Heimskringla


Heimskringla - 30.06.1948, Qupperneq 3

Heimskringla - 30.06.1948, Qupperneq 3
WINNIPEG, 30. JÚNÍ 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Gunnlaugur Jóhannsson Minningaror^ Þeim fækkar nú óðum, gömlu mönnunum, sem fluttust frá íslandi til Vesturheims fyrir hálfri öld, eða meira en það, og margir komnir á fullorðins ár þegar hingað kom. “Fer það nærri vonum”, eins og Matthías segir, þó í öðru sambandi sé. Það koma aðrir í þeirra stað og við gömlu mennirnir njótum þeirrar miklu ánægju, að sjá þá taka okkur langt fram á marga lund, en ekki samt sem Vestur-íslendingar, það stendur ekki til. Gunnlaugur kaupmaður Jóhannsson var fæddur að Skeggjastöðum í Miðfirði í Húnavatnssýslu, 13. september 1867, var hann því á fyrsta ári yfir áttrætt, er hann lézt að heim- ili sínu, 575 Burnell Street í Winnipeg. Mun æskuheimili hans aðallega hafa verið að Haugi í Miðfirði og þar bjuggu foreldrar hans langa hríð, Jóhann Ásmundsson og Guðrún Gunnlaugs- dóttir, myndar-hjón sem þar bjuggu lengi góðu búi. Sá, sem þetta skrifar man vel eftir Jóhanni á Haugi, eins og hann var jafnan nefndur. Hann var jafnan glaður og reifur og virtist jafnan öruggur og ákveðinn. Það var gott að eiga tal við hann. Mun Gunnlaugur hafa fengið gott uppeldi, eftir því sem gerð- ist um bændasyni á þeim árum sem hann var að alast upp. Hann þroskaðist fljótt og hefir væntanlega fengið meiri bóklega til- sögn heldur en almennt gerðist> má ráða það meðal annars af . þvl að hann náði því snemma, að skrifa ágæta hönd, sem hann hélt alla æfi, og einnig að fara vel með móðurmálið. Þegar Gunnlaugur var tvítugur, fór hann að heiman og þá alla leið til Winnipeg, þar sem hann hefir átt heima síðan að mestu. Fyrsta árið mun hann hafa unnið hjá bónda í nágrenni við Winnipeg og var það honum mikil hjálp til að verða fljótt fleygur og fær í að skilja og tala ensku, sem hann sá fljótt að var nauðsynlegt öllum þeim sem hér ætluðu að vera. Fór hann svo til Seattle, Wash., en var þar bara eitt ár, en kom svo aftur til Winnipeg, þar sem hann átti heima ávalt síðan, eða nálega 60 ár. Þegar hann kom að vestan gekk hann um tíma hér á verzl- unarskóla og byrjaði svo á sælgætisverzlun, sem hann rak í nokkur ár, en hætti því svo og fór að vinna við matvöruverzlun, fyrst hjá öðrum, en svo fyrir eigin reikning. Rak hann þá verzl- un í fjölda mörg ár með mikilli árvekni, dugnaði og fyrir- hyggju og farnaðist vel. Hann hafði stóra og fallega búð og hafði ávalt fyrirliggjandi gnægð af þeim vörum, sem slíkar verzlanir vanalega hafa til sölu. Hann var ágætur afgreiðslu- maður, ávalt glaður og þægilegur, og fólkinu þótti yfirleitt mjög gott að hafa viðskifti við hann. Það reyndist líka svo, að verzlunin gekk mjög vel meðan heilsan leyfði honum að stunda hana af fullum kröftum. Þegar ellin tók að færast yfir hann og heilsan að bila, seldi hann sína stóru og vönduðu fasteign, þar sem hann bæði verzlaði og bjó og keypti vandað og þægi- legt íbúðar hús að 575 Burnell Street og bjó þar til