Heimskringla - 30.06.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.06.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 30. JÚNÍ 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Eg bið afsökunar Þegar herðir á einhverjum hnútnum milli stórveldanna, segja þau hvert við annað: “We apologize!” “Hvað höfðingjarnir hafast að hinir ætla sér leyfist það.” * Eg finn til þess bezt sjálfur, hvað ég hef gengið lengi með þessar afsakanir. Eg hafði hugs- að mér, að vera orðinn full frísk- ur fyrir löngu, en það sigla fáir byr Hrafnistumanna í heilsu- fræðinni þegar eitthvað af mask- ínuverki líkamans gengur úr skorðum; og er það sú eina af- sökun, sem eg hef fyrir mig að bera á öllum þessum drætti, að þakka fyrir mig. f þann mund er þjóðræknis- andvarinn strýkst um elzta topp íslenzka mannfélagsins í Vestur- heimi á hverjum vetri, koma fyr-, ir margir annarlegir atburðir, sem engin gerir ráð fyrir og kom einn þeirra fram á líkama mín- um á síðastliðnum vetri, er gigt- in hljóp í mig, alveg upp úr þurru, og hertók tjaldbúð mína, og hefir haft þar tögl og haldir síðan. Á þeim píslarvikum, er þá gengu í hönd, bárust mér bréf og bréfkort víðsvegar að, en fæðst- um þeirra hef eg getað svarað enn. Er þessi bunki orðinn nú svo hár, að eg blóðroðna, eins og stúlka sem kyst er í fyrsta sinn, er eg lít hann augum. En fram- kvæmdir verða þær, að eg skamm- ast mín niður í hrúgu og snauta í rúmið, breiði upp fyrir höfuð, les faðir vor, bið himnaföðurinn að fyrirgefa mér ódugnaðinn og fel honum allar framkvæmdir í þessu máli og þar við situr fram á þennann dag. Vildi eg því, með þessum lín- um, friðmælast við alla hlutað- eigendur og biðja þá, að sjá aum- Ur á mér, en kenna andskotans gigtinni um dráttinn, en ekki niér, sem dæmdur var til að vera krossberinn í báðum þessum til- fellum. Aftur á móti lofa eg þess- Um vinum mínum, að strax og Umhægist fyrir mér, andlega sem líkamlega, skal eg senda þeim, hverjum út af fyrir sig, sína ögnina af hverju: guðs blessan og minni. ★ Úr því eg fór að rabba um þessi bréf og bréfkort, get eg ekki stillt mig um að prjóna hér neð- an við árlitla aukagetu. Það mun hafa verið einn ill- viðrisdaginn í marzmánuði, að Oiér barst, í hendur bréfkort með tnexikönsku frímerki, með fall- egri hvanngrænni landslags- tnynd á annari hlið, en áritan á hinni. Hvert í logandi, lagsmað- Ur! Mexico! Þaðan hafði eg aldrei fengið nokkurn skapaðan hlut áður, annað en frásögn um nauta- og hana-at, og þar vissi eg ekki til að nokkur væri sem eg þekti. Eg hafði ekki, það augna- blikið, gleraugun á nefinu svo eg greindi ekki nafn sendanda. Eg spenti upp brillurnar í hasti og sjá, það var frá Boða litla Sædal (reyndar kalla allir hann hú Bobbie, en hann heitir samt &oði). Seinna sendi hann mér kort frá Panama-skurðinum, með hiynd af því mikla mannvirki, og þriðja kortið kom frá honum skömmu síðar, frá einhverjum stað einhver staðar, líklega þar suður frá. Þeir hefðu nefnilega klest póstmarkinu svo rækilega ofan á frímerkið, að ekkert sást nema ein kolsvört kléssa. Svona meðferð á alsaklausum póstkort- um ætti að vera bönnuð með lög- um, að viðlagðri flengingu svo tekið væri