Heimskringla - 21.04.1948, Page 5

Heimskringla - 21.04.1948, Page 5
WINNIPEG, 21. APRÍL 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA wenntasetri landsins, þar sem hún “ber mat á borð fyrir Fjöln- ismenn og er í sambýli við Sveinbjörn Egilsson”. Lífsbar- stta og menning samtíðar henn- ar endurspeglast því á margan hátt í bréfum hennar. Þó eru bréfin eðlilega ítarleg- ust og mikilvægust heimild um ®ttmenni Ingibjargar og sjálfa hana, og þá sérstaklega umsagnir hennar og dómar um skáldið Grím Thomsen, son hennar, en við hann tengir hún miklar vonir, enda ber hann nafn hins heitt- elskaða bróður henriar og á að hæta henni upp missi \veggja annara mannvænlegra sona á *skuskeiði. Ást hennar og um- fyrir þessum gáfaða syni leynir sér eigi, en jafn berorð er hún um það, sem henni þykir niiður fara hjá honum, eyðslu- semi hans á háskólaárunum, stefnuleysi um námsgreinaval og hyskni við námið. Vitanlega er henni, embættismannsdóttur og embættismannssystur, sem dval- !ó hafði langvistum á helzta em- hættissetri landsins, það hug- stæðast, að sonur hennar gangi heina braut til virðulegs embætt- ls, en í stað þess hneigist hugur hans að bókmentum og fagur- ^ræðum, og hann er farinn, eins °g hún orðar það gremjulega í einu bréfa sinna til bróður síns, að “drabba í skáldskap og skrif- ast á við skáldin hér inni um þessa ment”. Þótti henni og þeim foreldrum Gríms báðum það, að vonum, heldur óvænlegt 61 embættisframa og virðinga. En eigi er það síður merkilegt að kynnast Ingibjörgu Jónsdótt- Ur sjálfri í þessum bréfum sín- Uln, því að hin hreinskilna tján- lng hennar verður um leið frá- hær sjálfslýsing. Auðsjáanlega hefir hún verið mikilhæf gáfu- hona, að vísu nokkuð þunglynd og bölsýn, en óvenjulega táp- mikil og bar með hetjuskap ást- vinamissi og aðrar æviraunir. Er það mjög einkennandi fyrir hana, að hún er í bréfum sínum að telja kjark í Grím bróður sinn, þegar hann var með umkvartanir yfir kjörum sínum, og kveður það mannsæmra að bera með karl mensku það, sem að höndum ber °g eigi verður umflúið. Merki- legt móðerni hefir því Grími skáldi hlotnast, og eiga íslenzk- ar konur liðinnar tíðar þar ágæt- an fulltrúa sem Ingibjörg Jóns- dóttir er. Finnur Sigmundsson, sem ann- ast hefir útgáfu bréfanna af mik- illi vandvirkni, fylgir þeim úr hlaði með prýðilegum formála, þar sem rakin er ætt og í.megin- dráttum æviferill Ingibjargar og Þorgríms gullsmiðs Tómassonar manns hennar, og annara nánustu ættmenna þeirra, en frá dætrum þeirra, Kristínu og Guðrúnu, er komið margt merkra manna óg kvenna. Finnur landsbókavörðr ur hefir einnig ritað greinagóð- ar skýringar við bréfin; þeim fylgir einnig nafna- og mynda- skrá, sem auka á notagildi ritsins. II. Síðari bindi bréfasafnsins, Sonur gullsmiðsins á Bessastöð- um, eru bréf til Gríms Thomsens og varðandi hann árin 1838-1858, en um val bréfanna í þetta safn farast Finni Sigmundssyni þann- ig orð í formála sínum: “Viðtökur þær, sem Húsíreyj- an á Bessastöðum fékk, sýndu ljóslega, að hlustað er með at- hygli á alt, sem við kemur ævi Gríms Thomsens. Mér þótti því líklegt, að ýmsa fýsti að kynn- ast hug ættingja hans og vina eins og hann kemur fram í bréf- um þeirra einmitt á þeim áfanga í ævi Gríms, sem sumum þótti tvísýnt, hversu úr honum mundi rætast. Eg kaus að láta bréf móð- ur hans marka það tímabil, sem um væri fjallað, en þau eru rituð á árunum 1838-1858, eða frá því Grímur siglir ungur stúdent og þar til móðir hans hefir sann- færst um, að hún “eigi góðan og| mikinn son”. Um val annara bréfa, sem tekin eru í safn þetta, | hafði eg fyrst og fremst í huga1 einkahagi Gríms og viðhorf ætt- ingja hans og vina. Auðvitað varð ekki hjá því komist, að margt smávægilegt, sem litlu máli skiptir, flyti með. En eg vona þó, að við lestur þessara bréfa í heild verði menn nokkru fróðari um son gullsmiðsins