Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 7

Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 1. JÚNf 1949 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA HÁTÍÐA SÝNING Á IÐNAÐI Iðnaðarsýning í sambandi við afmælishátíð Winnipegborgar verður haldin af Canadiska iðn- aðarsambandinu — (Canadian Handicrafts Guild, Manitoba Branch) í Beaver Hall á fjórðu hæð í Hudson’s Bay búðinni. Sýningin hefst. á föstudaginn, þriðja júní, kl. 3 e.h. en lýkur ekki fyr en á laugardaginn ell- efta júní. Kofi landnámsmannsins verð- ur þar til sýnis og í honum nokk- uð af gömlum munum sem virki- lega voru notaðir á fyrstu árun- um hér. Söguleg sýning á bún- ingum fer einnig fram, þar verða búningar af ömmum og lang- ömmum, brúðarkjól, þjóðbún- ingar, Kínverskur giftingar- búningur meðal annars, einnig nútíma föt, ofin og saumuð af meðlimum sambandsins. Bæjarbúar af öllum þjóðstofn- um hafa verið beðnir að taka þátt í sýningunni, en sérstaklega hef- ir verið beðið um muni frá þeim þjóðarbrotum er lengst hafa bú- ið hér og mestan þátt hafa átt í því að byggja Winnipegborg. Sem starfsmanni iðnaðarsam- bandsins var undirritaðri falið á hendur að annast þátttöku ís- lenzka fólksins í afmælishátíða- sýningunni, og mætti á fundi þær Mrs. V. J. Eylands fyrir hönd Fyrsta lúterska safnaðar, Mrs. Margrét Pétursson fyrir hönd Sambands safnaðar og Mrs. P. J. Sivertson, Mrs. K. Oliver og Mrs. Halldór Thorsteinson fyrir hönd heimilis-iðnaðarfé- lagsins íslenzka. Nefndin var beðin að útvega vandaða og fall- ega muni er íslandi mætti vera til sæmdar, einnig að biðja kon- ur sem eiga íslenzka þjóðbúninga að vera á þeim eða lána þá. Vegna þess að sýningin er svo umfangsmikil hefir verið ákveð-„ ið að hvert þjóðbrot sýni ekki mjög marga muni en hafi þá vandaða. íslenzka fólkinu hefir verið áætlaður aðeins einn skáp- ur. Á miðvikudaginn 8. júnl kl. 3.30 e. h. fer fram “Scandinavian Program”, norskt, sænskt og ís- lenzkt. Á íslenzka programinu koma fram sex ungar stúlkur á þjóð- búningum og syngja íslenzka þjóðsöngva. Stúlkurnar eru þær Sigrid Bardal, Elene og Lilie Eylands, Thora Ásgeirsson, Evelyn Thorvaldson og Helen Goodman. Einsöngva syngur Mrs. Paul Johnson, dóttir fyrstu konunnar af íslenzkum stofni er fæddist í Winnipeg. Mrs. John- son syngur lög samin hér í borg- inni af íslenzkum tónskáldum. Lögin eru eftir S. K. Hall og Jón Friðfinnsson. Á þriðjudaginn verður skemti- skráin “French Canadian og British”. Á fimtudaginn “Ukran-' ian”. Á föstudaginn verða-bún- RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford Nú var Ruth búin að ná í vasaklútinn sinn og svo veifuðu þær hvor annari, og mennirnir kinkuðu kolli, hvor til annars, þangað til bát- urinn rendi upp að bryggjunni, og þær vinkon- urnar lágu hvor í annars faðmi. Það var mikill fagnaðarfundur meðal þessa fólks. Nú var litla Lena orðin Mrs. Burnand. Fyrir hálfu öðru ári síðan varð Mr. Burn- and ástfangin í myndinni af Lenu, og nú kom hann heim til sín með hana sem konuna sína. Hver veit hve oft hann kom til Sukawangi í alslags erindagjörðum, en bara til að sjá þessa fallegu mynd gat hann ekki gert grein fyrir. — Undir hússtjórn Ruth, hafði húsið tekið þeim feykna breytingum, að það var alveg