mark á löggjöfinni, því póstþjónum sem öðrum, er sárast um sinn eigin skrokk. Fyrst eg minnist á Boða litla með nafni, verð eg að segja ögn meira um hann. Hann er sonur þeirra hjóna Ágústs Sædal og Mínervu Jónsdóttur. Ágúst hef eg þekt um lengri tíð og Mínu alla hennar ævi. Boða kyntist eg fyrst er hann var ósköp lítill hjá foreldrum sínum í Wynyard, Sask. Heimili Sædals hjónanna þar handan yfir götu frá heimili mínu, en góðan spöl frá götunni þó ekkert hús væri á milli. Þessi gata, er hér um ræðir, var í þá daga, það endemis forardýki á vorin, að nálega var engum fær nema fuglum himinsins, og þar við bættist, að hún var skorin svo upp í rastir af hjólförum, að hryggirnir náðu hæðstu mönn- um í klof. Á milli hryggjanna lágu dalir og lautir, er fullar voru af aur og vatni. Yfir þetta átti Boði að sækja er hann heimsótti mig, er oftast var á hverjum degi, ef veður eða mamma hindr- uðu ekki ferðalagið. Var gaman að sjá til snáða er hann skreið lafmóður af sundi upp á há- hryggina og hvíldi sig um stund áður en hann lagði til sunds á ný. Alldrei gafst hann upp við ferðalagið, svo eg til vissi, en verkunin var óskapleg, og enga mansmynd á honum að sjá annað en það, að hann stóð uppréttur með sigurbros um alt sitt foruga andlit. Að reyna að hreinsa hann nokkuð upp var ekki til neins, því hann átti sama veg heim að sækja. Ef máltækið, “að vera eins og hundur af sundi dreginn”. hefir nokkurntíma átt við, þá átti það sannarlega við litla Boða er hann kom úr þessum svaðilför- um. En þá var Boði lítill — svo lít- ill, að eg þurfti að horfa niður til að sjá hann allan. Nú er hann orðinn stór fyrir löngu — svo stór, að eg verð að horfa upp til að sjá hann allann. Boði gekk í sjóher Canada strax í byrjun stríðsins og þjón- aði þar landi og lýð til stríðs- loka. Fór hann víða um heim og sigldi hin sjö heimshöf og þar á meðal tvisvar til íslands, þó eigi fengi hann landgönguleyfi í hvorugt sinn. Að stríðinu loknu gekk hann úr herþjónustu og vann um tíma með föður sínum við málningu í Winnipeg, en er framliðu stundir undi hann ekki landkrabba-lífinu og innritaðist aftur í sjóher þessa lands, og þar er hann nú. Boði er einn af maskínumönnunum á hinu stóra og skrautlega herskipi canadisku þjóðarinnar, Ontario, er frægt var fyrir að flytja Pál S. Pálsson og frú, og Jóhann Beck og frú á skemtisiglingu þeirra um kyrrahafið í fyrrahaust. Boði var þar, innanborðs þó ferðafólkið rækist ekki á hann, og hann ekki á það. Boði er kvæntur konu af her- lendum ættum og eiga þau tvo efnilega drengi; eru þau búsett í Victoria, B. C. því þaðan liggja sjóferðir Boða í hvert sinn út um víða veröld. ★ Og fyrst eg er kominn í þenn- ann habít, finn eg mig knúðann, innvortis auðvitað, til að minn- ast á annað kort, er mér barst á sængina. Var það af gráskegguð- um hundi með gleraugu, rauða, lafandi tungu með barðastórann stráhatt á hausnum og hárauð- an trýnisbrodd. Undir hattbarð- inu vinstramegin er ofur lítill blár fugl sem stungið hefir gogg- inum inn í hlustina á hundkvik- indinu og gargar hástöfum: “Get well Quick”. Þetta er nú alt gott og blessað nema rauða trýnið. Hvenær hefir nokkur heyrt eða séð hund með