Heimskringla - 30.06.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.06.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JÚNf 1948 G. E. EYFORD: Æfintýri Sigrúnar frá Hóli Það var komið fram á Góu, og menn voru farnir að búa sig til sjávar. Vertíðin við Eyja- sand var að byrja. Einn meðal þeirra bænda í sveitinni, sem var að fara í verið var Þorgeir á Hóli. Þau Hóls- hjónin áttu eina dóttur, sem Sigrún hét, sem þá var á áttunda ári. Hún var hið mesta efnis barn. Þegar Þor- geir var farin til sjávarins, gengdi Valgerður kona hans útiverkunum, sem ekki voru mikil, því bústofninn var ekki stór. Þetta kot, Hóll, var kirkjujörð frá Staðnum. og var hið mesta örreyti, slægjur aðeins til að fóðra á Kvígildin. Þegar Þorgeir fór þangað hafði honum verið lofað slægjubletti á Staðar- engjunum, sem svo var aldrei efnt. Þau Hóls-hjónin höfðu gert það er þau gátu til að bæta jörðina, en það var auðvitað í smáum stíl, en nóg til þess, að þau gátu nú haft fáeinar kindur og eina kú fram yfir kvígildin, svo þau litu vonglaðari fram á veginum, smátt og smátt betri afkomu. Eyjasandur er fyrir opnu hafi, og því mjög brimasamt og hættuleg lending. Það var komið fram á Einmánuð og lítið hafði aflast, og voru menn orðnir óþolinmóðir yfir aflaleysinu, en réru þó daglega, er fært var á sjó, og það oft í mjög tvísýnu útliti. Það var einn morgun að bátur sá, er Þorgeir var á réri; útlit var ekki sem bezt, en er á daginn leið, spiltist veðrið svo, að ekki varð lengur við- vært, og lögðu þeir til lands; en er nær landi kom sáu þeir, að óslitinn brimgarður var fyrir öllum söndunum. Hvað gátu þeir nú tekið til bragðs; óhugsandi að leita frá landi, er stórsjór og stormur magnaðist, svo eina hugsanlega ráðið var að bíða þess er skarðaði í brimgarðinn. Eftir litla stund virtist brimið lækka, og tóku þeir þá lífróður til lands. En er þeir voru rétt komnir að landi kom geysistórt álag sem henti bátnum flötum upp í sandinn og féll yfir hann, og sópaði öllu sem í honum var út í brimgarðinn, og fórust þar allir er á bátnum voru. Þessi harma saga barst strax út um sveftina og þóttu mikil og sorgleg tíðindi. Hreppstjórinn tilkynti Valgerði lát mannsins hennar, en að öðru leyti var henni engin hjálp né hluttekning sýnd af hreppstjóranum né prófastinum á Staðn- um, sem var landsdrottinn hennar. Valgerður varð mjög harmi lostin við þessi sorgar tíðindi, og veigraði sér við, fyrst í stað, að láta Sigrúnu vita um það, en hún varð þess brátt vör hve illa móður sinni leið, og var oft að gráta; svo Valgerður fékk ekki dulið hana leng- ur þess sem skeð hafði, og sagði henni eins og var. Dagarnir liðu daufir og vonarsnauðir fram til vorsins án neinna breytinga, þar til í fyrstu vikunni í maí, að hreppstjórinn, Jón í Strýtu, kom þangað ásamt öðrum manni. Þeir gengu um húsin og út í fjósið og virtu alt fyrir sér, og er hann kom inn byrjaði hann að spyrja Valgerði um hagi hennar, og hvað henni tilheyrði af því sem til var. Sigrún litla var hálf hrædd við hreppstjór- ann og spurði móður sína, því hann hefði verið að spyrja um alla hluti og skrifa í bók, sem hann var með, alt sem til var, “og svo heyrði eg hann segja við þig, að