Heimskringla - 07.07.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 07.07.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 7. JÚLÍ 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA JÓNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR BJÖRNSON 1862 — 1948 Þessi íslenzka merkiskona var fædd 30. júlí, 1862, og dó á heim- ili sínu nálægt Blaine, 10. febrú- ar, 1948. Varð hún því liðlega 85^2 ára gömul. Um æfiatriði hennar ritai; eftirlifandi eigin- maður þannig: “Hún var fædd á Mosvöllum í Önundarfirði, í fsafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru, Ingibjörg Pálsdóttir og Jón Jónsson, bú- andi hjón á Mosvöllum. Þau Jón og Ingibjörg áttu 5 börn, af þeim komust 3 til fullorðins ára. Voru þau (eftir aldursröð): Páll, dá- inn í Las Vegas, Nevada, árið 1934; Hinrik, dáinn í Winnipeg 1946; og Jóna, dáin eins og áður er getið, í Blaine, Washington. Jóna, (en svo var hún vanalega köl'luð) misti föður sinn ung að aldri og ólst því upp með móður sinni til fullorðins ára. Eftir að Ingibjörg, móðir hennar, misti mann sinn flutti hún að Kirkju-' bóli, í sömu sveit, þar bjó hún rausnarbúi með börnum sínum, þar til þau voru uppkomin. Það fór orð af því að hún hefði verið ráðdeildar og dugnaðar kona,, meira en alment gerðist og vel að sér í öllum kvenlegum iðnaði. Ingibjörg var nákominn ættingi Jóns Thoroddsens. — Eftir því sem eg best veit voru þau þrí- menningar. Jóna var snemma námfús, hafði gott minni og góðan skilning á öllu sem hún las, en á þeim árum var ekki auðvelt að komast til menta, því skólar voru þá ekki á hverju strái, svo móðir hennar kom henni til náms hjá sóknar- prestinum, sem þá var séra Stefán Stephensen, prófastur í Holti. Þar lærði hún fyrst og fremst undir fermingu, og svo dönsku, landafræði, skrift og reikning. En þó mentunin væri ekki meiri, á bóklega vísu, varð þetta henni gott veganesti, því hún las ávalt mikið, eftir því sem tíminn le*-' henni. Af kvæðabókum voru henni kærastar, Jóns Thorodd- sens, frænda síns, og Kristjáns Jónssonar. Verklega starfsemi, svo sem sauma og aðrar hann- yrðir, lærði hún hjá móðursyst- ir sinni, Guðlaugu í Tröð, sem var mjög vel að sér í öllum verk- legum iðnaði. Þó mentunin yrði ekki meiri varð Jónu þetta alt að góðum not- um á lífsleiðinni, því hún var bæði myndarleg og dugleg í öllu, sem hún lagði hönd á. Þá er hún var 18—19 ára fluttist móðir hennar til fsafjarðar, en stuttu eftir það, eða árið 1881, réðst Jóna í vist austur í Loðmundar- ^jörð, og árið 1883 giftist hún Birni Ólafssyni á Dallandi, í Húsavík, í Norður-Múlasýslu. En eftir 7 ára sambúð þeirra þar, dó hann. Þau eignuðust 3 börn. Eitt þeirra er á lífi: Þor- björg, gift kona heima á íslandi, og á hún 2 börn á lífi. Árið 1893 giftist hún aftur eftirlifandi manni sínum, Sigur- jóni Björnssyni, frá Nesi, í Loð- mundarfirði. Þau byrjuðu bú- skap á Dallandi og bjuggu þar í 10 ár, en árið 1903 tóku þau sig upp þaðan og fluttu til Canada. Settust þau fyrst að í Winnipeg og bjuggu þar 7 ár, en fluttu þá vestur í svokallaða Hólabygð, norðaustur af Glenboro. Eftir það áttu.þau heima tiil skiftis þar vestur frá eða í Winnipeg, þar til árið 1931 að þau fluttu alfarin vestur til Blaine, Washington. í sambúð þeirra Sigurjóns eignuðust þau 5 börn. Tvo þeirra dóu í æsku, en þrjú lifa móður sína. Þau eru (eftir ald- ursröð): Guðrún Þorbjörg Carl- strom, búandi í Vancouver, B. C.; Björg Elísabet Goodman, einnig í Vancouver, og Björn, í Seattle. Einnig lifa ömmu sína 11 barna- börn og 3 barna-barnabörn. Jóna var frjáls í trúarskoðun- um og tilheyrði Unitara kirkj- unni bæði í Winnipeg og Blaine, og einnig kvenfélögunum í báð- um