Heimskringla - 25.02.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.02.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WININIPEG, 25. FEBRÚAR 1948 Hicimskrintila (StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum miðvikudegl. Eisendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirtram. Aliar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON “Heirnskrirsgla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Ofiice Dept., Ottawa WININIPEG, 25. FEBRÚAR 1948 Ávarp forseta við setningu þjóðræknisþingsins 23. febrúar 1948 Flutt af sr. Philip M. Péturssyni Háttvirtu fulltrúar og gestir: Ávarp þetta, sem eg flyt ykkur í dag, við setningu þessa þings, hins 29. ársþings Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi, verður hvorki langt né margbrotið, — en þó verð eg að gera dálitla grein fyrir starfinu á árinu. Með lestri bréfsins frá forseta félagsins, hefi eg flutt þinginu kveðju hans. Eg veit að hugur hans leitast til okkar hér í dag, er hann hugsar hingað, — alveg eins og hugur okkar beinist til hans á Islandi, þar sem hann hefir dvalið þessa síðustu sjö mánuði, og dvelur að mér skilst, fjóra eða fimm máuði enn. Við söknum hans á <þessu þingi, og ekki sízt eg, sem verð, sem vara-forseti félagsins, að stíga í forsetastólinn, og láta sem eg væri forseti, og þurfa að vinna öll þau erfiðu verk, og ábyrgðarfullu, sem fosetinn vinnur altaf á þessum þingum okkar, í stað þess að mega sitja í rólegheitum einhversstaðar í þingsalnum, sem vara-forseti, og engar áhyggjur hafa. Eg vona að allir þingmenn, fulltrúar og gestir, taki saman höndum til að hjálpa við að gera mér þessi störf sem léttust, og þægilegust, að allir vinni saman, sem ein heild til að afgreiða mál þingsins sem bezt, og á þann hátt sem hæfir mönnum, sem bera hag íslenzka þjóðarfbrotsins hér vestra fyrir brjósti. Mönnum veitist tækifæri, og eg vona að þeir noti sér það, að ræða málin sem liggja fyrir, rækilega og vel, en eg vona að þeir geri það í anda bræðralags og góðs skilnings, iþó að þeir séu ekki sammála í hverju einasta atriði. Með þeim hætti komustum við að þeim niðurstöðum og samþykt- um í málum okkar og verkum, sem verða okkur hagkvæmastar og beztar og sem hrinda málum okkar og stefnum vel á leið. Við komum hér saman, sem íslendingar, sem menn og konur af hinu sama þjóðarbroti, með sameiginlegan uppruna og arfleifð, til að halda þing, til að ræða mál sem oss varða, til að gera sam- þyktir og ráðstafanir, og yfirleitt að leggja grundvöll að þjóðar- arfi hér í þessu landi, sem verður veglegt minningarmerki ís- lenzka Iþjóðarbrotsins og afkomendur þess sem hér búa. Þessu starfi hefir verið haldið uppi nú, í þessari mynd undanfarin tyttugu og átta ár. Á þeim tíma hafa orðið margar breytingar innan félagsins, margar framkvæmdir, og mörgum mörkum náð. Á því tímabili, þó stutt sé, tiltölulega, hefir félagið lifað í gegnum margt, og meðlimir þess reynt margt, auðsældarár, kreppuár, stríð og dýrtíð. — Á hverju ári hefir félagatalan fækkað, er sumir féllu frá, vinir og meðlimir, sem vér minnumst altaf með kær- leika og þakklæti. Og enn, er vér komum saman nú, á þetta þing, eru