Heimskringla - 14.04.1948, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 14. APRÍL 1948
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
Samtal við Heiga Briem, aðalræðism.
Vilhjálmur Stefánsson hefur
tekið að sér ritstjórn stórrar al-
ftaeðiorðabókar um norðurheim-
S'kautslöndin
Helgi P. Briem, fyrrverandi
aðalræðismaður Islands i New
York kom hingað til lands með
flugvél í gær ásamt konu sinni
°g dóttur. Munu þau hjónin
dvelja hér nokkra daga en fara
síðan til Stokkhólms, iþar sem
Helgi tekur við hinu nýja starfi
sínu sem sendifulltrúi Islands i
Svíþjóð. Tíðindamaður blaðsins
hitti Helga í gær rétt eftir heim-
komuna og átti við hann stutt
samtal.
—Þér ætlið ekki að hafa langa
viðdvöl hér heima að þessu
sinni?
-— Nei. Þetta er í rauninni,að-
eins ofurlitill áfangi á leið
^inni til Stokkhólms, en eg er
að fara frá New York til þess að
taka við starfi sendifulltrúa í
Stokkhólmi.
-— Hvað eruð þér búinn að
siarfa lengi í New York?
— Eg tók við starfi þar 14 júlí
1942, svo að eg er búinn að vera
þar nokkuð á sjötta ár.
-— Hvað er að frétta af ís-
lenzkum námsmönnum vestra?
— Þeim líður öllum vel, að
því er eg bezt veit, en þeir eru
«ú miklu færri þar en fyrir
nokkrum árum. Fáir nýir hafa
bætzt við sökum gjaldeyris-j
skorts, en þeir sem hafið höfðiu
nám þar vonast flestir eftir að
geta lokið því. Kjör þeirra eru;
yfirleitt þröng, þar sem þeim er.
bannað að vinna í Bandaríkjun-J
um, en gjaldeyririnn mjög af
skornum skammti að heiman.
Þó hafa yfirfærslur að heiman
verið reglulegri upp á síðkastið
en naumari.
— Hefir dýrtíð aukizt lí Banda
ríkjunum síðustu mánuði?
— (Nei. Hún jókst töluvert í
júní og júlí í fyrra og voru þá
gerðar ýmsar ráðstafanir gegn
henni, og síðan hefir hún lítið
aukizt. En á fyrra hluta þessa
árs var búizt við verkföllum og
kaupkröfum, en til þeirra hefir
þó lítið komið enn. í byrjun
febrúar varð nokkurt verðfall á
ýmsum framleiðsluvörum, svo
sem hveiti, og óttuðust ^margir,
að þetta væri upphaf komandi
kreppu. Hafa nú dýrtíðarmálin
færst aftur efst á baug í stjórn-
málunum, og getur það haft
töluverð áhrif á forsetakjörið í
Bandaríkjunum, hvernig þau
mál snúast.
Vilhjálmur Stefánsson
— Hvað er að frétta af Vil-
hjálmi Stefánssyni núna?
— Hann stendur alltaf í stór-
ræðum, og er elja hans og starfs-
INNKÖLLMRMENN HEIMSKRINGLU
Amaranth, Man
Árnes, Man
A ÍSLANDI
Reykjavík_____________Björn Guðmundsson, Mávahlíð 37
ICANADA
__________Mrs. Marg. Kjartansson
„Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man.
Arborg, Man.......................... G. O. Einarsson
Baldur, Man......:------------------------O. Anderson
Belmont, Man.............................. G. J. Oleson
Bredenbury, Sask._Halldór B. Johnson, Churchbridge, Sask.
Churchbridge, Sask_________________Halldór B. Johnson
Cypress River, Man................._...Guðm. Sveinsson
Dafoe, Sask------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask.
Elfros, Sask...................Mrs. J. fí. Qoodmundson
Eriksdale, Man........................Ólafur Kallsson
Fishing Lake, Sask----------Rósm. Árnason, Leslie, Saslc.
Flin Flon, Man.________________________________Magnús Magnússon
Foam Lake, Sask.