þú gætir farið til hans Ólafs á Teigi í vor. Því áttu að fara þangað mamma? Eg vil ekki fara þangað, hann Ólafur gamli er svo leiðinlegur.” “Þú skilur þetta ekki barnið mitt. Hrepp- stjórnin segir að eg verði að hætta þessu bú hokri og fara í vist og vinna fyrir þér, svo sveit- in þurfi ekki að leggja okkur neina hjálp, því það lítið að við eigum sé ekki nema fyrir útfar- arkostnaði og skuldum. Hreppstjórinn var að skrifa upp þetta litla sem til er, það á að selja það á uppboði núna á föstudaginn, þó þá fáum við ekki að vera hér lengur, en verðum að fara til Ólafs gamla í Teigi, eins og hreppstjórinn er búinn að ráðstafa okkur. Eg vona að okkur geti litið þar bærilega, enda eru engin önnur úrræði fyrir okkur.” Hún þagnaði og brá svuntuhorninu sínu upp að augum sér og þerraði tár er runnu ofan kinn- ar hennar. Sigrún starði á móður sína um stdnd, og sagði loksins, kjökrandi: “Ætlar hreppstjórinn líka að taka hana Skjöldu okkar, mamma?” “Já, barnið mitt, hann tekur alt sem við eigum; það verður selt til að borga með því landskuldina eftir þennan jarðarskika, og svo legkaup og líksöngseyrir og ljóstoll, sem er ó- borgaður frá því í fyrra. Hann sagði að það sem við ættum gerði ekki betur en hrökkva fyrir skuldunum.” “Eg vil ekki fara til hans Ólafs gamla, hann er svo f jarska leiðinlegur karlhrotan sú, sí nöldr- andi og tóbakslufsan hangir úr nefinu á honum langt niður fyrir munn. Nei, mamma, farðu ekki þangið, og láttu mig ekki fara þangað. Eg held eg dæi þar úr leiðindum.” “Það er þýðingarlaust fyrir okkur, barnið mitt að sýna yfirvöldunum nokkurn mótþróa. Við getum engu ráðið um hagi okkar, af því við erum svo fátækar. Þeir einir geta ráðið sér og notið frelsisins, sem er svo mikið verið að tala um, sem hafa efni, en fátæklingarnir verða altaí að lúta vilja annara, og þola með þögn og þolin- mæði hverskyns óréttlæti sem þeir eru beittir, enda er okkur kent, að við eigum að hlýða yfir- völdunum möglunarlaust, því þau séu umboðs- menn guðs á jörðinni.” “Mamma! Því trúi eg ekki, að guð hafi gert hann Jón gamla í Strýtu að hreppstjóra. Hann er ekki góður maður. Hann hrynti mér frá sér og meiddi mig í handleggnum, þegar eg ætlaði að standa í fjósdyrunum svo hann færi ekki inn til að taka hana Skjöldu, það hefir verið sagt að hann hafi barið hann Óla, niðursetninginn sem er hjá honum, með lurk og handleggsbrotið hann, þegar hann gat ekki haldið hrútnum sem hann var að rýgja”, sagði Sigrún grátandi. “Nei, mamma! Farðu ekki til hans Ólafs í Teigi, hann verður svo vondur við okkur, og eg verð altaf að gráta þegar eg sé að þér líður illa.” “Vertu nú róleg barnið mitt,” sagði móðir hennar og strauk með skjálfandi hendi hina gullnu lokka á höfði dóttur sinnar. “Það rætist kanske eitthvað betur úr fyrir okkur en áhorfist; við skulum vera vongóðar, barnið mitt.” “Til hvers er það, úr því guð hefir sett hann Jón gamla í Strýtu til að ráðstafa okkur. Eg treysti ekki þeim karli, eg er hrædd við hann.” Það var orðið áliðið kvölds, tveim dögum fyrir uppboðið er þær mæðgur ræddu um kjör sín. Þær sátu undir bæjarveggnum, er kvöld- skuggarnir voru að færast yfri héraðið. Sigrún sá tárin renna ofan kinnar