Heimskringla - 23.06.1948, Síða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. JÚNÍ 1948
NÝJAR
LEIÐIR
_ Akrarnir þar sem kornið hafði staðið, voru
gulgráir, allir á iði af akralævirkjum, sem voru
þar í ótrúlegum fjölda, og höfðu komið til að
vera suður frá um veturinn. Á hinu stóra stöðu-
vatni hinumegin við eikarlundinn synti ótölu-
legur grúi viltra fugla, sem einnig voru farfugl-
ar. Gripirnir lágu ánægðri í sólskininu. Hestarn-
ir hímdu áhyggjulausir. Aldrei fyrri virtist Sól-
bakki vera svona fagur.
Anastasía Lockhart var úti í garðinum að
leita eftir blómafræi, er hún ætlaði að sá næsta
ár. Blómin höfðu næstum því hertekið hið stóra
hús í f jarveru hennar um sumarið. Enginn var
heima til að sjá um gamla garðinn, og í þessu
frjósama suðurlandi sigrar náttúran fljótlega.
Eftir fátæktar árin þegar alt fór í niðurníðslu,
varð hin unga og reynslulausa húsmóðir að
fara að endurreisa alt. Sólbakki saknaði nú
hinnar hraustu handar, sem hafði stofnað hann.
En hugrekki og dugnað skorti ekki húsmóð-
urina á þessum bæ. Ekki brast hana heldur fé
eftir þessa dæmalausu hepni hennar, að koma
hjörðinni til markaðs. Hrörnun bæjarins var
mestmegnis af f járskorti.
Anastasía Lockhart var einu sinni fátæk, en
nú var hún það ekki lengur. Ferðin norður hafði
veitt henni Aladíns lampa. Nú gat hún borið
höfuðið hátt og litið framan í heiminn. Nú gat
hún greitt skuldir sínar og verið aftur Lockhart
á meðal Lockhartanna, hæf til að líta framan í
anda föður síns í huga sér, og sjá til að alt, sem
hann tók að sér, væri framkvæmt.
Þennan morgun hafði hún goldið mönnum
sínum mánaðarlaun þeirra, já, hún var rétt ný-
komin heim frá piltahúsinu, þar sem hún hafði
staðið, ekki alls fyrir löngu og játað, að hún
gæti ekki borgað mönnum sínum. Nú var þetta
alt breytt.
Ekki voru nú í kringum borðið allir hinir
sömu menn og áður, því að sumir þeirra höfðu
ráðið sig norður frá, og mundu kanske aldrei
framar koma til Xexas* Aðrir voru ennþá ekki
heimkomnir úr ferðalagi sínu út ’um heiminn.
Svertinginn Buck var þar ennþá og reyndist það
að vera svo, að Milly og hann höfðu komið sér
saman, er hún ákvað að gleyma fyrra manni sín-
um. Milly játaði, að hún hefði gert sig ánægða
með Buck vegna þess, að hún áliti hann betri
mann en Jim. Sæti Del Williams var autt, og
hinn glaðværi hlátur Len Herseys heyrðist þar
ekki framar. Engir fundust erfingjar að eignum
Dalharts.
Nú voru nýir menn á Sólbakka, nýir hestar
og nýir nautgripir. Þegar Jim gamli Nabours
sveiflaði sér í söðulinn þennan morgun, hafði
hann við hlið sér aðeins einn mann af hinum
gömlu hjarðmönnum — piltinn Cinquo Centavos
sem var nú vel klæddur og hafði mannast mikið
eftir hina löngu ferð norður að járnbrautinni.
Báðir höfðu þeir staðið við höfuð Blancocitos
er húsmóðir þeirra steig á bak um morguninn
til að fara heim til sín.
Þess vegna var Taisía Lockhart hér um bil
alein, er hún gekk þarna í súlnagöngum hins
gamla húss, og leitaði eftir blómafræi, sem hún
safnaði saman í lófa sinn. Hún var nú hætt að
ganga í karlmannsfötum og var í reiðfötum. Ilt
þótti Blancocito að bera kvensöðulinn. Hann
lét ekki undan fyr en eftir langan bardaga.
