Heimskringla - 23.06.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.06.1948, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. JÚNÍ 1948 Ræða flutt í Winnipeg 30. maí 1948 Eftir sr. H. E. Johnson í dag ætla eg að tala um mjög hversdagslegt efni, sem viðkem- ur öllum mönnum og þá hvað helzt kirkjugestum. Eg ætla að ræða um himnaríkiskend og guðs ríkiskenningar kristninnar. Ykk- ur furðar nú kannske, að eg tala um slíkt sem hversdagsleg hugs- unarefni. Þau ættu að minnsta- kosti að vera það því í þeirri heiðríkju hugans, sem Kristur dvaldi vóru þetta ekki hásæileg hugsjóna takmörk í einhverri til- komandi tilveru, aðeins, heldur fyrst og fremst jarðlæg og hjá- stæð. Þau vóru það af því við nú þegar erum í eilífðinni og dagur- inn sem dvelur með oss og árið sem líður í "aldanna skaut" er partur þeirrar eilífðar sem and- inn þráir, vonin sér og trúin varð- veitir. Þessi dagur ljómar þeirri jörð sem guð hefur gjört börnum sínum til blessunar og framfara. Við dveljum kannske hér á jöröu á lægsta tilverustigi þeirrar eil- ífðar en engu að síður er jörðin vermireitur, uppeldisstöð og menntastofnun fyrir alla eilífð uppeldisstöð þess anda sem á fyr ir sér eilífan þroska og má ekkert tímabil vanrækja svo sá þroski verði sem fljótastur og fullkomn- astur, svo vér megum þann fögn- uð finna sem lífið getur mestan veitt og bezta gæfu gefið. í himnaríki getum vér hérna dval- ið rétt eins og hvar annar staðar og því hljötum vér að trúa ef vér trúum á návist guðs hér með oss, hér í þessum gróðrarreit lífsins. Þetta hefur ekki ávalt verið kenning kirkjunnar eða þeirra guðfræða er hún hefur flutt og flytur enn. Til þess að komast inn í heiðríkju hugans með Kristi, þurfum við harla oft að hreinsa sálina af þeim þokuskýj- um, sem miðaldarleg guðfræði hefur uppdregið. Tvær gagn ó- líkar guðfræðisstefnur koma hér til greina og þessar stefnur stríða nú um völd í veröld trúarinnar. Hina fyrri má kenna við kat- ólsku kirkjuna, því þaðan er hún í fyrstu runnin og er hún sniðin eftir stefnu hennar að ná al- gjörðu drottinvaldi yfir hugum og hjörtum mannanna. Það vóru einkum tveir menn meðal hina kátólsku kirkjufeðra sem lögðu grundvöllinn að hinni katólsku guðfræði, þeir Agustin- us, sem uppi var á fjörðu öld e. K. og Aquanas, sem uppi var á þrettándu öld. Aðal innihald Þeirrar guðfræði var, að guð hafði yfirgefið jörðina og menn- inna í syndafallinu og síðan hefði þetta verið guðlaus heimur ofur- seldur áhrifum og valdi Satans. Til hans ríkis vóru menn fæddir og til hans helvítis myndu þeir deyja nema fyrir sérstaka meðal- göngu kirkjunnar, er hina trúuðu gat frelsað; með messusöngvum, náðarmeðulum, sem kirkjan ein gat réttilega meðhöndlað, með syndaaflausnum var hægt að frelsa þá sem hlýddu boðum og banni kirkjunnar. Á þessari glöt- unar hættu bygði kirkjan sitt vald og á því hvílir það enn í dag. Þesai guðfræðis skoðun er ekki einungis aðal kjarnann í kenningum kátólskunnar heldur einnig í hinni upphaflegu guð- fræði flestra mótmælandi kirkna þótt í nokkuð breyttri mynd sé. Sá hugsanarháttur hefur mótaö í einnri eða annari mynd trúar viðhorf kirkjunnar og gerir það enn í dag. Guðleysi heimsins og spilling mannanna er álitið sjálf sagt grundvallar skilyrði fyrir öllum "rétttrúnaði". Lúter talar um hinn náttúrlega spilta mann, sem glatað hafði guðseðli sínu og hlaut hlutskifti glötunarinn- ar í erfðir frá feðrum sínum. — Kalvin kendi: að hver maður væri frá fæðingu, eða jafnvel getnaði útvaldur; af guðlegri forsjón annað hvort til eilífrar glötunar eða eilífrar sælu. Úr þessum kenningum hefur mjog dregið á síðari árum en engu að síður liggja þær til grundvallar fyrir guðfræða skoðunum fjöl- margra kennimanna og dvelja í hugum