orðið sem nýtt, og á hverri viku var nýju bætt við, þetta vakti undrun og aðdáun í huga Mr. Burnand, og löngun til að sjá slíkt heima hjá sér. Ruth veitti því eftirtekt í hvert sinn sem Mr. Burnand kom, og dáðist að því sem gert hafði verið, þá samt sem áður var það veggurinn þar sem myndin af Lenu hékk, sem hann dvaldi æfinlega lengst við. Svo eftir margar komur hans til að horfa á myndina, bað Ruth hann, ofur sakleysislega um að gefa sér mynd af sér, sem hann gerði. Baka til á myndina skrifaði hún “Harry Burnand, sem eg skrifaði þér nýlega um, besti vinur mannsins míns, og ágætis maður. Taktu vel eft- ir honum. Hvað vildir þú segja ef eg stingi upp á, að hann eignaðist litla rós frá Bremen?” Svo sendi hún myndina, svo engin vissi, til frænku sinnar. Hún hafði ekki svarað hinni beinu spurningu, en þakkað innilega fyrir myndina og sagt: “Fallegt og gáfulegt andlit — hefur þessi vinur þinn — og hve góðmannleg augu.” Þessar línur frá eins varfærinni stúlku eins og Lena, voru nóg fyrir Ruth, og komu Harry í sjöunda himin af gleði, er Ruth lét hann vita um það. Fyrir átta mánuðum síðan, ferðaðist hann til Þýzkalands og fjórum mánuðum eftir það fór fram gifting hans í Bremen, og í dag lá Lena í faðmi sinnar bestu vinkonu, “Þúsund þakkir, mín elskulega Ruth, fyrir að þú sendir hann til okkar!” “Svo ykkur kemur þá ekki illa saman, vona eg?” spurði Ruth og brosti glettnislega með augun full af gleði tárum yfir endurfundunum. “Nú, guði sé lof! Eg fór að verða smeik í gær, er May sagði mér og meinti það til þín. — Eg er hrædd um að henni kunni að þykja leiðinlegt hér, því þrátt fyrir hve gáfaður og góður maður, sem Harry er, þá skilur hann ekki gaman, það er að segja, að daðra.” “Hann hefir ekki bannað mér það ennþá,” sagði Lena og hló. “Já — þú að daðra!” sagði Ruth. “Hvernig geingur það með May? Er hún ánægð hérna?” “Því skyldi hún ekki vera það? Hún hefir allt sem hún þráir. Mr. Von Ravenstein er eins góður við hana eins og hann er feitur. Hún á orðið hina fegurstu demanta, þarf ekki að gera nokurn hlut allan daginn, og er öll kvöld í sam- kvæmum.” “Vesalingurinn! Þá hefir okkur hlotnast betra hlutskifti,” sagði Lena. “Já, það held eg,” sagði Ruth í næstum há- tíðlegum málróm. “Eg get næstum haldið að eg sé í himnarlíki, ef við ættum ekki af og til við dálitla erviðleika að stríða, en það er bara eins | og þarf að vera, maður má ekki búast við alt of góðu.” “Af hverju stafa þeir erviðleikar?” spurði Lena. “Þeir stafa af einu og öðru, sem maðurinn minn er að gera fólkinu til hagsbóta og velferð- ar, og sem reynist ekki eins auðvelt og hann bjóst við, að koma í framkvæmd. Okkur hefur verið gert eins ervitt fyrir og hægt er, að koma upp iðnskólanum okkar, sem nú er full gerður, og maðurinn minn kostaði að öllu leyti. Þú get- ift- ámyndað þér hvað hollenska stjórnin hérna hefur reynt að gera okkur það ervitt, og lagt alslags hindranir í vegin, en maðurinn minn læt- ur ekki lengjast við neitt smáræði. Eg skyldi ekki vera hissa, þó eg væri orðin bæði gömul og hrukkótt, eftir eins marga erviðleika og við höf- um átt við að stríða, og yfirhuga til þess, að koma umbóta-áformum okkar í framkvæmd.” “Þú getur verið róleg þessvegna,” sagði Lena. og horfði