Heimskringla - 23.06.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.06.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. JÚNÍ 1948 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA einnig og fyrst og fremst til þess að vinna það verk vel og vand- lega af hendi, sem guð hefur trú- að honum fyrir, hefir fullan rétt til að meta starf sitt sem guðs þjónustu. Maður lifir aldrei einn í guðs- ríki. f heiða dalnum fagra myndi engin dvelja ánægður til lengd- ar nema hann bygðist mönnum, hversu fagur sem hann er. Þar kemur til greina guðsríkis hug- sjón Krists. Það meinar í raun og veru kærleiks samfélag kristinna manna. Við njótum einskis til lengdar nema með því að gefa öðrum hlutdeild í því sem við eigum. Maurapukinn er í raun og veru brjálaður maður hafi hann ekkert takmark með aUrum sínum nema safna peningum. — Það er ekki auðið að hugsa sér öllu snauðara líf en þess manns. Öðru máli er að gegna ef hann safnar auði til þess að f jölskyldu hans megi vel vegna. Reynslan hefur nú sýnt, að peningar verða stundum fjölskyldu hans frem- ur til glötunar en gæfu, en alt um það getur hann safnað auði í þeim tilgangi að efla hagsæld sinna. Svo er það líka með þá er auka auð sinn til þess að styrkja eitthvert þarflegt fyrirtæki. — Sama gegnir um gleðina, hún hjaðnar fljótt hjá þeim er vilja hennar í einrúmi njóta. Þá fyrst er maður virkilega glaður þegar hann gleðst með glöðum. Eins er því nú farið með þá er eiga ein- hverja hugsjón. Geti hann ekki um það rætt við vini sína, verð- ur tómhljóð í hans eigin sál og hugsjónin eyðist og gleymist. Sjáir þú eitthvað fallegt eða les- ir þú góða bók, verður gleði þín tvöföld ef þú getur um það rætt við þá sem skilja og kunna að meta andleg verðmæti. Við erum sköpuð hvert öðru til ánægju og styrktar. Við æfum okkur í göfugmensku í mannlegu samfélagi. Þess vegna er okkur þarflegt að stuðla að uppbygg- ingu góðs og heilbrigðs samfé- lags. Það er afar ervitt og flest- um um megn að vera góður krist- inn maður í vondum og siðspill- andi félagsskap. Til þess þarf sjálfstæði og manndóm meiri en fjöldanum er gefið. En með sam- hjálp góðra manna og göfugra, getur þetta tekist. Til þess ættu söfnuðir Krists að vera að hinum veika og hrösula bróður eða syst- ir veitist hjálp, til að þroskast til þegnaskapar í guðsríki. Sumir heimspekingar, svo sem Plato og fleiri, álitu að hreinn og óeigin- gjarn vinskapur gefi hina æðstu gleði og sé hið ágætasta þroska rneðal til mannlegrar fullkomn-J unar. Víst er um það, að við mun-! um sjálfsagt flest eftir sólskins blettunum á lífssins leiðum, þeg- ar vrð sátum þar sem óspiltir unglingar og geðiglaðir og lásum hlýhug og hjartans yl úr glamp- andi vinar augum. Sönn vinátta getur aðeins þrifist meðal guðs- barna og þar sem slíkur vinskap- ur nýtur sín, þar er guðsríki. Aðeins sannkristinn maður get- ur verið öðrum einlægur vinur. "Þar sem góður maður gengur, þar eru guðsvegir," segir Björn- stjærne. Þar sem góðir menn sam- an dvelja, þar er guðsríki. Að þessu getur og ætti sú kirkja að vinna sem boðar guð kærleikans í öllu og öllum. Ún-' itara kirkjan og hinar frjáls- lyndu trúarskoðariir hafa afrek-' að miklu með því að úthýsa and- j skotanum. Hún á stærra verk íyrir hendi með því að innleiða guð ekki einungis inn í kirkj-1 Urnar, heldur einnig og einkunV inn í mannlífið alt. Þá og einungis þá, getur þrosk-! ast hin sigrandi trú, því ef guð er með oss hver megnar þá að, veita mótstöðu, hvað verður þá úr öllum erviðleikunum? Þetta er hin eina trú, sem getur í ver-1 Unni veitt okkur huggun og hjá-| s*oð í lífsins abráttu. Alt annað1 getur brugðist okkur. Vinir bregðast, mannvitið verður aðj ^lónsku, sem skapar ófrið og eyðileggingu. Það sem mennirn- Minni HINNA