Heimskringla - 14.04.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.04.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. APRIL 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Jón Sigvaldason Hinn 27. febrúar s. 1. andaðist að heimili sínu í Riverton, Jón Sigvaldason. Hann var fæddur á Hellulandi í Skagafirði 12. jan. 1866. Foreldrar hans voru Sig- valdi Jónsson, skáld og Soffía Jónsdóttir. Hann ólst upp í Skagafirði, útskrifaðist úr IVtöðruvallaskóla og s'íðan úr óúnaðarskólanum í ólafsdal. — Var kennari um tíma og vann l^ss á milli. Hingað til lands H'uttist hann árið 1892. Til Nýja- íslands fluttist hann árið 1896. Tveim árm síðar kvæntist hann Sigrúnu Þorgrímsdóttur frá Akri. Þar reistu iþau bú og ^juggu þar all^n sinn búskapar- tima. * Þau eignuðust sex börn. Þrjár ðaetur þeirra eru dánar, Valdína Steinunn, Áróra og Lára. Á láfi eru: Mrs. Capítóla Johnson, á it^ima í Rivertoná Man.; Mrs. Aurora Stinson á Winnipeg og Avin Zophanias er á heima í Riverton. Barnabörnin eru 10. *ión átti þrjú systkini: Egill, átti heima á íslandi, Guðrún, fluttist vestur á Kyrrahafsströnd og ^lrs. Stefanía Jóhannson. Jón fluttist til Riverton eins °g áður er getið árið 1896. Það ár stofnuðu þeir Sveinn Thor- valdson og hann Smjörgerðar- hús og verzlun í Riverton. Voru heir í félagi í því fyrirtæki til aldamótanna. Þá seldi Jón sinn hluta í verzlunnini, en vann við hana við og við um tuttugu áraj skeið, þótt hann hefði bú á Akrij °g ætti þar ætíð heima þangaðj 111 síðustu árin er þau hjónin Huttu til Riverton, og bjuggu hjá dóttur sinni og tengdasyni, 1-apítólu og Einari Johnson. 'Með Jóni Sigvaldasyni eri Minningarorð um Jón Sigvaldason hniginn til moldar nýtur og mætur maður, sem margir sakna. Maður sem með hhit- tekningu og samúð tók þátt í starfi of lífi mannfélags síns, og vann þar með alúð og fúsum vilja. Hann var árum saman ritari og féhirðir skólans í River- ton, var lengi í bændafélagi bygðarinnar, lestrarfélagi og var einn af stofnendum Sam- bandssafnaðarins og í stjórn hans alt fram að þessu síðasta ári, er heilsuleysi hamlaði hon- um frá að starfa þar lengur. Hann var vel máli farinn og hélt uppi gleði á mannfundum á yngri árum, en alla æfi var hann hinn mesti reglu- og bindindis- maður. Lund hans var staðföst og engum gat tekist að leiða hann af þeirri braut, sem hann ákvað sjálfur að væri rétt. Hann horfði djarft á hvern sem var, hjá honum átti enginn neitt. Dettur mér í hug er eg hugsa um hann, en finn samt að þessi um- mæli skáldsins um smiðinn, eiga betur við í skáldskap en raun- veruleikanum. Vér getum skuldað öðrum mönnum fleira en fé, það sem er miklu meira virði en gull og silfur. Lifs- hamingjuna og hana átti hann að þakka ágætri konu, sem stóð við hlið hans öll árin og starfaði að heimili þeirra og hamnigju með ráðum og dáð. Þetta heim- ili var vinsælt og gestrisið. Þar ríkti sátt og samlyndi og þaðan eiga margir góðar minningar um marga ánægjustund. 1 æsku hafði Jón aflað sér eins mikillar mentunar og honum voru föng á. Það var undirstaða, er hann bygði ofan á er árin liðu. Hann las margt góðra bóka, unni skáldskap og var sjálfur vel hag- j mæltur, þótt hann héldi því lítið á loft. Þau hjónin gáfu börnum sínum góða mentun, þrjár dæt-j ur þeirra luku kennaraprófi og stunduðu kenslu, enda voru öll börn þeirra mjög vel gefin og hæf til náms. Jón sál. Sigvaldasoh var fríður maður og föngulegur, karlmenni j og hraustur. Heilsugóður var hann alla æfi, en síðustu árin kendi hann hjartabilunar, en var samt ern og hélt andlegum kröftum fram á síðustu stund. Hann var jarðaður frá Sam- bandskirkjunni ií Riverton og lagður til hvíldar í grafreit Riv- erton bæjar, 3. marz. Friður sé með minningu hans. E. J. Melan l*ennar dögum var kurteisistitil- inn “Fremsta kona Bandaríkj- a^na”, ekki aðeins kurteisistitill heldur vann hún mikilvægt starf. ^aesti Þáttur Starfi hennar var ekki