æfiloka, sem ekki mun hafa verið nema um 4 ár. Hann dó 1. maí 1948. Gunnlaugur Jóhannsson var mjög félagslyndur maður og lét ekki miklar annir við verzlun sína halda sér frá að taka öflugan þátt í félagsmálum og má þar sérstaklega tilnefna bindindismálið, sem hann vann að um halfrar aldar skeið, með miklum dugnaði, einlægni og staðfestu og lét aldrei tækifæri ónotað til að vinna því málefni allt það gagn er hann mátti og hann mátti sín mikils. Annað málefni, sem hann bar löngum fyrir brjósti og studdi einlæglega, voru lutersku kirkjumálin meðal fslendinga hér í landi, og þó sérstaklega velferðarmál Fyrstu lúterska safnaðar í Winnipeg, sem hann tilheyrði fjölda ára og alt til æfiloka. Hann var maður mjög kirkjurækinn, sótti kirkju sína á hverjum helgum degi og einnig samkomur af ýmsu tagi, sem haldnar voru í kirkjunni og söfnuðinum við- komandi á einhvern hátt; lét sér mjög ant um heill og heiður safnaðar síns. I Gunnlaugur var þríkvæntur; fyrsta kona hans var Guðný Stefánsson. Þau eignuðust tvær dætur, Guðrúnu, sem er hjúkr- unar kona og stundar hjúkrunarstörf í Saskatoon, Sask., og aðra sem dó mjög ung. Önnur konan var Guðrún Johnson; þau FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Fréttabréf frá Sauðárkróki Haustið 1946 var stofnaður hér á Sauðárkróki gagnfræða- og iðnskóli, og störfuðu þeir sam- eiginlega um veturinn. En í vet- ur hafa skólarnir starfað hvor í sínu lagi. Iðnskólinn tók til starfs þann 7. jan. sl. og var honum slitið þann 15. marz. Hann var í tveim- ur deildum með alls 41 nemanda. Luku tveir burtfararprófi: Óskar Þ. Einarsson og Örn N. Sigurðs- son. — Hæstu einkunn hlaut Jóh- annes Hansen, 8.80. Að loknum skólaslitum höfðu nemendur kaffisamsæti og léku gamanleik, er þeir höfðu sjálfir samið. Skólastjórn hafði séra Helgi Konráðsson, en auk hans kehndu þeir Árni Jóhannsson, Árni Þor- björnsson, Ingi Sveinsson, íng- ólfur Nikódemusson, Jón Þ. Björnsson, Sigurjón Björnsson og Þorvaldur Guðmundsson. Sá maður, sem mest og bezt hefir unnið að velferðarmálum skólans, er sr. Helgi Konráðsson sem raunverulega kom skólanum af stað, og hefir síðan með ár- vekni og sínum þekktu hæfileik- Um vakað yfir velferð hans. Iðnaðarmenn á Sauðárkróki standa í þakkarskuld við skóla- stjóra fyrsta Iðnskóla þessa staðar og vona að mega sem léngst njóta krafta hans. Það má fullyrða, að með stofn- un og starfrækslu iðnskóla sé, runninn upp nýr þáttur í fræðslu málum Sauðárkróks. Nýja Barnaskólahúsið Iðnskólinn starfaði í hinu nýja barnaskólahúsi staðarins. Þang- að flutti einnig gagnfræðaskól- inn upp úr nýjári og barnaskól- inn í janúarlok. Barnaskólahúsið er að vísu ekki fullbúið enn, og verður ekki fyrr en á næsta sumri. f því eru 6 rúmgóðar kennslustofur, leik- fimisalur, smíðastofa og kennslu eldhús. Gagnfræðaskólinn Gagnfræðaskólinn er í þremur deildum með alls um 60 nemend- ur. Er gert ráð fyrir, að nemend- ur 3. bekkjar gangi undir lands- próf (miðskólapróf) í vor. Skólastjóri gagnfræðaskólans er hinn sami og iðnskólans og kennarar