Hvílík breyting á hálfu ári er hún fór heim
frá piltahúsinu. Gat þessi alvarlega stúlka, há
og vel búin, verið hin sama stúlka og þá var
hún? Langt bil var á milli þessara tveggja daga.
Anastasíu Lockhart með raunasvipinn vissi, að
hún mundi glöð skifta á þessum degi og hinum,
þegar hún var fátæk. Þegar hún sá í fyrsta
skiftið hávaxna, unga manninn, sem reið inn í
gegn um hlið garðs hennar. Hún hafði aldrei
séð hann síðan í Abilene.
Hugsun, óákveðið hljóð, eitthvað, sem lá í
loftinu. Hún vissi ekki hvað — stöðvaði hendi
Taisíu er hún las blómafræið. Hún leit við.
Sami riddarinn kom nú inn um hliðið.
Taisía fölnaði. Blómafræið féll á jörðina.
Maðurinn, hár og grannur, sat réttur í söðl-
inum, og kom í þessu gegnum hliðið, sem svert-
ingjadrengur einn hafði opnað fyrir hann. En
nú reið hann ekki til piltastofunnar eins og áður
fyrri.
Þvert á móti reið hann rólega og hiklaust að
framdyrum hússins. f huga hennar var hvert
atriði þessum manni viðvíkjandi skráð með
skýru letri. Með hattinn í hendinni steig hann af
baki nærri fast hjá Anastasíu, sem stóð eins og
steingerfingur. Þrátt fyrir alt sólskinið var hún
föl.
Hann þagði stundarkom. Hann kom fast að
henni án þess að segja neitt. Hún tók eftir ýmis-
legu viðvíkjandi honum. Hún hafði mánuðum
saman vitað, að hún elskaði hann, þrátt fyrir
alla mótspyrnuna.
Hann var vel búinn að vanda, eins og hann
hafði ætíð verið. Fötin hans voru ný og vönduð.
Kraginn og líningar snjóhvítt lín. Hún mundi
greinilega, að svo hafði ekki alt af verið, hafði
hann sagt henni hvernig stóð á rauðleitu skyrt-
unni.
Aðra breytingu var hún viss um — hann
var vopnlaus! Hin þungu vopn hans héngu ekki
lengur við belti hans, ekki sá hún þau heldur í
vösum söðulsins. Þetta var í fyrsta skiftið, sem
hún sá hann vopnlausan.
Henni fanst þetta vera annar maður, af ein-
hverri ástæðu. Hún vissi ekki af hverri. Ennþá
var hann eins óbifanlega rólegur og áður; hinn
sami óútskýranlegi svipur, og drættir andlitsins;
og ennþá virtist hann fylgja þeirri reglu að láta
aðra bera ábyrgðina á samtalinu; en eitthvað
við hann hafði breyst. Stundum verðum við vör
við þannig óútskýranlega breytingu á mönnum,
sem hafa verið veikir eða lent í þungar raunir.
Góðan daginn, Mr. McMasters,” sagði Ana-
stasía gremjufull yfir þessari löngu þögn, þótt
augu hans vikju ekki frá andliti hennar. Hann
langaði til að tala en hin meðfædda óframfærni
hans hindraði hann í að gera það.
Hann svaraði ekki strax. Loks tók hann upp
úr vasanum samanbrotinn miða.
“Eg kom til að færa þér þetta, Miss Lock-
hart,’ ’sagði hann og rétti henni miðann.
Hún leit á miðann, þekti hann og roðnaði
mjög.
“Það var ósk mín að þú ættir að hafa þetta,”
sagði hún.
“Nei, eg get ekki tekið við því.”
