Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 1
TRY A "BUTTER-NUT" LOAF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.! 1 »######^#####################»#### ##################################■ TRY A "BUTTER-NUT" LOAF CANADA BREAD CO. LTD. ! Winnipeg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. | #################################< LXIII. ÁRGANGUR - WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. JÚNÍ 1949 __________________________________ NÚMER 35. Winnipeg 75 ára Það er nú Icomið á sjötugasta og sjötta árið, síðan Winnipeg hlaut borgarréttindi. En að fá þau var ekkf með sældinni úttekið. Þeir sem fyrir þeim börðust voru ekki nema 1500. Eftir tveggja ára þrátt og þref um það á Manitoba-þingi, sem sjálft var þá ekki nema þriggja ára gamalt, fékst loks stofnskrá- in veitt. Það var 8. nóv. 1873. En það var ekki einungis um borgarréttindin, sem barist var. Það var einnig gert um nafn borgarinnar. Það voru margar breytingartillögur gerðar um það á þinginu. — Nöfnunum "Garry”, Assiniboine” og “Sel- kirk” var mjög haldið fram. En þeir sem reist höfðu sér hús með fram aðalstræti, utan Fort Garry virkisins, voru ánægðastir með nafnið Winnipe^. Blað sem byrj- aði að koma út á þessum slóðum 28. des. 1859 og hét “The Nor’ Wester”, er eignað að hafa stungið upp á nafninu Winni- peg. Það blað telur sig fyrsta blað Vestur-Canada. Undir nafni þess stóðu “Red River Settle- ment, Assiniboia.” En nafnið Winnipeg, sem loks var sæzt á, og sagt er að þýði leirvatn, eða skolugt vatn, mun skírt hafa ver- ið eftir Winnipegvatni, enda má hún heita á bökkum þess. Nú hafa Winnipegbúar reist sér sumarbústaði einn eftir annan, langa leið norður með Winnipeg- vatni að vestan. Þar er og aðal landnám íslendnga: Nýja-ís- land. Winnipegvatn og fiskisæld þess, hefir að líkindum verið helzta aðdráttarafl þeirra er hingað fluttu. Á bökkum þess urðu það þó örlög íslendinga að setjast að, fyrstum hvítra manna. Bátaleiðir hafa um það leyti ver- ið kunnar alla leið sunnan úr Bandaríkjunum og norður til Hudsons flóa. Er jafnvel haldið að Norrænir menn eða íslend- ingar hafi leið þessa farið áður en nokkrar sögur fara af. Eiga minjar að bera það með sér, sem fundist hafa. En hvort að svo stendur á þeim, er þó enn ósann- að mál. i Árið sem Winnipeg fær borg- arréttindi, er tala íbúanna sögð rm 1500. Um 1870 bjuggu í þdrp- inu Fort Garry 215 manns. En það var staður þessi nefndur, sem nú er Winnipegborg. Var það við^kiftastöð Hudsons-flóa félagsins. Fort Garry var gert 1822 og endurreist 1835. Að þeim undanskyldum, sem hjá Hudsons flóa félaginu unnu, hefir hér þá ekki verið annað hvítra manna I er þeir og nýlendumenn þeir er komu með Selkirk lávarði hing- ' að 1812 og settust að á Rauðár bökkunum. Farast Baldvin L. Baldvinssyni, fyrrum þingmanni og ritstj. Hkr. orð um þjóðlífið hér á þessum árum (1870), á þessa leið í grein, er hann reit í jólablað Heimskringlu árið 1923 á fimtugasta afmælisári Winni- pegborgar: “Þess má fyrst geta, að árið 1870, var þar sem nú er aðal- stræti borgarinnar, aðeins mjó gata eða gangtröð gegnum skóg- arbeltið, sem stóð á Rauðárbakk- anum, þar sem borgin nú stendur Þá voru hér um 30 bjálkakofar og nokkur tjöld og íbúatala bæj- arins var 215 manns, mest kyn- blendingar og nokkrir verzlun- armenn auk þeirra, sem hér unnu við Hudson’s Bay stöðina og nokkur hópur hermanna. Alt landið umhverfis, mátti heita auðn og villidýr, svo sem birniii hreindýr, refir og einstöku vís- undar, ráfuðu þá um skógana, og það kom fyrir stundum, að þessara dýra varð vart inn á milli kofanna, sem fólkið bjó í. Eins og gefur að skilja, voru hér þá engin þau menningartæki, sem nú eru hverju siðuðu þjóð- félagi talin óhjákvæmileg. Enn var hér þá ekki orðið siðað land í þess orðs algengu merkingu. Hver gat lifað frjáls og eftir eig- in geðþótta og unnið sér inn brauð eftir föngum, án íhlutun- ar yfirvalda, sem hér voru þá engin. Annars bendir sagan til þeirrar ályktunar, að íbúarnir hafí á þeim tíma orðið að lifa