þeim stöðum. Good Templ- ara stúkunni Skuld tilheyrði hún öll þau ár, sem hún var í Winni- peg og gegndi þar oft embættis- störfum. Hún var trú og einlæg öllu sem hún tók að sér að gera. Leysti hún það af hendi með^ mestu vandvirkni, og var því virt og elskuð af öllum sem kyntust henni til hlítar, bæði utan heim- ilis og innan. Hinn 19. september 1943, var þeim hjónum haldið veglegt 5C ára giftingarafmæli af börnum þekra og barnabörnum, ásamt nokkrum vinum. Hin síðustu 2i/2 ár æfi sinnar var hún rúmföst, en þjáðist aldrei mikið. Hún hafði fulla rænu og skilning á öllu, sem fram fór í kring um hana, fram að síðustu stundu. Hún andaðist í ró og friði, með bros á vörum án allra þjáninga. Útfförin fór fram frá McKinney útfararstofunni í Blaine og var Jóna jarðsett í Blaine grafreitnum. Rev. F. W. Sanders las kveðjuorðin, í stað séra A. E. Kristjánssonar, sem veiktist snögglega um það leyti. Fjöldi vina og vandamanna fylgdu henni til grafar.” Við þetta handrit Sigurjóns langar mig nú til að bæta nokkr- um orðum. Svo hafði ákveðið verið til ætlast að eg flytti síð- ustu kveðjur. Því milli mín og þessara hjóna var — og er — kært. Ráðstafaði eg því minn- ingar athöfn, sem fram fór í Frí- kirkjunni sunnudaginn 13. júní, að mörgu fólki viðstöddu. Jóna Björnson var tilkomu- mikil kona í sjón og raun. Heim- ili hennar var grundvallað á skap- festu og trygð, en góðvild, glað- lyndi og rausn lögðu því til ljós og yl. Þar var gott að koma, því þar var alt hreint fyrir; hvergi ryk í hornum eða skúma- skotum, — hvorki í húsinu sjálfu né í hugum húsráðenda. Voru þau hjónin mjög samrýmd og samhent í því að skapa þennan heimilisbrag, sem gerði hverjum gesti glaða og góða komuna þangað. Þess er vert að geta hér, að eftir að Jóna varð rúmföst tók Sigurjón, maður hennar, við hús- ströfum öllum og hjúkraði konu sinni sjálfur til hins síðasta. Var þetta gert með þeim hætti að það vakti aðdáun mína og ann- ara. Minning Jónu Björnson lifir. björt og hrein í hugum vina og vandamanna, svo lengi sem þeir lifa. í guðs friði, góða, göfuga, íslenzka sál. A. E. K. V.-íslenzk skáldkona í heimsókn á Islandi Rætt við Jakobínu Johnson Jakobína Johnson er vitur kona og gott skáld, heyrði eg einu sinni merkan Vestur-íslend- ing segja. Og hann hélt áfram: Það er okkur öllum sem hana þekkjum, ráðgáta hve miklu henni hefir tekist að koma í verk um dagana. Því auk þess að vera umhyggjusöm móðir 7 barna og veita forstöðu stóru heimili, þar sem mjög hefir verið gestkvæmt, þá liggur eftir hana mikið og at- hygglis vert bókmenntastarf, bæði á íslenzkri og enskri tungu. Hún er jafnvíg á bæði málin — og Stephan G. Stephansson leit á hana sem einn snjallasta þýð- anda íslenzkra ljjóða á ensku. —Þessi maður lagði ekki í vana sinn að hlaða lofi á fólk út í bláinn og síðan eg heyrði þetta hefir mér leikið forvitni á að sjá Jakobínu Johnson. Og nú er hún komin hingað til fslands í heim- sókn — kom með Tröllafossi um daginn. Eg hitti skáldkonuna snöggv- ast í gærmorgun, heima hjá Þór- Guðjónssyni, veiðimálastjóra. — Hefir hún í hyggju að dvelja hér frameftir sumri, sennilega þang- að til í ágústlok. Engar þéringar Hún er hin elskulegasta kona í viðmóti. Það fyrsta sem hún bað mig um var að þéra sig ekki í guðsbænum — hún kynni ekki lengur slíkt. Svo sagði hún: Þú ert frá Mbl. Já. Eg hefi fengið það sent í mörg ár og getað hagnýtt mér vel. Þar sem eg á heima er alltaf verið að spyrja mig frétta af fs- landi. Eg hefi því klippt merk- ustu fréttirnar út úr Morgun- blaðinu til þess að hafa hand- bærar, þegar á þarf að halda. En oft er blaðið lengi á leiðinni og farið að slá í fréttirnar, þegar við fáum