“Og því ekki? Það er ekki nema réttlátt að
eg borgi skulidr mínar, eins og allir aðrir verða
að gera. Hann faðir minn borgaði skuldir sínar.
Eg sendi þér ávísunina, vegna þess að það var
skylda mín að borga það. Mig langaði til að
borga þér.” Roðinn í vöngum hennar varð dýpri.
“Hversvegna?”
“Hversvegna? Til að gera skyldu mína
gagnvart þér. Þær voru margar. Hefði eg vitað
áður en við lögðum af stað, hversu takmarkalaus
skuld mín við þig yrði, þá hefði sú ferð aldrei
verið farin. Eg hefði fyr soltið eða dáið, en að
vera þér skuldbundin! Eg hefði kafnað, hefði eg
vitað að eg át brauð þitt!”
“Og þú heldur að þú hafir borgað skuld þína
með þessari ávísun?”
Hún sneri miðanum eins og ósjálfrátt milli
fingranna og lét hann svo falla á jörðina.
“Nei,” sagði hún hreinskilnislega; “það er
fjölda margt, sem eg get ekki borgað þér. Þegar
eg sencfi þér ávísunina, varð eg að geta til um
upphæðina, vegna þess eg gat ekki fengið neina
upplýsingu frá mönnunum um hvað mikið þú
#Íánaðir mér, án minnar vitundar. Það er satt, að
við átum brauð þitt, án þín og alls, sem þú lézt
okkur hafa, hesta og alt annað — án umhyggju
þinnar og hjálpar alla leiðina, hefðum við ekki
getað ferðast þetta, né náð takmarkinu. “Já”,
sagði hún gremjjulega, “við hefðum ekki getað
selt nautin svona haganlega. Alt þetta er satt.
Það er sá sárasti sannleikur, sem eg þekki.”
“Þú vildir þá ekki biggja neina hjálp, ekki
einu sinni frá nágranna þínum? Þú átt víst við
eftir að misgáningurinn, sem þú gerðir var sann-
aður. Er það hið sárasta í þessu máli?”
Orð hans voru hlífðarlaus, en aldrei hafði
hún heyrt svona blíðlega rödd á allri æfi sinni.
“Já”, svaraði hún, “já, það hugsa eg, að sé
satt. En þú hefir enga vægð sýnt mér og sýnir
mér enga nú. Komstu hingað nú í dag til að
neyða mig til að játa þetta?”
“Já,” svaraði Dan McMasters, “eg kom ein-
mitt til þess. Eg vissi að þú mundir vilja segja
mér þetta einhverntíma. Eg vissi að áður en eg
færi aftur, mundir þú vera nægilega mikill Lock-
hart til að kannast við gagnvart McMasters, aö
enginn McMasters gæti verið eins óheiðarlegur
maður og þú hugðir mig vera. Þú rakst mig
burtu frá náttstað ykkar með brennimarki, sem
eg hefði aldrei þolað nema af því, að eg elskaði
þig frá fyrsta augnablikinu, sem eg sá þig — og
ef eg hefði ekki einnig vitað, að þig mundi ein-
hverntíma langa til að játa fyrir mér, að þú hafð-
ir rangt fyrir þér.”
Taisía Lockhart baðaði út höndunum. “Hefi
eg ekki gert það? Eg hefi iðrast þess nótt og dag
síðan þessa stund. En til hvers er það? Þú ert
ekki maður, sem getur fyrirgefið. Þú vildir ekki
trúa mér, þú vildir ekki fyrirgefa mér. Þú segist
aldrei geta breytt þér.”
“Ertu viss um það?” Rödd hans var eins og
hann væri að svara sinni eigin spurningu. Hver
af oss getur verið viss um nokkurn hlut? Hver
skilur öll þessi atriði?”
Hann herti sig upp og reyndi að hefta á-
stríðuna, sem í skapi hans bjó.
