Heimskringla - 15.12.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.12.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. DES. 1948 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA INNILEGAR til allra vorra viðskiftavina Moderxi Electric Wm. Indriöason, eigandi SELKIRK, MAN (0ur ÉHttceregt téreetmgg AT THIS JOYOUS SEASON TO ÝOU AND YOURS . . . . MAY EACH DAY OF THE COMING YEAiR BE FILLED WITH PEAOE, GOOD CHEER AND PROSPERITY. Management and Staff til Islendinga c4uótan ka^ó Veótan Fisheries Limited Keystone 272 MAIN ST. WINNIPEG G. F. JÓNASSON,' framkvæmdiarstjóri Sargent og Toronto, Winnipeg Þakkar fyrir viðskiftin á liðnu ári og óskar öllum viðskiftavinum sínum GLEÐILEGRA JóLA OG FARSÆLS NÝARS Jóla og Nýársóskir TIL VORRA MÖRGU VINA Gundry-Pymore Limited BRITISH QUALITY - FISH NETTING 60 VICTORIA ST. :: WINNIPEG, MAN. Hátíðaguðsþjónusta í Bessastaðakirkju Sunnudaginn 31. október fór fram hátíðarguðsþjónusta í Bessastaðakirkju, í tilefni þess að kirkjan er nú tekin aftur í notk- un, eftir hina miklu viðgerð, sem gerð hefir verið á henni. Ríkisstjórnin var þar viðstödd og eins hafði verið boðið þangað sendiherrum og fulltrúum er- lendra ríkja, alþingismönnum og þeim sem á einhvern hátt hafa unnið að hinum nýju gripum, sem settir hafa verið í kirkjuna. Um 20 prestar voru og viðstadd- ír. — Sóknarnefndarmönnum Bessastaðasóknar var líka boðið að vera við hátíðaguðsþjónust- una og nokkrum öðrum. Dómkirkjukórinn annaðist sönginn, undir stjórn Páls ts- ólfssonar, er lék á hið nýja kirkjuorgel. Þá var sunginn sálmurinn — “Kirkjan er oss kristnum móðir” er sr. Helgi Hálfdánarson hefir Rétt fyrir kl. tvö gengu prest- þýtt, en á milli þess, sem kórinn söng sálmaversin, lásu prestar úr Kjalarnessprófastsdæmi ritning- argreinar, þeir Hálfdán prófast- ur Helgason frá Mosfelli, sr. Eiríkur Brynjólfsson frá Út- skálum, sr. Halldór Jónsson frá Reynivöllum og sr. Jón Árni Sigurðsson frá Grindavík. Stóðu þeir sitt hvoru megin við altar- ið. Síðan lýsti biskup kirkjuna tekna í notkun, með svipuðum hætti, og þegar nýjar kirkjur eru vígðar. En að því búnu spilaði Páll ísólfsson sitt góðkunna Maríuvers. Þá var sunginn lof- söngur úr Requiem eftir Luigi Cherubini og þá sálmaversið — “Þín kirkja góði Guð”. Nú flutti sóknarpresturinn sr. Garðar Þor- steinsson stutta og hjartnæma prédikun og lagði útaf sögninni um draum Jakobs. Síðan var sunginn sálmurinn “Beyg kné þín gólk vors föðurlands”, eftir Matth. Jock. Þá tónuðu þeir fyr- ir altari sr. Garðar Þorsteinsson og biskup. En að endingu var sunginn þjóðsöngurinn. Var kirkjusöngurinn með ágætum. Að aflokinni guðsþjónustu nutu boðsgestir, kennimenn og aðrir veitinga á heimili forseta- hjónanna. arnir í skrúðgöngu í kirkjuna en þá voru aðrir kirkjugestir þangað komnir og gengu þeir fyrir Sigurgeir biskup og Bjarni Jónsson vígslubiskup. En nokkru síðar gengu forsetahjón in í kirkjuna, í fylgd með Emil Jónssyni ráðherra. Guðsþjónustan hófst með því að sr. Fr. Hallgrímsson las bæn Þvínæst söng kirkjukórinn sálm Matthíasar, “Ó, maður hvar er hlífðarskjól, á heimsins köldu strönd”. Að því búnu flutti biskupinn ræðu frá altarinu, þar sem hann mintist m. a. sögu Bessastaða kirkju, þeirrar viðgerðar, sem hún nú hefir fengið, og þeirrar sérstöðu sem hún hefir, á for setasetri landsins. klæðið er gert úr líni, sem rækt- að er á Bessastöðum. Hefir frú Unnur ólafsdóttir teiknað það og unnið, saumaþræðirnir eru einnig úr Bessastaðalíni. Staf- irnir I. H. S. eru saumaðir um allan dúkinn. Dúk þennan gerði 'frú Unnur handa forsetahjónun- um, en þau ákváðu að gefa Bessa- staðakirkju hann sem altaris- klæði til ævarandi eignar. Umsjón með endurbygging- unni hefir Björn Rögnvaldsson byggingatneistari haft, með allri rafmagnsvinnu Valgarð Thor- oddsen, rafveitustjóri í Hafnar- firði, málningu annaðist Osvald Knudsen, Reyjavík. Bekki, préd- íkunarstól m. m. hefir gert Björn Þorsteinsson, trésmíðameistari í Reykjavík. Verkstjóri var lengst af Páll Valdason, Hafnarfirði. Bútagólfið lagði Carl Jörgensen trésmiður í Reykjavík. Nokkur atriöi úr sögu kirkjunnar Eftirfarandi greinargerð hefur blaðið fengið til birtingar frá ráðsmanni Bessastaða Jóhanni Jónassyni: Það er talin hafa verið kirkja á Bessastöðum síðan kringum ár- ið 1100. 