Heimskringla - 18.02.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.02.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. FEBRÚAR 1948 tr= NÝJAR LEIÐIR Skepnurnar urðu alveg ruglaðar. Aragrúi langra horna nerist saman. Sum nautin reyndu að klifra upp á bak hinna, og alt varð í þéttri bendu, baulandi og óð af hræðslu hrakti þau undan straumnum niður ána. Ekki varð ráðið við neitt. Það var eigi mikið hægt að gera, enda þótt menn væru hugrakkir. En alt sem hægt var að reyna, reyndu hinir tveir hjarðmenn, sem hópn- um fylgdu, og voru nú umkringdir af óttatrylt- um nautaflokknum. Eigi reyndu þeir að forða sér út úr þvögunni, heldur fóru lengra inn í hana til að reyna að dreifa gripunum, svo að þeir gætu náð fótfestu lengra neðar með fljót- inu. Við og við sáust hestar þeirra er þeir klifr- uðu upp á herðakamba hinna syndandi nauta, en mennirnir létu svipurnar ganga, æptu og börðu, en nautin vildu ekki synda móti sólinni. í>eir sem næst stóðu heyrðu hávaðann, veinin í skepnunum og buslið. Þetta var vonlaust. Þótt hver einasti maður, sem þarna var hefði lagt fram alla sína krafta, þá hefði það verið gagnslaust. Taisía stóð eins og í draumi og horfði á þessa sorgar sjón. "Látið þá fara, drengir! Komið aftur! Við getum ekki bjargað þeim héðan af!" kallaði Na- bours til manna sinna hinu megin við rifið. Þeir stóðu og störðu á hinn fljótandi hóp fyrir neðan rifið, þar sem áin beygði aftur í austur. Nú sáust ekki lengur höfuð mannanna meðal nautahópsins. "Það voru þeir Dan og Willy,' 'sagði Na- bours og í augum hans stóðu tárin, en það hafði enginn maður áður séð. "Þetta var alt mér að kenna. Lítið bara á sólina. 1 rökkrinu reið hann ásamt sex sinna rösk- ustu manna að rifinu. Taisía kom á móti honum og grét hástöfum. Gamli formaðurinn mátti - ekki mæla svo var honum þungt fyrir brjósti. 22. Kapítuli. "Við getum ekki gert neitt meira á kvöld,'' sagði íormaðurinn er hann kom að eldinum. "Náðu í einhvern nautgripinn ef þú getur og slátraðu honum," sagði hann við Cinquo, er alla þessa stund hafði staðið við hlið húsmóður sinn- ar. Hann var fölur mjög og hæglátur. Hálfnaktir, rennlblautir og skjálfandi sátu hjarðmennirnir við eldinn. Skothvellur í kjarr- inu gaf þeim fyrirheit um kvöldverð. Vetrung- ur einn, sem aldrei gat fylgst með hjörðinni hafði fallið inni í kjarrinu, en mennimir voru svo uppgefnir, að iþeir hefðu eigi matreitt hann, og Cinquo og Taisía tóku iþað að sér. Þetta var köld nótt, sem þau áttu þarna á áarbakkanum, og myrkrið jók á ótta hinnar ein- mana stúlku. Skyndilega huldi hún andlitið í höndum sér og hallaði sér upp að hinni votu öxl ráðsmannsins. * "Jim! Jim! Hjálpaðu mér, eg er svo hrædd!" sagði hún grátandi. "Það er eg llíka Taisía," svaraði Nabours hreinskilnislega. "Guð veri mér líknsamur!" Sólbakka mennirnir sváfu illa þessa nótt, og fast hjá eldsglæðunum. Brekán Cinquos var hálfþurt og lánaði hann Taisíu það, og bjó um hana fjær mönnunum. ¦1 morgun þokunni var drengurinn fyrstur allra á fætur og fann sér hest. Hann reið með fljótinu í áttina þangað, sem hann hafði heyrt bjöllu'gráu hryssunnar klingja. Klukkustund leið þangað til hann kom með hestana, en þá höfðu hinir kveikt upp eldinn. Eitthvað lá á huga drengsins. Hann gekk til formannsins, sem stóð þar afsíðis, þungur í skapi og raunalegur á svip. "Mr. Jim," sagði ihann, "eg hitti mann þarna niður frá og hann reið hesti með önguls- merkinu." Formaðurinn sneri sér að honum. "Ertu viss um þetta?" "Eg get lesið mark." "Sagði hann nokkuð.við þig?" "Hann var fremur fáorður. Hann var hár maður, með lítið efrivararskegg og gráan