Heimskringla - 15.12.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.12.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. DES. 1948 RUTH Þýtt hefii G. E. Eyford Við að segja þessi orð var eins og nýr hug- heimur hefði opnast fyrir henni, nú var öll veiklun horfin úr huga hennar, hún var nú róleg og einörð, sem áður. “Eg álít,” sagði hann og hleypti brúnum, “að skjót ákvörðun sé það besta”. “Það getur vel verið, en þú skalc ekki hugsa að eg vilji niðurlægja mig svo, bæði í mínum og annara augum, með að aðhafast slíkt í laumi. Ef eg fer með þér, þá verður það að ská í dagsljós- inu, fyrir allra augum. En það er nóg með það — á morgun faerðu mitt svar”. “Eg get ekki biðið til morguns’! hvæsti hann. “Á það að þýða það’’, og hún rykkti til höfðinu, “að þú getir ekki sýnt hina minstu þolinmæði til að vinna mig?” Hann beitti öllu sínu afli til þess að halda þeirri æsingu sem í hinum var, í skefjum. “Þú veist það vel”, sagði hann, “að eg skyldi glaður bíða í tíu ár, en--’ “Nú, jæja — en hér er aðeins um tíu tíma að ræða, góða nótt”. Hann krefti hneíana, og Ruth hefði orðið hrædd, ef hún hefði getað séð, drættina í and- liti hans. Það var eins og hann vildi kasta sér yfir hana og neyða hana til að fylgja sér, hvort sem hún vildi eða ekki. Þá heyrðist allt í einu kallað: “Ruth” — MENTUN STÓR- BORGANNA “Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?” voru spottyrði hinna rökviltu, skriftlærðu Jerusalem borgara viðvíkjandi þessu smá- þorpi. Um margar aldir var þessi hugsunarháttur ríkjandi í borgunum, gagnvart bændum og búa-liði, og “peysa”, “dóni” og “dauðýfli”, voru orð, sem auðvirðilegar “búðarlokur” notuðu um þessa sveitabræður sína. Nú er öldin önnur. Nú er sveitabændum sýnd öll kurteisi, því þeir hafa sett á fót stærri iðnstofnun, heldur en nokkur borg á yfir að ráða. Þessi þrjú Canadisku Hveiti Samlög, starfrækja yfirgrips- meiri verzlunar-samtök, peningalega og framleiðslulega, heldur en nokkur önnur stofnun út af fyrir sig, í vestur fylkjunum. Næstum helmingur allrar komuppskeru vesturfylkjanna, er í höndum þessara Hveiti Samlaga. Allur ágóði er borgaður til þeirra, sem þeim tilheyra. Vegna þess hve margar kornhlöður eru bygðar og bættar, vex þetta fyrirtæki að meðlimafjölda og gagnsemi. The Saskatchewan Pool starfrækir nú jurta-olíu-verk- stæði, sem verður fullgert í byrjun næsta árs. Þessi samvinnu samtök, eiga rót sína að rekja til Englands, fyrir meira en hundrað árum síðan, og sem nú hafa stór samvinnu sam- tök bæði á Englandi og Skotlandi. Samvinnufélögin voru sein til dáða og framkvæmda, en nú hafa þau sýnt sitt framkvæmdar-afl á sléttum Canada. Nú eru þau að kenna borgunum hvað samein- aður vilji má sín mikils við höndlun og sölu afraksturs framleið- enda, fyrir framkvæmdir þeirra eigin komhlöðu-kerfis, með öðmm orðum “Einn fyrir alla, allir fyrir einn”. Heimurinn er að læra, þó seint gangi, að samvinna milli þjóða, og samvinna milli borgara hvers þjóðfélags, er eini vegurinn til þess að varna þeim voða, sem nú hvílir yfir heiminum. Það eru margir hlutir sem sveitimar geta lært af borgunum. Borgirnar geta og, fengið sína mentun frá sveitunum, með því að fá skilning á því, hvernig fjöldinn getur auðgast af samtökum, og þeirri heill sem því er samfara. Öllum, sem styrkja samvinnu hugmyndina, í borgum og sveitum, óskum vér gleðilegra Jóla og happasæls Nýárs. GANADIAN COOPERATIVE WHEAT PRODUCERS Ltd. WINNIPEG — CANADA MANITOBA POOL ELEVATORS 5ASKATCHEWAN COOPERATIVE Winnipeg Manitoba PRODUCERS LIMITED Regina Saskatchewan ALBERTA WHEAT POOL Calgary Alberta “Miss Hillern!” og með gnístandi tönnum hvarf hann undir eins út í skuggan. Ruth hafði ekki séð í hve mikilli æsingu hann var, er hann heyrði köllin og hafði litið til hliðar. “Sjáðu nú”, sagði hún og kinkaði kolli í átt- ina þar sem hann stóð. “Eg hef heyrt til þeirra fyrir stundu síðan. Nú þori eg ekki að láta þau leita mín lengur.”