blóðrautt tríni? Nei, rautt nef heyrir ekki hund- um til — nema þá þeirri hunda- tegund er eigi má nefna við greftranir eða í eftirmælum. Jæja, hvuti var límdur saman á kviðnum svo eg varð að gera á honum uppskurð, og er eg hafði opnað hann valt innan úr honum kort með árituðum tveim vísum eða versum til mín. Voru ljóð þessi bæði hjartnæm og hress- andi; kveðandin var skásneidd stúthenda, og er sá bragarháttur alræmdur fyrir fegurð. Efnið er svo hugnæmt að það “svalar hverri hjartans und”. Vísur þessar eru jafnt ættjarðarljóð sem gaman kvæði, saknaðarstef sem ádeiludrápa, tilbeiðslusálm- ur sem drykkjuvísur. Alstaðar eiga ljóðlínur þessar jafnvel heima, en lestrinum verður að haga svo, að hornin reki sig hvergi hvert á annað, og að alt renni inn í hin hjartnæmu og áhrifaríku-orð skáldsins er síðari vísan endar á: “Vað vil you have for vask?” Eins er með lagið. Þú getur sungið þær með hvaða lagi serrf þér þóknast eða engu lagi ef þér sýnist svo, á hvaða tónstiga sem er og í hvaða rnoll eða dúr sem þú kýst. Er þetta mikill kostur nú á dögum, þar sem engum kemur saman um hvernig syngja^ skal þetta eða hitt. Einnig má kveða erindi þessi með hvaða stemmu sem er, því þó önnur vís- an sé níu ljóðlínur en hin sjö gerir það ekkert til fyrir kveð- andina; það eina sem þarf að gera í fyrra tilfellinu, er að búta aftan af eina línu, en í hinu síð- ara að draga seiminn og endir- inn á langinn þar til síðustu rok- urnar enda með hávaða og hrifn- ingu á orðunum “for vask?” Að eg hvorki birti vísurnar eða nafn höfundar, kemur til af því, að hann er persónulegur vinur minn og vil eg honum vel í alla staði. Ef eg birti nafn hans og sýnishorn ljóðgerðar hans, mundi afleiðingin verða sú, að yfir hann mundi rigna áskorunum um, að hann léti ljóð sín á þrykk út ganga á sinn eigin kostnað. — Hvernig fer með slíkar útgáfur má lesa á blaðsíðu 162 í hinni nýju kvæðabók Káins. Sveinn Oddsson Barley Entries Close July 15 The Contest Committee in charge of the 1948 National Bar- ley Competition this week issued its final warning that entries are to be n by July 15. Entry form should be mailed to the Provincial chariman in the province in whcih the grower re- sides. This deadline applies to the two competitions, both sponsor- ed as before by the brewing and malting industries. One is de- signated as a Farmers’ Compe- tition for which the entry re- quirement is a carload of at least 1,667 bushels. The other is a Seed Growers' Competition for which the re- quirement is an acreage sufficí- ent to produce at least 500 bush- els of clean seed, eligible for sealing. While 500 bushels is the minimum, a larger quantity may be submitted. GILDI BÆNARINNAR Fyrir allöngu síðan var eg beð- inn að birta í Heimskringlu skýr- ingu lúterskrar trúar á bæninni, samkvæmt bókinni “Höfuðlær- dómar”. Fyrir alveg óheyrilegar annir hefur það dregist fyrir mér til þessa og bið eg hlutaðeig- anda velvirðingar á þessum drætti. Nú vil eg verða við þess- ari kvöð og gefa mína skoðun á efninu. Á 34 blaðsíðu hinnar umræddu bókar stendur þetta um bænina: “Á hvern hátt eða að hve miklu leyti bænin getur breytt ráð- stöfunum guðs, er hvergi