á Bessastöðum og umhverfi hans meðan hann var í deiglunni og þar til honum hafði hlotnast meiri og fágætari frami en títt var um íslendinga. Eg vænti þess einnig, að gullsmiðurinn, hús- bóndinn á Bessastöðum í nær- fellt þriðjung aldar, hljóti þá viðurkenningu lesenda, þrátt fyrir efasemi hans um veraldar- gengi sonar síns, að í honum hafi verið ósvikinn málmur ekki síður en í húsfreyju hans og börnum þeirra.” Finnur landsbókavörður hefir og hér tekið upp þá góðu ný- breytni að velja hverju bréfi ein- kunnarorð úr meginmáli þess, og auk þess sett gagnorðar skýring- argreinar bæði á undan og eftir hverju bréfi, sem eru hvort- tveggja í senn smekklega gerðar og hinar fróðlegustu, enda eru skýringar bráðnauðsynlegar í slíkum bréfasöfnum. Loks eru nafna, bréfa- og myndaskrár, og útgáfan í einu orði sagt leyst af hendi með mikilli nákvæmni og' alúð. f safninu eru alls 79 bréf, mörg þeirra frá Ingibjörgu Jónsdóttur til Gríms skálds, sonar hennar; The Farm Account Book and Income Tax Guide Sparar Bændum Tíma, Ahyggjur og Peninga SPARAR YÐUR TÍMA—Þér munuð sannfærast um að fáeinar mínútur á viku nægja til þess að háía þessa Farm Account Book í góðu lagi. — Fyrstu 15 blaðsíðurnar í þessari bók útskýra hvað ætlast er til af bænd- unum. Vandamál yðar er þar sett fram í spurningum og svörum og efnisyfirlit vísar á hvar það er að fi nna í bókinni. Blaðsíður og dálkar bera sömu númer eins og þau atriði sem þau fjalla um í tekjuskatts skýrslunni sjálfri. Þér getið gert allar nauðsynlegar innfærslur við- víkjandi búreikningum yðar jafnóðum og eitthvað þarf að færa inn. Ef þér hafið ekki enn fengið eintak, þá vitjið þess strax á pósthúsi yðar. Það er ókeypis SPARAR PENINGA MEÐ ÞVt AÐ SÝNA YÐUR RÉTTU AÐ- FERÐINA — Allir bændur eru lagalega undanþegnir margskon- ar útgjöldum við reksturs-kostn- að. Þessi Farm Account Book hef- ir tólf blaðsíður með dálkum fyrir þessa innfærslu. Þar er bent á margt sem annars gæti fallið í gleymsku. Lækkun verðgildis er stórt atriði, og nafngreinir 75 at- riði sem venjulega koma til greina við búskap. Yður er sýndur grundvöllurinn fyrir þriggja ára skipulaginu, sem gefur tækifæri að borga lágmarks skatt, og má dagsetja þá skýrslu aftur að árinu 1946. Hér er um beinan peninga sparnað fyrir yður, að ræða. ÞRIGGJA ÁRA MEÐALTAL Þér getið ekki tapað neinu með því að nota þessa aðferð. Tvent er nauðsynlegt viðvíkjandi þess- ari meðaltals-skýrslu fyrir þrjú árin sem enda 31. desember, 1948. 1 fyrsta lagi verður skattskýrsla yðar fyrir 1947 að sendast til réttra hlutaðeigenda á réttum tíma, sem er fyrir 30. apríl 1948. Svo þegar þér sendið inn skýrslu yðar fyrir 1948 sem þér eðlilega gerið 1949, þá getið þér beðið um að fá að leggja fram meðaltals- skýrslu fyrir árin 1946-1947-1948. Þannig löguð meðaltals-skýrsla verður svo árleg, svo á hverju ári verðið þér skattaðir samkvæmt meðaltals-skýrslu þriggja ára. MUNIÐ — ILLA RÆKTAÐ LAND VEITIR RÝRA UPPSKERU — ÓFULLKOMIÐ BÓKHALD VELDUR LÉLEGUM ÁRANGRI Canada bændur árið sem leið—og þeir eru næst um miljón—fram- leiddu yfir $2,000,000,000 af allskonar bænda afurðum. Enginn ann- ar iðnaður sýnir aðra eins framleiðslu. Og eins og á öllum starfsviðum —jafnvel þeim minstu—verður bóndirin að senda skýi-slu sína til De- partment of National Revenue, til þess að verða aðnjótandi þeirra mörgu undanþágu hlunninda, sem honum ber. DEPARTMENT OF NATIONAL REVENUE (Taxation Division) þá eru hér einnig bréf til hans frá ýmsum öðrum ættmennum og vinum, og bréf frá honum til skyldmenna, velunnara og sam- herja, að ógleymdum eigi allfá- um bréfum frá Þorgrími föður skáldsins, flest til Gríms amt- manns, mágs hans.. Sýna þau, að Þorgrímur hefir verið gáfu- og merkismaður, svo sem hann var talinn af samtíð sinni, stórlynd- ur en heilsteyptur að skapgerð. Annars eru öll þessi bréf í heild sinni