Heimskringla - 14.04.1948, Blaðsíða 1
We recommend ior
your crpproval our
//
BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
We recommend ior .
your approval our
//
BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
LXII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. APRIL 1M8
NÚMER 29.
FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Fremur friðvænleg't útlit
James Forrestal, ritari land-;
varnarmála-deildar Bandaríkj-'
anna sagði síðastliðinn mánu-
dag, að Rússar hefðu ekki um- j
ráð yfir Atom-sprengjunni enn!
þá, og alt benti fremur 1 friðar-!
áttina.
En hann hvatti þingið til þess
að vinna að því tafarlaust, að
hefir verið þess á leit við hin
stóru kvikmyndafélög í Holly-
wood, að þau taki fleiri kvik-
myndir í Canada í framtíðinni,
en verið hefir. >
Hafa forstjórar kvikmynda-
iðnaðarins hér lagt skýrslu fram
fyrir Rt. Hon. C. D. Howe.
verzlunar og viðskiftamála-ráð-
herra, er fjallar um, hversu
“Selective Service” og almennj ^ikil þörf sé á að efla þennan
herþjálfun yrðu að staðfest-um í iðnað hér, og hve nánari sam-
lögum. Mr. Forrestal lýsti því! bönd °§ viðskifti við Bandarík-
yfir, að herþjónustu-þingnefnd
hefði nú þegar samið uppdrátt
að frumvarpi fyrir liðsöfnun
' in myndi, á því sviði, bæta úr
gjaldeyrisskortinum.
560,000 manns
19 til 25 ára.
á aldrinum frá
Járnbrautadeilur jafnaðar
Hon Humphrey Mitchell, —
verkamálaráðherra, lýsti því
yfir í Ottawa síðastliðinn mánu-!
dag, að deilurnar milli sjö járn-j
'brautafélaga og verkafólks
þeirra, sem tilheyra félagskap
járnibrautamanna, hefðu verið
jafnaðar.
Kvaðst ráðherrann hafa feng-
ið skýrslu frá nefnd þeirri, sem
skipuð var til þess að jafna sak-
ir þessar, og sagðist nefndin hafa
fundið þær leiðir út úr deilum
þessum, sem allir málspartar
hefðu sætt sig við
Talin bein móðgun
Mr. Douglas, forsætisráðherra
Saskatchewan stjórnarinnar,
sagði nýlega að synjun Sam-|
bandsstjórnarinnar að fresta(
nýjum farmgjalds áætlunumj
þangað til hin 7. fylki hefðu sentj
áfrýjun sína og mótmæli til
stjórnarinnar gegn nýrri verð-j
skrá, væri beinlínis móðgun viðj
sléttu og strandfylki Canada.
Kvað hann Chevrier, flutn-
ingsmálaráðherra, hafa boðist
til að láta hefja rannsókn áhrær-
andi hækkun farmgjaldanna,
aðeins til þess að dreifa, og
draga athygli almennings frá
hinu megnasta óréttlæti.
Einnig berast þær fréttir frá
Frú Þórunn Kvaran
frá Reykjavík, er væntanleg
til Winnipeg í kvöld. Hún
dvelur hér um mánaðartíma
og er hinum fornu vinum
og kunningjum hennar hér
hinn kærkomnasti gestur.
Frú Þórunn ávann sér með
dvölinni hér vestra virðingu
og vináttu ekki einungis
hins fjölmenna hóps sam-
starfsfólks síns í Sambands-
söfnuði í Winnipeg og allri
frjálstrúar - hreyfingunni,
heldur einnig allra er henni
kyntust. Heimskringla og
Sambandssöfnuður bjóða
hinn góða gest hjartanlega
velkominn.
„ ... , ... nú þegar. (3) Að skiftingar fyrir-
Formaður nefndarinnar, út- Edmonton, að Alberta-stjornm ætlanirnar séu með ÖUu ónýttar.
nefndur af Mr. Mitchell, var E. muni heimta utnefningu rann-j (4) M dun óháðs ríkis - Palest.
K. Williams, yfirdómari í Wpg., soknamefndar, (Royal Comu.) ínu> þar sem Arabar séu £ meir!
Ralph Maybank, þingmaður fyr-! til þess að yfirvega grandgæfi- hluta
ir Wpg., var settur fyrir verka-! lega aR farmgjalda-kerfi Can-
menn félaganna, en George ada.
Hodge í Montreal fyrir vinnu-
veitendur. Járnbrautafélög Iþau,
er í deilunum áttu, voru öll hin
stærstu og helztu bæði í Canada
og Bandaríkjunum.
