Heimskringla - 30.06.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.06.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA Híitnskringla * (StotnmO 18M) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaOinu aOlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 30. JÚNÍ 1948 “Hvað þýðir frelsi?” Ræða ilutt við þingsetningu Hins Sameinaða Kirkjuiélags íslendinga, haldið á Gimli, dagana 25. — 27. júní, af séra Philip M. Pétursson Við þessa inngangsguðsþjónustu sem fer fram við setningu þessa þings, — þings hinna frjálstrúuðu safnaða meðal fslendinga þessari heimsálfu, vildi eg taka til íhugunar þýðingu þess hugtaks sem vér helgum oss, sem í þessu kirkjuféfélagi stöndum, hugtaksins “frelsi”, og sem inngang að þessari hugvekju, vildi eg taka orðin fornu og góðu, sem vér höfum oft yfir, en sem vér naumast skiljum hvað þýða. Þau standa í Galatabréfinu, 5. kapítuli: r> ' “Til frelsis frelsaði Kristur oss; standið því fastir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok .... því að þér voruð, bræð- ur, kallaðir til frelsis; notið aðeins ekki frelsið til færis fyrir holdið, heldur þjónið hver öðrum í kærleika.” Eitt vetrarkvöld — eins og margir gera, sat eg við útvarpið og hlustaði á lýsingu á kappleik sem var verið að spila, með miklum ákafa og hávaða. Leikurinn var rétt kominn að því að verða búinn Báðir flokkarnir voru jafnir, og hver maður herti sóknina alt sem hann gat til þess, að hans flokkur yrði á undan. Alt í einu hitti einn leikendanna markið, en rétt í því, framdi hann eitthv^rt reglubrot og varð að gjalda þess, með því að vera tekinn úr leiknum, og mega ekki taka þátt í honum, það sem eftir var af kvöldinu, þó stutt væri. En út af þessu varð mikið uppistand. Maðurinn sem brotið hafði framið varð æstur mjög, og bar á móit dóminum. Það getur verið að mótmæli hans hafi verið meira en aðeins munnleg, með þeim afleiðingum að kappleiksdómarinn dæmdi hann, auk þess, sem komið var, til að greiða 50 dollara sekt. Enn varð uppnám og uppi stand. Hrópin heyrðust í útvarpstækinu, en að lokum var byrjað aftur á kappleiknum, og dómurinn sem kveðinn hafði verið upp, stóð. Er eg hlustaði á það sem fór fram í þessum kappleik, datt mér í hug, að þessi atburður væri gott dæmi þess lögmáls, sem vér verð- um öll að viðurkenna og fylgja sem meðlimir frjálsrar og óháðrar trúarhreyfingar og sem borgarar lýðræðisþjóða, lögmáls einstakl- ingsábyrgðar fyrir gerðir sínar, þ. e. a. s. vér höfum viss réttindi, en þau réttindi eru takmörkuð, og verða að vera takmörkuð samkvæmt því sem menn hafa komið sér saman um, og í samræmi við það, sem meirihlutinn í mannfélaginu hefir ákveðið. Það er alveg eins í hinu hversdagslega lífi og í kappleiknum. Þegar nokkur maður fremur lagabrot, verður hann að gjalda þess. Hann verður að læra að fylgja lögum, og þannig viðurkenna rétt annara manna, sem hann heimtar sömu hlýðni af, sem þeir heimta af honum. Ef að oss eða nokkrum manni, mislíkar eitthvað af reglunum, eða lögunum, þá höfum vér fullan rétt til að gera tilraun að fá þeim breytt. En ef að oss tekst það ekki, verðum vér að fylgja reglunum og hlýða þeim, til þess að alt fari sem bezt fyrir oss og alla menn, þó að oss finnist stundum að sum lögin vera óþarflega ströng — og stundum ranglát. Allir menn eru jafnir fyrir guði og eiga að heita jafnir fyrir lögunum. Og þessvegna, hvort sem það er í hinu hversdagslega lífi eða í kappleik, ef að maður breytir á móti hinum viðteknu reglum, gerir hann það á sína eigin ábyrgð. Það sem eg á við, með þessum skýrnigum, er (að eg hygg), ljóst fyrir öllum. Með þessum lögum og reglugerðum, er verið að gera tilraun til að viðurkenna rétt allra manna, jafnt, og að fá alla menn til að ábyrgjast rétt hver annars, með því að haga sér og gerðum sínum eftir