“Heldur þú að feður okkar hefðu viljað láta
okkur vera annað en vini?” tók hann aftur til
máls. “Börðust ekki þessir heiðursmenn saman
hlið við hlið, fyrir hugsjónum sínum og ríkinu,
sem þeir bjuggu í? Þeir voru vinir, jafnvel eft-
ir stríðið, og á meðan á stríðinu stóð. Ef þú
ættir bróður, heldur þú þá, að hún systir mín
gæti borgað honum fyrir nokkuð annað eins og
þetta? Þeir voru Texas menn.”
“Svo þú gerðir ekkert fyrir mig,” sagði
Taisía gremjulega. “Þú hugsaðir ekki um mig.
Þú varst að hugsa um Texas. Þú hugsaðir um alt
annað en um mig!”
“Anastasía,” sagði hann rólega, “það er ekki
satt; eg hefi ekki hugsað um neitt annað en þig,
altaf síðan eg sá þig í fyrsta skiftið. Ástin — þú
getur ekki mælt það, sem ástin getur gert!”
“Ást?”
En nú talaði hann hraðara.
“Nágranni og nágranni — já. Gonzales og
Caldwell — já. Lockhart og McMasters já.
Þetta er hinn mikli vegur, sem er bygður; heilt
land, sem er reist við á ný — já. Indíánar, sem
víkja fyrir hvítum mönnum — já.” Nýr dagur,
sem rís yfir þessu landi — já! Eg get séð alt
þetta og þú getur séð það. En hversvegna? Hvað
er baktjaldið fyrir aftan alt þetta? Eg held að
það, hljóti að vera ást — ást milli manns og konu.
Eg veit að það var ást mín til þín, sem knúði mig
áfram. Atriði, sem við getum aldrei mælt. Eg
get ekki útskýrt við hvað eg á. Og auðvitað veit
eg,” bætti hann við, “að eg hefði engan rétt til
þess þótt eg gæti það.”
Anastasía Lockhart stóð og horfði á hann
með galopnum augum. Alt í einu skildi hún, að
hún hafði elskað eitthvað við hann annað en hið
kuldalega útlit hans. Nú vissi hún að hann var
ekki kaldrifjaðasti maðurinn, sem til var, heldur
maður með heitar ástríðufullar tilfinningar. í
fyrsta skiftið sá hún hendi hans titra, er hann
rétti hana út og dró hana til baka.
Hún gat heldur ekki talað áreynslulaust.
Það virtist, sem þau hefðu samt sem áður náð
krossgötunum.
“Svo þú vildir fá viðurkenningu mína með
nafni mínu undir orðunum: “Borgað að þessum
degi.” Erþaðborgað? Gott og vel, við skiljumst
betri vinir, vegna þess að eg kom hingað í dag.
Og þú hélst að eg gæti ekki fyrirgefið!”
“Já!” hrópaði stúlkan loksins. “Eg áleit þig
vera harðasta, kaldasta og grimmúðugasta mann-
inn, sem til væri í öllum heiminum. Eg hefi
aðeins séð hörðu hliðina á þér.”
Andilt hans breyttist, varð alt í einu þung-
lyndi^legt og raunalegt. Þunglyndi kom yfir
hann nú eins og stundum yfir annan mann, sem
hún hafði séð ekki alls fyrir löngu norður frá.
“Eg hugsa að þú getir ekki skilið alt í einu,
góða mín,” sagði hann. “Eg hafði fráskilið mig
öllum öðrum mönnum, vegna þess að eg þurfti
verk að vinna. Heimili og konuást gat ekki fallið
í hlut minn. Eg var ekkert nema prestur — æðsti
prestur laga og réttar. Hendur mínar hlutu að
verða blóði drifnar. Eg vissi að eg gæti aldrei
beðið þín og fundið, að eg hefði nokkurn rétt
til þess.”
Andlit hans var gráfölt. Hann brosti
beiskjulega.
“Eg var vígamaður!” hrópaði hann; “eg
gerðist það vegna skyldunnar við ríkið og ætt
mína. Eg vissi hvað það þýddi — vissi það vel.
