Heimskringla - 31.03.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 31.03.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. MARZ 1948 rs NÝJAR LEIÐIR Lest hirma langhyrndu nauta kjagaði á- fram. Beggja megin riðu hirðarnir, en þeir komu að ánni svo seint dags, að formaðurinn ákvað að bíða þangað til næsta morgun að leggja í ána. Eins og McMasters hafði sagt, voru bakkarnir brattir að ánni, og hún var of djúp til að vaða hana. En sér til mestu gleði fundu þeir timburfleka, sem einhver, sennilega Rudabough hafði gert, og varið miklum tíma og nákvæmni til. "Jæja, það eru ekki margir þeirra, sem þurfa hans með nú," sagði Nabours, "en við þurfum hans. Það er fyrsta happið, sem okkur hefir hent. Eg er hræddur að láta stúlkuna sundríða aftur." Og næsta morgun komu þeir vögnunum yfir fyrirhafnarlítið, og öll hjörðin synti auð- veldlega yfir. Þeir fundu mjóa götu hinu megin. Er komið var yfir Washita ána lögðu þeir af stað á ný, og var mönnunum nú léttara fyrir brjósti. Þeir sungu glaðlega yfir hjörðinni er þeir riðu meðfram henni, og virtust safna nýju hugrekki frá nýja landinu, sem þeir ferðuðust um. Veðrið var ekki óhagstætt, en síðari hluta dagsins litu eldri hjarðsveinarnir upp í himin- inn við og við. Loftið virtist þungt og mollu- legt. Logn var á. Þykkur bakki var í suðvestri. "Kanske við fáum rigningu," sagði Jim Nabours við Taisíu, er hann kom að kerru henn- ar og nautin höfðu bælt sig undir nóttina. Það er bezt að þú og konur þínar sofið í vögnunum. Eg vona bara að hamingjan gefi, að nautin fæl- ist nú ekki í nótt. Þessi hjörð er á leiðinni til að eyðileggjast. Hún fælist í hvert sinn og kveikt er í vindlingi." "Líttu á eldingarnar í vestrinu," sagði Cal Dalhart við formanninn. "Það er verra en vindlingur. Eg vona að það fari fram hjá okk- ur." En þeir voru ekki svo hepnir. Þeir voru á miðju svæðinu, sem það fór yfir. Loftið var kæfandi heitt og mollulegt og svo lygnt, að blöð af tré mundu hafa fallið beint til jarðar; samt logaði hinn biksvarti skýbólstur í vestr- inu af eldingum. Loftið var alt lævi blandið. og gripirnir fundu það. Flugurnar höfðu morað í grasinu allan daginn. Nú reis mökkur mý- flugnanna til að kvelja mennina og gera skepn- unum lífið óbærilegt. Það var ekki auðvelt að fá hjörðina til að bæla sig. "Miðið vagnstönginni á pólstjörnuna, drengir, á meðan yið getum séð hana," sagði Nabours. Hið dimma ský reis hærra og hærra. "Þetta verður slæm nótt. Við verðum að nota regnkápurnar okkar, þessar þarna yfir frá! Eg hefi heyrt svona lagað nefnt, en aldrei hefi eg séð nokkuð sem líkist þessu." Hann benti á náttból hjarðarinnar. Loftið var svo hlaðið rafmagni að hin löngu horn naut- anna voru sveipuð eldslogum. Það var hræði- leg og óheimleg sjón, að sjá svona mörg þúsund horn öll í báli. Þegar næturverðirnir lögðu af stað síðar, sáu þeir loga á eyrnabroddum hest- anna. Eldinum rigndi næstum úr loftinu; jörð- in virtist böðuð í eldi. Um miðnætti huldust stjörnurnar í skýj- um, sem flugu áfram fyrir sterkum stormi. Hamfarir loftsins jukust og reiðarþrumurnar færðust ætíð nær. "Við verðum allir að gæta hjarðarinnar," sagði Nabours loks. "Eg er viss um að einhver ógæfa hendir okkur." Mennirnir stigu á bak hestum sínum og bjuggust af stað. Allir fundu til þess hversu smáir og aflvana þeir voru gagnvart hinum feiknalegu máttarvöldum, sem hér voru að verki, er ofviðrið seig neðar og neðar, eins og knúð af ómótstæðilegum innri mætti. Ennþá var ekki stormurinn tekinn til. Þeir vissu að þeir áttu í vændum einn hinna hræðilegu þrumustorma, sem einkenna sléttuna. Eldingarnar, sem komu með jöfnu milli- bili voru eins og