hér sem næst útilegumanna og Indíána-lífi.” Þannig var þá umhorfs í hinni fornu Winnipeg éða Fort Garry fyrir rúmum þremur fjórðu úr öld. Þeir sem ekki hafa Winni- peg litið fyr en á síðustu árum, munu eiga óhægt með að gera sér í hugarlund breytinguna, sem orðið hefir á einu og öðru. En upp úr árinu 1870, fara menn að flytja hingað frá Aust- ur-Canada, aðallega Ontario- fylki. Og þrátt fyrir það, að borgin mætti enn heita aðskilin frá umheiminum, um nokkur ár, að því er samgöngur snerti, — fjölgaði íbúunum á næstu árum svo, að þeir voru orðnir nærri 20,000 árið 1885. En það er þó ekki fyr en eftir árið 1905, að tala þeirra kemst fram úr 80,000. Á næstu 35 til 40 árum er sá skriður komin á þroska hennar, að íbúatalan þrefaldast eða vel það. Á fyrstu árum borgarinnar eða frá 1875 til 1878, er hér flest í sama horfinu og áður. Jarðrækt var hér engin teljandi. Og fóður fyrir þær fáu skepnur sem hér voru, var nagað með orfi og ljá, eins og við þektum heima af ís- landi. Drykkjar vatnið var í Rauðána sótt og flutt heim í tunnum. Tvö pósthús voru þá í Manitoba. Bankakríli var hér komið upp árið 1874. En j'árn- braut var engin og einu flutn- ingstækin sem tengdu borgina við umheiminn, voru flatbotnað- it ganglausir dallar, er ferðast var með hundruðir mílna suður í Bandaríki, áður en í sæmileg flutningstæki varð náð. En rit- síma samband var þá komið á hér. Hér er þá um að ræða það tímabil, er íslendingar fyrsjf fluttust til Manitoba-fylkis. Því er og það að íslendingar nú, ein- mitt það árið, sem Winnipeg- borg minnist 75 ára afmælis síns, geta einnig minst 75 ára þjóð- minninardags síns vestan hafs því okkar fyrsti þjóðminningar- dagur, var haldinn í Milwaukee 1874. Fyrsti borgarstjóri í Winni- peg er Francis Evans Cornish, Q.C., (Queen’s Council). Og fyrsta fund sinn heldur bæjar- stjórnin 19. janúar 1874. Tekur bærinn sér þá innsigli og standa á því orðin: Commerce, Prud- ence, Industry. Ennfremur er vísundurinn þar, er áður var hér “hæstráðandi” á þessum slóðum eða stöðum sem borgin stendur nú á. Er hinum forna konungi ekki nema tilhlýðileg virðing sýnd með því. Einnig er mynd af gufuvél á innsiglinu sem tákn verklegra framfara og kornbindi er vitna skal um hina miklu korn- framleiðslu landsins. Eins og áður er vikið að, hafa framfarir borgarinnar orðið ör- skreiðari en maður getur í fljótu' bragði hugsað sér. Því til sönnun ar þarf ekki annað en að minna á fáein atriði úr fortíð, ef nota má það orð, og nútíð hennar. Vér trúum því ekki að sá sam- anburður þyki ekki eftirtektar- verður. Árið 1873, gáfu íbúarnir á Rauðárbökkum hér, það er að segja í Kildonan og Winnipeg sem síðar varð, út skipun um það, að jarðir mættu nýir land- nemar ekki festa sér hér fyr en komið væri fjórar mílur út frá Rauðánni. íbúar þessir voru mik- ið kynblendingar, afkomendur skozkra manna er hingað komu með Selkirk lávarði, er tekið höfðu sér þarna bólfestu, eftir að hann keypti landið af Hud- son’s Bay félaginu. Verðið sem hann gaf fyrir spilduna á bökk- um árinnar, sem heita mátti alt Kildonan héraðið og Winnipeg mikið til, var 10 shillings. Félag- ið varð nokkru síðar að kaupa aftur af Selkirk lávarði nokkuð af þessu héraði og greiddi þá 68 þúsund sterlingspund fyrir það. Hvað fyrir Winnipeg og Kildonan myndi nú þurfa að gefa í heild sinni, geta menn ekki gizkað á í fljótu bragði, en svo mikið er víst, að meira mundi til þess þurfa en 10 shill- ings eða 60 þúsund sterlings pund. Það gerir minstan mun hvor upphæðin er borin saman við núverandi verð allrar borg- arinnar. Stærð Winnipegborgar er tal- in sem næst 25 fermílur (24.9 f. m.). 