móður sinnar, svo hún hjúfraði sig að brjósti hennar, eins og til að hugga hana, og leita sjálfri sér trausts og at- hvarfs. Þannig höfðu þær setið og ekki gætt þess, að liðið var að miðnætti. Það var sem veðurblíð- an og kyrð næturinnar legði friðandi hendi á sársaukan og kvíðan í huga þeirra; þær veigruðu sér við að fara inn í bæinn til að sofa þar þessar tvær nætur, sem þær áttu eftir að vera þar. Þarna hafði Valgerður, þó í fátækt væri, lifað sínar sælustu stundir í ástríku hjónabandi. Þarna hafði Sigrún litla fæðst og vaxið upp, sem blóm á vor- morgni. Þarna var lífsrót hennar gróðursett; og nú áttu þær að hröklast þaðan eftir tvo daga. Þessar hugsanir og sorgin, lögðust svo þungt á huga Valgerðar ,að hún var meir sem í leiðslu, en vitandi af sér. Alt í einu hrökkva þær mæðg- ur upp af þessum dvala við, að riðið er all geyst í hlaðið. Komumaðurinn fer af baki og gengur rakleitt til þeirra mæðgna, þar sem þær sátu, og heilsar þeim vingjarnlega, og sagði: “Eg var heppinn að það voru ekki allir hátt- aðir hér. Eg reið hingað til að fá mjólkursopa handa hestinum mínum, hann þarfnast hress- ingu. Eg er búinn að vera á ferðinni meir en sólarhring, og Gráni minn hefir litla sem enga hvíld fengið, og svo er fljótið á leiðinni heim til mín, sem er ekki gott yfirferðar um þennan tíma árs.” Valgerður stóð upp og sagðist sama sem enga mjólk hafa. Hefði bara eina kú sem væri nærri því geld vegna fóðurskorts ,og svo væri það dropinn úr henni það eina, sem þær mæðgur hefðu til að lifa á, “en það lítið til er, er yður velkomið,” og brá svuntu horninu að augum sér til að þurka tár, er ómótstæðilega brutust fram. “Það verður líklega í síðasta sinn, sem eg nýt þeirrar ánægju að geta gert nokkrum manni greiða,” sagði hún og stundi við. Að svo mæltu gekk hún inn í bæinn til að sækja mjólkina. Sigrún litla sat hnýpin og þorði varla að líta upp. Hún hafði veitt því eftirtekt að ókunnugi maðurinn var mjög vel búinn, og reiðtýgin á hestinum hans hin ríkmannlegustu. Ferðamaðurinn gekk til hennar og sagði, svo undur alúðlega: “Hvað heitir þú litla fallega stúlka?” “Eg heiti Sigrún,” svaraði hún, nærri því skjálfandi af feimni. “Hvað ertu gömul?” spurði hann. “Eg er átta ára,” meira samtal þoldi hún ekki og fór að gráta. Ferðamaðurinn settist niður hjá henni og spurði hana, svo undur alúðlega, hvað gengi að henni. “Þú virðist vera svo sorgmædd.” Sigrúnu óx kjarkur við hið alúðlega við- mót komumannsins, svo hún þorði að líta upp, og spurði hann hvort hann væri presturinn á staðnum eða sýslumaðurinn? “Nei, nei, eg er héraðslæknirinn ykkar, og heiti Ólafur og á heima á Felli fyrir austan fljótið. Eg hef verið að vitja sjúklinga hérna fyrir vestan fljótið, það eru svo margir veikir, sem þurfa hjálpar við. Eg fór að heiman í gær- morgun, og eg þarf að vera komin heim í fyrra- málið. Eg veit að það bíða einhverjir heima hjá mér, sem þurfa hjálpar við.” Samtalið við Sigrúnu var ekki komið lengra, er Valgerður kom með dálítinn mjólkursopa í fötu og smjörbita og fékk ferðamanninum, og beiddi hann að afsaka hve lítið það væri, og sagði að það væri alt sem hún hefði. Ferðamað- urinn tók við þessu feginshendi; hann