Heimskringla - 18.02.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.02.1948, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. FEBRÚAR 1948 HOUSEHOLDERS ATTENTION The coal strike has lessened the variety of coals immediately available but we are able to supply you with Fuel for any type of heating equipment you may have. By giving us your orders a reasonable time in ad- vance you will enable us to serve you better. We also carry a f ull line of Builders' Supplies and Ready-mixed Concrete. MC^URDYQUPPLYf^O.Ltd. %^-BUILDERS- |^ SUPPLIES ^and COAL Corner Sargent and Erin Phone 37 251 — Private Exchange Nýjustu fréttir frá íslandi ARNAÐARÓSKIR TIL Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi í tilefni af 29. ársþingi þess í Winnipeg Vér bjóðum fulltrúa og gesti þingsins velkomna. Gundry-Pymore Limited BRITISH QUALITY - FISH NETTING 60 VICTORIA ST. :: WINNIPEG, MAN. VÉR ÓSKUM Þjóðræknisþingi íslendinga - í Vesturheimi TIL ALLRA HEILLA OXFORD HOTEL "Staðurinn sem Islendingar mætast" Joseph Stepnuk, Pres-. S. M. Hendricks, Mgr. Phone 86 712 Notre Dame Ave. Kaldbakur hefir afhent Landsbanka 43.5 þús. sterlingpd. Nýlega var í sunnaníblöðum, birt fregn um það, að nýsköpun- "ar togari Reykjavíkurbæjar, Ingólfur Arnarson, (hefði afhent Landsbanka íslands 46,275 sterl- ingspund síðan hann hóf veiðar fyrir níu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmda- stjóra Útgerðarfélags Akureyr- inga hefir Nýsköpunartogarinn Kaldbakur afhent Landsfoankan- um samt., 43,508-3-11 sterlings- und eftir 8 söluferðir frá 21. maí til 1. des. í íslenzkri mynt er þetta alls 1,135,123.72 kr. —ísl., 10. des. * * * ísland getur lagt verulegan skerf til endurreisnar Vestur-Vvrópu Island hefur nú aðstöðu til þess að leggja fram verulegan skerf til fullnægingar á þörfum Evrópuþjóðanna á matvælum og fituefnum, segir í skýrslu um Marshalláætlunina, sem nú hef- ur verið birt í Washington. Seg- ir enn fremur í skýrslunni, að Islendingar muni geta sent all- mikið af fiskafurðum til landa eins og Þýzkalands og Mið- jarðarhafslandanna, ef verð- bólgan á íslandi eykst ekki svo. að verð á íslenzkum útflutnings- afurðum fer langt upp fyrir verðíð á heimsmarkaðinum. Það er ameríska utanríkis- málaráðuneytið sem birtir skýr- slu þessa fyrir þingið á Wash- ington. Hefur skýrslan verið tek in saman til þess að athuga, hvern þátt hin einstöku ríki muni geta átt í Marshalláætlun- inni, og hve mikið þau geti sjálf aukið framleiðslu sína. í kaflanum um Island í skýrslunni segir, að búizt sé við að um 1950 verði framboð á fiski orðið meira en eftirspumin, og gerir því skýrslan ekki ráð fyrir að framlag Islands hafi mikla þýðingu eftir þann tíma. DÞá segir í skýrslunni, að nú sé gert ráð fyrir nokkru minni fiskframleiðslu á íslandi en fyrri skýrslur um þessi efni hafa gert ráð fyrir, og stafi það af því, að ekki sé öruggt að treysta á fiskigöngur um of, og að skki sé víst að allur innflutningur, sem þarf til fiskveiðanna, verði fá- anlegur. Sá úrdráttur, sem hingað hef- STOR LÍTIL ÞJÓD íslendingar mega vel vera upp með sér af sögu lands síns. Sann- nefnt lýðveldi er ísland, allir eru þar læsir og skrifandi, þar eru frægar bókmentir, gott og samvizkusamt fólk, og samvinnu hugmyndin hefir gengið þar í ættir um óra langan tíma og þessvegna eru