Heimskringla - 15.12.1948, Blaðsíða 15

Heimskringla - 15.12.1948, Blaðsíða 15
WINNIPEG, 15. DES. 1948 HEIIfSKRINGLA 15. SIÐA sumville, Mulvihill, Ashern, Vog- ar, Steep Rock og víðar. Fundar- stjóri var kosinn Rudolph Che- ski. Einnig sóttu fundinn þing- maður Wm. Bryce og séra Philip M. Pétursson, sem fluttu báðir hvatningarorð. Er útnefningar fóru fram voru tveir útnefndir en annar dró nafn sitt til baka, og þannið var hinn sem eftir var, Mike Taczynski, kosinn í einu hljóði og var þeirri útnefningu tekið með miklu lófaklappi. Mr. Taczynski er ungur maður, bóndi við Gypsumville. Hann var fimm ár í flughernum, og að stríðinu afloknu hvarf aftur heim og tók að sér rekstur á landi föður síns, þar sem hann hafði alist upp. — Kosningin fer fram 23. desember. * * « Leiðrétting Það hafa slæðst þessar villur inn í æfiminning Áskels Brands- sonar: Foreldrar Oddnýar, konu Áskels, v o r u: Guðmundur Hjálmsson (ekki Hjálmarsson) og kona hans, Sigurlaug Guð- mundsdóttir, bæði ættuð úr Skagafirði. Heimili þeirra Ás- kels og Addnýar, í Saskatchew- an, var tvær mílur norðaustur (ekki norður) frá Elfros. Helga, fósturdóttir Oddnýar, er ekki systurdóttir hennar, heldur eru þær systradætur. Banamein Ás- kels var hjartabilun. A. E. K. * * * Hjónavígsla Gefin saman í hjónaband, laug- ardaginn 4. desember að 905 Ban- ning Street, Winnipeg, Oddur Sveinn Sveinsson og Ásta John- son, bæði til heimilis í Selkirk, Man. Giftingin fór fram að heimili Mr. og Mrs. R. Tomkins. Við giftinguna aðstoðuðu Miss Anna Johnson og Mr. John S. Swanson. Séra Sigurður Ólafs- son gifti. * * * Hafið þér náð í nýjustu bókina Lundar Diamond Jubile^? Þar er um bók að ræða, sem inn á hvert heimili þarf að komast hér vestra. Hún er 175 blaðsíður að stærð með 180 myndum eða nærri 250 Lítið vel út ájólunum.. Látið hreinsa veizluklæðn- n y að yðar, og uppáhalds klæðnað og alt, sem þér . • »# . I T) 1 1 ' I f *«»1 1 Þuríið að vera í á jólunum. rorseti JVIontreal oankans varar vio pvi ao hagtræoilegur herstjórnar-rekstur yrði öilum ánauð ein einstaklingum, því sumt eru hóp- myndir, sem verði hleypa fram á hverri bók. Samt kostar bókin aðeins $2.00. Eftir núvei'andi verði bóka er það undir hálfvirði.; Til sölu hafa hana Björnsson’s Book Store, Winnipeg, Paul \ Reykdal, 979 Ingersoll St., Win-| nipeg og útgáfunefndin á Lund-1 ar. Vegna myndanna og góðs frágangs á bókinni, er hún valin | til jólagjafa. Pantið hana semj fyrst. ★ ★ * Dánarfregn Vilhjálmur Peterson, ættaður úr Árnessýslu á íslandi, andað- ist eftir stutta legu en all-langa heilsubilun, á heimili sínu í Langruth-bygð, miðvikudaginn, 1. des., 76 ára að aldri. Hann var i jarðsunginn af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, sunnudaginn 5. des. Kveðjumálin voru flutt í ís- lenzku kirkjunni í Langruth ogí í grafreit norðanvert við bæinn. Synir hins látna, sex, Pétur, Benedikt, Theódór, Jónas, Vil- hjálmur, Franklin og Ralph, báru hann til grafar. Einn þeirra, Jónas, kom alla leið frá Van- couver. Dætur hans báðar, Mrs. Halla Jónasson og Mrs. Margrét Carson voru þar einnig, svo öll börnin voru þar til huggunar móður sinni, Mrs. Helgu Peter- son, við útförina, ásamt fjöl- menni. Hann lifa einnig tvö syst- kini hans: Magnús Peterson í Gladstone, Man., og Mrs. Guðrún Jónasson í Reykjavík. Vilhjálm- ur var mætur maður. INNILEGAR JóLA OG NÝÁRSÓSKIR til okkar íslenzku vina og viðskiftamanna SUNNYSIDE BARBER and BEAUTY SHOP 875 Sargent Ave. Sími 25 566 Winnipeg, Man. B. C. Gardner kveður