ÍSLENZKU LANDNEMA í NÝJA ÍSLANDI Flutt að Hnausum 19. júní 1948 Eftir Lárus B. Nordal Stigu á land við lágar strendur Lúnir menn úr íerðasennu; Hönd var létt ai fjárhlut fluttum, Fátt af gæðum um að ræða; Bæði von í brjósti' og kvíði Blandað trega margvíslegum, Þó í svip var þeirra grópað Þrek, er feykir erfiðleikum. Við þeim blasti fold í frosti, Fölvir skógar athygð drógu; Sjón var næm í nýjum heimi, Náttúran þar ríkti máttug Ósnert böndum manna munda, Mörkuð dráttum nýrra hátta; Byrgði húmið hauður, rúmið; — Haustnótt köld var sigruð eldi. Við þann eld á foldar-feldi — Fyrsta kvöld í lágum tjöldum — Strengdi heitin hugprúð sveitin: Hvergi víkja, aldrei svíkja Það, sem bezt var þeirra' í nesti: Þjóðar-arf frá feðrum djörfum, Hetju-lund og heilar mundir, Hreysti-orð um lög og storðu. Strengdi heitin hugprúð sveitin: Að höggva brautir gegnum þrautir, Þó að leiðin lægi um neyðar— Langadal og sárar kvalir, Hika ei, að hinsta degi Halda fram, þó virtist ramir Erfiðleika ygli-reykir, Æfa dáð í verki og ráðum. Efndi heitin hugprúð sveitin, Hart þó stríðið væri tíðum, Margkyns neyð og máttar-eyðing Mæli fyltist, bjargráð spiltust, Þegar bólan byrgði sólu Blýi þyngra sorgar-skýi, Lagði að velli æsku og elli, — Aldrei nóttin dimmri þótti. Efndi heitin hugprúð sveitin: Hæga vöggu niðjum bygði, Kynslóð nýrri kosti stærri Keypti — en þá, er fyrir lágu, — Ruddi vegi, bygði bæi, Bjó í hendur nánum frændum, Gaf í sjóð, er girnist þjóðin, Greiddi skyldur framtíð huldri. Tímarit Þjóðræknisfélagsins Eftir Snæbjörn Jónsson bóksala Það er sjaldan vel séð að einn maður þrástagist á sama efninu. Eg hefi á undanförnum árum bæði í þessu blaði og á öðrum stöðum, átalið það, hve alger- lega það er látiö undir höfuð leggjast af stjórnarvalda hálfu að greiða fyrir sölu vestur-ís- lenzkra bóka og blaða hér á landi. Þá vanrækslu tel eg í fyrsta lagi ósaæmilegt tómlæti gagnvart þeim mönnum vestanhafs, er enn- þá berjast við að halda uppi ís- lenzkri bómenntastarfsemi, og gera það meira að segja á stór- lega merkilegan og mikilsverðan hátt. í öðru lagi tel eg vanræksl- una okkur hér heima skaðlega, því vart mundi annað gefa okk- ur réttari skilning á því en bæk- urnar og blöðin, hvernig landar vestra skipa sér í fylkingu sinnar fornu fósturjarðar og feðrajarð- ar. En að skilja þetta, held eg að telja megi okkur beinlínis hags- munamál bæði í menntalegum og í ennþá þrengri skilningi hag- nýtum efnum. Með því að kaupa bækur, blöð og tímarit landa okkar vestra, værum við líka að hvetja þá til þess að vinna enn betur í þeim víngarði, er þeir hafa ræktað svo vel. Eins og nú er komið um við- skiptahætti milli þjóða, geta ein- staklingar lítið til þess gert, að um fyrir sáralítið verð. Fyrir þetta á félagið skilið margfaldar þakkir. Og nú, þegar eg hefi nefnt þetta tímarit, er eg kominn að aðalefninu. Þá er það fyrst að eg hefi lengi ekki getað varizt einni spurn- ingu: Hvernig má það vera, að ekkert tímarit hér heima skuli geta haldið til jafns við tímarit hins fáliðaða hóps landanna vestra? Því sannarlega skortir á að svo sé. Ritstjóri Tímaritsins hefir nú um nokkurra ára skeið verið skáldið Gísli Jónsson, sem eg ætla að flestir muni telja einn hinna mætustu og merkustu fs- lendinga vestra, slíkt mannval sem þeir þó eiga. Og allt ber rit- ið skýran svip þessa óvenjulega manns, hans góðu gáfna, hans ennþá meiri vitsmuna og hans fá- gætu mannkosta. Ekki svo að skilja að hann skrifi það að mestu sjálfur, því það gerir hann ekki, þó að hann skrifi allmikið En það verður nú ávalt svona ritstjórar setja svip sinn á blöð sín eða tímarit, til ills eða góðs, hvort sem þeir skrifa mikið eða lítið. Til þess að nefna fræg dæmi á betri veginn, má minna á Lyche og Kringsjaa, Delane