Rósm. Árnason, Leslie, Sask.
Gimli, Man................................K. Kjernested
Gevsir, Man______________________________G. B. Jóhannson
Glenboro, Man...............................G. J. Oleson
Hayland, Man............................Sig. B. Helgason
Hecla, Man._......................'....Jóhanr. K. Johnson
Hnausa, Man..............................Gestur S. Vídal
Innisfail, Alta________Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta.
Kandahar, Sask_________a_.0. O. Magnússon, V/ynyard, Sask.
Keewatin, Ont..........................Bjarni Sveinsson
Langruth, Man............................Böðvar Jónsson
Leslie, Sask-.........J!...............Th. Guðmundsson
Lundar, Man...............................—D. J. Líndal
Markerville, Alta_L____Ófeigur Sigurðsscn, Red Deer, Alta.
Morden, Man____________---------------..Thorst. J. Gíslason
Mozart, Sask............1................Thor Ásgeirsson
Narrows, Man__________________S. Sigfússon, Oakview, Man.
Oak Point, Man.........................Mrs. L. S. Taylor
Oakview, Man................................S. Sigfússon
Otto, Man_._____________________D. J. Líndal, Lundar, Man.
Piney, Mán..................................S. V. Eyford
Red Qeer, Alta________________________Ófeigur Sigurðsson
Riverton, Man...........................Einar A. Johnson
Reykjavík, Man---------------------------Ingim. ólafsson
Selkirk, Man_________________________Mrs. J. E. Erickson
Silver Bay, Man...........................Hallur Halison
Steep Rock, Man________________________-....Fred SnædaJ
Stony Hill, Man________________-D. J. Líndal, Lundar, Mán.
Swan River, Man______________________Chris Guðmundsson
Tantallon, Sask.........................Árni S. Árnason
Thornhill, Man___________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man.
Víðir, Man___________________Aug. Einarsson, Árborg, Man.
Vancouver, B. C_________Mrs. Anna Harvey, 4370 Quebec St.
Wapah, Man_______________Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man.
Winnipeg_____S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man.
Winnipegosis, Man..............................S. Oliver
Wynyard, Sask............................O. O. Magnússon
1 BANDARÍKJUNUM
Akra, N. D______________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D.
Bantry, N. Dak______________E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D.
Bellingham, Wash___Mrs. John W. Johnson, 2717 Kulshan St.
Blaine, Wash........................Magnús Thordarson
Cavalier, N. D__________Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D.
Crystal, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
Edinburg, N. D.________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
Gardar, N. D___________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
Grafton, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
Hallson, N. D____________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D.
Hensel, N. D___________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
-Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn.
Ivanhoe, Minn.__ _. . _____
Milton, N. Dak......................S. Goodman
Minneota, Minn................Miss C. V. Dalmann
Mountain, N. D_____C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
National City, Calif...John S. Laxdal, 736 E. 24th St.
Point Roberts, Wash............... Ásta Norman
Seattle, 7 Wash____J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W.
Hpham, N. Dak_____________________E. J. Breiðfjörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba
þrek dæmalaust. Hann hefir nú
tekið að sér ristjórn ritverks,
sem nefnist Encyclopedia Art-
ica. Það er alfræðiorðabók um
norðurskautslöndin, og verður
verkið allt fimmtán stór bindi.
Hann ráðgerir nú einnig að fara
ásamt konu sinni í heimsókn til
Rússlands i sumar. Hafa Rúss-
ar hvað eftir annað boðið hon-
um heim, en hann hefir ekki
fyrr komið því við að fara.