22. apríl 1773 ákveður konungur byggingu þessarar kirkju. Var smíði aðalkirkjunn- ar lokið um 1802, en turninn var eftir. Var honum lokið 1823. En kirkjan var ávalt gallagripur, lek, köld (óupphituð), með dragsúg, o. s. frv. Endurbygging kirkjunnar var á öndverðu árum 1946 falin húsa- meistara ríkisins. Hófst hún í apríl 1946, hefir því staðið yfir í 2l/2 ár. Þannig er umhorfs í kirkjunni nú eftir viðgerðina: Ef litið er til vestur frá kórn- um er yst í kirkjunni, vinstra megin, preststúka og hægra meg- in pípuorgel og söng pallur. Orgelið er nýleg bresk uppfinn- ing, ætluð litlum kirkjum þar sem ekki er pláss fyrir háar org- elpípur sem raðað er á venjuleg- an hátt. Er pípunum komið fyrir af mestu snild eftir vissum regl- um í þessu orgeli svo þær sjáist ekki. En er þó hér um fullkomið pípuorgel að ræða. Eru tónarnir fegurri og endingin margföld borin saman við kirkjuharmon- ium. í fordyrinu eru múrsteinar í gólfi, sem áður voru í miðgangi sjálfrar kirkjunnar. Krossmarkið yfir altarinu er verk Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara, sem einnig hefir skor- ið prédikunarstólinn. Altarið er klætt hvítum dúk er blint fólk hefur ofið. Altaris-1 Fornir gripir kirkjunnar Á altarinu eru tveir bronce- stjakar stórir frá árinu 1734 en þá gaf Cathrine Holm, ráðskona Fuhrmanns amtmanns á Bessa- stöðum þá, kirkjunni til ævar- andi eignar. Hinar frægu '“hakstursöskjur” sem Ólafur Stephensen stiftamtmaður og kona hans gáfu kirkjunni 1774; þetta er nákvæm eftirmynd, en frumgjöfin er geymd í Þjóð- minjasafninu. Ennfremur kaleik- ur, patina og vínkanna, alt úr silfri og alt gamalt. Það elsta í kirkjuni mun vera skírnarfonturinn, sem er úr steini með málmskál í. Bak við hann er legsteinn Magnúsar amt- manns Gíslasonar og Þórunnar konu hans. Áður var þar leg steinn Páls Stígssonar fógeta á Bessastöðum (d. 1556) en leg- steinn þeirra hjóna var undir kirkjugólfinu fremst í kórnum. Margir, sem komu í kirkjuna vildu sjá legstein Magnúsar, en það var erfitt að komast að hon- um. Þar sem Magnús var fyrsti íslenzki amtmaðurinn á Bessa- stöðum, merkur maður og at- hafnasamur, ættfaðir þekktrar ættar (Stephensensættarinnar), sá sem lét byggja Bessastaðastof una (sem síðar varð latínuskóla- hús og nú forsetasetur) — þótti rétt að legsteinn hans væri í veggnum á þeim eina stað sem legsteini var ætlaður staður fyr- ir augum allra. En legsteinn Páls Stígssonar var fenginn Þjóð- minjasafninu. Kirkjugarðurinn 1941 var kirkjugarðurinn um hverfis alla kirkjuna og leit út eins og títt er um kirkjugarða víða í sveitum hér á landi. Síðan hefir tekist smátt og smátt að slétta talsverðan hluta garðsins og setja flatar hellur á grafir í stað legsteina. Er nú áhugi hjá sóknarnefnd og fleirum að gera því sem eftir er garðsins í gam- alli mynd sömu skil, svo allur garðurinn verði sléttur grasflöt- ur með flötum hellum á leiðum. Slík hella átti að vera komin á leiði Gríms Thomsens og konu hans en hefir dregist vegna inn- flutningsvandræða á steinsmíða- tækjum (sögum). —Mbl. 2. nóv. Imperial Bank of Canada AÐALSKRIFSTOFA TORONTO, ONT. Vér tökum þetta tækifæri til að flytja árnaðaróskir gleðilegra jóla og velgengni á þessu nýbyrjaða ári. Heimsækið okkur á Gimli i vorum nýju heimkynnum eftir áramótin GIMLI OG RIVERTON ÚTIBÚ R. L. WASSON, ráðsmaður Winnipeg útibú eru: MAIN og BANNATYNE SELKIRK og MAIN ST. VITAL Farþegi að stíga upp í flugvél: — Hef eg tíma til að kveðja kon- una mtna? Flugmaðurinn: — Eg veit nú ekki, hvað hafið þér verið lengi giftur? INNILEGAR JóLA OG NÝÁRSÓSKIR til vorra mörgu og fjölgandi viðskiftavina! ARB0RG FARMERS’ CO-OPERATIVE ASS0CIATI0N LIMITED General Store and Arborg Transfer Service ÁRBORG, MANITOBA GIMLI HOTEL Innilegar hátíða-kveðjur til Islendinga hvar sem þeir dvelja! Lake Winnipeg Hotel Co. Ltd. R. Kaminski, Mgr. GIMLI, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.