íslenzkir bændur í Canada sjálfsagðir og eftirsóttir félagar í öllum samvinnu fyrirtækjum hér. VÉR ÓSKUM ÖLLUM ÍSLENDINGUM TIL HAMINGJU OG BLESSUNAR MEÐ ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ SEM NÚ FER I HÖND (iiiiiiiliiiii Co-operative Wheat Producers I Jd. Manitoba Pool Elevators Winnipeg Manitoba WINNIPEG — CANADA Saskatchewan Cooperotive Producers Limited Regina Saskatchewan Alberta Whetrt Pool Calgary Alberta ur foorizt úr skýrslu þessari, end ar á þessum orðum: "Samt sem áður ætti ísland að geta haldið við lífskjörum, sem eru veru- lega betri en fyrir styrjöldina". Þð er tekið fram í iskýrslunni, að ályktanir þessar séu að mestu leyti toyggðar á áætlunum um framleiðslu hinna ýmsu landa, og er skýrslan aðeins um horfur í hinum nítján löndum, en ekki um foað, hvernig skipta skuli Masfoallh j álpinni —Alfþbl. 15. janúar * « * Ný Ljóðabók eftir Davíð Stefánsson Það mun öllum ljóðaunnend- um mikið fagnaðarefni, að kom- in er nú út ný ljóðabók eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, en 11 ár eru lið- in síðan síðasta ljóðabók hans "Að norðan", kom út. Davíð hefir valið hinni nýju foók sinni heitið "Ný kvæðabók" Eru iþessi ljóð Davíðs að sumu leyti frábrugðin fyrri ljóðum hans, en þar með er ekki sagt, að þau séu lakari. Ljóð Davíðs hafa fyrir löngu unnið sér þjóð- arhylli og hann mun tvímæla- laust öllum núlifandi ljóðskáld- um vorum fremur mega kallast þjóðskáld. Má án efa gera ráð fyrir, að Ný kvæðabók verði allra bóka eftirsóttust á bóka- markaðinum á næstunni. Þótt langt sé liðið, s^íðan síð- asta ljóðajbók Davíðs kom út, hefir hann þó ekki verið iðjulaus öll þessi ár. Hið mikla skáldverk hans um Sólon Islandus kom út á þessum árum og einnig tvö leikrit "Gullna hliðið" og "Vopn guðanna". Allar þessar bækur haf a náð miklum vinsældum. Þorsteinn M. Jónsson gefur þessa ljóðbók Davíðs út sem fyrri ritverk hans. Er hún í sama 'broti og hinar sérstöku út- gáfur ljóða hans. Fágangur bók- arinnar er ágætur. —Isl. * * * Herbert Morrison segir: Stefna Rússlands felur í sér hættu á nýrri heimsstyrjöld Herbert Morrison, varafor- sætisráðherra jafnaðarmanna- stjórnarinnar á 'Bretlandi, sagði á verkamannafundi í London á sunnudaginn, að núverandi stefna Rússlands í utanríkismál- um fæli í sér hættu á nýrri heimsstyrjöld. Morrison skoraði á Rússland að breyta um stefnu til þess að firra þjóðirnar slíkri hættu. Varaforsætisráðherrann sagði að Bretar óskuðu einskis frem- ur en að eiga vingott við Rúss- land, en það væri ekki á iþeirra valdi að tryggja góða samíbúð, ef Rússar héldu áfram peirri óvinasamlegu stefnu í garð Bret- lands, sem þeir hefðu nú. í þessu sambandi minntist Morrison á þær blekkingar sem af Rússlands hálfu og kommún- ista væri alið á eftir stríðið í baráttunni gegn Bretlandi og öðrum lýðræðisríkjum. Það væri talað um kommúnismann sem einhvern "vinstri sósíal- isma" og um einræði og harð- stjórn sem "lýðræði". "Eg ihef aldrei getað séð". sagði Morrison, "og get ekki heldur iséð það nú, að kommún- isminn sé nein vinstri stefna. Hann er hægri stefna". Þessu til sönnunar benti Morrison á iþá harðstjórn, sem Rússland og kommúnistar væru nú að þröngva upp á önnur lönd í Austur-Evrópu. Þeir leyfðu sér að kalla slíkt stjórnarfar — "lýðræði", en það ætti vissu- lega ekkert skylt við það. Það væri harðsvírað einræði. * » » Verðtollur á korni felldur nið- ur og að flutningsgjöld á sykri stórlækkuð Ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með 1. janúar til loka þessa árs skuli verðtollur felld- ur niður á kornvöru og aðflutn- ingsgjöld á sykri lækkuð um helming. Er þetta enn ein ráðstöfun ríkisstjórnarinnar til lækkunar á dýrtíðinni. —Aliþbl. 