glóandi spjótsoddar. Brenni- steinslykt fylti loftið, stundum virtist alt grasið þakið eldsábreiðu, og einkennilegur blár bjarmi blandaðist í logann. Stundum flugu eldhnettir um loftið og ultu eftir grasinu og sprungu svo eins og sprengjur með hræðilegum brestum. Loftið virtist ekkert nema neistar, hvirfingar at eldmökkum, sem snerust eins og hjól. Óeðlileg og hræðileg tilfinning, sem lagiðst eins og farg á mennina, umkringdi þá á alla vegu. Ef maður lyfti hendinni upp að hattinum, þá draup raf- magnið bókstaflega af hverjum fingri. Jafnvel á þessum háu sléttum vildi það sjaldan til, að slíkir stormar gerðust. Enginn hinna þaulvönu hjarðmanna hafði nokkru sinni séð neitt þessu líkt. En öllum til mestu undrun- ar, hreyfðu nautin sig ekki fyrst í stað. Það var eins og þau væru þrumulostin. Þau stóðu öll í hinum látlausu leiftrum, sem komu úr öllum áttum og reiðarþrumum, gátu þau hvergi flúið og stóðu hreyfingarlaus í skelfingu sinni, enda mennirnir sjálfir, hugðu, hver einasti og einn, að skapadægur sitt væri nú komið. En það var elding er sló beint niður, sem rak smiðshöggið á þetta alt saman. Hvellurinn var eins og af fallbyssuskoti. Tuttugu naut voru drepin á augabragði. Tveir hestar féllu. Einn hjarðsveinanna lét lífið, og annar fékk slíkt högg, að hann lá í dái klukkutímum sam- an. Sanchez, hinn aldraði Mexikani, hafði það fyrir venju að ganga með afgömul gleraugu. Þau voru brædd og ekkert var eftir nema bog- inn yfir nefið, sem brendist langt inn í holdið. Len Hersey gekk með hálsbindi og í því var gullnæla með steini í. Hafði hann eignast næl- una, eitt sinn þegar tímarnir voru betri en nú. Nælan bráðnaði og steinninn féll niður í grasið. Löm á hattinum hans brann öll sömul af. Fjöldi ótrúlega fyrirbrigða gerðust og margt undar- legra atburða, er báru vott um hversu dásam- lega lífi manna er borgið á stundum, og hve munurinn er mjór milli lífs og dauða. Þessi síðasta þruma, sem hafði svona hræði- legar afleiðingar, var meira en hjörðin mátti standast. Nautin þutu af stað eins og stygður fuglshópur. Það var eins og heimsendir væri kominln. Hjarðmennrinir gátu ekkert gert, nema elta hjörðina eins vel og þeim var unt. Það var sama hvar þeir voru, því að hvergi var neitt skjól að finna. Aldrei í manna minnum hefir slíkur eltingarleikur verið háður; og nú kom stormur og steypiregn. Náttstaður mann- anna var nálægt þeim stað er hjörðin hafði verið bæld. Þar flóði alt í vatni og enginn var þar framar. Milly gamla stakk höfðinu út úr vagntjaldinu. "Miss Taisía! Miss Taisía!" kallaði hún, en enginn svaraði henni. "Gíið minn góður! Hún hefir verið drepin!" hljóðaði hún yfir til Anítu. Flest nautin höfðu hlaupið norður. Eitthvað tvær mílur framundan þeim, milli þeirra og Canada-fljótsins, rann lækjarveita gegnum for- armýri. Bakkarnir voru vaxnir kjarri. Þegar regnið kom, óx lækurinn út yfir bakka sína, en botninn var haldlaus á hundrað til tvö hundruð feta svæði. Óðar af ótta, æddu skepnurnar í þessa niðurhleypu, er varð þeim gildra. Á fáein um augnablikum hafði þriðjungur þeirra orðið fastur í forinni. Hinir urðu alveg ruglaðir. Ekki varð við neitt ráðið. Smalarnir gátu bara fylgt hópunum, sem þeir heyrðu til lengra upp með læknum. Allir vissu að þegar birti yrði nóg að gera að draga gripina upp úr feninu. Flestir mannanna reyndu að komast að nátt- staðnum, og þeir fáu, sem þangað náðu, húktu þar hraktir og kaldir alla nóttina, en yfir höfð- um þeirra flugu hin leiftrandi þrumuský. Þegar birti af degi, vissi enginn að dauður maður lá eitthvað þrjú hundruð álnir frá þeim hjá nátt- bólinu á meðal dauðu hestanna og nautanna. Ennþá ein gröf, og varð