nokkrir horfnir, sem voru með okkur hér ií fyrra, eða sem skip- uðu sæti í ein'hverri deildinni, út um bygðir. Vér minnumst þeirra, nú, með þakklæti og kærleika, og biðjum guð að blessa þá og minningu þeirra og starf þeirra í þágu þeirra mála sem þeir unnu mest. Meðal þeirra sem horfið hafa, og sem vér minnumst nú, eru: Halli Gíslcison, Mountain, N. Dak.; B. Eastman, Akra, N. Dak.; Wm. Benedictson, Mountain, N. Dak.; Thorbergur Thorvardarson, Cavalier, N. Dak.; Dr. Ágúst Blöndal, Winnipeg, Man.; Miss Ingi- björg Bjarnason, Winnipeg, Man.; ÍLoftur Mathews, Winnipeg, Man.; Guðmundur Lambertsen, Gleniboro, Man.; Ásgeir Ingi- mundarson Blöndal, Reykjavík, ísland; Mrs. Guðrún Johnson, Rugby, N. Dak.; Próf. Thomas Thorleifsson, Grand Forks, N. Dak. En svo eru líka altaf nýir að bætast við, og fylla skarðið sem hinir fráföllnu hafa gert í félagahópinn, þó að þau skörð verði aldrei fylt að fullu, né bætt upp. En með hjálp og aðstoð margra góðra manna og kvenna lifir félagið og dafnar, og færist fram á braut, til enn meiri og nýrri framkvæmda. _ ■ i Á liðnum áum hefir mörgu marki verið náð. Gaman væri að telja þau upp, en tími leyfir ekki. Og ekki er þess heldur þörf því önnur takmörk hafa verið sett, er hinum gömlu var náð sem vér verðum nú að keppa að, í stað þess að Hta um öxl, að því sem liðið er. Liðin saga er búin saga. Vér bætum engu inn í hana. En saga framtíðarinnar er enn í tilbúningi, og er það verk okkar, ekki að fullgera hana, en að fylla inn nokkra kafla, sem enn er ekki búið að ganga frá að fullu. Eg vil drepa á eitthvað af því sem gerst hefir, og fara örfáum orðum um það sem framundan er, það sem enn bíður framkvæmd- ar og vísa því síðan til þingsins til ráðstöfunar og fullkomnunar, og hvetja þingheim til starfs á þeim grundvelli sem hann bendir til. Eins og menn vita, og eins og eg mintist á, fór forseti félagsins séra Valdimar J. Eylands, heim til Islands s. 1. sumar til ársdvalar þar og unir sér þar vel, eins og bréf hans bendir til. Sem vara- forseti tók eg stjórn nefndarinnar að mér, og með hjálp nefndar- manna, hefir tekist að halda nokkra fundi og að afgreiða sum efni, sem lágu fyrir, en eg er hræddur um að æði margt liggi enn fyrir sem þingið verður að taka upp og ræða, og gera samþyktir um. um landsfoygðir, þar sem engir skólar voru, eða starfið lagst niður. Nefndinni tókst að ráða Mrs. Hóhnfríði Danielson, sem hefir unnið að þessu verki með miklu kappi, af mikilli alúð, og með aðdáanlegum dugnaði og á- huga. Hún hefir gert sér þrjár ferðir til Riverton, og sex til Gimli, til Lundar þrisvar, og Glenfooro, Baldur, Árborg og Viíðir, einu sinni, auk þess að vera hjálpsöm hér í Winnipeg, þar sem Mrs. Ingibjörg Jónsson er formaður skólans og hefir rek- ið hann með frábærri alúð og samvizkusemi, eins og kennar- amir allir 'hafa gert, sem hafa tekið þessa kenslu að sér. Mrs. Danielson kemur inn á þing seinna með skýrslu, en eg vil að- miínum, og finst mér að nokkru leyti þau mál eiga saman. Undanfarin ár hefir minja- safnsnefnd verið starfandi og tekið á móti nokkrum gripum sem hafa verið sendir henni. 