Heimskringla - 07.07.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.07.1948, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. JÚLf 1948 íjeimskongia (StofnHB ltM) Kemur út á hverjum miðvikudegi. EJgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 VerO blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendisrt: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjðri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 7. JÚLÍ 1948 Um þjóðhátíðardag Canada Á þjóðhátíðardegi Canada, 1. júlí, var helgidagur um alt land, eins og lög gera ráð fyrir. Stjórnarskrifstofur, bankar og búðir voru lokaðar. Þetta er eins og það á að vera. En það er annað, sem ávalt hefir verið einkenilegt við þennan dag. Hans er aldrei minst, sem sögulegs minningardags, að nokkru ráði, fram yfir það sem blöð finna sér heilagt og skylt að gera. Menn streyma hópum saman til sumarskemtistaða sinna. En þar eru engar minningar fluttar um daginn. Þar fara engar samkomur fram. Enginn fær neitt að vita um sögu dagsins. í þetta sinn voru 81 ár liðin frá því að Canada sambandið, sem svo er nefnt, var myndað. Sú sameining hófst 1. júlí 1867 milli fjögra austurfylkjanna, en vesturfylkjanna og Prince Edward-eyju síðar. Sameining allra fylkjanna í eitt þjóðríki, hefir óefað orðið Canada-þjóðinni til mikils heilla og landið hefir fyrir það náð miklu skjótara þroska. Fyrsti júlí er því merkilegur dagur og sögulegur. Hann ber þjóðhátíðarnafn með rentu, er tillit er tekið til starfs þjóðárinnar og framfara landsins á hinni stuttu aevi. En hversvegna er hans ekki minst á veglegri hátt og almennari en yfirleitt á sér stað? Öllum ritstjórum erlendra blaða þessa bæjar, og þeir eru um 25, var eitt sinn af öðru dagblaði bæjarins boðið að segja frá hvernig hin ýmsu þjóðarbrot þessa lands litu á hlutina hér og sérstaklega á þjóðareiningu þessa lands. Sá er línur þessar ritar, lét þá í ljós meðal annars, að erfitt mundi verða að benda á betri fóstru nokkurs staðar í heimi en Canada. Margt stuðlaði að þessu: auðlegð og mikil lífsskilyrði landsins, frelsi sem gaf eldri fósturbörnunum fylsta leyfi til að mæla á máli ættlands síns til viðhalds andlegu lífi sínu og jafnvel hvatti þau til þess; taldi þeim með öðrum orðum holt, að nota menningu ættjarðar sinnar, til þess að geta orðið að sem mestum mönnum og beztum borgurum. En úr því við vorum hingað komnir, þótti oss jafnframt liggja býsna nærri, að mynda sér glögg hugtök um það, sem framundan væri, og að í því efni þyrfti að benda á hvað gera skyldi. Á eitt atriði var bent, sem oss þótti vanrækt. En það var, að 'nota þjóðhátíðardag Canada hér til leið- beiningar meira en gert væri. Var athygli um leið að því dregin, að það mundi siður flestra þjóða vera og sigurinn í sjálfstæðisbaráttu íslands hefði ekki lítið haft við þetta að gera. En hvað kemur fyrir? Það atriðið í grein vorri, sem kvartaði undan hvað lítið væri gert á þjóðminnngardögum til að fræða þjóðina um sögu og framtíðar verkefnin var felt úr grein vorri, vegna þess, að sagt var, að það lengdi um of greinina, sem ekki fór þó fram úr tveimur dálkum. Eftir þennan vökvaða bita, höfum vér verið sannfærðari um það, en áður, að íslenzkra blaða sé hér full þörf. Það er hér ekki verið að kvarta undan viðskiftunum við ristjóra blaðsins, sem hlut eiga að máli. Þeir hafa úrfellinguna eflaust gert vegna þéss, að hér er ekki nein hvöt hjá þjóðinni ennþá, að minnast sögunnar eða neinna framtíðardrauma á þjóðhátíðardeginum. Ef til vill hafa þeir hugsað sem svo að þetta léti aðeins fagurt í eyra smærri þjóð- arbrotanna, en ekki hinna stærri og voldugri. Það er því ofur skiljanlegt, að