þær. Tröllafoss gott skip — Hvernig gekk ferðalagið? — Ágætlega. Við vorum tvær vikur á leiðinni. Komum við í Halifax, og það tafði okkur. Tröllafoss er fyrirtaks skip og viðurgerningur um borð góður. Eiginlega var ekkert pláss fyrir mig á skipinu — brytinn var bara svo elskulegur að lána mér sinn klefa. Það eru svo fá skip í för- um núna milli íslands og Banda- Jón Eiríksson bóndi í Djúpadal í Skagafirði 50 ára 1. maí 1948 Nú er dagur að kveldi, og fimmtíu ár, æfi þinnar eru á förum, þú tryggi vinur minn góði; þá rísa úr djúpi, ljúfustu minningar minnar, munhlýjir geislar, er hasla sér völl í ljóði. Eg kyntist þér fyrst, á unglings árunum mínum, sem ótrauðum dugmanni, framsæknum lífið að vinna; til sigurs, og framkvæmda helgustu hugsjónum þínum, hlutverki stræsta, þér geðjaðist aldrei að minna. Þótt borgirnar hryndu, þær hæðstu er byggja þú vildir, og harðræði áranna feldi þig stundum í spori; þá varstu samt óefað, einn af þeim fáu er skildi að íslenzka viðreisnin byggist á framtaki og þori. Og “Dalur” um verkin þín vitnar um ókomin tíma, víðlendar sléttur, og húsin til prýði hver metur; að hér var við erfiði, háð in snarpasta glíma, úr hrörnun að reisa við landkunnugt ættarsetur. Lítils eg met þá, er lifa til þess að safna, og af “leirnum þétta”, í kistuhöndruðum státa; en eg vík á leið, með þeim er þúfurnar jafna, og í þröfustu umbætur, síðustu krónuna láta. Frjálslyndi þitt í skoðunum, má eg meta, mótað af drengskaps lund, til fjölbreyttra starfa; greiðvikinn öðrum mönnum, meir en þín geta, mældi þér stundum út, til daglegra þarfa. Ennþá er vilji þinn ótrauður fram að sækja, og eldur í blóði, sem værir þú tvítugur drengur; því skil eg vinur, að þú heldur áfram að rækja þínar skyldur, við búið og jörðina lengur. Nú er sumar í vændum, með litskrúði grænna grunda, glitklæðum túnin, dalina, og fjöllin vefur; þá vakna þau öfl, er und vetrarins fargi blunda, vorsólin öllu, lífið og kraftinn gefur. Eg óska að vorið, með vaxtarmátt lífsins á jörðu, vaki í hjarta þér fram um ófarnar leiðir; þá stendur þú óskelfdur, einn þótt að mætir hörðu, útsynnings éli — það birtir samt upp — og heiðir. Magnús á Vöglum Eyðilegging illgresis 2,4D Efnafræðisleg blöndun til eyðileggingar illgresis, vökva eða duft, tdbúið af Dow Chemical of Canada, Ltd., fæst hjá öllum Federal umboðsmönnum. Ennfremur finnið umboðsmenn okkar og fáið upplýsingar um vélar er nota má til dreyfingar vökva eða dufts þessara efna. f'ft 1ft tm.. FEDERDL GRHin LIIHITED ríkjanna, að fólkið er í vand- ræðum að komast heim. — Verst þótti mér að vera ekki komin hingað 17. júní, eg var búin að hlakka svo mikið til að verða hér á þjóðhátíðardegi ís- lendinga. Við urðum að láta okk- ur nægja að hlusta á útvarpið og halda daginn hátíðlegan um borð, eftir bestu getu. sem eg hefi þýtt, Bí bí og blakka og Stóð eg úti í tunglsljósi, hafa komið í skólabókum, sem gefnar eru út af kennarasambandi vestra Þar eru söngvar frá öllum lönd- um, sem þjóðarbrotin í Banda- ríkjunum hafa flutt með sér frá ættlandinu og verið er að varð- veita frá gleymsku. Þrettán ár — Hvað er langt síðan þú hefir heimsótt fsland? — Það eru 13 ár, eg kom hing- að síðast 1935. Eg á góðar minn- ingar úr þeirri för því að eg fékk allsstaðar indælar viðtökur. Og ekki held eg þær ætli að verða lakari að þessu sinni. Miklar eru breytingarnar, sem orðið hafa hér í Reykjavík á 13 árum. Bærinn hefir stækkað ó- trúlega mikið og fríkkað. Það verður margt að sjá og skoða. — Fyrst og fremst hefi eg áhuga á að skoða allar opinberar bygg- ingar hér, skólana, þinghúsið o. s. frv. Og svo ætla eg að heimsækja Þingvelli og Reykholt. Eg er hér auðvitað