það fyrsta verk þeirra um morguninn að jarða manninn. Á leiði hans settu þeir upp þriðja krossinn. Þannig lauk æfi Al Pendletons. Þótt særður væri, krafðist hann að fá að starfa með hinum. Nú urðu þeir að taka til hins versta starfs, sem finst við nautageymslu. Strax og lýsti fóru þeir að draga upp gripina, sem sátu fastir í leðjunni. Þegar vatnið lækkaði, brutust sumir gripirnir úr forinnin, öðrum þurfti lítið eitt að hjálpa; nokkra varð að láta eiga sig. Tvo menn þurfti til að draga upp uxa. Strax og hin viltu naut fengu fótfestu réðust þau næstum ætíð á þá, sem höfðu hjálpað þeim. Það var erfitt verk, óhreinlegt og hættulegt. Auk þess var það seinlegt verk og leiðinlegt. En Það varð að gerast. Ennþá einu sinni tók óhrein nautafylk- ing að myndast, í kring um hana héldu óhreinir og þreyttir menn vörð. "Sinker", sagði formaðurinn við drenginn, "farðu og fyndu Dalhart og farið þið svo heim að náttbólinu. Takið með ykkur alla þá gripi, sem verða á leið ykkar. Eg veit ekki hvað er orðið af hestunum. Segðu matreiðslumannin- um, að sumir okkar komi bráðum til að fá kaffisopa." Þeir fóru þá heim að náttbólinu og heyrðu þar frásögn Milly. Sæng Taisíu Lockhairt var auð. Hesturinn hennar var allur á burtu. "Eg þori að ábyrgjast að eg veit hvað af henni hefir orðið," sagði Cinquo. "Eg skal veðja hverju sem er, að hún hefir elt hestahóp- inn í myrkrinu!" Með Dalhart í fylgd með sér röktu þeir hin greinilegu för eftir hestana. Þeir riðu hart eina mílu. Hestarnri höfðu hlaupið inn í skóg einn og hægt þar á sér, dreifst. "Eg sé hana!" hrópaði drengurinn loksins. "Þarna er röndótti hesturinn hennar að minsta kosti." Ekki varð vilst á hestinum. En söðullinn var tómur! En hjá tré einu lá stúlkan sem þeir leituðu að. Hún var lifandi og sat þar upp við tré; já, hún var rétt í þann veginn að stíga á bak. Þeir sáu sér það til mikillar gleði, er þeir stigu af hestum sínum og hlupu til hennar. Dalhart hratt drengnum hranalega frá, greip stúlkuna í faðm sér og helti yfir hana ástríðufullum ástarorðum. Er Cinquo sá þetta fyltist hugur hans blygðun og skelfing. Þessi maður vogaði sér að snerta gyðjuna frá Sól- bakka; Hann hélt henni á fanginu! Hann ætl- aði bókstaflega að kyssa hana! Cinqui sá alt í eldslogum. Hann stökk áfram með riffilinn í hendinni. "Heyrðu þarna þú! Sleptu henni! Stans- aðu nú, annars stansa eg þig fyrir fult og alt." Cinquo grét fögrum tárum, en er Dalhart leit við sá hann að drengurinn miðaði rifflinum beint á hann. Taisía reyndi að hrinda honum frá sér. "Eg skal snúa þig úr hálsliðnum!" hvæsti Dalhart og stökk í áttina til drengsins. Orð stúlkunnar bjargaði honum eða þeim báðum. "Nei! nei!" hrópaði hún. "Honum gengur bara gott til! Komdu hingað Cinquo." "Þú lofaðir mér!" sagði hann. "Þú gafst mér loforð þitt! Er það á þennan hátt, sem þú efnir lofroð þín?" En milli þeinra beggja grátandi stúlkunn- ar og drengsins með riffilinn gengu kvonar- málin illa fyrir Dalhart. "Eg get beðið," sagði hann loks hæglátlega. Grátandi og brjálaður af reiði var drengur- inn hættulegri en nokkur höggormur, og Dal- hart var nægilega skynsamur til að sjá það. Það var ekki nema ein rödd, sem gat sefað hann. Taisía sagði ákveðin: "Fleygðu frá þér rifflinum, Cinquo! Legðu hann niður, segi eg!" Cinquo hlýddi. Tárin streymdu af augum hans. Hann stóð þarna skjálfandi. "Miss Taisía," sagði hann. "Það sem að mér gengur er sótthiti og kuldi í senn. 1 dag hefi eg þetta hvorttveggja. Eg hefi verið á fót- um í alla nótt. Mér er sama um þennan mann, en þetta gerir þér ilt." "Cinquo", sagði hún, lagði hendina á skitna skyrtu ermina hans, og dró hann að sér og sagði: "Þú