maður finni ekki miklar frásagn- ir í blöðum þessa lands, af þessum nýafstaðna þjóðhátíðardegi. Dagurinn er skoðaður, sem almennur helgidagur, til hvíldar líkama og sál frá störfum, en ekki sem neitt sérstakur þjóðminningardagur. Hvað lengi verða börn fóstrunnar, kjölandsins bezta, ánægð með það? Þegar litið er á, hve stuttur tími er liðinn frá því að fylkjasambandið var stofnað, eða hvað canadiskt þjóðlíf er enn ungt, mega framfarir þess furðulegar og æfintýralegar teljast. Ein stórfeldasta þjóðarsaga hefir verið hér í smíðum. Það væri ekki mót von, að þegnana fýsti að heyra þá sögu og þau æfintýri og ekki sízt þau af börnum fóstrunnar eða afkomendur þeirra, sem til mikillar söguþjóðar eiga ættir að telja. Á VÍÐ OG DREIF The Icelandic Canadian, 4. bindi sjötta árgangs, er nýkomið út. Ritið er að þessu sinni heldur stærra en áður og efni þess er hið fróðlegasta og skemtilegasta til lesturs. Helztu greinarnar í því eru um samanburð íslenzkra og erlendra orða og rakin uppruni fjölda íslenzkra orða til annara mála, eftir próf. Watson Kircon- nell. Er einkar skemtilegt að lesa grein þessa fyrir hvern þann er íslenzku ann. Bæði er skyld- leiki orðanna mjög eftirtekta- verður, en hitt er þó ennþá uv* unarverðara, hvað vel hefir tek- ist með smíði margra íslenzku orðanna úr útlendu málunum, viðvíkjandi kirkju og ýmsu öðru nýju, er upp kom. Þessi orð eru alveg ótrúlega mörg. Var það forfeðrunum auðveldara VÖNDUÐ RIMNA- ÚTGÁFA Eftir próí. Richard Beck Olgeirs rímur danska eftir Guðmund Bergþórsson. I. — II. bindi. Landsbókasafn fs- lands og ísafoldarprent- smiðja, Reykjavík 1947. Með þessari vönduðu útgáfu af Olgeirsrímum er stórt spor stigið í þá átt að leggja verðuga rækt við rannsókn og útgáfú rímnanna, þessarar þjóðlegu og sérstæðu bókmenntagreinar, er öldum saman var mikill og merk- ur þáttur í íslenzku þjóðliífi og menningu, þó að þær hafi nú orð- ið að rýma sess fyrir nýrri skáld- skapar- og bókmenntastefnum. Það rýrir í engu menningarsögu- aði legt gildi þeirra; en um fræði- mynda þessi íslenzku orð, sem sum eru fögur, þó önnur séu lak- ari, en hinum mörgu leiknu og lærðu rithöfundum nútímans? — Það liggur orðið mikið verk fyrir að búa til ný orð í iðnaðar — og öðrum nýjum vísindagreinum. Aðrar ágætar greinar eru um skáldkonuna frú Elinborgu Lár- usdóttir og starf hennar eftir Walter J. Lindal dómara og smá- saga þýdd eftir hana af Jakobínu Johnson. Frú Hólmfríður Dan- ielson skrifar og dálitla grein um próf. Watson Kirkconnell, þen” an ágæta vin íslenzkra bókmenta og mikla lærdómsmann. Þá er ennfremur mikið tínt til af fréttum og íslenzkum fróðleik. er gott safn og sögulegt er að verða. ★ Vísindamenn í Bandaríkjunum. eru nú sannfærðir um að hægt sé og hættulaust fyrir mann a* komast um 100 mílur út frá jörðu. Kvað bráðlega standa til að reyna þetta. Ferðatækið er “rocket”, eins konar skotkólfur, sem loka i manninn í og skjóta svo öllu sam an út í buskann. Heitir sá dr. T. J. Killan, og hefir umsjón vísinda rannsókna í flotamáladeild Bandaríkjanna, sem telur þetta vel kleift og er áfram um að reyna það. Verstu erfiðleikana á þessu tel- ur hann þá, að fá skotkólfinn til að hægja ferðina er til jarðar kemur aftur. Samt muni það kleift reynast að gera manninum mögulegt að komast út í fallhlíf er hann nálgast jörðina. Nægilegt rúm er í farinu til þess að taka með sér allskonar sjálfvirk vísindaáhöld. Kólfurinn klýfur loftið m gildi þeirra og skemmtigildi fer Finnur Sigmundsson landsbók"’ vörður þessum orðum í formála sínum “Vera má, að margir hinna ó- prentuðu rímnaflokka þyki eiga lítið erindi til almennings nú á tímum. Um það verður þó