álagningu hárra skatta hafa óhagstæð áhrif á alla sparnaðar-möguleika . GORDON R. BALL, AÐAL-FORSTJÓRI, GEFUR SKÝRSLU YFIR VAXANDI ÁGÓÐA; INNSTÆÐUFÉ OG ÚTLÁN STANDIST AÐ MESTU Á. B. C. Gardner, forseti Mont- real Bankans sagði hluthöfum á 131 ársfundi bankans í Montreal nýlega, að kreddukend jafnaðar stefna hefði hafið árásir á sið- ferðilegan og hagfræðilegan grundvöll þjóðarinnar. Lagði hann áherzlu á, að eng- inn Canadamaður gæti vænst þess, að mögulegt sé að stofn- setja í þessu landi neinskonar útvalda hagfræðislega einvalds- stjórn, sem aðrir yrðu að hlýta, en skildi hann einan eftir ósak- aðan. Reynsla annara landa sýndi það ljóslega, að þegar herstjórn er einu sinni stofnsett, getur enginn • skoðana-flokkur mann- iegs samfélags flúið snörur hennar og áhrif. Fullvissaði Mr. Gardner, að slík árás væri áskorun til allra Canada-búa, en hún legði sér- staka ábyrgð á herðar kaupsýslu- manna. t Kvaðst hann ekki vita af neinni stofnun, er á þessum tím- um starfaði án þess að hafa þátt- töku og hag almennings fyrir augum. Góð kaupsýslustjórn væri fyrst og fremst nauðsynleg, og til þess að öðlast áhrifaríka þátttöku almennings, þyrfti fyr- irtækið að geta skýrt til fulln- ustu rekstur þess á þann hátt, sem hvert mannsbarn gæti auð- veldlega skilið. Vopn móti verðbólgu Aðalráðið til þess að laga þann mikla mismun, sem nú er á gjaldeyrisbyrgðunum, og þeirra hluta, sem kaupa þarf, sagði Mr. Gardner að væri aukin framleiðsla, sem svo aftur væri að öllu leyti komin undir hrað- skreiðari verklegum framförum. Mikill tilkostnaður sagði hann að hefði verið við útbúnað fyrir- tækja í Canada, á síðastliðnum tveimur árum, uppörvandi fram- þróun, en til allrar óhamingju hefði ekki samsvarandi sparnað- ur haldist í hendur við þessar framfarir. Árangurinn væri samkeppnis kröfur um innstæðufé og neyt- enda framleiðslu, og þar af leið- andi stórkostlega hækkandi verð- lag og dýrtíð. Eftir að hafa látið í ljósi vel- þóknun sína yfir þeirri stefnu stjórnarinnar, að ársreksturs-af- gangurinn var all-álitleg upp- hæð, efaðist Mr. Gardner um það hvort nægilegur gaumur væri gefinn að meðferð og stjórn út- gjalda. Vel mætti vænta þess af stjórnar formönnum, að þeir gæfu fordæmi í því að eyða ekki úr fjárhirzlu almennings nema því allra nauðsynlegasta. Þetta atriði hélt ræðumaður- inn fram að breytti viðhorfinu mjög, þar sem hinn núverandi jöfnuður á sköttum hefðu bein og óhagstæð áhrif á sparnaðar- möguleika almennings, (sérstak- lega þann hlutann, sem vænta mætti að hefði yfir álitlegu inn- stæðufé að ráða. Forsetinn vék að þeim mögu- leika, að liðka til með vexti, bæði til þess að auka sparifé, og draga úr fjárframlögum og tilkostnaði. Stefna auðveldrar fjáröflunar hefði þróast á tímabili kreppu og atvinnuleysis, og honum fanst það myndu hiklaust verða skoð- aðar framfarir, ef hafist væri handa með nýjum og breyttum aðferðum viðvíkjandi vöxtum. Ennfremur sagði hann að það væri mjög svo ákjósanlegt, að aukinn hluti sameiginlegs félags- fjár væri með erfða-fyrirkomu- lagi, frekar en viðbættri skulda- kröfu. Ræða aðalforstjórans Gordan R. Ball, aðalforstjóri, skýrði frá því, að veltufé bank- ans væri sem stæði $1,991,000,000 innstæðufé samtals $1,877,000,000 — væri þetta hvorttveggja hærri upphæðir en nokkurn tíma áður hefðu þekst í sögu bankans. Viðskifti bankans hefðu stöð- ugt aukist á árinu; ýmsar við- skifta-aðferðir, sem nauðsynlegt hefði verið að nota á stríðsárun- um hefðu verið lagðar niður, og aðrar hagkvæmari og