hatt á höfði. Hann bað mig að segja iþér ekki hver hann væri — og það hefi eg ekki gert. Hann sagðist hafa fundið staðinn, sem druknuðu naut- in flutu á land. Á meðal þeirra eru tveir dauðir menn — þeir Bill og Dan. Hann sagðist hafa dregið þá á land og.breitt yfir andlit þeirra. Hann sagðist hafa vitað af betri stað til að fara yfir fljótið, og óskaði að við hefðum vitað um hann. Svo reið hann niður með fljótinu." "Það var gott að hann gerði það!" sagði formaðurinn. Við höfum haft nóg af þessum þjófalýð." "Étið þið nú piltar," sagði hann, við hina hálfklæddu hjarðmenn, er sátu í kringum eld- inn. "Við höfum verk fyrir höndum." Hann gat ekkert um þær fréttir, sem dreng- urinn hafði fært honum, en gekk á undan þeim. Með hnífum sínum og spýtum, grófu þeir tvær grafir í sandinn; stóðu þögulir stundarkorn og berhöfðaðir. Nokkrir þeirra rótuðu sandi ofan í grafirnar og svo riðu þeir Iburtu. 1 tjaldstaðnum við fljótið voru þau tvö ein, Cinquo og Taisía. Drengurinn var að steikja kjötflögur við eldinn, en ekki handa sjálfum sér. Taisía ibjó sig eins og bezt hún gat, og kom svo að eldinum. "Hvar eru allir piltarnir?" spurði hún. "Þeir eru að jarða þá Don og Bill," svaraði pilturinn. "Tárin komu aftur fram í augu stúlkunnar. "Þeir komu í land næstum eina mílu neðar en við erum, sagði mér maður nokkur. Hann kom upp með ánni er eg leitaði hestanna. Það var ungur maður með dökt efrivaraskegg. Hann sagði mér hvar drengirnri hefðu komið í land." "Veist iþú hver hann var?" "Hesturinn hans var með öngulsmerkinu, Miss Taisía. Þú og eg vitum vel hver hann var." Taisía Lockhart sneri sér undan án þess að svara. "Jæja," sagði Nalbours án þess að mæla neitt við húsmóður sína, eða neinn annan, "við verðum að koma hestunum yfir. Rektu þá út ií Sinker. Rektu fyrst gráu hryssuna." "Eg þarf ekki að reka hana út í, hún eltir mig," svaraði drengurinn. "Eg læt engan leiða hestahópinn minn. Þeir þekkja mig, Súzí gamla eltir mig víst. Ef þið getið sundriðið get eg það sjálfsagt líka, auk þess er áin hálfu feti lægri nú en í gærkveldi." "Það gerir heilmikinn mun þarna úti, eða hvað?" tautaði Nabours. "Það ert ekki þú, sem stjórnar þessari hjörð." "Nei, en eg sé um hestana," svaraði dreng- urinn hraustlega. Augu hans voru full af tárum. "Jæja, jæja, hafðu þig þá af stað!" For- maðurinn leit rólega á hann og augu hans voru einnig tárvot. "Það er ekki nema einn vegur til að verða góður hjarðmaður. Ef hann lifir þá lifir hann." Engu að síður reið hann og beztu menn hans tveir með hestunum, rétt á eftir hinum hugrakka dreng er hann lagði í fljótið og gráa hryssan á eftir honum og allir hinir hestarnir. Þeir fóru sömu leið og hjörðin hafði farið daginn áður. Hestarnir syntu hraustlega og öruggir og náðu fbrátt sandrifinu, sem nú var grynnra á. "Haltu áfram með þá Sinker; þér er óhætt jhéðan af; við verðum nú að sækja Miss Taisíu. Komið þið, Cal og Del. Þetta er síðasta ferðin. Flýtið ykkar! Hún verður hrædd að vera parna ein. Texas maðurinn hafði meiri trú á hesti en nokkru öðru fartæki. Hann leit svo á, að hest- bak væri tryggari staður en vagh á illa gerðum staurafleka. Þessvegna hafði hann ákveðið, að Taisía Lockhart skyldi bíða þangað til síðast. Hann sagði þeim nú hvaða ráð hann hafði i huga. "Miss Taisía", sagði hann, er þeir komu upp ií fjöruna. "Þú hefir séð okkur fara yfir hvað eftir annað. Eg ætla nú að flytja þig yfir eins og alt hitt. Eg fer á undan en sitt hvoru megin við þig verða þeir Del og Cal og halda í sitt reipið hvor, er bundið verður við söðulnn til að styðja þig, ef eitthvað skyldi koma fyrir. Engin skepna er