tekið fram. Þó virðist svo mega ráða af heilagri ritningu, sem drottinn hafi oft breytt ráðstöfunum sín- um vegna bæna trúaðra. Samt hlytur guð vegna alvísi sinnar að hafa séð bænina fyrir. Má þá af því ráða, að mönnunum hafi í rauninni dulizt hinn upphaflegi tilgangur hans; hafi hann þá lát- ið annan tilgang í veðri vaka en þann, sem var hans verulegi og eiginlegi tilgangur, til þess að knýja mennina til auðmýktar, bænar og trúar.” Hér er guði eignaðar lágar hvatir til að fá vilja sínum fram- gengt. Hann brúkar blekkingu til að knýja menn til auðmyktar. Þetta er skiljanlegt ef maður hugfestir hvaðan guðshugmynd- in er runninn og hvaða fyrir- mynd er notuð til að skýra guðs- myndina. Fyrirmyndin var tekin frá hirðlífi Austurlanda þar sem drambsamir konunga einvald^r girntust það fyrst og fremst að líta knékrjúpandi þegna og vörðu til þess öllum kröftum, öllum ráðum og allri mannvonsku að gera þennan flokk þýlyndra þegna sem allra stærstan. Hér er gert ráð fyrir að guð hafi ekkert annað takmark með sköpun mannsins og heimsins en að svala sjálfsþótta sínum með tilbeiðslu þegnanna og til að þessum guð- lega ásetningi sé fullnægt, beitir hann blekkingu. Guði eru hér eignaðar blekkingar til að auð- mýkja mennina. Hér er ekki með éinu orði að því vikið, að guðs til- gangur sé að göfga mennina né þroska þá að andlegu atgerfi. Hlýðni og auðmykt eru aðeins heimtuð. Sú hlýðni er ekki mið- uð við neinn sjálfsögð siðferðis takmörk, aðeins þess krafist að menn hylli Jehóva sem konung sinn. Þetta er í nákvæmu sam- ræmi við guðshugmynd forn- gyðingdómins, sem hefur verið undirstaða alls “rétttrúnaðar” um eftirlkomandi aldir. Þar er talað um graman guð, afbryðisaman guð, heiftrækinn guð, harðstjórn- ar guð og öfundsjúkan guð — Þetta var, að minstakosti, sú guðs hugmynd sem mér var innrætt í bernzku af góðum manneskjum og langtum betri en sá guð, sem það tilbað. Þetta verður nú að nægja í bráð ina en ef vinur minn vill meira um mínar hugmyndir heyra skal eg reyna að verða við kvöð hans. H. E. Johnson Þeir sem villja fá myndir prentaðar í bók þeirri er búist er við að út komi á komandi hausti um Álftavatns- og Grunnavatns- bygðir verða að senda þær til Jóns Guttormssonar, Lundar, fé- hirðis útgáfunefndarinnar, fyrir ágúst mánaðar lok. Fjórir doll- arar verða að fylgja hverri mynd fyrir kostnaði nema fyrir þá sem eiga myndamót, þá verður aðeins tekið gjald fyrir plássið í bók- inni. Þetta verður að gerast svo bókin verði ekki of dýr og svo cngin mynd verði eftir skilin sem fólk vill fá prentaða í bókinni. Hér er átt við smærri andlits- myndir en stærri myndir verða eðlilega dýrari. Mrs. L. Sveinson, ritari nefndarinnar H. E. Johnson, forseti nefndarinnar KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðib f GLAMPANDI SÓLSKINI Frh. frá 1. bls. því eftir því sem f jær dró lúðra- sveitinni, heyrðist minna til hennar. Þetta ætti þjóðhátíða- nefnd að hafa í huga næsta ár. Á Austurvelli var saman kom- inn mikill mannfjöldi, er skrúð- gangan kom þangað. Voru allar götur umhverfis völlinn svo þétt- skipaðar fólki, að það gat tæp- lega hreyft sig. Fánaberar í göng unni mynduðu fánaborg við minnismerki