Margir fleiri íslendingar
vinna merkileg menningarstörf
í þágu Islands vestan hafs. Má
þar m. a. nefna Stefán Einars-
son prófessor, sem nýlega hefir
samið kennslubók í íslenzku,
sem notuð er í öllum amerískum
háskólum, þar sem norræn fræði
eru stunduð. Hann er nú einnig
að semja íslenzka ibókmennta-
sögu á ensku, og mun hún bæta
úr tbrýnni þörf við ameríska há:
skóla. Richard Beck prófessor
hefir og í samningu bókmennta-
sögu ljóðskáldanna íslenzku. Þá
má heldur ekki gleyma Halldóri
Hermannssyni próf. og bóka-
verði íþöku, einum merkasta
ísl. vestan hafs. Hann er nú fall-
n fyrir aldursmarkinu sem
prófessor, þar sem hann varð
sjötugur hinn 6. janúar s. 1. En
hann er enn bókavörður og er að
rita margt merkra bóka, þar á
meðal sögu Rangæinga fyrir
Rangæingafélagið hér heima.
Áhugi fyrir íslenzkum fom-
bókmenntum er þó nokkur í
bandarískum háskólum. En
skortur bókmenntasögu og
heppilegra útgáfna á nútíðar-
enskú hefir verið þar íþrándur í
götu. Eg var fyrir skömmu beð-
inn að halda fyrirlestur um ís-
land við Philadelphíu-háskól-
ann. Þar eru nú 120 stúdentar,
sem nema norræn fræði, og þar
er þýzkur professor í þeim færð-
um, Springger að nafni. Ræddi
eg um það við hann og fleiri
kennara háskólans, hve mikil
nauðsyn væri á að safna saman
öllum eldri útgáfum af íornrit-
unum vestan hafs, færa þær til
nútíðarmáls og gefa út í góðum
útgáfum til lestrar. Þarna er
mikið ög þarft verk óunnið.
Yeturinn hefir verið harður
— Hvernig hefir veturinn
verið í Bandaríkjunum?
— Hann hefir verið harður.
Skömmu áður en eg fór að vest-
an skrapp eg snögga ferð til
Káliforníu. Þegar eg fór um
New Mexico var þar nánast ís-
lenzkur stórhríðarbylur. Þó hef-
ir ekki snjóað þar að kalla s. 1.
20 ár. 1 Kalifórníu hafa gengið
svo miklir þurrkar og nætur-
frost að undanförnu nú um sjálf-
an regntímann, að ekki hafði
komið þar dropi úr lofti í 77
daga, er eg var þar, og horfði til
vandræða af vatnsskorti. En
þegar eg kom til San Fransisco,
var þar komið steypiregn og
fögnuðu menn því ákaflega. —
Kölluðu sumir þetta 10 millj.
dollara skúr. Ameríkumenn
meta svo marga hluti til pen-
inga.
— Hvenær farið þið hjónin
svo til Stokkhólms?
— Við búumst við að fara
næsta mánudag, svo að dvölin
hér er fremur stutt að þessu
sinni.
—Tíminn 2. marz
B R É F
Herra ritstjóri:
Eg hef gleymt að segja þér
frá að fyrir 4 árum mætti eg
1 manni mér ókunnum enn í dag.
Og hann bauðst til að gefa
mér nokkur rit sem hann væri
' með, rétti mér handfylli af þeim,
en mér datt þá í hug gamli máls-
hátturinn “Æ sér gjöf til gjalda”,
| og fékk mannnium dollar.
En við það varð þessi greiða-
maður svo glaður, að hann bað
mig að skrifa nafn mitt og ad- i
| dressu í vasabók sína, sem eg
gerði.
Þegar heim kom fór eg að
skoða þessi rit, og sá þá að þetta
í voru kommúnista útgáfur; sá
þar lýst hinum margþætta un-
| aði, sem þeirra skipulag hafði
fram yfir þann týranna hátt og
| óréttlæti, sem okkar skipulag
hefði að bjóða, sem væri bara
' þrælkun alþýðu til að auðga auð-
1 vald okkar.
En líklega af ótta fyrir því að
| eg mundi gleyma einhverju af
þessu, hafa goðavöld kommún-
j ista verið svo hugulsöm við mig
að senda mér með hverjum!
i
pósti rit, að sunnan, austan og
j vestan — nú í 4 ár. — En ekkert
að norðan — um sama efni. Svo ,
1 eg hefi snert af meðaumkvun
fyrir þessu fólki; af því að það
er verið að amast við því hér, að
það fái að njóta þess sem það
þráir, að komast undir kom-;
múnista stjórn og skipulag.