ert eins duglegur maður og nokkur hinna, sem eg hefi. Hlustaðu nú á mig. Eg hefi ekki meitt mig neitt. Eg reið á eik og kastaðist úr söðlinum. Eg vissi ekkert af mér um tíma. Eg hafði fengið högg á höfuðið, eg var á leiðinni til að komast á bak. Farðu nú og fyndu hestana, þeir eru skamt héðan. Bjöllu hryssan er fast hjá." "Titrandi af köldu reið drengurinn af stað til að gera skyldu sína. Hann leit um öxl og ! sá Dalhart ríða við hlið húsmóðuir sinnar. "Gallinn á þér," sagði Dalhart gremjulega, "er sá, að þú veist ekki hve innilega maður elskar þig — þú veist ekki hve innilega eg elska þig!" Hann rétti út hendina til að snerta höfuðleðrið á hesti hennar, sem kipti til hausn- um og lagði kollhúfur. "Eg hugsa eg viti það," sagði Taisía hægt. "Þú elskar mig eins og karlmennirnir elska. Þeir eru allir líkir." "Eg held í iraun og veru, að þú elskir þenn- an flæking frá Gonzales. Hann er nú farinn aftur; hann kemur kanske til baka, og kanske* ekki. Það sem þú þarfnast er maður, sem getur séð um þig; maður sem er betri en þessi kald- rifjaði manndrápari, sem ekki hefir neitt hjarta hvorki fyrir menn né konur." "Hættu! Eg vil ekki heyra neitt meira af þessu!" Rödd stúlkunnar bar vott um niður- bælda heift. "Að minsta kosti hefi eg aldrei heyrt hann segja neitt ilt um þig. Ef hann drepur menn, þá þorir hann að ganga framan að þeim, og hann níðir þá ekki á bak." "Það væri betra fyrir hann, að segja ekk- ert um mig," tautaði Dalhart. Taisía svaraði þessu með hæðnis hlátri og fanst honum það væri hið grimmúðlegasta, sem hann hafði heyrt á allri æfi sinni. Hún keyrði hestinn sporum og reið í burtu frá hon- um. / * Þeim gekk hægt að safna hjörðinni á ný og koma öllu í ,lag. Mennirnir tóku að missa kjarkinn og óttast frekari vandræði. Og nú urðu þeir að grafa einn félaga sinna í sængurfötunum hans. Aldrei hafði hugrekki mannanna verið svona lítið, og aldrei höfðu þeir haft jafn litla von um að ná takmarki sínu eins og nú. Geðs- lag þeirra var líka slæmt. Hálfur annar dagur leið þangað til þessari raunalegu skyldu þeirra var lokið á síðasta á- fangastaðnum fyrir sunnan Canada ána. Er þeir loksins gátu haldið áfram, urðu þeir að fara langan krók til að komast 'yrir fenið. Mílu lengra áfram komu þeir að Canada ánni. Þar gekk þeim vel. Hið mýrlenda land hafði drukk- ið í sig regnið, svo að ekki voru nema smá hvísl- ir í hinum breiða fljótsfarvegi. Skepnurnar voru heitar og þyrstar og vildu ætíð vera að drekka. Jók það mönnunum mikil óþægindi. Dalhart reið óflrýnilegur og ólundarfullur á sínum stað. "Hver fjárinn, maður!" kallaði Del Wil- liams til hans, er hann hafði elt inn í hópinn fáeinar eftirlegu kindur. "Maður mætti ætla, að þú gætir gert verkið þitt sæmilega, á einn eða annan hátt!" Þetta var í fyrsta skiftið í marga daga, sem hann hafði talað við Dalhart. Fjandskapur^ þeirra var eins og eimyrja í ösku. "Eg þarf ekki hjálp frá neinnum til að fara með naut," svaraði hinn, "og sízt af öllu frá þér." Del Williams reið ógnandi í áttina til hans. "Eg get ekki séð að þú sért neinn hjarð- maður," sagði hann. Þeir sátu þarna andspænis hvor öðrum í þurrum árfarveginum. "Mig langar til að vita við hvað þú átt með því," sagði Dalhart. "Eg hefi unnið alveg eins vel og þú á þessu ferðalagi." "Ekki finst mér það. Það var bara hepni að þú drektir ekki stúlkunni, þegar við fórum yfir Rauðána. Og það varst þú, sem lézt trjá- stofnana komast inn í nautahópinn er þau syntu yfir daginn áður. Það var orsökin, að þau druknuðu. Við mistum fjögur hundruð gripi og tvo menn. Þú varst efra megin í fljótinu." Þetta var ófyrirgefanleg móðgun, sem Del Williams ætlaðist líka