Heimskringla - 14.04.1948, Blaðsíða 6
6. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. APRÍL 1948
“Frá Caldwell sýslu,” svaraði Nabours. —
“Merkið okkar er T.L. Þú ferð suður. Ert þú
á vísundaveiðum?”
“Nei, eg hefi vagná með mér — vistir
handa hernum. Flyt þær suður frá járnbraut-
inni gegn um Indíánalandið, til Vaddoes, Wich-
ita, Wacos. Eg er að brjóta vögnunum veg.
Kastalar hersins verða að fá mat.”
“Og þetta land þarfnast vega,” svaraði
Nabours. “Við reyndum að finna leið, sem þeir
kölluðu Chisholm slóð. Enginn slíkur vegur
er til.”
“Nei,” hið ellilega andlit fór alt í bros.
“Funduð ekki slóðina? Það var slæmt. Þú
þekkir mig ekki?” bætti hann við eftir stundar
þögn.
“Nei, við þekkjum enga.”
“Eg er Jesse Chisholm. Búgarðurnin minn
er í Indíánalandinu, langt suður frá. Eg hefi
flutt mikið af hestum norður frá Texas. Eg
þekki fólkið ykkar. Eg hefi farið gegn um
Texas frá Palo Pinto að Tvífjallaskörðum,
Vísundaskarði, Estacado; alstaðar er eg að
brjóta slóð.”
“Og nú hefir þú gert veg á bak við þig?”
“Áreiðanlega! Og hann er góður héðan og
til Caldwell. Eg hefi fimtíu vagna, rnarga
hesta og fjölda múlasna; legg leið yfir ár.
Stundum brúa eg þær, og stundum nota eg
flota. Eg hefi meðferðis nokkra vagna handa
Griswold ofursta. Hann er að reyna að koma
Comanchunum til að setjast að um kyrt hjá
Kiowa flokknum. Hann kallar staðinn Sill
kastala.”
“Svo þú ert Jesse Chisholm,” sagði Jim
Nabours eftir stundar þögn. “Eg vissi alls ekki
fyrir víst að slíkur maður væri til. Segðu mér
eitt. Er til nokkur staður, sem heitir Abilene?”
“Vissulega!” Eg kom upp eftir Arkansas
ánni austan að, framhjá Wichita. Eg heyrði um
Abilene norður frá. Áreiðanlegt!”
“Allir Indíánar þekkja Jesse Chisholm,”
bætti hann við. “Eg verzla við þá hér norður
frá. Eg þekki Shawnee slóðina gegnum Choc
taw landið.”
“Segðu okkur þá vinur, fyrst þú þekkir
þetta land svona nokkurn veginn. Hvað langt
er héðan út úr Indíánalandinu?”
“Kanske fimtíu til sextíu mílur til Cald
well, Iþað er á landamærum Osaga þjóðarinnar.
Alstaðar gras. Svo þú ert á leið til Abilene?”
Nábours kinkaði kolli.
“Við vitum ekki hvar það er.”
Komdu með mér yfir að tjöldum mánum.
Hjá mér er maður, sem kom frá Abilene. Hann
kom hingað til að mæta ykkur.”
“Til að hitta okkur? Hann hefir aldrei frá
okkur heyrt!”
“Veit ekkert um það. Hann segist fara
suður þangað til hann finni hjörðina. Hann
vísar þér til Abilene.”
“Len, ríddu til baka til piltann og biddu
iþá að geyma hjarðarinnar iþangað til eg kem,”
sagði Jim Nabours. “Eg kem kannske seint.
Eg ætla að fara og finna hvernig i þessu liggur.”
Án frekari umsvifa fór hinn frægi kyn-
blendingur og leiðarbrjótur með þá spölkorn
þangað, sem hestur hans var geymdur. Stuttu
síðar mættu þeir öðrum fáorðum kynblending,
sem hafði vagn meðferðis. Er Chisholm hafði
talað við hann fáein orð, þá hélt hann leiðar
sinnar til að flá vísundana, bara til að hirða af
þeim skinnin.
Að stundu liðinni komu þeir að aðseturs-
stað Chisholm, þar sem margir vagnar voru
samankomnir. Þar voru margir hestar og múl-
asnar tjóðraðir. Það var þægileg og einkennileg
sjón í þessu umhverfi. Chisholm vísaði þeim
á stað nokkur fet frá vögnunum.
