Heimskringla - 09.03.1949, Side 5

Heimskringla - 09.03.1949, Side 5
WINNIPEG, 9. MARZ 1949 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA MJÓLK OG HUNANG Eftir G. L. White Fyrstu kynnin Síðla sumars árið 1945, siglir Danskt vöruflutningsskip upp að suðurströnd Bandaríkjanna. Við borðstokkinn stendur ungur maður, á að gizka þrítugur, — klæddur einkennisbúningi for- ingja í árásarflugher ráðstjórn- arríkjanna. Á brjóstinu ber hann heiðursmerki er sýna að hann hefur særst tvisvar í bardögum við fasistana. En nú þegar hann horfir á þessa óþektu strönd, er ekki laust við að hann sé ögn skelkaður. Ósjálfrátt kreistir hann borðstokkinn svo hnúarnir hvítna. Til að skilja það, hversvegna hann er hræddur nú, verðum við að muna að Colonel Kasili Kotov er barn byltingarinnar. Hann er svo ungur að hann man ekki eftir neinu sem gerðist fyrir bylting- una. En síðan, segir Vasili, hefir vaxið upp ný kynslóð í Rúss- landi, gerólík eldri kynslóðun- um og enn ólíkari æskulýð vest- rænu þjóðanna. í þeirra augum er framkoma okkar og lífsskoð- anir mjög svo einkennilegar. Alt í einu snýr skipið inn í mjótt sund. Það eru lagleg hvít- máluð hús til beggja handa, sjálf- sagt sumarbústaðir Bandarískra ráðherra eða auðugra kapitalista °g f járhættuspilara. Skipið skríð- ur fram hjá svifferja, sem liggur þar við annan bakkann. Hann sér marga bíla keyra út á ferjuna, og við stýrið á sumum þeirra, sitja skrautbúnar konur. __Vasili er nú búinn að vera þrjú ár í Bandaríkjunum, og er fyrir löngu hættur að undrast það, þó hann sjái vel búnar konur keyra bifreiðar. En slíkt, segir hann, mundi talið óviðeigandi í ráð- stjórnarríkjunum, þar eru allir bílar ríkiseign, og notaðir aðeins af kommissars og verksmiðju- stjórum. Svoleiðis menn mundu skammast sín ef hægt væri að segja um þá, að þeir gætu ekki haldið bílstjóra, en yrðu að láta vesalings konuna sína keyra sig. Og ef einhver konan tæki það starf að sér mundu stallsystur hennar hlægja að henni og hæða hana fyrir bragðið. En þessar Bandaríkja konur eru svo vel búnar, að það er auð- séð að bændur þeirra eru nógu efnaðir til að hafa bílstjóra ef þeir vildu. Svo Vasili ályktar að konurnar vilji þetta sjálfar. Hann hefir heyrt eitthvað í þá átt strax og rauði herinn kom til Ungverjalands. Þar var honum sagt, að Bandaríkja konur væru svo ráðríkar, að þær réðu stund- um öllu á heimilinu, sem er ger- ólíkt því sem tíðkast í Rússlandi, þar er pabbi æfinlega húsbóndi á sínu heimili. Þessar sögur eru svo ofarlega í huga hans fyrstu dagana, sem hann er í Bandaríkjunum, að jafnvel þó margar láglegar stúlk- ur stansi og stari á einkennisbún- inginn hans, þorir hann ekki að brosa til þeirra. Hann veit ekki nema þessir pilsvargar reiðist þá, og kalli lögregluna. Skipið legst við bryggju, og hann fer inn í tollbúðina, þar er alt hreinlegt og ólíkt því sem gerist á þeim stöðum í Rússlandi. Starfsmennirnir, sem skoða far- angur hans og skjöl, eru í lag- legum einkennisbúningum, og ný rakaðir, og það sem best er, þeir eru kurteisir. Þeir hvessa ekki á þig augun, eða gerast há- værir til að sýna völd sín, eins og þesskonar náungum hættir til að gera í Rússlandi. Flugvélin, sem hann tók sér far með til New York, er honum ekkert undrunarefni, hann hefir séð samskonar flugvélar í Rúss- landi, enda eru flugvélar, og alt sem að þeim lýtur, hans sérfræði- grein. Þegar hann er búinn að kaupa sér farmiða á flugvellinum kemur svertingja drengur og tek- ur farangur hans, að hann heldur til að vigta hann, en þegar Vasili snýr sér við er farangurinn horf- inn en drengurinn fær honum seðil, og reynir að gera honum skiljanlegt með