á leiðinni og mundu það að taka ekki í taumana. Reyndu ekki að stýra hestinum. Horfðu ekki niður í vatnið, ef þú gerir það, finst iþér að þú sért að hrekja undan straumnum. Horfðu bara beint framundan þér á hattinn minn, og þá er þér alveg óhætt. Við skulum ekki láta neitt ilt henda þig." Stúlkan var föl, en hún hafði stolt ættar sinnar. Hún steig á bak steinlþegjandi og keyrði hinn fnæsandi Blancocito út í kolmórautt fljót- ið, er Nabours gaf henni merkið. Henni fanst hún ögra sjálfum dauðanum, og fól sál sína guði á vald. Skyndilega fann hún að hesturinn synti. Henni sýndist Nabours, sem var á undan henni, sitja á vatnsfletinum, og var brúnin á hnakk hans sjáanleg yfir tagl hestsins, er flaut á vatn- inu. Hún leit til ibeggja handa, og sá tvo menn sitja á sama hátt á vatninu og hreyfast áfram á þennan undarlega hátt. Henni fanst þetta eins og undarlegur draumur. Þau héldu áfram steinþegjandi, og sáu nú sandrifið nálgast. Fimtíu álnir, þrjátíu álnir — þau voru næstum komin yfir. Þá breyttu guð- irnir á glettur við þau. Óhappið stafaði mest af þeirri heimsku að lengja band við syndandi hest. Stór eik, sem hafði rifnað upp með rótum lengst vestur frá, kom veltandi og dýfði hinum kræklóttu greinum sínum. Mennirnir sáu þetta greinilega og tóku þessari hættu með rólegu hugrekki, og höfðu snörur sínar reiðubúnar. Ekkert er eins örðugt að dæma um fyrir- fram og straumkastið (í stríðu fljóti. Nakin rótarangi af trénu, festist í rifinu og þá byltist hinn þungi ibolur þess í áttina til Dalharts. Na- bours var nú kominn upp á rifið og sneri baki að þeim. Hann horfði forvitnislega á mann, sem kom á móti þeim frá hinni ströndinni. Hinn rólegi Dalhart lyfti ólinni sem hann hélt á og hristi hana til að losa hana við trjálbol- inn. En einhverra orsaka vegna lyftist bolur- inn er rótin kendi grunns á rifinu, ólin festist á bolnum og afleiðing þess varð sú, að hestur Taisíu drógst alveg að trénu og sveipaðist undir bolinn. Hljóð heyrðist og há hróp. Hestur stúlkunnar reyndi að setja framfæturnar upp á stofninn, en hún sjálf var komin í fljótið, annað hvort hafði hún fallið af hestinum eða hafði rent sér af ibaki með vilja; og alt barst nú óð- fluga að rifinu: hestar, reiðmenn og tréð. Að- eins fimtíu fet skildu þá frá því. Nabours hafði óljósa tilfinningu, aðhestur kæmi á bak við sig gegn um hið grunna vatn, og væri fast hjá sér; en hann þorði ekki að líta við, og varð hann því ekkert hissa er riddari birtist við hlið hans, eins snögglega og hann hefði hrapað niður úr skýj- unum. Hestur Nabours kendi grunns á rifinu, og þaðan varpaði hann snörunni, en árangurslaust. Hin þrjú, sem voru í ánni gátu nú ekki treyst neinu nema sínum eigin kröftum, ekki höfðu þau heldur 'neitt ákveðið ráð til björgunar sér; ekkert þeirra vissi hvað hafði komið fyrir, eða hvað mundi koma fyrir sig, en stúlkan fann að Del Williams greip hana. Hann synti við hlið hest síns. Hann dró hana upp í greinar trésins og yfir þær. Band Dalharts var nú laust og hestur Taisíu var það einnig, og komust nú allir hestarnir upp á rifið. Þau þrjú, sem voru nú í vatninu voru í enn meiri hættu en áður. ÖU þögðu þau, ekkert þeirra kallaði á hjálp, né bað um neitt. Kyrð dauðans ríkti yfir öllu. Nabours hélt niðri í sér ándanum á meðan hann dró að sér snöruna og varpaði henni á ný. Snaran náði langt en Del Williams gat samt ekki gripið hana. Hún var of stutt og r greip straumurinn hana, sem þarna var mjög sterkur, en Dalhart gat gripið snöruna og sneri Nabours hesti sínum. Fanst honum alt líf sitt hafa til einskis vierið lifað, er hann fékk aðeins bjargað einum