og Times (hann skrifaði þó sjálfur aldrei nokkra grein), og Stead og Review of Reviews. Fyrir framan mig liggur síð- asti (28.) árangur Tímaritsins þegar eg skrifa þetta. Þar eru meðal annars ekki allfá kvæði eftir ýms skáld: Guttorm J. Guttormsson, Jakomínu John- son, Ragnar Stefánsson, Vigfús J. Guttormsson, Einar Pál Jóns- son, ritstjórann (þýðing), o. fl. Um þau má nálega segja að þau séu hvert öðru betra og sum snilldargóð. Það var skemmtilegt fyrir Karlakór Reykjavíkur er hann fór vestur að fá slíka kveðju sem kvæði Ragnars. Einar Páll Jónsson hefir varla ort annað en perlur, allt frá því er hann var í skóla, en stórvirkur höfundur hefur hann ekki verið. Engum kemur því á óvart að það er fag- urt kvæðið sem hann yrkir hér um mágkonu sína látna, Guð- rúnu H. Finnsdóttur, en engu síðri perla er æviminning sú, er hann ritar um hana í óbundnu máli. Það var vandi að mæla eftir þá konu, svo að það gat sá einn, er átti gott höf uð, en lét þó hjart- að tala. Þetta hefir Einar gert hér. Og þetta minnir mig á það (fyrirgefið útúrdúrinn), að af öllum þeim, er mælt hafa eftir Guðmund Hannesson, hinn mik ilhæfa ágætismann, hefir um- komulaus kona vestur við Kyrra- haf gert það bezt. Hún lét þakk- látt hjarta tala, og það fann réttu orðin — talaði af sömu innsýn efla slika bokaverzlun, en eg hefi, . . t . . * * . •' _,, . ,..» mni í hug og hiarta Guðmundar bent a bað, að einmitt nkisvaldið ^ . ^ ,. 1 eins og Þorsteinn Erhngsson hafði gert er hann kvað til hans ræður yfir stofnun, sem með stuðningi Alþingis stæði sérstak- lega vel að vígi til þess að hafa þarna meðalgöngu, og ekki efa eg að sá ágæti ungi maður, sem þar hefir nú framkvæmdastjórn á hendi, mundi af alúð leggja sig, fram um að láta meðalgönguna | verða sem gagnsamlegasta. Alþingi hefir nú um skeið veitt [ aðalblöðunum vestra, Heims-| kringlu og Lögbergi, ofurlítinnj Þetta Nútíma Flóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar Með Heldur ferskleika! Verkar fljótt! Hér er um að ræða undrunarvert, nýtt ger, sem verkar eins fljótt og ferskar gerkökur, og á sama tíma heldur fersk- leika og fullum krafti á búrhillunni. Þér getið pantað mán- aðarforða hjá kaupmanninum yðar, í einu. Engum nýjum forskriftum eða fyrirsögnum þarf að fara eftir. Notið Fleischmann's Royal Fast Rising Dry Yeast nákvæmlega eins og ferskar gerkökur. Einn pakki jafngildir einni ferskri gerköku í öllum forskriftum. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast ir hafa bezt byggt, velta þeir sjálfir í rústir. Þannig hefur saga heimsins verið og því meir sem maður vita um það alt, þess daprara og vonlausara verður honum útsýnið; en sá sem virki- lega trúir á guð í heimsins geimi og guð í sjálfum sér gefst aldrei upp, leggur aldrei árar í bát við að byggja guðsríkið. Sá söfnuð- ur sem hefur hvorki helvíti til að hræðast né hugsjónir guðsríkis til að elska hefur ekkert takmark enga þýðingu, ekkert stefnumið, og hlýtur því að deyja. meira en hálfri öld áður. Eftir séra Valdimar Eylands er hlýlegt ávarp til íslendinga í heimalandinu. Stefán Einarsson skrifar skemmtilega grein um Dettifoss Guðmundar Friðjóns- sonar, og Richard Beck ágætlega um skáldskap Þorsteins Gíslason ar. Hann er nú búinn að skrifa þann f jölda greina í íslenzk tíma- rit um merka menn, innlenda og styrk. Lofsvert er þetta svo langt j ^^ að væru þær aUar saman sem það nær. En heldur hefði eg; komnar á einn stað þá mundi það kosið að stuðningurinn væri með. ^ allmikn bók En það er ein_ þeim hætti, að á móti honumj ^ ^ gera ^ ^ safna kæmi nokkrir tugir eintaka afj & ^ ^ Qg ^^. höf. hvorublaðinu,ogaðmönnumherjundurinn ^ ^ þá bendingu heima væri gefinn kostur a að held að mér sé óhætt að fullyrða, að hún beri mjög af öllu