varla deilt, að vér eigum rímnaskáld- unum margt og mikið að þakka. Þáttur þeirra í varðveizlu tung- unnar mun seint verða ofmetinn. Rímnakveðskapurinn hefir drjúg um stutt að því að halda vakandi áhuga almennings á skáldskap og fróðleik og varnað því, að hæfi- leikinn til að yrkja doðnaði nið- ur og hyrfi úr þjóðareðlinu; — jafnvel þó að yrkisefni væru fá- breytt og ekki ætíð merkileg . f rímunum voru ýmis viðfangs- efni til íhugunar og heilabrota eigi aðeins skáldskaparmálið, sem útheimti sérstaka undirstöðu þekkingu og gat oft orðið tor- skilið í viðjum dv^- heldur og ýmiskonar orðaleikir og gátur, fólgin nöfn í málrún- um og margskonar líkingum o., s. frv. Skemmtigildi rímnanna á blómaöldum þeirra verður hvorki vegið né metið. Löng og daufleg vetrarkvöld hjálpuðu þær forfeðrum vorum og for- mæðrum til þess að deyfa eggjar myrkurs og kulda í fátæku og einangruðu landi. Þó að ekki væri annars að minnast, ber rímnaskáldunum þökk og virð- íng. Þessi útgáfa af Olgeirsrímum er tileinkuð Sir William A. Craigie, hinum víðfræga fræði- manni og ágæta íslandsvini, í til- efni af áttræðisafmæli hans síð- astliðið sumar. Veitti Alþingi fé til útgáfunnar í heiðurs skyni við hinn mikilhæfa fræðiþul og einnar mílu hraða á sekúndu. Alt v;n VOrn, og var það bæði vel gert ferðalagið stendur yfir í átta mínútur. Er þessi skratti hættulaus? — Útlitið er það, því margir hafa boðist til að takast ferðina á hendur. Sá sem fyrir því verður, er fyrsti maðurinn, sem sagt getur að hann hafi séð himingeiminn fyrir utan andrúmsloft jarðar. ALLIR VILJA VERÐA PÁFAR ‘ Þeim fer sí og æ fjölgandi, sem um embætti páfa sækja liberal-flokksvatikaninu, er King forsætisráðherra segir bráðum að hver sem vill megi hafa fyrir sér. Fyrst var ekki um annan eftir- mann Kings talað, en Rt. Hon. Louis St. Laurent. Nú eru fleiri komnir í spilið. Á meðal hinna helztu þeirra eru Rt. Hon. C. D. Howe, Rt. Hon. James G. Gard- iner og einir fimm eða sex aðrir þar á meðal Stuart Garson, for- sætisráðherra Manitoba. Hinn síðast nefndi hefir að vísu ekki svarað spurningum fregnrita neitt ákveðið um þetta og telur sig ekki mikils vísan um það. Hitt mun þó satt vera að hann muni, sem fulltrúi Mani- toba-fylkis verða sendur á þing liberala í ágúst, er velur sér for- ingja. Það hefir fyr verið minst á for- sætisráðherra Manitoba, er stöð- ur hafa staðið til boða hjá Ot- tawa-stjórninni. Það væri engin ástæða til að ganga fram hjá þess- ari stöðu, sem nú bíður einhverra góðra manna. Stuart Garson, stjórnarformaður Manitoba-fylk- is, hefir bæði hæfileika og margt annað á borð við þá, er í va)i verða. Auðvitað er þetta alt undir honum sjálfum komði. Það geta verið mál einnan þessa fylkis, sem honum eru meira áhugaefni en þetta. En þar sem hann er á skrá hinna útvöldu talinn, er ekki ó- líklegra að hann eigi síðasta leik- inn, en nokkur annar. SMÆLKI Tvær litlar stúlkur voru að leika sér. — “Mér þætti undur vænt um ef þú vildir leigja mér þetta fallega hús. Það sem við erum í, hefir verið selt,” segir önnur þeirra. Hin spyr: “Áttu nokkra for- eldra?” “Já, tvo.” "Mér þykir fyrir að segja þér, að þá get eg ekki leigt hér Eins og þú veizt, eru foreldrar svo eyðileggingarsamir.” ★ “Eg spilaði bridge við Biörn í gærkvöldi. og löngu verðskuldað. Og hafi einhver verið í vafa um það, að Sir William yrðf þessi rímnaút- gáfa kærkomin afmælisgjöf, þá hefir hann nú sjálfur skorið úr því svo eigi verður um villst,’ með þeirri yfirlýsingu sinni, að ekkert hefði honum þótt vænna um, að gert væri sér til heiðurs af hálfu íslendinga á þessum tímamótum ævi hans. Fór það einnig að vonum, jafn miklar mætur og hann hefir