þeirra þriggja. Nú þekti hann riddarann, sem kom eftir rifinu. Hann hafði strax séð, að hann var ekki einn manna hans. Þetta var McMasters. Skam- byssu beltið var vafið um söðuihornið og frakk- inn bundinn við hnakkinn, en snaran laus. Hann reið hart meðfram rifinu, en áður en hestur hans greip til sunds, hafði hann varpað snörunni þannig, að lykkjan á e*ida hennar féll yfir höfuð stúlkunnar og mannsins í ánni, sem auðsæilega hefðu aldrei getað bjargast af sjálfsdáðum. — Hann ætlaði að draga þau að landi með afli hestsins, ef hann hefði eigi mist fótfestu. Hann var sá eini af þeim, sem enriþá hafði krafta til þess, og hesturinn hans gat synt. Með ofsafeng- inni aflraun náði hinn ágæti hestur fótfestu, og kafaði upp bakkann. Snaran hafði nú herpst saman, en Del Williams hafði náð með hendinni í hringinn á enda hennar en með hinni hendinni hélt hann í stúlkuna. Ekki vissi hann hvort augu hennar voru lokuð eða ekki, vonaði bara að sér hefði tekist að halda andliti hennar yfir vatnið. Nú gekk alt fljótt og liðlega og var það mjög ábrotið. Aðal atriðið var búið. McMasters lét hestinn draga þau i land. Hann sá Del Wil- liams skríða eftir sandinum og draga stúlkuna með sér. Hann sá hama standa eina og leita fyrir sér með höndunum, eins og hún væri trufluð, en svo sá hann að hún gekk þannig í áttina til Jim Nabours, sem sat á hesti sínum á hinu mjóa rifi. Stúlkan, sem-varla gat staðið, vafði hand- leggjunum um söðulhornið á hesti formannsins. Del Williams greip um hendi hennar og Jim lagði hendina á handlegg hennar til að styðja hana. Augu hennar, sem höfðu verið lokuð af hræðslu, opnuðust og litu í augu Williams, mannsins, sem hún vissi að hafði elskað sig alla hennar æfi. "Þú hefir víst frelsað líf mitt," sagði hún með veikri röddu. Hún nefndi ekkert nafn. Hann, sem hafði bjargað þeim var fimtíu fet frá þeim. En Dal- hart heyrði orðin. Þögnin var rofin. Hestar stöppuðu og skvömpuðu, fnæstu og frísuðu; nú heyrðust hróp og ákærur. "Komdu hingað!" hrópaði Nabours á eftir hávaxna riddaranum, sem sat einn sér, hringaði upp snöruna sína og spenti á sig skambyssu beltið, og batt spotta um blautan frakkann sinn til að týna honum ekki. McMasters veifaði hendinni. "En komdu hingað, maður!" sagði formað- urinn bjóðandi, án þess að ljóst væri hvað hann vildi. Hin glaðlega rödd McMasters var skýr og róleg er hann svaraði: "Við sjáustum í Abilene!" hrópaði hann og keyrði hestinn sporum og reið út ií fljótið. Þeir horfðu á hann er straumurinn bar hann niður ána og yfir hana, því að hann fylgdi sömu stefnu og Nabours hafði gert, er hann fór aftur yfir fljótið í fyrsta skiftið. Enginn þeirra vissi, að McMasters hafði frá leyndum stað horft á þetta fífldjarfa fyrirtæki þeirra, að fara yfir fljótið í vorleysingunni. Hann hafði sjálfur farið yfir neðar og á betri stað, og hafði svo verði á verði'nálægt þar, sem þeir komu í land — og hann hafði hugsað margt. Fáið nóg af eggjum og þér græðið peninga! Hótt verð trygt ryrir hausteqq Kaupið gnótt hænuunga, sem eru af góðu varpkyni VISSAST ER AÐ PANTA PIONEER "BRED FOR PRODUCTION" C H I C K S Canada Approved 4-star super Quality R.O.P. Sired 100 14.25 29.00 15.25 27.00 15.25 27.00 8.00 17.50 31.00 50 7.60 15.00 8.10 14.00 8.10 14.00 4.50 9.25 16.00 25 4.05 7.75 4.30 7.25 4J30 7.25 2.50 4.85 8.25 W. Leg. W. L. Pull. B. Rocks B. R. Pull. N. Hamp. N. H. Pull. Hvy. Ckls. Lt. Sussex Lt. S. Pull. 100 15.75 32.00 16.75 30.00 16.75 30.00 50 8.35 16.50 8.85 15.50 8.85 15.50 25 4.40 8.75 4.65 8.00 4.65 8.00 Pullets 96% acc. 100% live arrival guaranteed Smóborgun tryggir yður afgreiðslu