bendingum og handafumi, að hann fái farangur sinn aftur í New York. Þessu er hagað alt öðruvísi íj Rússlandi. Þar verður þú að gæta farangurs þíns sjálfur, og gæta hans vandlega, því það get- ur komið fyrir, að ef þú sofnar á lestinni sé farangur þinn horf- inn þegar þú vaknar aftur. — Sömuleiðis kemur það fyrir að ef lestin stansar á brautarstöð, þá sé þar fyrir óaldarlýður, sem rekur langar spírur með krók á endanum inn um lestar glugg- ana, ef þeir eru opnir, krækja í handfangið á töskunni þinni og snara henni út um gluggann, og u.m það leyti sem þú ert kominn út úr lestinni, eru þeir horfnir með öllu. Síðan selja þeir þetta á svarta markaðinum, og lifa í vellystingum á andvirðinu. Hann lítur í kring um sig, á samferðamennina í flugvélinni. Það eru flest karlmenn, vel bún- ir með flókahatta á höfði, af því dregur Vasili þá ályktun að þetta séu voldugir stjórnarþjónar eða auðugir arðræningjar. Honum þykir samt vænt um að sjá, að þeir hafa engan farngur. Þeirj hafa víst seðil í vasanum eins og hann. Eins og vænta má af þrítugum manni, verður honum þó starsýn- ast á flugþernuna, og hann verð- úr að viðurkenna, að hún er frem- ur snotur á sína vísu. Hún er auðvitað nokkuð flatbrjósta eins og þessar lágmjólka Bandaríkja konur eru vel flestar. En hún er lagleg í vexti og heiðblái ein- kennisbúningurinn fer henni á- gætlega. Vasili getur ekki hugsað sér, að í Rússlandi mundi svona stúlka þurfa að ganga á milli far-, þega í flugvél og spyrja: Má ekki bjóða þér tyggigúmmí? — Nei, hún mundi vera einkaritari einhvers höfðingjans í Kremlin, og ef stúlka eins og þetta getur ekki fengið betri atvinnu í þessu landi, hljóta stúlkur þær sem komast í skrifara stöður í stjórn- arráðinu í Washington, að vera meir en lítið augnagaman. Þegar flugvélin lendir í New York fær Vasili flutning sinn aftur. Þar sýnist alt vera eins og hann skildi við það. En ekki getur hann varist þeirri hugsun, að það sé hlálegt að treysta svona á ráðvendni eins manns. Strax fyrsta daginn í Banda- ríkjunum þykist Vasili sjá ýms merki þess, að fólkið þar sé ráð- vandara en með flestum öðrum þjóðum. Á flugvellinum sér hann t. d. hlaða af dagblöðum á borði. Þar er líka lokaður málm- kassi með rifu í lokinu. Þangað gengur ferðafólkið, tekur blað og lætur skilding í kassann, en ekki getur hann séð neinn sem sé að líta eftir þessu. Næsta morgun er Vasili snemma á fótum, og þá sér hann hvar fullar mjólkur- flöskur standa fyrir dyrum úti Víðsvegar um strætin, og menn virðast telja það svo sjálfsagt að enginn veitir þeim neina athygli. Auðvitað veit Vasili að eigna- rétturinn'er löghelgaður í Banda- ríkjunum, en fólkið sýnist líka virða eignarrétt annara. Alþýð- unni í ráðstjórnarríkjunum er að vísu sagt að hún eigi allar verk- smiðjur, akra, engi og mann- virki þar í landi, en fáir munu hafa það á tilfinningunni að svo sé í raun og veru. Það er þó ekki fyr en hann kemur í Lexington hótelið til að leita sér gistingar að Vasili sann- færist um, að í Bandaríkjunum sé mjög illa skipulagt þjóðfélag, eða það sem verra er, að þar sé alls ekkert skipulag, eins og góð- um þegn ráðstjórnarríkjanna sæmir, gengur Vasili þegar fyrir hótelritarann og leggur fram öll sín skjöl og skilríki, sjö að tölu. Þau eru öll undirrituð ög stimpl- uð af réttum hlutaðeigendum og flest með mynd af honum í einu horninu. En hvað mundi sá grasasni gera nema ýta frá sér allri skjala- hrúgunni án þess að líta á hana og segja: “Skrifaðu nafnið þitt í gestabókina.” f ráðstjórnarríkjunum, þar sem alt fer fram eftir föstum reglum, er það talið sjálfsagt að ferða- maðurinn leggi strax fram skjöl sín í hótelinu, þaðan