því, er áður hefir verið um þann mann ritað. Hún er listavel skrifuð, en hún er líka full af fróðleik. Höf- undur er jafnvel að sér um hin sögulegu atriði eins og hin, er söngfræðunum heyra til. Ekki er að efa samúðina og skilninginn og vel var að hann átti þess kost að kynnast Sveinbirni. Ef ekki hefði svo farið, væri þessi minn- ingargrein líklega óskrifuð. Hún mundi þá a. m. k. vera fátæklegri en hún er, því það var gott að kynnast þeim manni og hans á- gætu konu; um það get eg borið af eigin reynd. Þess var að vænta að Gísli Jónsson myndi Svein- björn Sveinbjörnsson þó að aðrir landar hans, þeir er færir hefðu verið um hann að skrifa, gleymdu honum. En til þess að geta það, þurfti góða söngfræðamenntun. \ Ómögulegt er annað en að veita því athygli, að allir höfund- ar í Tímaritinu skrifa á góðri ís- lenzku, svo að varla bregður fyr- ir mállýtum eða misnotkun orða. Stefán Einarsson talar hvað eftir annað um reýkinn upp af Detti- fossi, sem er kaldari en svo, að upp af honum leggi reyk, og Jóhannes Pálsson kann ekki að greina á milli áhrifslausu sagn- arinnar að hlæja og áhrifssagn arinnar að hlægja. En hvað er slíkt á móti því, sem við sjáum daglega hér heima og heyrum í útvarpsfréttum. "Nefndi ellifu, er af fauk háls- inum". Þó að þessir menn skrifi íslenzkuna svona vel, er þeim það vitanlega ljóst, að nú er þess skammt að bíða, að hún deyi út í Vesturheimi. Það er sennilegt að hún fylgi þeim í gröfina, sem nú eru miðaldra. En hver veit hve lengi ættræknin kann að lifa á meðal afkomenda íslendinga þar í landi. Enn talar þar höfuðið þó að fokið sé af hálsinum. Eg á þar einkum við hið nýja tímarit The Icelandic Canadian. Það er til þess stofnað, að jafnvel þeir, er ekki geta lengur látið hugsanir sínar í ljós á íslenzku, skuli samt ekki slitna úr tengslum við þetta land feðranna. Og snilld er það, hvernig tekist hefir með þetta tímarit. Það er fróðlegt, skemti- legt, merkilegt og myndarlegt, svo að það sómir sér fullvel við hliðina á Tímariti Þjóðræknis- félagsins. Það er vansæmd okkar og gæfuskortur að við skulum ekki um langa tíð hafa tekið fastar í hina framréttu hönd landa okkar vestra. Aldrei stóð á að rétta hana fram þegar þeir gátu á einhvern háft orðið okkur að liði. Betur væri að við vildum í framtíðinni líta meir í þá áttina en til norð- urlanda. Það er sannleikurinn, að um norðurlönd skiftir ekki næsta miklu máli fyrir okkur, og eigum við þó vitaskuld að sýna þeim grannþjóðum okkar, sem og öðr- um þjóðum fulla vinsemd og kurteisi á allan hátt. Það er allt annað en heimskulegt dekur og tilbeiðsla. —Tíminn, 4. maí COUNTER SALESBOOKS skrifa sig fyrir þeim fyrir lágt ársgjald, er ætíð væri greitt fyr- irfram. Með því væri eflt sam- bandið og skilningurinn. Máske gæti það, sem þannig kæmi inn, einnig runnið til blaðanna, til uppbótar fasta styrkhum. Eina meðalgangan, sem mér er til athugunar. Árni Sigurðsson skrifar langa grein og fróðlega um leiklist á meðal Vestur-íslendinga frá fyrstu tímum til þessa dags. Með þeirri grein eru 49 myndir, er sumar sýna heila hópa leikenda. Meginefni þessarar greinar var nýtt fyrir mér, og svo mun það kunnugt um (fyrir utan það semj fyrir fleirum Bókadeild menningarsióðs hefirj _, , , r . .. . - *^.^v! Margt er her otalið enn, og allt gert fynr soguna), er su, að Þioð , * • er það meira og mmna gott. — ræknisfélagið hér kaupir árlega nokkur eintök af Tímariti þjóð- Mesta og merkasta greinin í þessum árgangi er aldarminning ræknisfélags Vestur-fslendinga' Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar og selur þau félagsmönnum sín- tónskálds eftir ritstjórann. Eg Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur f rágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.