Jóns Sigurðssonar. í Dómkirkjunni fór fram há- tíðaguðsþjónusta. Séra Jakob Jónsson prédikaði. Forseti fs- lands var viðstaddur, svo og rík- isstjórn, borgarstjóri og aðrir embættismenn. Mannfjöldinn umhverfis Aust- urvöll hlustaði á guðsþjónustuna. Vegna þess hve veðrið var gott og fólkið kyrlátt, var sem dóm- kirkjan næði að þessu sinni yfir allan Austurvöll. Að lokinni guðsþjónustu gekk forseti fslands og forsætisráð- herra að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar og lagði forseti þar blómasveig er tvær nýútskrifað- ar stúdínur báru. Um leið og for- seti lagði blómasveiginn heilsuðu fánaberar, en lúðrasveitin lék þjóðsönginn. Forseti gekk nú inn í Alþingishúsið og fram á svalir þess og óskaði mannfjöld- anum gleðilegrar hátíðar. Mann- fjöldinn hrópaði ferfalt húrra fyrir forseta sínum. Nú gekk Fjallkonan í falleg- um skautbúningi fram á svalir Alþingishússiins og flutti hún hátíðaávarp í ljóðum, er Tómas Guðmundsson, skáld, hafði orkt Var Fjallkonunni fagnað með dynjandi lófataki. Frú Borg Reumert var Fjallkonan. Stefán Jóhann Stefánsson, for- sætisráðherra, flutti ræðu af svölum Alþingishússins. Ræddi forsætisráðherra nokkuð um á- standið, sem skapast hefði síðar. heimsstyrjöldinni lauk hér í Evrópu, og benti á að ísland hefði ekki farið varhluta af þeim erfiðu viðfangsefnum. Sagði for- sætisráðherra að verðbólgan væri íslenzku atvinnulífi hin mesta hætta og launastéttirnar ættu þar ekki hvað síst mikið í húfi. — Sagði ráðherra að með góðri sam- vinnu og skilningi atvinnustétt- anna og með aðstoð ríkisvaldsins ætti að vera unnt að koma í veg fyrir að verðbólgan stöðvi at- vinnureksturinn. Þá vék ráðherra að gjaldeyrs- skortinum og skömmtun á nauð- synjavörum. “Þetta eru aðstafan- ir, sem óhjákvæmilegt hefir reynst að koma á í þjóðfélaginu”. Ráðherra fór nokkrum orðum legu samstarfi við önnur ríki og um þátttöku íslands í fjárhags- þá fyrst og fremst við hin Norð- urlandaríkin. Vonir standa til, að af því geti orðið nokkur árang- ur. Um Marshall-aðstoðina, sagði ráðherra, að þessi samtök þeirra 16 fullvalda menningar- og lýð- ræðisríkja, sem taka þátt í að- stoðinni er án efa hið merkileg- asta fyrirbæri. Ef skynsamlega er á haldið, ætti það að styrkja sjálfstæði íslands og jafnréttis- aðild þess meðal ríkja Evrópu, sagði forsætisráðherra. “Fjár- hagslegt öryggi og alþjóðlegt samstarf í þeim efnum er nauð-l synlegur þáttur til að treysta sjálfstæðisgrundvöll hins unga íslenzka lýðveldis”, sagði ráð- herra. Að ræðu forsætisráðherra lok- inni, var hátíðahöldunum við Austurvöll lokið og hélt nú mannfjöldinn af stað suður á f- þróttavöll. Við leiði Jóns Sigurðssonar staðnæmdist mannfjöldinn. Frú Auður Auðuns, annar vara-for- seti bæjarstjórnar Reykjavíkur, lagði blómasveig að leiðinu í nafni fþróttasambands íslands og íslenzkra íþróttamanna. Söng nú karlakór “Sjá roðan á hnjúk- unum háu”. Var nú haldið áfram suður á íþróttavöll, en þar fór fram 17. júní mót íþróttamanna Kvöldskemtun þjóðhátíðar- innar fór fram á Lækjartorgi og Arnarhóli. Á háhólnum var kom- ið fyrir fallegum ræðustól og palli fyrir söngfólk og loks var þar hljómsveitarpallur. Þar hófst