eru þau send til lögreglunnar, sem fer yfir þau til að ákveða hvort sá hinn sami hafi leyfi til að ferð- ast, leyfi til að gista á þessu hó- teli, og hvort leyfið sé ekki út- runnið. Ef alt er í lagi, fær hann skjöl sín aftur næsta morgun. Honum dettur í hug, sem snöggvast, að hér sé felustaðpr glæpamanna, fasista og allskonar bófa, en gestirnir hér i forsaln- um sýnast ekki vera af þvi sauðahúsi. Þeir eru mjög áþekk- ir samferðamönnum hans í flug- vélinni. Svo Vasili skrifar nafn sitt í gestabókina, stingur skjöl- unum í vasann, og fer með sendl- inum til herbergis síns. Það er bjart og rúmgott, nærri því eins gott og gerðist í Hótel Ambassa- dor í Bucharest. En það er fín- asta hótelið, sem hann hefir nokkurntíma séð. Svarið er auðvitað, að lögreglu-. þjónar í Bandaríkjunum, eru svo bráðkurteisir, að þeir ráðast ekki á þig eins og ljón á lamb þarna niðri í biðsalnum. Þeir gefa þér tækifæri til að raka sig og snyrta. því næst klappa þeir hæversk- lega á hurðina, líta yfir skilríki þín, og rétta þér þau aftur bros- andi. Hann er þreyttur, og er far- inn að dotta í sætinu þegar hann fær nýja flugu í kollinn. Setjum svo að lögreglan hafi skrifstofu þarna niðri, en hótel ritarinn sé bjálfi, hafi gleymt að senda hann þangað? Ef svo skyldi vera, er á illu von. Nú eru þeir líklega að stinga saman nef jum um það, að í númer 711 sé útlendingur Vas- ili Kotov að nafni, sem hefir svikist um að gera grein fyrir sér. Best væri víst að fara niður og spyrjast fyrir um þetta. En ef lögregluþjónarnir kæmu á meðan og fyndu herbergið mannlaust, mundu þá útskýringar hans tekn- ar gildar? Mundi ekki nafn hans sett á svarta listann, og grun- samlegur náungi, aftan við það? Nei, það er víst best að bíða og sjá hverju fram vindur. Það er komið miðnætti. Vasili heyrir að það er talsverð umferð á ganginum fyrir utan, en eng- inn hefir drepið á dyr. Það hlýt- ur að vera eitt’hvað bogið við þetta. Nú er klukkan orðin tvö, og alt er dottið í dúnalogn í gistihúsinu, og þá sér hann hvað heimskur hann hefir verið að halda að Bandaríkja lögreglan færi ekki eftir neinum föstum reglum. Jú! Þeir vita víst hvað þeir syngja. Þeir eru að lofa honum að svitna hér uppi í ó- vissunni, þar til eins og klukkan þrjú til fjögur. Þá koma inn tveir menn með vasaljós, þeir beina ljósunum í augu hans, og spurningarnar dynja yfir hann eins og regn á húsþaki, en hann er þreyttur og slappur, honum vefst tunga um tönn, og hann verður margsaga. Þannig aðferð- ir hafa rússnesku lögreglunni reynst vel — og þeir þekkja þær víst hér líka. Framh. AFMÆLISHÁTÍÐ Kæra Hkr.: Viltu gjöra svo vel að koma okkur í bréfasamband við íslend- inga í Vesturheimi (pilta eða stúlkur), með því að birta nöfn okkar. Virðingarfyllst, Birna Björnsdóttir (15 — 18 ára). Jóhanna Valdimarsdóttir (16 — 19 ára). báða — Helga-magrastræti 44, Akureyri, íslandi Hver átti afmæli? Það var elli- heimilið Betel, á Gimli, starf- rækt af hinu evangeliska lút- erska kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi; og hátíðin var haldin í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg síðastliðið þriðju- dagskvöld, 1. marz. Hvað var af- mælisbarnið gamalt? Það var að vísu komið af barnsaldrinum, en ekki verður sagt, að það sé komið á elliskeið, því ennþá hlúir það að ellinni með fullu ungdóms fjöri. Það hóf göngu sína í Wpg. 1. marz 1915 og hafði því fjóra um þrítugt þennan afmælisdag. j En hver hélt upp á afmælið? Það var kvenfélag Fyrsta lút-j erska safnaðar, enda var það sjálfsagt, því þar fæddist hug- myndin um vestur-íslenzkt elli- heimili. Leiðsögnin í því máli og íleiri málum kom frá Mrs. Láru