farsælli teknar upp í staðinn. Kvað hann þjónustufólk Mont- real Bankans nú 9,300 að tölu. Mr. Ball mintist ferða þeirra, er hann hefði tekist á hendur yfir þvert og endilangt landið, en á því ferðalagi heimsótti hann 135 útibú bankans í Canada, og sömuleiðis skrifstofur bankans í Bandaríkjunum. Kvað hann ferðir þessar hafa verið mjög uppörvandi og nyt- samar; kvaðst hann ekki geta nógsamlega hrósað hinni ágætu samvinnu, eldmóð og trumensku, sem alstaðar hefði komið greini- lega í ljós. Hin hraða aukning (fjölgun) starfskrafta á undanförnum ár- um hefði valdið örðugleikum að veita starfsfólkinu nægan undir- búning og æfingu. Skólar fyrir byrjendur væru nú sem veittu fræðslu í Montreal, Toronto, Winnipeg og Vancouver, og( námskeið fyrir æfðara starfsfólk hefði verið sett á stofn á höfuð-j stöðvum bankans; líka væri í ráði að farskólum eða farkenslu ■ yrði haldið uppi á næsta ári. j Mr. Ball gat þess að hin vax-, andi verzlunarlán, er náðu há- marki sínu í nóvember 1947, væru nú í rénun, og taldi hann að slíkt benti á skapandi fram- þróun. Með vaxandi verðlag fyrir augum og tilkostnað, sem marg- ir viðskiftamenn bankans færð- ust í fang, benti þetta á meiri varfærni og sparnað. Útlistaði hann aðrar lánsað- fefðir og stefnur bankans, svo sem lánveitingu til hveitiverzl- unar, svo og líka til bænda og annara aðal-framleiðenda, kvað hann þau lán hafa aukist á síð- astliðnu ári. Kvað hann bankann fagna þeirri staðreynd, að lánin undir búnaðarumbóta lánsgreininni hefðu aukist nálega 50%. 99 af 100 lánum Montreal Bankans samþykt heima fyrir í aðal lánsaðferðum sínum og fyrirkomulagi er Montreal Bank- inn sérstaklega áfram um að geta bætt úr þörfum lítilla verzlunar- fyrirtækja og einstaklinga, sem lánþurfar eru. Þrátt fyrir þetta, sagði Mr. Ball, að það hefði sannast á und- anförnum tímum, að sökum fjöl- breyttari og fleiri fjárhagslegra úrræða í stærri og fjölmennari j stöðum, hefðu kaupsýslu-fyrir-j tæki í Canada, sérstaklega hin smærri, orðið útundan í viðskift- um við útibús-banka í litlum bæjum sökum þess, að aðeins til- tölulega fáir hefðu nægilegt lánstraust. Kvaðst hann alls ekki vera samþykkur slíkri tilhögun. Allir kaupsýslumöguleikar bankans til hagræðis við við- skiftamennina, eru ávalt og æfin- lega notaðir til fullnustu við öll útibú banka vors, og hin háa tala lánsreikninga í bankabókum vorum, er oss næg sönnun þess, að þörfum viðskiftavina vorra er greiðlega og réttlátlega sinnt. Eg vil geta þess hér, að 30 sept-j ember síðastliðinn, voru 99% af; öllum lánum í bókum bankans, veitt beinlínis, eða með fullu samþykki útibús-forstjóra vorra og nærlendis banka-umsjónar-1 manna. Þurhreinsun gerð fljótt og vel SIMI 21 374 Launderers-Dry Cleaners Fur Storage Innilegar Jólaóskir TIL ALLRA ÍSLENDINGA HVAR SEM ÞEIR DVELJA J. J. Swanson & Co. Ltd. 308 AVENUE BUILDING WINNIPEG GLEÐILEG JÓL og GÆFURÍKT NÝTT ÁR TTM Jólaleytið eru hugsanir okkar aðallega helgaðar heimilum og fjölskyldum vorum, þá er það sem heimilis-fögnuðurinn kemst á hæðsta stig. Við leggjum alt í sölurnar til þess að öðlast þá hluti sem nauðsynlegir eru til þess að við getum notið þeirra ánægjustunda. Þeir hlutir eru: heimili, efnalegt sjálfstæði og mentun fyrir börn okkar. Sá grundvöllur sem við leggjum í dag, verður til framtíðar öryggis og vellíðunar fjölskyldum okkar, um ókomin ár. Representatives Winnipeg Branch Phone 96 144 Great-West Life ASSURANCE COMPANY HEAD OFFICE - WINNIPEC

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.