Heimskringla - 15.12.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.12.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. DES. 1948 Hcimskringk (StofnaB 1896) Kemui út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24185 Ver8 blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyriríram. Allar borganir sendisrt: THE VIKING PRESS LTD. öll viSskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Wirmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 15. DES. 1948 Jólín “Hálf önnur vika til Jóla! Og eg er ekki enn farin að kaupa nokkurn skapaðan hlut. Mér er betra að fara að hugsa um þetta.” Svo sagði 4 ára stúlka, með 17 cents í lófanum í gær. Það hefir af sumum verið sagt, að jólin væru hátíð barnanna. Stundum hefir oss nú fundist að þau væru jafnframt hátíð fullorð- inna. En hvemig á að fara að því, að rökstyðja það, mun fleirum en oss dulið. Hvar er nú boðskapurinn um frið? Það er ekki svo að skilja, að allir menn séu vondir. Langt frá því? Það er til mikið af einlægri samúð, góðum tilfinningum og bróðurkærleik í menn- ingu vorri. En þessu eins og öllu því bezta í nútíðar menningu, er gersamlega misboðið með haturs og ófriðareldinum, sem nú skíð- logar um allan heim. Já — það var ekki mót von þó Þorsteinn Erlingsson spyrði: “Og hvar er sigur Krists um kristinn heim”?, Skáldið leitar að svari og finnur það hvorki utan kirkju né innan í þjóðlífinu. En um leið og leitinni lýkur finst honum þó að hann eygi þá stjörnu, sem á jól minni. Og hvar? Látum eftirfar- andi vísu skýra það: Nei, eg vil lifa litlu jólin mín við ljósið það er skín úr barnsins augum. —Mér finst þar inn svo frítt og bjart að sjá, að friðarboðið gæti þangað ratað, og enn þar minni heit og þögul þrá á þúsund ára bróðurríki glatað. Þar vefst úr geislum vonarbjarmi skær sem veslings kalda jörðin eigi að hlýna; eg sé þar eins og sumar færast nær, eg sé þar friðar konungs stjörnu skína. Flestum eldri mönnum finst að jólin séu nú annað en þau voru í æsku þeirra. Þau eru það vissulega í ytra umstanginu, sem þeim nú fylgir. En við megum ekki halda þau úr sögunni fyrir því. Og ekki heldur þó margt bendi til að bæði þau og við og veröldin séum dauðanum ofurseld. Látum í þess stað skinið frá stjörnunum litlu, augum barnanna, minna á að jólin og boðskapur þeirra lifi. Og með það í huga, býður Heimskringla lesendum sínum enn sem fyr: GLEÐILEGJÓL! FORSÆTISRÁÐHERRAR CANADA ' (Stutt yfirlit til fróðleiks og minnis) Mr. St. Laurent, sem nýlega er tekinn við stjórnarformensku, er tólfti forsætisráðherra Canada. Hér eru nöfn hinna og stórnarár þeirra: 1. Macdonald, Sir J. A. _—1867-73 1878-91 2. Mackenzie, Alexander—1873-78 3. Abbott, Sir J. J. C.-1891-92 4. Thompson, Sir J. S. D-1892-94 5. Bowell, Sir M. .1894-96 6. Tupper, Sir C ......1896 7. Laurier, Sir W. ’96-1911 B. Borden, Sir R. L 1911-20 9. Meighen, A 1920-21 1926 10. King, W. L. M. — 1921-26 1926-30 1935-48 11. Bennett, R. B — ......1930-35 12. St. Laurent, L. S— ...... 