Heimskringla - 30.06.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.06.1948, Blaðsíða 1
\ \\ Alwoys ask for the— HOME-MADE "'POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Fhone 37 144 \ Frank Hannibal, Mgr í ittgl&» ++++++++++++++++++++0++0+++*******, Always ask for the— HOME-MADE "POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.!! *++-++*-*-*-*+-+*+*'++-*-*++œ+>+o>*>0^o+++. i i LXII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 30. JÚNf 1948 NÚMER 40. í glampandi sólskini fögnuðu bæjar- búar fjórða afmælisdegi lýðveldisins Mannfjöldinn var engu minni nú en á lýðveldishátíðinni Þjóðhátíðin í Reykjavík tókst mjög vel. Var þáttaka bæjarbúa mjög mikil og hegðun þeirra var Reykjavík til mikils sóma. Annar eins mannfjöldi hefur ekki sést saman kominn hér í bænum síðan á lýðveldishátíðinni 1944. Það, sem gerði daginn sérlega ánægju- legan var hið dásamlega veður. Hægur norðan andvari og glamp- andi sólskin allan daginn. Þegar bæjarbúar gengu til hvílu að kvöldi þess 16. júní, vörpuðu þeir spurningu fram: Hvernig skyldi nú veðrið verða á morgun? 17. júní rann upp heiður og fagur. Jafnóðum og fólk kom á fætur dróg það fána sína að hún og fyrir hádegi var bærinn allur fánum skrýddur. Um klukkan eitt fór fólk að tínast upp að Háskólanum, en þaðan lagði skrúðganga bæjar- búa af stað. Mikill fjöldi fólks var kominn um hálf tvö er gang- an skyldi hef jast. Það tók nokk- urn tíma að skipuleggja svo f jöl- menna hópgöngu og drógst nú fram til kl. rúmlega tvö að gang- an legði af stað. Fyrst gekk Lúðrasveit Reykjavíkur, síðan kom all-myndarleg fánaborg, ís- lenzkir fánar og ýmsir félags- fánar. Þá komu hinir nýútskrif- uðu stúdentar, þá skátar, stúlkur og piltar og síðan borgararnir. Var þessi ganga mjög fjölmenn þegar í upphafi. Sem dæmi um það, skal nefnt, að þegar lúðra- sveitin gekk yfir Tjarnarbrú, var síðasti hópurinn að leggja af stað frá Háskólanum. Gengið var eft- ir Bjarkargötu og Skothúsveg- inn, Fríkirkjuveg að Austurvelli. Alla leiðina bættist fólk við í gönguna og var talið að um 12 — 14 þús. manns hafi verið í henni, er komið var að Austurvelli. — Mikið var af börnum með litla fána. Börnin voru vel klædd og settu mjög skemmtilegan svip á skrúðgönguna, sem vera ber. Nauðsynlegt hefði verið að hafa tvær lúðrasveitir í göngunni Frh. á 5. bls. Vestur til Banff FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Frú V. Björg ísfeld Frú V. Björg ísfeld píanóleik- ari> leggur af stað einhvern næstu daga vestur til Banff, Alta. Stendur þannig á f erð hennar, að' þar fara fram fundarhöld og hljómleikar Félags hljómleika- kennara í Canada frá 4. til 7. júlí. ^erða þar fulltrúar frá öllum fylkjum landsins og hefir frú Björg verið valin til að mæta þar af hálfu Manitoba Provincial As- sociation of the Registered Music Teachers Association. Er hún vara-forseti þessa félags í fylk- lnu, en forseti þess, Russell Standing, getur ekki verið þar; rekur því frú B. fsfeld erindi "ans jafnframt sínu og stjórnar samkomu Manitoba hljómsveit- arinnar sem héðan fer vestur, er einn daginn lætur þar til sín "eyra. Eru þar saman komnar aHar helztu söng- og hljómleika- dísir þessa fylkis, þar á meðal Irene Thorólfson og frú Rósa Hermannson Vernon. Er sveit þessi ein hin mesta, er þarna kemur fram. Erindi verða þarna flutt af mörgum spreng- lærðum hljómlistar-mönnum og frægum fyrir eitt og annað, er að betrun og fágun í hljómleika og söngkenslu lýtur. Verður frú B. fsfeld, vegna fjarveru forseta síns félags hér, að flytja bæði erindi hans og sitt eigið að þessu efni lútandi. Ber þetta alt hljóm- listar hæfileikum frú B. fsfeld