þessum reglugerðum. Þannig geta menn búið saman í bróðerni, og umburðarlyndi, en annars ekki. Og þannig verða menn að gangast undir þessa takmörkun á frelsi þeirra, jafnvel í frjálsu landi. Fyrir stuttu las eg ritdóm um nýútkomna bók, þar sem rætt er um frelsi, og frelsistakmörkun, og meðal annars er'þannig komist að orði: “Frelsi er ekki aðal tilgangurinn í sjálfu sér. Það er aðeins tækifæri . . .” ("Freedom is no end in itself, it is simply oppor- tunity . . .”). Ef að vér leituðum frelsis, sem aðal tilgangsins, og gerðum tilraun hvert út af fyrir sig, að lifa frjáls í þeim skilningi, án hindrunar, og án tillits til annara eða réttar þeirra, þá, á örstuttum tíma yrði ekkert nema alger ruglingur og óstjórn. En frelsi sem tækifæri, tækifæri til að vinna saman, að semja lög sameiginlega, sem eiga að vernda réttindi allra manna jafnt, og viðurkenna jafnrétti allra manna, þó að þau takmarki frelsi vort á sama tíma, þesskonar frelsi sem tækifæri til að lifa og vinna með öðrum, er grundvöllur heimsmenningarinnar, og allra raunveru- legra framfara, á hvaða sviði sem er, andlegu, siðferðislegu og efnislegu. Það kemur oft fyrir að mönnum finst frjálsræði þeirra vera óþarflega takmarkað, og þá fara sumir að bera það sem hér í þessu landi á sér stað saman við einræðislöndin og halda því fram að ein- ræðismenska hafi fest rætur hér einnig og að enginn munur sé á fyrirkomulaginu hér og einræðislöndunum. Það getur verið sannleikur að stundum sé frelsi vort of strang- gæti komið með nokkur dæmi því til sönnunar á sumum svið- um. En hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki, að frjálsræði manna sé of takmarkað á sumum sviðum, þá verða þeir að viðurkenna það samt, að hvorki þessi þjóð né nokkur þjóð er enn orðin svo fullkomin að hún líkist guðsríki á jörðu. Margt er enn, sem er ábótavant. Vér erum enn að fullkomnast og erum að gera tilraun til að stefna í fullkomn- unarátt. En þó að svo sé, þó að margt sé ekki enn eins og vér vildum að það væri, þ. e. a. s. í samræmi við æðstu og fullkomnustu drauma vora, þá er það óumræðilega betra að eiga hér heima, en meðal þeirra þjóða, sem eru undir valdi harðstjórnar og einræðismensku. Vér erum enn frjáls, þó að vér lifum undir lögum. Vér erumenn lýðræði, og höfum það vald í vor- um eigin höndum að gera hverjar þær breytingar á fyrirkomulag- inu hér sem meirihlutinn álítur bestar. Það er meirihlutinn sem ræður, og vér verðum að hlýða vilja hans. En á sama tíma hvernig sem meirihlutinn hugsar eða hvaða lög sem hann semur, hafa menn enn fullan rétt til að hugsa og tala frjálst. Það eru réttindi sem allir viðurkenna, og sem er grundvöllur lýðræðis- stjórnar fyrirkomulagsins, og sem það má ekki án vera til þess að það haldi tilveru sinni. Enginn maður meðal einræðis þjóðanna, hvorki fyr né slðar, hefir þau réttindi. Enginn mað- ur þar þekkir þesskonar frelsi. En það er það, hvað sem öðru líð- ur, sem vér verðum að varðveita, ekki stjórnleysi, ekki frelsi til að gera eins og oss sýnist, en frelsi til að búa með samborgurum vor- um í anda bróðernis, skilnings og umburðarlyndis, þar sem vér viðurkennum réttindi þeirra, /Og verndum þau nákvæmlega eins og vér gerum ráð fyrir að þeir verndi þau með oss. Þetta er tilgangur frelsisins, og það er þetta sem vér notum sem andsvar gegn þeim, sem hyggja að hér sé verið að stefna í einræðisáttina, og sem spyrja háðslega, við hvað vér eigum þegar vér nefnum orðið frelsi, og segja að það sé aðeins hugar- burður. Það er satt, eins og allir rétt- sýnir menn viðurkenna, að á sumum sviðum er frelsi vort tak- markað um of. En á meðan að vér megum ræða um þá hluti opin- berlega, er ætíð von um endur- bót á því og ef ekki væri ábóta- vant á einhverju sviði, þá hlyti fullkomið guðsríki að vera kom- ið, sem er