1948- Allir hafa menn þessir sér eitt- hvað til ágætis. Má um hina fyrri segja, að staða þeirra væri þeim sjálfvalin, vegna mikillar atorku sýndrar af þeirra hálfu árin, sem hér þurfti mest á framtaki og framsýni að halda til að koma á þjóðlegu skipulagi. Sir John A. Macdonald, er nefndur hefir verið faðir Canada sambandsins, var forsætisráðherra í hinni sam- einuðu stjóm Efri- og Neðri- Canada áður. Sir George Cartier, sem af hálfu Frakka var í þeirri stjórn, varð og hermálaráðherra eftir að sambandið var myndað. Foreldrar Sir John komu frá Skotlandi og settust að í King- ston, Ont. Sir John var lögfræð- ingur. Hann sýndi brátt að hann vildi alt Canada sameinað og að landinu væri farsælast samband við England eins og sakir þá stóðu. Hann vildi ná Norðvest- ur héruðunum í sambandið frá Hudsonsflóafélaginu, en það kosíaöi að leggja járnbraut vest- ur. Færðist C.P.R. félagið það v fang. En samningar við það þóttu of harðir á stjórnarfé og Sir John tapaði kosningu þessvegan 1873. En hann náði aftur kosningp 1878 og var um 19 ár við völd alls. Var það þakkað verndarstefnu hans, sem síðan hefir verið stefna íhaldsflokksins. Hann undirritaði Washington - samn- inginn við Bandaríkin 1871 við- víkjandi landamæramálum o.s.f. Alexander Mackenzie, er stjórnaði frá 1873 til 1878, var fæddur í Skotlandi, en kom til Ontario 20 ára gamall. Hann var steinleggjari og varð hér brátt byggingahöldur. Hann var kos- inn á þing 1861 og gaf sig mikið að Brown, foringja liberala og varð svo þeirra flokksforingi. — Hann barðist á móti vemdar- stefnu Macdonalds, en vegna þess að iðnhður var hér þá í upp- gangi, tapaði hann við næstu kosningar. En hann var þing- maður þar til 1880. Næstu 5 árin eftir 1891, eru fjórir forsætisráðherrar. Hinn fyrsti, Mr. Abbott deyr á öðru ári frá því hanrí^er kosinn og hinir ýmist taka við stöðum án almennra kosninga og eru þá búnir að fá nóg eða hreint og beint tapa. hæfir menn og t. d. Tupper, sem aðeins var eitt ár við völd, var búinn að vera ráðgjafi í flestum eða einum 5 stjórnardeildunum. En árið 1896, kemur til sög- unnar maður, sem lengi réði hér ríkjum og var fyrsti maðurinn af frönskum ættum, sem varð for- sætisráðherra. Það var Sir Wil- frid Laurier. Hann var fæddur í Quebec, gekk á McGill háskóla og stundaði lögfræðistörf í Montreal. Hann hafði og verið þingmaður, bæði í Quebec og Ottawa. Hann leit á mál þessa lands öðrum augum en forsætis- ráðherrar áður gerðu og var með sjálfstæði landsins, en fanst það ekki þurfa að hvíla eins mikið á Bretlandi og fyrri forsætisráð- herrar álitu. Hann hélt uppi nýjum málstað, málstað Fi^tkka betur en áður hafði verið gert og það vakti athygli á honum. Hann hélt völdum þar til 1911. Það sem hann feldi voru gagnskifta- samningar við Bandaríkin, sem þá var einhver von um, en Banda- ríkin höfðu verið þeim fráhverf lengi, aðallega vegna andróðurs bænda, er töldu bændavörumark- aðinn offyllast, og valda verð- lækkun á vöru sinni, því héðan var ekki um annað en bændavöru- að ræða. En Canada feldi þennan samning, enda töldu hann margir mundi ríða verksmiðjuiðnaði hér að fullu. Með fyrstu þingræðu sinni í Quebec, ávann Laurier sér það álit, að vera einn af fremstu mælskumönnum Canada. Fram að þessu hefir verið talað um þá Laurier og John Macdon- ald, sem þá, er mest áhrif hafa haft á innanlandsmál og þjóðlíf Canada. Verkefni R. L. Bordens urðu dýpst mörkuð út á við. Á stjórn- artíð hans skall fyrsta