ástúðlega á vinkonu sína. “Þú ert fallegri og elskulegri, en þú hefir nokkurn tíma verið.” “Ha! Barnið mitt er fallegt og elskulegt,” sagði Ruth með ánægjuglampa í augunum. — Hún er alveg eins og Friss.” “Fyrirgefðu. Eg hef ekki spurt eftir þeirri littlu ennþá.” “Það lá rétt við að mér væri farið að mis- líka það við þig. Ó, Lena, hún er sæt og lítil ögn.” “Eg er svo óþolinmóð eftir að sjá hana! Hvað heitir hún?” “Það er ekki búið að gefa henni nafn enn- þá. Við biðum með að láta skíra hana þangað til þið komuð. Þú og Ada on Senden, þið eigið að vera skírnarvottarnir.” “Alveg ágætt! Hvernig gengur það til með ungu hjónin á Sumatra?” “Þeirri líður vel, þau eru eins sæl og ánægð eins og nokkrar manneskjur geta verið — það er eins hrífandi eins og það er óskiljanlegt — og þau eru mér svo óendanlega þakklát, fyrir ham- ingju sína, sem eins og hékk á veiku strái.” “Þú sagðir, að meðal samferðafólksins á skipinu hefði verið göfugur herra — Mr. — Mr. — sem hefði gjarnan viljað ná í móðir Adu, var það ekki?” “Jú, en hún vildi ekki giftast. Hún ætlaði að vera hjá sinni ungfu ógiftu dóttir, sagði hún. Flora og hún búa nú í Munchen. Nú koma menn- irnir okkar frá tollbúðinni. Er nú tollskoðun- inni lokið, Friss? Getum við nú farið á stað?” “Já, undir eins”, svaraði Mr. Bordwick, “en lofaðu mér fyrst að heilsa mágkonu minni, hún hvarf strax í fangið á þér.” Er hann gekk til ungu konunar og tók í hennar nettu hendi, sagði hann, og vék sér til vinar síns: “Þú hefir verið heppin, Harry.” “Það held eg líka,” svaraði hann með á- nægjusvip. “En Harry, hvernig geturðu — og við höf- um ekki sagt Mr. Bordwick, að faðir hans----” “Já, það er satt,” sagði Harry. “Þinn aldraði og göfugi faðir sendir ykkur ástarkveðju sína. Hann hefði helst viljað fara strax með okkur. Hann sagðist verða að sjá barna barnið sitt.” “Það skal hann líka fá, okkar kæri og góði faðir,” sagði Ruth. “Hann, mikilmennið og okkar hamingju- smiður,” sagði Friss. “Já, sannarlega skal hann. Við ætlum að fara til Evrópu næsta vor. Við förum fyrst til Bremen en svo er ákveðið,” og hann deplaði augunum til Ruth, “að konan mín á að sýna mér svo margar myndir eftir fræga málara, að eg áliti að hún sé bara klessu-málari.” “Mér skal þykja gaman að vita hvort henni heppnast það,” sagði Harry og hló. í glaðværri og innilegri samræðu settust þau inn í vagnin, sem var ekið samstundis á * stað út í morgun dýrðina. —ENDIR— ingar sýndir. Miss Ida Swanson verður þá á íslenzkum samfellu búningi. Auk alls þessa verða sýningar á margskonar iðnaði og taka nokkrar af okkar íslenzku kon- um þátt í þeim, þar á meðal má nefna P. J. Sivertson, Mrs. Oliv- er og Mrs. Thorsteinsson og Mrs. A. Blöndal. Fleiri verða ekki nefndar að þessu sinni. Frú Ingibjörg Jóns- son hefir lofast til að rita um sýninguna seinna og verða þá nefndar allar þær konur sem að-1 stoðuðu á einhvern hátt. Sofía Wathne OPIÐ BRÉF Til hinna mörgu vina Dr. Rúnólfs Marteinssonar: Eins og öllum íslendingum hér vestra mun þegar kunnugt um, er trygging nálega fengin fyrir því, að kennaraembætti í íslenzku og íslenzkum bókmennt- um verði stofnað við Manitoba háskólann. Hið ómetanlega gildi þessa nytsama framfara-fyrirtækis tilj þess að viðhalda íslenzkri menn-J