í skugga runna eins lá maður á söðulklæð-
inu sínu — alskeggjaður maður, miðaldra, ibú-
inn fötum eins og menn báru norður frá. Hann
var sjúkur af köldusótt, og lá nú þarna all illa
haldinn. En er hann sá mennina, þaut hann á
fætur með útrétta hendina, því að hann grunaði,
að þetta væru mennirnir, sem hann leitaði að.
“Eg vissi að þið munduð koma!” sagði
hann. “Eg veit þið eruð hjarðmenn. Hvar er
hjörðin ykkar? Eg sagði að eg mundi finna
hjörðina á leiðinni til Abilene þetta ár. Eg
heiti McCoyne.”
“Já, og eg heiti Jim Naburs,” svaraði for-
maðurinn. Við komum frá Coldwell héraðinu
í Texas — eitt þúsund mílur hér suður af, eða
sex hundruð að minsta kosti, að eg held. Merki
okkar er T.L. og öngulsmerkið. Við erum á
leið til Abilene.”
‘‘Það er bærinn minn,” sagði ókunni mað-
urinn. Og það skal eg segja þér, vinur, að það
er bær, sem bær getur kallast! Við höfum
járnbraut og eg hefi gripakvíar. Láttu engan
segja þér frá Baxterlind, láttu þér ekki detta í
hug að stansa í Caldwell, eða Wichita. Abilene
er eini bærinn í Kansas, sem hefir járnbraut og
griparéttir og raunverulegan markað. Þið fáið
kaupendur, fimm í röð, sem bíða eftir ykkur
þar. Hvað marga gripi hafið þið?”
% “Eitthvað um þrjú þúsund.”
“Herra minn trúr! Abilene verður ríkur
bær. Þú verður einnig ríkur.”
“Hvað borgaðir þú mikið fyrir gr-ipi þegar
þú fórst frá Texas?” spurði hann Nabours og
leit í augu hans.
“Þú ert ekki mikið veikur!” sagði hann.
“Nú, við borguðum ekkert fyrir gripina okkar.
Við höfum alið þá upp sjálfir. Hvað mikið getur
maður fengið fyrir stóra fjögra vetrunga hér
norður frá?”
“Ó, það er nú eftir því hvernig það er skoð-
að, en áreiðanlega alt, sem þeir eru virði. Vilt
þú selja þína fyrir tíu dali gripinn?”
“Tíu dali!” sagði Jim með vel leiknum
furðusvip. “Hvað þá? Fyrir fjögra vetrunga
eins og okkar eru? Feita og alveg mátulega til
slátrunar? Það eru kanske fáeinar kýr í hópn-
um, en við getum ekki við því gert. Við Texas
búar lítum ætíð svo á, að skepnur séu allar
jafnar á hvaða aldri sem þær eru.”
“Það er rétt álitið,” svaraði ókunni maður-
inn. “Hér eru miljónir ekra norður og vestur
af Abilene, sem gráta og barma sér af nauta-
leysi. Við verðum að leggja fram miljónir
punda af kjöti handa hernum, og til að fæða
Indíánana á þeim svæðum, sem þeir verða að
búa á. Svo er öll Ameríka og öll Evrópa austur
af okkur. Markaður? Maður minn, við getum
keypt fimm miljónir nautgripa á næstu fimm
árunum, ef þið gætið bara lagt þau til. Þú ert
sá fyrsti og vissir ekki af því! Þú vissir ekki
einu sinni hvar Abilene er!”
“Við vitum það ekki ennþá,” svaraði Jim
Nabours, “en við erum fúsir að fara með þér og
sýna þér nautin okkar og láta þig vísa okkur
leið.”
“Það mun verða mér hin mesta ánægja!
Hvað segir þú um að fá þrjú sent fyrir pundið
í lifandi vigt?”
Nabours leit á hann og svipur hans lýsti
takmarkalausri forundrun.
“Þú talar eins og nautin okkar væru syk-
urmolar eða kaffibaunir. Eg hefi aldrei heyrt-
þess getið, að nokkur seldi gripi á þann hátt.
Enginn getur getið til hvað miikð kýr vegur,
með því að líta á hana, og aldrei hefi eg séð
neina þeirra vegna enniþá. Auðvitað gæti eg
búið til vogarskálar með því að setja upp stöng
og láta fáeina menn vera í annari og kúna í
hinni. Maður getur getið til hvað mikið maður
vegur. En það tæki alt of langan tíma. Nei,
naut er naut þar sem eg á heima, hvort sem
það er stórt eða smátt.”
“Jæja, hvað segir þú þá um að fá ellefu
dali fyrir hvert?”
“Eg segi ekki heitt. Þessir nautgripir eru
ættar eign og okkur fellur illa að láta þá af
hendi. En þetta verður nú eina hjörðin, sem
kemur hingað norður í ár.”