6. janúar * * M Stuttbygjuútvarp til útlanda hefst um næstu mánaðarmót Frá og með 1. febrúar næst komandi verður útvarpað héð- an á stuttfoylgjum til útlanda einu sinni í viku. Verður stutt- bylgjuútvarp þetta á sunnudög- um, hálfa klukkustund. Útvarp- að verður á dslenzku, enda er þessi ráðstöfun einkum gerð með tilliti til Islendinga, sem er- lendis dvelja, og verður útvarp- að helztu íslenzkum fréttum vik- unnar, svo og íslenzkri tónlist. Hefur útvarpsráð nýlega tekið ákvörðun um þetta vegna ein- dreginna óska Islendinga víðs- vegar erlendis. Mun stuttbylgju útvarpinu verða þannig hagað, að þessar sendingar verði feldar inn í íslenzku dagskrána, þann- ig að útvarpshlustendur hér geti einnig fylgst með því. Að öðru leyti á enn eftir að ganga frá nánari tilJhögun stuttbylgjuút- varpsins. Verður það vafalaust vinsælt af Islendingum erlendis, að geta fylgst með fréttum að heiman vikulega. —^Alþbl. 11. anúar —- » » » Marmari í jörðu í Staðarsveit, Snæf. Undanfarið hafa fooranir eftir heitu vatni staðið yfir að Lýsu- holti í Staðarsveit á Snæfells- nesi. Borkjarni, sem kom upp úr 50 metra djúpri borholu, sýnir að þarna er 5 metra þykkt mar- maralag í jörðu. Kjarninn var rannsakaður í Atvinnudeild Há- skólans. — Alþbl. —Jæja, hvað hefirðu fyrir stafni um þessar mundir? —Eg hefi dýrasýningu. "Vin- átta ljóns og geitar" kalla eg hana. — En lendir ljóninu og geit- inni aldrei saman? — Jú, jú, mikil ósköp, en þá kaupi eg bara nýja geit. * * * Nýgræðingi í blaðamennsku var ságt að vera fáorður og nota aldrei tvö orð, þar sem komast mætti af með eitt. Hann lagði þessi heilræði vel á minnið og skýrði frá slysi á þennan hátt: " John Jones kveikti á eld- spýtu til þess að gá, hvort nokk- uð benzín væri á bílnum. Það var foenzín á honum. Jones var 65 ára". * « r Tilhugalífið er sá tími, sem stúlkan notar til þess að athuga, hvort hún geti ekki náð sér í neinn betri. Garðræktuð Huckieber Hinn gagnlegasti, fegursti og vinsœl- asti garðávöxtur sem til er. Þessi fögru ber spretta upp af fræi á fyrsta ári. óvið- jafnanleg í pæ og sýltu. Ávaxtasöm, berin stœrri en vanaleg Huckleber eða Bláber. Soðin með eplum, limón- um aöa súrualdini gera fínasta ald- inahlaup. Spretta í öllum jarðvegi. Þessi garðávöxtur mun gleðja yður. Pakkinn ÍOC, 3 pakkar 25£ Únza $1.00, póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbok fyrir 1948 Stœrri en nokkru sinni fyr 44 DOMINION SEED HOUSE GEORGETOWN, ONTARIO Rafmagn.. til allra yðar þarfa Til þess að fullnægja kröfum um ódýrt rafafl, er City Hydro («em er eign Winnipeg borgarbúa) að auka framleiðslumagn Slave Falls virkj- anna upp í 96,000 hesta afl. Fjórar 12,000 hesta afls einingar hafa nú þegar verið settar á lagg- irnar og eru þrjár þeirra nú í notkun. Hin síðasta verður fullger í vor. Fyrir varanlega, raforku til heimilis og iðnstofnana, símið City Hydro. Vjtil Er yðar— Notið það

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.