Deilurnar áttu sér stað að
mestu leyti um ýmsar gagngerð-
ar ibreytingar á rekstursreglum
og fyrirkomulagi félaganna.
Kaupgjaldsdeilur komu ekki
til greina í þetta sinn.
Kætur á gjaldeyrisskorti
Á honum hefir verið reynt að
ráða bætur með ýmsu móti hér í
Canada í seinni tíð, og er ein af
slíkum tilraunum sú, að farið
Yfirlýsingu þessa gerði hinn
setti forsætisráðherra, W. A.
Fallow.
Arabar draga upp
vopnahléssamninga
Eru þessi samningsákvæði
lögð fram af frænda æðstaprests
I ins, (The Mufti) Jamal al Huss-
eini, í einka-samtali við forseta
öryggisráðsins, Alfonso Lopez
frá Columbia, í New York.
Aftur á móti endurtók full-
trúi Gyðinga, Moshe Shertok,
Frá Lake Success heyrist, að. það á annari ráðstefnu við Lopez
eigi sé við það komandi að Ar- að síðasta sáttaboð Gyðinga
abar vilji fallast á neina vopn-jværi það, að skiftingin kæmist
hléssamningu í Palestínu, nema á, og óhindraður influtningur.
þeir fái að setja sína eigin skil-,Með öðrum orðum, það væri
mála, og þeir eru sem hér fylgja; j skilyrði þeirra fyrir því að nokk-
(1) Uppleysing allra herliðs- j Ur sætt kæmist á.
stoínana Gyðinga í “Landinuj
Helga”, sérstaklega “Haganah”. j tJtnefndur til
(2) Að tekið sé fyrir allan inn- j forsetatignai’
flutning Gyðinga inn í landið
Einvaldsherrarnir kæfa miður
alla mótstöðu. Fréttablöðin eru
hætt að flytja nokkrar frjálsar
og sjálfstæðar skoðanir. Eins og
útvarpið, eru þau aðeins hluti af
útbreiðslustarfsemistækjum —
stjórnarinnar. Stjórnar ráðu-
neyti Tékkóslóvakíu hefir verið
vandlega hreinsað, og nýjar
kosningar með vopnuðum böðl-
um og njósnurum stjórnarinnar
eiga bráðlega að fara fram.
Fairgelsin, herfangabúðir —
concentration camps — og gálg-
arnir ráða niðurlögum mótstöðu
manna einveldisins.
Og eins og átti sér stað fyrir
árið 1939, endurtekur hin sorg-
lega, en þó ekki með öllu von-
lausa viðburðarás sig.
Um 20 ættjarðarvinir frá
Tékkóslovabíu komust undan
síðastliðinn föstudag. Þeir eru
aðeins'’ örsmár hluti fjötraðs
lýðs, en þ^ir eru þó merkisberar
ólgandi frelsishugsjónar, sem á
sér djúpar rætur í hjörtum allra
þjóða, og verður aldrei kúguð
af neinum harðstjórum.
Heimastjórn Skota
Það er vitanlega ekki ný bóla
á Englandi, að komið hafi til
greina að Skotar fái aftur að
ráða málum sínum heima fyrir,
en eins og kunnugt er, var það,
(Skotland) um ár og aldir sér-
sakt og sjálfstætt konungsríki.
Hreyfing þessi virðist þó að
þessu sinni hafa komist á hærra
stig, en það sem hagfræðingar í
London kalla “Keltneska Vitfirr-
ings-duttluaga”, og margt sýn-
ist benda á að Skotskur almenn-
ingur, jafnvel þótt hann væri
ekki á því hreina með, hvers-
konar stjórnarbreyting væri
æskileg, myndi fagna breytingu
í áttina til sjálfstjómar.
Enn sem komið er, hefir
verkamálastjórn Breta ekkert
gert til þess að flýta fyrir þess-
ari hreyfingu, en samkvæmt
fréttum frá London, trúa margir
Skotar því fyllilega, að þeir
verði búnir að fá heimastjórn
innan fimm ára.
Elinborg Lárusdóttir
Eins og frá hefir verið skýrt í
þessu blaði, er skáldkonunnar,
Elinborgar Lárusdóttur, von til
bæjarins innan fárra daga.
Um ritverk hinnar þjóðkunnu
skáldkonu, hefir skáldið og rit-
höfundurinn Friðgeir H. Berg á
Akureyri skrifað góða grein og
sent Heimskringlu til birtingar.
Kann blaðið honum beztu þakk-
ir fyrir það og skal til greinar
hans vísað á ritstjómarsíðu þessa
blaðs.