óteljandi miljóna þeirra manna og kvenna sem kristin kallast. Frjálstrúar hreifingin er eink- um í því innifalin að frelsa menn- ina frá þeim ógnar ótta, sem þessi "trúfræði" hefur skapað. Hún leytast við að leysa menninna undan kirkjuvaldinu til þess þeir megi eiga samfélag við Krist kærleikans sem kennara sinn og fyrirmynd. Vess verður þá fyrst að geta, að þessi kenning um gjörspilling heimsins og sjálf- sagða glötun mannanna, er ó- kristileg með öllu af því hún er i beinni mótsögu um kenningu Krists um alstaðar nálægð guðs og hina einföldu og hagrænu guðsríkis kenningu hans um að sálirnar í samræmi við guð hinn góða og í kærleiks ríku samfé- lagi hins bróðurlega mannfélags geti nú þegar fundið forsmekk þess fegurðar sem himnaríkis tilveran veitir. Guð er kærleikur og þessvegna vill hann nú og um alla eilífð veita öllum sínum börnum allan þann fögnuð, full- komnum og lífsfegurð sem mað- urinn getur meðtekið. Það er að- eins undir okkur komið, hversu mikið eða lítið vte hljótum af þeim himnaríkis gæðum. Það takmarkast ekki af vilja veitand- ands heldur af móttöku hæfileik- um þyggjandans. Hér er alt önnur guðfræði lögð til grundvallar. Hvergi kemur sú guðfræði greinilegra í ljós en í hinum svo nefnda "transsental- ism", sem ef til vill mætti nefna gegnumgeislunar kenningu á ís- lenzku. Þessi kenning á upphafs rót sína í kenningum Krists þar sem hann talar um guð í náttúr- unni og guð í sálum og samvizku mannanna. Einn af "kirkjufeðrum" únit- ara kirkjunnar Dunn Scotius var einna fyrstur manna til að flytja þessa kenningu, sem ákveðna guðfræðis stefnu. Síðan hafa ýmsir af kennimönnum þeirrar kirkju haldið henni fram svo sem: Emerson, Channing, Parker og fleiri. Frá mínu sjónarmiði er það lang merkilegasta menningar og trúar innlegg únitara kirkj- unnar til heims betrunar og mannkyns menningar. Rangt væri samt að segja að þessi kenning hafi aðeins náð til únit- ara kirkjunnar; hennar gætir hjá mörgum frjálslyndum prestum og heimsspekingum. Kant, hinn Þýzki heimspekingur, var einn af formælendum hennar og Carl- yle hinn enski ritsnillingur. Hjá íslenzkum kennimönnum þjóð- kirkjunnar gætir hennar víða og einkum hjá sálmaskáldunum svo sem þar sem Mattias talar um guð í ljósinu og Valdimar sér hann í blómunum og Einar Ben- ediktsson í algeimsins sólna sveimi. Hvað er nú aðal kjarni þeirra trúarbragða, sem þessi guðfræði kennir. Þau kenna það fyrst og fremst að guð dvelji í sínu sköp- unarverki en hafi aldrei og geti eðlis síns vegna aldrei f jarlækst þann heim sem hann hefur skap- að. Þau finna andardrátt hans í sólvindunum sem alklæða jorð- ina í sitt marglita og angandi blómaskart. Þau heyra hann syngja í hljómkviðu náttúrunn- ar þegar laufþyturinn blandast saman við fuglasöng og fossa- nið. Þau greina lífsmátt hans þegar gróðurinn vaknar af vetr- ar blundi. Menn finna hann klappa sér hlýlega á kinn þegar vorblærinn berst um sumargræna akra. Þeir heyra hann tala í rödd samvizkunnar. Þeir heyra hann hvísla kærleiks orðum þegar þeir eru góðir og glaðir. Þá er þeim allur heimurinn heilagt musteri og þeir segja með skáldinu ". . . mér finst eg elska allan heimin og engin dauði vera til" (E. Ben) Þá er maðurinn í veldi hins eilífa unaðar, þá er maður staddur í guðsríki, því þar sem maðurinn er í samfélagi við guð þar er vort guðsríki. jurt greri í lífsakrinum til að fegra og betra heiminn. Þú getur ekki guði þjónað með öðru frem- ur en að sá tilgangur rætist. Þú átt að þroska sjálfan þig til að vera heilbrigð lífsjurt í blóma- garði mannlífsins. Hin eðlilega guðsþjónusta hins frjálslynda kristna manns, sem Þetta er það guðsríki semj aðhyllist gegnumgeislunar guð- Kristur umræðir. Hver eru þau fræðina, verður eðlilega alt