá-
efni. Á þennan hátt tókst þeim
að verða meðeigendur í mörg-
um helztu atvinnuvegum lands-
ins, eins og t. d. flutningum öll-
um málmframleiðslu og að
nokkru leyti í váíryggingum og
bönkum.
Eg var formaður nefndar, sem
send var til Rússlands í apríl,
1946, til að reyna að fá einhverj-
ar tilslakanir hjá Rússum. Okk-
ur var vel tekið. Við áttum tal
við Stalin, Molotov, Mikogan,
og Dekanozov, og fengum nokkr
ar ívilnanir. Við fengum lengd-
an tíma til að borga stríðskaða-
bætur úr sex árum upp.í átta.j
Einnig feldu Rússar niður kröfu J
um $15,000,000 fyrir viðgerð á(
ungverskum járnbrautum. Alls
sat eg á tali við Stalin í eina sjö (
klukkutíma. Hann lét mig á sér
skilja, að hann væri okkur vel-
viljaður. Fulltrúar Rússa í Ung-
verjalandi væru, ef til vill nokk-
uð kröfu harðir, en allt mundi
fara vel á endanum.
Skömmu eftir að eg kom ^
heim aftur fékk eg nýja sönn-J
un fyrir Velvild Stalins. Hann
sendi mér að gjöf rússneska'
“Zins” bifreið. Tveimur mánuð-1
um síðar, var eg formaður ann-
arar sendinefndar, nú til Banda-
ríkjanna. Sú ferð bar góðan ár-(
angur. Bandaríkin skiluðu oss
aftur $32,000,000 í gulli, sem
Nazistar höfðu stolið og flutt til
Þýzkalands. Ennfremur fengum
við aftur öll skip úr Donárflota
vorum sem voru í þeirra hönd-
um, og í þriðja lagi fengum við
$15,000,000 lán til að kaupa
amerískar hernaðarvörur í Ev-
rópu. Gullforðinn varð okkur ó-;
metanleg hjálp til að stemma
sigu verðbólgunnar.
1 Ameríku sáum við meirii
velmegun en við höfðum nokkru j
sinni«kynst áður. En Rakosi litli |
sem var einn í förinni, lét sér
fátt um finnast. Dag nokkurn
sáum við mann í rifnum buxum.
Rakosi benti <^kkur þegar á hann
og segir “Sjáið! Það flýtur ekki
allt í mjólk og hunangi í Amér-
íku heldur”. Seinna var okkur
sýnd þyrping af nýbygðum hús-
um með öllum nýtízku útbún-
aði. Rakosi átti erfitt með að
finna nokkuð til að setja út á,
en segir þó, “Ef veggjalýsnar
komast n'okkurn tíma í þessi hús
verður erfitt að útrýma þeim”.
“En”, tók einn úr okkar
flokki fram, í “það sýnist ekki
vera mikið af veggjalúsum í
Ameríku.”
“Veist þú ekki”, svaraði Rak-
osi styggur “að veggjalýsnar
eru upprunnar í Ameríku og
fluttust til Evrópu og Rúss-
lands”.
Nokkru eftir að heim kom
stakk miðstjórn bandaflokkanna
upp á því að halda opna minning
arsamkomu á “Sankti Stefáns-
daginn”, sem lengi hefir ver-
ið merkur hátíðar dagur meðal
Ungverja. En Sviridov neitaði
því, en gaf þó eftir, að samkom-
una mætti halda síðar þ. 7. sept.
Hefir sennilega haldið að þegar
hátíðleiki dagsins væri ekki að-
dráttarafl, mundu fáir koma.
En jafnvel eg undraðist, hvað
margt og hvað víða að, fólk
flyktist til Budapest, þann
dag. Að minsta kosti hálf milj-
ón manna fylti “Hetju garðinn í
Budapest. Stór ræðupallur hafði
verið reistur, skreyttur þjóðlit-
um Ungverja, rauðum, hvítum
og grænum. Heiðursæti meðal
tiginna gesta skipuðu Sviridov
herforingi og aðstoðarmenn
hans. Arthur Schoenfeld sendi
herra Bandaríkjanna hafði stað-
næmst meðal mannfjöldans
niðri í garðinum.
Þá kom fyrir eitt af þessum
smáatvikum sem stundum verða
til að breyta mannkynssögunni.
Maðurinn við gjallarhornið var
að kynna tigna gesti og segirrl
Herra Sviridov herforingi og
aðrir fuíltrúar hinna voldugu [
ráðstjórnarrlíkja hafa - heiðrað(
okkur með nærveru sinni. Það(
varð augnbliksþögn, en því næst
var klappað hér og þar í mann-
þyrpingunni.