stakk hendinni í vasa sinn og tók upp stóran og skæran silfurpening og fékk henni. Svo gekk hann til hestsins og lét hann drekka mjólkin, og stakk svo upp í hann smjörbita, sem konan hafði fengið honum. Meðan ferðamaðurinn var að gefa hestinum mjólkina, sagði Sigrún við móður sína: “Þetta er ekki sýslumaðurinn né presturinn, það er lækn- irinn á Felli, og heitir Ólfaur. Hann er svo góður og talaði við mig, alveg eins og þú.” “Eg sá það strax,” sagði Valgerður, “að þessi maður var eitthvað ólíkur höfðingjunum hérna í héraðinu; þeir eru ekki vanir að tala við aðra eins smælingja og mig og mína líka, og þá sízt öðruvísi en með þjósti og fyrirlitningu, er þeir gefa manni einhverjar fyrirskipanir.” Ferðamaðurinn kom nú aftur til þeirra mæðgna og tylti sér niður á þúfu hjá þeim. Hann sá strax á Valgerði, að hún var beygð og buguð undir einhverju mótlæti; honum var ókunnugt um hagi hennar, svo hann spurði hana hvort þær mæðgur byggju hér tvær einar. Valgerður sagði honum sem var um hagi sína, druknun mannsins síns, og að hreppstjórinn hefði ekki viljað lofa sér að hokra áfram á kotinu, og hefði hún þó verið búin að fá bróður sinn, sem væri einhleypur maður, til að vera hjá sér og vinna upp jörðina. svo við Sigrún litla eigum ekki eftir að vera hér nema tvo daga, því á föstudaginn á að selja þetta litla sem við eigum, og svo eigum við að fara í vist til hans Ólafs gamla í Teigi; eg á að vinna fyrir Sigrúnu litlu, svo það þurfi ekki að gefa með henni af sveitinni. Hún þagnaði og strauk tárin úr augum sér. Ólafur læknir sat hljóður litla stund, en segir svo: “Þér eruð ekki færar um að fara í erfiða vist, þar sem yður er ætlað að vinna hverskonar utanhúss störf sem fyrir koma. Eg sé það á yður, að þér eruð búnar að ofbjóða kröftum yðar og heilsu, þér þurfið að hafa létta vinnu og góða aðbúð.” “Það þýðir nú lítið fyrir mig að hugsa um slíkt,” sagði Valgerður. “Hann Jón gamli í Strýtu tekur varla slíkt til greina, en eg kvíði fyrir að þurfa að fara með hana Sigrúnu mína í annan eins stað, en hvað geta allsleysingjar eins og eg gert, annað en beygt sig fyrir vilja og skip- unum yfirvaldanna?” “Konan mín þarf að fá sér vinnukonu til að hjálpa til við matreiðslu og innanhússtörf; eg skal tala um það við hana þegar eg kem heim,” sagði læknirinn. Valgerður sat hugsi um stund, en segir svo: “Hver er maðurinn sem eg er að tala við, má eg spyrja?” “Eg er Ólafur Þorgeirsson, læknir á Felli. Hafið þér ekki heyrt mín getið? Eg er búinn að vera tíu ár hérna í héraðinu.” “Jú”, svaraði Valgerður. “Eg hef heyrt alla dáðst að yður sem lgekni og góðum manni; en hreppstjórinn hefir nú skipað mér að fara til hans Teits í Teigi með hana Sigrúnu litlu og vinna fyrir henni þar. Eg get engu um það ráð- ið, verð að gera eins og hann segir mér.” Ólafur læknir stóð upp, kvaddi þær mæðgur, mjög alúðlega og sagði: “Eg reyni að koma hér á föstudaginn, og sjá til hvað eg get gert fyrir ykkur. Þeir verða hér þá hreppstjórinn og ein- hverjir úr sveitarnefndinni”. Að svo mæltu gekk hann til Grána síns, strauk hendinni um enni hans, og hljóp svo léttilega á bak og reið á stað. Þegar læknirinn var farinn, sátu þær mæðg- urnar hljóðar