einnig, nema Ingi og Ingólfur, en auk þeirra kenna við skólann Eyþór Stefánsson. frú Hólmfríður Hemmert og Guðjón Ingimundarson. GUNNLAUGUR JÓHANNSSON eignuðust einn son, Harald, sem er efnafræðingur, og hefir mjög góða stöða í Montreal. Gunnlaugur eignaðist ekki stóra fjölskyldu, en hann hafði mikið barnalán, því bæði börn hans eru pfýðilega vel gefin, hafa hlotið góða mentun og þeim hefir farnast þannig, að þau hafa unnið sér virðingu, tiltrú og góð- hug allra sem kynnst hafa þeim. Þriðja kona Gunnlaugs, Þór- unn Rósa Magnússon, lifir mann sinn. Það er til þess tekið af öllum sem til þekkja, hve prýðilega hún reyndist manni sínum ávalt, en sérstaklega eftir að hann varð hrumur og þurfti mik- illar umönnunar og síðustu vikurnar mjög nákvæmrar hjúkrun- ar. Hún reyndist honum áreiðanlega ágæt kona og var honum til ómetanlegrar hjálpar á þeim hluta æfi hans, sem hann þurfti mikillar umönnunar og hjálpar við. Gunnlaug lifa tveir bræður, Ásmundur P. Jóhannsson byggingameistari í Winnipeg og Halldór Jóhannsson, hálf- bróðir, sem lengi hefir búið á föðurleifð sinni, Haugi í Mið- firði, en er nú búsettur á Hvammstanga í Húnavatnssýslu. Maður finnur til þess, að það er stórt skarð höggvið í hóp hinna eldri íslendinga í Winnipeg við fráfall Gunnlaugs Jó- hannssonar. Hann var svo áberandi maður, að ef maður kyntist honum, jafnvel þó ekki væri nema lítið eitt, gleymdist hann ekki auðveldlega. Það bar margt til þess og sérstaklega hans glaðlegi svipur og góðlátlega viðmót; hann hafði jafnan gam- anyrði á reiðum höndum og hafði góð tök á að segja gamansög- ur svo vel færi á. Hann var örlátur á að dreifa gleðinni úttil annara. Útför Gunnlaugs fór fram frá Fyrstu lútersku kirkjju 4. maí og var þar fjöldi fólks viðstatt. Séra Eiríkur Brynjólfsson og séra Rúnólfur Marteinsson fluttu báðir útfararræður; Mrs. Lincoln Johnson söng einsöng og söngflokkurinn söng sálm- ana. Organisti kirkjunnar lék á hljóðfærið. Börn hins látna manns, sem bæði eiga heima í fjarlægð, voru viðstödd jarðar- förina og tengdadótturin og barnabörnin tvö. F. /. Samkomuhús Mikill áhugi er nú ríkjandi í bænum um að koma upp myndar- legu samkomuhúsi. Hefir Leik- félag Sauðárkróks þegar lagt til hliðar nokkurt fé í skyni, og fleiri aðilar munu reiðubúnir að leggja þar hönd að verki. Er það sérstaklega mikilvægt fyrir leik- starfsemi í bænum að fá full- komnara hús til leiksýninga. Sæluvikan Sæluvika Skagfirðinga hófst 7. marz, en lauk laugardaginn 13. sama mánaðar. Var þá mikið um gleðskap hér, en að þessu sinni snerist mesti fagnaðurinn um sjónleikinn — Gullna hliðið — sem hefir nú alls verið sýndur 13 sinnum fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir leikhúsgesta. Talið er, að allt að tvöhundruð manns hafi sótt leikinn úr Austur-Húna vatnssýslu, ásamt fjölda manns úr öðrum sýslum. Vegna marg- ítrekaðra óska Siglfirðinga afréð Leikfélagið að fara með leikinn til Sigluf jarðar til sýninga í vik- unni eftir páska. Raforkumál og tíðarfar Tíð hefir verið framúrskarandi góð í