1 tuttugasta og fyrsta árgangi Tímaritsins, á blaðsíðu 103, í þingtíðindunum, er listi prent- aður yfir þá muni, sem hafa komið inn. Alls eru sjötíu mismunandi hlutir nefndir. Ekki man eg eftir að nein skýrsla hafi komið nýlega um hvað þessum munum líður né heldur um nokkrar ráðagerðir um þá. Forseti félagsins mintist minjasafnsins á þinginu á fyrra, og nú ætti það að vera rækilega tekið til íhugunar og ráðstöfun- ar; Eignir félagsins fjölga ár frá eins bæta því við, að hún hefir ári, eins og t. d. skjöl þau er voru stofnað, auk skólanna á Gimli send félaginu á tuttugu og fimm og Riverton, “Study Clubs” á báðum stöðum meðal fullorð- inna, sem hafa tekist með af- brigðum. Auk þess hefir hún verið ií stöðugum bréfaviðskift- um við fólk á þessum fymefndu stöðum, og fleirum, jafnvel við deildina í Seattle á vesturströnd- inni. Eg vil þakka Mrs. Daniel- son fyrir þetta ágæta starf henn- ar, og veit að þingheimur tekur undir með mér er hann heyrir skýrslu hennar. Einnig vildi eg þakka öllum kennurum út um bygðir, sem hafa tekið þetta fræðsluverk að sér, og svo vil eg líka, síðast en alls ekki sízt, þakka Mrs. Ingi- björgu Jónsson, og meðkennur- um hennar hér í Wpg. fyrir skólarekstur hennar. Eg vona að oss takist að viðurkenna starf þeirra allra á einhvem góðan og viðeigandi hátt seinna. Þeir eiga það allir marg skilið, þó að þeir verði fyrir hnútu kasti af og til frá mönnum sem ekki fylgjast með og ekki vita hvað er að ger ast. Agnes Sigurðsson námssjóður Eins og kunnugt er, er Miss Agnes Sigurðsson enn við nám austur í New York, og gerir ráð fyrir að vera svo foúin að -full- komna sig í sumar, að hún geti komið fram í hljómlista höllinni miklu í New York, Carnegie Hall. Auk þess hefir hún ráð gert að fara ferð til Islands, en þó helzt til Reykjavíkur, til þess að Islendingum heima veitist tækifæri að njóta hljómlistar fegurðar og hæfileika hennar. En til þessa tveggja fyrir- tækja, og til undiTbúnings til þeirra, auk námsins sem eftir er þarf fé, sem nú er alt útrunnið sem safnað var i námssjóð henn ar. Það væri leiðinlegt að hugsa til þess, að Agnes Sigurdson yrði að hætta við framhaldsnámið vegna fjárskorts. Eg vona að þetta mál verði tekið til athug- unar á þessu þingi, því eins og menn vita, er Miss Sigurdson eínstökum hæfileikum gædd, og íslendingum til heiðurs og stór- sóma. Fræðslumál; Eitt sem forsetinn var búinn að sjá um og ráðstafa, áður en hann fór heim til Islands, var það, að ráða umboðsmann í fræðsíú- málastarfsemi, sem átti að verða íslenzku kenslu tilraunum hér í Winnipeg að liði, og að stofna eða að endurreisa skóla og félög út málið blandast saman Byggingarmál Milliþinganefnd var sett þinginu í fyrra til að rannsaka byggingarmálið, sem hreyft hef ir verið á ýmsum þingum und anfarin ár og kemur sú nefnc með skýrslu á þessu þingi. — Næstum því frá því að Þjóð- ræknisfélagið var stofnað hefir þetta mál verið á dagskrá fé- lagsins. Og svo fyrir tveimur árum var komið aftur inn á þing með málið og tillaga foorin fram um að skipa nefnd til að athuga málið og semja skýrslu. ÁHt nefndarinnar var borið fram fyrra, og önnur nefnd var skip- uð. Sú nefnd hefir haldið nokkra fundi, og mér skilst er nú