þó ekki eins og allir vita. Síðan á dögum postulanna, og spámannanna, og heimspekinga bæði hinna heiðnu og hinna kristnu, hefir verið rætt um frels- ið, og altaf og á öllum öldum hef- ir það verið skoðað sem dýrmæt eign. í textanum sem eg tók, sagði Páll postuli, “látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok. því að þér voruð, bræður, kallaðir til frelsis”, og hann hvatti menn til að “þjóna hver öðrum í kær- lega takmarkað. Eg veit að eg' þetta eru grundvallar atriði allra annara réttinda. Á seytjándu öldinni lýsti skáldið mikla á Englandi, John Milton, því yfir að nauðsynlegt væri að mega hugsa og tala frjálst og án hindrunar. Með því móti einu sagði hann, er hægt að leiða sannleikann í ljós og að full- komnast á öllum framfara svið um. Hann setti spurningu fyri áheyrendur sína: “Hver hefir nokkurntíma vitað sannleikann bíða ósigur í frjálsri og opin berri baráttu?” Annar maður á Englandi, á síð ustu öld, Robertr Hall, prestur sem ræddi um frelsi og tilgang þess, sagði: “Hin ágætustu rétt indi sem upplýst þjóð getur eign ast er frelsi til að ræða um hvaða mál, sem mannleg hugsun nær til. Svo lengi sem þessi réttindi varðveitast, dafnar frelsið, en ef að þau glatast eða verða tak mörkuð, þá deyr skilningurinn um tilgang þeirra, og hann gleymist undir oki þrældóms og harðstjórnar.” Ennfremur sagði þessi prestur “Lög landsins sjá nægilega fyrir opinberum uppreistartilraunum og ofbeldisverkum, og þess vegna verður hver tilraun til að bæla niður skoðanir með nokkr um öðrum aðferðum en umræð um og röksemdaleiðslum að skoð ast sem hámark harðstjórnar. En þess verður að gæta, að frelsið má ekki skoðast sem á stand, eða fyrirkomulag, sem að veitir eingöngu einkaréttindi. — Það leggur einnig á oss ábyrgðir og skyldur. Til er máltæki, sem tekur það fram, að aldrei fáist neinn hlutur án endurgjalds. Og frelsið er engin undantekning Ef vér æskjum frelsis verðum vér að vera reiðubúin til að taka á oss ábyrgðir og skyldur frelsisins. Frelsi þýðir ekki ábyrgðarleysi Fyrir ekki mjög löngu fékk eg lítið mánaðarrit frá kirkju einni suður í Bandaríkjunum Unitara kirkju, þar sem að er tek- ið fram hvað það þýðir að vera meðlimur þess safnaðar. Bent er á það, að meðlimir safnaðarins eigi sameiginlega, og hver maður jafnt, hvern stein, hvern glugga, hvert sæti, eða stól, eða borð hvern disk og bolla, hvert kola- stykki, eða eldiviðarspýtu í kjall- aranum, sem meðlimir safnaðar- ins, eru þeir allir hluthafar í kirkjueigninni í heild sinni. En einnig er bent á að þetta er ekki alt. Auk þess, eiga meðlimir safn- aðarins jafnan þátt í því að koma í framkvæmd stefnuskrá kirkj- unnar. Og einnig hefir hver með- limur sérstaka þýðingu fyrir kirkjuna, sem verður að vera tek- in til greina. Þannig er komist að orði í ritinu: “Án þín yrði kirkjan veikari. Eftir því sem þú tekur þátt í starfi kirkjunnar, trúir af alhug á stefnu hennar, gefur sjálfan þig í hennar þágu, (að því leyti) er hún sterk. Hver dollar sem þú leggur í safnaðar- sjóðinn, hvern klukkutíma sem þú notar til að sækja guðsþjón- ustur hennar, hverja nefnd sem þú vinnur í, hvert það góða orð sem þú mælir í hennar garð, og fyrir málefni hennar, það styrkir hana bæði efnislega og sálarlega. Hér með þessum orðum er átt leika”, sem er, í nútíma máli, und-| við frjálstrúar kirkju. En hvert irstaða lýðræðis hugmyndarinn-^ það orð sem j þessari yfirlýsingu ar. Ef að menn þjóna hver öðr- um, þá á sú þjónusta ekki að vera er talað^ í sambandi við kirkjuna, mætti endurtaka í sambandi við á kostnað neins eins manns fram {rjáisa þjóð> lýðræðisþjóð, og á- yfir það, sem er lagt á alla menn kyrgðir 0g ^kyidur borgara henn- jafnt og hún getur ekki annað en verið öllum mönnum til hags og blesunar. Þetta er, að minsta kosti grundvallar hugmynd