gott vitni eigi síður en það, að vera bæði vara-forseti Hljóm- leika-kennara félags Manitoba og í framkvæmdarráði Hljóm- leikakennarafélags Canada. Er þetta ekki aðeins henni frami, heldur íslendinga yfirleitt. Góða ferð! Gerðir ensku lávarðadeildarinnar Lávarðadeild brezka þingsins feldi nýlega aðalliðinn, eða höf- uðgreinina í frumvarpi um þjóðernis go þegnréttindi Breta. Málið lá fyrir þingnefnd, og var felt með 75 atkvæðum gegn 221. Frumvarpið hafði verið lagt fyrir þingið, eftir samþykt Can- adiskra borgararéttinda-laga- greinar 1946. Lagaákvæðis-sam- þyktin var lögð fram fyrir lá- varðadeildina af nefndarfulltrú- um samveldanna, að Canada meðtaldri, í London 1947. Með annari atkvæðagreiðslu, 54 atkvæðum gegn 28, feldu lá- varðarnir önnur ákvæði, sem "Marquess of Salisbury" sagði að þröngvaði niðurlægjandi skyldu upp á þá þegna Eire á ír- landi, sem óskuðu eftir því að halda áfram að vera brezkir þegn- ar. í lagagreininni var svo á- kveðið, að þegar frumvarpið næði fram að ganga, gæti borgari Eire-landshlutans haldið áfram að vera brezkur borgari, ef hann óskaði þess, með því að tilkynna það í tíma. Hélt Lord Salisbury því fram, að slíkt væri yfirtroðsl- ur á sögulegum rétti, og frum- varpið hefði að líkindum þær af- leiðingar, að baka þeim hluta Eire, sem hefði fylgt Bretlandi að málum, þjáningar og örðug- leika. En hvað mikill hluti íbúa Eire-landshlutans hefir fylgt Bretlandi að málum í liðinni tíð? Það er kannske dálítið önnur saga! Frumvarpið hefir komið upp fyrir lávarðadeildina í annað skiftið, og er nú í nefnd, áður en það verður sent aftur til neðri- deildar. Það virðast margháttaðar og einkennilegar gerðir og ákvæði lávarðadeildarinnar í enska þing- inu í mörgum málum, og bera flestar með sér aldagömul ein- ræðiseinkenni, en jafnframt ó- ljósa kvíðakend um það, að stór- veldi Breta muni ekki eftirleiðis standa á eins margþættum og traustum grundvelli, eins og það hefir gert í langri liðinni tíð. Sultarlaun! Samkvæmt skoðun senator Felix Quinn, (PC —Nova Scotia), eru laun og aukabitling- ar Mackenzie King, forsætisráð- herra, ($23,000) smánarlega lítil' upphæð, og alls ónóg. Finnst honum að forsætisráðherrann ætti að fá að minsta kosti $50,000 á ári. Öðrum efrideildar þingmönn- um kom saman um, að stofna ætti eftirlaunasjóð fyrir meðlimi stjórnar ráðuneytisins, og hærri laun og bústað, sem greitt væri fyrir af hinu opinbera, handa öllum fylkisstjórum, (lieuten- ant-govenors). óvanalegar friðarhorfur Það virðist velta á ýmsu með vopnahléið í Palestínu, og sátta- tilraunir og friðarumleitanir Folke Benadotte, greifa, stuðla ennþá lítið að varanlegum friði. Hefir greifinn sjálfur kannast við, hve ástandið væri ískyggi-- legt, í fregnskeytum til Sam., þjóðanna. (En hann er meðal- gengill þeirra). Kvað hann alvarlegt atvik hafa komið fyrir nýlega er Egypta- landsmenn rufu algerlega gerða sætt, með því að ráðast á vöru- flutningalestir Gyðinga, og einn- ig hófu þeir atlögur á gæzlu-flug far Sameinuðu þjóðanna. Greif- inn hefir lagt þungar ákærur og umkvartanir fram fyrir stjórnar- ráðuneyti Egyptalands út af þessu. Þingkosningar Finna Finnlendingar virðast vera hér um bil eina þjóðin af þeim sem búa við vesturlandamæri Rúss- lands, sem ennþá getur um hönd haft (leynilegar) og óháðar kosn- ingar. Efna þeir til kosningu 200 þingfulltrúa 1. og 2. júlí næstk. Hvernig svo sem útkoman af kosningunum verður, hefir utan- ríkjamála-stefna Finna þegar verið ákveðin, samkvæmt um- mælum Paasikive forseta. Hefir hann sagt, að Finnland gæti aldrei haldist fram neinni þjóð- eða stjórnmálastefnu, ef hún stendur eitthvað öfugt í