skemmtileg aflestr- ar og fróðleg um margt, t. d. bréfin frá Brynjólfi Péturssyni til Gríms, en þó merkilegust fyr- ir þá birtu, sem þau bregða yfir ævi Gríms skálds á þessum um- hleypingasömu og örlagaríku ár- um hans, þegar mörg voru í hon- um veðrin og framtíð hans mjög í óvissu. Höfðu foreldrar hans og ýmsir aðrir velunnarar hans, svo sem Finnur Magnússon prófess- or, af honum mikla mæðu sökum festuleysis hans við námið og fjáreýðslu á háskólaárunum og lengur fram, því að hann barst mikið á, en með fæddur stórhug- ur og æfintýraþrá kynnti undir. Sérstaklega athyglisverð eru bréfin tvö frá Magdalene Thor- esen, barnsmóður Gríms, sem var glæsileg gáfukona, stórbrotin að skaphöfn, og kunnur rithöfund- ur á sínum tíma. Eigi verður sagt að Grímur birtist þar í fögru ljósi, en þess þó jafnframt að gæta, að sú lýsing á ástaræfin- týri þeirra er aðeins frá annari hliðinni og nær því skammt til að sýna það eða túlka í fullu ljósi. Móðurleg en hressilega hisp- urslaus og hreinskilin eru bréf Ingibjargar til skáldálns, sonar hennar, og er hún jafn óspör á að brýna metnað hans og hún var að kveða kjark í Grím amtmann, bróður sinn. Lifði hún það einn- ig að sjá vonir sínar um hinn hjartfólgna son sinn rætast, þó að frami hans yrði með öðrum hætti en hana hafði dreymt um, og að njóta í elli sinni ræktar- samrar umhyggju hans, þó að hann dveldi fjarvistum. Því seg- ir hún í síðasta bréfinu til hans á þessu tímabili (dags. 18. júlí 1858): “Eg lifi og dey með þá sannfærnig, að eg eigi góðan og mikinn son.” Mun og enginn lengur verða til þess að neita því, að Grímur Thomsen hafi mikilmenni verið á sviði andans, eitt af allra frum- legustu og svipmestu skáldum þjóðar vorrar að fornu og nýju. (Húsfreyjan á Bessastöðum er til sölu í bókabúð Davíðs Björns- son í Winnipeg, og líklegt, að hitt bindi bréfasafnsins verði einnig fáanlegt þar). ig flutt. Eru allir, sem áhuga hafa fyrir norrænum málum og menningu, boðnir og velkomnir á fundina, og einnig heimil þátt- taka í veizlunni á föstudags- kvöldið. Félagið hefir, eins og nafnið bendir til, það markmið, að vinna að varðveizlu og eflingu nor- rænna menta og menningarerfða í Vesturheimi, og skifta félagar þess víðsvegar í Bandaríkjunum og annarsstaðar nokkurum hundruðum. Núverandi forseti þess er prófessor E. Gustav John- son, North Park College, Chi- cago, góður íslands-vinur, sem sótti Alþingishátíðina 1930; vara- forseti er Dean J. Jorgen Thomp- son, St. Olaf College, Northfield, Minnesota, um langt skeið for- seti norskudeildar skólans; ritari °g gjaldkeri er prófessor Joseph Alexis, University of Nebraska, sem hóf þar kenslu í íslenzku nú- tíðarmáli fyrir nokkrum árum síðan, og heimsótt hefir bygðir íslendinga í Manitoba. Auk þeirra skipa stjórnarnefndina kunnir norrænufræðingar frá mörgum öðrum amerískum há- skólum. CLUB NEWS ÁRSFUNDUR FRÆÐAFÉLAGS Fræðafélagið “The Society for the Advancement of Scandinav- ian Study“ heldur ársfund sinn á ríkisháskólanum í Norður Da- kota (University of North Da- kota) í Grand Forks, N. Dak., föstudaginn 30. apríl og laugar- daginn 1. maí. Undirbúnings- nefndina skipa þrír kennarar há- skólans, og er dr. Richard Beck, fyrv. forseti félagsins, formaður hennar. Fundarstörf hefjast eftir há- degið á föstudaginn með því, að forseti háskólans, dr. John C. West, býður fundarmenn og gesti velkomna. Síðan flytja ýmsir háskólakennarar erindi um norræn efni, meðal annars flytur dr. Beck erindi um Grím skáld Thomsen. Á föstudagskvöldið verður hin árlega veizla í sam- bandi við ársfundinn haldin á Ryan Hotel. Fer þar fram söng- ur og ræðuhöld, en aðalatriðið á skemtiskránni verður kvikmynd í litum af Norðurlöndum. Fundarstörf halda áfram fyrir hádegið á laugardaginn og fara þá fram kosningar embættis- manna; nokkur erindi verða einn- Tombola — Dance will be the main