lokið, Þegar forsetinn dó. Það sýndi sig, að hún hafði mikil verkefni, Þó hún væri ekki lengur hús- freyja í Hvíta húsinu. Hún hélt ®ð lesendur hinna 48 blaða ^yndu ekki lengur hafa áhuga fyrir greinum hennar, eftir að ^án var flutt úr forsetabústaðn- og gat ekki lengur sagt frá einu né neinu, sem gerðist á bak við tjöldin. Hún ákvað því að ^ætta að skrifa hinar daglegu klaðagreinar, ef bréfasendingar fil hennar minkuðu. Hún var Ven að fá 3 — 400 bréf á dag. — ^rófasendingarnar héldu áfram eins og áður. — Frúin hélt á- fram, þó að efni greinanna yrði ^okkuð annað. f fótaspor manns síns Nú fór hún að tala meira um ^’msmálin en áður, og utan- llkismál Bandaríkjanna. For- Setafrúin var orðin að sjálfstæð- 11111 stjórnmálamanni, með við- ari sjóndeildarhring en flestir af starfsbræðrum hennar. Hvað eftir annað komu flokksbræður eeUnar að máli við hana, til þess biðja hana um að verða for- setaefni. Hún neitaði. Hún leit svo á, og vafalaust með réttu, að hún ynni betur að hugsjónum manns síns á annan hátt, hug- sjónum hans í aliþjóðamálum, sem fyrst komu fram í Jaltasátt-, málanum, en síðan hafa rofnað og trosnað á ýmsum fundum valdamanna í heiminum. 1 byrj- un var hún dálátið hikandi og ó- viss í skoðunum sínum. En fljót- lega fengu þær fastara form. Nú j er hún áhrifamikil í starfi Sam- einuðu þjóðanna. Kyntist kommúnistum Á árunum fyrir heimsstyrj- öldina hafði hún mikinn áhuga: á æskulýðsfylkingu Ameríku- mann og flutti þá stundum ræð- ur á fundum hennar. En smátt og smátt varð stjóm þeirrar hreyfingar svo hliðholl komm- únistum, að hún vakti grun- semdir manna í Hvíta húsinu. Frú Roosevelt kallaði þá með- limi stjómarinnar til sín, spurði þá, hvem um sig, hvort þeir i væru kommúnistar. Þeir neit- uðu því allir. Seinna sýndi það sig, að margir þeirra höfðu log- ið að henni. Þetta varð til þess að frú Roosevelt sneri baki við þeim fyrir fult og alt. Ekki var það vegna þess, að þeir hefðu orðið fyrir árásum annars stað- ar að, heldur vegna þess, að þeir höfðu komið fram sem ósann-1 indamenn gagnvart henni. Eftir það komst hún svo að orði “í mörg ár hafa kommúnistarnir i þessu landi haldið uppi kenslu i lygjum. Þeir hafa kent félög- um sínum að hlýðni gagnvart er • lendum flokki og skipanir flokksstjórnarinnar meta þeir meira en málefni þjóðarinnar. Eg hefi sjálf rekið mig á lygar kommúnista og get ekki treyst þeim. Á fundum S. Þ. Á fundum Sameinuðu þjóð- anna hefir þeim nokkrum sinn- um lent saman, Visinsky og henni. Hefir Rússinn ekki bor- ið sigur úr býtum í þeirri við- ureign. Við megum ekki láta Rússana halda, að þeir geti slit- ið okkur upp, sagði hún einu sinni, og með því gaf hún, í einni setningu, einkunnarorðin fyrir stjórnmálastefnu Vesturlanda. Þegar frú Roosevelt fyrst kom á sjónarsvið heimsmálanna á j aðalfundi ,S. Þ. í London, vetur-, inn 1946, vann hún mikið álit og hylli með framkomu sinni, ekki síst vegna þess, hve mikla; þekkingu hún hafði á dagskrár- málunum. En mesta verkefni sitt fékk hún, þegar hún fékk í hendur stjórn á nefnd þeirri, er S. Þ. hefir skipað til þess að á- kveða hin almennu mannrétt- indi í heiminum. Hún hefir stjórnað fundum þessarar nefnd- ar bæði í New York og Genf, og ynt það verk af hendi með mestu ! snild. Meðan maður hennar lifði, stjórnaði hún við veisluborð. — Nú stjórnar hún alþjóðafundum sem fengið hafa hið mikilverð- asta verkefni eftir stríðslokin, sagði einn af merkustu blaða- mönnum og kunnugustu heims- málunum. “Eg veit ekki hvern- ig henni tókst að stjórna í veisl- unum. En eg get fullvissað um að stjórnin í mannréttindanefnd inni getur ekki farið betur úr hendi.” Allsherjar mannréttinda skráin Nefnd hennar hefir verið af-j kastamikil. Þegar hafa verið sendar 3 skýrslur til hinna 57 ( þjóða, Sameinuðu þjóðanna. — Þar er m. a. nákværn drög að sáttmála um hin almennu mann réttindi, er ega uppruna sinn að rekja til þeirrar styrjaldar, sem átti að skapa frið og frelsi og öryggi fyrir alla, þó að langt sé frá að svo hafi orðið. 