tilbúin að leggja fyrir þingið ályktun 9Ína um málið, sem hún gerir seinna. Formaður nefndarinnar ?r Páll Bardal. Vfinjasafn Byggingarmálið ogminjasafns huga ára afmæli þess frá stjórn Is- iands og frá Þjóðræknisfélaginu í Reykjavík, og kertastjakinn, sem myndin er af í Tímaritinu sem kemur út nú í dag eða á morgun, gefinn Þjóðræknisfé- laginu til minningar um íslands- ferð Dr. Richard Beck 1944, af Ungmennafélagi íslands, höfð- inglegasta gjöf. Komið verður með þann kertastjaka seinna inn á þing. Og svo er ýmislegt fleira. Það er ekki nóg að forseti eða ritari eða skjalavörður eða einhver annar nefndarmann- anna taki þessa hluti og leggi þá einhverstaðar upp á hyllu þar sem þeir safna ryki, og engum íélagsmönnum veitt tækifæri að sjá eða að skoða þá. Þetta er van ræksla sem einhvern veginn ætti að rætast úr, bæði í sam- foandi við þessar eignir og minja gripina hina. # Minnisvarðamálið Haldið hefir verið áfram með hugmyndina um minnisvarða til minningar um skáldið J. Magnús Bjarnason síðan á síðasta þingi, með þeim árangri að félagið, sem aðallega hefir staðið fyrir því, kvenfélagið í Elfros, Sask., með aðstoð og hjálp tveggja manna sem eru nú, þetta ár, erindsrek- ar á þingið, Rósmundur Árnason og Páll Guðmundsson, hefir tek- ist að safna meira en átta hundr- uð (jollurum ($800). Þeir, þess- ir menn, koma með skýrslu inn á þingið og flytja þar mál sitt, um hvað gert hefir verið og hvað væntanlega verði gert, ,til að minnast skáldsins góðkunna á viðeigandi hátt. í fyrra í forseta skýrslunni var Leifs styttunnar minst sem þá hafði legið í geymslu en sem átti að reisa í Washington, D. C. Guðmundur Grímson hafði mál- ið með höndum, og hafði hann falið hr. Ásmundi P. Jóhanns- syni að gefa skýrslu um það, en mér er ekki kunnugt um hvern- ið það fór. Ef ekki er enn búið að ganga frá því væri gott að fá einhverjar skýringar hér um það á þessu þingi. Háskólamálið Eitt af málum félagsins sem rætt hefir verið um, og sam- a þyktir gerðar um, frá því að fé- lagið hóf starf sitf, er Háskóla- kenslumálið, það er, stofnun kenslu í íslenzku og íslenzkum fræðum á Manitoba háskóla. — Forseti félagsins skýrði frá þvtí í fyrra í skýrslu snini. Hann mint- ist þess, að þingið frá árinu áður hefði falið stjómarnefndinni “að Ijá því máli lið sitt á hvern þann hátt, sem henni er unt”. Hann gat þess einnig að þriggja manna nefnd hafði verið sett af stjórn- arnefndinni til að vinna með öðrum sem höfðu þetta mál með höndum. Samþyktir í þessu máli voru gerðar mjög snemma íSögu Þjóðræknisfélagsins og hefir því verið hreyft á fundum félagsins af og til síðan. Eins og forsetinn mintist í ýrra, er þetta eitt allra stærst? málið, sem ÞjóðræknisfélagP hefir á dagskrá sinni. Nokkra’ veigamiklar framkvæmdir hafr orðið í því, eins og skýrsla, sem seinna verður lesin af Dr. Thor- lákssyni, mun sýna, og eg vona að þingheimur veiti þeirri skýr- slu og tillögum, sem henni munu fylgja, góða eftirtekt. Þetta mál, að mínum dómi, er eitt af þeim málum sem eg mint- ist í byrjun orða minna, sem, er tímar líða, getur orðið, ef að því er framfylgt, eitt af hinum ágæt- ustu minningarmerkjum vor Is- lendinga