öðru skilyrði sem nauðsynleg eru til vísi en þess manns sem metur alla þess að maður njóti þess? guðþjónustu sem athöfn er und- Fáir munu svo andlega aumir að þeir hafi aldrei átt sér stund- ar dvöl í þessu guðríki og þess vegna vitum við að það er veru- leiki en engin draumur. Varst þú aldrei hrifinn af un- aðslegum söng eða hljóðfæra- færaslætti þegar sálin virtist næstum því yfirgefa þessa ver- öld og berast á tónbylgjunum upp í annað og æðra tilverustig. Þótt rödd þína skorti þjálfun til að taka undir var sál þín með í þessarri söngvasveit og þessi syngjandi sál varð listnæm, ljóð- elsk og lýsandi eins og allýsandi geislar frá fjarlægu orkuveri kljúfi myrkrið og bæji öllum skuggum á burtu. Eða var það kannske í kveldkyrðinni þegar þú orðinn varst einn og af þér var reiðngnum velt, svo eg stæli hið mikla skáld, að þú tókst þér bók í hönd til að næra sál þína orðum og óði snillinganna. Alt í einu er amstur og þreyta dags- ins hvorfin og himneskur og svalandi friður og fullnægja gagntekur þig. Þessar unaðs stundir myndu verða fleiri og endast lengur ef sálar ástand vort væri oftar í samræmi við hið íagra og góða. Við getum aðeins notið þessa þegar við getum gleymt búksorgum og áhyggjum hversdags lífsins; þegar við er- um í sátt við mennina og vora eigin samvizku; þegar við þráum andans samfélag við þær sálir sem eru góðar og göfugar — þeg- ar við þráum andans auðlegð. Seg mér, ef þú hefur þessarar á- nægju notið um stundar sakir; hvenær leið þér betur; hvenær var lífið þér unaðslegra; hvenær var þér heimurinn fegri; hvenær virtust þér mennirnir betri og þú sjálfur meiri og betri persóna, einungis af því, að þú fannst þig sjálfan í nánara samfélagi við það algæði og alvizku, sem þú nefnir guð? Samkvæmt þessu er hin eina og sanna guðsþjónusta fyrst og fremst í því innifalin að fegra og siðbetra þitt eigið líf og innræti svo sál þín geti með guði dvalið af því hann hefur gert hana að í- búð sinni. "Verið góðir sem sjálf- ur faðirinn", segir Kristur og trú mér til, þessi orð eru ekki í hugs- unarleysi' sögð. Þroski mannsins getur orðið alveg óendanlegur eins og sjá má af fáeinum en engu síður sönnum dæmum úr sögu mannkynsins. Nú vil eg benda ykkur á kennimáta Krists. Um ekkert talar hann oftar en sáðmanninn og sáðlandið. í akri bóndans gróa alskonar grös, júrt- ir og blóm. Sum þrífast vel og teigja ræturnar langt niður í moldina en breiða blöð sín móti sólinni. Frá jörðinni og frá loft- inu draga þau næringu sína en frá geislum sólar kraft sinn og lífsmagn. Þær jurtir sem visna og blikna gera það af því þær geta ekki dregið lífs vökvan frá jörðinni eða notið magns sólar- innar. Þegar garðyrkju maðurinn gengur um garðinn dettur hon- um aldrei í hug að hin visnu blóm séu hin nátturlegustu blóm. — Hann veit að þau eru sjúk og ó- náttúrleg en þau sem þroskavæn- legust eru birta hið rétta eðli lífsins. f líkingarmáli Krists er guð sjálfur garðyrkju maðurinn. Mun honum öðruvísi farið í þessu efni, en öðrum sem yrkja jörðina til framfærslu og þroska hins fegursta lífs og fullkomn- asta? Mun hann ekki gleðjast er hann sér hin fögru og heilbrigðu blóm? Þá hefur tilgangur hans borið þann ávöxt sem hann vildi. Svona vildi hann að hver einasta an þyggur hann frá útskúfunar dóminum. Helgi siðirnir sjálfir hafa ekki eins mikla þýðingu fyr- ir hann en þjónustan við lífið verður aðal atriðið í hegðunar siðfræðinni. Honum ber að betra sjálfan sig og honum ber einnig að fegra og bæta jörðina sem bú- stað sinn því honum er þessi jörð gefin til að rækta hana og vernda til blessunar fyrir alda og óborna. Þess vegna er.frjáls- lyndum kristnum mönnum oft borið það á brín, að þeir beri minni lotningu fyrir helgi siða reglunum en aðrir. Vera