heimsstríð- ið á og við lok þess hélt hann vel á málum Canada við uppgjör stríðs- og þjóðmálanna. Canada hlaut þá ef til vill sína mestu viðurkenningu út á við. Hann átti mikinn þátt í sköpun þeirrar sjálfstæðisstefnu, er nýlendum Breta hlotnaðist upp úr stríðinu og að Canada varð meðlimur Þjóðabandalagsins, með fullum þjóðarréttindum, og Canada þingið fékk vald til að samþykkja eða hafna friðarsamningunum. Undir hans stjórn fór Canada að hafa ræðismenn víðar í öðrum löndum, en áður. Heima fyrir samdi hann ný bankalög og stofn- aði til bögglaflutninga með pósti. Hann stofnaði og deild af League of Nations félaginu í Canada. Borden var fæddur í Nova Scotia. Hann nam lögfræði og þótti at- kvæðamaður í því starfi. Hann varð foringi íhaldsflokksins 1901, en fór frá völdum 1920, sakir heilsubrests. Hann var oft full- trúi á fundum erlendis afnvel eftir það. Síðan hafa þeir ríkt Mackenzie King, Meighen og R. B. Bennett, sem telja má einn hinn rögg- samasta forsætisráðherra, sem hér hefir verið. Bennett var ekki fyr kosinn 1930, en hann kallaði þing saman til að gera bráðabirgða samþyktir ýmsar vegna kreppunnar, sem skollin var á. Hugsaðist honum eitt bezta ráðið að gera samninga fyrst um viðskifti innan Breta- veldis og sem að miklu gagni hefði komið, hefðu Bretar geng- ið að ákvæðisverðinu, sem Ben- nett fór fram á. Þó nokkur á- kvæðin væru samþykt í Ottawa af samveldisþjóðunum, á fundi er Bennett stjórnaði, fékst þar ekki nema lítið af því, er fram á var farið samþykt. Til þess að ráða fram úr atvinnuleysinu, greiddi sambandsstjórnin feikna mikið fé til fylkja og bæja. En /jármála'höldar vildu ekki þennan stórhuga náunga í leikinn með sér um öflun atvinnu, og tapaði hann völdum við næstu kosning- ar. Að hinu stutta tímabili Meigh- ens ótöldu hefir Mackenzie King haft stjórnarformensku með höndum, þar til nú 1948, að hann lætur hana öðrum flokksmanni sínum í hendur. Hann hefir ver- ið 21 ár forsætisráðherra og um 30 ár foringi liberal flokksins og 'hefir því allra forsætisráðherra lengst haldið völdum. Um störf hans hefir verið mikið skrifað undanfarnar vikur og er ekki ástæða til að endurtaka það hér. Hann reyndi á stríðsárunum að setja ákvæðisverð á vörur og reyna með því að sporna við há- verði og hækkandi kaupi, en hann bar ekki gæfu til að halda því áfram, svo verð hefir nú farið sí- hækkandi og er eiginlega komið á takmörkin með það, en kaup hefir ekki hækkað hjá almenn- ingi, svo það sem hann ávann á stríðsárunum, er nú alt að fara í súginn. Þó neytendur hefðu hag af ákvæðisverðinu, töldu bændur það koma þrælslega niður á sér eða sinni stétt, vegna óhagstæðra samninga við önnur ríki á vörum þeirra. En King hefir verið vin- sæll flokksforingi hvernig sem alt fer. Og nú er annar Frakki, Louis St. Laurent, kominn til valda. Mæla bæði mánnkostir og góðir hæfileikar með honum. En þar er um óskráða sögu að ræða og er því ekki til neins, að orð- lenga hér um það. Fyrst eftir að sameining Efri- og Neðri-Canada átti sér stað, var Ottawa gert þingsetur, smá- bær um 100 mílur vestur af Mont- real þá nefndur Bytown eftir stofnandanum (By). Þetta var áður en Canada sambandið var myndað, eða 1858. Staður þessi segja menn að hafi verið