hér í Vestur Canada, og tákn þess, að þó að vér séum tiltölulega lítið þjóðarbrot af einni af 'hinum minstu þjóðum (að fólksfjölda) heimsins, þá höf- um vér verið það framtaksmeiri og framsýnni en nokkuð annað þjóðarbrot hér vestra, og með þeim góða skilningi á menning- argildi tungu vorrar og sögu hennar, og því tillagi, sem hún getur lagt til menningar þessar- ar þjóðar, að vér vildum með góðum hug og vilja, leggja á oss þá ábyrgð, að stofna höfuðstól nógu stóran til þess að geta stofnað kennara embætti á há- skóla þessa fylkis. Það verður, á þessu þingi annaðhvort að duga eða að drepast, að sam- þykkja það, sem hefir þegar ver- ið gert, og ákveða enn meiri framkvæmdir, eða að gera enda á þessu máli sem hefir verið á dagskrá félagsins öll þessi ár, og nota tímann til að hugsa og ræða um eitthvað annað. Stjórn- arnefndin hefir afráðið að biðja Dr. Thorlákson, sem hefir verið kosinn formaður þeirrar nefnd- ar, sem þetta mál hefir meíi höndum, að foera fram skýrslu hér á þessu þingi, þriðjudaginn kl. 2, sem hann hefir lofast til að gera. Útgáfumál Um útgáfumál félagsins er ekki annað að segja, en að tíma- ritið sem hr. Gísli Johnson, fyrv. prentsmiðjustjóri, er ritstjóri að, er með sömu ágætum að inni- haldi og frágangi og áður. Undir ritstjóm hans hefir ritið verið óaðfinnanlegt, og skipað háan sess meðal tímarita af hinu sama tæi. Árgangarnir sem hann hefir séð um og gefið út jafnast á við hina beztu, sem áður hafa komið, og eru auðugur fjársjóð- ur fróðleiks og vitneskju um okkur Vestur-íslendinga og mál vor. Það er ekki lítil þakklætis- skuld sem Þjóðræknisfélagið stendur í við hann fyrir þetta sem hefir eins oft verið vanþakk- að eins og hitt. Um Sögu Islendinga í Vestur- heimi er ekkert að segja. Hún stendur í sama stað og í fyrra. Þrjú hefti eru komin, og það er orðinn stanz á því máli. — Það getur verið að ritari nefnd- arinnar komi með skýrslu inn á þingið, en ef ekki, þá er ekkert meira í bili um það mál að segja. Samsæti Níunda janúar mánaðar, eins og kunnugt er, hélt Þjóðræknis- nefndin með styrk og aðstoð annara félaga, góðtemplara deildarinnar Frón, o. s. frv., Dr. Sigurði Júlíusi Jóhannessyni samsæti og fagnaðarmót í tilefni af áttugasta afmæli hans. Sam- sætið fór fram í Fyrstu lútersku kirkju á Victor St., og voru á fjórða hundrað gestir þar stadd- ir til að fagna hinum góða og vinsæla lækni. Það fagnaðarmót er flestum enn í fersku minni, enda fluttu blöðin fréttir um það ig þarf því ekki að orðlengja um bað hér, að öðru leyti en því, að <áta í ljósi hina miklu ánægju þjóðræknisrfefndarinnar að hafa Tetað fagnað einum heiðursmeð- im Þjóðræknisfélagsins á þann hátt. Lækninum verður aldrei óg þakkað fyrir hans ágæta .tarf á mörgum sviðum mann- 'élagsmálanna og ekki sízt é viði ræktarsemi við Island og slenzka tungu. önnur fagnaðarmót eða sam- æti voru ekki haldin á árinu undir umsjón félagsins. Ú tbreiðslustarf semi Um útbreiðslustarfið er það að segja að það hefir skifst niður á milli margra, nefndarmanna og annara, og þar má helzt nefna Mrs. Hólmfríði Danielson, Dr. Richard Beck, séra Valdimar J. Eylands, forseta félagsins, og fleiri. Um minn