má líka að hér gangi nokkuð í öfga á báðar hliðar, en aðal atriðið er að únitarar og aðrir frjálstrúar menn ættu að skoða alla til- veruna sem guðs veröld er helg- ast af návist skaparans og geta því ekki gert þann mun sem 'rétt- trúnaðurinn' gerir á helgum og vanhelgum hlutum. Hið verald- lega er hið sama og hið eilífa í hyggju þeirra, aðeins þar um sigbreytingar að ræða. Tökum hugsanir hans um jörð- ina til dæmis. í hans vitund er jörðin ekki yfirráðasvæði Satans eða fráskilin guðlegri gæzlu og handleiðslu heldur uppeldis ak- ur lífsins til guðsríkis fullkomn- unar. Þetta virðist í nákvæmu samræmi við hegðun og hugsun Krists. Hann var ekki ákaflega kirkjurækinn — og í því efni svipar okkur nokkuð til hans enn í dag hvert sem svo má segja um okkur í öðrum efnum. Hann kom í samkunduhúsin og musterið aö vísu nokkrum sinnum, eitthvað fjörum sinnum að mig minnir, en hann flutti sínar prédikanir úti í náttúrunni, á einhverjum fögrum og blómríkum stöðvum svo er að minsta kosti sagt í einu tilfelli berum orðum — Hvers- vegna gerði hann það? Einfald- asta svarið er að hann átti ekki annars kost. Einu sinni ætlaði hann að prédika í samkunduhús- inu í Nazaret, fyrir nábúum sín- um og kunningjum en þá vildu þeir útreka hann. Þetta hefur verið hlutskifti fjölda margra kennimanna, sem vildu segja þann sannleika sem þeir vissu beztan. Þetta hefir meira að segja viðgengist í úntara kirkjj- unni. Emerson átti þar ekki heima og hætti að prédika sem únitara prestur. Parker var neit- að um orðið í f jölda mörgum ún- itara kirkjum og Channing fékk aðeins að prédika þar fyrir mestu náð. Auðvitað hefur þetta átt sér stað og það langtum oftar í öðr- um kirkjudeildum. Til dæmis var Fosdick, mesti prédikari Amer- íku, á vorri tíð, útrekin frá skír- urum og hafði hvergi höfði sínu að halla þangað til John D. Rockerfeller bygði honum ein- hverja stærstu og veglegustu kirkju álfunar. Það má skoða sem nokkurs konar aðalsmerki á presti að hafa verið útrekinn úr sinni eigin kirkju. Það þarf ekki að kenna í brjóst um neinn fyrir þennan útresktur. Því sumra manna líf er að þjóna sannleikan- um eftir sinni sannfæringu og þeim er betra að Hða hungur og dauða en bregðast sjálfum sér. Þetta er þeirra líf og án þess geta- þeir ekki viðhaldið heilbrigðri sál. Já, Jesús myndi ekki hafa leyfst að prédika í "guðsþjón- ustu húsum" Gyðinga en eg er heldur ekki viss um að hann hafi haft neina sérstaka löngun til þess. Hann vissi sem var að úti í náttúrinni, á einhverjum fögrum stað, var sálin langtum móttæki- legri fyrir guðsríkis boðskapinn Til Hrifningar DGDENS UVCRPOOL Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden's Fine Cut eða reyktu Ogden's Cut Plug í pípu þinni en innan veggja þar sem lágt var til lofts og þröngt til veggja. Allir höfum við komið í ein- hvern sælureit "þar sem andar guðsblær og við erum svo frjáls". Þetta átti sér einkum stað meðan við vórum ung og næmari fyrir á- hrifum en síðar er áhyggjur lífs- ins, vonsvik þess og armæða byrgði okkur sólarsýn í hugsjóna heimi mislukkaðrar tilveru. Já, einhvern tíman höfum við komið í einhvern sæludal þar sem "sælt var oss að búa". Nú ætla eg að segja ykkur frá einni slíkri unaðs stund um ís- lenzka sumarnótt í frónskum fjalladal. Eg var eitt vor á refa- veiðum og lá úti í opnu byrgi. Atvinnan var nú ekki neitt sér- staklega kristileg en samt sjálf- sagt nauðsynleg en eg gleymdi öllu dýradrápi eina nóttina. Dag- urinn hafði verið þægilega hlýr og heiðríkur, eins og bezt má verða í íslenzkum heiðadal; kvöldið yndislegt meðan hin lækkandi júní sól breiddi glit- blæjur úr geisla hjúpi á hæðir og jökla. Vötnin, lækir og ár, glit- ruðu silfur bláar í næturskyni, eins guðshönd hafði málað