14,865 ekrur af því eru þurt land, 422 ekrur vatn. Utan landa- mæra borgarinnar eru J74 ekrur af landeign hennar. Járnbraut var hér engin 1873, sem áður er sagt. En árið 1878 var járnbraut lögð sunnan að til St. Boniface, austan megin Rauðár og beint á móti Winni- peg. En Canada Kyrrahafs- brautin, er til bæjarins var lögð frá Austur-Canada, var ekki full- gerð fyr en 1886. Segja minnug- ir að með fyrstu lestinni til Winnipeg hafi hópur íslendinga komið og að þeir hafi verið fyrstu útlendingarnir að ferðast með henni þessa leið. Nú liggja hingað brautir beggja stærstu járnbrautafélaganna, C. P. R. og Þjóðbrautakerfið og stöðvar þeirra eru bæ þessum til prýði. Alls kvíslast nú út úr bænum í allar áttir 28 járnbrbautir. Spor- brauta garður C. P. R. félagsins í Winnipeg er sagður hinn stærsti í öllum heimi. Um 16,000 manns vinna hér hjá járnbrauta- félögum. Árið 1871, var í Fort Garry- þorpinu hér, 1 skóli með 35 nem- endum og 1 kennara. Árið 1948 voru hér 69 skólar, 1078 kennar- ar, og tala nemenda 32,000. — Verð skólahúsa bæjarins var metið $10,503,696. Auk þessa eru hér kvöldskólar með á annað hundrað kennara og 4000 nemend ur. Mentamálin þykja yfirleitt í mjög góðu horfi hér og nem- endur frá háskólanum héðan hafa gert vel við æðstu stofnanir brezka ríkisins, svo sem Oxford háskólan á Englandi og víðar. Neyzluvatn borgarinnar er nú ekki sótt í Rauðána eins og 1873, heldur er það sótt í stöðu- vatn um 100 mílur vegar norð- austur af Winnipeg. Fyrst var bænum séð fyrir neyzluvatni af félagi, sem var einstakra manna eign, en árið 1899 keypti borgin vatnsverk þess af félaginu fyrir $237,650. En svo ör var vöxtur borgarinnar, að þó að bærinn léti grafa sjö brunna, 18 feta víða og suma alt að því 102 feta djúpa, var ekki sjáanlegt, að jafnvel með því yrði nægt þörf með neyzluvatn hér. Og því var á þessu stórverki byrjað, að leiða neyzluvatn til bæjarins utan frá Shoal Lake. Og í marz 1919 var því lokið. Þykir vatnið hið bezta og er óþrotlegt talið og nægja þörf alt að því miljón íbúa. Tók bærinn 13milljón dollara lán til þess að færast þetta í fang. Hefir fyrirtækið margfaldlega borið sig og neyzluvatn er óvíða ódýrara en hér. Um 17 miljónir dollara kostaði vatnsverkið með öllu þar að lútandi töldu. Á sól- arhring getur það fullnægt þorzta bæjarbúa, eins lengi og neyzlan fer ekki fram úr 100 miljón galónum. Árið 1906 var farið að ræða um að bærinn ætti að koma sér upp raforku búi. Er skemst frá því að segja, að Winnipeg Hydro Electric kerfið var tekið til starfa í október 1911. Orkuverið var reist 77 mílur norður af Winnipeg, á Pointe du Bois, við Winnipeg ána. Áður hafði Winnipeg Electric félagið séð bænum fyrir ljósmeti. Kostaði orkuverið bæinn 12Y2 miljón dollara. Eftir að þjóðeignarfyrir- tæki þetta tók til starfa, lækk- aði verð á orku til ljósmetis úr 20 cents í 2x/2 cents! En brátt kom að því, að þau 102,000 hest- Innsigli Winnipeg-borgar öfl af orku sem þarna voru fram- leidd, nægðu ekki þörfinni. Var því byrjað í 1929 á að koma upp öðru orkuveri við Winnipeg ána hjá Slave Fallá, um 7 mílur burtu frá hinu verinu. Hefir það nú starfað nokkur ár. Iðnaður var hér engin 1873. Nú eru hér milli 900 og 1000 iðn- aðarstofnanir stórar og smáar, er framleiða vörur er nema að heildsölu verði $450,000,000. At- vinnu við það hafa um 41 þús- und manns. Verzlun Winnipegborgar var svo lítil 1873, að ekki er teljandi. Hvað mikil hún er nú er ókleift að segja um. En að því leyti, sem ávísanaskil bankanna bera með sér (Bank Clearings) voru þau árið 1943 $5, 807,734,669. Er þó víst, að það sýnir ekki fullan hluta allra viðskifta. Sporvagnafélagið (Winnipeg Electric Co.) hefir yfir 300 spor- vagna daglega í umferð á spor- brautum bæjarins. Eru spor- brautir félagsins í bænum og um- hverfinu 92 mílur að lengd. Árs- tekjur félagsins nema árlega um 6 miljónum dollara. Breytinguna sem orðin er á flutningstækjum bæjarins frá því árið 1872, sýnir mynd á öðr- um stað í blaðsinu betur en orð fá lýst. Winnipeg er mesta kornverzl- unarstöð í Ameríku. f október 1876 var hveiti fyrst sent út úr Manitobafylkinu til Ontario. — Voru það 857 mælar og seldist mælirinn á 85 cents. Nú er ár- legur hveiti- útflutningur frá Frh. á 4. bls. Fort Garry, reist 1822, á bökkum Assiniboine - árinnar þar sem Winnipeg nú er. Á horni Main og Portage 1872 Á Main og Portage nú — horft vestur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.