1 mannrétindanefndinni náðu þessi drög ekki einróma sam- þykki. Þrjár stefnur koma í ljós í skjölum þeim, sem nú eru í höndum hinna 57 ríkisstjórna. Ein er sú, sem smáríkin aðhyll- ast, og hafa aðhylst. Önnur er stefna Rússa og lýðríkja þeirra. Og sú þriðja er stefna sem eink- um er ráðandi meðal Bandaríkj a manna og Breta. Það verður löng og erfið leið að því marki, að fullkomin ein- ing fáist um þessi mál. En allir viðurkenna að undirbúnings- starfið er aðdáunarvert og ber merki um stjórnvisku frú Roose- velt. Dagsverkið Frú Roosevelt hefir mikils- verða aðstoð sér við hlið. Það er ritari hennar, frk. M. Thomson. er hefir haft það starf á hendi í 25 ár. Hefir frk., Thomson unn- ið mikið af því verki, sem hefir skapað nafn og frægð frú Roose- velt. Engum er það ljúfara að viðurkenna það en frú Roosevelt sjálfri. . j Á hverjum morgni fara þær báðar tvær 1 gegnum bréfin sem borist hafa og skifta hundruð- um. Frú Roosevelt rispar upp með blýanti, það sem hún vill að svarað verði. En oft segir hún við ritara sinn “Skrifaðu þessum og hinum það sem eg hugsa. Og frk. Thomson gerir svo tafar- laust, því hún þekkir hugsanir frúarinnar. Frú Roosevelt og frk. Thom- son byrja dagsverkið kl. 8 á morgnana, og fara þá í gegnum bréfin, sem komin eru, kynna sér efni blaðanna og þess hátt- ar, þannig til bíllinn kemur og sækir frú Roosevelt á fund í S. Þ. Þar vinnur hún fram til ki. 4 og stundum til kl. 6 eða 7, en að afloknum miðdegisverði skrifar hún venjulega hina dag-! legu blaðagrein sína, og eyðir svo kvöldinu með ýmsum kunn- ingjum og málsmetandi mönn- um, þar sem rædd eru dagsins mál. Þeir sem hafa hitt frú Roose- velt í Hvíta húsinu og sjá hana nú á þingi Sameinuðu þjóðanna furða sig á því, hve mikið hún hefir breyttst. Hún er öruggari í framkomu, þýðari í samning- um og betri ræðumaður. Áður var hún hin glæsta forsetafrú,' nú er hún orðin áhrifamikill og reyndur stjórnmálamaður. —Mbl. 9. marz CLUB NEWS HELZTU FRÉTTIR Um fjárhag Manitoba Forsætisráðherra Stuart Gar- son, lagði fram í þingi Manitoba fjárhagsáætlun sína fyrir árið 1949. Ráðgerðar tekjur eru $33,- 773,273 og er það ein hin hæsta tekjuáætlun, sem hér hefir nokkru sinni verið gerð. Fyrir tekjuafgangi er gert ráð er nemi $114,142. Þó þetta vekti nú eftirtekt, þótti hitt þó betri frétt, að skuld fylkisins hefir verið lækkuð um 16 miljónir á árinu. Er skuldin því nú, 31. marz 1948, $92,401,- 265. Frá árinu 1940, hefir skuld fylkisins verið lækkuð 38 miljón dali. Á áfengissölu græddi fylkið $6,750,000 á liðnu ári. Önnur stór tekjulind á nýju fjárlögunum, eru skattsamning- arnir við sambandsstjómina um 13 miljón dali. Næst er gasolíu skatturinn um 4% miljón. Útgjöld eru hin helztu til opin- berra verka um IV2 miljón, til mentamála 5% miljón, til heil- brigðis- miljón. a|g velferðarmála 6V2 HITT OG ÞETTA Vanalegur flækingsköttur í Pittsburgh, er gefið hefir verið nafnið Nicodemus, hefir verið sæmdur medalíu, björgunar- verðlaunum tvisvar, fyrir vitur- leik og hugdirfsku í eldsvoða. Fyrri verðlaunin íékk hann frá björgunarliðs-deildinni í Pittsburg, fyrir að gera vart við eld, og hins síðari frá ameríska dýraverndunar-sambandinu. Þegar eldur kom upp í fjöl- hýsi nokkru, fór köttur þessi til verks, og dróg sængurfötin af 4. mánaða gömlu ungbami og vakti það, en grátur bamsins vakti foreldrana, og vöktu þelr svo hinar fjölskyldurnar. ★ Það þykir fullsannað, sam- kvæmt rannsókna-árangri sér- fræðinga, að vissar skordýra- tegundir fara á fylliríistúra. — Drykkfeldastar, ef svo má að orði komast, af öllu í skordýra- ríkinu eru vespur, broddflugur, sérstök tegund fiðrilda, flugur og maurar. Alt þetta dót verður dmkkið af því að neyta vökva, sem smitar út úr trjám, og hefir gerjast. Sum þessara kvikinda vita ekki hvenær hætta skal, fremur en hið breyzka mann- fólk, og sveima