“Einnig er hér með oss í dag
fulltrúi Bandaríkjanna Mr.
Shoenfeld”. Samstundislaust
mannfjöldinn upp fagnaðarópi,
sem stóð yfir nokkrar mlínútur.
Sennilega var mannfjöldinn að
láta í ljós þakklátssemi sína fyr-
ir UNRRA matvæli, sem útbýtt
hafði verið þá um sumarið, og
frelsaði fjölda manna frá hungri
og harðrétti.
Eg veit ekki hver áhrif þessh
atburður hafði á Rússa, en hann
var þeim eflaust sönnun fyrir
því að allur áróður kommúnista J
sem dunið hafði yfir þjóðina eins
og skæðadrifa í 18 mánuði hefði
borið lítinn árangur, og að nú
yrði að taka til annara og alvar-
legri ráða.
Eg gerði mitt ítrasta til að,
komast að friðsamlegum samn-J
ingum við kommúnista — fór
ef til vill of langt í því efni. En
mér var vel kunnugt, að ef
stjórnin yrði að segja af sér
mundi því fylgja uppþott og ó-;
eirðir, sem Rússar gætu notað
sér til að hrifsa völdin í sínar
hendur, til að stlila til friðar. En
það mundi gjöra okkur að lepp-
ríki líkt og Pólland, Rúmaníu
og Bulgaríu.
Árásir kommúnista blaðanna
á “Afturhaldsmenn urðu hávær- 1
ari með hverjum deginum sem
leið. Framkoma Rakosi á ráðu-
neytisfundum breyttist einnig
mjög. Áður hafði hann oft verið
kátur og spaugsamur, en gerðist
nú alvarlegur og drembinn. —J
Hans fyrsta verk, er á fundin
kom var að ná sér í pappírsörk
rista hana niður í lengjur, skrifa
einhverjar fyrirskipanir á
hverja lengju og rétta þær síð-
an félögum sínum í ráðaneytinu
og jafnvel Sakasits foringi Soc-
ial Demókrata, sem næstur hon-
um sat fekk eina líka. Alt var
þetta gert þegjandi án nokkurra
svipbrigða.
Nokkrum vikum seinna komst
eg að því, að nokkrir þektir borg
arar í Budapest höfðu verið
hándteknir af herlögreglunni.
Eg kallaði hermálaráðherrann
Aibert Bartha á minn fund, til
að fá upplýsingar, en hann vissi
þá ekkert um neinar handtökur.
En lofaðist til að rannsaka mál-
ið, og láta mig vita næsta dag.
Þegar hann kom aftur var Palfi
herforingi yfirmaður lögregl-
unnar í för með honum. Palfi
sagði mér, að í nokkurn undan-
farin tíma hefði hann haft gæt-
ur á vissu húsi, og komist að því
að það væri fundarstaður Sam-
særismanna gegn ríkinu. Tíu
menn hefðu þegar verið hand-
teknir, og fleiri mundu hand-
teknir síðar.
Eg bað hermálaráðherran að
yfirheyra fangana persónulega.
En næsta dag skýrði hann mér
frá því, að hann hefði farið til
fangelsins, en verið sagt að fang-
arnir hefðu verið fluttir, og að
enginn fengi að heimsækja þá
samkvæmt skipunum Sviridov
hershöfðsngja.
Eg fór þegar á fund Sviridovs
og spurði hann hvort hann hefði
gefið slíkar skipanir. Alls ekki.
Hann kvaðst hafa sagt Palfi þeg-
ar hann lét hann vita um sam-
særið, að það mál heyrði undir
ungversk yfirvöld.
Því næst kom okkur Bartha
saman um að víkja Palfi úr stöð-
unni um stundarsakir og láta
rannsaka málið frá rótum. En
sama kvöldið heimsótti Kondra-
tov hershöfðingi undirmaður
Sviridov mig, og segir mér að
Sviridov hafi heyrt um rann-
sókninna gegn Palfi og áliti
hana ósanngjarna. Palfi hafi að-
eins misskilið Sviridov af því
rangt hafi verið túlkað.
“Gott og vel”, sagði eg,
“rannsóknin mun þá leiða það
í ljós, og sýkna Palfi”.
Kondratov, sem hafði verið
kurteis og brosandi skifti nú alt
í einu um tón, og segir “Þú sýn-
ist ekki skilja það að ef þessi
rannsókn gegn Palfi er ekki lát-
in falla niður, þegar í stað, verð-
ur alt samsærismálið tekið yfir
af rússnesku herstjórninni”
Ef svo færi, yrðu allir þeir
sem handteknir yrðu nú eða slíð-
ar, fluttir til Rússlands, og við
sæjum' þá aldrei aftur. Svo eg
lét undan og rannsóknin var
látin falla niður. En þessi svipa
hekk yfir höfðum vorum jafn-
an síðan.