Þá finst mér það væri bróð-
urlega kristilegt, að það opin-
bera hér, byði þessu óánægða
fólki hér við okkar skipulag, að
flytja það frítt héðan til Moskva
til að njóta þeirra lífsins gæða
þar sem það þráir. En sem því
er ekki til boða hér.
Þó með því skilyrði að ekkert
af því sama fólki sem svo mikið
og gott væri gert fyrir, að það
fengi aldrei að koma til þessa
lands aftur.
Og það ætti fólkinu sjálfu að
vera bæði ánægja og huggun að
þurfa aldrei að hlíta að búa við
þetta okkar þjóðskipulag, sem
því líkar svo illa við.
Af þessu sér þú ritstjóri góð-
ur. Að eg hef vaxið mikið að
góðvilja við að lesa þessi kom-
múnista rit, en sem eg held að
þú hafir farið á mis við, því
annars mundir þú hafa gert
þessa tillögu sjálfur.
Sceptical
Svo bar til litlu eftir áramótin
við Helmstedt i Þýzkalandi, að
rússneskur varðmaður skaut
nokkrum skotum á bifreið, sem
í var amerískur major með konu
sinni. Rússar báðust afsökunar
á þessum mistökum. Majorinn
tók létt á málinu og sagði:
— Þegar eg skipaði konu
minni að leggjast niður endi-
löng á gólfið í bílnum lét hún
viðstöðulaust að orðum mínum
í fyrsta sinn í 27 ár.
★ * *
Heimskringla er til sölu hjá
hr. bóksala Árna Bjarnarsyni,
Akureyri, fsland.
BRAUTIN
Ársrit Sameinaða Kirkjufé-
lagsins, er til sölu hjá:
Björn Guðmundsson, Holtsgata
9, Reykjavík, Iceland
Bókaverzlun Árna Bjarnarsonar.
Akureyri, Iceland
Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns-
sonar, Akureyri, Iceland
Björnssons Book Store, 702 Sar-
gent Ave., Winnipeg.
Viking Press Ltd., 853 Sargeni
Ave., Winnipeg, Man.
K. W. Kernested, Gimli, Man.
Gestur Pálsson, Hecla, Man.
F. Snidal, Steep Rock, Man.
Guðjón Friðriksson, Selkirk,
Man.
Björn Björnsson, Lundar, Man.
Mrs. Guðrún Johnson, Arnes,
Man.
B. Magnússon, Piney, Man.
Séra E. J. Melan, Riverton, Man.
Man.
Mrs. B. Mathews, Oak Poinl,
Man.
Ingimundur Ólafsson, Reykja-
vík, Man.
G. J. Oleson, Glenboro, Man.
J. O. Björnson, Wynyard, Sask.
Jón Ólafsspn, Leslie, Sask.
Thor Asgeirsson, Mozart, Sask.
E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave.
Vancouver, B. C.
G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak.
U.S.A.
M. Thordarson, Blaine, Wash.
Ch. Indriðason, Mountain, N. D
J. J. Middal, Seattle, Wash.
G. B. Jóhannson, Geysir. Man.
Tímóteus Böðvarsson, Árborg,
Man.
Professional and Business Directory
—
Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. * Office 97 932 Res. 202 398
Dr. S. J. Jóhannesson STE. 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Talsími 87 493 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrceðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Stoni 98 291
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smdth St. PHONE 96 952 WINNIPEG
THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants O 506 Confederation Life Bldg. * TELEPHONE 94 686
H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season * We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg
ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 Union Loan & Investment COMPANY Rental. Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg.
The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated
O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. Halldór Sigurðsson Contractor & Builder * 1158 Dorchester Ave. Sími 404 945
Frá vini FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 93 942
PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908
WINDATT COAL
CO. LIMITED
Established 1898
506 PARIS BLDG.
Office Phone 97 404
Yard Phone 28 745
'JORNSON S
f
LESIÐ HEIMSKRINGLU
ÍÓÖKStÖRÉI
wm7
702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.