eigin þátt í útbreið- slustarfinu má nefna ferð sem eg fór til Gimli og til Riverton í samfélagi með Mrs. Danielson. Eg flutti nokkur orð á fundi deildanna á báðum þessum stöð- um, og sýndi hreyfimyndir af Islandi sem eg hafði í för með mér og sem eru eign félagsins. Einnig flutti eg nokkur orð fyrir hönd félagsins á Islendingadeg- inum á Gimil s. 1. sumar. Mrs. Danielson, hefi eg áður minst, og ferðanna sem hún hef- ir gert sér til Gleniboro, Gimli, Riverton, Lundar og víðar og bréfaskiftin sem hún hefir ver- ið í við marga. En hún ber það alt upp í skýrslu sinni sem hún birtir seinna, sem umboðsmaður félagsins í fræðslumálum. Séra Valdimar J. Eylands gerði stutta grein fyrir starfi sínu, í bréfinu sem hann sendi mér frá Islandi, og sem eg las áðan. Honum hefir, með dvöl sinni á íslandi, veizt tækifæri til að kynna okkur Vestur Islend- inga, Islandi, og Islendingum, og ’hefir hann getað, á margan hátt, styrkt böndin á milli okkar og íslands. Dr. Beck vann svo vel og mik- ið fyrir Þjóðræknisfélagið á meðan að hann var forseti þess, að það komst upp í vana hjá honum. Hann heldur áfram að vinna þjóðræknisstarf, sem við erum öll mjög þakklát fyrir. — Hann flutti t. d. kveðjur forseta félagsins og stjómarnefndar, og var aðalræðumaður á 25 ára af- mælissamkomu deildarinnar “Is- land” í Brown, sem haldin var í júní, síðast liðnum, og var sótt af öllum þorra bygðaifoúa. Einn- ig var hann einn af aðal ræðu- mönnum á 60 ára landnámshá- tíðinni að Lundar og flutti þar ræðu um íslenzkar menningar- erfðir. Auk þess hefir hann á árinu, eins og undanfarið, flutt margar ræður um Island og ís- lenzk efni á ensku meðal annars um Davíð skáld Stefánsson á ársfundi fræðafélagsins “Society för the Advancement of Scandi- navian Study” í Chicago, og átarleg erindi um land og þjóð á fjölmennum samkomum kenn- ara og nemenda á kennaraskól- anum og gagnfræðaskólanum í Dickinson, N. Dak., s. 1. haust. Margt hefir hann einnig ritað um þau efni á árinu. Eg veit að allir eru meðmæltir því að tjá honum þakkir fyrir þessa miklu og göfugu starfsemi í þágu ís- lenzkra mála. Önnur mál Nú held eg að eg hafi talið upp næstum því öll þau mál, sem okkur mest varða og sem á dag- skrá félagsins og nefndarinnar hafa verið. En tvö atriði vildi I eg leyfa mér að foenda þinginu á, áður en tekið er til starfa. Fyrst er það, að eg hefi rekið mig á, er eg hefi lesið gamla fundargerninga þingsins, að lagabreytingar hafa af og til verið gerðar, og samþyktar á þinginu á löglegan hátt, en sýn- ast svo hafa gleymst. Við höfum prentaða útgáfu af lögum fé- lagsins, sem kom út árið 1930, fyrir átján árum. Breytingar hafa verið gerðar síðan, og finst mér það vera bráð nauðsynlegt að tillit verði tekið til þeirra, og einhver ráðagerð samin. Ef að eg mætti gera tillögu, yrði hún þess efnis, að nefnd yrði sett í það að yfirfara alla fundargem- inga frá byrjun og skrásetja öll lög og allar lagabreytingar sem gerðar hafa^ verið, og undirbúa lög félagsins til pentunar, svo að einstaklingar og deildir viti ná- kvæmlega hver lög félagsins nú eru. r r\ -; —T! r-7 - V’l’ífl

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.