Frú Elinborg er skagfirskrar
ættar; hún er fædd 1891 að
Tunguhálsi, þar sem foreldrar
hennar bjuggu, Lárus Þorsteins-
son og Þórey Bjarnadóttir bónda
á Hofi í Dölum, Hannessonar
prests á Ríp, Bjarnasonar. Eru
ættmenni Hannesar prests mörg
hér vestra t. d. þeir Hannes og
Ólafur Péturssynir fasteigna-
salar og fleiri. Hún stundaði
nám á Kvenna-, kennara- og
hússtjómarskólum á Blönduósi
og Akureyri á uppvaxtarárun-
um, en hefir lagt fyrir sig rit-
störf síðustu 20 árin. Hún giftist
1918 Ingimar Jónssyni presti
fiá Hörgsholti í Árnessýslu, sem
frá 1918 og alt til þessa dags, að
undanteknu einu ári, sem hann
var prestur á Mosfelli í Gríms-
nesi, hefir haft á hendi skóla-
stjórn gagnfræðaskólanna, fyrst
í Flensborg en mörg síðari árin
í Reykjavík, þar sem hjónin hafa
búið.
Frú Elinborg flytur ræðu á
samkomu Kvenfélags Sambands
safnaðar á sumardaginn fyrsta.
Gefst þeim er þráð hafa að taka
í hönd höfundar Strandakirkju,
Förumanna og annara mynd-
auðugra sagna, þar tækifæri tU
þess.
Mr. og Mrs. Sig. Skagfield
Prá því hefir áður verið skýrt
að Sigurður söngvari Skagfield
kominn heim, eftir langa úti-
vist í Evrópu á stríðsárunum og
fangavist um skeið hjá Þjóðverj-
um.
1 nýmeðteknu bréfi frá Sig-
hrði, getur hann þess, að hann
Se búinn að skrifa 3 bækur um
bvað á daga sína hafi drifið og
hefir nú þegar samið um útkomu
^eirra á næsta ári. — Verður
fyrsta bókin um árin. 1920—
1930, önnur gerist á árunum
1930 til 1936, en nokkuð af
Þeim tíma var hann hér vestra;
Verður því sú bók talsvert um
dvöl hans hér. Þriðja bókin er
yfir árin 1936 til 1947.
Bréfinu fylgdi myndin sem
hér er birt af Sig. og konu hans
Inge Hagen, sænskri söngkonu,
er í óperum með Sigurði hefirj
sungið s. 1. 10 ár, eða alt til þess^
er hann var tekinn fangi
nazistum.
af
Sigurður hefir sungið síðan
hann kom heim og hlotið hina
beztu dóma sem fyr. Er hann[
þó illa haldinn eftir fangavist-|
ina, vegur aðeins \14 pund, að(
oss minnir sagt í blöðum heima,
við komu hans til Islands.
Á fjölmennri ráðstefnu náma-
verkamanna Sambandsins (Un-
ited Mine Workers) í Pittsburgh
var tillaga borin upp og sam-
þykt andmælalaust, að John L.
Lewis, forseti Sambandsins,
verði í vali við næstu forseta-
kosningar í Bandaríkjunum.
Vakti tillaga þessi hinn mesta
fögnuð hjá þingheimi, en þetta
er aðeins ein deild Námuverka-
manna-iSamlbandsins, (District
No. 5.)
Mikill málskostnaður
Þótt Jack Kent Cooke, Tor-
onto, útgefandi “New Liberty”
Magazine væri fríkendur í
hæðsta rétti í Edmonton, síðast-
liðinn föstudag, varð honum það
kostnaðarsamara að miklum
mun, heldur en ef hann hefði
verið sakfeldur, og þurft að
greiða $200 sekt, eða þola eins
árs fangelsisvist, því kostnaður
hans við það að vera sýknaður,
varð $20,000.
Aftur verður málskosnaður
Albertastjórnarinnar, sem meið-
yrðamálið höfðaði, milli $5,000
og $7,000.
Frelsishöft
Viðburðaröðin í Tékkóslóvak-
íu heldur áfram eins og hún
byrjaði, eins og við mátti búast.
Þingkosningar
Fulltrúakosningum fyrir
“senatið” á Irlandi, (Eire) var
lokið síðastliðið föstudagskvöld,
og voru 49 fulltrúar kosnir af
þeim 60 er þingið skulu skipa.
Þá 11 sem í vantar, útnefnir J.
A. Costello, forsætisráðherra.
Flokka afstaða þingfulltrú-
anna er búist við að verði sú, að
38 styrki flokkastjórnina, (The
Coalition Govt.) en í mótstöðu
við þá verði 22 þingfulltrúar
Eamon de Valera “Fianna Fail”
flokksins.