sérstakar teg- undir flugna um í æðiskendri vímu, eftir að hafa neytt hins á- fenga vökva. Ná skordýr þessi sér ekki að fullu, ef þau verða vel kend, fyr en eftir nokkra kl.tíma! KAUPIÐ HEIMSKRINGLIT— bezta íslen/.ka fréttablaðið Tombola — Dance will be the main feature of a social evening sponsored by the Icelandic Canadian Club, Mon- day, April 26th, at 8.15 p. m., in the Good Templar Hall, Sarg- ent and McGee. Two club members have gen- erously donated special prizes for the Tombola, namely: — V. Baldwinson, Sherbrooke Bakery, 749 Ellice Ave., phone 37 486 — one large vínarterta. Lillian Eyjolfsan, Lil’s Beauty Shop, 802 Ellice Ave., phone 36 731 — Shampoo and Finger wave. Be- sides these, there will be numer- ous draws, large and small, all worth, as much, or more, than the money you pay. There will be a short program during intermission, and good music for dancing. Refreshments sold — Dough- nuts and soft drinks. Admission, including one draw — 25^. Come, bring yuor friends, try your luck and have a good time. The more the merrier and the more successful the social gath- ering! The executive and various committees of the club work very unselfishly for the good of the community in the field of culture and also, make every effort to bring the members and friends together in interesting social activities. So, a good turn- out would be most gratifying to them. Grand Concert Another item of interest ann- ounced by the Icelandic Canad- ian Club, is a Grand Concert to be held Monday, May lOth, at 8.15 p. m. in the Good Templar Hall, Sargent and McGee St. This concert marks the conclus- ion of this season’s activities, and it promises to be highly ent- ertaining and interesting. Com- plete plans have already been made for the program which is built around the music of twelve Icelandic composers. A fine quartette, vocal soloists, Mrs. Elma Gíslason and Mr. Elmer Nordal, and violin soloist, Irene Thorolfson, will render this music. Mrs. Louise Gudmunds, who is in charge of arrange- ments, will give a sketch on — “The History of Icelandic Mus- ic”, which, I am told, is the first address ever given on that sub- ject on this continent. Look for further announce- ments about this concert during the next few weeks. L. M. G. GENGI ER VALT (Ef til vill síðasta vísa E. Ben.) Gengi er valt, þar fé er falt, fagna skalt í hljóði. Hitt kom altaf hundraðfalt, er hjartað gait úr sjóði. -Tíminn. THE ICELANDIC CANADIAN A quarterly magazine which has been published almost six years. Subscriptions $1.00, in Iceland $1.25. Only a few sets of back issues available. Price of six volumes $4.50. In Iceland $6.00 postpaid. Copies contain- ing history of Icelandic people in Canada can be bought separ- ately at 25c per copy: Icelandic Pioneers of 1875, trans- lated by W. Kristjanson Recollections of Pioneer Days in Winnipeg, by Margret Steph- ensen Icelandic Pioneers in Argyle District, by prof. T. J. Oleson Early Historical Glimpses of Icelandic People in Winnipeg, by J. J. Bildfell Shoal Lake Sketches (Saga Grunnavatnsbygðar), by W. Kristjanson, in 2 issues, 50c. Order from: Mr. Hjalmur F. Danielson, Circulation Manager, The Icelandic Canadian, 869 Garfield St., Winnipeg, Man. In Iceland from: Þjóðræknis- félag Islendinga, Kjartansgötu 4, Reykjavík. LJÓÐKORN nm lífið yfirleitt í okkar veröld er alt á reiki, auðlegð þessa er dauði hins. Vér erum ei meira en möguleiki í Marshall-áætlun jarðlífsnis. S. V. B. —“Spegillinn” VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. • Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Vihing Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: t MANITOBA MCOCCOOCCOOCCOCOOCOCOOOCOCOSCCCOCCCCOOOOCCCOK Kaupendur Heimskringlu og Lögbergs á Islandi Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON, Mávahlíð 37, Reykjavík

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.