á rímunum og jafn annt og hann hefir lát ið sér um það, að þeim væri mak- legur sómi sýndur. Hefir hann einnig, eins og kunnugt er, með ýmsum hætti sannað það í verki, að þar fylgir hugur máli. . . Olgeirsrímur eru mikið rit, í tveim bindum, samtals 766 bls. að stærð, og útgáfan um allt hin vandaðasta, svo að til sæmdar er öllum, sem þar eiga hlut að máli. Hafa og ágætir menn valist til að búa rímurnar undir prentun, þar sem eru þeir Finnur landsbóka loftunum, hitti hann dr. William “Var það nokkur leið? Hann Beebe, sem þá var alveg ijýkom- er alveg að verða heyrnarlaus.” “Jú, það gekk nú furðu vel, en maður varð að bjóða skrambi hátt.” ★ Skömmu eftir að prófessor Piccard kom seinast ofan úr há- uppi i?” inn neðan af hafstbotni. “Hvað sástu þarna spurði Beebe. “Enga engla,” anzaði Piccard, “en hvað sást þú?” “Engar hafmeyjar,” anzaði Beebe. vörður og dr. Björn K. Þórólfs- son skjalavörður. f formála sínum ritar Finnur um Guðmund Bergþórsson, höf- und rímnanna, sem var þjóð- kunnur maður og vinsæll mjög á sinni tíð, en hann var uppi á seinna helmingi 17. aldar, lézt 1705, 48 ára að aldri. Ber það and- legu atgervi hans og manndómi fagurt vitni, hversu honum tókst að hefja sig yfir hin andvígustu kjör, en um það farast Finni þannig orð: “Ævi Guðmundar Bergþórs- sonar er um margt raunasaga, en þó jafnframt saga mikilla sigra. Hann er kominn af fátækum og umkomulitlum foreldrum. Fjög- urra ára að aldri veiktist hann og er farlama upp frá því, mátt- vana í fótum og hægri hönd að mestu og mjög krepptur. Sakir gáfna sinna og stakrar námfýsi tekst honum þó að læra að lesa og skrifa og síðan að afla sér margvíslegs fróðleiks. Hann fer snemma að yrkja, og tuttugu og þriggja ára að aldri ræðst hann í það stórvirki að kveða Olgeirs- rímur. Hann vinnur hylli al- mennings, og þjóðsögur skapast um hann. Lærðir menn veita hon- um athygli, og þá rekur í roga stanz þegar þeir kynnast gáfum hans og þekkingu”. Inn í grein sína um skáldið fellir Finnur frásögn tveggj? samtíðarmanna um hann og ævi feril hans, en sjjálfur bregður Guðmundur með ýmsum hætti birtu á ævikjör sín, lífsskoðun og samtíð sína í rímnamansöngvum sínum og kvæðum. Ekki er það út í hött, að fyrr- greind frásögn samtíðarmanna Guðmundar talar um hann sem “nafnfrægt rímnaskáld”, því bæði naut hann, eins og áður get- ur, mikillar hylli almennings á sinni tíð og lengi síðar, og mun jafnan verða skipað innarlega á bekk slíkra skálda vorra. En auk þess, sem f jöldinn allur af meiri- háttar rímum liggur eftir hann, orti hann mörg kvæði annars efn- is, og er “Heimspekingaskóli” kunnast þeirra og harla merki- legt að sama skapi; er það til marks um vinsældir þess, að til eru af því ekki færri en 65 af- skriftir í handritasafni Lands- bókasafnsins, og hefir það þó verið prentað þrisvar sinnum. Seinni hluti formálans, sem dr. Björn K. Þórólfsson ritar, er gjörhugul og gagnmerk ritgerð um Olgeirsrímur, en þær “eru kveðnar eftir hinni dönsku Ol- geirskroniku (Olger Danskes Krönike), almúgabók, er stafar frá sama frekkneska tólftu aldar kvæðinu, sem Oddgeirs þáttur danska í Karlamagnúss sögu grundvallast á.” Gerir dr. Björn nokkurn samanburð á rímunum og frumritinu og bendir meðal annars á það, að ekki einungis söguefnið sjálft sé þrætt með svo mikilli nákvæmni frá upphafi til enda, að nálega hvert smáatriði kemur fram í rímunum, heldur eru hugleiðingar oe semdir út af söguefninu þræddir með sömu nákvæmni. En hinu er ekki að leyna, að skemmtilegri hefðu rímurnar vafalaust orðið að frásögn til, ef höfundur hefði gefið ímyndun sinni lausri taum- inn, í stað þess að rígbinda sig við hvert atriði