til að það væri. Báðir mennirnir voru vopnlausir. "Þú veist að þetta stendst eg ekki," sagði Dalhart. "Þú heyrðir vel hvað eg sagði," sagði Wil- liams rólega og brosti. "Eg hefi nóg að bera að ríða ásamt þér norður eftir." "Við ríðum ekki báðir suður eftir," sagði Dalhart æðisgenginn. Hvorugum þeirra féll að láta undan og hverfa frá. Aðferð þeirra vakti eftirtekt for- mannsins, og hann vék til baka til þeirra. "Heyrið þið!" tók hann til máls. "Hvað er- uð þið að gera hérna?" "Nú," sagði Dalhart, "hann sagði að eg gerði ekki verkið mitt." "Þar sagði hann satt. Hlustið nú á mig, báðir tveir! Þið gáfuð mér loforð ykkar, að þið skylduð ekki stofna til neins fjandskapar fyr en komið væri til Abilene. Hættið nú, eða farið leiðar ykkar. Ef nokkuð frekara kemur fyrir, verð eg sjálfur að vinna verk ykkar." Þeir skildust. Seinna reið Del Williams til Nabours. Báðir voru ygldir og ólundarful'lir. "Jim," sagði hann, "sjáðu hvaða óhöpp við höfum haft á þessari ferð. Gat nokkuð verra hent okkur? Það hlýtur einhver Jónas að vera með þessari hjörð." "Já," sagði hinn margþreytti formaður, "það er áreiðanlegt! Og hann er rauðhærður!" 32. Kapítuli. Óneitanlega hefir veðrið áhrif á alla, jafn- vel þá menn, sem harðnaðir eru í lífsbaráttunni. Nú kom hlýtt sólskin og mildir vindar. Slétt- an lá eins og silfrað haf. Ólund mannsins hvarf eins og dögg fyrir sólu; þeir voru eins og börn. Brátt fór alt fram eins og venjulega. Ein dagleið í viðbót, og þeir mundu á við norðurhvísl Canada fljótsins, sem var miklu verri viðureignar en syðri kvíslin. Farvegur hennar var mjórri en dýpri, og bakkarnir háir og brattir, einkum að sunnanverðu. Þetta var mjótt vatnsfall, en djúpt, og engum mannanna datt í hug að láta húsmóður sína sundríða nokkra á hversu mjó, sem hún var. Öll hjörðin varð að bíða hálfan dag á meðan þeir bygðu fleka til að ferja á vagnana yfir fljótið. Þeir lækkuðu bakkann hinu megin fljótsins, svo að nautin ættu hægra með að komast upp úr ánni. "Þegar kýr hefir synt yfir fljót," sagði Jim Nabours við menn sína, er mögluðu á móti því að grafa, því að það var verk, sem ekki var hægt að gera af hestbaki, "er hún alveg upp- gefin. Þurfi hún að klifra upp háan bakka, fellur hún aftur á bak. Það er sá versti staður fyrir naut að lenda í bendu, sem hægt er að hugsa sér. Farið nú piltar og grafið stórt skarð í bakkann, annars höfum við bráðum enga gripi eftir. Eins og nú er komið þori eg ekki að teljaþá." Og svona fóru þeir yfir aðra á, sem þeir vissu ekki hvað hét, og héldu svo áfram eftir leið, sem þeir urðu sjálfir að iryðja. "Eg vildi að guð gæfi, að eg vissi hvar eg er," sagði formaðurinn aumingjalega við hinn léttlynda Len Hersey. "Sé þessi vagnstöng ekki bogin, þá höldum við í norður. Eg setti hana sjálfur og miðaði henni á norðurstjörnuna í gærkveldi. En á svona langferðum ætti maður að hafa bæði úr og áttavita, en við höfum hvorugt." Hérsey fékk sér tóbakstuggu. "Margir eru þeir hlutir í tilveru manna, sem alls ekki eru nauðsynlegir," sagði hann; "nema af því að menn venjast við þá. Við get- um vel treyst Alamo gamla, ef enginn finnur upp á því að flytja norðurstjörnuna. Hann hefir auga á henni. Ekki alls fyrir löngu, eitt- hvað klukkan eitt um nóttina, sá eg hann standa og horfa með öðru auganu á stjörnuna, en depla hinu auganu til mín. Hann veit áreið- anlega hvar við erum, Jim. Þú ættir ekki að hafa neinar áhyggjur út af þessu. Eg er vel ánægður, þótt eg verði að segja, að skyrtan, sem eg er í núna, gæti verið svolítið heillegri í kring um öln'bogana. Ekki fyndist mér sæma að fara í henni í kirkju."

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.