Næsta dag kallaði eg innan-
ríkisráðherra Mr. Rajk á minn
fund. Hann sagði mér að sam-
særið væri víðtækara en ætlað
hefði verið í fyrstu og að við það
væri riðnir bæði hermenn og
borgarar. Vissir fyrverandi for-
ingjar hefðu tekið að sér að æfa
flokka, sem síðar ættu að reka
stjómina frá völdum. Eitthvað
tveimur dögum síðar kom Rajk
aftur, mjög alvarlegur. Fleiri
handtökur hefðu verið nauðsýn-
legar, og sumir fanganna höfðu
þegar játað brot sín. Hann hafði
meðferðis stórann bunka af
skjþlum, sem hann kvað vera
skrifaðar játningar fanganna,
sumar þessar játningar bendla
nokkra af þingmönnum smá-
bændaflokksins við málið, og
jafnvel einn ráðherrann And-
rew Misteth viðreisnarráðherra.
Við álitum að landráðamálið
í heild væri aðeins uppspuni
kommúnista, svo ótrúlegt var
það að nokkur maður gæti látið I
sér til hugar koma, að stjómar-
bylting væri möguleg í hernum- j
du landi, nema setuliðið væri
á bak við. En sem sagt, okkue
var varnað að láta óhlutdrægai
rannsókn fara fram í málinu en
kommúnistar höfðu í höndum
sönnunargögn, sem ekki varð
gengið fram hjá. Svo ákveðið
var að láta opinber réttarhöld
fara fram. i
Blöð kommúnista heldu áfram
að ásaka þingmenn smábænda-
flokksins — helzt þá helstu og
sjálfstæðustu — um hluttöku í
samsærinu og lögreglan gat ætíð
fengið einhverja af föngunum til
að játa að svo væri. Nú kom það
sér vel fyrir kommúnista að þeir
höfðu náð valdi yfir fjölda
manna í fyrstu, því nú urðu
þeir að sýna hollustu siína með
því að gerast njósnarar og mein-
særismenn.
Það var altalað að lögreglan
notaði vísindalegar pyndingar (
til að fá fangana til að með-(
ganga. Einum þeirra, eg þektij
vel rithönd hans tókst að
smygla út bréfi, þar sagði hann
að sér hefði verið haldið undir
afarsterkum rafmagns ljósum,
hvíldarlaust í 12 kl.st. Seinna
fréttist að jafnvel skurðlækn-
ingar væru notað við yfirheyrsl-
urnar. Þegar eg vildi vita hvort
nokkur hæfa væri fyrir þessu
var mér sagt, að einungis “venju
legar aðferðir” væru notaðar.
Réttarhöldin í landráðamál-
inu fóru fram opinberlega. En
4 af 5 setudómurum voru
kommúnistar. Fangarnir fengu
að tala við lögmenn sína í tíu
mínútur áður en rétturirm var
settur, og iþó ekki nema lög-
regluþjónn væri viðstaddur. En
það sem mesta undrun vajcti,
var þó framkoma fanganna
sjálfra. Þeir stóðu upp hver á
fætur öðrum og játuðu á sig
hverju einustu ákæru. Jafnvel
þó þeir hlytu að vita að það
mundi kosta þá Mfið, eða að
minsta kosti langa fangelsis vist.
Áhorfendumir sátu agndofa.
Það var aðeins ein undantekn-
ing. Vélfræðingur Balint Arany
að nafni, stóð upp og reyndi að
afturkalla skrifega játningu. —1
En dómsforsetinn, sagði þegar,
í stað réttinum slitið og Aranyj
var leiddur út, þegar hann kom
fyrir réttinn aftur viku seinna
var hann búinn að læra lexíuna, I
og játaði allar sakir á hendur
sér.
Þrír fanganna vom dæmdir til
dauða, en hinir fengu allir lengri
eða skemmri fangavist. Eflaust
koma ný landráðamál upp síðar
ef ástæða þykir til að koma inn
heilsusamlegri hræðslu hjá þjóð-
inni.
Einhverjir munu nú líklega
spyrja hvernig eg gat haldið á-
fram að vera forsætisráðherra
undir þessum kringumstæðumJ
Eg hef þegar b%nt á hverjar af-
leiðingarnar mundu hafa orðið
ef stjórnin yrði að segja af sérJ
En hinsvegar leit svo út, að full-'
naðarsamþykt friðarsamning-1
anna mundi fara fram bráðlega,!
og stjórnin sem fólkið sjálft
hafði kosið var enn við líði, því(
þó kommúnistum hefði tekist
að veikja þing meirihluta okk-J
H HAGBORG FUEL CO. H
★
Dial 2! 331 j&FX. 21 331
2
mælar af þroskuðum
T ó M Ö T U M
frá einni stöng
2 eðc 3 stangir fram-
leiða nóga tómata fyr-
ir meðal fjölskyldu.