kvöldskemmtunin með því að Lúðrarsveit Reykja- víkur lék nokkur lög. Menn höfðu orð á því, að sveitin hefði sýnilega æft mjög vel undir þennan dag, enda leysti lúðra- sveitin hlutverk sitt vel af hendi. Hjálmar Blöndal, form. þjóðhá- tíðarnefndar, setti skemmtunina, en því næst tók til máls Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór »Reykjavíkur sungu nokkur lög og Sig Skagfield söng með aðstoð lúðrarsveitar- innar. Að lokum söng þjóðkórinn undir stjórn dr. Páls ísólfsson- ar. Sagði Páll, að hann hefði að- eins einu sinni séð stærri kór, en það var á Þingvöllum 19*f4. Bað Páll þennan f jölmenna söngflokk að taka undir en mjög fáir gerðu það. Þetta atriði hátíðahaldanna hefði getað verið mjög ánægju- legt. Hugsum okkur þúsundir manna, alla syngjandi og í góðu skapi. Páll ísólfsson sagði nokkra góða brandara, og gat þess að einhver vinur hans hefði full- vissað sig um, að á Arnarhóli væru 29,874 karlar og konur. Er þjóðkórinn hafði lokið söng sínum, hófst dansinn. Gömlu dansarnir voru stignir í íngólfs- stræti milli Arnarhvols og Hverf- isgötu. Var dansað þar af miklu fjöri allt kvöldið og var þar fólk á öllum aldri, ungar stúlkur í hvítum kjólum og rosknar hús- mæður á peysufötum. Hljómsveit frá Góðtemplai;ahúsinu lék fyrir dansi. Á Lækjartorgi voru nýju dansarnir stignir og gengu hin- ir nýútskrifuðu stúdentar fram fyrir skjöldu og hófu dansinn, en á eftir komu svo aðrir og var dansað af miklu fjöri eftir Sí- Baba og öðrum þekktum dans- lögum. 15 manna hljómsveit Bjarna Böðvarssonar lék fyrir dansinum, en hljómsveitarpall- urinn var á miðju Lækjartorgi og var hann vel skreyttur. Sem aðrar skemmtanir dagsins fóru dansleikirnir vel fram. •— Sagði lögreglustjóri Mbl. í gær að drykkjuskapur hefði verið mjög lítill og hegðan fólks góð. Dansleiknum lauk klukkan tvö um nóttina. Þar með var þjóðhátíðinni í Reykjavík, glæsilegustu hátíð ársins lokið og fór fólk heim í háttinn þreytt eftir dansinn með endurminningar um ánægjuleg- an dag. —Mbl. Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárusi Blöndal, Skóla vorðustíg 2, Reykjavík, Island. Kaupendur Heimskringlu og Lögbergs á Islandi Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON, Mávahlíð 37, Reykjavík HOW YOU WILL BENEFIT BY READING the world's doily ncwspopcr— THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. You will find yourself one of the best-informed persons in your community on world offoirs when you reod this world-wide doiíy newspoper regulorly. You will gain fresh, new viewpoints, a fuller, richer understanding of toda/s vital news—PLUS help from its exclusive features on homemokíng, educa- tion, business, theater, music, rodio, sports. Subseribe now to this spccial /#get- ocquaintcd" offer —1 month for (U. S. íunds) i The Christian Science Publishing Society PB-5 - One, Norway Street, Boston 15, Mass., U. S. A. Enclosed is $1, for which pleose send me The Christiort V Science Monitor for one month. listen to ’The Christian t \\ Nome • Science Monitor Views the News" ereni Thursday Street night over the American Broadcasting Company I^City

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.