hœnuunga, ef þér œskið PIONEER HATCHERY 416H CORYDON AVE. — WINNIPEG "Hann kemst sjálfsagt af," sagði Nabours og í brjósti hans bærðust margskonar tilfinn- ingar, er hann sá manninn sundríða fljótið. "Jæja!" Hann gaf enga skýringu. Enginn sagði neitt. Þeir hafa ef til vill skammast sín hálft í hverju, fundu að heiður þeirra var horfinn, og að Mfið hefði farið sömu leið, ef þeim hefði ekki borist þessi óvænta hjalp, frá manni, sem kom, og reið síðan í burtu er hann hafði veitt þeim hjálpina. "Hjálpaðu henni á bak, Del. Þú getur setið á hestbaki, barn?" Taisía hneigði sig til samlþykkis og steig á bak hesti sínum, þegar henni var f ærður hann. Svo hún átt þá ekki að deyja í þetta skiftið? Henni fanst sú hugsun ó- skiljanleg, og hresti hana ekkert. Hún hafðt ekki sagt neitt og aldrei hrópað á hjálp, né beðið neitt fyrir sér — þetta var ekki af hugrekki, heldur af undirgefni við forlögin. Og nú höfðu þau valið verkfærið til að draga hana úr greip- um dauðans og gefa henni llíf. Hún fann hvorki til sorgar né gleði við þá hugsun. Nabours reið við hlið hennar, hélt hendinni um höfuðleðrið á Blancocito. Hann var álútur og hörkulegur á svip. Hann varpaði öndinni svo þunglega að það var fremur stuna en andvarp, því að hann hugsaði til þess, að undir sinni leið- sögn, höfðu tveir menn látið líf sitt, og hinn þriðji næstum því farið sömu leiðina. Hefði það orðið, hvað þá? Honum fanst að heimsendir væri kominn. Og þessi sorgmædda stúlka, sem reið við hlið hans, hin hlutlausa þungamiðja þessa fyrirtækis, eins og konan er ætíð í öllum aldahvörfum sögunnar — hún átti heldur ekk- ert ú vændum. Endir heims þeirra lá á suður bökkum Rauðárinnar. Og nú hafði þessi óskilj- anlegi maður náð hingað og horfið frá þeim á Hinir tveir fylgdarmenn þeirra drógu sig í hlé er þau komu upp úr ánni. Del Williams hafði riðið þögull. Nú fór Dalhart að skamma hann. "Þetta er nóg! Þetta var alt þín sök," sagði Williams er hinn hafði látið dæluna ganga. "Pú lézt snöruna þína flækjast í trénu. Það var mesta mildi að þú drektir henni ekki. Ef þú segir að þetta sé að minsta leyti mín sök, þá ertu lygari, og veist það vel. Við mundum bæði hafa druknað, hefði hann ekki komið." Hann bandaði með höfðinu ií áttina til fljótsins. Hvorugur þeirra var vopnaður og báðir voru næstum naktir. Þeir sneru saman hest- unum og horfðust illúðlega í augu. "Veröldin er ekki nógu stór fyrir okkur báða," sagði Dalhart hægt. "Nei, það er áreiðanlegt," svaraði hinn ró- lega. "Það sem þú segir samþykki eg. Við höf- um fallir heitið Jim því, að gera enga tilraun fyr en hjörðin er komin til markaðar. Ert þú ásátt- ur með það?" "Já, þangað til í Abilene!" "Þangað til í Abilene!" 23. Kapítuli. Rudabough var í verbúðum sínum, þrjátíu mílur neðar við hið gamla vað á Rauðánni, er var á slóð þeirri, er nefndist Arbuckle slóð, eða Brennivínsslóðin. Dögum saman höfðu þeir beðið eftir fréttum sunnan að. Mr. Jameson, eftirlitsmaður, færði þeim fréttir, en af per- sónulegum ástæðum vildi hann ekki segja frá óförum sínum, og glata þannig virðingu sinni; þessvegna voru fréttir þær, sem hann færði næsta ógreinilegar. Hann sagði, að hesturinn hefði fleygt sér af sér, og að hann hefði lent inn í kaktus-kjarrið. Ennfremur sagði hann Sól- bakka hjörðin væri nú þegar komin yfir Rauð- ána og á leiðinni norður. En sannleikurinn var sá, að hann gat sér til um þetta. Rudabough var óánægður. "Þú hefðir átt iað heimta af þeim tuttugu og fimm sent fyrir hvert höfuð," sagði hann. "Þeir eru nú komnir út úr okkar umdæmi," svaraði Jameson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.