“Mundir þú taka tólf dali?”
“Fyrir hverja einustu skepnu eins og hún'
er talin?”
“Nú, eg ætti fyrst að sjá hjörðina.”
“Við höfum ekki gert nein kaup ennþá,”
sagði Nabours rólega. “Ef eg seldi eftirlætin
okkar ,mundi húsmóðirin á Sóibakka verða
hrygg í huga — það mundi hún áreiðanlega
verða.”
“Þú segir að hún mundi verða. Ert þú að
vinna fyrir ekkju?”
“Hún er ekki ekkja ennþá, en hún getur
orðið það áður en langt um líður.”
“Gift?”
“Eg svara því sama. Ekki ennþá, en það
getur orðið bráðlega.”
“Hvað gömul er hún?”
“Eg veit það ekki, en margur gripurinn í
hjörðinni er eldri en hún.” »
“Og þú ferð með svona stúlku til Abilene?”
‘rHvað gengur að Abilene, vinur?”
“Nú,” svaraði McCoyne, “við höfum átta
brennivínsbúðir og fimm spilavíti. Mörgum
jámbrautar mönnumim og veiðimönminum
fellur vel að létta sér upp. Þarna gæti orðið
of mikill gleðskapur fyrir ykkur, séuð þið ekki
vanir slarkinu.”
“Þetta sem þú segir lætur yndsilega i eyr-
um. Okkur mundi falla vel að þvo rykið úr
kverkunum, og spila fáeina slagi í sakleysi.”
“Ekki mundi eg segja að Abilene væri ekki
staður, sem allir gætu verið óhultir í,” svaraði
McCoyne. “Við höfum þann bezta lögreglu-
stjóra, sem völ er á, ef við getum bara fengið
hann frá Haysbæ. Vilti Bill Hickok heitir
hann. Hann er bezta skyttan í Kansas.”
“Hann er það kanske í Kansas, en ekki í
Texas,” svaraði Nabours. “Við höfðum hann
með okkur, sem er bezta skyttan þar. Hann
heitir iMcMasters. 'Þú hefir ekki í Caldwell séð
mann með því nafni?”
McCoyne rétti úr sér.
“Ekki fer eg til Caldwell, en þegar þú
nefnir þetta nafn finst mér að eg kannast við
það. Eg hitti McMasters í Baxterlind í fyrra
vetur; hár maður, með svolítið yfirskegg. Það
var hann, sem sagðist ætla að senda hjörð
hingað norður, er hann kæmi heim.”
“Hann hefir efnt það loforð,” svaraði Na-
bours, “hún er hérna nú.”
“Þá hefir hann sannarlega gert okkur ibáð-
um góðan greiða. Eins og eg sagði þér heiti eg
McCoyne — Joe McCoyne. Eg kom frá Indíana.
Eg er forseti gripamarkaðarins í Abilene. Allir
austan að eru þar að leita eftir gripum. Það eru
hagar þúsund mílna langir og breiðir norður
og vestur af okkur, sem bíður eftir gripum. Já,
gripir verða keyptir eins fljótt og þið getið
rekið þá hingað norður.”
“Þú ert að boða mér nokkurs konar kúa-
paradís, vinur,” sagði Jim Nabours. “Jæja,
komdu og sjáðu húsmóður okkar. Þú þarft
ekkert að óttast hana jafnvel þótt hún sé ekki
gift: Eg skal varðveita þig fyrir hvaða yngis-
meyjar augum sem er, ef þau verða hugfangin
af útliti þínu.
35. Kapítuli.
Sólbakka mennirnir og hinn nýi vinur
þeirra kvöddu nú Chisholm og vagnalest hans,
og riðu svo til hj arðarinnar, sem var nokkrar
mílur suður af þeim. Texas búunum fanst mað-
urinn að austan sitja talsvert undarlega í söðli;
en hvort sem hann reið hart eða hægt linti
hann aldrei á lofræðunum um bæinn sinn.
“ hvert skifti sem hann kom niður í
hnakkinn, sagði hann “Aberlene! Aberlene!
Aberlene! Aberchunch!” sagði Len Hersey fé-
lögum sínum.
Er þeir nálguðust hina stóru hjörð, sem
hjarðmennirnir héldu saman í þéttum hnapp,
stansaði Nabours eins og ósjáifrátt, haldinn
hrifningu manns, sem stundað hefir griparækt
alla æfi.
v “Líttu á þau!” hrópaði hann og veifaði
hendinni. “Ef þetta er ekki falleg sjón, þá
veit eg ekki hvað fallegt er!”