um stund, þar til Sigrún segir: “Ósköp er læknirinn viðfeldinn og ólíkur hinum höfðingjunum hérna í sveitinni. Eg var ekkert hrædd við hann, eins og eg er við prestinn og hreppstjórann, sýslumanninn hef eg aldrei séð; hún Gróa á Völlum sagði þér mamma, að hann talaði aldrei við aðra en ríkustu bændurna í sveitinni, hina létist hann ekki sjá.” “Ó-já, barnið mitt, það er sagt að hann sé býsna harður við fátæklingana, það er enn mörg- um í minni þegar hann lét taka fátæku bænd- urna hérna niður á eyrunum og loka þá inni í útikofa um hávetur, svanga og vota fyrir, að þeir voru að tína upp sprek í f jörunni, sem höfðu rekið af sjó, og vissi hann þó, að það var á reka- fjöru sem tilheyrir Staðar kirkjunni og enginn notaði, því prestinum þótti það ekki svara kostn- aði að láta tína það upp, en samt átti að éera Þa alla að þjófum fyrir þetta, en það sem frelsaði þá frá því var, að flestir þeirra veiktust af kulda og hungri, og Ólafur í Hjáleigunni dó úr lungnabólgu, og eftir það var þetta illræmda mál látið falla niður. Ó-já, barnið mitt, það eru fleiri en við, sem fá að kenna á hörðu.” “Ætlar læknirinn að taka okkur til sín. mamma ?” “Eg býst ekki við því að sú heppni liggi fyrir okkur að komast á heimili hans. Það er sagt að það sé gott og glaðvært heimili á Felli, og lækniskonan er sögð að vera góð húsmóðir, þó hún sé höfðingjadóttir úr Reykjavík. Þar eru aldrei vinnuhjúaskifti, nema ef einhver gift- ir sig, og fer að eiga með sig sjálfur, eða ef ein- hver deyr.” Valgerður stóð upp og sagði við Sigrúnu: “Á morgun kemur hreppstjórinn hingað aftur til þess að líta eftir að alt sé í lagi fyrir föstudag- inn. Reyndu að kúra þig niður, Rúna mín, og reyna að sofna, vertu ekki að gráta, barnið mitt; eg treysti því að eitthvað verði okkur til bjargai', þó það sé ekki sjáanlegt sem stendur.” Snemma næsta morgun kom hreppstjórinn, 1 og skoðaði nú nákvæmar en áður hvern hlut sem selja átti á uppboðinu daginn eftir. Valgerður var fyrir löngu komin á fætur, er hann kom, og var að mjólka kúna. Hann talaði ekkert til hennar, en sagði við manninn sem með honum var: “Það er bezt að byrja á því að verð- leggja það sem er utan húss, og byrja á kúnni, hún er ekki meir en 20 króna virði, enda er eg í standi til að kaupa hana sjálfur; hann Ólafur á Grandanum var auðvitað að tala um. að koma hingað og bjóða í kúna, en eg sagði honum að þess væri ekki þörf, því eg gæti keypt kúna fyrir hann og séð um að hún yrði ekki sprengd upp í verði. Þú býður í kúna og eg slæ þér hana á 20 krónur, svo get eg selt Ólafi hana seinna, með dálitlum hagnaði.” Valgerði leið illa þennan dag, en lét þó sem minst á því bera, enda var hún kona stilt og vön mótlæti, en það var eitt fremur öðru sem særði hug hennar, sem var hversu hreppstjórinn og maðurinn sem með honum var, virtust algerlega sneyddir allri samhygð með henni og Sigrúnu litlu. Þeir litu á þær mæðgur eins og hlutina sem þeir voru að verðleggja. Er Jón hreppstjóri sté á bak hesti sínum, kallaði hann til Valgerðar, og sagði: “Vertu nú tilbúin á morgun með stelpuna, að fara með hon- t um Teiti, hann kemur með hest handa ykkur til að ríða á suður eftir, þið getið tvíment á