feature of a social evening sponsored by the Icelandic Canadian Club, Mon- day, April 26th, at 8.15 p. m., in the Good Templar Hall, Sarg- ent and MoGee. Two club members have gen- erously donated special prizes for the Tombola, namely: — V. Baldwinson, Sherbrooke Bakery, 749 Ellice Ave., phone 37 486 — one large vínarterta. Lillian Eyjolfson, Lil’s Beauty Shop, 802 Ellice Ave., phone 36 731 — Shampoo and Finger wave. Be- sides these, there will be numer- ous draws, large and small, all worth, as much, or more, than the money you pay. There will be a short program during intermission, and good music for dancing. Refreshments sold — Dough- nuts and soft drinks. Admission, including one draw — 25^. Come, bring your friends, try your luck and have a gbod time. The more the merrier and the more successful the social gath- ering! The executive and various committees of the club work very unselfishly for the good of the community in the field of culture and also, make every effort to bring the members and friends together in interesting social activities. So, a good turn- out would be most gratifying to them. Grand Concert Another item of interest ann- ounced by the IcelEmdic Canad- ian Club, is a Grand Concert to Ný tegund STRÁBERJA BARON SOLEMACHER. fcessi óvið- jafnanlega tegund, framieiðir stærri ber úr hvaða sæði sem er.'Blómgast átta vikur frá sáningu. Ræktun auð- veld. Greinar (runners) beinar og liggja ekki við jörðu, framleiða þvi stór og mikil ber. Hafa ilm viltra berja. Ásjáleg pottjurt og fín í garði. Sáið nú. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. (Pakkinn 25c) (3 pakkar '50c) póstfrítt. FRl—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1948 Stœrri en nokkru sinni fyr 30 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario be held Monday, May lOth, at 8.15 p. m. in the Good Templar Hall, Sargent and McGee St. This concert marks the conclus- ion of this season’s activities, and it promises to be highly ent- ertaining and interesting. Com- plete plans have already been made for the program which is built around the music of twelve Icelandic composers. A fine quartette, vocal soloists, Mrs. Elma Gíslason and Mr. Elmer Nordal, and violin soloist, Irene Thorolfson, will render this music. Mrs. Louise Gudmunds, who is in charge of arrange- ments, will give a sketch on — “The History of Icelandic Mus- ic”, which, I am told, is the first áddress ever given on that sub- ject on this continent. Look for further announce- ments about this concert during the next few weeks. L. M. G. Ársfundur og skemtisamkoma Leifs Eiríkssonar félags Islend- inga í Fargo og Moorhead verð- ur haldinn á miðvikudaginn, 28. apríl, klukkan 6.30 í Moorhead Country Club. Mr. Carl J. Freeman, forseti félagsins, stýrir fundi og skemti- skrá sem að fylgja kvöldverði. Verður aðal ræðumaður sam- komunnar, lögfræðingurinn Nels G. Johnson, ríkislögsóknari fyr- ir Norður Dakota, en séra Egill Fáfnis á að skemta með ein- söngvum. Eru þessir menn svo vel og víðkunnir að allir hlakka til fróðlegrar og skemtilegrar stundar. Er vonandi að Islendingar víðsvegar að geti sótt þetta mót og eru þeir beðnir að panta að- göngumiða fyrirfram frá Mrs. P. H. Blue, 1106—11 th St. N., Far- go, N. Dakota, sem kosta $2.50 fyrir hvem. Umsjónarnefnd samsætisins eru embættisfólk félagsins: Carl J. Freeman, forseti; John Jó- hannesson, vara-forseti; Mrs. P. H. Blue, skrifari; og Mrs. Sidney S. Bjomson, féhirðir. Er það ósk nefndarinnar og allra félags meðlima að sem flestir komi og njóti skemtilegs kvölds á meðal landa sinna. VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefinverið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu tviðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG MANITOBA

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.