þess- ar. Því þar verðum vér einnig að viðurkenna skyldur vorar gagn- vart þjóðinni og gagnvart hver öðrum, að sjá um að allir njóti arar kenningar, og grundvallar jafnt) Ö11 þau einkaréttindi sem borgarar frjálsrar þjóðar eiga heimtingu á að fá, en einnig að allir menn viðurkenni og taki á hann hugði að heimurinn yrði að’ sig þær ábyrgðir og skyldur, sem hugmynd frelsisins einnig. Á forseta tímabili Roosevelts, bar hann fram skoðun um hvað stefna að, og hann tiltók hin f jög- ur aðal og velkunnu frelsisaíriðí. frelsi til að trúa, frelsi til að tala og hugsa, frelsi frá neyð, og frelsi frá ótta. Er vér öðlumst frelsi á þessum fjórum sviðum, þá mun alt annað, sem vér þrá- frjálsir menn í frjálsu landi, verða að viðurkenna og taka á sig til þess að frelsið varðveitist. Á þeim dögum sem vér nú lif- um, er mikið rætt um að stofna frið heimsins á öruggum og æ- varandi grundvelli. Og eitt sem um, veitast oss að auki, því að sérstök áherzla er lögð á, er þörf- in til að varðveita frelsi vort, og allar þær stofnanir sem eru þegar að vinna að því. En þetta verður að vera gert á eins skynsaman og og siðfergislega fullkominn og vandaðann hátt og möguleikar eru á, annars verður hætta á því, að vér missum hald á þeim hlut- um, sem vér erum að gera tilraun til að halda í og varðveita. Auðvitað er frelsið í sjálfu sér speki og hyggindi, en eins og vér vitum, er það ekki altaf auðvelt að vera hygginn. Tekið er fram í tímariti sem eg sá ekki alls fyrir löngu að frelsi þýði þetta, hyggindi og speki, og að hyggindi og speki feli það í sér, að menn geti skifst á um skoðanir í anda umburðarlyndis og skilnings, og unnið sameigin- lega og í samkomulagi að tak- markinu, en samt með aðhaldi eða takmörkun eða taumhaldi á sjálfum sér og gerðum sínum. Það er ekki altaf auðvelt að hafa taumhald á sjálfum sér, og engu síður að komast að sameiginleg- um skilningi með öðrum, eða að hafa samkomulag sín á milli. En þetta er, samt sem áður, ein af kröfum frelsisins. Ekkert þjóð- félag stendur lengi sem vígi frelsisins þar sem að samkomulag þekkist ekki, í þeim hlutum sem þýðingarmestir eru. Menn eru ekki ódeili eða agnir á sveimi í tómri auðn, þar sem að hver fer sína leið án tillits til annara. Þeir hafa og verða að hafa í hlutarins eðli, lifandi samband eða sam- neyti hver við annan, og hafa áhrif hver á annan. Þeir geta ekki átt neina verulega tilveru, án þesskonar sambands. Þess- vegna er eitt af vandamálum spekinnar, að finna grundvöll raunverulegs samkomulags og skilnings. í raun og veru er full- komið samkomulag, hin full- komnasta speki, og menn geta ekki verið raunverulega frjálsir án hennar. Þetta er lögmál sem á við á öllum sviðum lífsins, þar sem all- ir eru jafnir, og öllum á að veit- ast jafnt tækifæri, án þess að veita nokkrum manni yfirgang, hvort sem það er í þjóðfélaginu, eða í mentastofnunum vorum, eða í kirkjulífi voru, eða á heim- ilinu. Þetta er tilgangur frelsisins. Frelsið er ekki aðal markmiðið í sjálfu sér, en það veitir mönnum tækifæri, tækifæri til að full- komna sig, og fullkomna þjóð sína, í sameiningu og í samkomu- lagi við aðra menn. Hvort sem það var þetta sem Páll postuli átti við eða ekki, þá standa samt orð hans enn, og í nútíma merk- ingu, eða í þeirri merkingu sem eg hefi gert tilraun til að útskýra, sem hvatningarorð til allra manna, sem vilja heyra og sem vilja skilja. “Til frelsis frelsaði Kristur oss; standið því fastir og látið ekki aftur leggja á yður ánauð- arok .... því að þér voruð, bræð- ur, kallaðir til frelsis; notið að- eins ekki frelsið til færis fyrir holdið, heldur þjónið hver öðrum í kærleika.” Verði frelsið oss sem leiðar- ljós nú á þessari stundu er vér byrjum þingstörf vor, og á öll- um stundum, er vér vinnum að því, að útbreiða kenningar stefnu