Eg gat ekki boðið þér blóði drifna hendi mína.
Eg óttaðist að sú stund mundi koma að skelfing
gripi þig við íhugun þess, sem eg hefði gert. En
eg varð að halda áfram starfi mínu þangið til
því væri lokið. Eg undirbjó mig. Eg skaut
þúsund pundum af blýi, eg notaði tunnur af
púðri, bara til að æfa mig. Eg lærði að einangra
hugann að vissu marki. Það var eina ráðið til að
vera öruggur um líf mitt. Eg býst ekki við'að þú
getir skilið þetta. En eg spilaði hátt spil og vildi
ekki eiga á hættu að tapa. Líf mitt var altaf í
hættu, já, meira en mitt líf.”
Nú sneri hann sér við.
“Ertu að fara?” spurði hún.
“Já. Hinn síðasti af hinum miklu stiga-
mönnum dó í dag. Vegirnir eru nú opnir. Nú
getur ríkið dregið andann frjálslega. Hið mikla
samsæri er brotið á bak aftur, Hvaða mun gerir
það þeim, sem hafa gagn af því, þótt við hverf-
um og gleymumst. Morðingi föður þíns er
dauður. Við gerðum það, sem við máttum til að
gera. Eg varð að ljúka þessu fyrst, áður en eg
vogaði mér að byrja að lifa mínu eigin lífi. —
En-----” Og nú rétti hann sig upp.
Hún vissi að hann ætlaði að sýna sér eitt-
hvað. Augu hennar dvöldu við hvíta línið. Hann
sá að hún horfði á það.
“Já,” sagði hann og leit á hendur sínar. “Eg
hefi snúið við blaðinu. Eg hefi lagt niður vopn-
in. Á meðan eg lifi skal eg aldrei bera þau fram-
ar, hvorki hér né norður frá. Eg er ekki lengur
launaður böðull. Eg hefi hætt að vera það. Eg er
borgarinn McMasters, en ekki lögreglumaður.”
Hann hafði tekið taumana í hendina, en fór
ekki, gat ekki farið.
“Þú talaðir um fyrirgefningu,” sagði hann
loksins með örðugleikum. “Fyrirgefa þér? Eg
hefi aldrei gert annað en einmitt það. Og nú
þegar eg fer brott ætti eg að gleyma þér; en það
get eg ekki. Alt sem þú þarft að gera mér við-
víkjandi er að gleyma mér. Það eru til betri
menn.”
Yfir stúlkuna korH. ofsi, sem hún gat ekki
stjórnað.
“Þú kemur hingað til að halda yfir jnér
reiðilestur? Er það rétt gert? Þú ríður hingað
til heimilis míns og kemur mér til að rífa úr mér
hjartað af sneypu og auðmýkingu, sýna þér
það. Og svo ríður þú burtu og segir: “vertu
sæl”, og biður mig að gleyma þér! Hversvegna
komstu hingað? Gastu ekki sent mér þessa
ávísun með póstinum?”
Hann hikaði. Hendi hans féll niður méÖ
hlið hans. Alt í einu rétti hann hana fram, í
lófa hans lá svolítill hlutur, sem hann hafði
óafvitandi snert við, og legið hafði í frakkavasa
I hans. Þetta var svolítill dökkrauður steinn, eft-
ir útlitinu að dæma. En Taisía sá að annar hlut-
ur hékk fastur við þetta, skeifulagað segulstál,
sem ferðamenn úti á öræfunum notuðu ásamt
tinnu til að kveikja með eld, ef með þyrfti. Án
þess að hafa ásett sér það, varð nú þessi litli
hlutur McMasters til hjálpar að útskýra það, sem
hann gat ekki lýst með orðum.
“Anastasía,” sagði hann ,“líttu á þetta! Þetta
er smáræði — bara moli af járnmálmi, sem eg
fann nálægt Wichita fjöllum, er eg ferðaðist
þar um. En líttu á, í molanum er segulmagn.