valinn til þess að þingið væri sem lengst frá stórbæjum, því óttast var, að ávalt gæti Frökkum og Englend- ingum borið á milli og það orsak- að róstur. Þannig voru stjórn- mál Canada. Ef þessi einangraði litli bær, hefir orðið til að spekja þingliðið, friða sálir þess, á hann sér merkilega sögu að baki. Þeg- ar samband alls Canada var myndað, varð Ottawa höfuðborg landsins. Að hin fagra höfuð- borg eigi eftir að brjóta öldur ósamkomulags Frakka og Eng- lendinga, er nú ekki neitt kviðið fyrir. En það er þó víst að enn lifir í kolunum og stefnur Frakka og Englendinga rekast enn á í góðu gamni og hafa meiri áhrif á stórnmálin, en yfirleitt er látið. Rótgróin mennig tveggja þjóða, er lífseig. “EG BIÐ AÐ HEILSA” Eftir prófessor Richard Beck Mér var það feginsfrétt, er eg las það í blöðum heiman um haf, að Ungmenna- og íþrjóttasam- band Austurlands hefði hafið út- gáfu tímaritsins Snæfells. Þar er um þarft framfaraspor að ræða. Óska eg austfirzkri æsku og öðr- um þeim, er að ritinu standa, hjartanlega til hamingju með stofnun þess, og vona fastlega, að það eigi langt líf fyrir höndum. Og sérstakt fagnaðarefni var mér það, að ungmennafélögin austur þar í átthögum mínum skyldu einmitt verða til þess að hrinda þessari tímabæru útgáfu í fram- kvæmd. Þannig á austfirzk og öll íslenzk æska að vera, brekkusæk- in og framsækin í menningarmál um landshluta síns og alþjóðar. Auk þess er Ungmennafélag íslands mér hugstætt, síðan eg kyntist hugsjónum og starfi þess ágæta félagsskapar á yngri árum mínum, einkum á Akureyri, og á eg þaðan holl áhrif að þakka í þjóðlega átt, sem mér hafa á- vaxtarík reynst í þjóðræknis- starfseminni vestan hafs. Þá þakkarskuld vildi eg gjalda með því að gerast ævifélagi í Ung- mennafélagi íslands fyrir all- mörgum árum síðan, og jafn- framt sýna með því trú mína á málstað þess félagsskapar og hlutverk hans í íslenzku þjóð- lífi. Eg fann það líka, svo að mér gleymist það aldrei, að eg átti hollvinum að mæta í hópi félags- systkina minna innan ungmenna- félaganna, þegar eg bar gæfu til þess að heimsækja ættjörðina á tímamótunum söguríku og ör- lagaríku, þá er lýðveldið var end- Allir voru þeir mjög MANITOBA býður iðnaðar- fyrirtæki velkomin Hagstæðar, eðlilegar ástæður, svo sem, ódýrt rafurmagn, óþrjótandi náttúrufríðindi og ánægjuleg vinnufólks-skilyrði, segja sögu hinna stórkostlegu framfara í iðnaði Mani- toba. Þar að auki er margt annað sem Manitoba hefir að bjóða, og sem vert er að veita athygli. Bureau of Industry and Commerce, Room 200, Legislative Building, Winnipeg, gefur allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Skrifið, eða komið að fá þessar upplýsingar. Þér fáið þær ókeypis, og í fullum trúnaði. DEPARTMENT of MINES and NATURAL RESOURCES HON. J. S. McDIARMID Minister D. M. STEPHENS Deputv Minister VÉR TÖKUM ÞETTA TÆKIFÆRI TIL AÐ ÞAKKA OKKAR MÖRGU VIÐSKIFTAVINUM VIÐSKIFTIN Á ÁRINU 1948 OG ÓSKUM ÞEIM OG ÖLLUM ISLENDINGUM GLEÐILEGRA JóLA OG FAR- SÆLS KOMANDI ÁRS. Leland Hotel Cor. William and Albert Telephone 25 716 McLaren Hotel Cor. Main and Rupert Telephone 27 314 Clarendon Hotel Cor. Portage and Donald Telephone 92 528 DANGERFIELD HOTELS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.