í skemmtiferð í boði góðvina minna, en ætla að nota tækifærið um leið og fræðast um ýmislegt — athuga allar breyt- ingarnar hér með eigin augum eftir því sem þess er kostur. Til Húsavíkur og Akureyrar • — Ætlarðu ekki að ferðast eitthvað um landið? — Jú. Eg fer á fund norð- lenzkra kvenna, sem haldinn verður á Hólmavík, að tilhlutan Halldóru Bjarnadóttur. Gott þætti mér að fá samfylgd þangað ef einhverjar konur færu héðan. Svo fer eg þaðan til Akureyrar og Húsavíkur, en eg er fædd í Suður-Þingeyjarsýslu. (Hún er dóttir alþýðuskáldsins Sigur- björns Jóhannssonar frá Fóta- skinni í Aðaldal). Margir fyrirlestrar — Þú hefir haldið marga fyrir- lestra þarna vestra um ísland og íslendinga, er ekki svo? — Ójú — eg hefi reynt að kynna íslenka menningu eftir bestu getu. Frá barnæsku hefi eg dáðst að því sem göfugast er og klassískast í norrænni menningu. Eg les alltaf fslendingasögurnar, og hefi reynt að kynna þær ensku mælandi fólki — nota t.d. oft dæmi úr þeim þegar eg held fyr- irlestra um ísland. — Vinátta — það er fegursta orðið í öllum tungumálum. Það þarf að auka skilning og vináttu þjóða í milli. Og með fyrirlestrum mínum, sem eg hefi haldið bæði í kvenna- klubbum og öðrum félögum, hefi1 eg aðeins miðað að því, að auka skilning áheyrenda minna á ís- landi. Þegar eg kom hingað 1935 gaf stjórnin mér merka bók, Illum- inated Manuscripts, sem Halldór Hermannsson hefir ritað formála að. Eg er alltaf hreykin, þegar eg sýni þessa bók — og þeir eru> fjölmargir sem hafa séð hana á fyrirlestraferðum mínum. Einn- ig hefi eg oft með mér íslenzkan vefnað, silfurmuni og annað þessháttar. Ljóðaþýðingar — Hvað viltu segja um ljóða- þýðingar þínar? 1 — Eg hefi reynt að þýða það hugnæmasta, sem eg kann af ís- lenzkum ljóðum. Kannske gleym- ast allar þessar þýðingar. En þó að lifi ekki nema ein eða tvær, þá er eg ánægð. Tvö af ljóðunum, Margir fslendingar í Seattle — Þú hefir búið lengi í Seattle? — Já, í 40 ár. Það er fallegur bær — þar eru fjöll, skógar, vötn gróðurinn mikill og fjölbreyttur, loftslagið þægilegt. — Er ekki margt fólk af ís- lenzkum ættum þar í borg? — Jú, þar eru nokkur hundr- uð Vestur-íslendingar. Við höf- um þar ennþá lestrafélag sem er deild úr Þjóðræknisfélagi V.-fs- lendinga, og kaupum bækur frá íslandi. Ekki er laust við að okk- ur þyki þær nokkuð dýrar. — mikið borið í bantí og mikil á- herzla lögð á skrautlegt útlit. — Svo er einnig íslenzkur söfnuð- ur í Seattle, allfjölmennur. —ís- lendingar biðja alltaf að heilsa og eg átti að skila miklum og góðum kveðjum frá fslendingum vestanhafs hingað heim. Þeir fylgjast alltaf af áhuga með því, sem gerist hér heima — og eg verð áreiðanlega spurð sjjörun- um úr um það, sem fyrir augu og eyru hefir borið hér, þegar eg kem aftur vestur. Lítið ljóð Að lokum lofaði skáldkonan mér að heyra eitt lítið ljóð úr dagbók hennar á Tröllfossi. Það er svona: Kvaddi eg það sem kærst eg ann kvaddi börn mín öll blómareit og rósir risaskóg og fjöll. Hreif mig hraðlestin brott hrukku nokkur tár þá var líkt og þrá til íslands þerrði mér brár. Atlantshaf er úfrinn sær eigi sef eg rótt trúi þó og treysti á Tröllafoss í nótt. Líður lágnættið hjá — læðist draumur inn fsland gaf mér óskastein til eignar um sinn. Atlantshaf er órabreitt óþreyjan er sár frýr mér hugar frelsið þú frái, hvíti már. Hvíslar hafgolan “heim” heyri eg ástkær nöfn vináttan er vitinn sem mér vísar í höfn. M. I. —Mbl. 27. júní INSURANCE AT . . . REDUCED RATES • Fire and Automobile • STRONG INDEPENDENT COMPANIES • McFadyen Company Limited 362 Main St. Winnipeg Dial 93 444 iiDnuuoiiBainumniDininnin

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.