segl Sovét-s_ambandsins. Býðst til að segja af sér konungdómi Sú fregn berst frá Brussels, að Leopold konungur hafi nýlega boðist til að afsarS sér konung- dómi í Belgíu, ef íbúarnir greiða þjóðaratkvæði, (plebiscite) á móti honum. Leopold konungur hefir, eins og vitað er, búið í út- legð í Svisslandi síðan á stríðs- árunum, ritaði hann forsætisráð- herra Belgíu Paul Henri Spaak, að hann gerði sig ánægðan með það ef löglega og réttlátlega væri farið til verks, og leitað eftir hver vilji þjóðarinnar væri í þessu máli. Ef mikill meiri hluti fólksins væri ekki með því, að hann væri hyltur aftur sem kon- ungur, kvaðst hann afsala sér konungdómi fyrir fult og alt. Útlegð Leopold konungs staf- aði af ákærum, sem risu af gerð- um hans árið 1940, þegar hann gafst upp með her sinn, fyrir á- rásarhersveitum Þýzkalands. Sjálfsagt hefir útlitið verið skuggalegt fyrir Belgíu, á þeim dögum, en það, sem þjóð og stjórnarvöld landsins hafa ekki getað fyrirgefið Leopold kon- ungi enn, er það, að hann ráð- færði sig aldrei við sína eigin stjórn, áður en hann gafst u'pp. FRÉTTIR í FÁM ORÐUM Kosningunum í Saskatchewan- fylki, sem fram fóru s. 1. fimtu- dag, lauk með því að C.C.F.- stjórnin sigraði, en með miklu minni meirihluta en áður. Hefir hún nú 31 eða í mesta lagi 33 þingmenn, en hafði 47 fyrir kosn- ingarnar. Liberalar hlutu 18 þingsæti, en höfðu áður 5. Einn óháður liberali náði kosningu. Atkvæðagreiðsla fer fram í tveimur kjördæmum síðar. Tala þingmanna er 52. íhaldsflokkurinn og Social Credit flokkurinn komu öngul- sárir úr róðrinum; sóttu þó 36 af hinum síðarnefnda flokki, en að- eins fimm af hinum fyrnefnda. En Social Credit menn stuðluðu eigi að síður að kosningu nokkra C.C.F.-sinna. 19 af þingmonnum stjórnarinn- ar eru kosnir með minni hluta at- kvæða. Stjórnin í heild sinni einnig; hún hluat 217,501 at- kvæði, en andstæðingar 242,117. Stjórnin vann í öllum bæjun- um: Regina, Saskatoon, Moose Jaw, Prince Albert og Yofkton. Tap hennar var í sveitunum. • Thomas E. Dewey, fylkisstjóri New York-ríkis, verður forseta- MERK KONA LATIN Frú Guðrún Ásgeirsdóttir Johnson Hún andaðist að heimili sínu, Ste. 14 Thelmo Mansions, hér í borg 23. þ. m. eftir tveggja ára vaxandi sjúkdóm, en aðeins nokk- urra vikna legu, 80 ára gömul. Frú Guðrún var fædd að Lund- um í Stafholtstungum í Borgar- firði, 17. febrúar 1868. Foreldr-1 ar hennar voru hin stórmerku hjón, Ásgeir dannebrogsmaður Finnbogason, og Ragnhildur1 Ólafsdóttir. Naut hún hins ágæt asta uppeldis. Var hún sett til menta, og nam margt bæði til munns og handa, er þá var ekki títt á íslandi. Sérstaklega var hún þegar á unga aldri gædd óvenjulega næmum listasmekk, og varð víð- kunn fyrir fjölhæfni og list- fengi í allskonar hannyrðum. Til Canada fluttist frú Guðrún árið 1893, og staðnæmdist hér í Win- nipeg. Árið 1894, 4. nóv. gekk hún að eiga Finn Johnson, frá Melum í Hrútafirði, bróður Jóns sál. prófasts á Stafafelli og þeirra merku systkina. Reistu þau heim- ili hér í Winnipeg, og hafa búið hér ávalt síðan. Varð þeim þriggja barna auðið. og lifa 2 móðurina: Anna, Mrs. John P. Duncan, búsett í Sinclair, Man., og Jón Ragnar, lögfræð- ingur og vara-ræðismaður ís- lands, er býr í Toronto. Ásgeir, hið ágætasta mannsefni, féll um tvítugsaldur í fyrra alheims- stríðinu. Með frú Guðrúnu er til moldar gengin ein af allra merkustu og mikilhæfustu kon- um úr hópi Vestur-íslendinga. Lífsstarf hennar var langt. gæfuríkt og merkilegt. Auk þess að rækja skyldur við heimili, eig- inmann og börn svo til sannrar fyrirmyndar var, gekk hún heil og óskift að störfum í ýmsum fé- lagsmálum. Var það einkum hinn