vorrar, hinnar frjálsu og óháðu trúarstefnu, sem þolir það, og hvetur menn til þess, að hvert einasta atriði kenninga hennar komi undir gagnrýningu hins bezta og nákvæmasta og skýrasta hugvits sem menn hafa öðlast. Með því leiðist sannleikurinn í ljós, og hver frelsiselskandi mað- ur eða kona getur fylgt honum í þeirri vissu að hann er í vilja guðs í fylsta og fullkomnasta skilningi. Kristneshæli, 13-6-48 Vilji þér gera svo vel að koma mér í bréfasamband við íslenzka stúlku á aldrinum 25—26 ára. Virðingarfylst, Sigríður Stefánsson, Kristneshæli, Eyjafirði, pr. Akureyri WINNIPEG, 30. JÚNÍ 1948 UM GRÆNLAND Dr. Jón Dúason í Reykjavík, er manna mest og bezt hefir að því unnið að kynna öðrum þjóð- um hinn sögulega eignarrétt fs- lands yfir Grænlandi, hefir sýnt Hkr. þá góðvild, að senda henni 4 greinar til birtingar um Græn- landsmálið. Vakir fyrir honum með þessu, að gefa Vesutr-ís- lendingum kost á að kynnast helztu atriðum málsins í sem fæstum orðum og án þess að þurfa að lesa heil bókasöfn til þess. Birtist fyrsta grein hans í þessu blaði. Viljum vér vekja athygli á henni, því eg trúi því fastlega, að af þeim söguleg.a sannleik, sem þar er byrjað á að segja frá, geti menn skjótt sann- færst um að lesturinn borgi sig. Því það hlýtur hjá hverjum manni hér vestra, sem nokkuð kynnist þessu máli, að vakna á- hugi fyrir því. Það er í raun og veru undarlegt, að þetta mál hef- ir ekki fyrir löngu verið mikið á dagskrá Vestur-íslendinga, íbúa Vínlands hins góða, er frændur vorir á Grænlandi þektu svo vel. Dr. Jón Dúason er orðinn svo kunnur fyrir rannsóknir sínar á þessu máli, að nú veit maður eng- an þann uppi, er teldi sér hættu- laust, að andæfa vísindalega skoðunum hans. HITT OG ÞETTA Dale E. Wilson, í Bremerton, Wash., er lifandi nú aðeins vegna þess, að vinátta og trygð hunds- ins hans, (a Cocker spaniel) vann sigur yfir reiði unnustunnar hans. Wilson datt ofan í gamlan, djúpan brunn, sem hætt var að nota þegar hann var úti á gangi með hundinn sinn, Penney. — Penney var hjá brunninum í 5 daga, og allan þann tíma gerði Wilson árangurslausar tilraunir til þess að komast upp úr. Að síðustu hljóp Penney heim til kærustu Wilsöns, sem þá var orðin afarreið vegna þess að hún hélt að unnustinn hefði brugðist sér fyrir fult og alt, þar sem hún hafði ekki séð hann allan þennan tíma. Loksins tókst Penney með sínu angistarfulla útliti og hátta- lagi að fá stúlkuna til þess að fylgja ser eftir alla leið til brunnsins, þar sem Wilson var, þá mjög aðframkominn. Stúlkunni tókst að lokum að bjarga honum, og er hann nú á spítala, í góðum afturbata. Lík- lega þarf ekki að efa, að dálætið á Penney fari fremur vaxandi, en minkandi eftir þetta! ★ Nýlega var canadiskur hestur seldur og fluttur til Yukon, og átti að nota hann til akuryrkju- vinnu á tilraunabúi stjórnarinn^' Líkgði hestinum hið nýja, fram- andi land ekki betur en svo, að 17 dögum eftir að farið var með hann að heiman, fanst hann hneggjandi við hesthúsdyrnaar sínar í Fort St. John, B. C. Fjarlægðin, sem hann hafði hlaupið til þess að komast aftur til átthaganna, var 900 mílur. ★ Verkamannasambandið í Róma borg, sem kommúnistar ráða yfir skipaði svo fyrir, að allsherjar verkfall verði hafið, hálfan dag- inn, 2. júlí næstkomandi. Þó á að vinna hin allra nauðsynlegustu verk. Verkfallið verður hafið til þess að herða á kröfum um meira kaupgjald, og einnig til að efla mótstöðuna og baráttu vinstri flokksins móti Marshalls-fyrir- ætlununum. * Það er verið um þessar mundir að óska Matthew Poole, 85 ára gömlum fyrverandi þjóni, nú bónda í Pa, til hamingju með 7 punda stúlku barn, sem hann eignaðist með konu sinni, 38 ára gamalli. Þetta er þeirra fyrsta barn, en þau hafa verið gift í 6 ár.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.