frumritsins. Sérstaklega athyglisverður er sá kafli ritgerðarinnar, sem fjall- ar um bragarháttu Olgeirsrímna, en þær eru mjög fjölbreýttar um háttaval og dýrt kveðnar, og bera því órækan vott bragfimi Guð- mundar og orðgnótt; hinn mikli dýrleiki kveðskaparins veldur því þó jafnframt, að rímurnar verða bæði þyngri í vöfunum og torskildari. Ber því að b-- það, að óumflýjanlegar ástæður hömluðu því, að dr. Björn ritaði fyrirhugaðar skýringar við Ol- geirsrímur, sem drjúgum myndu hafa gert þær lesandanum að- gengilegri og ánægjulegri af- Jestrar. Þess er og skylt að geta, beztu rímna Guðmundar. Hvað sem því líður, þá verður því vart neitað, að þær eru eigi lítið afrek í bókmenntum þeirrar aldar, og voru því verðugar þess sóma, sem þeim hefir sýndur verið með þess ari vönduðu útgáfu þeirra. En upp á rímurnar almennt má með miklum sanni heimfæra orð hins snjalla og djúpsæja skálds vors um móðurmál vort, og segja að þær hafi öldum saman verið þjóð vorri: “ljós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur.” En heiður og þökk sé þeim öllum, sem báru birtu og yl inn í höfugt skammdegismyrkrið og vetrarkuldann og héldu logandi eldinum á andans arni þjóðar vorrar! ISLENDINGADAGURINN 1 SEATTLE Eins og mörg undanfarin ár, munu íslendingar í Seattle halda fslendingadags hátíð að “Silver Lake” sunnudaginn 1. ágúst. — Nefndin er í óða önnum að und- irbúa hátíðarhaldið, og mun reyna af fremsta megni að láta hana verða sem ákjósanlegasta. Við erum nú sérstaklega hepn- ir að hafa í okkar hóp ágætis söngmenn, Tani Björnson og Dr. Edward Pálmason, sem eru nafn- frægir sóló söngvarar, sem unun er að hlusta á. Ennfremur mun ungfrú Kristín Jónsson skemta með violin-solo og mun engum verða vonbrigði að hlusta á hana, því hún er talin með þeim beztu í sinni list. Aðal ræðumaður dagsins verð- ur Dr. Rúnólfur Marteinsson og mun hann tala á íslenzku, eins og allir vita er séra R . Marteins- son prýðilega máli farinn og sannur Íslendingur í húð og hár. Ef þið viljið heyra vel fram borið og rétt talað íslenzkt mál, komið og hlustið á Dr. R. Mar- teinsson, þið munið ekki sjá efíir því. íþróttir af ýmsu tagi fara fram og verður verðlaunum út- býtt í glerhörðum peningum til þeirra sem beztir reynast. Aðsókn að íslendingadags há- tíðunum okkar hér í Seattle hefir ávalt verði framúrskarandi góð. landar hafa sótt samkomuna úr öllum áttum og margir langt að og ávalt skemt sér mæta vel og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. fslendinga hátíðishaldið hér vestan hafs má ekki leggjast nið- ur. Það ættu afkomendur okt— að muna, þó að við hinir eldri hverfum af sjónarsviðinu. Veitið athygli auglýsingum okkar um íslendingadags hátvY- ina í Seattle, sem mun birtast bráðlega í íslenzku blöðunum. /. /. Middal v í s a “Þegar eg sá þýðingu af vísu minni (um mánann) eftir próf. Skúla Johnson. Motto: “Eg reiði mig á mánann”. Eg fann þig eitt sinn fullur, þú fylgdir mér á leið, og viltum veg mér greiddir til vinar, sem mín beið. Þá alt var auðn og myrkur og engum gat eg treyst. Þú hefir hlutverk mánans af hendi sjálfur leyst. K. N. Mitchell verkamálaráðherra sambandsstjórnar og Chevrier, flutningaráðherra hefir verið falið að semja við járnbrautar- þjóna í Canada, er hóta verkfalli 15. júlí. Á fundi sem staðið hef- ir yfir í Montreal varð engu til vegar komið um sættir. Átján al- þjóðafélög (Brotherhoods) eiga þarna hlut að máli með um 120,- 000 félagsmönnum. Járnbrauta- félög hafa boðið sættir með 20 að þeir, sem þeim hnútum eru'centa kauphækkun, en félögin kunnugir, telja þær eigi meðal fara fram á 35 cents á kl.st.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.