fyrsti lúterski söfnuður hér í borg er bar gæfu til að njóta hinna frábæru starfskrafta henn- ar. Þar vann hún óslitið, og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í kvenfélaginu og myndun og forustu kvenfélaga Sambandsins, nálega fram að síðustu stund. Enginn kyntist svo frú Guð- rúnu, að hann yrði þess ekki brátt áskynja, að þar var engin meðal- kona á ferð. Hún var fríð og höfðingleg sýnum, framkoman prúð og festuleg, seintekin var hún en vinfestan og trygðin þess meiri, þar sem hún tók því. Skapgerðin var mild, en þrótt- mikil og heilsteypt. Hún var sannkristin kona, í þess orðs fylstu og fegurstu merkingu. — Hún trúði af öllu hjarta á krafta- verk hins eilífa skapandi máttar í alverunni; hún trúði á alt hið bezta og göfugasta í mannlegu eðli, og að það ynni sigur að lok- um. Slíka trú, og slíkt sálarþrek, geta jafnvel ekki boðberar dauð- ans yfirbugað, enda gekk hún jafn óskelfd móti hinum síðustu miklu umskiftum, eins og hún hafði gengið á móti hverju því hlutskifti og viðfangsefni lífsins, sem hún hafði þurft að leysa af hendi á sinni löngu æfileið. Sár harmur er kveðinn að hin- um aldurhnigna eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum, og háaldraðri systur, en hún er frú Oddný Johnson, búsett í Winnipeg, við fráfall hennar. Jarðarför frú Gúðrúnar fór fram laugardaginn 26. þ. m. frá Fyrstu lútersku kirkjunni, og var mjög f jölmenn og vegleg. Sr. Eiríkur Brynjólfsson flutti fög- ur og hjartnæm kveðjumál. R. St. efni republika í kosningunum sem fara fram í haust í Banda- ríkjunum. Vara-forseti flokksins verður Earl Warren. Dewey sótti á móti Roosevelt forseta, sópaði upp kynstur af atkvæðum, svo litlu munaði að hann sigraði. — Þykir nú sigur republika mjög líklegur. • S. 1. fimtudag lokuðu Rússar öllum vegum fyrir Bretum, Bandaríkjamönnum og Frökkum með flutninga inn til þeirra hluta Berlínar-borgar, er þessar þjóðir ráða yfir. Er nú því aðeins um flugleið að ræða til flutninga með alla fæðu til tveggja miljón íbúa í þessum hluta Berlníar. Er nú talið, að svo geti ekki lengur haldið áfram. f fréttunum í gær- kvöldi er blátt áfram talað um að Bandaríkin ætli að segja Rúss- um að ef loknu veganna verði ekki undir eins létt af, beri þeir ábyrgð á afleiðingunum. Banda- ríkin kváðu hafa fast ákveðið að brjóta þetta upp á tæki Rússa á bak aftur, en hvernig, er ekkert látið uppi um. Hnefaleikur stóð milli þeirra Joe Luois og Jersey Joe Wolcott s. 1. föstudag í New York. Lá Walcott í 11 hreðu og stóð ekki upp. Joe Louis er því enn ósigr- aður og heimsmeistari eftir bar- daga við 60 manns. En hann kvaðst nú reiðubúinn að hætta hnefaleika-starfi og ætla að gefa sig við stjórnmálum; hann hefði meira gaman af því en hnefa- leikjum nú orðið. Hvaða flokk hann fyllir, er óvíst um. í Júgóslavíu gengur alt á tré- fótum. Af Tito vita menn ekki hvað orðið er, en blöð í Rússlandi segja hann rekinn úr kommún- ista-flokkinum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú, að Tito á að hafa sagt, að það væri að auka á neyð Júgóslavíu að tilheyra Rússum í stað að bæta hana, eins og auðvelt væri með því að snúa sér að viðskiftum Vestur-Evrópu þjóðanna eða Marshall-áætlun- inni. • Verkamenn járnbrauta í Can- ada greiddu atkvæði með því í gær, að gera verkfall um alt land 15. júlí, ef þeir fengju ekki um- beðna kauphækkun, 35 cent á kl.st. Þetta áhrærir 120,000 verkamenn. Þetta mundi stöðva ferðir járnbrauta um gjörvalt land. Egyptskar konur á dögum Cleopötru drotningar, máluðu neðri augnalok sín græn, en efri augnalokin, augnahárin og auga- brýrnar með svörtum lit!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.