vetur; sjaldan hríðar og snjór ekki teljandi; og haldist slík blíða, er ráðgert að vinna hefjist að nýju við Göngi^skarðs- árvirkjunina hið bráðasta. All- mikill ótti ríkti hér um nokkurt skeið um það, að raforkusjóður ríkisins mundi vera að kippa að sér hendinni með að láta virkja fyrir sinn reikning, en loks fékkst þó úr þessu skorið; og yf- irlýsing ráðherra, sem fer með þessi mál, fyrir hendi, þó með þeim skilyrðum, að Sauðárkróks- kaupstaður sjái um sölu skulda- bréfa fyrir ca. kr. 500,000.00. Sparisjóður Sauðárkróks og Kaupfélag Skagfirðinga brugð- ust mjög vel við, og hafa nú heit- ið að kaupa skuldabréf fyrir þessa upphæð: Sparisjóðurinn 400 þús. kr. og Kaupfélagið 100 þús. kr. , Góð skilyrði fyrir Niðursuðu- .. verksmiðju Smásíld.millisíld og loðna hef- ir vaðið hér uppi við landsteina af og til í allan vetur. Er mikið fjárfragslegt tjón að ekki skuii vera til nein tæki á staðnum, sem geta nýtt þetta verðmæti. Kunnugir telja, að óvíða eða jafnvel hvergi hér við land sé janffjölbreytt úrval af þeim eftirsóttustu fisktegundum til niðursuðu eins og við innanverð- an Skagafjörð. Munnmæli um “Medicine Hat” Eins og kunugt er, eru mörg staðaheiti, bæði hér í Canada og Bandaríkjunum, dregin af Indí- ánamáli, eða eiga rætur sínar að rekja til hinna mörgu mismun- andi Indíána-kynkvísla, er voru frumbyggjar þessa mikla megin- lands. f nýlega útkomnu hefti af rit- inu “The Canadian Cattlemen”, tekst Mr. W. Henry McKay í Brooks, Alberta, það á hendur að útskýra hvernig bærinn Medi- cine Hat, fékk þetta einkennilega heiti. Er það skoðun hans, að Sir William Van Horne, sem á þeirri tíð var aðal-verkfræðingurinn fyrir félagið C. P. R„ hafi gefið bænum þetta nafn árið 1883, — skömmu eftir að hann heyrði söguna hjá Thunder Bear, en hann var Cree-Indíáni. Thunder Bear kyntist Sir Wil- liam í Medicine Hat, og sagði honum að árið 1863, hefði hann, (Thunder Bear) strokið með unga eiginkonu Indíána-höfð- ingja í Red Deer Forks, og flutt hana til þess staðar, þar sem bær- inn Medicine Hat stendur nú. Kvaðst hann, eftir draumvitr- un konu sinnar hafa farið til verks og skotið 9 erni, og búið til bardaga-höfuðbúnað úr stél- fjöðrunum. Sagðist hann hafa farið með þeninan dýrgrip til eiginmannsins, sem fyrir órétt- inum varð, (reyndar átti nú sá hinn sami þrjár aðrar konur)! Kvaðst hann hafa gefið honum höfuðbúnaðinn, og hefði honum þótt svo vænt um gjöfina, að hann hefði fyrirgefið sér allar sakir. Er þá sagt að Sir William hafi sagt: “Það var ágæt læknislyf, og ætla hér með að nefna þennan bæ Medicine Hat”. Það er þó samt sem áður til önnur saga um tildrögin að þessu sérkennilega borgarheiti, sem við meiri sannanir hefir að styðj- ast. Er hana að finna í bæklingi, “Place Names of Alberta”, er gefin var út af “The Geographic Board of Canada”, árið 1928. í þeim bæklingi segir, að skýrsla riddaraliðs (Mounted Police) Norðvestur-landsins — 1882, skyggi talsvert á sannleiks- gildi Van Horne- sögunnar. Þar segir, að Medicine Hat sé þýðing af “Blackfoot” Indíánaheiti “Saamis”, er þýðir höfuðbúnaður töframanns, (Medicine Man.) í bækling þessum segir enn- fremur: “Ein skýringin á nafh- inu, er í sambandi við bardaga milli “Cree” og “Blackfott” Ind- íána-kynkvísla, þegar töfralækn- ir “Cree-flokksins” týndi bar- dagahetti sínum í ána. Önnur saga setur nafnið í sam- band við líflát allmargra hvítra landnema, og að töfralæknir Ind- íánanna hafi slegið eign sinni á skraut hatt eins af þessum fórn- ardýrum. Ein skýringin er sú, að hæð nokkurri austur af bænum, hafi uprunalega verið gefið þetta nafn, af því að hún hafi í útliti líkst hatti, eða höfuðfati töfra- læknis Indíánanna. Hæðin er nefnd “Medicine Hat” á upp- drætti landmælinga-deildarinn- ar, 1883. Ein sagan enn setur nafnið í samband við björgun Indíána- konu úr Saskatchewan-ánni; en konunni bjargaði einn af hetj- um, (braves) Indíánanna og þótti hann sýna svo mikla hugdirfsku að víðkunnur töfralæknir setti við það tækifæri sinn eigin hatt á höfuð hetjjunnar; átti það að sýna hámark aðdáunar og virð- ingar fyrir það, hversu hraust- lega hann kom fram við björgun- ina. Þá er og ein munnmæla sag- an enn um hvernig þessi staður hafi hlotið nafn sitt, og er hún þess efnis að Indíána höfðingja nokkrum hafi birtst sú sýn, að hann þóttist sjá Indíána koma svífandi út úr móðunni yfir Suð- ur-Saskatchewan ána, og hafði hann fjaðrahatt töfralæknis, — Medicine Man’s — á höfðinu. Hver þessara munnmælasagna hefir mest sannleiksgildi, er ekki gott að segja, en með einhverjum hætti er þetta sérkennilega stað- arnafn tilkomið, og er ekki óeðli- legt að hugsa sér að það standi í sambandi við einhvern atburð, er þessi hjátrúarfullu náttúrubörn, Indíánarnir, töldu yfirnáttúrleg- an. Draumurinn um síldarverk- smiðju á Sauðárkróki hefir ekki ræzt ennþá, og hefir aflabrestur- inn 3. sl. sumur ráðið þar mestu um. Allir bjartsýnir menn vona að þetta sé aðeins stundarfyrir- brigði og síldin taki aftur upp sína fyrri og eðlilegu lifnaðar- hætti; en þá munum við Sauðár- króksbúar fylgjast vel með. hvenær stjórn síldarverksm., rík- isins hyggst láta lögin frá 1942 um byggingu síldarverksmiðja ríkisins koma til framkvæmda á Sauðárkróki. Jón —fslendingur 14. apríl * * * Próf. í íslenzkum fræðum Nýlega lauk Jónas Kristjáns- son prófi við Háskóla íslands í íslenzkum fræðum. Jónas var sá eini sem gekk undir próf í þessari grein við Háskólann í vor. Hann hlaut 1. einkunn. —Vísir 26. maí. * * * Guðm. Guðmundsson varð glímukappi íslands íslandsglímunni, sem háð var í gærkveldi, lauk með sigri Guðm Guðmundssonar úr Ármanni. . Hlaut Guðmundur 5 vinninga og lagði alla keppinauta sína. Tveir menn mættu ekki til leiks af þeim, er skráðir höfðu verið. Guðmundur Ágústsson fyrrver- verandi glímukóngur glímdi eina glímu og sigraði en varð síðan að ganga úr leik, vegna þess, að gamalt meiðsli hafði tekið sig upp. —Vísir 26. maí. COUNTER SALESBOOKS The Viking 853 Sargent Ave. Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. Limited Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.