Sjáðu hvernig stálið hangir við hann. Það er
varla hægt að losa þá í sundur. Þessi moli festir
sig við hvaða járn sem er. Hann getur ekki að
því gert; þetta tvent getur eigi verið aðskilið.”
“Taisía, hvað er innan í molanum? Eg veit
það ekki. Hvaða kraftur er það, sem við getum
ekki séð. Eg veit ekki. Eg veit ekkert. Þú spyrð
mig, og eg get ekki svarað spurningunni. Alt
sem eg veit, er, að stálið dregst að segulsteinin-
um. Þarna sérðu það, en samt spyrð þú mig að.
hvers vegna eg sé hér nú? Eg veit það ekki.
Það er af sömu ástæðunni og eg lét Rudabough
lifa, og kom mér til að ferðast á eftir þér.”
“Sagði eg þér ekki að til séu atriði, sem
við getum hvorki vegið né mælt? Á bak við til-
j veru okkar er margt, sem við getum ekki skilið.
Hversvegna eg kom? Eg veit það ekki.”
Hann fleygði járnmolanum og skeifunni á
jörðina hjá ávísuninni. Augu hans voru blíð-
legri. Svipurinn breyttur.
“Eg hefi reynt að skýra þetta í hugsun
minni,” sagði hann með titrandi röddu, sem hún
hafði aldrei heyrt fyrri. “Eg er nú að reyna að
skilja hversvegna eg fer ekki leiðar minnar. Við
höfum kvaðst. Eg hefi komist á þá skoðun, að þú
hafir ekki getað elskað mig. Er það rétt eða
rangt?”
“Það er rangt,” sagði hún og leit í augu hans
um leið og hún lyfti höfðinu. “Þú hefir ætíð
farið með mig eins og eg væri karlmaður, en eg
er kona.”
Hann gekk nær henni; í sólskininu þar sem
allir gátu séð þau, tók hann andlit hennar milli
handa sér og horfði í augu hennar með nýju
augunum sínum.
“Þú átt ekki við það, að við gætum bæði
byrjað á nýjan leik. Gætir þú gleymt því, sem eg
hefi verið? Áttu við, að eg gæti nokkru sinni
verið nógu góðar handa þér? Gætir þú lært að
elska mig, þrátt fyrir það, sem eg hefi verið,
vegna þess, sem eg nú er, eða ætla að reyna að
vera? Segðu mér það. Svaraðu mér nú; eg held
ekki, að eg geti staðist þetta.”
Hann lét hendurnar falla niður á axlir henn-
ar og hélt henni frá sér augnablik. Hið með-
fædda hugrekki stúlkunnar, hjálpaði henni til að
líta beint í augu hans.
“Þú veist það,” sagði hún brosandi. Þú hlýt-
ur að skilja það nú.”
Fingur hans losnuðu af öxlum hennar. Rödd
hans varð að hvísli.
**Ja> eg veit það. Það er nýr heimur! Við
erum fyrst af öllum! Það er engin fortíð!”
“Dan”, sagði hún eftir svolitla stund. “Dan!”
Fingur hennar lukust gætilega um úlnlið
hans og krukluðu hvítu líninguna. Augu hennar
fylgdu fingrununp. Hún þorði ekki að líta upp.
Með fingur hennar um úlnlið sinn lyfti hann
höndunum og tók um vanga hennar.
“Taisía”, sagði hann, “hvílík flón höfum við
verið! Ó, hvílíkur blindur bjáni hefi eg verið!
Fyrirgefðu mér!”
“Æ, Dan!” hvíslaði hún.
Höfuð hennar féll eins og í draumi niður á
öxl hans, þótt nú væri morgun og sólin skini í
allri sinni dýrð á þau.
-----E N D I R------
Sigrún frá Hóli
★
Frumsamin saga úr íslenzku
þjóðlífi vestan hafs byrjar
í næsta blaði