“Dásamlegt! hrópaði Abilene maðurinn.
“Ekki vissi eg að til væru svona mörg naut í
víðri veröld! Eg hefi höndlað gæfuna. Hús-
móðir þín á alt þetta?”
“í Texas spyrjum við ekki þannig lagaðra
spurninga. Eg sagði þér að við hefðum sjálfir
alið upp þessa gripi, hvern einasta þeirra.”
Abilene maðurinn stundi þungan.
“Þú veist ekki hvað þetta þýðir!” sagði
hann . “Fyrsta hjörðin, sem hingað kernur frá
Texas!” Hann fleipraði áfram og talaði um
aldahvörf, nýtt tímabil, snöggar breytingar.
Hann heilsaði hverjjum einasta mannanna,
sem báru búning og töluðu mál, sem var svo
gjörólíkt hans máli og búningi. Þegar mennirn-
ir norður frá óskuðu eftir gripahjörðum sunnan
að, höfðu þeir ekki neina skýra hugmynd um
örðugleika þá sem því voru samfara að ryðja
þessa nýj ú braut. Þegar hér var komið í menn-
ingu Bandaríkjanna voru litlar samgör^gur
milli norður og suðurhluta landsins. Landnám-
ið var mest vestur á bóginn. Hinar gömlu
Mason og Dixon merkjalínur voru ekki með
öllu afmáðar af borgarastyrjöldinni, en þarna I
gerðist fyrsta opið í þær — þróun eðlilegrar og
friðsamlegrar starfsemi á sléttum vesturlands-
ins. Um þetta hlið streymdu meiri auðæfi en
þau, sem fólust í gripahjörðunum. Gagnski'ti-
legur skilningur, sem stafaði af samstarfi og |
varð valdandi sameiningar, er gerðist hávaða- !
laust og varð tengd traustum böndum. Þessi \
sameining suðurs og norðurs gerðist í vestur-
landinu, bygði upp vesturhluta landsins á einni
nótt. Hvergi fanst betra á þessari jörð.
Þetta ríki skapaði eins raunverulega sög-
una, sem gert hefir lí Ameríku, sögu vestursins
og hún gerðist bara fyrir einum mannsaldri
síðan.
“Hamingjan góða”, hrópaði aðkomu mað-
urinn. “Lítið bara á! Þarna hljóta að vera allir
þeir nautgripir, sem til eru í heiminum.”
“Ónei, ekki hugsa eg það,” svaraði Na-
bours, “við höfum fáeina eftir heima lí Texas.
Komdu nú með mér, við verðum að hitta hana,
sem á þetta alt.”
Þeir gengu að tjaldi Miss Lockhart, er stóð
þar. Uarið var að skyggja. Hinar risavöxnu
kerrur vöktu undrun aðkomumannsins. Taisía
var að sjá um tilbúning kveldverðarins, og
áttu þjónustu konur hennar annríkt við eldinn.
Aðkomu maðurinn hugði hana einn af hjarð-
mönnunum. Hún stóð þar beinvaxin og frjáls-
mannleg, laus við alla feimni; útitekin og búin
sem einn þeirra. Hún var í rúðóttum buxum
og var skálmunum stungið niður í stígvélin. En
stígvélin voru svo falleg að þau virtust gerð af
ást við eigandann. Efst á bolnum var merki
Texas, stjaman, saumuð með rauðum þræði.
Taisía var í karlmannsskyrtu opinni í
hálsmálið. Hið fallega rauða hár var bundið í
fléttu eins og siður er hjá Indíánakonum. —
Þennan búning hafði hún valið af tveimur
ástæðum. Hún var fátæk og hann var heppi-
legur eins og ástóð.
“Miss Lockhart,” sagði Jim er hann kynti
hana, “þetta er Mr. ----- hvað sagðist þú nú
heita?”
“McCoyne —Joe McCoyne frá Abilene,
Miss Lockhart. Mér er sönn ánægja að fá að
kynnast yður.”
Taisía rétti honum hendina á sinít venju-
lega hreinskilnislega hátt.
“Þú bjóst víst ekki við að sjá mig hér, Miss
Lockhart,” tók gripakaupmaðurinn til máls.
“Nei, það gerði eg ekki. Erum við næstum
komin þangað?”
“Já, þangað er ekki mikið lengra en tvö
hundruð mílur. Eg vissi að hingað kæmi hjörð
í sumar. Eg hefi sagt formanninum þínum, að
eg hitti mann að nafni McMasters, Daniel Mc-
Masters fyrir nokkru síðan hjá Baxterlindum.