Uppreisn ekki líkleg
Frá Helsinki á Finnlandi
koma þær fréttir, að forseti
Finnlands, Juho Paasikive, hafi
lýst því yfir í útvarpsræðu ný-
lega, að ekki væri líklegt' að
kommúnistar þar í landi reyndu
að brjótast til neinna valda, og
þótt þeir gerðu einhverja tilraun
til slíks, þá myndi það verða ár-
angurslaust.
Hinn 78 ára gamli forseti
kvaðst þess fullviss, að hin
finnska þjóð væri fær um að
varðveita sitt dýrmæta þing-
ræðis stjórnar-fyrirkomulag í
iramtíðinni.
Vilja leggja höft
á flugferðir
Samkvæmt upplýsingum frá
brezkum og amerískum herliðs-
foringjum og fulltrúum í Ber-
in, hafa Rússar lagt það til að
lagt verði bann á flugferðasam-
band við Berlin, og leggja Bret-
ar og Ameríkumenn þann skiln-
ing í slíkar tiltektir að það sé til
að fyrirbyggja loftsambönd
milli Vestur-valdríkjanna og
höfuðborgar Þýzkalands.
Sömu fregnir segja að Rússar
hafi einnig reynt að hlutast til
um, og fyrirbyggja síma og
skeyta-sambönd Vesturríkjanna
við Berlin, en það er svo margt
sagt nú á dögum, sem lítið hefir
við að styðjast.
Ætla í heimsókn til Noregs
Sjóliðsfloti Bandaríkjanna
ætlar að senda 6 herskip, (carr-
íer task force) til Noregs í þess-
um mánuði, í vináttu og heið-
ursskyni. Fylgir frétt þessari, að
þetta hafi verið ákveðið um það
leyti er miklar sögur bárust út
um það, að líklegt væri að Rúss-
ar myndu þröngva samskonar
samningum upp á Noreg, og
þeir gerðu við Finnland.
Tæplega getur ferðalag þetta,
með 6 stærstu skip herflotans
til Bergen, og dvöl þar frá 29.
apríl til 2. maí, verið gert í öðr-
um en hinum vinsamlegasta til-
gangi.
Ekki hækkun, heldur
einskorðun
1 skýrslu og greinargerð
stjórnarinnar um það, að hið
upprunalega hveitiverð hafi
verið hækkað úr $1.35 upp í
$1.55 mælirinn, er farið fram
hjá aðallið málsins. En hann er
sá, að þessi viðbótar-upphæð til-
heyrir öll bændum, og er, eins
og sakir standa með uppskeruna
1945, peningar, sem haldið hefir
verið fyrir hinum réttu eigend-
um í þrjú ár, sem þeim á end-
anum er skilað vaxtalaust.
Bylting í Bogota
Bogota er höfuðborg Colum-
bíu-ríkis í Suður-Ameríku. Hún
er á stærð við Winnipeg með
líkri íbúatölu og stendur á sléttu,
um 800 fet yfir sjávarmál. Síð-
ast liðinn laugardag bárust frétt-
ir þaðan um að bylting hefði
brotist út í bænum, að sveitir
uppreistarmanna 'hefðu ætt um
götur, brent hús og rænt búðir,
drepið um 100 manns, en meitt
um 200. Stjórniiy var ekki við-
búin að mæta þessu og skaðar
þessir voru skeðir áður en hún
gat við nokkuð ráðið. Er vonað
að hún geti skakkað leikinn, en
þó var um helgina talið of snemt
að fullyrða nokkuð um það. —
Símasambönd voru slitin, um-
ferð stöðvuð og Pan American
þingið, sem þar stóð yfir, hefir
hrakist burt úr fundarhúsi sínu
og til öruggari staðar í borginni.
Á þinginu voru fulltrúar frá
Bandaríkjunum og á meðal
þeirra, Marshall ritari. Er sagt
að fyrir þá hafi ekki neitt kom-
ið, annað en að þeir voru matar-
lausir í heilan dag og horfðu
fram á að verða það næsta dag.
Canada er ekki í þessu Pan-
Amercian félagi, en flest eða öll
önnur ríki Ameríku.
Af bruna höfðu 35 byggingar
eyðilagst. Eldur var einnig
sagður geisa á svæði ekki langt
frá sendiherra skrifstofu Banda-
ríkjanna.
Byltingin hófst út af því að
foringi liberal-flokksins, Jorge
Graitan, var myrtur s. 1. föstu-
dag. Morðinginn var um hæl
drepinn af múgnum.
Stjórnarflokkinn fylla mest
ihaldsmenn. Sagði stjórnarfor-
maður Marino Ospina Parez, að
kommúnistar hefðu ýtt undir
byltingu liberala, er æstir voru
mjög út af morðinu.