NÝ VAFNINGSJURT
TRIP-L-CROP
TÓMATÓS vaxa fljótt
upp í 10 til 12 feta hæð
—oft til 16 til 20 fet.
Vaxa upp grindur við
hús, fjós eða hvar sem
er. Geta vaxið í görð-
um sem runnar. Fal-
legar, stórar, fagur-
Lrauðar, þéttar, hollur
lávöxtur af beztu teg-
'und. Framleiða meira
en nokkur önnur teg-
und tómata. (Pk. 15<)
póstfrítt.
FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1943
Stœrri en nokkru sinni fyr 33
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
ar vorum við enn í meiri hluta.
Og þegar setuliðið var farið úr
landinu vonuðum vér að geta
stjórnað landinu á lýðræðis
grundvelli.
Eg þarf ekki að lýsa því hver
áhrif þessi látlausa barátta, á-
hyggjur og svefnleysi hafði á
heilsufar mitt. Eg, sem er hraust
bygður að eðlisfari gerðist nú
taugaveiklaður, slappur og sí-
þreyttur. Nokkrir samverka-
menn mínir í r'áðaneytinu ráð-
lögðu mér að taka mér hvíld, og
buðust til að semja pólitískst
vopnahlé á meðan. Eg vissi að
mér var þörf á hvíldinni, og tók
boðinu, og ákvað að taka þriggja
vikna hvíld.
Þann 14. maí, 1947, lögðum
við konan mín og eg á stað til
Svisslands, þar sem dóttir okkar
var í skóla, en son okkar, fimm
ára gamlan skildum við eftir
hjá vinum okkar úti í sveit. Eft-
ir tíu daga dvöl í Sviss, simaði
eg Tildy forseta. Hann sagði mér
að alt færi friðsamlega fram,
og að mér mundi óhætt að vera
burfu eins lengi og ákveðið hefði
verið.
Þegar eg kom í hótelið í Loc-
arno að kvöldi þess 28. var mér
sagt að símkall biði mín frá
Budapest. Það var skrifari
minn, Dr. Kapocs. Honum var
mikið niðri fyrir, og segir mér
að eg verði að koma heim þeg-
ar í stað. En vildi ekki segja
hversvegna en sagði mér að
kalla sig upp síðar. Klukkustund
síðar símaði eg honum aftur.
Hann sagði mér þá, að General
Sviridov þættist hafa í höndum
sannanir fyrir því að eg væri
viðriðinn samsæri gegn lýðveld-
inu.
Nálægt miðnætti þetta sama
kvöld, var mér enn símað frá
Budapest. Það var starfsmaður
í stjórnarráðinu, sem talaði, og
sagði mér að Rajki hefði látið
handtaka Dr. Kapocs strax eftir
að eg talaði við hann í síðara
skiftið, og ennfremur að, hann
hefði látið sprengja upp örygg-
isskáp minn og tekið þaðan öll
skjöl, bæði opinber og mín eig-
in.
Snemma næsta morgun sím-
aði eg Tildy forseta. Hann ráð-
lagði mér að koma heim þegar
stæð, og bætti við vandræðalega
“Eg vona að enn sé ekki of seint
að bjarga málinu”.
Næst símaði eg Rakosi. Eg á-
sakaði hann um að vera pottur-
inn og pannan í öllu því er gerst
hafði í fjarveru minni. Sérstak-
lega taldi eg hantöku Dr. Kop-
acs óforsvaranlega, og kvaðst
leggja af stað heim eftir kl.t.
Hann svaraði á sinn venju-
lega kaldranalega hátt að Kap-
acs væri foringi nýs samsæris
og að ákærumar gegn mér
sjálfum væru mjög alvarlegar.
Rétt þegar eg var að sfcíga
upp í bifreiðina, kom skeyti frá
Ference Gordon, sendiherra
Ungverja í Bern. Hann kvaðst
hafa átt tal við einn vin min í
Budapest sem ráðlagði mér að
fara ekki út fyrir landamæri
Svisslands fyr en einhver sem
eg mætti treysta kæmi til fund-
ar við mig frá Budapest, til að
skýra mér frá öllum málavöxt-
um. Eg sagði honum að eg væri
rétt að leggja af stað, en mundi
koma við í Bem og hitta hann
að máli.
Við komum til Bern um kvöld
ið. Næsta morgun, sagði Gordon
mér, að hann hefði átt tal við
Frh. á 5. bls.