Hann sagðist ætla að fara suður til Texas. —
Þekkir þú hann?”
Taisáa roðnaði.
“Já, hann fylgdist með okkur um hríð.”
En maðurinn að norðan hugsaði aðeins
um viðskiftin.
“Miss Lockhart, eg hefi boðið formannin-
um þínum tólf dali fyrir hverja skepnu í hjörð-
inni. Mig langar til að gera við þig samninginn
núna.”
Taisía saup hveljur. Tólf dalir fyrir naut-
ið! Það mundi gera hana auðuga! En hún sneri
sér að formanninum sínum, sem hóstaði til að
vara hana við og svo hátt að heyrðist mílu-
fjórðung. Hann deplaði nú augunum í ákafa á
svo eftirtektaverðan hátt, að hver sem ekki var
blindur hlaut að taka eftir því. Hún hikaði því
og var á báðum áttum. Aðkomumaðurinn fór
að hlægja.
“Eg skil að þið verðið að ræða þetta ykkar
á meðal.”
En ákafi hans að auglýsa Abilene yfir-
skygði löngun hans að græða fé handa sjálfum
sór. Auk þess hafði persónuleiki stúlkunnar
sömu áhrfiin á hann og alla aðra er kyntust
henni.
“Mig langar til að ná í gripina þína, Miss
Lockhart,” sagði hann; “en við skulum ekki tala
meira um verðið hér niður frá. Þetta er fyrsta
hjörðin, sem kemur til Abilene, og skal eg sjá
um að þú fáir hið hæðsta verð, sem hægt er að
fá, svo að þú getir borið þær fréttir til baka
til Texas, og þannig hvatt þá til að reka fleiri
naut hingað norður næsta ár. Eg vil ekki ræna
svona unga og fallega stúlku og þig fé; og auk
þess ert þú sú fyrsta, sem kemur með hjörð
hingað.”
“Og hin síðasta,” svaraði Jim Nabours.
“Þú veist ekkert hvaða þrautir eg hefi orðið að
þola!”
Aðkomu maðurinn brosti glaðlega og rendi
augunum að stúlkunni, sem auðsæilega var af
góðum ættum. “Á vissan hátt átt þú ekki hér
heima.” sagði hann.
“Komið og náið í það!” æpti matreiðslu-
maðurinn frá eldinum. Mennirnir, sem ekki
voru á verði komu hver af öðrum að eldinum-
1 rökkrinu heyrðist hinn tilbreytingarlausi
söngur mannanna. Gripakaupmaðurinn ypti
öxlum og dró andann djúpt.
“Eg hefi haft köldusótt, Miss Lockhart,”
sagði hann; en þegar eg hugsa um alt þetta, þá
batnar mér. Eg vildi heldur vera hérna, en
nokkurstaðar annarstaðar á jörðunni.
“Við höfum “kvinín”,” sagði Taisía, “kaffi,
kjöt og gott brauð, sem Milly hefir bakað,
komdu og borðaðu með okkur.” (
Þau settust á jörðina kring um eldinn, glöð
eins og börn. Heimurinn var ennþá ungur.
36. Kapítuli.
Leiðtogar hjarðarinnar sátu langt fram á
nótt og ræddu málefni sín, en snémma næsta
morgun hófu þeir ferðalagið á ný. Landið fram-
undan þeim var nú laust við vísundana. Aftur
mjakaðist hin mikla hjörð áfram. Þeir lögðu á
sig krók til að komast fram hjá vögnum Chis-
holms, en leiðtogamir heimsóttu hinn fáorða
kynblending til að kveðja hann. MoCoyne hét
honum öllu fögru, ef hann vildi kaupa næstu
vörurnar í Abilene í stað þess að kaupa þær
í Washita. Og svo skildust þeir eins og skip,
sem sigla um ókunn höf.
'Nú þurftu þeir ekki lengur að nota vagn^
stöngina eða norðurstjörnuna. Þessi Chisholm
slóð var nú raunveruleiki. Vagnhjólaförin sáust
greinilega. Hinir risavöxnu uxar er leiddu Sól-
bakka hjörðina fylgdu þessari slóð, eins og þeir
hefðu lengi þráð hana og leitað eftir henni.
McCoyne lét í ljósi undrun sína yfir, að svona
fáir menn skyldu geta stýrt svona stórum skepn-
um, sem voru mörg þúsund. “Þið hafið farið
tíu eða tólf miílur á dag. Við getum farið fimtán
eða tuttugu. Herðið á þeim, Abilene bíður!”