ingu í þessari álfu, er svo viður-j kennt, að engin þörf er á að mæla með því frekar en íslenzku viku- blöðin og sömuleiðis ensk dag- blöð hafa þegar gert. Málefni þessu hefir aðallega verið hrund- ið í framkvæmd með rífum fjár- tillögur margs velþekts fólks af íslenzkum ættum, og verða nöfn þess birt og geymd á stofnenda- skránni. Minnsta fjártillag til þessarar grundvallarskrár, eru eitt þús- und dollarar. Það hefir verið lagt til, að það fé, sem enn er þörf fyrir til þess að hin fulla sjóðsupphæð fáist, ætti að vera safnað í sjóði, er tryggðu sérstöku fólki stofn- éndarétt, þeim mönnum, er fram hafa lagt óvenjulega stóran skerf til íslenzkrar menningar í þessu landi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, og fyrir löngu viðurkennt, að Dr. Rúnólfur Marteinsson er einn hinna fremstu á því sviði.J Verk hans sem skólastjóri ogj kennari í íslenzku við Jónsj Bjarnasonar skólann í 25 ár,| prestsþjónusta hans í mörgum Ís-J lenzkum byggðarlögum, -og ást hans og tryggð við allt sem ís- lenzkt er, allt þetta er of vel þekkt og viðurkennt til þess að þörf sé á að fara um það frekari orðum hér. Okkur gömlu námsfólki Jóns Bjarnasonar skólans, finnst nafn Dr. Marteinssonar ætti að standa^ framarlega á stofnendaskrá þessa kennaraembættis. Það er fyrir þá ástæðu, að við j bjóðum öllum vinum hans að leggja fram í þennan sjóð, — hvað litla upphæð sem er, því tilj tryggingar að nafn hans verði áj stofnendaskránni. Margir hafa þegar óbeðið lagt fram í slíkan sjóð. Þeir sem óskal eftir að taka þátt í því að heiðra þannig Dr. Marteinsson, og viðurkenna verk hans, ættu að senda tillög sín til: j “The Dr. Marteinsson Trust Fund” — til einhvers undirrit- aðs. Mrs. Paul Goodman, 652 Goujding St., Wpg. Man. Mr. Jón K. Laxdal, 39 Home St., Wpg. Man. Mr. B. E. Johnson, 1059 Dominion St. Wpg. Man. Miss Ingibjörg Bjarnason, 254 Belvedere St., Wpg. Manj Miss Salome Halldorson, Ste. F. Ashford Crt., Wpg. Mr. Axel Vopnfjord, 1267 Dominion St. Wpg. Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. Professional and Business Directory ! s=ii Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST m 506 Somerset Bldg. * Office 97 932 Res. 202 398 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nets og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINMPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipcg Phone 926 441 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 219 McINTYRE BLOCK • ÍELEPHONE 94 981 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS" BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonor minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada Union Loan & Investment COMPANY ~v • Hental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 finkleman OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO.LTD. For Your Comfort and Convenienee, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • \ Phone 94 908 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur or töskur, húsRÖgn úr smærri íbúðum or húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 2S888 C. A. Johnson, Mgr LESIÐ HEIMSKRINGLU ÍOÓKSfÖREl 'jörnson's 702 Sargent Ave., Winnlpeg, Ma

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.