. Hún kallaði hátt: “Eg kem, Mrs. Merrywearther”, svo hljóp hún á móti vin- konu sinni. Einum tíma síðar, er þær stöllurnar voru komnar í svefnherbergi sitt, og May var komin undir flugna netið sitt, en Ruth sat uppi í rúm- inu og hélt höndunum fyrir andlit sér. Hingað til hafði henni aldrei veist ervitt, að útiloka allar áhyggjur og kvíða úr huga sínum. Hún hafði ætíð fundið veg út úr öllu, með glaðværð sinni og góðleik; en nú þrengdi meir að henni en hún hafði getað látið sér til hugar koma. Nú varð hún að skera úr málunum, hún varð að geta réttlætt gjörðir sínar, bæði fyrir sjálfri sér og öðrum. Eins og þetta skar hana í hjartað, þá lá það ekki léttara á samvisku hennar. Hún gat ekki hugsað til að glata sjálfvirðingu sinni, né annara. Svo hún sat þar nú og velti fyrir sér í huganum, hvernig að það gæti verið mögulegt að sameina þetta, sem hún hélt að væri, lukkan, annars vegar og skyldan hins vegar. Hún hafði ekki getað séð neinn heiðarlegan veg út úr þessu vandræða máli. Að brjóta lof- orð sitt! Nei, þó Tops, blindaður af ástríðu, reyndi að réttlæta það, Þá skyldi hún aldrei gera það. En hvað gat verið því til hindrunar, að hún beiddi þann sem hún hafði gefið loforðið, að gefa sér það eftir? Ef hún skrifaði honum nú, sem var herra yfir forlögum hennar, og segði honum hrein- skilnislega frá, hvernig hún hefði á ferðinni mætt æsku vini sínum og farið að elska hann — því það gat kanske verið ást, þessi tilfinning, sem hún hafði nú fyrir Tops — mundi hann þá ekki vilja gefa henni upp loforðið? Það var ekki ólíklegt. Hvaða maður með sálfsvirðingu mundi kæra sig um að giftast ungri stúlku, sem elskaði annan mann? Henni fanst að hún yrði að gera einhverja tilraun. Svo hún ásetti sér að skrifa honum daginn eftir. Það mundi auðvitað líða nokkrar vikur þangað til hún fengi svar. Hvar átti hún að vera á meðan? Alein hér í hótelinu? Nei, það var ekki tilhugsanlegt. En Mrs. Manning hafði boðið henni að koma til Narvara. Já, það ætlaði hún strax að þiggja, auðvitað varð hún að gera frúnni allar kringumstæður kunnugar fyrst, en hún hélt að það yrði auðvelt að vinna hennar samþykki. Ruth, hataði leyndarmál, og hún ætlaði að haga sér í þessu samkvæmt skyldunnar boðum. Henni fannst þetta vera svo auðvelt, að hún undraði sig á því, að hún skyldi ekki hafa séð þessa aðferð fyr til að leysa hnútinn. Já þetta var afgjört. Fyrst í fyrramálið tala eg við Tops, svo við Mrs. Manning.svo skrifa eg þetta bréf, og nú var hún hæðst ánægð með sig. Nú var sem þungri byrgði væri létt af henni eða það fanst henni þessa stundina. Hún gat varla haldið fögnuðinum leyndum. Lukkan — þessi mikla lukka, sem hún hafði þráð alla æfi sína, sem hún var reiðubúin að elta, allt í kringum jörðina — blasti nú fyrst við henni. Með hjartaslætti fór hún morgunin eftir út úr herbergi sínu. En ef hún hefur vonast eftir að mæta Tops fyrir utan herbergis dyrnar, bíð- andi þar eftir svari hennar, þá varð hún fyrir vonbrigðum. Hann sást ekki í biðsalnum, né við morgunverðar borðið. Enska fólkið, sem hún var með kvöldið áður, var allt við morgunverðar- borðið, og bauð hana svo hjartanlega velkomna. Mrs. Merryweather hafði haldið auðu sæti fyrir hána næst sér, svo hún nyti sem best samveru hennar þessa stuttu stund, sem þær ættu eftir að vera saman. Meðan hún lét sem hún hefði allan hugan á matnum, hafði hún aldrei augun af hurðinni; hún vonaðist eftir Tops inn á hverju augnabliki. Það leið svo hálfur tími og fólk var altaf að koma inn, en sá sem hún vonaðist eftir kom ekki. Hvað átti hún að gjöra? Klukkan var orðin átta, en klukkan tólf átti “Nizaam” að leggja á stað, með allan farangur hennar, sem var fluttur þangað frá hinu skipinu kvöldið áður. Ráðalaus sat hún þarna í hinni sárustu geðs- hræringu, og gat ekki haldið uppi samtali við þetta góða fólk sem sat hjá henni. Þetta hlaut brátt að vekja eftirtekt. Mrs. Manning spurði hvort hún hefði höfuðverk. Nei, hún sagði að sér væri svo heitt og ó- mótt inní salnum, hún yrði að koma út í fríska loftið. En að allt kunningjafólkið hennar fylgdi henni, gat hún ekki komið í veg fyrir. Svo stakk einn af karlmönnunum upp á því, að þau skildu fara og sjá eitt af gömlu virkjun- um sem Protugals menn bygðu þar til forna. Hún gerði árangurslausa tilraun til að vera eft- ir, en hún gat ekki fundið neina gagnlega á- stæðu, svo hún varð að fylgjast með. Greetings and Best Wishes for Cljriötmaö and the i?etP Jear

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.