Bjarnason. í þeim göfuga til- gangi að auðsýna hlýleik vestur-j íslenzkri elli eftir því sem þörf væri á og ástæður leyfðu, hóf kvenfélagið söfnun í sjóð til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Þegar sjóðurinn var kominn upp í þrjú þúsund dollara, lagði kvenfélagið málið kirkjufélagi voru í hendur, og á vegum þess hefir elliheimilið síðan verið, en tg hygg, að nokkur móðurást frá kvenfélaginu hafi ávalt fylgt þessari stofnun. Á stofndegi iheimilisins færði kvenfélagið því mikið af nauðsynlegum gjöf- um og þegar það var árs gamalt, 1. marz, 1916, hélt það fyrstu af- mælisveizluna og hefir haldið þeim sið ávalt síðan. Með gleði- þrungnum kærleika hpfir kven- félagið ávalt rækt þessa unaðs- legu skyldu sína. Hverjum var borðið í afmælis- veizluna á þriðjudaginn? Öllum, sem aðeins vildu koma. Þar var^ enginn flokkadráttur og enginn gjaldeyrir settur sem þröskulduri gegn inngöngu nokkurs manns. Að vísu var búist við afmælis- gjöfum af fúsum og frjálsum vilja, en ekki var dyrum lokað fyrir neinum, sem vildi koma, þótt hann hefði enga gjölf að færa. Aðsókn mun hafa verið um 400 manns. Hverjar voru veitingarnar, and- legu og líkamlegu? Kvenfélagið fól sóknarprestinum, séra Valdi- mar J. Eylands, hátíðarstjórn. Sunginn var þjóðsöngurinn, “O, Canada” og sálmurinn “Ó þá náð að eiga Jesúm”. Sá sem þetta ritar bar fram nokkur bænarorð. Séra Valdimar flutti þá inn- gangsræðu. Auk þess að bjóða gestina velkomna, með viðeig- andi orðum, sýndi hann, með skýrum dráttum, áhrif þau, sem Betel hafði haft í því að stofnuð yrðu önnur elliheimili, þau eru nú orðin þrjú vestur-íslenzk elli- heimilin, auk Betel. Með sanni verður sagt, að Betel hafi þar riðið á vaðið, og ennfremur hefir Betel styrkt hin heimilin, að nokkrum mun. Ennfremur sýndi ræðumaður hvernig þögul áhrif Betel náðu yfir hafið til íslands. Séra Sigurbjörn Ástvaldur Gísla- son, frá Reykjavík, var hér vestra sumartíma og hafði þá nákvæm kynni af Betel. Þegar hann kom heim átti hann mikinn þátt í því að stofnað var elliheimilið Grund í Reykjavík. Þetta var alt til gangs og gleði, en margt fleira var á boðstólnum, fólki til ánækju og unaðar. Tvær ungar meyjar léku nokkur lög á harm- onikur og fluttu mönnum mikið! af gleði í fjörugum tónum. Mrs. Unnur Simmons söng fagurlega íslenzka og enska söngva. Miss Sigrid Bardal lék með unaðsríkri list á píanó. Mrs. Hólmfríður Danielson sýndi og sannaði að henni er fleira til lista lagt en að flytja ræður. Hún flutti þar, með listfengum krafti, söguljóð á ensku máli og las og lék áhrifa- mikla sögu á íslenzku. Mr. Grett- ir raffræðingur Eggertsón skýrði raforkuástandið á íslandi og sýndi fagrar litmyndir sem hann sjálfur tók á íslandi og víð- ar síðastliðið sumar. Hann hefir bæði sérþekkingu á þassum mál- um Og lofsverðan áhuga á hag ís- lands. Var að öllum þessum skemtunum gjörður góður róm- ur. Þá er eg kominn að afmælis- gjöfunum. Hvað voru menn ör- látir við 34 ára gamla afmælis- barnið? Gjafirnar voru lagðar saman í einn sjóð og var upphæð- in meir en $200. Það var falleg gjöf og veit eg, að allir, sem unna Betel eru gefendunum þakklátir. Samkomunni í efri sal kirkjunn- ar lauk með því að sungnir voru þjóðsöngvarnir “Eld gamla ísa- fold” og “God save the King.” í skemtisal kirkjunnar biðu góðgjörðir. Þar voru velbúin borð um allan salinn. Borðin voru alskipuð og kaffið kom fljót og allsnægtir af sælgæti með því: mysuostur á brauði, — kleinur, pönnukökur, smákökur, kökusneiðar, tertur og fleira sem var ljúffengt. Menn undu sér vel þar með vinum sínum. Að öllu leyti var afmælishátíð- in ánægjuleg. Hún var það vegna þess sem þar var