vei- öldina með óumræðanlegum lista- smekk. Fuglarnir sungu lág- stemda kvöldsöngva og hér og þar sáust hjarðir á beit; fjall- sæknar sauðkindur og fjörugt stóð með flaxandi föxum og hnarreista hálsa. Svo smám sam- an hljóðnuðu allar lífsraddir náttúrunnar eins og lífsins eng- ill hefði svæft allar lifandi ver- ur við barm sér svo þær gætu endurnýjað krafta sína í værum en skammvinnum óttublundi. Alt var hljótt nema niður lækjanna og elfunnar sem suðaði á flúðum nokkuð lengra niðri í dalnum. Alt minnti á himneskan frið og jafnvægi um svo sem einnrar stundar bil. Jafnvel sólin sýnd- ist blunda yzt við sjónhring, með- an hún seig í svalar lindir úthafs- ins. — Svo sáust geislastafir hennar á skýjum himins og á dimmbláum marfletinum. Nýr dagur var að rísa úr djúpi ald- anna. Fuglarnir gátu ekki þagað yfir þessum mikla atburði. Þeir hófu sína morgun söngva stöðugt sterkari og fegurri eins og þeir væru að æfa röddina. Dýrin risu á fætur og teygðu úr sér til að fá nýjan þrótt í vöðvana. Bráðlega glitraði allur heimurinn í glaða sólskini. Sólarljósið streymdi niður á jörðina og það var eins og ljósum stafaði út frá hamra veggjum fjallanna, út frá jöklun- um, upp frá vötnunum, eins og náttúran væri að fagna komu hins nýja dags. Mér fanst eg staddur í öðrum heimi, í einhverjum dýrðar heimi sem dagvitund mín og jafnvel draumar hefðu aldrei áður aug- um litið. "Já, hé/vildi eg una æfi minnar daga, alla sem guð mér sendir". Hið fyrsta boðorð, sem bíblían getur um að guð hafi gefið mann- inum er hann gaf honum Edens aldingarð til ábúðar, er þetta — "Þú átt að rækta og varðveita þennan gróður reit". Höfum við gengt þessu boði? Víða höfum við lagt jörðina í eyði af því við höfum ekki verndað hana fyrir ágangi Mammons. Víða eru nú sandfoks öræfi þar sem áður vóru akrar. Árlega gengur á skógana svo jarðvegurinn losnar úr dala- drögum og fjalla hliðum. í vor- leysingum skolast gróðrar mold- in niður árfarveigina svo elfurn- ar senda eyðileggjandi flóðöldur yfir bygðirnar. Mörg af veiði- vötnum eru nú orðin fiskilaus fyrir gegndarlausa veiði og sama má segja um ýms fiskimið. í borg unum eru hin ömurlegustu öreiga hverfi þar sem sjúkdómar og siðspilling þróast til tjóns og vanvirðu kristnum þjóðum. Er það syndsamlegt að fara svo með guðs góðu gjafir? Ef það er ekki synd að ræna jörðina og spilla gjöfum guðs; hvað er þá synd- samlegt athæfi? Til hvers eru þær gjafir gefnar? Þær eru gefn- ar svo vér meðum njóta þeirra og gleðjast við fegurð þeirra. Svo vér megum uppala heilbrigða og lundglaða kynslóð. Það er vor skylda að skila þeim óskemdum í hendur arftakanna, hinna kom- andi kynslóða. Annars erum við að ræna óborin börnin þeirra guðlega föðurarfi. í guðsríki eru allir erfingjar af því allir eru börn hins himneska föðurs. Nú fyrir skemstu las eg kyn- lega frétt í blöðunum. Svo virð- ist sem margir Bandaríkjamenn sé farnir að bera kinnroða fyrir það, að frelsisstyttan fræga stendur í einu hinu ömurlegasta skuggahverfi New York borgar. Stungið hefur verið upp á því ?¦' flytja líkneskið á fegurri stað en engum virðist hafa komið til hugar að betra væri að breyta þessu skuggahverfi í viðeigandi ábúðar reit fyrir borgara hins lýðfrjálsa lands, sem jafnframt eru guðs börn. Mér er nær að halda að guð láti sér annara um börnin sín en myndastyttu úr stáli og eir. Guðsþjónusta vor ætti því að vera í því innifalin að fegra og bæta jörðina, af því jorðin er guðs grund og hans og okkar á- búðar staður. Þá lifðum við ' samræmi við þær kenningar, sem frjálslyndið hefur okkur flutt um alstaðar nálægð guðs. Bóndinn sem yrkjir akur sinn. geri hann það ekki einungis til ^ess að auðgast sjálfur, heldur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.