hross- inu.” Að svo mæltu sté hann á bak og reið burtu. Valgerður settist undir bæjarvegginn, tók höndunum fyrir andlit sér og grét. Hún reyndi að dylja tárin svo Sigrún sæi ekki að hún væri að gráta, en það hepnaðist henni ekki, því Sigrún sá það brátt, hún tók höndunum um háls móður sinnar, kýsti hana og strauk tárvota vanga henn- ar og sagði: “Mamma, eg er alveg viss um að við förum ekki að Teigi. Mig dreymdi í nótt, að fallegi maðurinn, sem kom hérna í gærkveldi, væri kominn hingað og hann rétti okkur hendina og leiddi okkur austur úr túninu, og eg var svo glöð í svefninum að eg fór að syngja, og við það vaknaði eg.” “Eg býst varla við .því að hann komi hingað á morgun, læknirinn á Felli. Hann hefir meira að gera en hann kemst yfir, að vitja sjúklinga; það er svo kvillasamt um þessar mundir hérna í sveitunum.” En von og traust Sigrúnar var svo örugt á því, að hann yrði til þess að frelsa þær frá því að fara að Teigi, að hún næstum gleymdi hörmum sínum og móður sinnar. Hún var svo örugg í von sinni og trausti, að hún fór að hugsa um hvernig mundi vera útlits á Felli- Þannig sátu þær þar til kvöld var komið. Sigrún full vonar og traust, eins og æskunni er svo eðli- legt, en móðir hennar gat ekki gert sér neinar glæsivonir, hún hafði reynsluna að baki sér, og þekti vel kringumstæður sínar. Þegar dimma tók fóru þær inn og reyndu að gleyma hörmum sínum undir friðarvæng svefnsins. Uppboðs dagurinn rann upp bjartur og fag- ur. Skömmu eftir dagmál fór að sjást til manna- ferða neðan eftir eyrunum, það voru bændur neðan úr sveitinni, esm ætluðu að vera á upp- boðinu. Jón hreppstjóri var þegar kominn og hóf uppboðið undir eins, þó fáir væru komnir. Hann var æfinlega við svona tækifæir afar alvarlegur og hafði orð á því, hversu sér væri óljúft að selja þessar litlu reitur sem þessi fá- tæka ekkja ætti, en hjá því yrði ekki komist, em- bættisskylda sín krefðist þess. Það tók ekki langan tíma að selja þessar litlu reitur, það var kýrin, sem nokkrir buðu í, en hreppstjórinn virt- ist ekki heyra boð þeirra, þar til hann segir, alt í einu: “20 krónur hæðsta boð, og sló Brandi í hjáleigunni hana með sama. Mennirnir gláptu hver á annan, og spurðu hver annan, “hver keypti kúna?” en enginn þótt- ist hafa heyrt hver átti boðið, en þeir þorðu ekki að fást meira um það. Að þessu loknu var uppboðið búið, og menn bjuggust til heimferðar. Jón hreppstjóri kallaði til Valgerðar og spurði, hvort hún væri tilbúin að fara með hon- um Teiti í Teigi, hann væri hér með hest handa henni og stelpunni, til að sitja á suður eftir. Valgerður svaraði engu, en Sigrún litla hélt í pils móður sinnar og sagði við hana: “Þú ferð ekki með honum Teiti, mamma, við viljum ekki fara þangað.” Jón hreppstjóri, sem ætíð var stiltur, enda vanastur því, að skipunum sínum væri hlýtt mótmælalaust, varð nú óþolinmóður og sneri sér að Sigrúnu litlu, og sagði í skipandi róm: “Það er ekki þitt, krakka angans, að segja fyrir um það hvar þú vilt vera, þú mátt þakka fyrir að nokkur vill taka þig, og þér er betra, anginn þinn, að venja þig af því, að vera með hortugheit við yfriboðara þína.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.