borið á borð fyrir menn, bæði andlega og lík- amlega, og ennfremur fyrir þann hlýleik, sem menn bera til þess- arar stofnunar, elliheimilisins Betels, að ógleymdum þeim vin- sældum sem kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir eignast með framkomu sinni og störfum. Eg vík svo aftur að þeim yl sem er í hjörtum manna til Bet- el. Heimilið hefir verið nefnt óskabarn Vestur-íslendinga, vin- sælasta stofnun þeirra. Það verð- ur tæpast sagt, að til séu tvennar skoðanir um Betel. Það má heita að allir séu sammála um það, að stofnunin er góð frá rótum. Alt, sem memi hafa heyrt sagt frá lífinu á Betel hefir sannfært þá um það, að þar eru göfuglyndi og kærleikur að verki. Gæðin við hina aldurhnignu hefir snert við- kvæma strengi í hjörtum fslend- inga, sem hafa ekki svo lítið af manngæðum í hjörtum sínum. Þessvegna skilpa þeir svo vel Betel starfið. Já, oss þykir öllum vænt um Betel og þráum og biðj- um, að ekkert skyggi nokkurn tírna á nytsemd þess eða fegurð. Að Guð farsæli og blessi Betel biðjum vér allir. Ef þessi hlýhugur á að fá framrás í framkvæmdum er nauð- synlegt, að menn athugi vand- lega nokkuð breyttar ástæður stofnunarinnar. Dýrtíðin sverfur að Betel ekki síður en öðrum heimilum. Bæði kaup og allar lífsnauðsynjar hafa hækkað. — Ellistyrkur gamalmenna hefir lítið hækkað. Betel er nú eitt af fjórum elliheimilum Vestur-fs- lendinga í stað þess að vera al- eitt um hituna. Öll þurfa þau á hjálp fólksins að halda. Fyrir ör- læti sitt er Betel nú ekki eins vel stætt og áður. Til þess, að alt fari vel, er því deginum Ijós- ara, að Betel þarf stórkostlega ekki vera lokaður inni í sálar- fylgsnunum. Hann verður að vera sú grein á vínviðnum sem ber á- vöxt. Betel uppfyllir þörf. — Betel verðskuldar líf. Rúnólfur Marteinsson UR ÖLLUM ÁTTUM Ekla er á íveruhúsum í Tor- onto, sem öðrum borgum. Fjölskyldum er hnappað sam- an í íbúðir og eiga þær við þrengsli og margskonar óþæg- indi að búa. Við það bætist há- vaði barna. Til að losna við hann, hefir þó ráð verið fundið. Börnunum eru gefin sefunarlyf (sedatives), til að spekja þau. Læknir einn í borginni heldur fram, að nokkuð sé selt orðið af slíkum lyfjum. Álítur hann það mjög athuga- vert, ef fjöldi barna elzt upp við notkun þessa lyfja. Þau hafi áhrif á taugar barnanna ekki mjög óskyldt ópíum neyzlu. Segir læknirinn þetta eitt af hinum mörgu þjóðfélagsmeinum, sem af húsaskortinum leiði í landinu. SMÆLKI — Hvernig fórstu eiginlega að krækja í Jónu? — Ó, eg bara kastaði mér að fótum hennar og stundi upp, að eg elskaði hana heitar en nokk- uð annað í heiminum, og að hún væri gimsteinn, sem væri fall- egri en nokkuð annað á þessari jörð. —Þetta var ágætt hjá þér, en hverju svaraði hún? — Hún lofaði að setja mig á biðlista, og loks kom svo röðin að mér. * Tveir Gyðingar sváfu í sama herbergi í New York. Annar þeirra gat ómögulega sofnað, og gekk eirðarlaus um gólf. — Hvers vegna ertu svona ó- styrkur? spurði hinn. — Eg skulda Rubenstein 100 dollara og lofaði að borga honum þá á morgun, en get það ekki. — Hættu að þenjast þetta um gólfið og farðu að sofa, sagði sá, sem í rúminu lá, og var lífsreynd- ari, láttu Rubenstein einan um það að vera órólegan. ★ Útgefandinn: Þessi saga yðar er gölluð. En eg skal greiða há ritlaun fyrir sakmálasögu, þar sem lesandinn sjálfur er morð- inginn. Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. —• Símanúmer hans er 28 168. VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- léga forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited ^ Banmng og Sargent S WINNIPEG MANITOBA

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.